Tíminn - 05.04.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.04.1939, Blaðsíða 4
164 TÍMINN, miðvikutlagiim 5. aprfl 1939 41. blað Gengismálið á Alþingi. Framh. af 2. síðu) Þá er ákvæði um breytingu á launagreiðslum til yfirmanna á togurunum frá 1. jan. 1940, þannig, að í stað þess að „prem- ía“ þeirra reiknast nú af brúttó- afla á hún framvegis að reiknast af afla að frádregnu verði fyrir kol og veiðarfæri sem skipin nota. Ætti það að verða til þess að hvetja yfirmenn á togurun- um til meiri hagsýni við veið- arnar. Einnig er ákvæði um að hlutarmenn, sem hafa gert samninga um sölu á hlut sín- um til útgerðarmanna, skuli hljóta það verð sem fæst fyrir fiskinn hér eftir, ef það verður hærra en samningar ákveða. í frv. er ákvæffi um verff á kjöti og mjólk á innl. markaffi. Verðbreyting á þeim vörum á að fara eftir sömu reglum og kaup- gjaldsbreytingar. — Verður að teljast eðlilegt að þetta haldist í hendur. — Þó bændur fái ekki dýrtíðaraukningu bætta að fullu með verðhækkun á framleiðslu- vörum á innl. markaði, má benda á, að vænta má aukinnar sölu, vegna þeirra ráðstafana sem gerðar eru til að örfa at- vinnulífið við sjóinn, og að framleiðendur landbúnaðaraf- urða fái þannig meiri og trygg- ari markað þar, heldur en orðið hefði ef útgerðin hefði haldið áfram að dragast saman. Sérstök ástæða er til að benda kaupstaðabúum á það, að með ákvæðum þesa frv., ef samþykkt verður, geta þeir að verulegu leyti sparað sér þau auknu út- gjöld, sem verðbreyting pening- anna að öðrum kosti hefði í för með sér, með því að nota hlut- fallslega meira en áður af ís- lenzkum vörum. Verð á þeim verður eftirleiðis hlutfallslega hagstæðara fyrir neytendur en áður, samanborið við verð á er- lendum vörum. Með því að auka neyslu á íslenzkum vörum geta því kaupstaðabúar sparað sér aukin útgjöld af völdum gengis- breytingarinnar, um leið og þeir með því styðja framleiðslustarf- semina og atvinnulífið 1 landinu. Er ástæffa til aff vekja á þessu sérstaka athygli. Ennfremur er ákvæði um að útlánsvextir í bönkum og öðrum lánstofnunum skuli ekki hækka á þessu ári og að fyrst um sinn til 14. maí 1940 skuli óheimilt aff hækka leigu eftir hús og affrar fasteignir frá því sem er viff gildistöku laganna. Húsaleigan er mjög stór liður í útgjöldum manna í- kaupstöðum, einkum Reykjavík, og því sjálfsagt að koma í veg fyrir hækkun henn- ar. Nauðsynlegt er aö gera öfl- ugar ráðstafanir til að vinna á móti dýrtíð í landinu, bæði með slíku ákvæði sem þessu, og með því að beita ákvæðum iaga um verðlag á vörum, sem sett voru á næstsiðasta þingi. Loks er í frv. ákvæði um að ríkisstjórnin geti sett með reglu- gerðum nánari fyrirmæli um framkvæmd laganna. Framleiðsla útflutningsverð- mæta er sú starfsemi, sem fjár- hagsafkoma þjóðarinnar bygg- ist fyrst og fremst á. Aðeins með útflutningi á íslenzkum vörum er hægt að standa við fjáxhags- legar skuldbindingar erlendis og kaupa nauðsynjar frá öðrum löndum. Ef framleiðslan dregst saman, um leið og fólkinu fjölgar, svo að útflutningur minnkar, hlýt- ur það að valda atvinnuleysi og þrengingum fyriT allan landslýð. Þeim, sem eiga peninga, fast- eignir eða aðrar eignir, má benda á það, að eignir þeirra eru raunverulega einskis virði ef framleiðslustarfsemin stöðvast, vegna þess að hún er sá grund- völlur, sem öll þjóðfélagsbygg- ingin hvílir á. Þeim mönnum, sem hafa fastlaunuð störf hjá einstaklings fyrirtækjum eða því opinbera nú sem stendur, og sem sumir munu e. t. v. við fyrstu athugun telja að þeim sé íþyngt með þessum ráðstöfunum, má benda á það, að ef framleiðslu- starfsemin stöðvast, hverfa um leið möguleikarnir til að greiða þeim launin í framtíðinni. Verzl- unarfólkið og iðnaðarfólkið myndi þegar svo væri komið, tapa sinni atvinnu og lífsmögu- leikum, þar sem þá hlyti að taka fyrir innflutning á verzlunar- vörum og hráefnum til iðnaðar- ins. Það er því á hörmulegasta misskilningi byggt, ef nokkur maður eða kona er til í þjóðfé- laginu sem telur sér óviðkom- andi erfiðleika framleiðend- anna, og álítur að allt annaff geti gengið sinn venjulega gang, hvernig sem framleiðslunni vegnar. Efling framleiðslunnar og aukinn útflutningur er ekki aðeins hagsmunamál þeirra manna, sem hafa lagt fé sitt og lánsstofnana í þennan atvinnu- rekstur, og þeirra verkamanna sem að framleiðslunni vinna. Það er ekkert síður lífsnauðsyn fyrir alla affra. Það er raunveru- lega jafnmikið hagsmunamál embættismannsins,, verzlunar- mannsins, iðnaðarmannsins.sem vinnur í nýjum iðngreinum hér og annarsstaðar, og bygg- ingameistarans, sem lifir á því að byggja falleg hús, hér í höfuðstaðnum og annarsstaðar, og sem veit að húsið getur því aðeins staðið, að gTunnurinn sé traustur. Ef framleiðslan er rek- in með tapi ár eftir ár, er voði fyrir dyrum, ekki aðeins hjá þeim, sem i þeirri atvinnugrein starfa beinlínis, heldur einnig hjá öllum hinum. Aukning framleiðslu og útflutnings er ekki sérhagsmunamál neinna einstakra manna eða stétta, það er jafnmikið hagsmunamál allra einstaklinga og allra stétta í þjóðfélaginu. Sá þjóðhættulegi fólksstraum- ur, sem legið hefir að undan- förnu frá framleiðslustörfum, að öðrum viðfangsefnum, og það mikla kapphlaup, sem átt hefir sér stað að undanförnu um fast- launaðar stöður, þarf að hverfa. Það verður þvi aðeins að eigi sé lakar búið að þeim mönnum, sem vinna nauðsynlegustu störf- in, framleiðslustörfin, held- ur en öðrum þegnum þjóð- félagsins. Slikt er hvorttveggja í þess, nauðsynja- og rétt- lætismál. Með þeim ráðstöf- tJR BÆIVUM Affalfundur Verkstjóra- sambands íslands var haldinn hér í Reykjavík. 31. f. m. Forseti sambandsins gaf skýrslu um störf þess síðastliðið ár. Stjórn sam- bandsins skipa nú: Jóhann Hjörleifs- son forseti, og meðstjórnendur Jónas Eyvindsson og Felix Guðmundsson verkstjórar. Verkstjórasambandið er nú tæplega ársgamalt, var stofnað í apríl 1938 af hartnær 50 verkstjórum víðs- vegar að af landinu. Tilgangur þess er fyrst og fremst sá að vinna að aukinni menntun og þroska verkstjóranna ís- lenzku, svo að þeir geti staðið á sporði hiiðstæðum starfsmönnum í nágranna- löndunum, en eins og kunnugt er, eru þar gerðar miklu meiri kröfur um menntun og verklega kunnáttu verk- stjóra heldur en tíðkazt hefir hér á landi. Þessu marki hyggst sambandið að ná með þvi að fá komið á fót sér- stökum námskeiðum, sem menn verða að hafa lokið prófi frá, til þess að öðlast rétt til verkstjórnar. Slökkviliðiff var þrivegis gabbað á vettvang í gær- kvöldi. Var drukkinn maður valdur að þessu og tókst slökkviliðsmönnum loks að hafa hendur í hári hans í þriðja skipti. Umferðaslys varð í gær fyrir hádegi á gatnamót- um Bergstaðastrætis og Bjargarstíg. Varð fimmtán ára drengur, Oddur Steinþórsson til heimilis í Jónshúsi á Grímsstaðaholti. Fékk hann mikinn áverka á höfuðið. Páskadansleik heldur Samband ungra Framsóknar- manna í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 9. Góð hljómsveit leikur. Páskamyndir bíóanna. Nýja Bíó sýnir um páskana litmynd af Hróa hetti með Erall Flynn í aðal- hlutverki. Á Gamla Bíó verður sýnd söngmynd, Þegar lífið leikur, með Dianne Durbin í Aðalhlutverki. Gestir í bænum: Björn Haraldsson bóndi í Austur- görðum, Þórarinn Magnússon í Hrúts- holti, Valdemar Jónsson bóndi í Álfhól- um í Vestur-Landeyjum, Sigurjón Magnússon, bóndi i Hvammi undir Eyjafjöllum. Á krossgötnm. (Framh. af 1. síðu) farmanna á allflestum skipum Eim- skipafélagsins. Nú í byrjun aprílmán- aðar var nýr læknir, Óli Hjaltested, ráðinn til starfa á vegum berklavarna- stöðvarinnar Líknar, en til þessa hefir skortur á starfsmönnum hamlað víð- tækum rannsóknum. Verða ítarlegar og skipulagðar rannsóknir meðal sjó- manna hafnar á þessu ári og komnar til fullra framkvæmda á næsta ári. Að þessu sinni eru rannsóknirnar dálít- ið örðugar viðfangs, vegna þess, að tog- ararnir eru komnir á veiðar, en auð- veldast er að koma þeim við um leið og sjómenn eru skráðir. Skipulögð berklapróf meðal sjómanna hafa hvergi farið fram, en verið um það rætt að koma þeim á, meðal annars i Noregi. unum sem frv. þetta fjallar um, er sú alþjóðarnauðsyn viður- kennd og er þess því að vænta, að máli þessu verði vinsamlega tekið, bæði hér á hv. Alþingi og af alþjóð. Páskamatur: Hiff ljúffenga: Fiskfbuff, Fiskibollur, Fiskigratin, Fiskibúðinga, Fiskisupur. Allt úr einum pakka af mann- eldisfiskimjöli. Fæst I öllum matvöruverzlunum. Heildsölubirgffir hjá: Sfrni 5472. Símnefni: Fiskur. Ferðir okkar á skírdag, föstudaginn langa og anann páskadag hefjast kl. 9 f. h. Á páskadag hefjast ferðir kl. 1 e. h. Strætisvagnar Reykjavíkur h.f. S. U. F. S. U. F. Skemmtini 4 S. U. F. heldur skemmtun í Alþýffuhúsinu viff Hverfisgötu I kvöld. Upplestur. — DAIVS. Skemmtunin hefst kl. 9. Affgöngumiffar seldir á afgreiffslu Tímans og við innganginn. — GÓÐ MÚSIK. Suudhöll Reykjavíkur verður opin um p á s k a n a eins og hér segir: Miðvikudaginn 5. apríl kl. 7y2 f. h. til kl. 10 e. h. Fimmtudaginn 6. apríl kl. 8 f. h. til kl. 4 e. h. Föstudaginn 7. apríl lokað allan daginn. Laugardaginn 8. apríl kl. 7y2 f- h. til kl. 10 e. h. Sunnudaginn 9. apríl lokað allan daginn. Mánudaginn 10. apríl kl. 8 f. h. til kl. 12y2 e. h. Ath. Miðasalan hættir 45 mínútum fyrir lokun. 10 Lettice Ulpha Cooper: Málarinn 11 einar mínútur. Þér verður ólift fyrir tilvikið. Hún hafði orð hans hægt og varlega yfir, eins og hún myndi hafa handleikið þau mjúklega, ef hægt hefði verið að setja þau fram í áþreif- anlegu ásigkomulagi. Við þögðum báðar litla stund og hölluðum okkur út yfir borðstokkinn og horfðum á öldurnar hverfa aftur með skips- síðunni og út í næturmyrkrið. Ég geri mér ekki í hugarlund, að hún hafi þagnað vegna feimni eða óframfærni. Ég held, að hún hafi í annað sinn séð göturnar ljóma í sólskininu og unga manninn brosa til sín yfir málaragrindina, þessu dæmalausa brosi, er vakti hjá henni svo inni- lega löngun til þess að gæla við hann. — Svo skoðaði ég myndina hans, mælti hún. Hún.... Æ, ég hefi lítið vit á málverkum, en mér fannst hún vera hálf kynleg. Ótal litum haug- að saman, en ég lét mér samt ekkert slíkt um munn fara. Hann sagðist hafa farið til Madeira að læknisráði, hann yrði að dvelja þar að vetr- arlaginu, vegna heilsu sinnar: Hvíti dauðinn hafði verið honum náhöggur. Hann hélt alltaf áfram að mála, en ég fékk mig einhvern veginn ekki til þess að fara frá honum og stóð kyrr í sömu sporum og spjallaði við hann og horfði á fingurna á honum. Hann sagðist ætla að byrja að mála stóra mynd; það væri lífsköllun sín. Við fórum að skrafa um eyna og hann var á nákvæmlega sama máli og ég. Honum var bara miklu betur lagið að koma orðum að hugs- unum sínum heldur en mér. Honum fannst eins og mér, að þetta væri sin eyja. Ég sagði, að þannig væri því einnig varið um mig, Þá hló hann og sagði að við værum keppinautar í ástum.... Og hann sagðist gjarnan vilja sýna mér málverkin sín og að við spjölluðum lengi saman. Aftur þagnaði hún skyndilega. Mér vannst næði til að vefa í uppistöðuna, samtal sam- landanna tveggja, sem bæði voru haldin af sömu tilfinningum, eða var þar nokkur munur á? Honum var bara miklu betur lagið að koma orðum að hugsunum sínum. Hin ókunna fegurð steig honum ekki til höfuðs, hann var ekki ringlaður, eins og sá, sem stígur í fyrsta skipti fæti á strönd nýrrar veraldar. Umhverflð var honum ekki eins ókunnugt, og því ekki eins hættulegt, þótt þar leyndust æfintýri, sem gætu orðið þeim að fótakefli, sem litla lifsreynslu hafa. — Hann spurði mig, hvort ég vildi koma og skoða málverkin sín. Ég veit ekki hvernig það var, en ég lofaði að koma og finna hann næsta kvöld. Hún þagnaði snöggvast, en bætti svo við þessari þarflausu skýringu: — Ég hafði aldrei gert slíkt áður. Auðvitað veit ég, að fólk gerir þetta hér, en heima var þetta allt öðru vísi. Pabba og mömmu myndi ekki hafa geðjast vel að slíku. Auk þess bað eng- inn mig um það, bætti hún við og var hugsi. — Við fórum gangandi út úr bænum kvöldið eftir, og settumst á hæð, þar sem gott var út- sýni til hafsins. Ég man, hve sjórinn var blár. Gengislækkunin. (Framh. af 1. siðu) ur 4 togara 131 þús. kr. og rekst- urshalli 27 togara 1 milj. 287 þús. kr. Árið 1937 var rekstursafgang- ur 10 togara 283 þús. kr. og reksturshalli 22 togara 900 þús. krónur. Útgjöld 26 botnvörpuskipa ár- ið 1933 (alls liy2 milj. kr.) og útgjöld 32 botnvörpuskipa árið 1937 (alls rúml. 13 milj. kr.), sundurliðast þannig: Ár. 1933 Ár. 1937 Kol 13,1 % 16,2 % Salt 5,8 — 3,2 — ís 1,1 — 1,2 — Veiðarfæri 7,4 — 8,4—. Vátrygging 3,7 — 4,5 — Vextir 4,3 — 4,6 — Viðhald 7,0 — 7,7 — Fæði 3,4 — 4,5 — Fiskverkun 15,0 — 5,7 — Fiskkostnaður 3,2 — 2,2 — ísfiskkostn. erl. 4,2 — 5,0 — Kaup og premia 23,4 — 26,0 — Afskriftir 1,2 — 2,0 — Skrifstofukostn. 1,6 — 1,9 — Útsvar 0,8 — 0,6 — Tekjuskattur 0,1 — enginn Ýms kostnaður 4,5 — 6,3 — Ýmsar fleiri upplýsingar úr þessum fróðlegu skýrslum munu verða birtar við hentugleika hér í blaðinu. HGAMLA BÍÓ'' Islands- kvikmyndin sem Orlogskapteinn Dam tók hér í fyrrasumar. Sýnd í kvöld kl. 8 og 9.15. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4. (Lækkað verð). ■nýja bíó ■ Hróí höttur! Hrífandi fögur, spennandi og skemmtileg stórmynd frá VARNER BROS. Aðalhlutverkið, Hróa hött, leikur hinn karlmannlegi og djarfi ERROL FLYNN. Öll myndin er tekin í eðli- legum litum. Sýnd í kvöld kl. 6% og 9. Aðgönpfumiðar seldir frá kl. 4. Skrtfstofur vorsii* og vörugeymsla iokað laugardagfínn fyrír páska. Raitækjaeinkasala ríkisins. Skrifstoíum vorum og vörugeymsluhúsi verður lokað laugardaginn fyrir páska allan daginn. Áfengísverzlun ríkísins. bæjarins og bæjariyrirtækja verða lokaðar laug’ardagiim 8. þ. m. allan daginn. Slí rifstoíu r vorar verða lokaðar laugardaginn 8. p. m. Sjóvátryqqi aqíslands' Jarðarför föffur okkar og tengdaföffur Jóns Jónssonar dannebrogsmanns frá Hafsteinsstöffum fer fram laug- ardaginn 8. apríl n. k. kl. 1 síffdegis frá heimili hins látna. Jarðaff verffur í heimagrafreit ættarinnar aff Hafsteins- stöðum. Börn og tengdaböm. Happdrælti Háskóla íslands ATHUGIÐ: Vegna páskanna eru nú aðeíns 2 sölu- dagar eítír fyrír 2. flokk Dregið verður 11. apríl. Munid að endurnýja áður en þér farið úr bænum. Umboðsmenn hafa opið til klukkan 7,30 í kvöld. §pF* Tryggíngarstofnun ríkisíns. - Lokað laugardagínn fyrír páska.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.