Tíminn - 11.04.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.04.1939, Blaðsíða 3
42. blað 167 breytt eftir því sem ætla mætti að það reyndist í frjálsri sölu. Það álít ég hinsvegar ekki, enda þótt ég telji nú ástæðu til þess, að reyna af alefli að afnema þann mismun sem verið hefir á skráðu gengi krónunnar, og því gengi sem verið hefði í frjálsri sölu. Ég álít að allt kapp beri að leggja á það, að halda gengi krónunnar föstu eftir að það nú hefir verið lækkað, og að skapa traust á því, að það megi takast. Áhrifin á traust lands- ins ut á við. Á það hefir verið minnst í um- ræðum um gengismálið, að gengisbreytingin myndi veikja traust landsins út á við. Ég álít að allir, sem viðskipti hafa við ísland, muni vita, að um nokkur ár hefir framboð erlends gjald- eyris verið mun minna en eftir- spurnin og að þessvegna hafa myndast hér innifrosnar vöru- skuldir. Þegar svo er ástatt mun litið á lækkun krónunnar sem ákveðna tilraun til þess að bæta hag framleiðslunnar í landinu, og þar með þjóðarinnar allrar, stórfellda tilraun til þess að koma viðskiptunum á eðlilegri grundvöll en áður, en ekki sem vott um neina nýja erfiðleika í viðskiptalífi þjóðarinnar. Ég vil benda á það, að margar þjóðir hafa á undan okkur gert ráð- stafanir hliðstæðar þessum. Stóra-Bretland lækkaði fyrir nokkrum árum gengi síns gjald- eyris, Danmörk fyrir örfáum ár- um, og Frakkland nú alveg ný- lega. Hefir þess ekki orðið vart, að neitt vantraust hafi við það skapast í fjármálalifi þessara þjóða. Gengislækkunm og verðlagið innanlands. Enginn vafi er á því, að fáar eru þær ráðstaíanir, sem mönn- um gengur erfiðlegar að átta sig á en einmitt breytingar á verð- gildi krónunnar. Þetta er einnig óspart notað í stjórnmálabar- áttunni og misnotað á hinn herfilegasta hátt. Algengast er að heyra því haldið blákalt fram, að við gengislækkun lækki allt kaup- gjald í landinu, sem nemur gengislækkuninni, og þá er því um leið slegið föstu, að hún sé fyrst og fremst árás á launa- stéttirnar. Um þetta er það fyrst að segja, að það er bláber mis- skilningur hjá mörgum, og hjá öðrum blekking, að gengislækk- un þýði samsvarandi kauplækk- un. Það fer allt eftir því, að hve miklu leyti tekst að hamla því, að dýrtíðin aukist í hlutfalli við gengislækkunina, og jafnframt eftir því, að hve miklu leyti gengislækkunin hefir áhrif til þess að auka atvinnu eða koma í veg fyrir að hún minki. Það getur hæglega komið fyrir það ástand, að það sé beinlinis hags- munamál launastéttanna engu síður en annara þjóðfélags- þegna, að gengislækkun sé framkvæmd, eða önnur hliðstæð ráðstöfun til hags fyrir fram- leiðslustarfsemina í landinu. í frv. því sem nú hefir verið samþykkt, um verðskráningu ís- lenzku krónunnar, eru ákveðnar öflugar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að dýrtíð aukizt í landinu, að sama skapi, sem verðgildi krónunnar hefir verið lækkað, og ennfremur er ákveð- ið, að notfæra sér ákvæði lög- gjafar, sem nú er í gildi, til þess að vinna í sömu átt. Verðlagseftirlit mun verða aukið, og er ástæða til að vænta þess, að takast muni, að koma í veg fyrir verðhækkun að mjög verulegu leyti á þeim vörum, sem mikið hefir verið lagt á í verzlun undanfarið og innlend- um iðnaðarvörum. Ákvæði eru í frv. þessu um að húsaleiga skuli óbreytt standa frá því, sem hún hefir verið ákveðin áður en gengislækkunin var framkvæmd. Er þetta geysi- mikið hagsmunaatriði fyrir al- menning, en hinsvegar fyllilega sanngjarnt, þar sem það kemur í veg fyrir að húseigendur geti hagnast af því að dýrara verður að byggja eftir að gengislækk- unin er komin á. Til enn frekari tryggingar því, að gengislækk- unin komi sem minnst niður á þeim, sem verst eru settir, eru þau ákvæði í frv. að eftir 3 mán- uði skal gera athugun á fram- færslukostnaði fyrir og eftir gengisbreytinguna. Sýni það sig i tMlMV þriðjndaginii 11. apríl 1939 að framfærslukostnaðurinn hafi hækkað um 5% eða meira, miðað við janúar—marz 1939, skal kaupgjald ófaglærðs verkafólks, sjómanna og þeirra fastlaunaðra fjölskyldumanna, er hafa minna en 3.600 kr. árslaun, hækka um helming hins aukna framfærslu- kostnaðar, ef hann er ekki yfir 10%, en um % af því, sem fram yfir kann að vera 10%. Með þssum ákvæðum og ráðstöfunum til þess að draga úr hækkun framfærslukostnaðar, ætti það að vera tryggt, að afleiðingar gengisbreytingar kæmu ekki nema að mjög litlu leyti niður á þeim, sem lægst hafa laun og það jafnvel þótt engin atvinnu- aukning yrði. Atvinna ætti að aukast. Þá er sérstök ástæða til þess að benda á, að þeir, sem stunda lausavinnu, ættu belnlínis að eiga von á tekjuhækkun vegna þeirrar auknu atvinnu og lengri vinnutíma árlega, sem ætla má að verði afleiðing gengisbreyt- ingarinnar, svo framarlega sem utan að komandi erfiðleikar og aflaleysi ekki standa í vegi fyrir því, að menn fái notið sín við framleiðslustörfin. Það mun vera almenn skoðun meðal verka- manna, sjómanna og iðnaðar- manna, að ekki sé undan kaup- gjaldinu að kvarta í sjálfu sér, heldur hinu, að atvinnan sé stopul, og þess vegna séu heild- artekjurnar yfir árið of lágar hjá þeim, sem ekki hafa fasta atvinnu. Ef menn tala við verk- smiðjufólk og iðnaðarmenn, þá kvartar það ekki undan lágu kaupgjaldi, heldur atvinnuleysi eða stopulli vinnu, m. a. vegna þess, að víða skortir hráefni til að vinna úr. Hvers vegna vantar hráefni og byggingarefni? Ekki vegna hótfyndni valdhafanna, eins og margir virðast álíta, heldur blátt áfram vegna þess, að framleiðsla útflutningsvara er of lítil til þess að hægt sé að kaupa nauðsynleg hráefni, bygg- ingarvörur o. fl., sem kvartað er um að vanti. Undirstaðan undir aukinni atvinnu iðnaðarmanna jafnt og annarra manna, sem stunda lausavinnu, er því auk- inn útflutningur, aukin fram- leiðsla. Verði gengisbreytingin að því gagni, sem vonast er eftir, verkar hún því beinlínis til hags- bóta fyrir þetta fólk, engu síður en þá, sem stunda framleiðslu beinlínis. Innanlandssala landbiinaðarafurða. í frumvarpi þessu eru ákvæði um, að verð landbúnaðarafurða á innlendum markaði skuli standa óbreytt fyrst um sinn, en siðan hækka eftir sömu reglum og kaup verkamanna og sjómanna. Það verður að teljast eðlilegt og réttmætt, og um það hefir enginn ágrein- ingur oi’ðið á alþingi, flokka eða manna á milli, að verðlag á land- búnaðarafurðum innanlands fylgi sömu reglum næsta ár og kaupgjaldið. Á það er og skylt að benda í þessu sambandi, að það gæti orðið vafasamur hagn- aður að því fyrir framleiðendur sjálfa, að hækka mjög verðlag á þessum vörum. Þeir geta átt von á verulegum vinningi af þessum ráðstöfunum með tvennu öðru móti. Eftir gengisbreyting- una verður verðið á þeirra vörum hagstæðara í samanburði við verð á erlendum vörum en áður var og er þess fastlega að vænta að menn noti einmitt tækifærið til þess að losna við verðhækkun vegna gengislækkunar með því að minnka kaup á erlendum og auka kaup á innlendum neyzlu- vörum. Gengisbreytingin er til þess gerð, að örfa atvinnulífið, ekki sízt við sjóinn. Bændurnir hafa hagsmuna að gæta í því að markaðsmöguleikar þeirra auk- ist við það, og a. m. k. í því að komið verði í veg fyrir það hrun, sem yfirvofandi var við sjávar- síðuna, ef ekkert hefði verið að gert. Spariféð. Fljótt á litið virðist svo sem þeir, er eiga sparifé í bönkum, tapi nokkru á þessari ráðstöfun, sem hér er ætlast til að verði gerð, en menn verða að gera sér ljóst, að því aðeins eru þessar innstæður raunverulega þess vii-ði, sem þær eru taldar, að framleiðsla landsmanna haldi áfi’am með eðlilegum hætti, og að baki spaiúfjárins standi raun verulegt verðmæti. Ef fram- leiðslan er rekin til langframa með tapi, þá kemur að því að sparifjáreigendurnir gjalda. af- hroð eigi síður en aðrir. Hags- munir þessara manna vei’ða ekki fremur en annarra, skildir frá hagsmunum þjóðarheildarinnar. Afurðaverð, kaup og framfærslukostnaður. í sambandi við þessar umræð- ur, er fróðlegt að athuga hlxit- fallið milli afurðaverðs og launa nú síðustu hörmungarár útgerð- arinnar, sbr. við það, sem var fyrir nokkrum árum. Árin 1923 og 1929 varð verð á 1. flokks verkuðum saltfiski hér frá 110 —160 kr. skippundið, en nú á síðustu árum hefir verðið verið 73—85 kr. skippundið. Ef við hinsvegar lítum á kaupgjaldið, þá hefir tímakaup á sama tíma hækkað um 20% í Reykjavík. Hinsvegar hefir vísitala hag- stofunnar um framfærslukostn- að í Reykjavík, vei'ið nákvæm- lega jafnhá að meðaltali 1928— 1929 annarsvegar og nú síðustu 3 árin hinsvegar. Kaupgjaldið hefir hækkað, en verð á fram- leiðsluvörum útgerðarinnar lækkað um 40—50%. Ef allar að- stæður væru að öðru leyti ó- breyttar, ættu því verkamenn og sjómenn að hafa lifað betra lífi nú síðustu árin en áður, en því fer alls fjarri. Hvað veldur? Ekki aukin dýrtíð — hún er svipuð. Ekki lækkað kaupgjald — það hefir hækkað. Það er samdráttur framleiðslunnar, sem veldur. Við höfum hér á þessu landi nú orðið bitra reynslu fyrir því að engum þjóðfélagsþegni er það óviðkomandi hversu framleiðsl- unni sjálfri vegnar. Nú má segja, að ég hafi nær eingöngu dvalið við afstöðu þeirra manna til gengislækk- unar, sem lausavinnu hafa, en ekkert minnzt á þá, sem föst laun hafa, og ekki eru ætlað- ar uppbætur, nema þeir hafi undir 3600 kr. í árslaun og séu fjölskyldumenn. í þessu sambandi vil ég aftur minn- ast á tölur þær um verðlag, framfærslukostnað og kaupgjald sem ég nefndi áðan. Ég hefi að vísu ekki við hendina fullkomn- ar upplýsingar um laun fast- launamanna og iðnaðarmanna 1928—1929 og aftur nú, en það mun ekki vera ofmælt, að þau hafa einnig hækkað á sama tima, eins og kaupgjald yfirleitt. Á sama tíma sem fiskverðið hefir lækkað um 40—50% og afli rýrnað, hafa flestar launastéttir iandsins fengið laun sín hækkuð, enda þótt framfærslukostnaður síðustu 3 árin hafi verið því nær eins og 1928—1929, og mörg þeirra ára, sem á milli liggja, þó mun lægri. Ég vil ekki halda því fram, að lífskjör launamanna séu of góð eða glæsileg, en ég vil bara í fullri alvöru biðja alla hugsandi menn að hugleiða það og svara því hreinskilnislega, hvaða rétt- læti sé í því og hvað lengi það muni geta staðizt, að mikill hluti þjóðarinnar taki ekki hinn minnsta þátt í því áfalli, sem þjóðin öll sem heild og framleið- endurnir sérstaklega hafa orðið fyrir undanfarin ár, og sem að- eins er að nokkru lýst með upp- lýsingum þeim, sem ég hefi gefið um fiskverðið. Hvert rennur hagn- aðurinn? Ýmsir munu hafa tilhneyg- ingu til þess, að herða sig upp gegn rökum þessum og kasta því fram, að þessir framleiðendur, sem verið er að tala um, séu nokkrir togaraburgeisar í Rvík, sem lifi hátt. í Reykjavík eru að vísu nokkrir togaraútgerðar- menn, sem margir eru þó þannig staddir,. að þeir eiga ekki fyrir skuldum, og fyrirtæki þeirra verða gerð upp. En málið er ekki svo einfalt. Hér eiga fleiri hlut að máli. Vélbátaútgerðarmenn urn gervallt landið, sem lifa víða við hina sárustu fátækt, sjó- menn, sem hlut taka í afla, út- gerðarmenn og sjómenn á trillu- mátum og smábátum, og raunar allt það fólk, sem að útgerð vinnur beint eða óbeint, án þess að vera á föstu árskaupi. Fjöl- margir þessara manna hafa nú ár eftir ár þrælað á sjónum vet- ur og sumar, vor og haust í myrkri og stormum, án þess að geta aflað sér þeirra lífsnauð- synja, sem brýnastar geta talizt. Fjölda margir þessara manna hafa ekki einu sinni getað náð þeim launum fyrir strit sitt, sem greidd eru léttadrengjum, byrjendum eða aðstoðarstúlkum við ýms fastlaunastörf, sem ekki koma. framleiðslunni við. Allt þetta og margt annað, sem ég hefi ekki getað komizt yfir að taka fram, er mönnum skylt að athuga áður en þeir leggja dóm sinn á þá ráðstöfun, sem nú hefir verið gerð. Afstaða Framsóknarflokksins til gciigismálsins. Sumum kann að virðast ósam- ræmi í því, að Framsóknai’flokk- urinn hefir undanfarið ekki fall- izt á gengislækkunartillögur Bændaflokksins, en beitir sér nú fyrir gengisbreytingu. í þessu er ekki ósamræmi. Enginn flokkur getur í alvöru haft gengislækkun að stefnu. Afstöðu verður að taka til þeirra mála, eftir ástandinu á hverjum tíma. Bændaflokkur- inn hefir flutt gengismálið sem sérhagsmunamál bændastéttar- innar. Framsóknarflokkurinn á- lítur að það orki rnjög tvímælis að svo sé, þegar eðlilegt ástand er hjá öðrum atvinnuvegum landsmanna, og hefir álitið sér- hagsmunum bænda betur borgið með öðrum ráðstöfunum, sem hann hefir framkvæmt. Hins- vegar hefir því alltaf vei’ið lýst yfir skýrt og skorinort, að flokk- urinn álítur gengisbreytingu eina af þeim leiðum, sem til greina komi þegar gera þarf ráðstafanir til þess að rétta við hlut útflutningsframleiðslunnar. Hin skuldugu stór- ótgerðarfyrirtækl. Áður en ég lýk máli mínu, vil ég minnast á sérstakt atriði, sem ekki snertir þetta mál beint, heldur óbeint. Margir myndu nú vilja spyrja, hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar eða verði gerðar í sam- bandi við þau togai’aútgerðar- fyrirtæki, sem ekki eiga fyrir skuldum. Um þetta er það að segja, að ýmist hafa nú veriö gerðir í bönkum eða stendur til að gerðir verði samningar um að leysa þessi fyrirtæki upp — gera þau upp á þann hátt, sem hagkvæm- ast verður talið lánardrottnum þeirra. Verða þau á meðan rekin í Liquidation, eins og það er kallað á viðskiptamáli og stýrt af sérstökum stjórnum, sem að meirihluta eru skipaðar fulltrú- um lánardi’ottnanna, en fram- kvæmdastjórar ráðnir með sam- komulagi banka og eigenda. Verður að vænta þess, að bankarnir láti gera ráðstafanir til þess að hins ítrasta sparnaðar verði gætt í hvívetna í rekstri fyrirtækjanna. Með þessum ráð- stöfunum er það að fullu tryggt, að hagnaður sá, sem þessum fyrirtækjum verður að gengis- (Fravih. á 4. síöu) Nemendamót. Dagana 10 og 11. júní n k. verður nemenda- mót við héraðsskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu Allir yngri og eldri nemendur velkomnir. Mótið hefst á hádegi fyrri daginn. Stjórn Nemendasambands Laugaskóla. ViltilfinfieiBiar. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Niðnrsuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Reykhús. — Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niffursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurff á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosiff kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Ostar og’ smjör frá Mjólkurbúi Flóamaima. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. t heildsölu hjó Samband ísl. samvínnuf élaga Síml 1686. 16 Lettice Ulpha Cooper: — Ég lét það mig engu skipta. Geturðu ekki skilið það? Ég elskaði hann. Ég veigraði ekki fyrir mér, það sem ég gerði. Auðvitað vissi ég, að það var rangt, en mér fannst það ekki koma málinu við, svo framarlega, sem ég gat látið honum í té það, sem hann þarfnaðist. Sjálf átti ég enga peninga. Mér var borgað kaup mitt í lok hvers mánaðar, og síðast hafði ég eytt því í jólagjafir, er ég sendi heim, og þennan fatnað, sem ég keypti handa sjálfri mér. Og svo hafði ég gefið honum ýmislegt smávegis, ávexti, kökur og sælgæti, sem hann var sólginn í eins og lítið barn, og teppi til að breiða yfir hnén á sér. Ég hefði enga peninga eignazt fyrr en í mánaðarlok. Vitanlega hefði ég getað beðið um fyrirfram- greiðslu á launum mínum, en ég gat ekki komið mér að því, og það hefði heldur ekki verið nóg. Mér datt snöggvast í hug að biðja frú Halliday að lána mér dálitla peningaupphæð, en því hefðu fylgt ýmsar spurningar. Hún var mér alltaf góð og alúðleg, en hún vildi stjórna öllu og ráða öllu. Og hún þóttist líka bera að nokkru leyti ábyrgð á mér. Enn varð þögn. Svo hélt hún áfram og röddin var styrk og ástríðulaus, eins og hún væri að kenna. — Ég tók þá, það var svo fjarskalega auðvelt. Þau spiluðu mikið á skemmtistöðunum, hjónin, og frú Halliday kom oft seint heim. Hún var stundum þreytt og venjulega skyldi hún peninga sína eftir í hrúgu á þvottaborðinu. Þegar hún kom á fætur á morgnana, var hún vön að láta Málarinn 13 frestur til þess að láta hugann gruna það, sem ósagt var. — Þú getur ekki gert þér í hugarlund, hve einkennilegt þetta var, hélt hún áfram. Það var eins og ég væri tvær fjarskyldar manneskjur. Önnur kenndi litlu telpunum á morgnana, borð- aði með þeim hádegisverð og fór með þeim í gönguferðir og drakk stundum te í gistihúss- garðinum með Hallyday-hjónunum og vinum þeirra; hin gekk sínar eigin götur, til þess að hitta hann, þar sem hann var að mála. Ég var vön að staldra við og horfa á hann, meðan hann lauk verki sínu og hjálpa honum til þess að koma áhöldunum fyrir, þegar hann var búinn. Svo lögðum við af stað. Við fórum sjaldn- ast mjög langt. Hann var óhraustur og þreyttist fljótt. Allan daginn hlakkaði ég til kvöldsins. Það gerði dagana ljúfari á sinn hátt. Mér þótti vænt um litlu stúlkurnar og frú Halliday var alltaf góð við mig. Hún hafði einu sinni orð á því, að loftslagið á Madeira myndi eiga vel við mig, ég væri mikið hraustlegri og glaðlegri heldur en áður. Æ, ég var svo hamingjusöm. Ég lét ekkert á mig festa, þótt ég væri stundum hindruð frá því að fara til móts við hann. Einu sinni var flugeldasýning og litlu stúlkunum var leyft að vera lengur á fótum en venjulega, og ég varð að gæta þeirra. í annað skipti var Hanna lasin og neyddist ég til þess að vera hjá henni. Þetta varð aðeins til þess, að ég hlakkaði ennþá meira til næsta kvölds.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.