Tíminn - 11.04.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.04.1939, Blaðsíða 4
168 1'ÍMlM, þriðjndagiim 11. apríl 1939 42. blað Gengislækkimin og nauðsyn hcnnar. (Framh. af 3. síðu) lækkuninni, rennur til bankanna upp í skuldir fyrirtækjanna við þá. Nauðsyn, að standa saman. Ef til vill, verður reynt að vekja æsingar um þau úrræði, sem nú hafa verið ákveðin — og þá auðvitað fyrst og fremst af þeim, sem annaðhvort botna ekkert í málinu sjálfir eða treysta því að aðrir skilji ekk- ert í því. Því hefir oft verið hald- ið fram að íslendingar væru menn íhugulir og greindir vel og teldu sér skylt að flana ekki að neinu. Sjaldan eða aldrei hefir þjóðinni riðið meira á en einmitt nú að þessir eiginleikar fái að njóta sín til fulls. Ekkert væri þjóðinni eins háskalegt á þeim erfiðu tímum, sem nú standa yfir eins og harðvítugar innbyrðis deilur. Væntanlega kemur ekki til slíks og þung væri þeirra ábyrgð, sem til þess kynnu að hvetja eins og nú er ástatt bæði hér hjá okkur og í umheiminum. Til þessa úrræðis hefir verið gripið að mjög vel yfirveguðu ráði enda hlotið meira fylgi á Alþingi en nokkurt annað. sam- bærilegt stórmál. Að þessu standa menn úr öllum flokkum og % hluti allra alþingismanna. Ríkisstjórnin skorar á alla góða íslendinga hvaða flokki sem þeir fylgja og hvaða trú sem þeir hafa haft eða hafa nú á þeirri leið, sem valin hefir ver- ið, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að ráð- stafanir Alþingis verði að því liði fyrir atvinnuvegi lands- manna og þar með þjóðina í heild, sem til er ætlast. Við þörfnumst sameiningar en ekki sundrungar. — Við þörfn- umst skilnings á almennings og þjóðarhag og sameiginlegra á- taka, en ekki endalausrar tog- streitu um meira og minna í- myndaða sérhagsmuni. Við þörfnumst stuðnings þeirra manna við þessar ráðstafanir, sem meta það meira að fylgja réttu máli þótt af þvi kunni að leiða óvinsældir í bili og ýmis- konar misskilning en hitt að nota erfiðleika þjóðarinnar til þess að skapa upplausn og hafa af því pólitískan ávinning í bili. IJR BÆNUM Jarðarför Indriða Einarssonar fer fram á morgun. í næsta blaði Tímans mun birtast ítarleg minning- argrein um hann eftir Jónas Jónsson alþingismann. Gestir í bænum: Kristján B. Eiríksson trésmiður á Suðureyri í Súgandafirði og frú, Guð- laugur Hinriksson bóndi á Þrándar- stöðum í Brynjudal, Björn Lúthersson á Ingunnarstöðum í Brynjudal. Endalok Albanín. (Framh. a) 1. síðu) ótta og verður hann vafalaust til að styrkja hið nýstofnaða bandalag þeirra. í því eru Grikkland, Jugóslavía, Tyrkland og Rúmenía. Þá hafa brezkir stjórnmálamenn átt miklar við- ræður um þetta mál við sendi- herra þessara ríkja og var aldrei því vant haldinn ráðuneytis- fundur í London um páskana. Enska þingið, sem hafði fengið hálfsmánaðar leyfi, hefir verið kvatt saman í dag. Má bezt marka á því, hversu alvarlegt enska stjórnin telur ástandið. Albanía, sem nú hverfur úr tölu sjálfstæðra ríkja, er um 10 þús. ferkm. og hefir um eina milj. íbúa. Landið er hálent og frekar ófrjótt. Talsverðir málm- ar eru þar í jörðu, en hafa ekki verið unnir. Aðalatvinnuvegur- inn er landbúnaður. íbúarnir eru illa menntir, en herskáir. Þeír hafa löngum lotið erlendri stjórn. Árið 1912 var sjálfstæði Albana viðurkennt. Á heims- styrjaldarárunum voru þeir um skeið undir yfirráðum ítala. Eft- ir styrjöldina varð Achmed Zogu brátt áhrifamesti maður lands- ins. í marz 1924 varð hann þó að láta af völdum, en á næsta ári brutust út víðtækar óeirðir i landinu. Jugoslavar, sem ætluðu sér að ráða mestu í landinu, gripu þá i taumana og hjálpuðu Zogu til valda á ný. Var hann kjörinn forseti 1925. Þremur ár- um seinna lét hann tilnefna sig sem konung og hefir hann farið með völd síðan. Fljótlega eftir valdatökuna snéri hann bakinu að hinum fyrri bandamönnum sínum, Júgóslövum, og hóf samningamakk við Mussolini. Taldi hann sér þaðan von meiri stuðnings, enda voru ítalir ó- sparir á lánveitingar til Albaníu. Nú sýpur Zogu konungur seyðið af þessari ráðabreytni sinni. Á víðavangl. (Framh. af 1. síðu) ur og hefir enn alls ekki tekið neina afstöðu með gengislækk- uninni. Er það vitanlega mjög óheppilegt fyrir framkvæmd málsins, ef málfærslan í blöðum Sjálfstæðisflokksins verður al- gerlega einhliða í sömu átt og í blöðum kommúnista. Mætti ekki minna vera en að birtur væri sá hluti úr útvarpsræðu Ólafs Thors, sem um gengismálið fjallaði, og að hann og aðrir þingmenn flokksins, sem geng- islækkun eru fylgjandi, fengju rúm fyrir greinar undir nafni málinu til skýringar. Eins og nú standa sakir er ekki annað sýnt en að útgerðarmenn verði að stofna a. m. k. um stundarsakir. sérstakt blað til að verja hags- muni sina í þessu máli, enda væri það þá óháð auglýsinga- valdi höfuðstaðarins. * * * Vísir rær nú að því öllum ár- um að spilla fyrir því, að takast megi myndun þjóðstjórnar, sem að hefir verið stefnt af miklum meirihluta þings. Á laugardag- inn var segir blaðið um afstöðu Sjálfstæðismanna í því máli: „Nálega allur flokkurinn í höf- uðstað landsins og víðar er and- vígur samvinnunni.“ Þetta nær að sjálfsögðu engri átt. Það er þegar vitað að formaður flokks- ins og tveir af þingmönnum Reykjavíkur eru fylgjandi þjóð- stjórn. Og engum þarf að telja trú um að þessir menn séu al- gerlega fylgislausir í Reykjavík. Svona frásagnir eru birtar ein- göngu til að stappa stálinu í þá, sem ekkert samkomulag vilja. * * * Það er misskilningur einn eða rangfærsla hjá Vísi, að fjár- málaráðherra hafi viðurkennt, að beinir skattar hér á landi væru óhæfilega háir. Það sem ráðherrann sagði og sannaði með tölum, er að beinir skattar á hinum hærri tekjum eru mn hærri hér en í Danmörku, og hinu hélt hann jafnframt fram, uð ekki væri auðvelt að hækka bessa skatta fram yfir það, sem þegar er orðið. En ráðherrann tók það beint fram, að þetta sýndi að skattalöggjöfin væri réttlátari hér en t. d. í Dan- mörku. Vert er að benda á í því sambandi, að skattar á tekjum undir 3000 kr. eru lægri hér en í Danmörku. * * * Nú hlakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, því þá veit ég að kaff- HGAMLA BÍÓ" Þegar líflð er leiknr. (Mad about Music) Bráðskemmtileg og hríf- andi amerísk söngvakvik- mynd. Aðalhlutv. leikur hin yndislega 16 ára söng- stjarna: DEANNA DURBIN, er allir muna úr söng- mvndinni, „100 menn og ein stúlka“. 1 NÝJA BÍÓ' Hrói höttur Hrífandi fögur, spennandi og skemmtileg stórmynd frá VARNER BROS. Aðalhlutverkið, Hróa hött, leikur hinn karlmannlegi og djarfi ERROL FLYNN. Öll myndin er tekin í eðli- legum litum. ið hressir míg Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætisduft inní- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Neivspaper It records for you the world’s clean, constructive doings. The Monitor does not exploit crime or sensation; neither does it ignore them, but deals correctively with them Features for busy men and all tho family, including the Weekly Magazine Section. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Please enter my subscrip+ion to The Christian Science Monitor for a period of 1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday issue. including Magazine Section: 1 year $2.60. 6 issues 25c Name___________________________________________ Address . Sample Copv on Reqnest Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HtJÐIR og SKIW. sern falla til á heimilnm þeirra, ættu þeir að biðja KAEPFÉLAG sitt ö Legubekkir og " allsk. bólstrud húsgögn Mesta úrvalið er á Vatnsstíg 3. Húsgagnaverzl. Reykjavíkur. að koma þessum vörum í verð. — SAMBAJVD ÍSL. SAMVIMIJFÉLAGA selur IVAFTGRIPA- HÚÐIR. HROSSHÚÐIR, KÁLFSKEVN, LAMR- SKEVJV og SELSKEVIV tH útlanda OG KAI PIR ÞESSAR VÖRER TIL SÚTtJNAR. - JVAET- GREPAHtÐIR, HROSSHtJÐlR og KÁLFSKEVTV er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- unum, bæði úr holdrosa og hári, áður en salt- Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu) litlu utar, að veiðum við fjarðarmynn- ið. Um svipað leyti í fyrra gekk all- mikið af fiski á þessar sömu slóðir og var þar þá ágætis afli í nokkra daga. Var þá daga svipað góðviðri og nú. Kostagóð jörð á mjólkursölusvæði Reykjavik- ur, er til kaups eða leigu nú þegar. Upplýsingar fást í síma 2353. M.s. Dronníng Alexandrine fer þriðjudaginn 11. þ. m. kl. 6 síðdegis til ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Akureyrar. — Þaðan sömu leið til baka. Farseðlar sækist sem fyrst. Fylgibréf yfir vörur komi sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. Það er vitanlega marghrakin ósannindi, að skatturinn á há- um tekjum komi aðallega niður á framleiðslunni. Hann kemur niður á hálaunuðum einstak- lingum og stórgróðafyrirtækj - um, og hefir einmitt mjög mikil áhrif í þá átt að draga úr þeim óhæfilega háu launum, sem oft er um talað með réttu. Rétt er að taka það skýrt fram, að þeg- ar hér er talað um skatta er átt við hvorttveggja, tekjuskattinn til ríkisins og útsvar til bæjar eða hrepps, og að útsvarið er í flestum tilfellum mörgum sinn- um hærra en skatturinn til rík- isins. Sígurður Olason & Egíll Sigurgeírsson MálflutningsskrífstoSa Austurstræti 3. — Sími 1712 TRÚLOFUNARHRINGANA, sem æfilöng gæfa fylgir, selur SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4. Reykjavík. að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrnm, borgar sig. FramhaldS' aðalfundur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda verður haldinn mánudaginn 17. þ. m. og hefst í Varð- 14 Lettíce Ulpha Cooper: Svona leið tíminn fram yfir Jól, hér um bil heill mánuður. Um nýársleytið kom ungfrú Rad- leigh, vinkona frúarinnar. Hún ætlaði að dvelja hjá þeim hjónunum í gistihúsinu. Hún var um það bil þrjátíu og sex ára gömul, hraust og glað- lynd og hló mjög hátt. Hún var rik og iðkaði golf og tennis og átti ósköpin öll af ágætum fatnaði. En lagleg var hún ekki. Hún batt vin- áttu við allskonar fólk og var mikið örari í kynningu heldur en frú Halliday. Ungfrá Radleigh var tíðast með einum eða tveimur mönnum, er hún var ákaflega skraf- hreifin við. Stundum skipaði hún þeim fyrir verkum og kallaði þá asna, en þó lá í augum uppi, að henni gazt vel að þeim. Og þeim geðj- aðist líka dável að henni. Þeir komu oft til tedrykkju í garðinum og spurðu eftir henni í gistihúsinu á öllum tímum dagsins. — Hvemig gazt þér að henni? spurði ég. — Ég veit ekki. Kannske vel að sumu leyti. Þá. Hún var ávallt skemmtileg. Auðvitað var hún ekki sakleysið sjálft, bætti hún við. Orðin komu eins og bergmál frá liðnum dögum, heima á prestssetrinu. — Ég skeytti ekki mikið um hana fyrst í stað. í byrjun janúarmánaðar fékk Clare kvef, Hann lá í rúminu einn eða tvo daga. Ég varð dauð- skelkuð, þegar ég sá hann aftur. Hann leit illa út og hafði slæman hósta. Hann var fjarskalega hnugginn og sagði mér undir eins um kvöldið, að hann yrði að fara heim með næsta skipi. Peningamir höfðu ekki enzt jafn lengi og hann Málarinn 15 hafði vonazt eftir, þótt hann lifði mjög óbreyttu lifi. Hann sagði mér þetta, er við sátum á bekk í skemmtigarðinum. Við fórum þangað sjaldan, því að við gátum ekki verið þar út af fyrir okkur, en þetta skipti treysti hann sér ekki til að ganga eins langt og venjulega. Ég man, að hann greip höndunum um höfuð sér og barmaði sér sáran yfir því, að hann hefði ekki enn málað stóru myndina sína og myndi aldrei gera það. Ég gat ekki afborið það, að heyra hann segja þetta, hann, sem alltaf hafði verið svo vonglaður. Ég gat ekki afborið það. Ég gerði mér í hugarlund, hve hátíðlega hún hefir tekið öll hans geðbrigði, hún, sem alltaf var sjálfri sér samkvæm, nokkuð þröngsýn og ein- þykk að eðlisfari, en vorkunnlát gagnvart þeim, er áttu um sárt að binda. í fyrsta sinni titraði nú rödd hennar lítið eitt. Hinn rólegi og jafni rómur hennar, var borinn ofurliði af æstum tilfinningum. Það virtist, sem henni væri það ofurefli, að halda írásögn sinni áfram. Ég held, að hana hafi ef til vill iðrað þess, hve hún hafði sagt mér mikið. Ég bjóst við, að hún myndi reyna að snúa talinu að öðru eða ganga á brott. En hún stóð kyrr í sömu sporum þarna í myrkr- inu, þögul og kvalin. Hún þjáðist eins og hinir þöglu einir geta liðið. Þá spurði ég hæglátlega: — Þú hefir kannske lánað honum peninga? — Já, það gerðí ég, svaraði hún. En ég átti þá ekki. Ég hreyfði mig ofurlítið. Og hún mælti hratt og réttlætandi: „Brúarfoss“ fer héðan í kvöld kl. 8 vestur og norður. Kemur við á Bíldudal á vesturleið. — Farseðlar óskast sóttir sem fyrst. „Dettífoss“ fer héðan föstudaginn 14. þ. m. vestur og norður. tK SH»PAUTCEW« lillÁp Sndin vestur um land í strandferð fimmtudag 13. þ. m. kl. 9 síðd. Flutníngi óskast skilað fyrir há- degi á miðvikudag. arhúsinu kl. 2 e. h. Reykjavík, 5. apríl 1939. Stjórii S. í. F. Verðlag á áburði. Sökiuii gengisbreytingar þeirrar sem orðin er, bækkar verð á tilbúiium áburði yfirleitt um 15% frá því sem var síðastliðið ár. Verð áburðarins á höfnum þeim, er skip Eimskipafélags tslands og Skipaútgerðar rík- isins koma við á, verðnr því: Kalksaltpétur 100 kg. kr. 22,00 Kalkammonsaltpétur Brennisteinssárt ÍOO — — 25,00 Ammoníak 100 — — 22,00 Tún-Mtrophoska 100 — — 32,30 Superfosfat ÍOO — — 11,30 Kali 40% 100 — — 18,80 Garðáburður 50 — — 18,25 Tröllamjöl 50 — — 11,50 Reykjavík, 5. apríl 1939. Áburðarsala ríkisms.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.