Tíminn - 13.04.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.04.1939, Blaðsíða 3
43. blað TÍMINri, fimmtndagiim 13. apríl 1939 171 n E 1 IU I L 1 Ð Kvenuaskólmn á Blönduósi. hefir tekið upp þann sið að halda heimboð fyrir konur úr héraðinu. Eiga þessi heim- boð að vera konunum til hvíld- ar og hressingar, og jafnfxamt til þess að kynna starfsemi skólans. Eitt af þessum heim- boðum fór fram dagana 30. marz til 2. apríl. Voru þessir dagar sólríkir og blíðir — vorblíðan heillaði hugann, og jók það ekki lítið á þægindi og ánægju þeirra sem dvöldu á kvennaskólanum þessa daga. Skólaráð kvennaskólanna, sem venjulega stofnar til þessara heimboða, byður einni konu úr hverjum hreppi Vestur- og Austur-Húnavatnssýslu, — til að njóta þessara hvíldardaga. Er þá kvenfélögunum í hreppunum send þessi boðsbréf, og velja þau svo konu til fararinnar. Maður skyldi nú ætla, að konur keppt- ust um það að fá aö njóta þess- ara hlunninda. En það er síður en svo. Sveitakonur, sem alla tíð hafa mátt láta lífsbaráttuna sitja í fyrirrúmi fyrir sínum þægindum og skemmtunum, geta nú varla skilið það í fljót- um hasti, og nú er þeim boðin tveggja til þriggja daga dvöl sér til skemmtunar og hressingar, og náms, eftir því sem þær geta tekið á móti. Konur, sem að þessu sinni mættu í heimboðinu, voru úr Hvammstangahreppi, Fremri- og Ytri-Torfustaðahreppi, Þor- kelshólshreppi, Blönduósshreppi Torf alækj arhreppi, Skagahreppi, Vindhælishreppi, Engihlíðar- hreppi, Bólstaðahlíðarhreppi.Ás- hreppi, Sveinsstaðahreppi. En vantaði úr Staðarhreppi,Hrauns- hreppi og Þverárhreppi í Vestur- Húnvatnssýslu og Svínavatns- hreppi og Skagastrandarhreppi í Austur-Húnvatnssýslu. Flestir gestirnir komu að kvöldi 30. marz, var þeim þá búinn kvöldverður, og náms- meyjar, sem höfðu beztu nem- endaherbergi skólans, fluttu sig úr þeim, og lánuðu gestunum. Síðar um kvöldið fór kynning fram í dagstofu skólans. Var þar sumstaðar fagnaðarfundur meðal þeirra kvenna, sem kynnzt höfðu á æskuárum, en síðan ekki sézt í 20 ár. Um morguninn var gestun- um skipt niður. Nokkrar fóru í eldhúsin og skoðuðu tilhögun þeirra ásamt matargerðinni, sem stóð nú sem hæst. Þær sem þess óskuðu, gátu fengið upp- skriftir að því sem verið var að matbúa. Aðrar fóru í sauma- stofu, vefjarstofu og prjóna- gat verið leikhús, dómkirkja, háskóli, stjórnarráðs- eða al- þingishús. Þessar byggingar vantaði allar, og þjóðin varð að byggja þær allar með þeim svip sem hæfði því landi, sem Jón Sigurðsson hafði leyst úr bönd- um aldalangrar kúgunar. Hér fékk ég ferðafélaga, sem hafði sérstaklega áhuga á leikhúsmál- inu. Ég gekk að miklu leyti inn á rök hans. Mér fannst barátta hans einlæg og markviss. Ef þj óðleikhús var ekki það eina sáluhjálplega, þá var það ein af menningarþörfum landsins. Frá almennu sjónarmiði var ó- hyggilegt fyrir mig að styðja leikhúsmálið. Fylgi mitt var nær eingöngu í dreifbýlinu, þar sem líklegt mátti telj a, að fólki þætti hér ekki um þarfa framkvæmd að ræða. En ég taldi hér vera um þjóðarþörf að ræða, og að jafnvel dreifbýlið myndi njóta nokkurs góðs af leikhúsi í höf- uðstaðnum, því að þótt undar- legt megi teljast, þá er íslend- ingum meöfæddur sá skilningur á leiklist, að þeir byggja nálega aldrei samkomuhús, hvorki í sveitum eða kaupstööum, svo að þar sé ekki reynt _að koma fyrir leiksviði. í eðli íslendinga er hungur eftir að sjá viðfangsefn- in túlkuð í sjónleikjum, og þeir tímar munu koma að unnt verð- ur að mæta þessum óskum þjóð- arinnar betur en nú er gert. Mér var ljóst að ef ég flytti frumvarp um þjóðleikhús og skemmtanaskatt á Alþingi 1923 myndi höfuðandstæðingur minn, Jón Magnússon, leggja á það sína þungu valdamanns hönd. A N N Á L L Dánardægnr. Jóhanna Gísladóttir á írafelli í Kjós andaðist úr lungnabólgu að heimili sínu hinn 6. apríl síðastliðinn. Hún var aðeins nítján ára að aldri, hin eldri af tveimur dætrum þeirra írafells- hjóna, Guöríðar Halldórsdóttur og Gísla Guðmundssonar. Jó- hanna var í vetur viö nám í Reykjavík og var nýkomin heim, er hún lagðist. Á hálfum mánuði yfirbugaði hinn ban- væni sjúkdómur lífsorku ungu stúlkunnar og stoðuðu engin ráð til bjargar. stofu. Var þeim þar sýndur vefnaðar, prjón og saumaskap- ur, allt sem unnið hafði verið á skólanum. í prjónastofu var einnig sýnd leðurvinnsla. Þarf- ir hlutir gerðir úr íslenzku leðri, t. d. smá töskur, hanzkar, húfur og jakkar. Um kl. 4 söfnuðust allir sam- an í dagstofu og kennslustofum skólans, sem má gera að einum sal. Voru þar kennarar, nem- endur og gestir. Forstöðukonan, ungfrú Sólveig Benediktsdóttir, tók til máls, bauð gestina vel- komna, og lýsti stefnumiðum skólans. Síðan töluðu kennslu- konurnar allar, og sögðu hver frá sínu starfi og skýrðu fyrir gest- unum hvað það væri, sem þær legðu mesta áherzlu á við kennsluna. Svo vildi til, að Ragnar Ás- geirsson var staddur á Blöndu- ósi þessa daga. Hann var að halda fyrirlestra fyrir bændur. Okkur fannst æskilegt, að hann talaði fyrir konurnar á kvenna- skólanum, og varð hann vel við þeirri málaleitun, og kom út í kvennaskólann kl. 8 um kvöld- ið og flutti erindi, skemmtilegt og fróðlegt, eins og hans er vandi. Þar á eftir skemmtu námsmeyjar með söng. Næsta morgun skiptu gestirn- ir sér í kennslustofurnar og eld- húsin, eins og fyrri daginn, fram á hádegi. Kl. 4 voru flutt eTindi, af Jónatan Lindal á Holtastöðum og þeirri, sem þetta ritar. Umræður fóru fram á eftir. Dagurinn endaði með því að námsmeyjar sýndu leikfimi, skuggamyndir og sungu. Síðast var stiginn dans og dönsuðu þá allar konur, eldri sem yngri, og jafnvel þær, sem ekki höfðu stigið dans í 20 ár. J. S. L. Vinnið ötullega fyrir T ímann. Niðurstaöan var sú, að frv. var flutt í neðri deild. Indriði fékk til flutnings vin sinn, Jakob Möller, en ég vin minn, Þorstein M. Jónsson, nú skólastjóra á Ak- ureyri. Báðir drógum við í kyr- þey að málinu það fylgi, sem unnt var að fá. Frumvarpið mætti lítilli mótstöðu. Þingmenn gerðu varla ráð fyrir að hér væri um verulega tekjugrein að ræða. Þeir litu á þennan skatt eins og bændur í sveit, er þeir gefa börnum sínum hagalagðinn. Frumvarpið varð að lögum. Kvikmyndir og danssamkomur áttu að borga af tekjum sínum í sjóð til að byggja þjóðleikhús á Arnarhólstúni. Ríkið átti að gefa þar lóð undir bygginguna. Eftir að þingi lauk vissu and- stæðingar mínir, að ég hafði staðið að frumvarpi þessu, og komu á næsta þingi með tillögu, um að taka ríflegan hluta af tekjum sjóðsins til berklavarna. Indriði Einarsson hét þá og stundum síðar á tengdason sinn, Ólaf Thors, um liðsinni á Al- þingi, ef hættu bar að höndum úr liði Morgunblaðsmanna, en ég var á verði hinumegin. — Liðu svo nokkur ár. Leikhús- sjóðurinn fékk miklu meiri tekjur en nokkurn hafði grun- að. Indriða fór að dreyma um að ef til vill myndi hann sjá leikhúsið rísa af grunni. Hann var formaður í nefnd þeirri, er stýrði leikhússjóðnum og varð- veitti hann engu síður en Fáfnir gull sitt, sem frá er skýrt í forn- um sögum. Meöan miklar árlegar tekjur runnu í leikhússjóðinn, kynntist Indriði Einarsson manni, sem honum var næsta nauðsynlegur. En það var húsameistari ríkis- ins, Guðjón Samúelsson. Tókst nú með þeim Indriða þýðingar- mikið samstarf, sem lauk með því, að þegar Indriði Einarsson var rúmlega áttræður, sá hann í miðri Reykjavík draumabygg- ing manndómsára sinna, Þjóð- leikhúsið, mestu og fegurstu bygginguna, sem enn hefir verið reist á íslandi. Þegar ég kom í landstjórnina haustið 1927 byrj- uðum við þremenningarnir fyrir alvöru að undirbúa byggingar- málið. Guðjón Samúelsson fór oftar en einu sinni utan til að kynnast hinum beztu fyrir- myndum um gerð leikhúsa í næstu löndum. Indriði Einars- son fór eitt sinn með honum í siglingu að veturlagi. Dvöldu þeir þá um stund i Kaupmanna- höfn. Dag einn var húsameistari á gangi í heldur köldu veðri á aðalgötu borgarinnar. Mætir hann þar Indriða, yfirhafnar- lausum á skemmtigöngu, þar sem hann hafði lifað margan glaðan dag sem stúdent, hálfri öld áður. Samstarf var hið bezta með húsameistara og leikhús- nefndinni. Með margra ára vinnu og athugun tókst húsa- meistara að gera teikningu af byggingu, sem var í einu mjög fullkomin að innri gerð, og feg- urri og stílhreinni en nokkur leikhúsbygging hjá nánustu frændþjóðunum, Dönum og Norðmönnum. IV. Þegar komið var fram á árið 1930 var sjóðurinn orðinn um hálf miljón króna. Kreppan var bersýnilega í aðsigi. Ýmsir litu öfundaraugum á sjóðinn, og varð áhugamönnum um mörg önnur málefni tíðrætt um fé það, sem Indriði Einarsson geymdi. Ég sá að innan skamms myndi sókn hafin á Alþingi um að fá sjóðinn tekinn til annarra þarfa. Vildi ég ógjarnan að svo færi, og lagði áherzlu á við bygg- ingarnefndina aö hefja fram- kvæmdir og festa féð í óbrot- gjörnum steini áður en stórviðri kreppunnar feyktu fénu út í til- gangsleysi daglegrar eyðslu. Indriði Einarsson var mér full- komlega sammála um þetta efni. En nú byrjuðu erfiðleikar með staðinn. Húsameistari vildi að vonum fá glæsilegan stað handa þessari veglegu byggingu og leit- aði eftir grunni á mörgum stöð- um. Taldi hann staöinn við hús Jóns Magnússonar með öllu ó- viðunandi. Urðu nú deilur um staðinn í blöðum og þótti mér ekki grunlaust um, að tilgang- urinn væri sú að tefja fram- kvæmdir þar til hægt væri að ná leikhússjóðnum til annarra framkvæmda. Borgarstjóri og bæjarstjórn voru andvíg leik- húsmálinu og vildu á engan hátt greiða fyrir því. Leikhúsnefndin gat enga viðunandi lóð fengið, sem hún var ánægð með. Auk þess voru allar slíkar lóðir ærið dýrar. En lóðin á Arnarhólstúni var gefin. Ég lagði til að leik- húsið yrði byggt á Skólavörðu- torginu, en leikhúsnefndinni þótti sá staður of utarlega í bænum. Auk þess átti Reykjavík þá lóð. Þótti mér fullvíst 'að sein yrði afgreiðsla á slíku leyfi, auk þess, sem nefndin lagði ein- dregið móti þeim stað. Ég stóð nú á vandasömum vegamótum. Annaðhvort að skipa að reisa húsið á stað, sem húsameistari taldi afar óheppi- legan fyrir slíka stórbyggingu, en bjarga þó málinu þannig, að landið fengi þessa glæsilegu stórbyggingu við hliðina á Landsbókasafninu, eða að hika, láta deila um staðinn; kreppan var komin í algleyming og þús- und vegir til að eyða leikhús- sjóðnum sama sem í ekki neitt. Ég valdi djarfari kostinn. Og síðara hluta sumars 1930 var hinn ferlega voldugi kjallari reistur, og næstu sumur útvegg- ir og þak. Sviptibyljir krepp- unnar geisuðu nú um landið, en leikhúsmálinu var bjargað. Reykjavík hafði fengið, án allra góðra fyrirbæna frá valdamönn- um sínum, glæsilega stórbygg- ingu til að prýða bæinn og verða síðarmeir öflug menningarupp- spretta í borginni. Ef staðurinn var ekki svo heppilegur, sem skyldi, þá var það sök þeirrar borgar, sem ekki hafði skilið sinn vitjunartíma. Undir vor 1932 gerði nokkur hluti Framsóknarmanna á þingi samband við Sjálfstæðisflokk- inn í þeim aðaltilgangi að svipta mig, að því er þá var gert ráð fyrir, varanlega öllum pólitísk- um völdum í landinu. Fáum dögum eftir að ég hætti að hafa yfirstjórn menningarmálanna í ríkisstjórninni, var búið að breyta lögunum um þjóðleik- húsið og gera tekjur hans að al- mennum eyðslueyri, og hefir svo verið haldið fram stefnunni til þessa dags. Jón Þorláksson var að vísu ekki sérlega hlynntur leikhúshugmyndinni, en hafði of vel vit á byggingum til að vilja láta dýrt stórhýsi grotna niður, af því að veggirnir væru eigi steindir að utan. Beitti hann sér fyrir því að um leið og leikhússjóðnum var rænt, skyldi þó heimilað fé til þessara aðgerða. En þessi fyrirhyggja Jóns hafði meiri afleiðingar en hann hafði sjálfan grunað. Verðlag á áburðí. Sökmn gengisbreytingar þeirrar sem orðln er, hækkar verð á tllbúiiuiu áburði yfirleitt um 15% frá því sem var siðastliðið ár. Verð áburðarins á böfnum þeim, er skip Eimskipafélags Islands og Skipaútgerðar rík- isins koma vlð á, verður því: Kalksaltpétar 100 kg. kr. 23,00 Kalkammoiisaltpétur ÍOO — — 25,00 Brcnnistemssúrt Aiimioníak ÍOO — —- 22,00 Tún-Mtrophoska ÍOO — — 32,30 Superfosfat ÍOO — — 11,30 Kali 40% 100 — —— 18,80 Garðáburður 50 — _ 18,25 Tröllamjöl 50 — — 11,50 Reykjavík, 5. apríl 1939. Við Indriði Einarsson sáum Aladdinslampann gripinn úr höndum okkar svo að ekki varð að gert. Við vissum hinsvegar að málinu var bjargað og að einhverntíma myndi ísland fá sitt þjóðleikhús. Við vissum að ekki var hugsanlegt að gera neitt annað með þessa bygg- ingu. Við vissum að á miðöld- unum tók það stundum aldir að fullgera eina dómkirkju, og aldrei myndi ver fara með þessa merkilegu smíði, sem höfuðstað- arbúar höfðu dregið í happ- drætti félagslífsins, án þess að bera fyllilega skyn á hve mik- inn kjörgrip þeir höfðu eignazt. Leikhúsbyggingin var mjög ó- vinsæl um þessar mundir, og þótti heppilegur skotspónn til árása. En húsameistari ríkisins fékkst þá, án þess að almenn- ingur vissi, við merkilegar til- raunir, að nota mislitar íslenzk- ar bergtegundir í steining á steinsteypuhús. Fé það sem Jón Þorláksson hafði útvegað til að ljúka við steining á leikhúsið, notaði húsameistari með merki- legum árangri. Hann festi í fyrsta sinn á íslenzka byggingu hinar fögru og litsterku ís- lenzku bergtegundir í steining á leikhúsið. Menn horfðu undr- andi á fegurð hússins, þegar gangpallar voru teknir niður. Síðan þá hefir öll þjóðin dáðst að leikhúsbyggingunni. Hitt að- gættu menn ekki strax, að hér hefði húsameistari landsins gert stórkostlega uppgötvun. Hinir dauðu, sviplausu steypumúrar á íslandi gátu nú endurfæðst í líf- rænum búningi íslenzkra berg- tegunda. Nýr, listrænn og þjóð- legur svipur færist nú með ári hverju frá hinu vanrækta þjóð- leikhúsi yfir á flestar meirihátt- ar byggingar á íslandi. VI. Það er sagt að Evgenia drottn- ing Napoleons III. Frakkakeis- ara hafi í 40 sumur komið frá Englandi til Parísar og reikað nokkra daga á brunarústum þeirrar hallar, þar sem hún hafði fyrr verið drottning Frakklands og tízkudrottning heimsins. Nokkuð svipað fór (Framh. á 4. síðu) Áburðarsala ríkisíns. Verðlag á rafmagnsvörum. Sökum gengisbreytingarinnar hækkar frá og með 12. apríl verð á rafmagnsvörum um 10%, eða því sem næst. Nýr verðlisti verður gefinn út eins fljótt og því verður við komið. Raitækjaeinkasala ríkisíns. :: Jainvel ungi fólk eykur vellíðan sína með þvi að nota harvötn og ílmvötn Við framloiðum: EAIJ DE PORTIJGAL EAE DE QIIAIAE EAU DE COLOGXE BAVRHUM ÍSVATN Verðið í smásölu er frá kr. 1,10 til kr. 14,00, eftlr stærð. — Þá höfum við hafið framleiðslu á IUMVÖIWUM úr hinum beztu erlendu efnum, og eru nokkur merki þegar komin á markaðinn.----- Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötn- um og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því til okkar, þeg- ar þær þurfa á þessum vörum að halda.------ Loks viljum vér minna húsmæðurnar á bökunardropa þá, r é 11 u m efnum. — Fást allsstaðar.------- sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hætti úr Afengisverzl. ríkisins. 20 • Lettlce Ulpha Cooper: —Nei, svaxaði hún. Og mun aldrei gera þaS. Það er kannske verst af öllu. Við þögðum litla stund. Svo hélt hún áfram með söguna, líkt og iðjusamt fólk gengur að verki sínu: — Það byrjaði við teborðið nokkrum dögum seinna. Ungfrú Radleigh hafði verið niðrl f bænum og keypt málverk af konu, sem var að mála við ströndina. Þetta var lítil mynd og fá- fengileg, en hún var ánægð með hana og sýndi hana öllum. Hún var æfinlega ánægð með allt, sem hún átti. Hver nýr hattur eða perlufesti, sem hún keypti, var að hennar dómi frábæri- lega fallegt. Frú Halliday var öðruvísi farið. Henni líkaði hattamir vel á meðan hún var að handleika' þá í búðunum og kaupa þá, en þegar heim kom, fannst henni allt að þeim, reif af þeim skrautið og bar þá í tvö eða þrjú skipti. Síðan henti hún þeim eða gaf þá þjónustu- stúlkunum. Nú duttu mér í hug gróðamöguleikar fyrir Clare. Ég sagði ungfrú Radleigh, að ég hefði hitt hér málara, sem ég þekkti að heiman. Faðir hans væri góðvinur föður míns. Ég sagði, að hann væri hér á Madeira vegna heilsufars síns og að hann myndi feginn vilja selja eitthvað af málverkum. Hún tók þessu mjög vel og spurði hvort málverk hans væm falleg. — Og hverju svaraðir þú, spurði ég áfjáð. — Ég sagði, að þau væra nýtízku list. Það var ánægjublær á röddinni. Ást hennar, sem var sterkari en samvizka hennar, uppeldi Málarinn n þá niður í skúffu. Ég vissi vel um þetta, því að Hanna svaf í herbergi innar af svefnstofu móður sinnar. Ég gekk þar í gegn á hverjum morgni, þegar ég vakti barnið, meðan barnfóstran var að klæða Tamsínu. Stimdum var frú Halliday bor- ið kaffi í rúmið, stundum var hún í slopp á stjái í herberginu og stöku sinnum skrapp hún á hestbak áður en morgunverður var snæddur. Hún sagði mér oft, hvernig sér hefði gengið kvöldið áður og einu sinni eða tvisvar sýndi hún mér hrúgu af seðlum, sem hún sagðist hafa unnið. Ég sá hana einu sinni troða þeim niður í skúffuna. Hún var ákaflega liirðulaus um pen- inga, og Hanna litla var steypt i nákvæmlega sama mótið. Tamsína lét alla sína vasapeninga í sparibaukinn sinn, en aurar Hönnu dreifðust um allt úr hinum mörgu vösum hennar. Ég fann oft einn og einn pening í baðherberginu og í grasinu úti á garðflötinni. Það var mjög auðvelt. Ég var hissa á því, hve auðvelt það var. Ég sótti Hönnu litlu einn morgun, þegar frúin var úti, og fór með hana í gegn um svefnherbergið. Svo skrapp ég aftur inn eftir baðhandklæðinu hennar; það skildi ég viljandi eftir. Ég opnaði skúffuna aðeins um einn eða tvo þumlunga og seildust eftir þrem fimm sterlingspunda seðlmn, sem lágu í skraut- ofinni handtösku, ásamt litlum vasaklút. Ég stakk þeim í vasa minn og gekk síðan til minna verka og baðaði Hönnu litlu. Ég hafði ímyndað mér, að ég myndi finna til ægilegrar sektartil- finningar, en það gerði ég ekki. Mér fannst það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.