Tíminn - 13.04.1939, Blaðsíða 2
ITO
TlMHViy, fiiniiiturtagiim 13. apríl 1939
43. Ma9
Cretur Reykjayík
gleypt Akureyri?
Gagnkvæma jaínréttíð mílli
r
Islands og Danmerkur
^ímmn
Fimmtudaginn 13. apr.
Gengismálíð, blöðin
o. ÍL
— ■ ií '• ”*■>
Annan páskadag boðuðu liðs-
menn Héðins Valdimarssonar til
fundar i Reykjavík til að efla
til andstöðu gegn gengislækk-
uninni. Á fund þennan var
boðið fulltrúum frá ýmsum
verklýðsfélögum í Reykjavík og
næstu þorpum. En eftir því, sem
Tíminn hefir frétt, komu þarna
færri en kallaðir voru. Meiri-
hluti fundarmanna gerði að vísu
forvígismönnunum það til geðs
að samþykkja mótmæli gegn
gengislækkuninni. En fulltrúar
verkamanna munu hafa verið
alls ófúsir til að grípa til ólög-
legra aðgerða í þessu máli. Hafa
það sjálfsagt orðið einhverjum
kommúnistum vonbrigði, enda
lætur Þjóðviljinn í gær ekki
mikið yfir fundi þessum.
Hitt er þó vitað mál, að
kommúnistar munu halda á-
fram í blöðum sínum og annars-
staðar hörðum andróðri í þessu
máli. Gera má ráð fyrir, að af
þeirra hálfu verði reynt að gera
úlfalda úr mýflugunni í hvert
sinn sem einhver verðhækkun
kann að verða og að jafnframt
verði reynt að vekja óánægju
almennings með ýmsar þær ráð-
stafanir sem gera þarf til að
halda verðlaginu niðri. Stjórn-
arvöld landsins mega vera fylli-
lega við því búin, að úr þessari
átt verði öfluglega að því unnið
að torvelda allar framkvæmdir
í þessum málum.
Margur mun nú segja sem svo.
Gengislögin voru samþykkt á
Alþingi með einhverjum þeim
stærsta meirihluta, sem þekkzt
hefir í svo mikilsverðu máli.
Það ætti vissulega ekki að vera
hætta á því að mál, sem 35 al-
þingismenn standa að, yrði af-
flutt og rægt svo meðal þjóðar-
innar, að tjón hlytist að, enda
þótt nokkrar „kommúnista-
sprautur" væru þar að verki.
En gallinn er sá, að það eru
ekki kommúnistarnir einir og
blöð þeirra, sem nú vinna að því
að vekja andúð gegn gengislög-
unum og framkvæmd þeirra.
Framsóknarflokkurinn á þingi
hafði þá sérstöðu meðal hinna
stærri flokka að greiða heill og
óskiptur atkvæði með gengis-
lögunum. Hann styður líka mál-
ið undandráttarlaust í blöðum
sínum. Af sjö Alþýðuflokks-
mönnum á þingi, greiddu sex
atkvæði með lögunum. Og í Al-
þýðublaðinu hefir líka, síðan
lögin komu til framkvæmda,
verið mjög sómasamlega tekið
á þessu máli.
En viðhorf Sjálfstæðisflokks-
ins í málinu er enn sem komið
er nokkuð sérstakt. Á Alþingi
greiddi meirihluti flokksins —
níu talsins — atkvæði með lög-
unum. En átta greiddu atkvæði
á móti. Bæði flokksbrotin komu
fram í útvarpsumræðunum og
gerðu grein fyrir afstöðu sinni
og var það ekki óeðlilegt. En
þegar að því kom að umræður
um lögin væru teknar upp í
blöðum flokksins, kemur það
einkennilega fyrirbrigði í ljós,
að meirihluti flokksins, þeir níu,
sem atkvæði greiddu með lög-
unum, virðast ekki eiga þar
neinn málsvara.
Bæði aðalblöð Sjálfstæðis-
flokksins í Rvík rita nú með
greinilegri andúð um þetta mál.
í Vísi hefir þetta komið fram frá
upphafi. Mbl. hefir verið meir
tvístígandi. En í forystugrein
þessa blaðs á miðvikudag kenn-
ir þó ótvíræðrar andstöðu gegn
málinu. Grein þessi hefst með
árásum og útúrsnúningum í
garð ríkisstjórnarinnar fyrir að
hafa beitt sér fyrir þessu máli.
Og öll tormerki eru talin á því
að láta gengislækkunina verða
að gagni.
Mönnum verður að spyrja:
Hvernig má það eiga sér stað, að
höfuðmálgagni Sjálfstæðis-
flokksins haldist uppi að skrifa
á þessa leið — að þvi er virðist
í nafni flokksins — eftir að
meirihluti þingflokksins og þar
á meðal formaður hans hafa
tekið afstöðu, sem er alveg öfug
við það, sem haldið er fram í
blaðinu? Hefir meirihlutinn ekki
Akureyri er næststærsti bær á
íslandi, og höfuðstaður Norður-
lands. Þar búa 5000 menn. —
Nyrðra þykir þetta bæði stór bær
og fallegur bær. Það hefir kostað
marga svitadropa að gera á Ak-
ureyri öll þau mannvirki sem
þar hafa verið gerð til aö bæta
úr þörfum þeirra 5 þús. manna,
sem þar búa.
En höfuðstaður landsins er
orðinn miklu stærri. Reykjavík
er orðin svo mikil fyrir sér, að
hún hefir á fátækraframfæri
jafn margar manneskjur eins
og nú búa í höfuðstað Norður-
lands.
Menn geta gert sér í hugar-
lund, hve mikil þessi byrði er
fyrir Reykjavík, ef menn hugs-
uðu sér að það hefði allt í einu
þurft að byggja borgarhluta fyr-
ir þetta fólk. Sá bæjarhluti yrði
jafn stór og Akureyri er nú. Þar
væru mörg hundruð hús, fjölda
margar búðir. Skóli fyrir 800
börn, sjúkrahús, kvikmyndahús,
aðstöðu til að skýra sinn mál-
stað í blöðum flokksins?
Sjálfstæðismenn geta auðvit-
að sagt, að starfsemi blaða
þeirra og það, sem fram fer inn-
an flokksins, sé þeirra einka-
mál og komi öðrum ekki við. Má
það og að nokkru leyti til sanns
vegar færa. En hitt kemur þeim
nokkuð á óvart, sem stutt hafa
að framgengi gengislaganna og
vilja að árangur verði af þeim,
að þrír fjórðu hlutar af dag-
blöðum höfuðsstaðarins skuli
vinna að því að útbreiða andúð
á málinu og gera framkvæmd
þess sem örðugasta. Slíkt er ekki
einungis hvimleitt, heldur einn-
ig hættulegt fyrir árangur máls-
ins.
Geta útgerðarmenn sætt sig
við það, að hagsmunir þeirra í
þessu stóra máli séu algerlega
varnarlausir gagnvart öllu því
fólki í höfuðstaðnum og víðar,
sem fyrst og fremst eða ein-
göngu les núverandi aðalblöð
Sjálfstæðisflokksins, Vísi og
Morgunblaðið?
Það verður ekki annað ráð, en
að þeir útgerðarmenn, og aðrir
framleiðendur til útflutnings,
sem í Sjálfstæðisflokknum eru,
verði að gangast fyrir einhverri
breytingu í þessu sambandi:
Annaðhvort því, að blöð Sjálf-
stæðismanna verði opnuð fyrir
sæmilegum málflutningi um
þetta efni, eða að framleiðend-
urnir innan flokksins geti feng-
ið umráð yfir sérstöku blaði til
að ræða þetta mál meðan þess
er mest þörf.
I.
í gær var borinn til grafar
hér í Reykjavík frægur Skag-
firðingur, Indriði Einarsson,
fyrsti hagfræðingur landsins,
skrifstofustjóri í stjórnarráðinu,
leikritaskáld og faðir þjóðleik-
hússhugmyndarinnar íslenzku.
Indriði Einarsson var nálega
88 ára að aldri er hann andað-
ist. Hann var fæddur norður í
Skagafirði árið sem íslendingar
risu upp gegn dönsku ofbeldi og
sögðu með Jóni Sigurðssyni for-
seta: „Vér mótmælum allir“.
Indriði óx upp í Skagafirði
við fjörugt og þróttmikið sveita-
líf, við hestamennsku og svaðil-
farir að sundríða vötnin. For-
eldrar hans sendu hann ungan
í skóla. í æfisögu sinni lýsir
hann átakanlega, hve Reykja-
vík var lítið þorp, þegar hann sá
bæinn fyrsta sinn, er hann kom
ríðandi norðan úr landi á leið í
lærðaskólann í Reykjavík.
Indriða sóttist vel námið bæði
í Latínuskólanum og hagfræðin
í Kaupmannahöfn. Á Hafnarár-
um sínum kom hann eins og
aðrir þjóðræfcnir íslendingar
mikið til Jóns forseta og frú
Ingibjargar og hafði þaðan óaf-
máanlegar minningar. Meðfætt
fjör, áhrifin frá Jóni forseta, og
frelsisbylgjur samtíðarinnar
símar, rafstöð, langar, steinlagð-
ar götur o. s. frv.
í þjóðfélagi, þar sem allir
vinna fyrir sér, skapa allir auð-
inn og menningarverðmætin. En
í Reykjavik eru 5000 manneskjur
sem ekki komast að heilsubrunni
framleiðslunnar. Margir fá ekki
að vinna. Margir vilja ekki
vinna. Báðir aðilar bíða tjón af
atvinnu- og iðjuleysinu á fram-
færi annarra, tjón á líkama og
sál, óbætanlegan skaða fyrir for-
eldra og börn. Sennilega hafa
menn í Reykjavík ekki athugað
nógu vel þetta mikla vandamál.
Bærinn ber á örmum sér ógæfu-
saman og iðjuiausan mannahóp,
jafnfjölmennan næststærsta
bænum á íslandi. Þessi byrði er
í einu illbærileg fyrir þá, sem
greiða skattana í Reykjavík og
óbærileg fyrir þá, sem verða íyrir
því að lifa af þessu náðarbrauöi.
Hinn geysifjölmenni þurfa-
mannahópur í höfuðstaðnum
veldur einna djúptækustu meirx-
semd þjóðfélagsins.
Fyrir fáum dögum hefir Al-
þingi breytt gengi krónunnar til
að færa hana nær sönnu verð-
gildi. Það mikla átak var gert til
að hlynna að útveginum, til að
gera kleyft að sækja sjó á íslandi
og fæða og klæða fólkið á sjávar-
bakkanum. Með gengisbreyting-
unni hafa „allir hinir“ komið til
móts við útgerðarmenn og sjó-
menn og skilað aftur ofborguöu
framlagi útvegsins til þeirra,
sem hafa atvinnu sína á landi,
í bæjum og kauptúnum.
Menn vita með vissu að þetta
mikla átak til viðréttingar út-
veginum, muni breyta stórlega
undirstöðu atvinnulífsins í land-
inu. Hér var að nokkru bætt úr
gömlu óhappi, hækkun krón-
unnar fyrir 15 árum, sem síðan
þá hefir legið eins og þungbúið
ský yfir framleiðslunni við sjó-
inn.
Þrír flokkar stóðu að þessu
mikla verki á Alþingi. Það eru
hinir þrír ábyrgu flokkar þings-
ins. Það eru þeir flokkar, sem
nú undangengin missiri hafa
dregið úr innbyrðis deilum, og
stýrt málefnum Alþingis með
sameiginlegri meðferð forseta-
valdsins.
Framtíð íslands á næstu árum
verður að mjög miklu leyti kom-
in undir því, hversu þessum
flokkum tekst að vinna saman
að friðsamlegri lausn stórmála.
Viðrétting útvegsins var fyrsta
stórmál kaupstaða og kauptúna.
Einum þætti þess stórmáls er nú
lokið. En næsta stórmálið er fá-
tækraframfærið við sjóinn. Sú
þraut verður ekki leyst af nein-
höfðu áhrif á hann í eina átt.
Hann varð bjartsýnn og stór-
huga íslendingur og hélt þeim
einkennum fram á grafarbakk-
ann. Fyrir ári síðan var hann
ræðumaður á móti Skagfirðinga
í Reykjavík. Hann stóð þar á
ræðupallinum, hvítur fyrir hær-
um, en fjörlegur í yfixbragði, í
svörtum tilhaldsklæðum, hvítu
vesti og með rauðan silkivasa-
klút í brjóstvasanum. Ellin náði
ekki inn í sál hans. Hann á-
varpaði hinn fjölmenna fund
Skagfirðinga með djarfmann-
legri kveðju, og mælti á þá leið,
að hann teldi þann Skagfirðing
bregðast héraði sínu og rétt-
mætum metnaði, sem ekki sýndi
lífstrú sína og þrek í öllum
verkum og framgöngu.
í Reykjavík fékk Indriði Ein-
arsson lága og lítt launaða stöðu
í stjórnarráðinu, undir hinum
fyrstu landshöfðingjum íslands
við bókhald og reiknings-
færslu. Skuggi Estrups lá
yfir Danmörku og íslandi á
þessum árum. Tíu ára harðindi
og hafísár spenntu hungur-
gjörð um landsfólkið. Fjórði
hluti íslendinga leitaði vestur
um haf úr fangbrögðum við
harðindin og hina þungu hönd
erlendrar kúgunar og innlendr-
ar kyrstöðu. En allur þessi mót-
Til ritstjóra „Tímans“,
Reykjavík.
Vegna greinar í „Tímanum"
9. þ. m. „Gagnkvæmið“ eftir
Magnús Torfason, sem virðist
benda til, að ekki hafi borizt í
réttri mynd heim það, sem ég
sagði í útvarpsræðu minni hér
1. desember um gagnkvæm rétt-
indi Dana og íslendinga sam-
kvæmt sambandslögunum, leyfi
ég mér að til færa hér orðrétt
eftir ræðu-handritinu það sem
ég sagði:
„Með samningi þeim, sem felst
í sambandslögunum frá 1918, er
ríkisboxgurum beggj a landa
veitt gagnkvæm réttindi í hinu
landinu, í talsvert víðtækara
mæli en venja er í vináttusamn-
ingum milli tveggja óháðra
ríkja.
Því verðúr ekki gengið fram-
hjá, að margir íslendingar báru
nokkurn ugg í brjósti fyrir af-
leiðingum þessa ákvæðis. Dan-
mörk var 30 sinnum fólksfleiri
en ísland og miklu auðugra
land. Það var ótti hjá mörgum
fyrir því, að slikt jafnréttisá-
kvæði mundi verða þeim aðilj-
anum, sem sterkari væri, til
hagsmuna, og hætta væri á því
fyrir veikari aðiljann, íslenzku
þjóðina, að verða borin ofurliði
í þeim skiptum.
Óhætt er að fullyrða í dag,
eftir 20 ára reynslu, að þessi
ótti hefir ekki fram að þessu
reynzt á rökum reistur. Það
liggur við að freistandi sé að
halda þvi fram, að einmitt þetta
ákvæði hafi getað átt einhvern
þátt i þeirri batnandi sambúö
milli Dana og íslendinga, sem
enginn mun geta neitað að verið
hefir síðan 1918. Og þessi góða
sambúð með þjóðunum, í frið-
samlegri samvinnu, án nokk-
urra verulegra ágreiningsmála,
mætti skoða sem enn eina
sönnun þess, hve vel var ráðið,
um einum flokki. Til að ráða
fram úr fátækramálunum, þarf
samstarf allra ábyrgra manna í
landinu.
Það myndi þykja undariegt, aö
spyrja, hvort höfuðstaður ís-
lands gæti gleypt höfuðstað
Norðurlands. Hitt er ef til vill
enn furðulegra, að þurfamanna-
hópur Reykjavikur skuli verða
jafn fjölmennur og Akureyrar-
bær. Þessar 5000 sálir, sem nú
eru á framfæri Reykvíkinga,
þarf að leysa úr álögum. Þær
þurfa að fá að vinna fyrir sér
og sínum. Þær þurfa að fá aftur
lífsgleði og starfslöngun hins
sjálfstæða manns.
gangur fór með nokkurum hætti
fram hj á hinum skagfirzka end-
urskoðanda á skrifstofu lands-
höfðingja. Hann var vel giftur
og kona hans vann að nokkru
leyti með honum að starfi hans
fyrir landið. Fjölskyldan var
stór, tekjurnar litlar, en harð-
indi og þrálátur barlómur í loft-
inu. En Indriði Einarsson hélt
sinni léttu og glöðu lund, var
hrókur alls fagnaðar þar sem
æskan skemmti sér og leyfði sér
að trúa á framtíð landsins og
bjarta daga í ókominni fram-
tíð. Á sextugsaldri gerði Björn
Jónsson Indriða að skrifstofu-
stjóra í fjármálaráðuneytinu.
Nálega tíu árum síðar fékk hann
lausn og nokkur laun sem rit-
höfundur. Hann hafði frá því
á skólaárum sínum stundað
leikritagerð, og sinnti þeim mál-
um að mestu það sem eftir var
æfinnar. Eitt af leikritum hans,
Nýársnóttin, hefir í tvo manns-
aldra verið eitt hið vinsælasta
af íslenzkum gleðileikjum. Önn-
ur leikrit hans hafa bókmennta-
lega þýðingu í sögu íslenzkrar
leiklistar.
II.
Þegar Indriði Einarsson vann
ár eftir ár að því að bókfæra og
endurskoða tölur um eignir,
tekjur og útgjöld hins fátæka
ættlands, sem var að reyna að
rísa á legg að nýju í harðindum
og margháttuðum mótgangi, þá
sá hann aðrar sýnir, sem ekki
komu við jörðina. Hann sá fyr-
ir sér mikið og fagurt leikhús í
höfuðstað íslands. Hann sá það
fullt af glöðu fólki. Hann sá
er málunum var skipað árið
1918.
Ég geri ráð fyrir því að ýms-
ir landa minna líti ekki alveg
sömu augum á jafnréttisákvæð-
ið og afleiðingar þess eins og
hér ér vikið að. Því skal heldur
ekki neitað, að þetta hefði getað
orðið á annan veg undanfarin
20 ár.
Á núverandi þroskastigi þjóð-
anna mun það almennt álit, að
flestar þjóðir verði að áskilja
sínum eigin ríkisborgurum ýms
réttindi, sem ekki verði veitt
ríkisborgurum annars ríkis. Að
því ógleymdu, ætti takmarkið
að vera, að skapa gagnkvæmt
jafnrétti ríkisborgaranna milli
þjóðanna, sem liggja á sömu eða
líkri bylgjulengd um uppruna,
sögu, löggjöf og menningu.
Gæti það ekki hugsast, að ís-
land og Danmörk hafi með jafn-
réttisákvæði sambandslaganna
farið inn á braut, sem gæti orð-
ið fær, með eðlilegum takmörk-
um, í viðskiptum t. d. milli Norð-
urlandaþjóðanna innbyrðis?
Gæti það ekki orðið heilladrjúgt,
að Norðurlandaþjóðirnar sýndu
í verki, að frændurnir gætu átt
von á því, að farið væri með þá
á sama hátt og landsins eigin
börn á fleiri sviðum en nú, ef
þeir vilja dvelja eða starfa í
öðru landi en heimalandinu?
Til dæmis má taka svið félags-
málanna, menntunarstofnanir,
sjúkrahús, embætti, stöður og
ýms atvinnustörf. Það er skoðun
mín, að gagnkvæma jafnréttið
milli íslands og Danmerkur á
þeim sviðum, sem ég nefndi til
dæmis, hafi síður en svo orðið
til tjóns. Ég gæti trúað því, að
það hafi fremur aukið góða
sambúð, slíka sambúð, sem allir
góðir menn sjálfsagt mundu
kjósa að væri milli þeirra þjóða,
sem hafa lík menningarskil-
yrði, án tillits til þess, hver
þjóðin er hinni fremri é. sviði
atvinnu- og fjárhagsmála."
Kaupmannahöfn 22. marz 1939.
Sveinn Björnsson.
Fréttabróf til Tímans.
Tímanum er mjög kærkomið
að menn úti á landi skrifi blað-
inu fréttabréf öðru hvoru, þar
sem skilmerkilega er sagt frá
ýmsum nýmælum, framförum
og umbótum, einkum því er
varðar atvinnulífið. Allar upp-
lýsingar þurfa að vera sem
fyllstar og gleggstar, svo að ó-
kunnugir geti fyllilega áttað sig
á atburðum, fyrirtækjum og
staðháttum, sem lýst er.
skáldverk, sum gömul og sum ó-
fædd, borin fram á þessu leik-
sviði. Hann sá íslenzka leiklist
og íslenzka leikmenningu rísa
upp úr drungalegum skýjum
hins gráa hversdagslífs. Hann
trúði því, að leikhús í Reykja-
vík og aukin leikmennt myndi
verða máttugur þáttur í endur-
reisn þjóðarinnar.
Og Indriði Einarsson lét ekki
lenda við tóma dagdrauma.
Hann talaði um þjóðleikhúsið,
og hann skrifaði um málið.
Hann reyndi á allan hátt að
vekja áhuga samborgara sinna
fyrir þessari framkvæmd. Hann
fékk nokkra stoð í því, að á
þessum tíma eignaðist höfuö-
staðurinn marga prýöilega leik-
ara, bæði karla og konur, sem
stunduðu leiklistina með brenn-
andi áhuga og ítrasta fórnar-
vilja í hjáverkum undir hinum
erfiðustu ytri kringumstæðum.
Trú Indriða Einarssonar á
leikhúsmálinu mun hafa kveikt
áhuga hjá allmörgum fjárafla-
og menntamönnum í bænum,
svo að þeir keyptu dýra lóð við
Tjörnina handa hinu tilvonandi
leikhúsi. Það var djarft tafl og
misheppnaðist með öllu. Eig-
endurnir höfðu árum saman
verulega byrði af þessari eign
og seldu hana að lokum Odd-
fellowreglunni undir samkomu-
hús sitt. Var um þetta leyti ekki
annað sýnna, en leikhúsdraum-
ur Indriða Einarssonar myndi
aldrei ná að rætast.
III.
Veturinn 1921—22 hittumst
við Indriði Einarsson nokkrum
Vökumenn og
Vestur-íslend'
íngar
Eitt þeirra merku mála, sem
Vökumenn hafa á stefnuskrá
sinni, er að auka og treysta sam-
bandið milli íslendinga í Vestur-
heimi og hér heima á íslandi.
í þessu máli hafa Vökumenn
nú gert stórt átak í samráði við
áhrifamenn fyrir vestan hafið.
Vökumenn hafa beitt sér fyrir
þvi að koma á víðtækum bréfa-
skiptum milli æskufólks hér
heima og í Vesturheimi. Sneru
þeir sér aðallega til skólanna í
landinu og leituðu þar stuðnings
og samstarfs skólaæskunnar.
Þótt enn séu ekki komin svör
frá öllum þeim skólum, er Vöku-
menn leituðu til, þá hafa þegar
gefið sig fram yfir fimm hundr-
uð ungir menn og konur, sem
vilja taka virkan þátt í því göf-
uga starfi, að tengja æskuna i
Vesturheimi við ættland hennar
og frændur sína er þaö byggja.
Þessi starfsemi Vökumanna
má telja eitt hið merkasta, sem
gert hefir verið til þess að við-
halda þjóðernislegu sambandi
við landana fyrir vestan Atlants-
hafið, og með því að tengja stóra
hópa æskumanna og kvenna
kynningar- og vináttuböndum,
er byggður traustur grunnur
undir varanlegt samband og
samvinnu milli þessara tveggja
hópa íslenzku þjóðanna um
langa framtíö.
Á víðavangl.
(Framh. af 1. síðu)
Árni frá Múla og Magnús
Gíslason þykjast bera sérstaka
umhyggju fyrir skipaferðum um
Austfirði og hafa borið fram
þingsályktunartillögu til að und-
irstrika áhuga sinn á því máli.
En broslegir eru þeir tilburðir,
þegar þess er minnst, að á s.l.
hausti hömuðust flokksblöð
þessara þingmanna á móti því,
að keypt yrði nýtt strandferða-
skip í stað Esju og vildu láta
rjúfa gefin fyrirheit í því máli
og verja peningunum í milli-
landaskip fyrir útlenda ferða-
menn. Var því haldið fram i
þessum blöðum, að flugvélar
myndu geta bætt hinum af-
skektari héruðum upp strand-
ferðirnar á hvaða tima árs sem
væri! Þá hreyfðu þeir Árni og
Magnús hvorki hönd né fót
Austfjörðum til varnar, og jafn-
vel ekki grunlaust um, að Árni
hafi sjálfur skrifað eitthvað af
hinum gálauslegu Morgunblaðs-
greinum. Hollustan við Aust-
firðinga í þessu efni virðist því
vera svipuð og í gengismálinu.
sinnum hjá sameiginlegum góð-
kunningjum. Við áttum ekki
skap saman, nema ef telj a skyldi
vissan þátt af bjartsýni um
framtíðarmöguleika íslands. —
Leikhúsmálið bar að sjálfsögðu
á góma. Ég var þá að vinna að
framboði mínu til Alþingis, og
náði kosningu í landkjöri fyrir
Framsóknarflokkinn vorið eftir,
1922. Þennan vetur gerðum við
munnlegt samkomulag um að
reyna að hrinda áfram leikhús-
málinu. Ég hafði þá skoðun, að
rétt væri að láta hinar lægri
skemmtanir bera útgjöld við
hærri tegundir andlegs lífs. Á
þeirri hugmynd byggði ég síðar
löggjöfina um að styðja listir,
vísindi og bókmenntir með tekj-
um af áfengissektum. í þetta
sinn hélt ég fram að eina leiðin
til að koma upp þjóðleikhúsi
væri sú, að taka til þess skatt-
inn af danssamkopium og kvik-
myndasýningum. Indriða þótti
þetta þjóðráð. Hér var fundinn
Aladdinslampi, sem nota mátti
til að gera leikhúsdrauminn að
veruleika. Að öðru leyti var að-
staða okkar erfið til samstarfs.
Við vorum í gagnstæðum og
mjög andvígum flokkum. Milli
okkar voru engin bönd nema
um þetta eina mál. Og þetta
eina mál var á almenna vísu ó-
vinsælt og hafði raunverulega
enga áheyrn fengið hjá valda-
mönnum í höfuðstaðnum.
Stuðningur minn við málið
var eingöngu byggður á bjart-
sýni. Ég áleit að rétt væri að
nota skemmtanaskattinn í
glæsilega stórbyggingu fyrir
landiö og Reykjavíkurbæ. Það
J. J.
JÓNAS JÓNSSON:
Indriði Einarsson og
þjódleikhús Islendinga