Tíminn - 18.04.1939, Page 4

Tíminn - 18.04.1939, Page 4
180 Itoykjavík, þrigjndagiim 18. apríl 1939 45. blað tR BÆNUM Tíminn kemur næst út á laugardaginn. Rausnargjöf til Hallgrímskirkju. Maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefir nýlega afhent séra Sigur- jóni Guðjónssyni, sóknarpresti að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, þrjú hundruð króna gjöf, er renni í bygg- ingarsjóð Hallgrímskirkju. H. Nilsson-Ehle prófessor, forstöðumaður tilraunastöðvarinnar í Svalöf 1 Svíþjóð, kemur hingað í boði háskólans 1. maí. Hann er mjög þekkt- ur erfðafræðingur og hefir miklu áork- að við jurtakynbætur. Hefir uppskera ýmis jarðargróða stóraukizt að magni Of gæðum fyrir starf hans. Prófessor- inn mun flytja hér nokkra fyrirlestra í byrjun maímánaðar og verða þeir um sænskar kvnbætur á landbúnaðarjurt- um og hinn fjárhagslega ávinning af þeim, kynbætur á trjám og ættbrigða- rannsóknir á korntegundum. Gísli Þorkelsson, sonur Þorkels Þorkelssonar veður- stofustjóra, lauk í vetur námi í verk- smiðjuverkfræði við fjöllistaháskólann í Kaupmannahöfn. Valdi hann lakk- iðnað sem sérgrein og fór að náminu loknu til Þýzkalands og kynnti sér þar málningariðnað. Gísli hefir nú tekið við stjórn málningarverksmiðjunnar Hörpu. í viðtali við blaðið hefir hann sagt, að verksmiðjan muni gera sér far um að fylgjast vel með því, hvernig framleiðsla hennar reynist, með tilliti til þess að geta framleitt vörur, sem henta erlendu loftslagi. Golfklúbbur íslands hefir ákveðið að efna til happdrættis til þess að afla sér fjár til að brjóta land kringum golfskálann í Öskjuhlíð- inni. Með því að ryðja þarna burtu stórgrýti og rækta tún, skapast jafn- framt möguleikar fyrir því að iðka þarna skíðaferðir, þegar snjór er. Vinningurinn í happdrættinu er 7 manna Chrysler bíll.Er nú verið að seija happdrættismiðana og verður dregið á sunnudaginn. Skemtisamkoma Framsóknarmanna í Oddfellowhúsinu í gærkvöldi fór hið bezta fram. Sóttu hana 150 manns. Voru þar fluttar margar stuttar ræður, sungið og síðan dansað fram á nótt. Ræðumenn voru Jónas Jónsson, Her- mann Jónasson, Eysteinn Jónsson, Skúli Guðmundsson, Einar Árnason á Eyrarlandi, Guðbrandur Magnússon, Runólfur Sveinsson á Hvanneyri og Ólafur Sigurðsson á Hellulandi. Vigfús Guðmundsson stjórnaði samkomimni. Útvarpsþulurinn, Ragnheiður Hafstein, hefir látið af störfum við ríkisútvarpið. Gestir í bænum: Bjarni Árnason hreppstjóri í Grænu- hlíð í Ketildalahreppi, Þóroddur Lýðs- son verzlunarmaður á Borðeyri við Hrútafjörð, Ólafur Sigurðsson fiski- ræktarráðunautur á Hellulandi, Run- ólfur Sveinsson skólastjóri á Hvann- eyri, Bjarni Gíslason gjaldkeri, Siglu- firði, Jón Tómasson bóndi í Hrúta- tungu. 10 ÁRA ABYRGÐ! Hér á landi og í Danmörku er fengin 35 ára reynsla fyrir hin^ um óviðjafnanlegu „HAMLET“ reiðhjólum. — Ending í heilan mannsaldur er öruggasta trygg- ingin fyrir gæðunum. — Tek 10 ára ábyrgð á „HAMLET“ reið- hjólunum. — Allt til reiðhjóla bezt og ódýrast. SIGURÞÓR HAFNARSTRÆTI 4. RVÍK. Útbreiðlð TÍMAIVA Annáll — Afmæli (Framh. af 3. síðu) búskap, á þriðja tug ára. Guð- rún er af góðu bændafólki kom- in, dóttir Kristbjargar Jóns- dóttur frá Norðtungu og Sig- tryggs Snorrasonar, er lengi bjuggu að Þórisstöðum í Svína- dal. Sjálf er Guðrún hin mesta rausnarkona, veglynd og veitul, framúrskarandi starfsmann- eskja og í öllu hin sanna fyrir- mynd dugmikilla og atorku- samra húsmæðra. Ingveldur Sigurffardóttir hús- freyja að Heggsstöðum í Kol- beinsstaðahreppi átti áttræðis- afmæli 2. apríl síðastliðinn. Hún var gift Guðmundi Hálfdánar- syni, er látinn er fyrir nokkru. Bjuggu þau lengi í Hraundal, en fluttust að Heggsstöðum fyrir þrjátíu árum. Fyrir nær tveim áratugum tók Albert sonur þeirra við búsforráðum og hefir Ingveldur verið ráðskona hjá honum síðan. Ingveldur er höfðinglunduð kona, myndar- leg í framgöngu og þótti fríð sýnum. Enn er hún kvik á fæti, les gleraugnalaust og les mikið. Samstjórn þriggja. flokka (Framh. af 3. síðu) mannfólkinu. Það er byltingar- áróðurinn. Hér eru nokkrir kom- múnistar, sem drekka í sig sjúka byltingarhneigð úr eymd og ör- vinglan blásnauðra Berlínarbúa, eftir að hörmungar stríðsins höfðu herjað landið. Við hlið þessara hálfniðurbrotnu pilta frá Berlín, kemur svo olíukarl, sem græðir drjúgan skilding á íslenzkri útgerð árlega, og lang- ar til að vera forráðamaður í landsmálum, en kann illa að segja á léleg spil. Þessir forráða- menn eggja nokkuð af verkalýð landsins til uppreistar og lög- bxota. Fyrir rúmlega ári síðan sendu þessir uppþotsmenn sveit komm- únista neðan frá Akureyri upp að Glerá, til að banna ráðsettu, duglegu og löghlýðnu verkafólki að vinna úr íslenzkri ull og skinnum skjólklæði á landsfólk- ið. Upphlaupsmenn kommúnista hindruðu fólkið frá að vinna í meir en mánuð. Jafnhliða þessu hótuðu dólgar þessir að stöðva kælivélar við frystihús Kaupfé- lags Eyfirðinga, og eyðileggja þannig alla kjötframleiðslu ey- firzkra bænda frá því ári. Þjóðfélagið var of veikt til að geta varið fólkið, sem vildi vinna að framleiðslu sinni. Og þannig hefir reynslan orðið oftar en í þetta sinn. Oíbeldishópar kom- múnista hafa vaðið uppi, venju- lega í sambandi við olíukarlinn, og kúgað framleiðendur til lands og sjávar, þar til framleiðslan sligaðist undan byrðunum, og breyting á skráningu krónunnar var óhjákvæmilegt sjálfbjargar- atriði. íslenzka ríkið getur ekki stað- izt, nema að hafa framkvæmda- vald. Það er ekki hægt að una því, fyrir borgara í frjálsu landi, að hnefarétturinn ráði um úrslit MOLAH, Skúli Guðmundsson sagði frá því í rœðu í Oddfellow-húsinu í gœrkvöldi, að ýmsir hefðu komið til sín til þess að samhryggjast sér, aðrir til að samgleðjast sér vegna brottfarar sinnar úr ríkisstjórninni. Einum þessara manna svaraði Skúli á þessa leið: Ég sat eitt ár, en sumir voru skemur, því sætið það er regni og vindum háð. En ég er fús að þoka fyrir þremur, sem þrá að komast wpv í Stjórnarráð. Verkefni nýju stjórnarinnar. (Framh. af 1. síðu) eingöngu frá sjónarmiði al- menns réttlætis og alþjóðar- heilla, — en án tilits til krafna frá félagsheildum, stéttum eða einstaklingum, framar því sem þetta sjónarmið markar. — Ef þessari reglu verður fylgt í samstarfinu, þá hygg ég að það verði þjóðinni til blessunar, — og ég vil vona að svo verði. hinna þýðingarmestu mála. Þá er þjóðfélagið ekki lengur lög- bundið. Þá er það rekald, sem berst með bárum ofbeldis- straumanna. Fyrsta atriðið í þessu sjálf- bjargarmáli þjóðarinnar er að lýðræðisflokkarnir standi saman. Verkamenn úr Alþyðu-, Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokknum, verða að vinna saman í verklýðs- samtökunum, móti hinu sjúka, útlenda ofbeldi. Og mannfélagið þarf að sýna þessum verka- mönnum á sjó og landi í verki, að þeir séu einn armurinn í þeim þríhyrningi, sem bjargar framtíð lands og þjóðar. En í áframhaldi af samtökum hinna löghlýðnu borgara, kemur svo efling ríkisvaldsins, þar sem þess þarf með. Það á ekki að vera unnt fyrir fáeina ofstopamenn, að taka síldarverksmiðjur ríkis- ins eða önnur stórfyrirtæki al- mennings, og loka þeim, aðeins af því að skipun hefir komið til óróabelgj anna frá erlendum valdhöfum, um að reyna að eyðileggja og sundurlima hið íslenzka ríki. Það mun vafalaust ekki verða stefna hinnar nýju stjórnar, að setja andstæðinga sína í fanga- búðir, við nauðungarvinnu, eins og tíðkast í þeim löndum, sem hinar byltingakenndu málpípur erlends valds, tóku sér til fyrir- myndar. En hitt mega þeir menn skilja, sem hyggja sig þess um- komna, að eyðileggja fjárhag og frelsi þjóðarinnar, að til eru mildari leiðir til að koma þess- um afvegaleiddu sálum í örugga höfn, heldur en þær, sem notað- ar eru í einræðislöndum álfunn- ar. — VII. Ég hefi í þessari grein leitazt við að benda samherjum mínum i Framsóknarflokknum og öðr- um, er lesa Tímann, á að flokk- urinn hefir tekið upp fordæmið frá 1917, að sameina alla lýð- E.§. Lyra fer héffan fimmtudaginn 20. þ. m. kl. 7 síffd. til Bergen um Vest- mannaeyjar og Thorshavn. Tilkynningar um vörur komi fyrir kl. 3 á miffvikudag. Farsefflar sækist fyrir sama tíma. P. Smith & Co. M.s. ,Laxfoss‘ fer til Breiffafjarffar laugardag- inn 22. þ. mán. Viffkomustaffir þeir sömu og vanalega. Flutningi veitt móttaka föstu- daginn 21. þ. m. Aeytið hinna eggjahvítu auffugu fisk- rétta: Fiskiliuff, Fiskibollur, Fiskigratíu, Fiskibúðingar, Fiskisúpur. Allt úr einum pakka af mann- eldismjöli. Fæst í öllum mat- vöruverzlunum. Heildsölubirgöir hjá Sími 5472. Símnefni: FISKUR. Vimttð ötullega fyrir Tímann. ræðisflokka í samstjórn til að leysa hin aðkallandi og miklu vandamál aðþjóðar. Það er jafnt ytri og innri hætta, sem gerir slíkt samstarf nauðsynlegt. Von- andi tekst þetta samstarf svo vel, að áður en langt um líður þurfi engin innflutningshöft, svo að kaupfélög og kaupmenn geti keppt um hlutina, eftir þvi sem efni standa til, og að allar þær mörgu stéttir, sem nú um stund standa hlið við hlið um hin sameiginlegu málefni þjóð- arinnar, geti aftur í önnur tutt- ugu ár haft aðstöðu til að glíma við hin mismunandi viðhorf um innanlandsmálin. J. J. Úr bænum Sjúkrastyrkur. Laugardaginn 8. apríl var í fyrsta sinni úthlutað styrk úr sjóði þeim, sem hjónin á Rauðará, þau Vilhjálmur Bjarnarson og kona hans gáfu Vífils- staðahæli til minningar um son sinn Björn, en hann var einmitt fæddur þennan dag. Úr sjóðnum skal árlega veittur styrkur á afmælisdegi Bjarnar, til eins fátæks sjúklings, sem á hælinu dvelur. Umdæmisstúkan nr. 1 hélt þing sitt í Hafnarfirði dagana 1. og 2. apríl. Sátu það 120 fulltrúar frá 22 undirstúkum, 2 þingstúkmn og 10 barnastúkum. Var byrjað á því að veita stig og tóku 12 trúnaðarstig og 23 um- dæmisstúkustig. Starfsemin á undan- förnu ári var aðallega fólgin í reglu- boðun og útbreiðslustarfsemi og hefir sá árangur náðzt, að 7 undirstúkur og 2 bamastúkur risu upp á árinu í þessu umdæmi. Fullorðnum félögum regl- unnar í þessu umdæmi hefir fjölgað um nær 900 manns, og er það sú lang- mesta fjölgun, sem orðið hefir á síðari árum. Þorleifur Guðmundsson hefir í fimm ár samfleytt verið umdæmis- templar og hefir félögum reglunnar fjölgað um 2000 á þeim tíma. Þakkaði þingið honum vel unnin störf, en hann baðst undan endurkosningu. Var í hans stað kjörinn umboðstemplar Guðgeir Jónsson bókbindari. Fulltrúar til stór- stúku voru kosnir Þorleifur Guðmunds- son, Guðgeir Jónsson, Jóh. Ögm. Odds- son, Sigurgeir Gíslason, Sigfús Sigur- hjartarson, Sveinn Jónsson og Stígur Sæland. — Á þinginu var samþykkt að skora á alþingi að lögfesta framkomið frumvarp um héraðabönn, er þeir Bjami Bjarnason, Pétur Ottesen og Finnur Jónsson flytja. Skorað var á stúkurnar að fylgjast sem bezt með því hvernig áfengisvarnanefndir starfa, skorað á ríkisstjórnina að takmarka áfengisinnflutninginn, og beint þeim tilmælum til stórstúkunnar, að hún skipi svo málum, að unnt verði að ráða tvo regluboða & þessu ári. 'GAMLA BÍÓ Þegar lífið er leikur. (Mad about Music) Bráðskemmtileg og hríf- andi amerísk söngvakvik- mynd. Aðalhlutv. leikur hin yndislega 16 ára söng- stjarna: DEANNA DURBIN, er allir muna úr söng- mvndinni, „100 menn og ein stúlka". NÝJA BÍÓ~—'—" Djarft teflt Mr. Moto! Óvenjulega spennandi og vel samin amerísk leynilögreglu- mynd frá Fox. Aðalhlutverkið, hinn slynga leynilögreglumann, Mr. Moto, leikur hinn heims- frægi „karakter“-leikari: PETER LORRE Aukamyndir: Talmyndafréttir og Uppeldi afburðahesta. Amer- ísk fræðimynd, sem allir hesta- eigendur og hestavinir hafa gagn og gaman af að sjá. 26 Lettice Vlpha Cooper: með miklu fasi. Hún hafði verið á göngu. úti í garðinum. Til þess hafði hún fengið leyfi, gegn því skilyrði, að hún kæmi ekki í námunda við annað fólk. — Sefurðu, spurði hún. Ég heyrði á mæli hennar, að henni var mikið niðri fyrir. Ég fiskaði dálitlar fréttir handa þér, bætti hún við. — Filippía, — það var ungfrú Radleigh — ætlar að fara að gifta sig. Gettu hverjum? Ég þurfti ekki að geta. Ég vissi hver það myndi vera. Mér fannst sem einhver hefði hrint mér fram af háum hömrum. Ég hrapaði niður, niður. Ég held, að ég hafi snúið mér til veggjar. — Það er Clare, vinur þinn, sagðl hún þá. Ertu ekki glöð? Hann hefir giftuna með sér. Nú þarf hann ekki að leggja of mikið að sér framvegis. Nú getur hann málað eins og honum sýnist. Auðvitað er hún dálítið eldri en hann, en hann þarf einhvern til að hafa vit fyrir sér! Ég svaraði engu. Ég skyldi ekki fyllilega það sem gerzt hafði. Hún varð óttaslegin og spurði mig, hvort ég væri veik. Ég lézt hafa höfuðverk, og við svo búið fór hún burt frá mér. Hún hætti skyndilega að tala. Við þögðum báðar. Hún minntist ekki meira á þetta kvöld. Ég sá, að henni var það ofurefli. Hinum dýpsta sársauka sinnar glötuðu ástar mun hún aldrei fá lýst með orðum. Það leið löng stund, þar til hún hóf máls á ný, og nú var rödd hennar sljó: — Ég sá þau saman, þegar við vorum laus Málarinn 27 úr sóttkvínni. Hann var sárfeiminn við mig og vissi ekki hvað hann átti af sér að gera. Hún var jafn hreykin af honum og hún hefði keypt nýjan bíl og kynnti hann öllum og kallaði hann yndið sitt. Ég sagði frú Halliday, að ég vildi fara heim með næstu skipsferð. Hún varð steinhissa, en þá sagði ég henni, að móðir mín væri orðin veik aftur. Þá leyfði hún mér auðvitað heimförina orðalaust. Kvöldið áður en ég lagði af stað, sagði ég henni alla söguna um peningastuldinn. Ég gat ekki farið án þess. Ég sagðist hafa tekið þá til þess að lána manni, sem var í peningavandræð- um og hét að senda henni þá undir eins og ég væri komin heim. Hún var ákaflega góð við mig. Hún leit undrandi á mig og sagði: — Elsku stúlkan min! Hvers vegna baðstu mig ekki um þá? Ég grét, en hún tók utan um mig og sagði, að ég hefði hjálpað til að bjarga lífi Hönnu litlu og ég skyldi ekki vera svona örvingluð. Samt sem áður sá ég, að hún hlaut að fá ými- gust á mér. Hún horfði einkennilega á mig og ég held, að hún hafði.fagnað því, að ég var að fara heim. Hún spurði mig, í svipuðum róm og hún væri að bjóða mér góða nótt, hvort ég væri í peningaþröng og hvort ég vildi þiggja hjá sér dálítið lán. Það hefði ég ekki viljað, þótt ég hefði soltið, en ég þakkaði samt boð hennar. Hún sagði, að ég hefði breytt heimsku- lega, en ég skyldi samt ekki láta hugfallast og hún vissi, að ég væri sárhrygg. En það var ég Börn fá ekki affgang. Karlakórínn Fóstbræður heldur samsöngva í Gamla Bíó 18. og 19. apríl kl. 7,15. Söngstjóri JÓN HALLDÓRSSON. Einsöngvari DANÍEL ÞORKELSSON. Við hljóðfærið GUNNAR MÖLLER. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlunum ísafoldarprentsmiðju og Eymundsen. — Uppselt að fyrsta samsöngnum. Tilkynnin um síldarlofoið til síldarverksm. ríkísíns. Þeir, sem vilja lofa síld til vinnslu í Síldarverksmiðjur ríkis- ins á næstkomandi sumri, skulu fyrir 1. maí n. k. hafa sent stjóm verksmiffjanna símleiðis effa skriflega tilkynningu um þaff. Út- gerffarmaffur skal tilkynna hvaða skip hann ætlar að nota til veiffanna, einnig hvort hann vill skuldbinda sig til þess aff af- henda verksmiffjunni alla bræffslusíldarveiffi skips síns eða skipa, effa affeins hluta veiffinnar, effa alla síldveiffi skips effa skipa. Þau skip, sem afhenda verksmiffjunum alla veiði sina, effa . alla bræffslusíldarveiði sína, ganga aff jafnaffi fyrir þeim skipum meff samninga og afgreiffslu, sem aðeins hafa veriff skuldbundin til aff afhenda hluta af bræffslusíldarveiffi sinni, effa hafa enga samninga gert fyrirfram. Verffi meira framboff á síld, en stjórn verksmiffjanna telur sýnilegt aff verksmiffjurnar geti unniff úr, hefir stjórnin óbundnar hendur til aff ákveða af hve mörgum skipum verksmiðjurnar taka síld til vinnslu. Ef um framboff á síld til vinnslu er aff ræffa frá öffrum en eigendum veiffiskipa, skal sá, er býffur síldina fram til vinnslu, láta skilríki fylgja fyrir því, aff hann hafi umráffa- rétt á skipinu yfir síldveiffitimann. Stjórn verksmiöjanna tilkynnir fyrir 15. maí n. k. þeim, sem boffiff hafa fram síld til vinnslu í verksmiffjurnar, hvort hægt verffi að veita síldinni móttöku og skulu þá allir þeir, sem lofaff hafa síld til verksmiðjanna og stjórnin hefir ákveffið aff taka síld af, hafa innan 5. júní n. k. gert samning viff stjórn verk- smiffjanna um afhendingu síldarinnar. Aff öðrum kosti er verk- smiffjunum ekki skylt aff taka á móti lofaffri síld. Siglufirði, 14. apríl 1939. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisíns. Stúdentafélag Reykjavíkur. Dansleik og sumarfagnað heldur Stúdentafélag Reykjavíkur að Hótel Borg annað kvöld. Frjálst borðhald frá kl. 7*4. (Borð pantist á hótelinu). Ýms skemmtíatriði. — Sumri fagnað kl. 12. Aðgöngumiðar seldir á morgun hjá Sigf. Eymundsen og við innganginn. Hátíðarbúningur. Stjórnin. Skípsilak til sölu. Flakið af b.v. „HANNESI RÁÐHERRA" er til sölu í því á- standi sem það er nú. Fatnaður, veiðarfæri og veiðarfæraefni er ekki selt með skipinu, og er það áskilið, að það sem kann að bjargast af slíku, verði skilað á land, að kostnaðarlausu fyrir seljendur. Tilboð sendist á skrifstofu Samtryggingar íslenzkra botn- vörpunga fyrir kl. 2 e. h. föstudag þ. 21. þ. m. Seljendur áskilja sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Samtryggíng íslenzkra botnvörpunga. AAKRANESI eru til sölu 2 íbúðarhús. Þar eru góðir möguleikar fyrir iðnað- armenn að setjast að. — Einnig hefi ég verið beðinn að selja sumarbústað í Þingvallasveit, auk f j ö 1 d a annarra fasteigna bæði hér í Reykjavík og annarsstaðar. Ólafur Þorgrímsson, lögfræðingur. Austurstræti 14. Sími: 5332.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.