Tíminn - 22.04.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
23. árg.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1d.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h. í.
Simar 3948 og 3720.
TÉM1.\.\. laugardagiim 22. apríl 1939
Garðyrkjuskólínn á Reykjum
tekinn til starfa
Skölínn var vígdur fyrsta sumardag
Vígsla garðyrkjuskólans
að Reykjum í Ölfusi fór
fram fyrsta sumardag. Skól-
inn tók til starfa um síðastl.
mánaðamót, en sökum þess
að viðgerð skólahússins var
ekki lokið þá, var vígslunni
frestað.
Hermann Jónasson forsætis-
ráðherra flutti aðalvígsluræð-
una, en siðan töluðu Pétur Otte-
sen alþm., Bjarni Ásgeirsson
form. Búnaðarfélags íslands,
Jón Pálmason alþm., Stein-
grímur Steinþórsson búnaðar-
málastjóri, Lárus Rist sund-
kennari og Jónas Jónsson alþm.
Þá flutti skólastj órinn, Unn-
steinn Ólafsson, ítarlegt og
fróðlegt erindi um garðyrkju.
Öllum ræðunum var útvarpað.
Auk skólastjórans verða
Aðalhmdur S. L F.
Útgerðarmenn vildu
losna við Sigurð
Kristjánsson
Framhaldsaðalfundur Sölu-
sambands ísl. fiskframleiðenda
var haldinn hér í bænum síðastl.
þriðjudag.
Aðalverkefni fundarsins var
stjórnarkosning. í fráfarandi
stjórn áttu sæti: Magnús Sig-
urðsson bankastjóri, Jóhann Þ.
Jósefsson alþm., Helgi Guð-
mundsson bankastjóri, Ólafur
Einarsson framkvæmdastjóri í
Hafnarfirði, Sigurður Kristjáns-
son alþm., Jón Árnason fram-
kvæmdastjóri og Jónas Guð-
mundsson ritstjóri. Fimm þeir
fyrstnefndu voru kosnir af sam-
bandinu, en tveir þeir síðast-
nefndu skipaðir af ríkisstjórn-
inni.
Samkomulag náðist ekki um
stjórnarkosninguna eins og áður
á aðalfundum S. í. F. og mun það
einkum hafa stafað af því að
meirihluti útgerðarmanna vildi
losna við Sigurð Kristjánsson úr
stjórninni. Varð því niðurstaðan
sú, að fram fór hlutfallskosning
og komu fram fjórir listar. Féll
kosning þannig:
B-listi fékk 43 y2 atkvæði og
kom að Jóhanni Þ. Jósefssyni
og Ólafi Jónssyni í Sandgerði,
C-listi hlaut 25 atkvæði og kom
að Jóni Árnasyni, A-listi fékk
21 y2 atkv. og kom að Magnúsi
Sigurðssyni og D-listi fékk 19 y2
atkv. og kom að Sigurði Krist-
jánssyni. Var það h.f. Kveldúlf-
ur, sem studdi Sigurð að lokum
og mun það hafa verið gert af
ótta við vaxandi óeiningu innan
Sjálfstæðisflokksins, ef Sigurður
væri felldur.
Á fundinum reyndi Sigurður
eitthvað að skamma Skúla Guð-
mundsson og innflutningshöftin.
Fékk hann mjög slæmar undir-
tektir meðal fundarmanna og
vildu þeir auðsjáanlega komast
hjá því að þurfa að hlusta á
hann. Skúla Guðmundssyni var
hinsvegar vottað þakklæti fund-
arins eins og frá er sagt á öðr-
um stað.
Á fundinum var samþykkt að
kjósa fimm manna nefnd til að
athuga hvernig hægt væri að
auka svo starfsemi S.Í.F., að hún
næði „til sölu fleiri sjávarafurða
og einnig til innkaupa á nauð-
synjavörum útvegsins fyrir fé-
lagsmenn". Kosnir voru Kristján
Einarsson, Sveinbjörn Árnason,
Hafsteinn Bergþórsson, Ólafur
Auðunsson og Ingvar Vilhjálms-
son.
Unnsteínn Ólafsson
skólastjóri garðyrkjuskólans.
kennarar við skólann Stefán
Þorsteinsson og Sigurður Ingi
Sigurðsson, sem ekki tekur við
starfi sinu fyr en í haust. Lýkur
hann búnaðarnámi í Kaup-
mannahöfn í vor og verður á
tilraunastöð í Danmörku í sum-
ar. Stefán hefir lokið námi við
búnaðarskóla í Noregi og hefir
verið ráðunautur Búnaðarsam-
bands Kjalarnessþings um
nokkurt skeið.
Nemendur á skólanum eru 21.
Getur hann ekki tekið á móti
fleirum. Bárust mun fleiri um-
sóknir og sýnir það glöggt hinn
vaxandi áhuga fyrir garðyrkj -
unni. Af nemendum eru 3 stúlk-
ur. Námstími er tvö ár.
Skólinn hefir fengið til um-
ráða húsnæði heilsuhælisins.
Hefir herbergjaskipun verið
breytt þannig, að þar eru nú
tvær rúmgóðar kennslustofur,
sem hægt er að gera að einum
sal, herbergi fyrir nemendur,
borðstofa, setustofa o. s. frv. Er
mjög vel og smekklega frá öllu
gengið.
Jafnframt hefir skólinn tekið
við rekstri Reykj abúsins. Nú-
verandi gróðurhús þess hafa um
(Framh. á 4. slðu)
Skúla Guðmundssy ní
þökkuð störí hans
Á fundi sameinaðs Alþingis
síðastliðinn þriðjudag ávarpaði
forsætisráðherra — eftir að hafa
lesið konungsbréf um lausnar-
beiðni Skúla Guðmundssonar
atvinnumálaráðherra og skip-
un hinna nýju ráðherra — hinn
fráfarandi ráðherra með eftir-
farandi orðum:
„Um leið og atvinnumálaráð-
herra Skúli Guðmundsson lætur
af störfum og annar maður tek-
ur sæti hans i ríkisstjórninni,
vil ég fyrir hönd sjálfs mín og
fjármálaráðherra, þakka hon-
um, — ekki aðeins fyrir gott
starf — heldur og fyrir framúr-
skarandi samvinnu og samstarf.
Mér er alveg óhætt að full-
yrða það, að mikil ánægja hefir
verið með starf hans sem at-
vinnumálaráðherra, ekki aðeins
meðal okkar flokksmanna hans,
heldur og meðal andstæðing-
anna. Hann hefir áreiðanlega
verðskuldað þá ánægju fyrir
störf sín.
í tíð Skúla Guðmundssonar
sem atvinnumálaráðherra, hef-
ir verið leyst eitt af stærstu
hagsmunamálum sjávarútvegs-
ins, og sjálfur hefir hann unn-
ið stærsta verkið i undirbúningi
þess máls, bæði sem formaður
nefndar þeirrar, er skipuð var til
46. blað
Tilraun Koosevclís
Seinustu dagana hefir um fátt
verið meira rætt í heimsblöðun-
um en boðskap, sem Roosevelt
Bandaríkjaforseti sendi Hitler og
Mussolini 15. þ. m. í boðskap
þessum leggur hann fyrir þá svo-
hljóðandi spurningu:
— Eruð þér fús til að gefa full-
vissu um það, að vopnaðar her-
sveitir yðar muni ekki hefja árás
eða innrás í neitt hinna eftir-
töldu sjálfstæðu ríkja: Finnland,
Eistland, Lettland, Lithauen,
Svíþjóð, Noreg, Danmörku, Hol-
land, Belgiu, Stóra-Bretland,
Eire, Frakkland, Portugal, Spán,
Sviss, Lichtenstein, Luxemburg,
Pólland, Ungverjaland, Rúme-
níu, Jugoslavíu, Sovét-Rússland,
Búlgaríu, Grikkland, Tyrkland,
Palestinu, Egyptaland og Iran?
Gegn slíkri yfirlýsingu heitir
Roosevelt því, að gerast milli-
göngumaður um það, að þessi
ríki gefi Ítalíu og Þýzkalandi
hliðstætt loforð. Jafnframt telur
hann, að á grundvelli slíks sam-
komulags myndi verða hægt að
hefja samninga um afvopnun og
greiðari viðskipti milli landanna.
Þessi boðskapur Roosevelt
virðist hafa komið einræðisherr-
unum mjög á óvart og valda
að athuga afkomu sjávarút-
vegsins, og sem ráðherra.
Ég þakka Skúla Guðmunds-
syni störfin.“
Skúli Guðmundsson svaraði á
eftirfarandi hátt:
„Ég vil þakka hæstv. forsæt-
isráðherra þau vinsamlegu orð,
sem hann lét falla í minn garð,
og ég vil alveg sérstaklega þakka
honum og hæstv. fjármálaráð-
herra fyrir mjög ánægjulegt og
gott samstarf þann tíma, sem
ég hefi verið í ríkisstj órninni. Ég
vil einnig þakka hinu háa Al-
þingi fyrir gott samstarf.
Við höfum, margir þingmenn,
unnið að því undanfarnar vikur,
að koma á samstarfi þriggja
stærstu þingflokkanna í stjórn
landsins. Ég fagna því, að þetta
hefir nú tekizt. Ég óska þess að
gifta fylgi hinum nýju ráðherr-
um að þeim mörgu og stóru við-
fangsefnum, sem þarf að leysa,
og ég óska Alþingi og þjóðinni
(Framli. á 4. síðu)
A.
Fjárfækkun af völdum mæðiveikinnar. — Útbreiðsla mæðiveikinnar í Dölum.
Smjörsamlög við Hvammsfjörð. — Togari strandar við Landeyjasand.
Samkvœmt skýrslum, sem mæðiveiki-
nefndin hefir látið safna um sauðfjár-
eign á mæðiveikisvæðinu, milli Þjórs-
ár og Héraðsvatna, hefir fénaði fækk-
að í þessum héruöum um 64054 kind-
ur frá því vorið 1936 til ársloka 1938.
Nemur fækkunin um 17,75% af fjár-
stofninum í hlutaðeigandi sýslum. í
sumum þeirra héraða, sem skýrslurn-
ar fjalla um, eða hlutum þeirra, hefir
mæðiveikin þó enn lítinn usla gert.
Langmest hefir fækkun orðið í Vestur-
Húnavatnssýslu; þar nemur hún 53,6%,
En einnig er fækkunin afarmikil í
Borgarfjarðar- og Mýrasýslum, 44,7%
í Mýrasýslu, en 41% í Borgarfjarðar-
sýslu. Tilfinnanleg fækkun hefir líka
orðið í Austur-Húnavatnssýslu og Dala-
sýslu, 26,1% og 23,1%. Af einstökum
hreppum hefir fækkunin orðið hlut-
fallslega mest í Eyrarbakkahreppi
66,1%, í Reykholtsdalshreppi 64,5%,
í Blönduóshreppi 62,6% og í Kirkju-
hvammshreppi 60,9%. í 37 hreppum
hefir sauðfjáreignin gengið sarnan um
25—60% á þessu sama tímabili. Að tölu
til hefir fækkunin orðið mest í Þor-
kelshólshreppi 3410 kindur, í Reyk-
holtsdalshreppi 3314 kindur, í Ytri-
Torfustaðahreppi 3233 kindur og í
Grímsneshreppi og Kirkjuhvamms-
hreppi, 3188 kindur í hvorum.
i t r
Jóhann Bjarnason í Búðardal skrif-
ar Tímanum meðal annars: Mæðiveik-
in breiðist stöðugt út hér í sýslunni, en
þó mun hægar en áður. Er hún nú út-
breidd í Miðdölum, í Haukadal öllum, á
mjög mörgum bæjum í Laxárdal og á
nokkrum í Hvammssveit. Hið afgirta
svæði í Hörðudal er enn að mestu laust
við veikina, en þó mun hennar hafa
orðið vart að Geirshlíð. Yfirleitt hafa
bændur þann sið, að taka sjúkar kindur
úr heilbrigða fénu, strax og sér á þeim.
Er þeim ýmist slátrað fljótlega eða
gerðar tilraunir til lækninga á ýmsan
hátt, því að þungt er mönnum um
handtökin við að brytja niður þann bú-
stofn, sem þeir hafa stuðzt við á liðnum
árum og væntu að hafa lífsbjörg sína
af í framtíðinni. Yfirleitt hafa þessar
lækningatilraunir ekki borið árangur.
En þó er talið, að á Gillastöðum í Lax-
árdal hafi tekizt að lækna kindur, er
báru öll einkenni veikinnar og voru
langt leiddar. Var við þessar tilraunir
notuð blanda úr steinolíu, baðmolíu og
joði.
í suðurhluta Dalasýslu hefir allmikið
verið talað um aukna mjólkurfram-
leiðslu og stofnun rjómabús. Hafa ver-
ið fundir haldnir urn þetta í öllum
deildum Kaupfélags Hvammsfjarðar.
Ýmsum þykir þessi nýbreytni þó var-
hugaverð og ber einkum tvennt til.
Annað er það, að vegakerfi sýslunnar
er enn ekki komið í það horf, að fram-
leiðendum sé nægjanlega hægt um vik
um mjólkurflutninga til slíkrar stofn-
unar. Þykir Dalamönnum seint mið'a
vegagerðum í héraðinu, þótt sýslan
liggi um þvera þjóðbraut á milli Suð-
urlands og Vesturlands. Hitt er, að hér-
aðið er að náttúru og gróðurfari stór-
um betur fallið til sauðfjárræktar, en
nautgriparæktar. Vegna þess voða, er
steðjar að sauðfjáreign bænda, hefir
þó kaupfélagið ákveðið að gangast fyr-
ir stofnun smjörsamlaga á félagssvæð-
inu, umhverfis Hvammsfjörð, með
vinnslustöð í Búðardal. Um skipulag
þetta er lögð til grundvallar reynsla
Norðmanna í þessum efnum og hlið-
sjón höfð af greinum Sveins Tryggva-
sonar í Tímanum og Frey. Enn er þó
ekki komið til framkvæmda.
t t t
Enski togarlnn Mohican frá Hull
strandaði undan Landeyjarsandi að-
faranótt miðvikudagsins. Var þá dimm-
viðri og stormur af suðvestri. Fólk á
bæjum I grenndinni varð skipsins vart
og bjargaðist skipshöfnin öll 15 menn,
í land með aðstoð þeirra Landeyinga.
Hlaut enginn skipbrotsmanna neitt á-
fall og voru þeir flestir fluttir til
Reykjavíkur á finuntudaginn. Ægir
hefir verið' eystra, að reyna að ná tog-
aranum út og hefir tekizt að festa í
hann víra. Þegar blaðið fór í prentun,
var ekki talið vonlaust, að skipinu yrði
náð á flot.
t r r
þeim talsverðum erfiðleikum.
Fyrst í stað var hans ekkert getið
í þýzkum og ítölskum blöðum,
en vegna frásagna erlendra út-
varpsstöðva, sem skýrðu frá
honum bæði á þýzku og ítölsku,
tjáði ekki að reyna að þegja
hann í hel. Fóru blöðin því smám
saman að segja frá honum og
hafa undirtektir þeirra orðið
kuldalegri eftir því, sem lengra
hefir liðið. Segja þau, að boð-
skapur Roosevelts muni runninn
undan rifjum Breta og sé hann
ein af hinum mörgu tilraunum
þeirra til að skapa þann orðróm
að Mussolini og Hitler vilji koma
á ófriði. Jafnframt sé Roosevelt
að reyna að afla sér álits með því
að leika friðarpostula og fara
einkum þýzku blöðin um hann
hörðum orðum.
Stjórnmálaleiðtogum ítala og
Þjóðverja er þó vel ljóst, að boð-
skapur Roosevelts er almennt
talinn svo þýðingarmikill, að
ekki nægi að svara honum ein-
göngu með blaðaskömmum. Hafa
verið miklar samræður milli
helztu leiðtoga landanna um
það, hvernig beri að svara Roose-
velt og hafa þeir Hitler og Mus-
solini m. a. ræðzt við símleiðis.
Enn er ekki víst, hvert svar
þeirra verður, en Hitler hefir
kvatt saman ríkisþingið 28. þ. m.
og ætlar að svara Roosevelt með
mikilli ræðu. Má bezt á því
marka, að honum stendur tals-
verður stuggur af þessari óvæntu
friðarviðleitni Roosevelts. Gera
ýmsir ráð fyrir að Hitler ætli
ekki að svara beint, en bera fram
gagnkröfur og reyna að flækja
málið. Þá þykir ekki ólíklegt, að
þýzka stjórnin muni snúa sér til
ýmsra smáríkjanna, sem Roose-
velt tilgreinir, og spyrja þau
hvort þau óttist árás Þjóðverja.
Svari þau neitandi, sem ekki
þykir ólíklegt, mun Hitler nota
þaö sem sönnun þess, að boð-
skapur Roosevelts sé markleysa.
Mussolini hefir rætt boðskap
Roosevelts nokkuð i ræðu, sem
hann hélt síðastl. sunnudag. Tók
hann boðskapnum mjög kulda-
lega, en hafnaði honum þó ekki
fullkomlega. Er vafasamt, hvort
Mussolini svarar honum nokkuð
frekar að sinni, heldur muni
hann bíða og sjá hvernig Hitler
tekst.
Meðal langflestra annarra
þjóða, hefir boðskap Roosevelts
verið prýðilega tekið og hann
talinn mikilsvert spor til að af
stýra ófriði. Er það yfirleitt álit
heimsblaðanna, að boðskapurinn
sýni einræðisherrunum það
greinilega, að ófriðarhættan sé
talin stafa frá þeim. Jafnframt
muni hann gefa þeim til kynna,
að þeir hafi ekki margra vina að
vænta, ef þeir hefji ófrið, en það
geta þeir markað á þeim viðtök-
um, sem boðskapurinn fær. Hafa
t. d. nær öll Ameríkuríkin lýst
sig fylgjandi þessari friðartil
raun Roosevelts, auk þess, sem
hún hefir hlotið nær einróma
fylgi almennings í Bandaríkjun-
um og þeim löndum, sem nefnd
eru í boðskapnum. Enda þótt svo
fari, að svör Hitlers og Musso-
lini verði neitandi, telja heims-
blöðin að boðskapur Roosevelts
muni hafa mikla þýðingu, því
hann muni þá leiða enn betur í
ljós þá hættu, sem sé yfirvof-
andi, og fylkja andstæðingum
ófriðaraflanna betur saman.
Boðskapur • Roosevelts hefir
engin áhrif haft í þá átt, að
Bretar eða Frakkar drægju úr
samningaviðræðum sínum við
önnur ríki um varnir gegn frek
ari ofbeldisverkum í Evrópu. Er
talið líklegt að bæði Rússar og
Tyrkir hafi lofað þátttöku sinni
í slíkum samtölum. Hafa verið
verið mjög miklar viðræður milli
brezkra og rússneskra stjórn
málamanna í þessari viku. Telja
ýmsir líklegt að stofnun slíks
varnarbandalags, ásamt boðskap
Roosevelts, rnuni hafa þau áhrif,
að ekki komi til styrjaldar fyrst
um sinn.
Á víðavangi
Þegar myndun þjóðstjórnar-
innar var tilkynnt á Alþingi s. 1.
iriðjudag, og þrír af ráðherrun-
um höfðu flutt yfirlýsingar, stóð
Gísli Sveinsson upp og hélt svo-
hljóðandi ræðu —: „Sá hluti
Sjálfstæðisflokksins, sem hafði
talið sig andvígan myndun sam-
stjórnar þriggja flokka á þessu
Dingi á þeim grundvelli, er varð
að niðurstöðu í samkomulags-
umleitunum þeim, sem fram
fóru milli flokkanna, hefir eftir
atvikum gengið inn á, að mað-
ur af hans hálfu taki sæti í
ríkisstjórninni í þeirri von, að
með því mætti fremur takast að
ráða bót á ýmsu því í stjórnar-
fari landsins, sem flokkUTinn
telur að mjög aflaga hafi farið
á undanförnum árum, enda
skoðar hann þessa stjórnar-
myndun sem tilraun, er hlýtur,
ef hún mistekst, að leiða til sam-
vinnuslita."
* * *
Vísir hefir síðar skýrt frá því,
að í þeim „hluta Sjálfstæðis-
flokksins", sem G. Sv. hafi talað
fyrir séu 8 þingmenn, og er helzt
svo að skilja, að þeir séu hinir
sömu og áður höfðu greitt at-
kvæði móti bjargráðum fyrir
sjávarútveginn. En einkennilegt
má það heita að G. Sv. skyldi
vera látinn hlaupa þarna fyrir
skjöldu af hálfu þessara manna.
Eðlilegra mætti þykja, að fjár-
málaráðherrann Jakob Möller,
sem G. Sv. virðist telja fulltrúa
fyrir þennan hóp, hefði flutt
ræðuna, úr því að atvinnumála-
ráðherra var ekki treyst til að
gefa yfirlýsingu fyrir hönd
flokksins í heild. En fjármála-
ráðherra hefir sjálfsagt skilið,
að ræðan var óþörf og engum
til vegsemdar.
* * *
Aðalfundur Sölusambands ísl.
fiskframleiðenda samþykkti að
þakka Skúla Guðmundssyni,
Pétri Ottesen og Ólafi Thors
störf þeirra í þágu sjávarútvegs-
ins í vetur. En fulltrúanum, sem
sjálf stjórn S. í. F. átti í útgerð-
arnefndinni, var ekki þakkað, en
var með herkibrögðum endur-
kosinn í stjórnina. Enda greiddi
maður þessi atkvæði gegn geng-
islögunum á Alþingi, og brást
þannig málstað útgerðarmanna,
þegar mest á reið. Mega útvegs-
menn af þessu læra, að ekki
reynast þeir altaf bezt, sem mest
taka upp í sig.
* * *
Flokksbrot Gísla Svelnssonar
er öðru hverju að sparka úr
klauf í dagblaðinu Vísi, og
fitja upp á illindum við Fram-
sóknarflokkinn. En með því að
Vísir hefir almennt verið talinn
eitt ómerkasta stjórnmálablað
hér á landi og af fáum lesið utan
Reykjavíkur, hefir Tíminn ekki
enn talið ómaksins vert að veita
honum rækileg andsvör, enda
ekki ætlað sér að stuðla að því
að halda uppi illdeilum að ó-
þörfu meðan að því er stefnt að
sameina krafta þjóðarinnar og
halda friði milli hinna pólitísku
flokka. En sé þess óskað, mætti
vel svo fara, að athugaðar yrðu
lítilsháttar þær „hreinu hend-
ur“, sem réttar voru upp gegn
gengislögunum og nú stýra
pennum Vísis til andstöðu við
þjóðstjórnina.
* * *
Þjóðviljanum verður þessa
dagana tíðrætt um breytingu þá,
sem gerðar voru á lögum um
kosningu í útvarpsráð, en breyt-
ingin er á þá leið að fækkað var
í útvarpsráðinu og það allt kos-
ið hlutfallskosningu á Alþingi.
En það er rangt, að kosningin sé
með þessum hætti pólitískari en
áður, því að eins og allir vita er
kosningin meðal útvarpsnot-
enda mjög pólitísk. Hitt má svo
vel viðurkenna, að hinir nýju
menn, sem tveir þingflokkanna
kusu í útvarpsráðið, hefðu mátt
vera valdir með meira tilliti til
útvarpsstarfseminnar. En meðal
annara orða: Hvernig skyldi
þetta vera í Rússlandi? Ætli út-
(Framh. á 4. siðu)