Tíminn - 22.04.1939, Síða 3

Tíminn - 22.04.1939, Síða 3
46. Wað TÍMIM, langardagiim 22. apríl 1939 183 A N IV Á L L ÍÞRÓTTIR Dánardægnr. Sigrurður Magnússon fyrver- andi bóndi á Leirubakka í Land- sveit andaðist í Reykjavík 10. f. m., rúmlega 83 ára að aldri. Hann var fæddur í Skarfanesi á Landi 1855 og var einn af 21 barni foreldra sinna. Þegar litið er til þess og að foreldrar hans byrjuðu búskap efnalítii á jörð, sem þá þótti óbyggileg og þurftu að flytja bæ sinn þrisvar sökum uppblásturs, má fara nærri um að þeim hafi oft verið skorinn skammtur til að fullnægja þörf- um, enda var þá eina úrræðið að koma börnum „í dvöl“ þegar færi gafst. Sigurður fluttist því ungur, 12 ára, frá foreldrum sínum — út í Árnessýslu — í vinnumennsku. — Þegar kom að því, að hann fýsti að mynda eigið heimili, leitaði hann í átt- hagana og byrjaði búskap á smákoti, Ósgröf, næsta bæ við Skarfanes, 1885. Það ár giftist hann sér mjög samhentri konu, Önnu Magnúsdóttur. Bústofn- inn (og allar eignir) var að eins 6 ær og,l hross, en kú eignuð- ust þau um haustið með góðu verði, — um lán var ekki að ræða, enda ekki leitað. Að tveim árum liðnum fluttu þau hjón með alla búslóð sína á klárnum, að Leirubakka, hálfum, og fáum árum síðar tóku þau alla jörð- ina. — Þau eignuðust 5 börn, af þeim eru 4 á lífi, en eitt lifði svo vanheilt um mörg ár, að ef sveit- arstjórn eða önnur slík völd hefðu þurft að sjá því farborða, hefði þurft of fjár. Þau hjón létu aldrei bugast. en höfðu hug- fast, að fyrst og fremst bæri þeim að bjarga sér sjálf og þó farkostur væri smár, þá lægi skyldan á þeim, en ekki öðrum, að skila öllu heilu í höfn. Upp úr aldamótum voru þau orðin með efnalega bezt stæðu bú- endum í sveitinni. 1911 missti Sigurður konu sína, en sá missir bugaði hann svo, að hann vildi eigi eiga við stórbúskap lengur, en fékk jörðina syni sínum í hendur að tveim árum liðnum. Sjálfur byggði hann sér bæ á hjáleigu í túninu, er hafði ver- ið niður fallin i 30 ár. Bjó hann þar með bústýru til 1935 og hafði þá verið bóndi i Landsveit í 50 ár. — Keypti hann sér þá skýli í Reykjavik og hefir dvalið í því siðan, — en lagði svo fyrir, að líkamsleifar sínar yrðu fluttar að Skarði á Landi. Var því full- nægt með mjög hátíðlegri at- höfn 25. f. m. Þeim, sem þekktu Sigurð, verður hann lengi minnisstæð- ur. Hann var framúrskarandi á- huga- og atorkumaður og ör- lyndi knúði fram sjaldgæfa hreinskilni, en drenglyndi stýrði svo orðum og athöfnum, að menn töldu sig örugga á ferju hans, eða í fylgd með honum. G. Á. Héraðssimdlaiigin í Hveragerði. Vorið 1937 hófst U. M. F. Öl- fushrepps handa um byggingu á stórum almenningsbaðstað í Hveragerði í Árnessýslu. Var verki þessu komið svo langt 2. hvítasunnudag síðastliðið vor, að hægt var að taka til notkun- ar þann hluta, sem búinn var. Síðan hefir verið nær óslitið vatn í laugarstæðinu, og þeir dagar eru fáir á árinu, sem laug- in hefir ekki verið notuð af ein- hverjum og oft og einatt af mjög mörgum síðastliðið sumar. — Laugarstæðið hefir nú verið stækkað, svo að það er 12X33V3 m. , að stærð. Er því ætlað að verða 50 m. að lengd og svo djúpu, að þar megi koma fyrir allháum stökkpalli. — Reist hef- ir verið hús við laugina í gróð- urhúsastíl, með herbergi fyrir sundkennara og þrem rúmgóð- um búningsherbergjum og bað- klefunum. Er ætlazt til að klefana megi jafnframt nota sem skíðaskála og skýli fyrir far- fugla. Húsið er raflýst og vel upphitað með hveravatni. Jafnframt því að baðstaður- inn verður að jafnaði opinn al- menningi, mun verða stöðugt haldið uppi sundkennslu. Kenn- ari og umsjónarmaður er Lárus J. Rist fimleika- og sundkennari, sem jafnframt er driffjöðrin í öllum þessum framkvæmdum. Samkvæmt skilagrein hans til stjórnarráðsins hefir verið var- ið til þessara framkvæmda kr. 13.207.03 og er þar í innifalið allar aðgerðir við tjarnarstæðið, leiðslur allar, húsið og raflýsing þess, nokkur vegagerð og kostn- aður við girðingu. Styrkir og gjafir hafa fyrir- tækinu borizt, sem hér segir: Ríkisstyrkur kr. 2000,00 Búnaðarfélag Suður- lands (óumbeðið) — 500,00 Eýrarbakkahreppur (vinna) — 500,00 Ölfushreppur — 604,50 Grímsneshreppur — 150,00 Árnessýsla — 300,00 U. M. F. Ölfushrepps (eigið framlag, pen- ingagjafir og gjafa- vinna úr ýmsum átt- um) — 4344,47 Samt. kr. 8398,97 Er bygging þessarar myndar- legu sundlaugar til hins mesta sóma fyrir U. M. F. Ölfushrepps. VinniÍS ötuUega fyrir Títnann. tillit. Frá því að sambandið var stofnað, hefir Kristinn verið lífið og sálin í starfi þess, og er þess að vænta, að enn um sinn megi það njóta hans krafta og handleiðslu. Páll Pálsson bóndi í Þúfum ritar um athuganir sínar á fóðr- un fjárins. Páll er mjög eftir- tökusamur og hefir lagt sig fram í búskap sinum, enda bóndi góður. Hann bendir nú á, hve mikils það sé vert að fóðra ærnar vel, og hverja þýðingu það hefir fyrir vænleika dilk- anna að haustinu, að ærnar séu jafnt og vel fóðraðar að vetrinum. Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli ritar um vothey. Veturinn 1937—1938 átti hann fullan þriðjung af heyjum sín- um sem vothey, og nú segir hann frá reynslu sinni á því að fóðra á votheyi og dregur hana saman í eftirfarandi fjóra liði: 1. Hross og sauðfé er hægt að ala vel á votheyi einu saman. 2. Geldar kýr og kvígur óborn- ar má einnig ala á votheyi ein- göngu og ekki er ólíklegt að sama eigi við um mjólkurkýr, þó ekki sé fullreynt. 3. Votheyið sýnist vera hollt og heilsusamlegt veikum skepn- um og kvillasömum og sérstak- lega nauðsynlegt sauðfé og hrossum, sem eru brjóstveik. 4. Aldrei hefir orðið vart við að nokkurri skepnu yrði meint af votheysáti. Þetta eru niðurstöður af reynslu hans eða þeirra bræðra á Kirkjubóli, og þetta munu fleiri Vestfirðingar taka undir. Jóhannes Davíðsson skrifar um útigöngufé í Barðanum, fjallinu milli DýrafjarðaT og Önundarfjarðar, en þar gengur fé stundum af. Kristinn Guðlaugsson skrifar um garðrækt Finnboga Jónsson- ar á Hóli í Bakkadal í Ketil- dalahreppi, en hann er einn af beztu garðræktarmönnum á sambandssvæðinu, og til fyrir- myndar í fleiru í búskap sínum. Með þessari litlu frásögn um það, sem í ritinu stendur, vildi ég alveg sérstaklega benda bændum annarsstaðar á land- inu á votheysgerð Vestfirðinga. Vorið er komið, senn kemur sumarið. Enginn veit hvort það verður votviðrasamt eða ekki. En væri nú ekki rétt að athuga í vor hvernig aðstaðan er til þess að geta gert vothey í sum- ar, ef tíðarfarið verður þannig, að þess veröur þörf? Viljið þið ekki, bændur, sem lesið þetta, búa ykkur undir að geta mætt rosanum með votheysgerð, svo að þið ekki þurfið að gefa hrakning veturinn 1939—1940, eins og þið þvi miður svo oft hafið þurft að gera, af því að þið voruð ekki við þvi búnir að geta gert vothey. P. Z. GLEÐILEGT SOIM! Raftœkjaeinhasala ríhisins. GLEÐILEGT SVMAR! Samband ísl. smnvinnufélaga GLEÐILEGT SOIAR! RAFHA. GLEÐILEGT SIJMAR! Kjjötverzlunin Herðubreið, Fríhirkjuvegi 7. GLEÐILEGT SLMAH! Hamar h. f. GLEÐILEGT SLMAR! Vinnufatagerð tslands h. f. GLEÐILEGT SLMAR! H. f. Hampiðjan. Oskiuu öllum vlðsklptavmum okkar GLEÐILEGS SLMARS! Efnalaug Reyhjavíhur. GLEÐILEGT SLMAR! Sœlgœtis og efnagerðin Freyja. «««««5$5$Í5ÍÍÍÍÍ5ÍSÍ$ÍÍ$$$Í$SÍ$5$555$ÍS$ÍÍÍÍÍÍÍ$ÍÍ5ÍÍÍÍ5ÍÍ5SS$ÍÍ5^^ ;$S$$$Í$$$5S555S$$Í$$$S5Í$$$$Í$Í$5S«Í55$$$$S$ÍS5$$$$$$Í5$Í$Í$$ÍS$$$SS5$$$$ÍÍSS5 GLEÐILEGT SLMAR! H. f. Eimshipafélag íslands. Félagsmenn KRON Útborgun tekjuafgangs hefst næstkomandi mánu- dag á eftirfarandi stöðum: í Reykjavík: Skólavörðustíg 12 (skrifstofunni). í Hafnarfirði: Strandgötu 28. í Keflavík: Sölubúð KRON. í Sandgerði: Sölubúð KRON. Borgað verður út alla virka daga, nema laugardaga. Útborgunartími í Reykjavík er kl. 4—5 e. h. Utanfélagsmenn, sem eru að vinna sig inn í félagið verða afgreiddir strax eftir næstu mánaðarmót. Endurgreitt verður: Til þeirra sem eiga kr. 300,00 og meira í stofnsjóði. 4% og 3% í stofnsjóð. Til þeirra, sem eiga undir kr. 300,00 í stofnsjóði. 2% og 5% í stofnsjóð. ökaupfélaqiá GLEÐILEGT SLMAR! Sláturfélag Suðurlands. GLEÐILEGT SLMAR! Smjörlíhisgerðin Ásgarður. GLEÐILEGT SLMAR! Veggfóðrarinn h. f. GLEÐILEGT SLMAR! Ellarverhsmiðjan Framtíðln. GLEÐILEGT SLMAR! Kaffibætisverhsmiðjan Freyja. GLEÐILEGT SLMAR! Gefjun — Iðunn verhsmiðjuútsalan, Aðalstrœti. GLEÐILEGT SLMAR! Sápuverhsmiðjan Sjöfn. GLEÐILEGT SLMAR! Shipaútgerð ríhlsins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.