Tíminn - 27.04.1939, Page 2

Tíminn - 27.04.1939, Page 2
190 TfMlM, fimintmlagiim 27. aprfl 1939 Uxahryggjavegur Það hefir löngum þótt illt hve torfærir hafa verið, og eru reyndar enn, landvegir milli Norður- og Suðurlands. Margar úrlausnir hafa verið hugsaðar og nokkrar reyndar og er nú svo komið að nokkurnveginn er fær að sumri til landleiðin fyrir Hvalfjörð. Telja má einnig Kaldadalsveginn færan um nokkurn tíma sumars, en um aðra akvegi er alls ekki að ræða milli Norður- og Suðurlandsins. Nú má að vísu gera ráð fyrir því, að lokið verði við að gera sæmi- lega færan veg fyriT Hvalfjörð á næstu árum, og er þess full þörf, þó eigi væri nema vegna sambandsins við héraðð neðan Skarðsheiðar. Ennþá er sú leið samt nokkuð erfið, enda alllöng sé farið fyrir framan Hafnar- f j all. Rúma 20 km. má spara með því að fara yfir Dragháls, en all- mikið fé mun kosta að gera þar góðan veg. Um Kaldadalsveginn er það að segja að hans mikli höfuðókostur er hve hann er langur, enda mun þurfa að kosta til nokkuð miklu, til að gera hann færan um langan tíma á árinu. En til er ein leið, sem að ýmsu leyti tekur öllum þessum leiðum fram sem sumarvegur milli Norður- og Suðurlandsins. Sú leið er um Uxahryggi. Er þá farið frá Reykjavík, Þingvallaveg og síðan Kaldadalsveg upp að Bisk- upsbrekku (Hallbj arnarvörður), en þaðan eru aðeins 12 km. nið- ur að Þverfelli í Lundarreykja- dal. Liggur leiðin í norðvestur yfir svonefnda Uxahryggi og niður með Tunguá suðvestan- vert við Þverfell niður í byggð í Lundarreykjadal. Mest af leið- inni er svo gott vegarstæði að aðeins þarf lítilfjörlegan ruðn- ing á melhryggjum til þess að fá ágætan veg. Hvergi mun þurfa að byggja brú á leiðinni milli Biskupsbrekku og Þverfells, og eftir þvi, sem mig minnir frá því ég fór þar um síðastliðið sumar, mun nægja að ryðja veg um % hluta af leiðinni og þyrfti þá aðeins að leggja sem svarar þriggja km. langan veg. Nú mætti spyrja hvernig stendur á því, að þessi vegur hefir eigi verið lagður fyrir löngu síðan og hygg ég orsökina vera þá, að það er fyrst nú á síðustu fáum árum að góður hefir verið lagður fram Lundar- reykjadal. Nú er kominn góður vegur fram í Brautartungu í Lundarreykjadal, en þaðan hef- ir verið ruddur vegux upp dalinn fram^undir Þverfell, sem er nokkurnveginn fær bifreiðum á sumrin. Þenna veg þarf þó nokk- uð að lagfæra, — kostnaður við það yrði þó ekki mjög mikill. Þá þarf að byggja eina brú yfir Tunguá, en að sumri til mun áin oftast nær vera vel fær bifreið- um. Ennfremur þarf að sjálf- sögðu að laga nokkuð á stöku stað Kaldadalsveginn frá Þing- völlum upp í Biskupsbrekku. Án þess að ég sé fær um að meta hve mikið það kostar að gera veginn um Uxahryggi fær- an bifreiðum að sumarlagi, vil ég þó gizka á að gera megi veg- inn færan bifreiðum yfir sum- arið fyrir 20—30 þús. kr., og að vel mætti, ef undið væri fljót- lega að því að geTa veginn í sum- ar, hafa hann tilbúinn ein- hverntima í ágústmánuði næst- komandi. Kostirnir sem Uxahryggja- vegur hefir sem sumarvegur milli Norður- og Suðurlands, eru margir. Fyrst og fremst er sú leið stytzt. Vegalengdirnar eru þessar: Reykjavík um Hvalfjörð að Hvítárbrú 139 km. Reykjavík um Uxahryggi að Hvítárbrú 117 km. Vegurinn yfir Dragháls er að vísu um 116 km., en þar þarf allkostnaðarsama vegalagningu til þess að hann geti komið að fullum notum. Sé borið saman við Kalda- dalsveginn, verður vegurinn um Uxahryggi að vegamótunum við Norðurá frá Reykjavík 130 km., en um Kaldadal 170 km. Uxa- hryggjaleiðin að Hvítárbrú er því 22 km. styttri en Hvalfjarð- arvegurinn og 40 km. styttri að Norðurá en Kaldadalsvegurinn. Hér við bætist enn, að nú er að mestu lokið veginum frá Götuás yfir hina nýju Grímsárbrú um Bæjarsveitina upp í Reykholts- dal. Með veginum um Uxa- hryggi styttist mjög leiðin frá öllum uppsveitum Borgarfjarð- ar til Reykjavíkur og er meira að segja líklegt, að allmikið sé hægt að stytta leiðina til Norð- urlandsins með því að fara efri leiðina og tengja hana saman við Norðurlandsveginn ein- hversstaðar ofar en við Norður- árbrú hina neðri. Uxahryggj avegur hefir einn mikinn kost. Hann verður nær því hvergi torfærari en t. d. Mosfellsheiðarvegurinn og má telja það allmikinn kost sam- anborið við Hvalfjarðarveginn, eins og hann er nú. Þó er enn ó- talinn einn höfuðkostur Uxa- hryggjavegar, sem er sá, að með honum verður, þegar komið er vegasamband milli Þingvalla og Suðurlandsundirlendisins — en það mun verða eftir 1 eða 2 ár — allmikið styttra frá t. d. Grímsnesinu til Norðurlandsins heldur en frá Reykjavík til Norðurlandsins. Frá Laugar- vatni yfir Lyngdalsheiði neðan- verða og yfir á Sogsveginn aust- an við Þingvallavatn, verður akvegurinn norður 30 km. styttri en frá Reykjavík norður. Land- leið norður frá Laugarvatni mun nú vera um 90 km. lengri en frá Reykjavík norður. Það hefir vitaskuld mjög mikla kosti í för með sér að tengja þannig saman sveitir Suður- og Norðurlands. Síðar, eftir að búið væri að fara sum- arveginn um Uxahryggi í nokk- ur ár, mundi að sjálfsögðu verða lagður jafngóður vegur þessa Hákon Bjarnason skógræktarstfóri 'gtmtnrt Fimmtudaginn 27. apr. Vantraustíð Atkvæðagreiðsla á Alþingi í fyrradag fór þannig, eins og vænta mátti, að tillagan um að lýsa vantrausti á ríkisstjórninni var felld með yfirgnæfandi meirahluta eða rúmlega 40 at- kvæðum gegn 4. Með vantraust- inu greiddu ekki aðrir atkvæði en flutningsmenn tillögunnar, þeir Héðinn Valdemarsson, Brynjólfur Bjarnason, ísleifur Högnason og Einar Olgeirsson. Það er þó ekki svo, að allir þeir þingmenn, sem atkvæði greiddu gegn vantraustinu standi ein- huga með þjóðstjórninni. Eins og við mátti búast, greiddi hin ,,ó- rólega deild“ Sjálfstæðisflokks- ins atkvæði með fyrirvara um það, að stuðningurinn væri að- eins til bráðabirgða og vísaði að öðru leyti í ræðu Gísla Sveins- sonar á dögunum. Það skal þó fram tekið, að fjármálaráðherr- ann, Jabok Möller, greiddi at- kvæði fyrirvaralaust. En auðsætt er, að þessi hluti Sjálfstæðis- flokksins verður þjóðstjórninni ótryggt lið a. m. k. fyrst um sinn. Hinsvegar ætti það ekki að koma mjög að sök, því að jafnvel þótt þessir þingmenn snerust öndverðir gegn stjórn- inn, sem engan veginn er þó víst að verði, hefir stjórnin eigi að síður þrjá fjórðu hluta alls þingheims sín megin. Vísir, sem nú er málgagn hins óánægða hluta Sjálfstæðis- flokksins*) birtir 25. þ. m. rit- stjórnargrein um afstöðu hinna óánægðu þingmanna. Þar er tal- að um, að „viðskiptamálin hafi verið tekin undan fjármálaráðu- neytinu og heyri meðferð þeirra framvegis undir Eystein Jónsson, — alveg eins og áður var“. Síðan segir blaðið: „Eins og vitað er, var nokkur ágreiningur um það innan Sjálf- stæðisflokksins, hvort gengið skyldi til stjórnarmyndunar á þeim grundvelli, sem fyrir lá. Allir þingmenn flokksins ætluð- ust að sjálfsögðu til, að ráðherra af hans hálfu fengi viðskipta- málin til meöferðar. En meiri- hluti þingflokksins lagði ekki ríkari áherzlu á þetta en svo, að hann gat fellt sig við að ganga til stj órnarmyndunar, án þess að þetta atriði fengist samnings- bundið." Á eftir fara svo ýmsar hugleið- ingar um, að „Samband ísl. samvinnufélaga njóti forrétt- inda“, að kaupfélögin hafi „fengið margfaldan innflutning móts við það, sem þau hefðu getað fengið eftir þeim reglum, sem gilda í lýðfrjálsum löndum um allan heim“ o. s. frv. Vísir skýrði líka frá því áður en þjóðstjórnin var mynduð — sem og rétt mun vera — að Vörður, félag Sjálfstæðis- manna í Rvík (en þar er kaup- mannaliðið miklu ráðandi), hefði samþykkt ályk/tun þess efnis, að ekki skyldi gengið til sameiginlegrar stjórnarmyndun- ar nema því aðeins, að ráðherra frá Sjálfstæðisflokknum réði yfir viðskiptamálunum. Annars virðist afstaða „óró- legu deiidarinnar“ vera dálítið brosleg í öllu þessu máli. Vísir ámælir meirahluta Sjálfstæðis- flokksins fyrir það, að hafa getað „fellt sig við að ganga til stjórnarmyndunar“ án þess að fá viðskiptamálin. En raunar verð- ur ekki betur séð en að órólga deildin hafi líka „fellt sig við að ganga til stjórnarmyndunar" á þennan hátt, þar sem hún hefir lagt til mann í ráðuneytið og síðan greitt atkvæði með stjórn- inni, þó ekki sé nema „til bráða- birgða“. Það sýnist því ekki mikill munur á því, sem meiri- og minnihlutinn gátu „fellt sig við“ í þessu efni. En „órólegu deildina" virðist skorta mann- dóm til að gera sér grein fyrir, hvað hún hafi „fellt sig við“, en þvær í þess stað hendur sínar á kostnað meirahlutans, sem tekur á sig ábyrgð gerða sinna. *) Það hefir verið tilkynnt, að Árni frá Múla sé nú farinn frá Morgun- blaðinur en hafi í þess stað verið ráðinn til að skrifa ritstjórnargreinar Vísis. Hugleiðingar FRAMHALD klæða landið og legði fram lið- sinni sitt, bæði til þess að hlynna að þeim skógarleifum, sem til eru, og ynni jafnframt að því að græða nýja skóga í þeim héruð- um, sem nú eTu gjöreydd að skógi. Samfara því að hið opin- bera gerði allt, sem í þess valdi stæði, til þess að rétta hag skóg- anna, verða bæði einstaklingar og félög að vinna að sama marki, því það er kunnara en frá þurfi að segja, að opinberar fram- kvæmdir ná venjulega skammt, ef almenningur fylgir þeim ekki af alhug. Jón getur þess einnig, að lögin um friðun skóga séu eingöngu pappírslög, og því miður er það satt að miklu leyti. Lög þau, sem nú gilda eru mjög gölluð og standa að sumu leyti að baki þeim skógarlögum er giltu hér á landi frá 1909 til 1928. En í þessu sambandi þykir mér vænt um að geta skýrt frá því, að fyrri hluta þessa vetrar hefir verið kappsamlega unnið að því að semja frumvarp að nýjum og betri lögum um meðferð skóga og skógarleifa. Og ef það frum- varp öðlast staðfestingu án þess að breytast mjög í meðferð þings, er efalaust um stórfellda framför að ræða. Mér er óhætt að fullyrða, að flestar tillögur Jóns viðvíkjandi skógrækt fínn- ist í frumvarpi þessu, en auk um skógrækt þess er þar gert ráð fyrir ýmsu, sem ekki kom fram í tillögum hans. Þar á meðal er heimild til þess að aflétta ítökum í skóg- um, þar sem þess virðist þörf. En þótt frumvarp þetta verði að lögum er ekki allt fengið meö því. Eftirlit með að þeim sé framfylgt er jafn nauðsynlegt og lögin sjálf. Lög þau, sem nú eru í gildi, mætti notast við að nokkru leyti, ef nokkur kostur væri að sjá um að þeim væri framfylgt. Til þessa höfum við ekki getað litið nógu vel eftir skógarhöggi manna og leiðbeint mönnum, bæði af því að skóg- ræktin er fáliðuð og eins af því, að skógræktin hefir ekki haft fé til að leggja í þann kostnað, sem af nauðsynlegu eftirliti leiðir. í grein sinni hefir Jón alveg gengið fram hjá ræktun nýrra skóga af ásettu ráði, enda er ekki hægt að koma öllu fyrir í stuttri blaðagrein. Ég mun held- ur ekki gera það að umtalsefni hér, en ég hlýt samt að minnast á, hversu mikill fengur það væri, ef kleift væri að fá önnur tré en björkina til þess að þroskast hér og mynda skóg. Og einkum væri fengur að því, ef barrtré gætu náð góðum vexti. Barrtré eru að vísu ekki jafn verðmæt og lauf- tré þegar miðað er við þunga eða rúmrnál, en hinsvegar eru þau langtum notádrýgri að öllu leyti. Viður þeirra er notaður á langtum fleiri vegu. Vaxtarlag barrtrjánna er með þeim hætti, að viður þeirra notast langtum betur en viður lauftrjáa og vöxt- ur þeirra er yfirleitt langtum hraðari, og af þessum ástæðum er oftast langtum meiri hagur að því að rækta barrskóga held- ur en laufskóga. Þær tilraunir, sem hér hafa verið gerðar til þess að rækta barrviði, hafa alls ekki gefið góða raun. Það er ekki ástæða til þess að rekja hér af hverju svo hefir til tekist. Er nóg að benda á, að allar þær barrtrjár- tegundir, er reyndar hafa verið hér til þessa, eiga uppruna sinn að rekja til staða, sem hafa all- miklu hlýrri sumur og lengri vaxtartíma en hér gerist. En fyrsta skilyrðið til þess að vænta megi árangurs af flutningi trjá- tegunda hingað til lands er, að sumarhiti og lengd vaxtartím- ans sé sem svipaðast á þeim slóðum, sem flytja á frá og til. Því miður eru ekki margir staðir, sem bæði ala barrskóga og hafa svipað loftslag og ís- land. Þó virðist mér svo sem loftslag og þá einkum sumarhiti á miðri suðurströnd Alaska sé mjög líkt og hér er. Til þess að skýra þetta betur set ég hér yfir- lit yfir meðalhita nokkurra staða í Alaska og á íslandi mán- uðina júní, júlí, ágúst og sept- ember. (Tölurnar frá íslandi eru meðaltöl síðustu 13—15 ára). Meðalhiti á C. 0 Meðalt. Júni Júll Ág. Sept. mán. Rvík ...... 9,7 11,5 10,9 7,9 10,0 Akureyri ... 9,7 12,1 8,2 7,4 9,3 Eyrarbakki . 10,3 11,9 11,0 7,9 10,3 leið og t. d. um Holtavörðuheiði og yrði hann líklega fær jafn- langan tíma á árinu eins og vegurinn á Holtavörðuheiði. Á mynd hér í blaðinu er sýnt hvernig leiðin skuli liggja í fyrstu, en síðar, þegar nýr veg- ur verður lagður, er líklegt að ýmsar breytingar verði gerðar á legu hans. Þær sveitir, sem mest hagræði hafa af þessum vegi, verða upp- sveitir Borgarfjarðar, og svo að segja allt Suðurlandsundirlend- ið. Auk þess er það mjög mikill hagur fyrir alla landsmenn að stytta þannig Norðurlandsleið- ina og gera hana öruggari en nú er. Uppsveitir Borgarfjarðar eru mjög fagrar sveitir með marg- víslegum möguleikum. Með þessum vegi, þó hann verði að- eins fær 3—4 mánuði að sumr- inu, breytist að ýmsu leyti til batnaðar öll aðstaða bænda í þessum sveitum. Fyrst og fremst verða mikið auðveldari og meiri samgöngur við höfuðstaðinn og Suðurlandsundirlendið. Liklegt er að þangað verði ferðamanna- straumur miklu meiri en nú er. Þar er víða feikna mikið af heitu vatni og auðveld aðstaðatil ræktunar við hverahita og sund- laugabygginga. Hafa sundlaugar nú verið byggðar á mörgum stöðum þar. Hugsa Lundar- reykdælir til að byggja eina slíka sundlaug í sumar þar í dalnum, annað hvort í Braut- artungu eða Englandi, en á báðum þeim stöðum er allmikið heitt vatn. Vafalaust opnast miklir möguleikar fyrir ferða- mannastraum, t. d. í sveit eins og Lundarreykjadal, sem hingað til hefir verið talin nokkuð af- skekkt sveit, við það að fá gott vegasamband. Af því sem að framan er sagt, tel ég mikla nauðsyn á því að ríkisstjórnin láti gera Uxa- hryggjaveg færan bifreiðum þegar á þessu sumri og að síðar sé gerður undirbúningur að full- komnu vegasambandi milli Þingvalla og Lundarreykj adals til þess að stytta og gera örugg- ari aðallandleiðina milli Suður- og Norðurlands. Sigurður Jónasson. Rítstjörí Vísís dæmd- ux fyrír meiðyrðí í fyrravetur, seint í marz, hafði Friðarvinafélagið útvarps- kvöld, með ræðum, upplestri og músik. Eftir þetta útvarpskvöld hóf dagblaðið Vísir heiftarlegar árásir á félagið og fór um það svívirðilegum orðum, og þá menn, sem að félaginu standa. í haust hélt blaðið svo áfram að bera óhróður og ósannindi á fé- Sunrise .. . 9,9 11,9 10,9 6,5 9,8 Seaward . . 10,4 13,1 12,2 9,2 11,2 Kenai ... . 9,8 12,0 12,1 7,8 10,4 Valdez ... . 10,6 12,0 10,7 7,7 10,2 Yakutat . . 10,0 11,5 11,4 8,9 10,4 Af þeim stöðum, sem nefndir voru þarna, er Sunrise nálægt norðurtakmörkum sitkagrenis- ins og annara barrtrjátegundar, sem ekkert nafn er til á á ís- lenzku. Á öllum þessum stöðum eru talsverðir og sumstaðar miklir barrskógar, en auk þeirra eru þar ýms lauftré, svo sem ösp og björk. Meðal lauftrjánna er og lítið eplatré með súrum og litlum ávöxtum, en engu að síð- ur væri mjög gaman að reyna þá trjátegund hér. Því miður er mjög erfitt að afla fræs frá þeim slóðum, sem ég hefi nú talið upp. Þótt ég hafi lagt mig í framkróka til þess undanfarin ár, hefir árang- urinn orðið næsta lítill. Ofur- lítið af fræi hefir þó komizt til mín, en langtum minna en skyldi. Ennfremur höfum við fengið nokkuð af sitkagreni frá Noregi, sem ættað er frá Kenai, og vænti ég mér mikils af því. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að þær plöntur eru hvorki til sölu né gjafar. Það hlýtur að vera eitt aðal verkefni skóg- ræktarinnar á næstu árum að reyna að afla trjáfræs frá þess- um stöðvum og öðrum með svip- uðum hitaskilyrðum til þess að auka möguleika skógræktarinn- ar hér í framtiðinni. Þegar gróðursetja á hina nýju borgaTa í gróðurríki íslands verður að velja heppilegustu staðina fyrir þá. En þeir hljóta 48. Mað Tómas Jónasson kaupSélag’Sstjóri Hofsósi (Kveðja frá Þórði H. Frið- bjarnarsyni frá Miðhóli.) Hrunið finnst mér vígi við höfðingjans fall. Berst með stormi stuna. Horfinn er þar skjöldur, sem hlífði bezt ungum manni og öldnum. Hugur minn er hniginn til heimkynnis þíns. — Forsjárlaus er f jörður. — Kjörið hafa dísir þar konungshlut. Vegferð skemmri en virðing. Enga veit ég gýgi, sem gréti ei hvarf hins bezta Baldurs. Engan, sem að bæri’ ei blómin sín á þína götu gengna. Lykur heljarhúm um hugi barna. Þjáist móðir þreytt. Bera vildi eg mega að bróðurhluta, söknuð þeirra og sorgir. Harmbót veit eg gefna húsfreyju þinni, minning ágæts manns. Lögmál gildir enn, að líkn fylgi þraut, vordögg hverjum vetri. Mörgum finnst við ógn auðnartómsins lokið ljósum draumi. Fleiri þó við sólfall sælla vona bindast björtum degi. Enginn skyldi deila við dómara sinn. — Hann einn ræður réttast — Drottinn, sem að gefur þeim dánu ró. Hinum líkn, er lifa. Fríða. lagið og stefndi það þá ritstjóra Vísis fyrir þessi ummæli og krafðist að þau væru dæmd dauð og ómerk. Féll dómur í máli þessu íyrir skömmu á þá leið að öll þessi ummæli, sem Kristjáni Guðlaugssyni var stefnt fyrir, voru dæmd dauð og ómerk og hann dæmdur til þess að greiða kr. 75.00 í sekt og 50 krónur í málskostnað. Skrifstofa Framsóknarflokksins i Reykjavík er á Lindargötu 1 D Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 1 D. að vera í hinu gamla skóglendi, þar sem skjóls og forsælu nýtur af gömlum stofnum. Það væri í alla staði óheppilegra að gróður- setja trén á bersvæði, því að bæði er jarðvegur þar ófrjórri og í alla staði óhentugri ung- viði heldur en i skóglendi og svo vantar skjólið, sem er hinu veik- byggða ungviði fyrir mestu. Ástæðan til þess, að ég hefi dregið þessa hlið skógræktar- málanna fram, er sú, að ég er sannfærður um að á þessu sviði eru ótakmarkaðir framtíðar- möguleikar fyrir íslenzka skóg- rækt. í mínum augum er það tvennt einna mest um vert, að fá barrtré til þess að dafna hér og bæta hinn íslenzka birki- stofn með kynbótum og úrvali á því, sem til er í landinu. Þá læt ég útrætt um hugleið- ingar mínar í sambandi við grein Jóns frá Ystafelli og vík þá nokkrum orðum að aðalinni- haldi greinar Jóhanns sýslu- manns Skaptasonar. En það var um hvernig mætti afla nægilegs fjármagns til þess að aulca hér skógrækt til muna. Tillaga hans var að hækka erfðafjárskattinn um helming, og verja þeim tekj- um, er þannig fengjust, til þess að rækta skóga. Þessi hugmynd er út af fyrir sig góð, en erfða- fjárskatturinn hefir á undan- förnum árum ekki numið nema um 50—60 þúsund krónum. Og þar sem ekki er ástæða til að ætla, að upphæð þessi fari ört hækkandi, yrði fé þetta langt of lítið til framtíðarstarfsemi skóg- ræktarinnar hér á landi, svo framarlega, sem ekki kæmi við-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.