Tíminn - 27.04.1939, Síða 3

Tíminn - 27.04.1939, Síða 3
48. blað TÍMIViV, fiiiimtncla»iiiii 27. apríl 1939 191 A N IV A L L Dánardægur. Hin sögufræga sveit, Laxár- dalur í Dalasýslu, hefir á síð- astliðnu misseri goldið afhroð mikið og venjulegt í fámennu héraði, þar sem á þeim tíma hafa fallið í valinn fimm bænd- ur og ein húsfreyja, allt fólk á manndóms- og athafnaskeiði, vinsælt og vel metið. Er að þeim öllum mikil eftirsjá og blóðtaka hinni litlu sveit. Ingiríðar H. Hansdóttur á Hróðnýjarstöðum hefir áður verið getið hér í blaðinu og að makleikum rómuð hin óvenju glaða og prúða framkoma henn- ar, sem átti svo mikinn þátt í að móta heimilislífið á bæ hennar, er talin var fyrirmynd. Skúli Eyjólfsson bóndi á Gillastöðum andaðist af afleið- ingum heilablæðingar, er dró hann til bana á skömmum tíma. Hann var fæddur og uppalinn að Gillastöðum og bjó þar allan sinn aldur, oftast stóru búi. Hafa nú synir hans tveir tekið við búrekstri á föðurleifð sinni. Skúli var atorkumaður, gest- risinn með afbrigðum, glað- lyndur og ósérplæginn og vildi hvers manns vandræði leysa. Björn Magnússon bóndi á Þorbergsstöðum féll af reiðhjóli út af hárri brú niður í stórgrýt- isurð og hlaut af því stórmeiðsl og beinbrot, sem drógu hann til dauða litlu síðar. Hann var dugnaðarmaður og kappsamur, mjö'g verklaginn og glaður í lund. Hann lætur eftir sig margt barna, flest uppkomin. Daníel Jóhannesson bóndi í Þrándarkoti lézt á Landsspítal- anum eftir nýafstaðinn upp- skurð og var krabbamein í maga dánarorsökin. Hann var dugleg- ur og fylginn sér og drengur góður. Hann var giftur maður en barnlaus. Hjörtur Jensson bóndi í Hjarðarholti andaðist einnig úr krabbameini. Hann fluttist fyr- ir átta árum að Hjarðarholti frá Bjarnastöðum í Saurbæ, ásamt konu sinni og mörgum börnum, sem nú eru öll uppkomin. —- Hjörtur var hinn mætasti mað- ur, hægur og fáskiptinn jafnan, en glaður og reifur í vinahóp. •Hann var smiður góður. Daði Halldórsson bóndi á Dönustöðum lézt síðastur ofan- talinna manna úr meini inn- vortis. Hann bjó um langt skeið að Dönustöðum mesta myndar- búi. Hann var hjálpsamur og gestrisinn, spaugsamur og fynd- inn, en fastur fyrir, er því var að skipta. Bókamaður var hann mikill og greindur vel. ÍÞRÓTTIR Víðavangshlaupið. Víðavangshlaupið fór fram eins og venjulega á sumardag- inn fyrsta að viðstöddu miklu fjölmenni. Hlaupin var önnur leið en að undanförnu, og var henni þannig háttað, að byrjað var og endað á steinlögðum göt- um, en allur miðkaflinn var ýmist troðningar eða vegleysur, — blaut og þýfð mýri. 17 menn frá 4 félögum tóku þátt í hlaupinu, þar af 3 frá Glímufélaginu Ármanni, 3 frá íþróttafélagi Reykjavíkur, 3 frá íþróttafélagi Kjósarsýslu, 3 frá Ungmennafélaginu Stjörnunni í Dalasýslu og 5 frá K. R. Úrslit hlaupsins urðu þau, að K. R. bar sigur úr býtum, átti 1., 3. og 9. mann og fékk 13 stig, annað varð U. S., átti 2., 7. og 8. mann og fékk 17 stig, þriðja varð Ármann, átti 5., 6. og 15. mann og fékk 26 stig. í. K. varð fjórða, átti 4., 11. og 14. mann og fékk 26 stig. í. R. fékk ekki nema 2 menn að marki og fékk því ekk- ert stig, því að þetta er ekki ein- staklingskeppni, heldur er keppt í þriggja manna sveitum. Fyrstur að marki varð Sverrir Jóhannesson, K. R., á 13 mín. 45,8 sek., annar Haraldur Þórð- arson, U. S., 13 mín. 52 sek. og þriðji Indriði Jónsson K. R., 13 mín. 59 sek. Sverrir tók strax forustuna og hélt henni svo að segja óslit- ið alla leið. Þeir Sigurgeir Ár- sælsson úr Ármanni og Harald- ur Þórðarson U. S. ætluðu að fylgja honum, en reyndist það brátt ofurefli, því að áður en 1 km. hafði verið hlaupinn, hafði Sverrir slitið þá af sér, og höfðu þeir ekki meira af honum að segja, nema á mýrarkaflanum. Þar missti Sverrir af sér skóinn og tafðist nokkuð vegna þess. Komust þeir Sigurgeir og Har- aldur þá fram fyrir Sverri, en hann tók þá óðara aftur og hélt síðan forustunni alla leið í mark. Þegar úr mýrinni kom, fór Indriði, sem hingað til hafði verið fjórði, að vinna á, og komst i skörpum spretti fram úr Sig- urgeiri, en náði ekki Haraldi. Varð hann því þriðji. Indriði er mjög efnilegur hlaupari. Hann keppti í víðavangshlaupinu í fyrra og varð þá sextándi. Er þvi hér um mikla framför að ræða. Indriði er aðeins 19 ára. Sverrir hefir nú verið sigur- vegari í víðavangshlaupinu í 4 ár í röð, og hefir engum tekizt þaö áður. Þetta stafar þó ekki af því, að samkeppnin sé nú minni en áður, — hún er þvert á móti alltaf að verða harðari og harðari, — heldur er Sverrir alltaf að ná betri og betri tíma. bótarfjárveiting við þetta eftir þörfum. Og mér er spurn, er nokkur ástæða til að leggja nýja skatta á til þess að afla fjár til skógræktar? Má ekki draga úr kostnaði á öðrum og síður nauð- synlegum útgjaldaliðum. Ég vissi ekki betur en að Alþingi sam- þykkti fyrir nokkrum árum 200 þúsund króna árlega fjárveit- ingu til nýbýla án þess að telja það eftir. Ég tel slíka fjárveit- ingu ekki eftir, ef raunin verð- ur sú, að henni sé heppilega ráð- stafað. En mér verður á að hugsa, hvort ekki hefði verið betra að veita álíka upphæS til skógræktar á ári hverju. Og þá liggur nærri að virða fyrir sér á hvern hátt nýbýlamöguleik- arnir urðu til á Jótlandsheið- um. Józku heiðarnar byggjast þá fyrst er skógræktin hefst. Með skógræktinni sköpuðust at- vinnumöguleikar á heiðunum. Fyrst og fremst nutu hinir fá- tæku einyrkjar heiðanna góðs af þeirri vinnu, sem þeim bauðst haust og vor. Með iðni og spar- semi gátu þeir aukið ræktun sína og bætt við sig búfé, því að áður en þessi starfsemi hófst voru peningar sjaldséðir á þess- um slóðum. í skjóli limgarða og trjálunda dafnaði akuryrkjan og ræktunin var fjölbreyttari. Eftir því, sem atvinnan óx og lífsbjargirnar urðu fleiri, fjölg- aði fólki á heiðunum og stór- kostlegt landnám hófst í héruð- um, sem menn um margar aldir höfðu talið óræktanleg og lítt byggileg. Heiðarnar byggðust fyrst og fremst sakir lífrænnar starfsemi, sem komið var á fót fyrir fórnfýsi og ættjarðarást þeirra, sem bjuggu við betri lífs- kjör en heiðabændurnir og með aðstoð hins opinbera. Það er ekki ætlun mín að við getum þrætt hinar sömu brautir og Danir í skógræktarmálum að öllu leyti.enþað getur verið mjög lærdómsríkt að kynna sér, hvað aðrar þjóðir hafa gert til þess að byggja og bæta lönd sín. Og þess vegna mættum við líka líta til Norðmanna og at- huga með hvaða móti þeir afla fjár til aukinnar skógræktar. Skógræktarfélagið norska hefir um langt skeið haft helming af ágóða ríkishappdrættisins, er nemur geysimiklu á hverju ári, og því fé hefir öllu verið varið til græðslu skóga ásamt mikl- um öðrum fjármunum, sem það félag hefir yfir að ráða. Við ætt- um auðvelt með að feta í fót- spor Norðmanna þegar happ- drættiö hér losnar, er einka- leyfistími háskólans er útrunn- inn. Það er örugg vissa min, að ef hægt væri að verja nokkrum hundruðum þúsunda á ári hverju til skógræktar og hvers- konar landvinningastarfa í blómlegustu byggðum landsins, hlýtur ekki eingöngu flótti fólksins úr þeim sveitum að stöðvast með öllu, heldur munu og sveitirnar geta framfleytt langtum fleira fólki en áður. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að menn flytja sig ávallt þangað, sem bjargarmöguleikar eru fyrir. Og það er ekki kleift að stöðva fólksflutninga til lengdar með styrkjum og lán- Brunabótagjöld af húsum í Reykjavík Gjaldfrestur brunabótagjalda er útrunninn um n.k. mánaðamót. Eftir þann tíma hafa gjöldin lögtaksrétt og ber enn- fremur að greiða af þeim dráttarvexti. Þó verða þeir, sem greiða gjöld sína 1. eða 2. maí, eigi krafðir um dráttarvexti. Skrifstofan, Laugavegi 3, opin kl. 10—12 f. h. 1. maí, en á venjulegum tíma 2. maí. Sjóvátryqqi^Blag íslands? Brimadeild. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. Tími hans í fyrra var sá bezti, sem þá hafði fengizt í víða- vangshlaupinu miðað við vega- lengd, en tími hans nú mun vera betri, þar sem þessi leið er lengri og engu síður erfið. Keppendur Stjörnunnar stóðu sig mjög vel og sýndu lofsverð- an áhuga að koma langa leið utan af landi til að keppa hér. Er slíkt til fyrirmyndar. Hlaupið ’ fór fram að þessu sinni kl. 11, en ekki kl. 2 eins og áður hefir verið, og mun sú breyting hafa valdið því, að eigi var útvarpað lýsingu af keppn- inni, og var það illa farið. Von- andi verður hægt að haga svo til eftirleiðis, að unnt verði að út- varpa lýsingu af hlaupinu. Fólk víðsvegar um land hefir mikinn áhuga fyrir víðavangshlaupinu, og útvarp frá því verður áreið- anlega til þess að auka áhuga manna fyrir íþróttum. X. um, heldur verður að bæta af- komumöguleikana á hverjum stað, og í sveitum landsins verða þeir möguleikar ekki bættir á annan hátt en með ræktun og uppgraeðslu landsins. Ég mun síðar sýna fram á, að búskapar- lag okkar er nú með þeim hætti, að mikil breyting þarf að verða á því, ef búskapur okkar á aö blessast í framtíðinni, en það yrði alltof langt mál í þessa grein. Og þá mun ég sýna fram á, að bæði aukin skógrækt og uppgræðsla örfoka lands, er eitt af fyrstu skilyrðunum til þess að gera landið byggilegra. Grein Eysteins Jónssonar fjármálaráðherra fjallaði um skógrækt, sem atvinnuveg og fjárhagsmál. Við grein hans hefi ég litlu að bæta að sinni. En ég vil vekja athygli manna á því, að enda þótt skógar okkar séu bæði lágvaxnir og kræklóttir, má nota þá til ýmsra hluta, er tímar líða. Nýlega las ég ítarlega grein um skógana í Alaska, sem eru víðast hvar bæði víðlendir og miklir. En uppi til fjalla og langt inni í landi eru þeir mjög kræklóttir og standa víða að baki okkar betri skógum. En í greininni var vakin athygli á því, að áður en langt um liði mætti búast við að kjarrið og hinir kræklóttu skógar mundu vaxa mjög að verðmæti, þar eð hægt væri að breyta viðnum í margskonar efni á ódýran hátt og skortur á viði færi að verða tilfinnanlegur. í Þýzkalandi er viður nú kom- inn í það verð, að reynt er á all- an hátt að draga úr notkun hans til eldiviðar, og þess er mjög vel gætt, að sem minnst af honum fari til ónýtis. Þjóðverjar eru komnir manna lengst í þá átt, að vinna ýmsar verðmætar vör- ur úr viði, og ef til ófriðar kem- ur, verða skógarnir bezta hrá- efnalind þeirra. Þaðan fá þeir gervibaðmull, sem stendur lítið að baki venjulegri baðmull, það- an fá þeir sútunarsýru til þess að súta með leðrið í skó her- mannanna, þaðan fá þeir efni í sprengjur, þaðan fá þeir við og viðarkol til þess að knýja á- fram bifreiðar, þaðan geta þeir fengið hið bezta flugvélabensín, þaðan fá þeir ágætan fóðurbæti handa svínum og búfé og margt annað, sem of langt væri upp að telja. Þótt skógar okkar ís- lendinga geti aldrei jafnast á við skóga suðlægari landa, hvað fjölbreytni viðartegunda snert- ir, er þó víst, að skógar og kjarr hér á lándi getur eftir nokkra áratugi orðið mjög verðmæt hráefnalind, sem betra er að eiga heldur en að vera án. Fyrir skömmu kom til mála að vinna hér þilborð svipuð hinu alkunna „masnoite“, er flestir kannast við. Þessi þilborð átti að vinna úr reiðingi, og hefir mér helzt skilist að reiðingsins ætti að afla í hólmunum í Eyja- fjarðará. Það má vel vera, að reiðingur sé ágætt hráefni til þess að vinna slík þilborð úr. En gæti ekki hugsast, að mikil reiðingsrista samfara mikilli framleiðslu þilborða gæti haft töluverðar landskemdir í för með sér. Væri ekki nær að afla hráefnis með því að rækta skóg, og skyldi viður ekki vera heppi- legra hráefni til þessara fram- leiðslu heldur en reiðingur. Það þyrfti ekki marga þúsund hekt- ara skóglendis til þess að gefa af sér nægilegt hráefni til þess að framleiða þilborð handa öllu landinu, ef skógurinn hefði náð álíka þroska og Vaglaskógur við 30 ára friðun. í Fnjóskadal ein- um væri hægt að rækta 1500 til 2000 hektara skóga á næstu 30 árum, ef allt skóglendi dalsins væri girt og friðað. 2000 hektar- ar skógar gefa árlega af sér 2000 teningsmetra af viði, og mér er nær að halda, að úr 2000 ten- ingsmetrum viðar mætti vinna meira af þilborðum heldur en not eru hér fyrir. Þessu dæmi er aðeins varpað hér fram til þess að menn geti farið að hugsa um, hvort ekki væri vænlegra að fara vel með kjarr og skóga í því trausti að komandi kynslóð gæti haft meiri nytjar af því en menn nú hafa með því að láta kýr og kindur spæna í sig vöxt hvers árs jafnhratt og hann verður tjl. Þá læt ég hér staðar numið með þessar hugleiðingar mínar. Þær hafa verið mjög á víð og dreif eins og innihald þeirra greina, sem rætt hefir verið um. Hafa greinarnar verið látnar ráða niðurröðun efnisins hér, og af þeim ástæðum hefir fram- setningin ekki verið eins góð og skyldi. En ég vona, að lesendur virði það á bezta veg. Hákon Bjarnason. Ttlkynnfng: um breytingn á ferðaáætlun á leiðiiuil Reyk j a ví k—llaf nar f j ör ður. Frá og með deginum í dag verður sú breyting á áætlun sérleyfisbílanna á leiðinni Reykjavík—Hafnar- fjörður, að í stað þess að aka á klst. fresti frá kl. 12 —24, verður ekið á 20 mín. fresti, þannig, að ekið verður á heilum tíma, 20 mín. eftir og 20 mín. fyrir heilan tíma frá báðum stöðum. Síðasta ferð frá burtfararstað verður kl. 0.30. Frá sama tíma verður sú breyting á leið vagnanna um Hafnarfjörð, að ekið verður upp Reykjavíkurveg, en niður Vesturbraut. Reykjavík, 25. apríl 1939. Sérleyfishafar á leiðinni Reykjavík—Hafnarfjörður. Norræna stúdentamótið í Oslo 23.-27. júní Ákveðin hefir verið þátttaka íslenzkra stúdenta í inóti þessu. Þeir, sem hefðu í hyggju að sækja mótið, geta fengið nánari upplýsingar hjá Axel Tulinius, stud. jur. (sími 3640), Magnúsi Már Lárussyni stud. theol., Stú- dentagarðinum, eða Thorolf Smith stud. jur. (sími 3320) og stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi 15. maí n. k. ITil auglýsenda. Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýsinga er í hlutfalli við þann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neytend- anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vörur sínar sem flestum, auglýsa þœr þess vegna í Tímanum. — 8 William McLeod Raine: — Haltu áfram, sagði hann spottandi, ef ég sleppi þér ekki, þá hvað? Hún brauzt um og tennur hennar námu við öxl hans. — Hættu þessu, sagði hann skipandi, eða ég geri út af við þig með svipunni minni. Slepptu mér, bleyðan þín, æpti hún í örvæntingu. — Við sjáum nú til. Hann hafði þegar íundið til magn- leysis, og það var eins og hann væri að svífa burtu. Hann beit saman tönnunum og barðist gegn þessu. Nú hafði það aftur yfirhöndina, honum fannst liann losna við jörðina og svífa út í geiminn. Höfuð hans hné niður og hann valt út af. Hún ýtti honum til hliðar, stóð upp og hljóp til hestsins. Hún gat ekki al- mennilega áttað sig á því hvað hefði bjargað henni, og henni stóð eiginlega á sama um það, hún var laus. Hún leit ekki við fyrr en hún var komin á bak, og þá aðeins til að sannfærast um að hann elti hana ekki. Hann lá þarna enn- þá í runnanum, andlitið vissi niður. Var hann dauður? Hafði kúlan, sem honum var send úr launsátrinu, hitt á svo veikan blett? Eða var það hnífsstungan? Það- var raunar gott, hvort heldur það væri kúlan eða hnífurinn, sem það var að þakka. Þegar Clem Oakland var frá, þá Flóttama6urinn jrá Texas 5 vissi að stafaði frá nálægri mannveru, en hljóðið var óheillavænlegt. Hanu heyrði skothvell og kúluþyt. Hann renndi sér úr hnakknum, leit í gegnum runn- ana, niður að læknum og hlustaöi. Ein- hver hljóp eftir brekkubrúninni, áreið- anlega á flótta. Nú skipti hann um hlutverk og elti, í stað þess að vera eltur. Hann brauzt í gegnum runnana og hljóp uþp brekkuna. Hann var staðráöinn í því að komast að því, ef mögulegt væri, hver hefði skotið á hann og hvers vegna. Byrjað var að skyggja, en þó kom hann auga á einhvern, sem hljóp eftir brún- inni, og í svo sem 50 metra fjarlægð stóð söðlaður hestur. Sér til mikillar undr- unar sá hann, að þetta var drengur, en ekki fullorðinn maður. Drengurinn rak tána í viðartág, hras- aði og féll, en stóð þó undir eins upp aftur. Þessi töf var þó nægileg til þess að hann tapaði kapphlaupinu, hann gat ekki komizt til hestsins og snerist þess vegna til varnar. Ferðamaðurinn sá blika á hnífsblað, en var ekki nógu fljótur að forðast lagið. Blaðið smaug inn í öxl hans og honum fannst sem straumur fara um sig. Hann greip með vinstri hendi um grannan handlegg, en með þeirri hægri þreif hann svipu frá belti sér og sló af

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.