Tíminn - 27.04.1939, Side 4

Tíminn - 27.04.1939, Side 4
192 TÍMM, fijnmtodagiim 27. apríl 1939 48. blað Eitt stœrsta verzlunarhúsið i London hefir undanfarið látið afhenda viðskiptamönnum sín- um auglýsingaspjald, sem þykír einstætt í sinní röð. Þar eru til- greind ummœli ýmsra helztu stjórnmálamanna Breta fyrr á öldum og eru þau sett fram á eftírfarandi hátt: „Allir höfðu þeir rangrt fyrir sér. William Pitt sagði: Við þekkj- um naumast til annars en hruns og örvœntingar. Wilberforce sagði í byrjun 18. aldar: Ég þori ekki að gifta míg. Framtlðin er svo ískyggileg. Grey lávarður sagði 1819, að „allt vœri á hraðri leið til ger- byltingar“. Hertoginn af Wellington sagði skömmu fyrir andlát sitt 1851: Ég þakka Guði fyrir, að hann lætur mig ekki lifa þá hörm- ungatíma, sem nú eru í vœndum. Disraeli sagði 1849: „Iðnaður, verzlun og landbúnaður eiga sér ekki lengur viðreisnar von — heimurínn er í kaldakoli. Shaftesbury lávarður sagði 1849: Ekkert getur bjargað enska heimsveldinu frá skips- broti. Við sigruðumst á erfiðleikun- um þá og við munum einnig gera það í þetta sinn. Engin ástœða til örvœntingar, góðir viðskipta- vinir!“ * * * Þegar Hitler flutti rœðu sína i Wilhelmshaven á dögunum, þar sem áheyrendur voru nálœgt 100 þús., stóð hann á bak við skothelt gler. Hafa ráðstafanir tU að vernda líf hans fyrir morð- tilraunum verið mjög auknar upp á síðkastið. * * * í einu fjölfarnasta hverfi New York gerðist það fyrir skömmu, að þrír glœpamenn frömdu ráns- tilraun í veitingahúsi einu. Lög- reglan stóð þá að verkinu og flúðí einn þeirra inn í ibúð til gamalla hjóna og bjóst þar til varnar. Reyndi lögreglan o.ð flœma hann þaðan með tára- gasbyssum og tóku um 90 lög- regluþjónar þátt í þeirri víchir- eign. Lét hann gömlu hjónin jafnan standa fyrir framan sig og ógnaði lógreglumönnunum með hlaðinni byssu, ef þeir œtl- uðu að gera tilraun til innrásar. Eftir að þessi leikur hafði staðið í tvœr klukkustundir, var prest- ur fenginn til að tala um fyrir honum og bar það þann árangur, að hann gaf sig lögreglunni á vald. Þóttu þetta svo fátíð enda- lok á viðureign milli lögreglu og glœpamanna, að amerísku blöð- in hafa helgað fáum atburðum meira rúm í seinni tíð. * * * Á forslðu seinasta heftis Vöku voru myndir af Ásgeirí Ásgeirs- syni, Jóni Pálmasyni og Jónasí Jónssyni. Jón Pálmason var í miðíð. í tilefni af því komst eft- irfarandi vísa á kreik á Alþingi: Þeir vaka allir yfir þjóðarhnossi, eins og hœfir landsins beztu sonum. Jón Pálmason er ímynd Krists á krossi, en hvor er iðrandi af rœningjonum? tJR BÆNUM Framsóknarfélögin í Reykjavík í Reykjavík halda sameiginlegan fund í Kaupþingssalnum í kvöld og hefst hann klukkan 8,30. Verður þar rœtt um stjómmálaástandið í land- inu og samvinnuheimili í Reykjavík, sjá auglýsingu í blaðinu í dag. Alþingi. Fundir stóðu yfir allan daginn í gær og fram á nótt. Seinast var til umræðu þingsályktunin um frestun þingsins og var hún samþykkt með 34 : 4 atkv. Nokkrir þingmenn voru fjarverandi. Þegar tillagan hafði verið samþykkt, var fundi slitið og kemur þingið ekki saman til fundar aftur fyrr en í haust. Hjónabönd. Þann 21. apríl voru gefin saman í hjónaband í dómkirkjunni í Reykja- vík Þuriður Jónsdóttir og Valdemar Sörensen og Guðrún Jónsdóttir og Grímur Grímsson. Brúðirnar eru báðar dætur Jóns Gunnlaugssonar frá Kiðja- bergi í Grímsnesi. Fjölmennið á fund Framsóknarfélaganna í kvöld. Leikfélag Reykjavíkur hefir í kvöld frumsýningu á sænskum gamanleik, sem heitir Tengdapabbi. Ármenningar halda skemmtifund í Oddfellowhús- inu í kvöld. Hefst kl. 9. Guðspekifélagið. Reykjavikurstúkan heldur fund ann- að kvöld, 28. þ. m., klukkan 9 síðdegis. Magnús Gíslason flytur erindi um listir. Gestir í bænum. Kristján Breiðdal bóndi á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi, Bjarni Magnús- son á Brekku á Hvalfjarðarströnd. Avarp norrænna verkfræðinga Síðastliðið sumar var haldið almennt norrænt verkfræðinga- mót í Oslo — Det 2net nor- diske Ingeniörmöte — í Osló 1938. Mótið var haldið 13.—15. júní. Þátttakendur voru um 1600, þar af 600 konur. Frá íslandi voru 9 þátttakendur. Á mótinu voru rædd ýms verk- fræðileg málefni og skiptust fundarmenn í 11 deildir eftir sérnámi og starfssviðum. Mótið fór hið bezta fram og var norskum verkfræðingum til sóma. Útdráttur úr fyrirlestxum og skýrslur um mótið hafa nú ver- ið birtar í einni heild, og er það allmikið rit. Þar með hefir Den Norske Ingeniörforening lokið störfum sínum við þetta mót og í tilefni af því ákveðið að birta á öllum Norðurlöndum eftirfarandi fundarályktun, sem gerð var á lokafundí mótsins: „Annað mót norrænna verk- fræðinga ályktar um leið og það lýkur störfum, að beina eindreg- ið þeim tilmælum til stjórnar- valda og til verkfræðilegra stofnana og iðnaðarfyrirtækja á Norðurlöndum, að styrkja og auka enn meira en verið hefir visindalegar rannsóknir á verk- fræðilegum sviðum til eflingar iðnaðar og þjóðhagslegra fram- fara á Norðurlöndum. Vér erum þess fullvissir, að samvinna i þessum málum muni íslandskvikmynd S. I. S. (Framh. af 1. síðu) kvikmyndar í skála okkar á heimssýningunni. Bauðst þá Sambandið til þess að gefa rík- inu afnot landbúnaðarþáttar í slíka mynd gegn þvi auðvitað að Sambandið ætti einkarétt að þessum þætti að heimssýning- unni lokinni. — En nú er mynd- in á leiðinni heim og verður bráðum endanlega gengið frá henni og hún skeytt saman í heildarmynd. — — En veldur það þá ekki baga- legum árekstri að Dam sjóliðs- höfuðsmaður hefir þegar að nokkru leyti farið inn á sama svið við kvikmyndatöku sína, auk þess, sem boðað hefir verið, að hann ætli að bæta í hana ýmsu, er einmitt snertir land- búnaðinn? — — Því miður getið þér rétt til um það og virðist þó að hjá því hefði auöveldlega mátt komast. Hefði það óneitanlega verið skemmtilegra, að Sambandinu, sem svo drengilega varð við, þegar til þess var leitað fyrir hönd ríkisins, hefði ekki verið að óþörfu sköpuð mjög tilfinn- anleg samkeppni, með því að hleypa erlendu myndatökufé- lagi, öflugu að fé og viðskipta- samböndum, hingað til sams- konar kvikmyndatöku og vitan- legt var, að Sambandið hafði þegar efnt til, og eyðileggja með því erlendan markað fyrir mynd þess. En hans hefði Sambandið sannarlega átt að fá að njóta fyi’ir stórhug sinn. Og verst er þó, ef tekin er til þess mynd, sem þeir hérlendir menn, er vit hafa á, geta ekki verið ánægðir með. — — Finnst yður þá lítið til um íslandsmynd Dam’s? — — Þér megið ekki misskilja mig í því sambandi. Ýmislegt er ljómandi fallegt i mynd hans, og alls óvíst, að erlendur maður gerði slíka kvikmynd betur úr i verða til gagnkvæmra hagsbóta og mikilsvarðandi fyrir framtíð Norðurlanda." í fulltrúaráði annars móts norrænna verkfræðinga: Aage W. Owe formaður í Den norske Ingeniörforening, forseti fulltrúaráðsins. K. Höjgaard formaður í Dansk Ingeniörforening. Fundarstj óri sameiginlegra funda. Jalmar Castrén formaður i Suomalaisten Teknikkojen Seura. Erik von Schantz formaður í Tekniska Föreningen í Finnlandi. F. R. Þorvaldsson formaður í Verkfræðingafélagi íslands. Sten Westerberg formaður í Svenska Teknologföreningen. Bjarne Bassöe skrifstofustj. mótsins. 6 William McLeod Raine: heift. Ólin vafðist um granna limi ung- lingsins, sem var í bláum samfesting. Hann reyndi af fremsta megni að losa sig, og sparkaði í örvæntingu í fótleggi mótstöðumannsins. Svipuhöggin dundu á grönnum líkamanum og ollu ógurleg- um sársauka. Það var ómögulegt að losa takið um handlegginn. Maðurinn með svipuna hlustaði á stunur fórnardýrsins og sá það titra af ótta, en viknaði ekki hót. En þegar stoltið og hugrekkið yfirgaf þenna granna mót- stöðumann hans og hann rak upp sker- andi óp, þá hætti svipumaðurinn sam- stundis. Hann hrökk við, sleppti takinu og gekk skref aftur á bak. Þetta kvalaóp sagði honum, að hann hefði verið að berja kvenmann. Hann starði hissa á hana. Hún greip andann á lofti. En hún var ennþá hin ótrauða skjaldmey, og þótt útlit hennar lýsti óumræðilegum sárs- auka, þá lýsti augnatillitið reiði, hatri og jafnvel ögrun. Augun í litlu, af- skræmdu andlitinu, skutu eldingum. Hver skrattinn, varð manninum að orði. Hún reyndi að nota sér undrun hans og þaut í áttina til hestsins, en maðurinn var henni of viðbragðsfljótur. Þegar hún var að stökkva í hnakkinn, þreif hann í hana og dróg hana niður aftur. Hún Flóttamaðurinn frá Texas 7 kastaði sér á hann og reyndi að bregða honum. Hún kom fætinum fyrir fætur hans, en var ekki nógu sterk til að fella hann. Sporinn á öðru stígvéli hans fest- ist á viðartág, svo þau féllu bæöi. Hann varð undir, en honum veittiát létt að bylta henni, þvi að hann var svo miklu sterkari. Áður en hann gat gripið um handleggi hennar, hafði hún barið hnef- anum aftur og aftur í tvísærða öxl hans. — Bölvaður villikötturinn þinn, æpti hann. Hún reyndi að losa sig eftir fremsta megni, en hann lét kné fylgja kviði. Hon- um fanst hann vera að berjast við villi- dýr. Allt í einu hætti hún að brjótast um. — Slepptu mér, sagði hún skipandi röddu. Ekki fyrr en þú segir mér, hvers vegna þú skauzt á mig og stakkst mig með hnífnum, svaraði hann. — Slepptu mér, sagði hún aftur, og þó röddin væri skipandi, þá heyrðist honum hún titra af ótta. Þú ættir að sleppa mér, annars.... Hún þagnaði allt í einu, og hann braut heilann um, hvað hún hefði ætlað að segja. Það gat verið, að í hinum ótöluðu orðum væri að finna skýringu þess, að hún hafði ætlað að drepa hann. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR „Tengdapabbí" Sænskur gamanleikur í 4 þátt- um eftir Gustaf Geijerstam. Frumsýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. 'GAMLA BÍÓ* Saklausa skrif- stofustiilkan (Easy Living) Afar fjörug og bráð- skemmtileg amerísk gam- anmynd, eftir VERA CASPARY Aðalhlutv. leika: hin fagra og fjöruga JEAN ARTHUR og RAY MILLAND. Aukamynd: TALMYNDAFRÉTTIR. ■NÝJA BÍÓ * Amerísk skyndifrægð (Nothing Sacred) Amerísk skemmtimynd frá United Artists, þar sem ó- spart er dregið dár að því hvernig máttur auglýsing- anna getur á svipstundu gert menn að nokkurskon- ar þjóðarhetjum í Ame- ríku. Aðalhlutv. leika: CAROLE LOMBARD og FREDRIC MARCH. Aukamynd Mickey í sumarfríi Mickey Mouse teiknimynd. HAIVGIM J0T er meðal þjóðrétta íslendinga. En það á ekki saman nema nafnið. Lélegt hangikjöt er illur matur og óhollur, á sama hátt og gott hangikjöt er eitthvert mesta sælgæti, er getur. Enginn ágreiningur er lengur um, að hangikjöt það, er vér höf- um á boðstólum, sé betur verkað og vænna en nokkurt annað hangikjöt, sem hér fæst. Það gengur undir nafninu Hólsf jallaliaiagikjöt og fæst árið um kring í öllum vandlátustu verzlunum í Reykja- vík og nágrenni. Samband ísl. samvinnuiélag'a Síml 1989. garði en hann. En þarna hefir verið að þarflausu stofnað til leiðinlegrar samkeppni við Sam- bandið, undir þeim atvikum, að það átti allt annað skilið. í öðru lagi verður ekki séð af því ýtar- lega viðtali við hr. Dam, sem birtist í einu dagblaðanna, né öðru, sem um mynd hans hefir verið skrifað, að hún verði eign íslands né því til ráðstöfunar á nokkurn hátt, heldur í höndum erlendra manna. En slíkt er í rauninni óhafandi. Og í þriðja lagi er ekki hægt að neita því að myndin ber víða vott um megn- an ókunnugleika. En auðvitað er þar ekki Dam sjóliðshöfuðs- manni séfttaklega um að kenna. Hann hefir allt þetta í góðu skyni gert og er kunnáttumaður um myndatöku. En þgð er áður sýnt, sem hér hefir enn komið í ljós, að það er ekkert vit í því að ætlast til þess af útlendingum, hversu færir sem þeir kunna að vera við myndatöku, í sjálfu sér, að þeir geri kvikmynd, svo að líkur séu til að við megum fylli- lega við una, að sýnd sé sem kynningarmynd af atvinnulífi okkar og menningu. Við verðum sjálfir að takast á hendur ná- kvæma yfirumsjón með þessum störfum, enda ættum við betur að vera til þess færir en nokkrir erlendir menn. Og það á, meira að segja, ekki eftirlitslaust að hleypa nokkrum útlendingi með kvikmyndavél hér á land. Tilkynning frá bókaútgáfu S. U. F. Þeir umboðsmenn bókaútgáfu Sambands ungra Framsóknar- manna, sem enn hafa ekki gert skil, eru vinsamlega beðnir að gera það hið allra fyrsta, með- fram með hliðsjón af því, að verið er að ganga frá reikning- um útgáfunnar. Leiðrétting. Pétur á Oddsstöðum er Siggeirsson, en ekki Sigurgeirsson, eins og mis- prentazt hefir í síðasta blaði. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu) Hellulandi samþykkt tillaga þess efnis, að skora á Búnaðarsamband Skagfirð- inga, að láta rækta og geyma kartöfl- ur til útsáðssölu. Á viðavangi. (Framh. af 1. siðu) hafa sparnað og gætilega fjár- málastjórn og Skúli Guðmunds- son sagði, að hinn nýi fjármála- ráðherra mætti vara sig á því, ef hann teldi ekkert athugavert við fjárveitingar eða ábyrgðir, ef þær væru 50 þús. kr. eða minni. Verður þetta tæplega talið vel byrjað hjá hinum nýja fjármálaráðherra og má geta þess að Ólafur Thors tók gagn- stæða afstöðu. Framsóknarfélögin í Reykjavík. Namefgilegiir fiimlur í Kaupþingssalnum I kvöld kl. 8.39. FUNDAREFNI: 1. STJÓRNMÁLIN. Þessir menn flytja stuttar inngangsræður: Jónas Jónsson, Hermann Jónasson, Þórarinn Þórarinsson, Kjartan Guðjónsson, Skúli Guðmundsson, Eysteinn Jónsson. Síðan frjálsar umræður. 2. SAMVINNUMANNA HEIMILI í HÖFUÐSTAÐNUM. Frum- mælandi Vigfús Guðmundsson. 3. ÖNNUR MAL. Mmtið stundvíslega! Stjórnir félaganna. SKIPAUTCERÐ Súðin austur um til Sigluf jarðar iaug- ardag 29. þ. m. ki. 9 s. d. Flutningi sé skilaff fyrir há- degi á morgun. Pantaffir farsefflar óskast einnig sóttir ekki síðar en á morgun. - Kaup og sala - Ullarefni og silki, (margar tegundir), BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. Fréttabréf til Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. Nú hlakka ég til aff fá kaffi- sopa meff Freyjukaffibætis- dufti, því þá veit ég aff kaff- ið hressir mig Hafiff þér athugað þaff, að Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.