Tíminn - 06.05.1939, Page 1

Tíminn - 06.05.1939, Page 1
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Undargötu 1d. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIDSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1d. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, laugardagiiui 6. maí 1939 52. blað Tilhögnn manneldisrannsóknanna Prnmkvflpmd hpssara mann- Neíndín, sem forsætisráðherra skípaðí, hefír skilað tíllögum sínum og hefjast rannsóknirnar í júní í febrúarmánuði síðast- liðnum var að tilhlutun for- sætisráðherra skipuð nefnd manna, er skyldi athuga um heppilega tilhögun mann- eldisrannsókna hér á landi og áætla kostnað við þær, ef í þær yrði ráðizt. í nefnd þessari áttu sæti Skúli V. Guðjónsson prófessor, Vil- mundur Jónsson landlæknir, Jó- hann Sæmundsson læknir, Júlíus Sigurjónsson læknir og Niels P. Dungal prófessor. Nefndin lauk fyrir nokkru þeim störfum, sem henni voru falin, og hefir skilað áliti sínu til ráðuneytisins. Á ráðherrafundi, sem haldinn var nýlega, samþykkti ríkis- stjórnin að láta manneldisrann- sóknirnar fara fram á þeim grundvelli, sem nefndin lagði til. Samkvæmt áliti nefndarinnar, má skipta landsmönnum í fimm flokka, að því, er tekur til matar- æðis, sem sé kaupstaðabúa, sem Hæstiréttur dæmir í óvenjulegu máli Fyrir nokkxu síðan var upp- kveðinn í hæstarétti dómur út af skaðabótakröfu Sambands ísl. samvinnufélaga gegn eig- endum norska G/S. „Fager- strand“. Tilefnið, sem var næsta óvenjulegt, var þetta: Umboðsmaður S. í. S. hafði samið við eigendur skipsins um að það flytti saltfarm hingað til lands vorið 1937 frá stjórnar- Spáni, en svo illa tókst til að uppreisnarmenn Francos tóku skipið í Gibraltarsundi og færðú það til hafnar í Ceuta. Var farmur skipsins þar gerður upp- tækur. Síðar seldi stjórn Fran- cos farminn til Casa Blanca, sem er í franska Marokko, og neyddi skipstjóra til þess að gefa út nýtt farmskírteini til kaup- anda þar og flutti skipið farm- inn þangað og skilaði honum þar samkvæmt hinum nýja farmsamningi. Var skipstjóri neyddur til þessara ráðstafana með hótun um að ella yrði skip hans skotið niður hvar sem það hittist. S. í. S. leit svo á, að með þessu hefði skipstjórinn fórnað eign S. í. S. til þess að frelsa skip sitt og bæri því eigendum þess að bæta tjónið, en að minnsta kosti að tjóninu væri skipt í hlutfalli við verðmæti farms og skips. Áður en mál þetta kom fyrir rétt hafði sérfræðingur í slíkum málum í Englandi verið spurð- ur til ráða og taldi hann ótví- rætt að S. í. S. ætti bótakröfur á hendur eigendum skipsins. Héraðsdómur leit svo á, að um óviðráðanlegar orsakir væti að ræða, sem eigendur skipsins yrðu ekki greðir ábyrgir fyrir. Þessum dómi áfrýjaði S. í. S. til hæstaréttar, og var þar á það bent, að hvorki frakkneska, norska né íslenzka stjórnin hefði viðurkennt stjórn Francos né veitt henni hernaðarréttindi, og því hlyti aðgerðir Francos í þessu efni að skoðast ómerkar í Casa Blanca, ef skipstjóri hefði viljað beita þeirri ástæðu. Hæstiréttur komst þó að líkri niðurstöðu og héraðsdómarinn og sýknaði eigendur skipsins. Skúli V. GuSjónsson prófessor. kaupa landbúnaðarafurðir, en geta eigi aflað þeirra með eigin framleiðslu, íbúa sveita, er liggja nærri kaupstöðum og selja þangað verulegan hluta af dag- legri framleiðslu heimilanna, í- búa sjávarþorpa, sem hafa veru- legan stuðning af eigin garðrækt og grasnyt, ibúa sjávarþorpa, er lifa mestmegnis á sjófangi, en hafa fremur lítil afnot af jarðar- gróða og gripum og lifa við mjólkurskort, og í fimmta lagi sveitabúa, sem hafa gnótt mjólkurafurða, en ekki nýmeti úr sjó. Nefndin áleit heppilegast, að valdar yrðu til rannsóknar um 100—120 fjölskyldur alls og verði rannsóknartímabilið eitt ár alls. Verði Reykvíkingar þá sjálfvald- ir fulltrúar þess hóps manna, er fyrst voru taldir. Þyrfti að fara fram rannsókn á 40—50 fjöl- skyldum úr Reykjavík, þar af 20 —25 verkamannafjölskyldum og 20—25 millistéttarfjölskyldum. Að öðru leyti hefir hún áætlað, að rannsakaðar verði 25 fjöl- skyldur úr öðrum flokki, 10—15 úr þriðja flokkinum, 10 úr fjórða og 15—20 úr þeim fimmta. Framkvæmd þessara mann- eldisrannsókna þótti haganleg- ast að yrði falin nokkrum sér- fxóðum mönnum og taldi eðli- legt, að hún yrði þann veg skip- uð, að í henni ættu sæti: Land- læknir, hagstofustjóri, for- stöðumaður rannsóknarstofu háskólans, kennari í heilbrigð- isfræði við háskólann, berkla- yfirlæknir, tryggingaryfirlæknir og maður með sérþekkingu í fjármálum. En jafnframt hef- ir Skúli V. Guðjónsson pró- fessor heitið þeirri aðstoð, sem hann getur í té látið vegna ann- arra starfa, og ráðgerir hann m. a. að koma hingað aftur í júní- mánuði, um það leyti, sem sjálf- ar rannsóknirnar ættu að geta hafizt. Samhliða athugunum á mat- arhæfi fólksins og þrifum þess, eiga að fara fram rannsóknir á heilsufari allra, bæði í byrjun og lok rannsóknartímabilsins, og sé aflað að öðru leyti nákvæmra skýrslna um lífsskilyrði og ytri aðbúnað þess, tekjur heim- ilanna, atvinnu, húsnæði, vatns- ból, klæðnað og fleira. Jafnhliða þessu fari fram rannsókn á nota- gildi sérstakra fæðutegunda, með tilliti til auðgi þeirra að kolvetnum, fitu, eggjahvítuefn- um, steinefnum og f jörefnum, og safnað sé niðurstöðum þeirra rannsókna, sem þegar kunna að hafa verið gerðar á islenzkum fæðutegundum. Meðal annars á að leiða í ljós, á hvern hátt íslendingar gætu bezt bjargazt við sínar eigin fram- leiðsluvörur. Þá þarf mönnum að verða ljóst, með hverjum inn- lendum fæðutegundum megi bezt fullnægja fæðuþörf fólks. Er lagt til að samin verði hæfi- lega fjölbreytt, islenzk matskrá og þetta matarhæfi síðan reynt í einhverjum skóla landsins. Slíkar manneldisrannsóknir hafa verið teknar upp á skipu- legan hátt víða um lönd. Er það ekki síður nauðsynlegt hér en annars staðar, og það því fremur sem aðstæður á íslandi eru að ýmsu leyti frábrugðnar því, sem gerist annars staðar, og þess vegna ekki nema að mjög litlu leyti hægt að byggja á reynslu (Framh. á 4. síSuJ Krónprinshjónin, FriSrik og Ingrid, eru nú á ferSalagi í Ameríku og hafa m. a. heimsótt fslandsdeildina á heimssýningunni. — Amerísku blöSin hafa gert sér mjög tíSrœtt um ferSalag þeirra og birt a) þeim margar myndir. Birtist hér ein þeirra. Kanada og Bretland Nýlega var lagt fram á þingi Kanada frv. um rétt kanadisku þjóðarinnar til að ráða sjálf um það, hvort hún tæki þátt í styrjöld eða ekki. Samkvæmt núgildandi lögum getur það verið á valdi ensku stjórnarinn- ar. Frv. þetta hefir því vakið talsverða athygli utan Kanada. Afstaða samveldislanda Bret- lands þykir miklu skipta fyrir Breta í ófriði og er því öllu, sem gerist í þeim efnum, fullur gaumur gefinn. Fyrir íslendinga er sérstök á- stæða til að fylgjast með þessu máli, því •flutningsmaður þess er íslenzkur og er eini íslend- ingurinn, sem er fulltrúi á þingi Kanada. Er það Joseph T. Thorson lögíræðingur. Hefir hann tvívegis verið kosinn þing- maður Selkirkkjördæmis, en þar eru fjölmennustu íslend- ingabyggðirnar vestra. Aðeins einn íslendingur, Marino Hann- esson, hefir áður átt sæti á kanadiska þinginu. Var hann fulltrúi sama kjördæmis. Thor- A. Fiskaflinn í apríllok. — Sala á frystum fiski. — Útflutningur hraðfrystra hrogna. — Tilraunir til lækninga á mæðiveikinni. — Æskulýðsmót að --------- Laugarvatni. --------- Um síðastliðin mánaðamót var fisk- afli á öllu landinu orðinn 26651 smálest, en var 21767 smálestir á sama tima í fyrra. Á einstakar veiðistöðvar skiptist aflinn þannig: Vestmannaeyjar 5057 smálestir, í fyrra 5376. Stokkseyri 260, i fyrra 213; Eyrarbakki 50, í fyrra 48; Þorlákshöfn og Selvogur 260, í fyrra 167; Grindavik 507, í fyrra 614; Hafnlr 267, í fyrra 232; Sandgerði 1996, í fyrra 1453; Garður og Leira 739, í fyrra 515; Keflavík og Njarðvikur 4303, í fyrra 2763; Vatnsleysuströnd og Vogar 200, í fyrra 117; Hafnarfjarðartogarar 1822, í fyrra 1726; önnur fiskiskip í Hafnar- firði 445, í fyrra 682; Reykjavíkurtog- arar 2681, í fyrra 3066; önnur fiskiskip í Reykjavík 1127, í fyrra 500; Akranes 2450, í fyrra 1714, Hellissandur 197 smálestir, í fyrra 182; Ólafsvík 175, í fyrra 97; Stykkishólmur og Grundar- fjörður 81, í fyrra 40 smálestir. t t t Samkvæmt upplýsingum, er Run- ólfur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fiskimálanefndar, gefur í grein í Ægi, hefir nefndin gert fyrirframsamning við þrjú ensk fyrirtæki um sölu á frystum fiski. Eru nú seld fyrirfram 560 smálestir af þorskflökum, um 140 smálestir af ýsuflökum, 75 smálestir af steinbítsflökum og 35 smálestir af karfaflökum. Allur útflutningur þess- ara fiskafurða nam 260 smálestum síðastliðið ár. Einnig er líklegt, að á þessu ári verði mikil aukning á útflutningi hraðfyrstra hrogna, samkvæmt því, er segir i áður- nefndri grein. Verða þau flutt til Bret- lands. Léttir þá jafnframt nokkuð á sænska markaðinum fyrir sykursöltuð hrogn. Bóndi i Borgarhreppi í Mýrasýslu, Einar Runólfsson á Ölvaldsstöðum, hefir I vetur lagt stund á tilraunir til að lækna fé, er sjúkt var af mæðiveiki. Hefir hann samfleytt í hálfan mánuð ferðazt um meðal bænda, er viljað hafa fá hann til þess að gera tilraun með fé sitt. Einar notar við þessar tilraunir sínar lyf, sem hann hefir sjálfur fundið upp og sett saman; sprautar hann því í barkann. Samkvæmt bréfum, sem Tímanum hafa borizt frá bændum efra, virðast þessar tilraunir hafa borið nokkurn árangur, þannig að sjúkar kindur, sem ekki voru mjög langt leiddar, hafa hresszt við og tekið að mestu fyrir útbreiðslu veikinnar. í fé Einars sjálfs byrjaði veikin í fyrra, og var orðin nokkuð mögnuð fyrir jól. Þá sprautaði hann það með lyfi sínu, og nú í vor er talið að ekki verði annað séð, en það sé fullhraust. Á öðrum bæ í Borgarhreppi, þar sem veikin var orðin mjög mögnuð, virðist algerlega skipta í tvö horn eftir að Einar hafði framkvæmt lækningatil- raunir sinar og hefir engín kind sýkst á þeim bæ siðustu þrjá mánuðina. t r t Dagana 26. júni til 3. júlí verður nor- rænt æskulýðsmót haldið á Laugar- vatni. Forgöngu fyrir móti þessu hefir hin svokallaða Viggbyholmsnefnd, sem áður hefir gengizt fyrir samskonar mótum í öllum hinum Norðurlöndunum og í fyrra i Eistlandi. Þátttakendur í móti þessu í sumar eru væntanlegir frá öllum Norðurlöndunum og Eist- landi. Það fyrsta af þessum æskulýðs- mótum var haldið í Viggbyholmskólan- um í Svíþjóð sumarið 1934. Nemenda- sambönd norræna lýðháskólans í Genf of alþjóðaháskólans í Helsingör geng- ust fyrir þessu móti. Mót þetta vakti mikla eftirtekt og vinsældir og var þá ákveðið að halda þessum mótum áfram og var þá valin hin svokallaða Viggby- holmsnefnd, sem síðan hefir séð um öll slík mót, sem síðan hafa verið haldin í öllum Norðurlöndunum og Eistlandi sitt árið í hverju landi. — Hér i Rvík hefir verið stofnuð sérstök móttöku- og undirbúningsnefnd og eiga sæti í henni, auk aðalræðismanns Svía hér, Sigurður Nordal prófessor, Stefán Jóh. Stefánsson, félagsmálaráðherra, Jónas Jónsson alþingismaður, Thor Thors al- þingismaður og Guðlaugur Rósinkranz yfirkennari. t t t son er í frjálslynda Jlokknum, sem nú fer með völd í Kanada. Frv. hefir komið til umræðu í þinginu og urðu þær allharðar, samkvæmt frásögn Lögbergs. Thorson flutti snjalla framsögu- ræðu, en varð síðan fyrir að- kasti frá ýmsum þingmönnum. Einkum veittist að honum í- haldsþingmaður frá Toranto, Church að nafni. Taldi hann frv. „móðgun við brezkfædda borgara hinna kanadisku þjóð- ar“. Kvað hann Breta hafa fyrsta stofnað til landnáms í Kanada, en síðan hefðu aðrir þjóðflokkar komið þangað og notið „þess frelsis, sem Bretar hefðu lagt grundvöll að“. í tilefni af þessum ummælum lét Thor- son m. a. svo ummælt i svarræðu sinni: „Ég vil mega geta þess, að ég hefi ekki veitt brezka veldinu varaþjónustu eina; ég var þrjú ár í heimsstyrjöldinni miklu, og þar af 18 mánuði í brezka hern- um. Eg get fullvissað Mr. Church um það, að af mínum þjóðflokki gengu hlutfallslega fleiri menn í herinn en af hinum brezk- fæddu í þessu landi. Enginn láti sér það til hugar koma, að mér ekki beri til þess full réttindi, að tala eins og kanadiskur mað- ur í sölum þessa þings.“ Thorson hélt því fram, að það sem fyrir sér vekti, væri ekki fullkomið eða ævarandi hlutleysi Kanada í ófriði, heldur réttur þjóðarinnar til að taka sjálf á- kvörðun um þessi mál. Kanada ætti að vera frjálst og fullvalda ríki í þessum efnum, en ekki lúta vilja enska forsætisráðherrans. Á ræðu Thorson’s mátti þó skilja, að hann vildi halda áfram vináttutengslum við Bretland. „Sé þjóðernisleg tilvera Bret- lands hins mikla í hættu,“ sagði hann, „horfir málið að sjálf- sögðu öðruvísi við. En ég fyrir mitt leyti vil ekki vita til þess að Kanada færi í stríð, sem ein- ungis snerist um metnað eða fjárhagsleg hlunnindi.“ Thorson virðist m. ö. o. líta á þetta sem sjálfstæðismál fyrir Kanada. Kanadiska þjóðin á að ráða örlögum sínum sjálf, hún má ekki láta duttlunga stjórn- málamanna í fjarlægu landi ráða gerðum sínum, en sé hins- vegar tilvera brezka þjóðstofns- ins í hættu, getur hún ekki skor- izt úr leik. Með frv. Thorson’s er því engan veginn höggvið á frændsemisböndin milli Bret- lands og Kanada, en sjálfstæði Kanada þó aukið og enskum stjórnmálaleiðtogum veitt meira aðhald af hálfu þessa aðila í brezka heimsveldinu. Enn er ekki frétt, hvaða örlög þetta frv. Thorson’s hlýtur, eða A víðavangi Á bæjarstjórnarfundi í vetur bar Jónas Jónsson fram tillögu um athugun á því, hversu draga mætti úr byggingarkostnaði í bænum með því að gera sam- stæð hverfi einlyftra og kjall- aralausra húsa á Melunum og Laugarneshæðinni. Skyldi bæj- arráð sjá um að áthugun þessi færi fram og að henni væri lok- ið áður en byggingarvinna byrj- aði nú í vor. Tillagan hlaut góðar undirtektir í bæjarstjórn- inni og var samþykkt í einu hljóði. Hinsvegar virðast þessar góðu undirtektir ekki hafa náð lengra enn sem komið er, því ekkert hefir heyrzt um frekari framkvæmdir bæjarráðsins í málinu. •!» Menn þurfa þó tæpast ann- að en að athuga nýbyggingarnar í bænum til að komast að raun um, að slíkrar rannsóknar — og raunar miklu víðtækari — er hin fyllsta þörf. Þær gætu auð- veldlega freistað útlendinga til að halda, að yfirleitt byggju ekki í Reykjavík aðrir en há- tekjumenn á erlendan mæli- kvarða. Meirihluti íbúanna í þessum húsum er þó vitanlega millistéttar- og láglaunafólk. Það er líka gersamlega að slig- ast undir hinni háu húsaleigu, sem er óbærilegasti þáttur dýr- tíðarinnar í bænum. * * * Orsakir þessara óhæfilega dýru húsbygginga eru vafalaust margar. Fólkið hefir vanizt því í seinni tíð að gera vaxandi kröfur um þægindi, ekki sízt hvað snertir húsnæðið. Þess hefir ekki verið gætt að raun- verulega eru mörg þessara svo- nefndu þæginda meira og minna fánýt. Húsameistarar og iðn- stéttir hafa lítinn áhuga haft fyrir því, að leitast eftir að hafa húsin sem ódýrust, en hafa oft og tíðum haft hagsmuni af því gagnstæða. Má í þessu sam- bandi vísa til frásagnar Þóris Baldvinssonar í Tímanum í vet- ur, þar sem nefnd voru ákveð- in dæmi um óþarfan íburð í byggingum. Þeir, sem hafa látið byggja, hafa látið blindast af hinni háu húsaleigu í bænum og treyst því að hún myndi verða varanleg. * * * Þetta mál þarfnast vissulega opinberra afskipta. Það verður þjóðfélaginu til byrði, þegar byggt er dýrara en þörf krefur og þannig stuðlað að aukinni dýrtíð í höfuðstaðnum. Þetta mál hefir líka aðra hlið eða þá, sem snertir útlenda gjaldeyrir- inn. Meðan gj aldeyriseklan varir, væri t. d. eðlilegt að banna byggingu íbúða, sem færi yfir visst hámark. Þá ætti að leitast við, að hindra allan óþarfan í- burð, svo hægt yrði að byggja meira fyrir sama gjaldeyris- magn. Þá mætti gjarnan hætta að byggja ramefldar steingirð- ingar utan um svo að segja hverja einustu smálóð. Það op- inbera hefir talsverða íhlutun um það, að byggt sé ódýrt og hagkvæmt í sveitunum, og ætti engu síður að mega láta slíkt aðhald ná til kaupstaðanna. * * * Vegna gj aldeyrisástæðna má gera ráð fyrir, að svo fari á þessu ári, að ekki verði hægt að fullnægja allri eftirspurn á byggingarefni hér í bænum. En það ætti ekki að koma að sök, ef það yrði til að takmarka aukningu dýru íbúðanna í bæn- um. Þær eiga að hverfa úr sög- unni. Að hinu þarf að stefna, að byggt verði hagkvæmt og ódýrt og miðað við getu meginþorra bæjarbúa, millistéttar- og lág- launafólksins. Það opinbera mætti gjarnan stuðla meira að því, að svo yrði. hvaða áhrif það hefir á framtíð hans sem stjórnmálamanns. Al- menningsálitið í Kanadaermjög hlynnt Englandi og má telja víst (Framh. á 4. slSu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.