Tíminn - 20.05.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.05.1939, Blaðsíða 3
57. blað TÍMITVW. lawjgardagiim 20. maa 1939 227 A N N A L L Áslaug Torfadóttir, hús- freyja a& Ljótsstöðum í Suður- Þingeyj arsýslu, var 70 ára 17. þ. m. Áslaug er dóttir Torfa í Ólafsdal og giftist ung læri- sveini föður síns, Hjálmari Jóns- syni, bróður sr. Árna á Skútu- stöðum, Sigurðar í Yztafelli og Helga á Grænavatni. Heimili þeirra hefir verið prýðilegt. Þau eiga marga mannvænlega sonu. Þekktastir þeirra eru Karl kaupfélagsstjóri á Þórshöfn, Ragnar scngmaður í Winnipeg og Guðmundur bókhaldari í Reykjavík. Hulda skáldkona sendi Ás- laugu eftirfarandi kvæði á af- mælisdaginn: í Laxárdal ég sendi sœ! minn óð, þar syngur allt mín gömlu bernskuljóð og sjötug æska, sjötug tryggð og ást, býr sæl við hjartafrið, sem aldrei brást. Áslaug! Þú sér að ár ei megna neitt, því engu hefir tímans vetur breytt: enn vorar, grær og gaukar allir spá þér gleði á jörð, sem ekkert skerða má. Þú treystir vængjum, valdir ung þá leið þar von og hætta kynda bjartan seið. Prá opnu hafi, í lítinn leynidal þig leiddu disir þess, sem verða skal. Þar geymdist allt, sem auðgar konusál: ást, sorg og huggun, forlög laus við tál. Og aldrei var þess iðrast nokkra stund, að æskan kaus hinn græna dalalund. Bárótt er haf, við borð þess ekkert grær, en björtum þroska dalareynir nær og rætur djúpt í moldu finna frið og fró, við Mímisbrunna sætan nið. Heil, vina kær! Þú valdir gæfuleið, því verður þér nú ellin sæl og heið. Aslaug og Hjálmar! Ung,sem fyrsta dag, ykkur skal hylla og syngja gleðilag. Hulda. Vinnið ötullega fyrir Tímann. ÍÞRÓTTIR Alþióða fimlelkamót í Stokkhólmi. í júlímánuði í sumar verður hið fjölmennasta fimleikamót, er sögur fara af, haldið í Stokk- hólmi, til minningar um þao, að þá eru hundrað ár liðin frá dánardegi hins fræga leikfimis- frömuðar, Per Henrik Ling. Er fimleikamót þetta nefnt Ling- iaden. Per Henrik Ling grund- vallaði á sínum tíma það kerfi, er nútíma leikfimi byggist á. Alls munu sækja á mótið um 7100 manns og hafa yfir þrjátíu þjóðir úr öllum álfum heims tilkynnt þátttöku sína. Þar á meðal eru íslendingar. Samkvæmt upplýsingum, er Jens Guðbjörnsson, formaður Glímufélagsins Ármann, hefir gefið Tímanum, er ráðið, að tveir úrvalsflokkar fari héðan á fim- leikamót þetta. Verða það kven- flokkur og karlflokkur úr Ár- manni, báðir undir stjórn Jóns Þorsteinssonar, 16 manns í hvor- um. Er þetta í sjötta skipti, sem Ármenningar ráðast til slíkra ferða. Hópsýningar mótsins eiga að fara fram í Stadion í Stokkhólmi en úrvalsflokkarnir munu sýna í fjórum stærstu samkomusölum borgarinnar. Er það ákveðið, að íslendingar sýni í Alvikshallen, sem er stærst þessara salar- kynna og rúmar um þrjú þúsund áhorfendur. Mjög hefir verið vandað til undirbúningsins að móti þessu og hafa Svíar unnið að honum í nálægt þrjú ár. Frjáls verzlun (Framh. af 2. slðu) legast allra manna í kosninga- sjóð andstæðinga Framsóknar- manna. En slík reynsla getur ekki breytt þeirri staðreynd, að Framsóknarmenn vilja hafa frjálsa verzlun innanlands og út á við jafn skjótt og því verður við komið. Verzlunarfrelsið inn- anlands kemur fram í því, að hver einstakur þegn hafi að- stöðu til að verzla við kaupmenn eða kaupfélög, eftir því sem bezt á við hvern mann. Framh. J. J. Hrefnar léreftstuskur k a u p i r PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1 D. Sú vöntun á því, að kennara- skólinn geti — eftir þeim lögum og ákvæðum, sem rekstur hans er bundinn við — fullnægt ósk- um þeim og kröfum, sem til hans eru gerðar, hefír eínstöku sinnum leitt til lítilsvirðandi ummæla og niðrandi á starfi hans og þá vitanlega starfs- kröftum þeim, er hann hefir á að skipa. Vitanlega er skólanum í ýmsu áfátt, auk þess sem nefnt hefir verið, eins og líklega hverri annarri hliðstæðri stofnun í landinu. Ein yfirsjón hans er sennilega sú, að hann hefir aldrei „aug- lýst“ störf sín né neinn þátt þeirra I því skyni að afla sér lofs, aldrei hafið „reklame“ fyrir ágæti neinna sinna verka. En á þessum yfirborðskenndu lausungatímum er næstum eins og slíkt sé nauðsynlegt. Annars geta áhugarík, alúðarfull, en kyrrlát störf átt það á hættu að sæta lítilsvirðandi grunsemdum og óvirðingu, innan um allt skrumið, allan hávaðann, allt yfirborðsglamrið, sem einkennir svo mjög nútímalífið, bæði hér og annars staðar. Það felst í því ískyggileg þjóð- félagsleg hætta, ef hinn sam- vizkusami, alúðarfulli, en hlé- drægi starfsmaður og verk hans eru vanmetin og lítilsvirt, nema því aðeins að hafðar séu ráðstaf- anir til að auglýsa þau í sömu tónhæð og þeir gera, er slíkt stendur skapi næst. Um fá mál eða engin þarf meiri víðsýni, meiri gætni, at- hugun, þekkingu og forsjá, en þegar leggja skal grundvöll al- þýðumenntunarinnar í landinu, svo mikið er þar í húfi að vel og viturlega takist. Og þegar um breytingar á menntun kennara verður að ræða, frá hendi hins opinbera, dettur mér vitanlega ekki til hugar annað en bera það sjálfsagða traust til yfirstjórnar þeirra mála, að þar verði höfð náin samvinna við skólastjóra og kennara hlutaðeigandi stofn- unar. Engum viðsýnum og áhuga- sömum mannl myndi og til hug- ar koma að semja í alvöru til- lögu í slíka átt, án þess að for- stöðumanní þeirrar stofnunar, er þær miðuðust við, væri gef- inn að því fullur kostur að leggja þar sínar skoðanir og sitt álit til málanna, Kennaraskólinn hefir um margt fleira verið heppinn en það, að eignast í upphafi ágætan forstöðumann. Ég held líka að hann hafi jafnan átt kost góðra kennara, þótt að bezt muni sjálfsagt að vera þar varkár í dómum fyrir mann úr þeirra hópi. Hitt vil ég mega fullyrða, að hann hefir átt því láni að fagna að hafa góða nemendur, sem ánægja hefir verið að vinna með. Langmest hefir skólinn verið sóttur af nemendum utan úr sveitum landsins, greindu, dug- legu, áhugamiklu fólki, sem stundað hefir nám sitt af ríkri alvöru og alúð, og undantekn- ingarlítið reynzt vel í starfi. Jafnan hefir og verið hin bezta samvinna milli skólastjóra og kennara, enda mun vand- fundnari prúðari og hlýrri mað- ur í samstarfi en núverandi skólastjóri. Sparísjóður Reykjavíkur og nágrennis Á laugardögum verður sparisjóðurinn ekki opinn nema kl. 10—12 f. h. á tímabilinu 15. maí til 15. sept. Á öðrum dögum óbreyttur afgreiðslutími. Hraðírystihús í Ólaísvík Ráffgert er aff reisa nýtízku hrafffrystihús í Ólafsvík. Þar eru einhver auffugustu kolamið hér viff land, og má þvf telja þetta fyrirtæki arðvænlegt. Þeir, sem hefffu hug á aff leggja hlutafé í fyrirtækiff, eru beðn- ir að leita upplýsinga hjá Thor Thors. Símar: 1480 og 3511. Síldveiðiskip! Höfum til sölu nokkrar tunnnr af stórhöggnu dilka- og sauðakjöti. Þetta cr cina saltkjötið, scm öruggt er að geymist óskemmt sumarlangt. Athugið jtetta sem fyrst, útgerðarmenn. Samband ísLsamvíimuíélaga Sími 1080. Vor-ogsnmarkápur, íallegt úrval. Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar h.f. er ílutt úr Arnarhvoli á 1. hæð í Hafnarstræti 5, hús Mjólkurfélagsins. Þakka hjartanlega vinsemd og gjafir í tilefni af 20 ára Ijósmóðurafmœli mínu. ELÍSABET ÞORSTEINSDÓTTIR, Indriðastöðum. Skorradal. BRAÐAPESTARBÓLfJEFJVI. Ég hefi sem stendur bóluefni frá danska Serumlaboratorium, en eftirleiffis ekki. Sími 2212, Hávallagata 41. Ásta Einarson. Húseigendur og húsráðendur hér í bænum eru alvarlega að- varaðir um að tilkynna þegar er fólk hefir flutt úr húsum þeirra eða í þau. eftir að flutt hefir veryiff í nýju Það fyrsta, sem þarf aff vita, íbúffina, er: Hvar er næsta KRON-búffin? Matvöruhúðir: Grettisgötu 46. Sími 4671 Hverfisgötu 52. Sími 5345 Vesturgötu 33. Sími 4165 Bræffraborgarst. 47. Sími 3507 Skólavörðustíg 12. Símar 1245 og 2108 M.s. Dronníng Alexandrine fer mánudaginn 22. þ. mán. kl. 6 síffd. til ísafjarffar, Siglufjarff- ar og Akureyrar. Þaffan sömu leiff til baka. Pantaffir farsefflar sækist fyr- ir kl. 12 á iaugardag, annars seldir öffrum. Fylgibréf yfir vörur komi fyr- ir hádegi á laugardag. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sfmi 3025. ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksiff frá Tekið á móti tilkyuningum í maim- talsskrifstofu bæjarius, Pósthús- stræti 7, og í lögregluvarðstofuimi, og fást þar að lútandi eyðuhlöð á báðum stöðum. Þeir, sem ekki til- kynna ílutninga verða kærðir til sekta lögum sam- kvæmt. Kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar. Símar 1360 og 1933. Borgarst Jóriim. Kjötbúðir: Vesturgötu 16. Sími 4769 Skólavörffustíg 12. Sfmi 1245 Y ef naðarvörubúð: Alþýffuhúsinu Sfmi 2723 Skóbúð: Bankastræti 2. Sími 5009 Glervöru- og búsáhaldahúð: Bankastræti 2. Sími 1248 Til auglýsenda! Tíminn er gefinn út i fleiri eintökum en nokk- urt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýs- inga er í hlutfalli við þann fjölda manna er les þær. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neyt- endanna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vör- ur sínar sem flestum auglýsa þær þessvegna í Tímanum — 44 William McLeod Raine: Um nóttina vaknaði hún við að ytri dyrunum var skellt. Hún heyrffi lágt fótatak. Hún fékk ákafan hjartslátt og henni lá viff að æpa upp af hræðslu. Þá var sagt með lágri, vifffelldinni rödd: — Ef þú ert vakandi, þá láttu þér ekki bregða, ég var bara að loka úti- dyrunum. Það var undarlegt, hve henni létti viff að heyra þessi orð. Þau lofuðu ör- yggi og gerðu hlægilegan óttann, sem hafði gripið hana. Næsta morgun var alveg stytt upp og snjóbreiðan glitraði í sólskininu. Him- ininn var heiður og blæjalogn. Nátt- úran virtist mótmæla því með brosi sínu, að hún hefði nokkurntíma verið öðruvísi en góð. Það var liðið að nóni þegar Molly kallaði himinlifandi glöð til félaga síns: — Sjáðu! Hún benti niður dalinn á fimm dökka díla á hreyfingu þar langt í burtu. Karl- maðurinn hætti skógarhögginu og kom gangandi niður brekkuna. Þau myndu ekki þurfa á meira eldsneyti að halda. — Ég held mér sé bezt að búa til mik- inn miðdegismat, sagði Molly. Þeir verða komnir hingað eftir svo sem klukkustund og þeir verða glorhugr- aðir. Flóttamaðurinn frá Texas 41 vestur frá- Hann myndi ekkert gera henni. Hún sá svo sem ekki eftir því, sem hún hafði sagt við hann um lesti hans. Hann var allt þetta, sem hún hafði sagt. Kann- ske annars ekki alveg allt, því að hún hafði kallað hann þrælmenni. Henni fannst af og til að hún hefði ekki síður sett sig á háan hest en hann. Konur geta líka, á sinn hátt, komið fram sem kúg- arar, ekki síður en karlmennirnir. Þegar miðdegisveröurinn var tilbúinn, brauzt hún upp i brekkuna til félaga síns. Slóðin var djúp og það var byrjað að snjóa aftur. — Ég er að hringja til miðdegisverðar, sagði hún. — Undir eins? — Það er nú ekki svo ýkja snemmt. Ég tek með mér klyf niður eftir aftur. Hann batt litla klyf og lét á herðar henni, en sjálfur kom hann á eftir með klyf, sem hann hafði áður verið búinn að binda. — Við eigum von á meiri snjó, sagði hann. — Já, ég býst ekkl við að þeir komi hingað í dag. — Vita þeir, hvar þín sé helzt að leita? — Nei, en þeir vita, að ég var á reið í þessari átt. Hann fann að skýring

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.