Tíminn - 23.05.1939, Page 3
58. blað
TÓirNA. |»ri«.i»cla«iiim 33. maí 1939
231
B Æ K U R
Rit U. M. S. B.
Svanir heitir rit eitt vandaS,
er Ungmennasamband Borgar-
fjarðar hefir gefið út. Er það
skrifað af ýmsum eldri og yngri
ungmennafélögum, sem starfað
hafa á þessum slóðum. Hefst
það á kvæði eftir Halldór Helga-
son á Ásbjarnarstöðum, tileink-
uðu ungmennafélagssamtökum
þar efra. Næst rita þeir Páll Zóp-
hóníasson og Bjarni Ásgeirsson
drög til sögu ungmennasam-
bandsins. Er sú greinargerð
meira í skýrsluformi en frá-
sagnar.
Ætlunin er, að í riti þessu,
sem komi út árlega, verði lýst
ýmsum sveitum á sambands-
svæðinu. Hefst þessi þáttur á
lýsingu Norðurárdals, er þeir
rita, Haukur Kristjánsson frá
Hreðavatni og Sverrir Gíslason í
Hvammi. Fylgja þessum grein-
um góðar myndir, en alls eru
átta heilsíðumyndir í bókinni.
Halldór Sigurðsson í Borgarnesi
ritar um þjóðgarð í Borgarfirði,
góða grein og athyglisverða að
mörgu leyti, og hefir að nokkru
verið getið um efni hennar hér
í Tímanum. Björn Magnússon
dósent skrifar um fræðslumál
sveitanna. Haukur Jörundsson
á Hvanneyri um skógrækt.
Sögur eru eftir Guðmund
Böðvarsson á Kirkjubóli og
Þorstein Jósefsson frá Signýjar-
stöðum. Kvæði eftir Þorstein
Jónsson á Úlfsstöðum og þýdd
kvæði eftir Magnús Ásgeirsson.
Loks stutt frásaga eftir Harald
Björnsson bónda á Álftanesi á
Mýrum.
arhita, en óálitlegastar eru hin-
ar svaðafengnu veiðiaðferðir
sjálfrar botnvörpunnar, og allt
bendir til að dragnótin sé að
sínu leyti áþekkur skaðræðis-
gripur innan landhelginnar, a.
m. k. fyrir sumt af nytjafiskin-
um.
Allt öðru máli gegnir um
síldveiðitækin. Þau virðast ekki
spilla öllu meir en því sem þau
veiða.
En sé það nú svo, að við meg-
um ekki treysta á jafnmikil
uppgrip við þorskveiðarnar eins
og við höfum gjöxt, þá eru góð
ráð dýr. Við verðum þá að leit-
ast við að verka það, sem veið-
ist á þann hátt, að verðmætið
verði sem mest. Sníða tilkostn-
aðinn við veiðarnar eftir afla-
magninu. Og forðast að leggja í
stórfelldan kostnað við veiði-
skip, sem ekki eru líkleg til að
geta unnið fyrir sér við síld-
veiðar í meðalári og þorskveiðar
í árum, eins og þau eru orðin
upp á síðkastið.
Að sjálfsögðu verðum við
stórlega að breyta lifnaðarhátt-
HEIMILIÐ
Rvíldarvika
fyrlr konnr.
Samband borgfirzkra kvenna
efndi til hvíldarviku fyrir kon-
ur að Reykholti dagana 2.—9.
maí síðastliðinn. Vikuna sóttu
22 konur úr Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu, auk þess var suma
dagana gestkvæmt, konur úr
nágrenninu og raunar lengra
að, komu og dvöldu einn eða
fleiri daga.
Daglega var flutt eitt fræð-
andi erindi. Einnig hafði ung-
frú Soffía Skúladóttir sýni-
kennslu í matreiðslu á hverjum
degi. Til skemmtunar vax: Ein-
söngur, upplestur, sýndar
skuggamyndir o. fl. En það, sem
vakti þó allra mesta gleði hjá
konum voru böðin og sundið.
Ég, sem þetta rita, bjóst við að
sjá þarna þreytuleg andlit, því
ég veit, hve erfið húsmóður-
staðan er, einkum í sveit. En
þessu var á annan veg farið.
Það mátti heita, að hvert andlit
ljómaði af gleði og ánægju, og
þessar konur, sem þarna dvöldu,
notuðu ekki hvíldina til að
liggja og sofa langt fram á dag,
sem ekki hefði þó verið óeðli-
legt. Kl. 7 á morgnana voru
flestar konurnar komnar í sund-
laugina og böðin, og kl. 8x/2
komu þær svo endurnærðar og
sællegar að kaffiborðinu. Þreyt-
an og gigtin varð eftir i gufu-
klefanum.
Sannarlega á S. B. K. þakkir
skilið fyrir að stofna til þessarar
hvíldarviku eða „sæluviku", sem
við kölluðum. Sennilega á eng-
in stétt í landinu ófrjálsari lífs-
kjör en sveitakonurnar, og eng-
um er því meiri þörf á hvíld og
uppörvun en þeim. Á þeirra
herðum hvílir svo margt og mik-
ið, sem þær mega ekki bogna
undir. Það er gleðilegt timanna
tákn að sjá konuna bera höfuðið
hátt og frjálsmannlega. Er það
víst ósk okkar allra, sem þarna
dvöldum, að auðið yrði að halda
slíka hvíldarviku eftirleiðis, og
að fleiri konur mættu njóta
Tilkyiinfiig
ii in bustaðaskipti.
Þeir, sein hafa flutt búferlum og hafa
innanstokksniuni sina brunatryggða,
eða eru líftryggðir lijá oss, eru hér
með áminntir um að tilkynna oss hii-
staðaskipti sín ná þegar.
Sjóvátryqqi
aqíslands!
NÝKOMNAR NÝJAR GERÐIR AF
um og viðhorfum öllum, ef tog-
araveiðarnar halda áfram að
verða taprekstur, eftir að búið
er að leiðrétta íyrir þær gengis-
skráningu krónunnar.
Skapast þá enn aðhald um
það, að leita uppi öll þau nátt-
úrugæði til lands og sjávar, sem
við kunnum að eiga, og okkur
hefir sézt yfir á uppgripaárum
togaraflotans. Ekki mun af
veita. Svo stór liður hefir tog-
araútgerðin verið í atvinnulífi
þjóðarinnar nú um sinn.
G. M.
(Q^kaupfélaqiá
hennar. Að endingu vil ég þakka
stjórn S. B. K. fyrir ágæta til-
högun á öllu, og þó einkum frú
Sigurbjörgu Björnsdóttur í
Deildartungu, sem vann þar
mikið og óeigingjarnt starf við
alla stjórn. Og svo að síðustu,
en ekki sízt, frú Halldóru Sig-
urðardóttur i Reykholti, sem
veitti okkur með svo mikilli
rausn og prýði, að líkast var að
við settumst þar alltaf að
veizluborði.
Hretnar
1 é r e ftstnsknr
kaupir
PRENTSMIÐJAN EDDA H.F.
Lindargötu 1 D.
lingatrúar kæmi þar ekki til
greina. í Saurbæ yrði hún hins-
vegar hliðstæð kapellunni á gröf
frelsarans, ef svo mætti að orði
komast. Það væri jafnt glap-
ræði að byggja Hallgrímskirkju
annars staðar en í Saurbæ og að
vilja láta minnismerki Snorra
Sturlusonar vera annars stað-
ar en í Reykholti, styttu Jóns
Arasonar annars staðar en á
Hólum, líkneski Ingólfs Arnar-
sonar annars staðar en í
Reykjavík, Matthíasarkirkju
annars staðar en á Akureyri.
Það væri jafn fjarri lagi að reisa
Hallgrímskirkju í Reykjavík og
að hola hugsanlegu minnis-
merki um Snorra goða niður í
Ólafsvík, af því að það kæmi þar
fyrir augu fleiri manna en að
Helgafelli.
Ég hefi drepið hér á þá staði
í Saurbæ, sem æ verða tengdir
við nafn Hallgríms Pétursson-
ar, lífsvenjur hans og einstök
æfiatvik. Ég ætla að minnast
örlítið nánar á Hallgrímslind
og Hallgrímsstein. Við steininn
sat Hallgrímur löngum, þegar á
móti blés og orti sér til hugar-
hægðar hin máttþrungnustu
ljóð sín. Úr lindinni slökkti
hann jafnan þorsta sinn. Nú
hefir verið haglega um lindina
búið og væri viðeigandi að leiða
vatn úr henni í skírnarfont
hinnar nýju kirkju. Þetta tvennt
hlýtur að verða trúhneigðu
fólki hið mesta dýrmæti. Sjálf-
ur hefi ég séð fólk langt að
komið,til þess að sitja litla stund
við steininn eða bergja vatn
úr lindinni og jafnvel hafa á
brott með sér til þess að gefa
þeim, er ekki gátu komið þang-
að sjálfir og á stundum voru
sjúkir og neyttu vatnsins vegna
lækningakrafts, er þeir töldu
að í því væri. Jafnvel þótt þeir,
sem vildu fjarlægja kirkjuna
þessum minjum, hefðu orðið
ríkari hinum að áhrifum, myndi
kraftur þeirra hafa orðið eftir
í Saurbæ. Og án alls þessa, án
hins sögulega baksviðs, yrði
Hallgrímskirkja, hvar á landinu
sem væri, hvorki annað né
meira en venjulegt guðshús.
Loks kemur hér til álita við-
horf þess fólks, sem gefið hefir
tug eftir tug þúsunda króna til
Hallgrímskirkju, álit gefenda
stórra upphæða og smárra. Ég
þori að staðhæfa, að megin-
þorri þessa fólks myndi líta á
það sem gripdeildir, ef fénu yröi
varið til kirkjubyggingar annars
staðar en í Saurbæ, eða til ann-
ars en kirkjubyggingar þar. Og
tvímælalaust væri slíkt skefja-
laus ásælni.
III.
Ég hefi rakið hér stuttlega
þrjá þætti þeirra raka, sem
mæla gegn því, að Hallgríms-
kirkja verði staðsett annars
staðar en í Saurbæ. Hver þess-
ara þriggja þátta er um sig nægj
anlega sterkur til þess að vísa á
bug öllum vafa í þessum efnum.
Ég gæti bætt við ýmsum fleiri
atriðum, en hirði ekki um það
að sinni. Þess gerist eigi þörf.
Einmitt þessa daga er verið
að hefja undirbúning að hinni
miklu kirkjusmíð. Nú um miðj-
an mánuðinn var byrjað að
grafa fyrir grunninum, en áður
hefir ýmis nauðsynlegur undir-
búningur farið fram, verið lagð-
ur vegur heim að prestssetrinu,
kirkjustæðið jafnað og sléttað
í kring um það, girtur af stór
kirkjugarður og smekklega búið
að dýrmætum minjum eins og
Hallgrímslind. Að þremur árum
liðnum skal byggingunni lokið.
Sóknarmenn sjálfir leggja fram
allar eignir gömlu kirkjunnar
í Saurbæ og mikla gjafavinnu
og er það í samræmi við einlæg-
an stuðning, áhuga og fórnar-
lund trúhneigðs fólks um allt
land, og manna, er sjá fyrir
menningarleg áhrif kirkjunnar.
Kirkjan verður fögur og vegleg
og sómir sér vel á dálitlum hól
í túninu í Saurbæ. Hún mun
áreiðanlega fara vel við ávalar
línur skógivaxinnar Saurbæjar-
hlíðarinnar og klettabelti Þyr-
ils og Múlafjalls í fjarska. Þar
verður tilvalinn staður fyrir
fundi, þing og samkomur trúar-
legs eðlis og mjög hæg heiman-
tök fyrir fólk úr Reykjavík og
af Akranesi að sækja þangað.
Saurbær verður með þessum
hætti áreiðanlega sameiginleg
eign allrar þjóðarinnar, en þó
jafnframt, og kannske fyrst og
fremst, menningarsetur héraðs-
ins sjálfs, þess andlega höfuð-
ból og þess vernd og hlíf gegn
aðdráttarafli fjölmennisins og
umróti breytingasamra tíma.
Þaðan eiga þeir straumar að
liggja, sem verði til viðhalds og
eflingar hinni fornu menningu
þjóðarinnar.
Matarstell
Kaííistell
G^kaupfélaqiá
Bankastrætl 2.
karlmannaskóm
allar stærðir fyrirliggjandi.
Verksmlðjaútsalan
Geljun — Iðunn
Aðalstræti.
Elmskip 2. liæð. Sími 1700.
Ódýrt
að baka heima
Hveiti No. 1 Hveiti 10 lbs. pokar Rveiti 20 Ibs pokar Hveiti Ao. 1, 50 kgr. 0,38 kgr. 2,20 4,30 15,25
SYKURVERÐ: Stransykur Molasykur Munið 5% afsláttur í pöntun. 0,65 kgr. 0,75 -
Auglýsiné
um umdæmistölumerki bifreiða.
Eigendur og umráðamenn þeirra bifreiða í Reykjavík, sem
enn eru einkenndar með merkinu RE, eru hér með samkvæmt
3. gr. reglugerðar nr. 72, 24. júní 1937, áminntir um að afla sér
nú þegar merkja þeirrar gerðar, sem fyrirskipuð eru í nefndri
reglugerð.
Merkin fást á skrifstofu bifreiðaeftirlitsins, og ber mönnum
jafnframt að skila hinum eldri merkjum þangað.
Jafnframt eru hlutaðeigendur áminntir um það, að nota
ekki skemmd eða ólæsileg umdæmistölumerki á bifreiðum sínum.
Lögreglustjórinn 1 Reykjavík, 20. maí 1939.
Jónutan Hallvar&sson.
— Settur. —
Fjármálaráðuneytið og
Víðskíptamálaráðuneytíð.
Skrifstofurnar fluttar á
neðstu hæð í Arnarhvoli
við Ingólfsstræti.
Sígurður Ólason &
Egill Sigurgeírsson
Málilutningsskrifstola
Austurstræti 3. — Sími 1712
Kopar
keyptur í Landssmiðjunni.
Útbrelðlð TÍMAIVN
10 ARA ABVRGÐ!
Hér á landi og í Danmörku er
fengin 35 ára reynsla fyrir hin-
um óviðjafnanlegu „HAMLET“
reiðhjólum. — Ending í heilan
mannsaldur er öruggasta trygg-
ingin fyrir gæðunum. — Tek 10
ára ábyrgð á „HAMLET“ reið-
hjólunum. — Allt til reiðhjóla
bezt og ódýrast.
SIGURÞÓR
HAFNARSTRÆTI 4. RVÍK.
48
William McLeod Raine:
Flóttamaðurinn frá Texas
45
— Ekki það, nei? Bara svona örlítið
heiðursskot í tilefni af því að ég var að
koma?
— Mér er sama hvað þú heldur, skoð-
anir Clem Oaklands hafa enga þýðingu
fyrir mig.
Hún snéri sér frá honum aftur og fór
að skera kökur úr deiginu, sem hún hafði
verið að hnoða. Fjölskylda hennar hafði
rétt fyrir sér, hann var vondur og
grimmur. Hve hún hafði verið mikill
asni, að ætla að fara að skýra þetta
fyrir honum! Maður eins og hann átti
auðvitað ómögulegt með að skilja þetta.
Hatur hennar á honum magnaðist um
allan helming. Að hann skyldi endilega
þurfa að verða til þess, að bjarga henni
úr bylnum!
VI. KAFLI.
Það var snoturt ungmenni, sem
stjórnaði björgunarleiðangrinum. Hann
stökk af baki og gekk til móts við þau
tvö, sem biðu úti fyrir kofadyrunum.
Hann rétti Molly sólbrennda hendina.
— Góðan dag. Dr. Livingstone, býst
ég við, sagði hann og glotti.
Molly hafði lesið sögu Stanleys um
leitina að hinum mikla landkönnuði i
Afríku. Hún hló því, er hún tók í fram-
rétta höndina.
— Ætlar þú að skrifa bók um það,
Hann samsinnti, en virtist ekkert á-
kafur. Koma þessara manna þýddi
meira samneyti við menn og í því var
hætta fólgin fyrir hann. Þeir myndu
þó ekki spyrja strax beinlínis, því að
bændurnir og kúrekarnir fyrirlíta for-
vitni. Það sem þeir myndu sennilega
spyrja hann urn, er Molly hefði lokið
sögu sinni, var hvernig á því stæði, að
hann hefði riðið sokkótta klárnum.
Hann hafði ekki á reiðum höndum neitt
svar við þeirri spurningu, að minnsta
kosti ekki svar, sem myndi fullnægja.
Hann langaði heldur ekki til að segja
hvernig á því stóð, að hann var með sár
á öxlinni eftir byssukúlu.
Molly vissi, að hún átti að fagna frelsi
sínu, en hún fann í þess stað til kvíða.
Þegar hún gekk fram og aftur um kof-
ann og var að tilreiða matinn, fann
hún ekki til minnstu gleði yfir frelsinu,
sem nú nálgaðist óðum. Hún hafði lent
í þessu æfintýri alveg óvænt, og þetta
æfintýri var hættulegt og erfitt, en
spennandi. Nú beið hennar grár hvers-
dagsleikinn.
Hún varð þó að segja þessum manni
eitt, það var erfitt fyrir hana að þurfa
að segja það, því að hún óttaðist að
hann misskildi hana. Það gat vel verið
að hann tæki skýringar hennar svo, að
hún væri að reyna að vingast við hann.