Tíminn - 23.05.1939, Page 4
232
TjmgjN, jtrigjndagiim 23. maí 1939
58. blað
Gula bandið
er bezta og ódýrasta smförlíkMB.
1 heildsölu hjá
Samband ial. samvinnufélaga
SfndlMW.
Fatapressun Reykjavíkur
(Ingimundur Jónsson)
Hafnarstræti 17. Sími 2742.
Kemisk fatahreinsun og gufupressun.
Hattahreinsun.
Kemisk-hreinsar allan kven- og karlmannafatnaff, gardinur,
portiera o. m. fl.
— „Trikotel“ allra bezta hreinsunar-efni. —
Sækjum! Aðeins fyrsta flokks vinna! Sendum!
Fyrverandi f a g' m a ð u r efnalaugarinnar
„Glæsir“ sér um alla vinnu.
Fyrir nokkru vakti ferðalag
G af encu utanríkismálaráð-
herra Rúmena mikið umtal í
blöðum álfunnar. Hefir hann
m. a. farið til Berlínar, London,
Parísar og Róm og rœtt við
helztu stjórnmálamenn á þess-
um stöðum.
Gafencu varð utanríkismála-
ráðherra í vetur. Hefir þar bœtzt
við nýr maður á sjónarsvið
stjórnmálanna í álfunni og er
yfirleitt talið að mikils megi af
honum vœnta.
Gafencu er 47 ára gamall.
Hann er skozkur í aðra ættina.
Föðurafi hans var Skoti, sem í-
lendist í Rúmeníu og giftist þar
rússneskri konu. Á uppvaxtar-
árum sínum dvaldi Gafencu í
Sviss, en lagaprófi lauk hann við
háskólann í París. Á heimsstyrj-
aldarárunum gekk hann í rúm-
enska flugherinn og hlaut œðsta
virðingarmerki hersins fyrir
hreystilega framkomu. Eftir
styrjöldina hefir hann einkum
stundað blaðamennsku og er af
flestum talinn einn slyngasti og
ritfœrasti blaðamaður Rúmena.
Hafa blöð þau, sem hann hefir
stjómað, unnið sér miklar vin-
sœldir og aflað honum mikils
fjár.
Gafencu er glœsimenni í sjón
og framgöngu og málagarpur
mikill.
Enn er of snemmt að fella dóm
um hann sem stjórnmálamann.
Það var hans ráð, að Rúmenar
svöruðu þeirri fyrirspurn þýzku
stjórnarinnar, hvort þær óttuð-
ust árás frá Þjóðverjum, á þann
hátt, að þýzka stjórnin vissi sjálf
bezt um áform sín í þeim efnum.
Leiðrétting
Tímanum hefir fyrir nokkru borizt
leiðrétting frá form. Friðarvinafélags-
ins þess efnis, að félagið hafi ekki sótt
sjálft um leyfi til að flytja inn Gyð-
ingabörn, heldur hafi það aðeins mælt
með beiðni frk. Katrínar Thoroddsen.
Hafi því félaginu þess vegna ekki borið
að fullnægja neinum skilyrðum til þess
að innflutningsleyfið fengizt, og inn-
flutningurinn því ekki strandað á
neinni vanrækslu hjá því.
Þetta mun vera að nokkru leyti rétt.
í bréfi, sem Friðarvinafélagið skrifar
stjórnarráðinu 12. des. síðastl, segir,
„að Katrín Thoroddsen hafi farið þess
á leit að taka nokkur börn af Gyðinga-
ættum", og hafi hún tjáð félagsstjórn-
inni, að dómsmálaráðherra „óskaði
eftir að beiðni um þetta kæmi frá Frið-
arvinafélaginu“ og segist stjórn félags-
ins þar með verða „við þessari beiðni".
í bréfi, sém Friðarvinafélagið skrifar
stjómarráðinu seinna, sést líka að það
telur sig meira en meðmælanda með
beiðni frk. Katrínar, þar sem það geng-
ur eftir svari fyrir hennar hönd.
Það er með öllu rangt, að dómsmála-
ráðherra hafi óskað eftir slíkri beiðni
frá Friðarvinafélaginu, enda var engin
ástæða til afskipta þess af málinu.
Hefir frk. Katrín farið þar með ósatt
mál, þegar hún óskaði eftir milligöngu
félagsins. En þetta bréf Friðarvinafé-
lagsins er sú eina formlega „beiðni“,
sem stjórnarráðinu hefir borizt um inn-
flutning Gyðingabama og stafar af því
sá misskilningur, sem kom fram í Tím-
anum, að félagið hafi sótt um innflutn-
ingsleyfin fyrir sig. Leiðréttist það hér
með og þá jafnframt það, að félaginu
hafi staðið næst að uppfylla þau skil-
yrði fyrir innflutningsleyfunum, sem
sjá mátti á svarbréfi forsætisráðherra
að hann taldi nauðsynleg, en það var
trve-ging fyrir útflutningi barnanna til
ÍJR BÆIVUM
Leikfélagið
sýnir Tengdapabba í síðasta sinn á
morgun. Nokkrir aðgöngumiðar verða
seldir á kr. 1.50. Aðgöngumiðasala frá
kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 á morgun.
Meistaramót í sundknattleik,
úrslitakeppni, fer fram í sundhöllinni
á miðvikudagskvöldið. Keppa A-lið
Sundfélagsins Ægis og sveit Glímufé-
lagsins Armanns. Auk þess fer fram
keppni í fleiri greinum sundíþrótta.
Prestaskiptin.
Séra Sigurjón Þ. Árnason, sem hefir
starfað hér í Reykjavík í vetur, er nú
farinn til Vestmannaeyja aftur. Séra
Halldór Kolbeins, sem þjónaði í Vest-
mannaeyjum í vetur, er nýfarinn vestur
í nrestakall sitt í Súgandafirði.
Aðventa,
saga Gunnars Gunnarssonar, kom út
í dag í íslenzkri þýðingu eftir Magnús
Ásgeirsson. Bókin kom fyrst út á
dönsku haustið 1937 og hefir þegar
verið þýdd á mörg tungumál.
Hraðferðir
milli Akureyrar og Reykjavíkur eru
nú hafnar með bifreiðum. Voru nokkrir
skaflar mokaðir á Öxnadalsheiði í sl.
viku og er síðan sæmilega góður vegur
mestalla leiðina til Akureyrar. Bifreiða-
stöð Akureyrar annast þessar ferðir
þrisvar í viku, og 1. júní hefjast dagleg-
ar ferðir frá þeirri stöð, ýmist um
Borgames eða Akranes. Einnig mun þá
Bifreiðastöð Steindórs hafa ferðir
norður, eins og venjulega, um mitt
sumarið.
Happdrætti Kolviðameslaugar.
Þeir, sem fengið hafa vinninga í
happdrætti Kolviðamesslaugar, eru á-
minntir um að vitja þeirra fyrir 15.
júní, ella verða munirnir seldir og and-
virðið látið ganga til sundlaugarinnar.
Gestir í bænum:
Þorleifur Jónsson bóndi á Hólum í
Hornafirði, Pétur Sigfússon kaupfé-
lagsstjóri á Borðeyri, Halldór Sigurðs-
son, starfsmaður í kaupfélaginu í Borg-
arnesi.
Maður bíður bana
Á laugardaginn vildi það
það hörmulega slys til, að tóft-
arveggur hrundi yfir mann að
Staðarbakka í Miðfirði, Ingvar
Guðmundsson að nafni.
Var hann að rífa tóft á tún-
inu á Staðarbakka, ásamt bróð-
ur sínum. Hrundi þá einn vegg-
urinn og féll yfir Ingvar. Var
fljótt brugðið við að moka ofan
af Ingvari og jafnframt símað
eftri lækninum á Hvamms-
tanga. Þegar Ingvar náðist upp
úr rústinni, var hann andaður
og taldi læknirinn banamein
hans köfnun.
Ingvar var rösklega tvítugur
að aldri.
annars lands innan tiltekins tíma. Voru
það samskonar skilyrði og giltu þá ann-
ars staðar á Norðurlöndum. Eins og
málið stóð, var það hlutverk frk. Kat-
rínar en ekki Friðarvinafélagsins, að
reyna að fullnægja þessu skilyrði.
Framanritað bréf Friðarvinafélagsins
ber það með sér, að frk. Katrín hefir
sótt um leyfi til að flytja inn nokkur
börn, en ekki aðeins eift, eins og hún
hefir viljað vera láta í skrifum sínum.
Er það eitt af mörgum ósannindum
hennar í þessu máli.
Annars vísast til fyrri skrifa Tímans
um þetta mál. Þess skal aðeins getið,
að frk. Katrínu mun enn ekki hafa
fundizt það nógu fín mannúð, að taka
íslenzkt barn til fósturs, fyrst hún gat
ekki fullnægt svipuðum skilyrðum og
nú munu gilda annars staðar á Norður-
löndum fyrir innflutningi Gyðinga-
barna.
„Frjáls verzlun“.
(Framh. af 2. síðu)
ýðgisleg. Hún minnti á ófrelsi
dönsku einokunartímanna, þar
sem hver heimilisfaðir varð, að
viðlagðri mikilli hegningu, að
verzla á tiltekinni höfn við til-
tekinn kaupmann. Hér var um
að ræða hreinan og beinan við-
skiptafjötur í nýjum stíl.
Hinn frjálsi íslenzki borgari
mátti sig hvergi hræra í við-
skiptalegum efnum. Sonur, sem
tók við af föður, varð að fara í
sömu búð og foreldrarnir, jafn-
vel þó að honum væru skiptin
þar þvert um geð. Engin önnur
verzlun gat tekið við slíkum
manni, því að innflutningur
hvers árs var nákvæmlega mið-
aður við það „sem einu sinni
var“.
Eins og íslendingar eru gerð-
ir, þá una þeir ekki þvílíkri
kúgun. Þeir vildu mega nota þá
einu „frjálsu verzlun", sem
hægt var að framkvæma i land-
inu, og það var að flytja sig frá
verzlun, sem þeim var ekki að
skapi, i sitt félag, í verzlun, sem
þeir áttu sjálfir, og rekin var til
að veita þeim sannvirði.
Ég hygg að mörgum, sem réð-
ust á höfðatöluregluna síðan
1934 hafi ekki verið ljóst á hve
sterkum rökum hún var byggð.
Höfðatölureglan var hið eina
sýnilega tákn frjálsrar verzlun-
ar í landinu. Hún var hin eina
sönnun fyrir frelsi borgaranna
í viðskiptareglunni. Og hún var
eina úrræði hins venjulega
borgara til að verjast óeðlilegri
álagningu í skjóli haftanna.
Hvenær sem einhverjum heim-
ilisföður fannst sér vera stór-
lega misboðið með vöruverði í
búðinni, þá gat hann gerzt sinn
eigin kaupmaður, með því að
ganga í kaupfélag, og fá nauð-
synjavörur til heimilisins eftir
höfðatölureglunni — og með
sannvirði, mitt í höftum og dýr-
tíð.
Pramh. J. J.
Deilan um Danzig
(Framh. af 1. síðu)
háttað, er ekki ofsögum sagt, að
þeir, sem ráði Danzig, geti ráð-
ið yfir atvinnulífi Pólverja.
Hinsvegar eru tiltölulega lítil
viðskipti milli Danzig og Þýzka-
lands.
Þess vegna munu Pólverjar
ekki sleppa tilkalli til núverandi
réttinda sinna í borginni. Þau
eru óhjákvæmileg fyrir atvinnu-
legt sjálfstæði landsins. Deilan
um Danzig snýst því raunveru-
lega um það, hvort Pólverjar
eigi að halda atvinnulegu sjálf-
stæði sínu eða eiga það undir
geðþótta Þjóðverja.
LEIKFÍLAG
REYKJAVÍKUR
„Tengdapabbi"
Sænskur gamanleikur í 4 þátt-
um eftir Gustaf af Geijerstam.
Sýning á morgun kl. 8.
— Síðasta sinn. —
NB. Nokkrir aðgöngumiðar
seldir á aðeins 1.50.
Aðgöngumiðar seldir frá kl.
4—7 í dag og eftir kl. 1 á morg-
un. —
Meytið
hinna eggjahvítu-auðugu fiski-
rétta:
Fiskibuff,
Fiskibollur,
Fiskigratin,
Fiskibúðingar,
Fiskisúpur.
Allt úr einum pakka af mann-
eldismjöli. Fæst í öllum mat-
vöruverzlunum.
Heildsölubirgðir hjá
ÞÉR ættuð að reyna kolin og
koksið frá
Kolaverzlun
Sigurðar Ólafssonar.
Símar 1360 og 1933.
GAMLA EÍÓ-0***0-*0*
Mexikanskar
nætur
Bráðskemmtileg amerísk
söngmynd, er gerist meðal
hinna' lífsglöðu og dans-
andi íbúa Mexicóríkis.
Aðalhlutverkin leika hin
fagra:
DOROTHY LAMOUR,
„Hot“-söngstjarnan,
og RAY MILLAND.
NÝJA Bíó—
LJÓNA-
B8ÖF»1\GFV\
Æfintýrarík og spennandi
kvikmynd er gerist í Afríku,
gerð eftir Edgar Rice Burr-
oughs, höfund hinn heims-
frægu Tarzan-sagna.
tTLAGIM
fjörug og spennandi amer-
ísk Cowboy-mynd leikin af
konungi allra Cowboy-
kappa Ken Maynard og
undrahestinum Tarzan.
46 William McLeod Raine:
Það væri afleitt, því að hún hataði
hann bæði persónulega og af gömlum
vana. En hún varð að segja honum það,
vegna sjálfrar sín.
Lokkur úr liðuðu hárinu hafði fallið
fram yfir ennið, fyrir augun. Hún var
mjölug um hendurnar og varð því að
færa hann í samt lag með handarbak-
inu, um leið og hún leit til mannsins
og hóf máls, en var þó hálf feimin:
— Þarna með hnífinn — þegar ég
skar þig. Ég var bara með hann af til-
viljun í hendinni, þegar ég hljóp af stað
til hestsins. Ég var nýbúin að skera mér
víðitág. Þegar þú greipst í mig varð ég
hrædd og stakk í ofboði. Það var ekki
af því að ég ætlaði að særa þig.
Hún sagði þetta lágt og eðlilega, hann
gat tekið það sem afsökun, ef hann
vildi. Hann starði hörðum augunum í
augu henni.
— Og riffillinn þinn? Ég býst við að
það hafi bara viljað svo til að þú hélzt
á honum, að það hafi bara viljað svo til
að skotið hljóp af í áttina til mín?
Þetta napra svar gerði hana orðlausa.
Hún hafði snöggvast alveg gleymt riffl-
inum og hafði því ekkert svar á reiðum
höndum. En hann hafði tekið þetta svo
sem hún væri að réttlæta sig og það var
nóg. Þetta særði stærilæti hennar og
hún kom upp um reiði sína, með því að
Flóttamaðurinn frá Texas 47
grípa andann á lofti.
— Ég held að þú sért andstyggileg-
asti maður, sem ég hefi nokkurntíma
kynnzt, hrópaði hún. — Ég skal aldrei
tala við þig oftar og guði sé lof fyrir að
ég er laus við þig undir eins og vinir
mínir koma.
Þú verður þá aftur meðal þess fólks,
sem þú getur notað eins og gólfþurkur.
Vertu samt ekki of viss um, að þú þurf-
ir aldrei að tala við mig aftur, því ein-
hverntíma mun ég spyrja þig einnar
eða tveggja spurninga, um blýkúluna,
sem þú sendir mér.
— Þetta þorir þú að segja eftir allt
það, sem þú hefir gert okkur? Ó, þú
verðskuldaðir að vera skotinn tuttugu
sinnum!
— Þetta eina sinn hefði verið nóg, ef
þú hefðir bara verið hæfnari, sagði
hann í sama hæðnistón og vant var. —
Þú ert of veikgerð til að vera dugleg til
slíks, til þess þarf sterkar taugar. Þú
hefðir átt að vera kyrr á brúninni og
halda áfram að skjóta á mig, en í þess
stað verður þú hrædd og hleypur. Vegna
þess fékkst þú hýðinguna, sem kemur
þér til að gretta þig í hvert sinn, er þú
sezt niður. Nei, góða mín, þeir, sem ætla
að drepa, verða að vera óskiptir við það.
— Ég reyndi aldrei að drepa þig, slapp
út úr henni.
Börn fá ekki aðgang.
Búín að opna
Yeitingaskála minn við HYítárbrú.
Theodóra Sveínsdótiír.
Tilkynning
Vegna rýmkunar innflutnings á nokkrum kornvörutegund-
um sjáum við okkur fært að lækka verð á eftirtöldum vörum:
Hveíti, Haframjöií, Hrísgrjónum.
Spyrjiö um verft í búöum okkar.
Félag matvörukaupmanna í Reykjavík.
lYý bók:
A Ð V E N T A
eftir GUNNAR GUNNARSSON, kom út í dag, í íslenzkri þýðingu eftir Magnús
Ásgeirsson. Bókin er gefln út í tilefni af fimmtugsafmæli skáldsins. Aðventa
lýsir vetrarferðalagi manns, sem enn er á lífi og margir kannast við.
Erlendis fékk þessi bók svo góðar viðtökur, að í Danmörku einni hefir
hún verið prentuð í mörg þúsund eintökum, og auk þess verið þýdd á fjölda-
mörg tungumál. —
Verð kr. 4.00 heft og kr. 6.00 í bandi. — Fæst hjá öllum bóksölum.
BÓKAVERZLLN IlflílMSKKIMÍU H.F.
LAUGAVEGI 38. — SÍMI 5055.
Graiið grær —
Gleymið ekkl að tryggja
ykkur g ó ð a sláttuljái
í tæka tíð.
Eylandsljáírnir irá Brusletto
reynast bezt.
Þeir eru haudslegnir
og hertir í viðarkolum.
Samband ísLsamvinnuíélaga
Sími 1080.
Viilzkjinfiomir.
ACCUMULATOREN-FABRIK,
DR. TH. S0NNENCHEIN.
f ÚTBREIÐIÐ TÍMANNf