Tíminn - 30.05.1939, Side 1

Tíminn - 30.05.1939, Side 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMADUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1d. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1D. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, þriðjudagiim 30. mai 1939 61. blað Ný Hafnaríjarðardeila Kommúnístar sýna, hvemíg þeír myndu nota yiirráðin í verklýðssamtökunum, ei þeir fengju þau í sínar hendur í Hafnarfirði hafa undan- farna daga gerzt atburðir, sem sýna glöggt, hverjar afleiðingarnar yrðu, ef kommúnistar fengju aukin völd í verkalýðsfélögum landsins. Kommúnistar komust til valda í Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði síðastl. vetur með tilstyrk íhaldsmanna. Var fylgi stjórnmálaflokkanna í félaginu þá háttað þannig, að Alþýðu- flokksmenn voru fjölmennastir, Sjálfstæðismenn þar næst, en kommúnistar fámennastir. Fyrsta verk kommúnistanna í stjórn félagsins var að koma því til leiðar, að tólf Alþýðuflokks- menn væru reknir úr félaginu undir því yfirskyni, að þeir væru atvinnurekendur. Gátu þó fæst- ir þeirra talizt það, enda var á- stæðan fyrir brottvikningunni sú, að sumir þeirra voru helztu málsvarar Alþýðuflokksmanna á félagsfundum. Þessi brottvikning varð til þess að langflestir Alþýðuflokks- mennirnir gengu úr félaginu og stofnuðu nýtt félag, Verka- mannafélag Hafnarfjarðar. Ollu þessi mál miklum deilum og við- sjám, sem lauk með þeim úr- skurði Félagsdóms, að þótt Verkamannafélag Hafnarfjarð- ar væri löglega stofnað, gætu atvinnurekendur ekki samið við það, nema þeir hefðu áður sagt upp samningum við Hlíf með þriggja mánaða fyrirvara. Varð því niðurstaðan sú, að meðlim- ir Verkamannafélags Hafnar- fjarðar gengu aftur í Hlíf, en félagið hélt áfram starfsemi sinni sem einskonar flokksfé- lag Alþýðuflokksmanna í verka- lýðsmálum. Verkfall, sem stjórn Hlífar efndi til í þessu sambandi, úr- skurðaði Félagsdómur ólöglegt. Glæsílegt próf Fyrst í stað virtust kommún- istar una vel þessum málalok- um, enda mátti miklu frekar telja þau þeim í vil. Þann 19. þ. m. var haldinn fundur í Hlíf. Flestum á óvænt byrjaði formaður félagsins þar að rifja upp þessi gömlu deilu- mál og lagði að lokum fram til- lögu, sem m. a. hljóðaði á þessa leið: ....Fundur í Verkamannafél. Hlíf, haldinn 19. maí 1939, álykt- ar að þeir meðlimir Hlífar, sem gengið hafa í hið svokallaða Verkamannafélag Hafnarfjarðar og eru jafnframt meðlimir þess, verði að skrifa og undirrita úr- sagnir úr Verkamannafélagi Hafnarfjarðar og afhenda þær stjórn Hlífar innan 5 daga frá 19. þ. m. að telja. Að öðru leyti teljast þeir ekki lengur meðlim- ir Hlífar. . . . Síðan sé atrvinnu- rekendum tilkynnt, að þeir menn — ef nokkrir verða — sem ekki vilja segja sig úr Verkamanna- félagi Hafnarfjarðar, séu ekki löglegir meðlimir Hlífar og njóti því ekki vinnuréttinda svo lengi sem nokkur Hlífarmaður er fá- anlegur til vinnu.“ Tillaga þessi var samþykkt og það jafnframt, að víkja þremur forystumönnum Verkamannafé- lags Hafnarfjarðar tafarlaust úr Hlíf. Á fundinum voru um 50 manns, en i félaginu munu vera nærri 400—500. Meðlimir Verkamannafélags Hafnarfjarðar ákváðu strax að hafa þessa samþykkt að engu. Á fundi, sem félagið hélt síðastl. föstudag, var ákveðið að vísa þessu máli til úrskurðar Félags- dóms. Langflestum Sjálfstæðis- manna í Hlíf þótti einnig of langt gengið, enda þótt lítil vin- átta hafi verið milli þeirra og Al- þýðuflokksmanna á undanförn- um árum. Hafa þeir sérstakt fé- lag og var þar samþykkt að (Framh. á 4. síðu) Tilboðið um hitaveituna Breytíngar, sem Jónas Jónsson telur nauð- synlegar Bæjarstjórn Reykjavíkur hélt fund síðastl. laugardag og var tilboð Höjgaard & Schultz um byggingu hitaveitu til annarrar umræðu. Jónas Jónsson gerði þar ítarlega grein fyrir þeim á- göllum, sem væru á tilboðinu og var þeirra helztu getið í seinasta blaði Tímans. Taldi hann nauð- synlegt að reynt yrði að fá breytingar á eftirfarandi atrið- um, áður en endanlega yrði á- kveðið að taka tilboðinu: 1. Að afborganir af láninu verði þannig, að á 8 árum verði greiddur helmingur lánsupp- hæðarinnar, með jöfnum árleg- um greiðslum, en það sem þá er eftir ógreitt, falli í gjalddaga á 8. árinu, ef ekki tekst að fá lánstímann lengdan. 2. Að áhættuþóknun danska ríkisins falli niður eða lækki. 3. Að Landsbanki íslands og Nationalbanken ákveði sameig- inlega hverjar danskar inneign- ir hér greiðist af lánsfénu og i hvaða röð. 4. Þar sem firmað ákveður sér 60 þús. kr. fyrir að gera fullnað- aráætlanir og teikningar, þá lækki firmað umboðslaun sín úr m% niður í iy2%_2%. 5. Að það sé skýrt og ákveðið fram tekið, að engin önnur vatnsréttindi séu veðsett til tryggingar láninu en hitavatns- réttindi bæjarins. 6. Að pípur í aðalieiðslurnar séu steyptar hér á landi og efn- ið í þær flutt hingað til landsins á þessu ári. 7. Að firmað gefi fullnægjandi tryggingar fyrir því, að verkið verði vel af hendi leyst og komi að tilætluðum notum. 8. Að bærinn hafi rétt til þess að leita tilboða í það efni, sem ekki er fast tilboð um frá firm- anu. 9. Ef veðhafi gengur að veðinu (hitaveitunni m. m.) vegna van- skila bæjarins, þarf að vera tryggt, hvort sem veðhafi rekur (Framh. á 4. síðu) Enski landbúnaðarmálaráðherrann, Dorman-Smith. Landbúnaðurínn í Bretlandi Með vélaiðjunni í Bretlandi hófst hnignunarskeið fyrir land- búnaðinn þar og má heita að það hafi haldizt næstum óslitið síðan. Afleiðingin hefir orðið sú, að Englendingar þurfa að sækja megnið af þeim landbúnaðaraf- urðum, sem þeir nota, til ann- arra landa. — Á heimsstyrj aldarárunum jókst landbúnaðarframleiðsla Breta nokkuð, en strax að styrj- öldinni lokinni sótti í sama horf- ið og áður. Árið 1921 voru 30.973 þús. ekrur í ræktun á Bretlandi, en 1934 voru ekki nema 29.630 þús. ekrur í ræktun. Einkum hafði akuryrkjunni hnignað á þessum árum. Árið 1924 stund- uðu 923 þús. manns þar land- búnaðarvinnu, en 1934 ekki nema tæp 800 þús. Margir af þekktustu mönnum Breta hafa iðulega varað við þeirri hættu, sem stafaði af þessari hnignun landbúnaðar- ins. Hafa þeir einkum fært tvær um væri landbúnaðurinn ein traustasta vörn þjóðarinnar,. ef óvinum tækist að hefta sigling- ar að meira eða minna leyti til landsins. Sá maður, sem ákveðnast hef- ir talað máli landbúnaðarins í seinni tíð og krafizt aukins stuðnings honum til handa, er Lloyd George fyrv. forsætisráð- herra. Þótt margir merkustu menn Breta hafi talað máli landbún- aðarins hefir hann átt litlu fylgi að fagna í þinginu. Stóru flokk- arnir hafa fyrst og fremst hugs- að um fylgi sitt í stórborgun- um og ekki þorað að styrkja landbúnaðinn á neinn hátt á kostnað þeirra. Samveldislönd Breta, eins og t. d. Ástralía og Nýja Sjáland, hafa aðalmarkað fyrir landbúnaðarvörur sínar í Bretlandi og enska stjórnin hef- ir ógjarnan viljað styggja þau með verulegum hömlum eða tollum á þessum innflutningi. - irnar ælu upp hraustari og betri þjóðfélagsborgara en stór- borgirnar og á styrjaldartím- A. KROSSGÖTUM Síldveiðar Akranesbátanna. — Bindindismálafundir. — Skallagrímsgarður Borgarnesi. — Þrastaskógur. —íslandssýningin í New York. Nýlega hafa fimm stúdentar lokið lögfræðiprófi við há- skólann hér. Náði einn þeirra, Ólafur Jóhannesson, betri próf- einkunn heldur en nokkur annar lögfræðingur hefir fengið við háskólann, alls 155 stig. Áður hafði Bjarni Benediktsson náð beztu prófi og fengið 146 y3 stig. Ólafur Jóhannesson er Skag- firðingur, sonur Jóhannesar bónda Friðbjarnarsonar í Stór- holti í Fljótum og Kristínar Jónsdóttur konu hans. Ólafur er 26 ára að aldri, fæddur 1. marz 1913. Hann stundaðí menntaskólanám á Ak- ureyri og lauk þar stúdentsprófi vorið 1935 með I. einkunn, 6,93. Hóf nám í lagadeild háskólans um haustið- Hefir hann tekið mikinn þátt í félagslífi háskóla- stúdenta og meðal annars átt sæti í stúdentaráði. Óvenjuleg aílabrögS mega það teljast, um þetta leyti árs, áð vélbátar á Akra- nesi, hafa undanfarið lagt stund á síldveiðar í Faxaflóa. Veiða þeir í rek- net, og mun aflinn oftast hafa verið frá 40—100 tunnur í róðri. Þá fékk einn báturinn eitt sinn 160 tunnur. Síld þessi er fyrir milligöngu Magnúsar Andréssonar seld til Þýzkalands. Er hún látin laus í skipin og ísuð með sama hætti og þorskurinn á ísfisk- vertíð. Hafa Ólafur Bjarnason, Hilm- ir og Hafsteinn farið í sína ferðina hver með sildarfarm til Þýzkalands, og Gull- foss tvær ferðir. Haukanesið er að hlaða, en togararnir Júní, Júpíter, Óli Garða og Maí eru ráðnir til einnar ferðar hver. Verða það vísast síðustu ferðirnar að þessu sinnl, þar eð Þjóð- verjar fara nú sjálfir að veiða síld. Faxasíldin hefir líkað vel. Veiðibát- arnir fá 9 krónur fyrir tunnu, en út- flutningsskipin hafa farið með frá 550—1000 tunnur í ferð. Það, sem búið er að flytja út, er 4768 tn., að meðtöldu því, er Haukanes fer með í kvöld. En Akurnesingar búnir að veiða síld fyrir um 40 þús. krónur í vor. r t t Stúkan Frón nr. 227 boðar til funda í sumar i Keflavík og að Strönd á Rangárvöllum, undir forustu æðsta templars síns, Ludvigs C. Magnússon- ar skrifstofustjóra. Verður Keflavíkur- fundurinn haldinn 11. júni og fundur- inn að Strönd 2. júlí. Eru allir vel- komnir á fundi þessa. Stúkan Frón hefir á síðari árum starfað allra stúkna mest að fundarhöldum utan Reykja- víkur í þágu bindindismálsins og for- ystumenn hennar sýnt mikinn áhuga í útbreiðslustarfi sínu. Hafa fundir þess- ir verið vel undirbúnir og orðið til mik- ils gagns. t t t Tíðindamaður Tímans hefir átt tal við frú Geirlaugu Jónsdóttur, í Borg- arnesi, sem er formaður garðnefndar kvenfélagsins í þorpinu, sem hefir stjórn og umsjón hins svonefnda Skallagrímsgarðs. Er forsaga þessa máls sú, að árið 1930 keypti ungmenna- félagið í Borgarnesi, kvenfélagið þar og hreppurinn dys Skallagríms, sem liggur í nær miðju Borgarneskauptúni, og túnið umhverfis hana. Síðar eignað- ist kvenfélagið eitt dysina og túnspild- una umhverfishana.Hefir á undanförn- um árum verið að því unnið að breyta þessu svæði I fallegan skrúðgarð. Nýt- ur kvenfélagið til þess ofurlítils styrks úr sýslusjóði og hreppssjóði. Fyrstu trjáplönturnnar voru settar niður árið 1931 og hefir síðan verið bætt við á hverju vori, bæði innlendum trjáplönt- um, svo sem reyni og birki, og útlend- um plöntum. Hafa Hvanneyringar oft unnið nokkuð í garðinum á vorin, og nú í vor verður þar garðyrkjumaður í einn mánuð við gróðursetningu og umhirðu trjáa og blóma og ýmsar lag- færingar, er framkvæma þarf. Síðast- liðið ár efndi kvenfélagið til happ- drættis til ágóða fyrir Skallagríms- garðinn. Færði það félaginu talsverðar tekjur, sem allar renna til umbóta í ástæður fyrir máli sínu: Sveit- Hjálpar þess vegna margt til þess, að landbúnaðurinn í Bret- landi hefir orðið einskonar hornreka þess opinbera. Hinn vaxandi stríðsótti og víg búnaður í Bretlandi ‘"hefir nú komið landbúnaðinum þar til hj álpar. Chamberlain forsætis ráðherra, sem er gamall iðju höldur í stórborg, hefir jafnan litið smáum augum á enska land búnaðinn og talið hyggilegra að reyna að auka útflutning iðn- varnings með skiptum á land búnaðarvörum. Hann vildi því lengi vel ekkert sinna þessum málum, en liðsmenn landbún aðarins í hans eigin flokki sóttu stöðugt fastar á og um tíma í vetur leit út fyrir að þessi mál myndu valda klofningi í íhalds- flokknum. Fóru svo leikar, að Chamberlain sá þann kost vænstan að láta undan og skipta um landbúnaðarmálaráðherra. Tók við því starfi tiltölulega ungur maður, Reginald Dor- man-Smith, sem verið hafði einn helzti forystumaður þeirra, er heimtuðu opinberar aðgerðir til eflingar landbúnaðinum. Dorman-Smith hefir gengið að því með miklu kappi að bæta aðstöðu landbúnaðarins og skapa aukinn áhuga, bæði þjóð- arinnar og bændanna sjálfra fyrir aukningu landbúnaðar framleiðslunnar. Hefir ríkið m a. heitið tveggja sterlingspunda verðlaunum fyrir hverja ekru af graslendi, sem nú er í órækt, en búið verður að plægja og undir- búa til sáningar fyrir 30. sept næstk. Er gert ráð fyrir að þetta verði til þess, að 250 þús. ekrur, sem nú eru í órækt, verði búnar undir ræktun í sumar. Þá hafa verið gerðar ráðstafanir til að safna birgðum af fræi, fóðurvör um, áburði og vélum, sem ekki (Framh. á 4. síöu) garðinum. Ætlun þeirra, sem að þessu standa, er sú, að þegar ár líða geti Skallagrímsgarðurinn á sína vísu orðið jafnmikil prýði þorpinu og héraðinu og trjágarðurinn á Akureyri er nyrðra og Hellisgerði fyrirHafnarfjarðarkaupstað. r r r Ungmennasamband íslands á sem kunnugt er Þrastaskóg við Sog. Gaf Tryggvi Gunnarsson því skóginn á sínum tímum. Allur er skógurinn lág- vaxinn og kræklóttur og má heita kjarr eitt, enda illa kominn er hann var friðaður, en mun vera í vexti. Um margra ára skeið hafa barplöntur ver- ið gróðursettar í skóginum í skjóli við kjarr og lyng. Voru fyrstu barplönt- urnar gróðursettar þar fyrir tólf ár- um og eru þær nú orðnar á annan metra á hæð. Hefir dálitlu verið plant- að þar á hverju ári síðan. Meginþorri þessara plantna lifir, þótt þær séu seinþroska. Telja þeir, sem fylgzt hafa með gróðursetningu útlendra barr- plantna i skóginum, að um þrír fjórðu hlutar plantnanna nái að festa rætur í hinum nýja jarðvegi. í ár verða sex hundruð furuplöntur gróðursettar i Þrastaskógi og er það gjöf frá norskum vini ungmennafélaganna hér. Gróður- setti fólk úr Félagi ungra Framsóknar- manna í Reykjavík helming þessara plantna nú um hvítasunnuna, en af- ganginum planta ungmennafélagar út nú á næstunni. r r r Samkvæmt skeyti frá New York (Framh. á 4. síðu) Á víðavangi Tímanum hefir nýlega borizt bréf úr Árnessýslu, þar sem vak- in er athygli á því, aS hafið sé hverskonar brask með jarðhita- svæðin og geti það haft hinar alvarlegustu og verstu afleið- ingar. Er hér um svo mikilsvert mál að ræða, að sjálfsagt þyk- ir að birta þessar hugleiðingar. * * * Fyrir aðeins fáum árum voru mönnum óljós þau verðmæti, sem fólust í jarðhitanum. Að undanteknum örfáum smærri hitaveitum, var fyrst vakin at- hygli á hverum og laugum til upphitunar húsa, þegar Jónas Jónsson hóf baráttu sína fyrir iví, að héraðsskólarnir yrðu reistir á jarðhitasvæðum. Skóli Borgfirðinga var á Hvítárbakka. Ýmsir vildu reisa skóla Þingey- inga á Grenjaðarstað. Á Suð- urlandi kom til greina, að reisa skóla við Ölfusárbrú, á Eyrar- bakka, Ólafsvöllum o. v. Hvernig væru þessir skólar settir nú, ef sú skammsýni, sem í þessu fólst, hefði sigrað? Marga hnútuna fékk J. J. fyrir kaupin á Reykja- torfunni í Ölfusi. Hver vill nú vita þá ráðstöfun? Hver vill óska iess að Reykjatorfunni væri skipt í margar einstaklingslóð- ir, sem gengi kaupum og sölum, vitanlega með okurverði? * * * í Biskupstungum í Árnes- sýslu eru mikil jarðhitasvæði. Geysir í Haukadal er nú ríkis- eign. Má þakka það framsýni og myndarskap Siguröar Jónas- sonar forstjóra í Reykjavík. Laugarás er eign Grímsnes- læknishéraðs. Enn eru forráða- menn hlutaðeigandi hreppa ekki farnir að braska með laugarnar iar. í landi Stórafljóts er Reykholtshver. Gamall maður, Jón Halldórsson, gaf Biskups- tungnahreppi Stórafljót og hver- inn. Oddvitinn, Guðjón Rögn- valdsson, mun hafa átt veru- legan þátt í þessari ágætu ráð- stöfun. En hvað skeður? Hrepps- nefndin mun tæplega hafa ver- ið búin að taka formlega á móti eigninni, þegar hún seldi manni gjöfina fyrir rúmlega eins árs útsvar í hreppnum. * * * Á Syðri-Reykjum í sama hreppi er mjög vatnsmikill hver, sem spýtir óhemju gufu. Ríkir og tekjuháir læknar úr höfuðstaðnum hafa keypt sér- réttinn til að hagnýta þessa miklu orku. Enn mun þó bónd- inn þarna ráða yfir nokkrum jarðhita handa skylduliði sínu. Sennilega lokka efnaðir launa- menn úr Reykjavík það, sem hann hefir enn óselt, smátt og smátt af honum. . * * * Mikið er um það rætt að fólk- ið streymi úr sveitum til sjáv- ar. Þetta er reynt að koma í veg fyrir með bættum skilyrðum I sveitum: Skólum, nýbýlum, ræktunarstyrkjum, húsabóta- styrk, bættum samgöngum og samgöngutækjum, skipulagi á afurðasölu o. fl. Þrátt fyrir góðan vilja hins opinbera gagn- vart sveitunum, er bæjalífið einlægt lokkandi, föst, viss pen- ingalaun, hátt tímakaup, þægi- leg húsakynni, reglulegri skipt- ing milli vinnu og fría, auðveld- ara með nám o. fl. Til þess að sæmilega álitlegt sé að stofna heimili í sveit, þarf auðveldari og hagkvæmari möguleika til að ná í peninga, sem hrökkvi fyrir stofnkostnaðinum. Ræktun og húsabyggingar kosta meira en svo, að eignalitlir unglingar geti reist sér byggð og bú. Enn er ekki hægt að fá leigðar jarðir svo neinu nemi með tryggilegum og góðum kjörum, því síður bú- stofn, hvorki búfénað né búsá- höld, en í bæjunum er ávallt hægt að fá leigðar íbúðir án fyrirframgreiðslu og æði oft með húsgögnum. Aðstöðumun- urinn er því auðsær. * * * En hvað kemur þetta jarðhit- (Framh. á 4. siðui

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.