Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1939næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 30.05.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.05.1939, Blaðsíða 4
244 TÍilirVTV. þriðjmlaginn 30. maí 1939 61. blað Últ BÆMJM Íslandsglíman verður háð á íþróttavellinum annað kvöld og hefst klukkan 8,15. Þátttak- endur eru að þessu sinni tlu úr tveim félögum, Glímufélaginu Ármann og Knattspyrnufélagi Vestmannaeyja. Vestmannaeyingarnir eru þrir, þeir Sigurður Guðjónsson, Engilbert Jónas- son og Haraldur Sigurðsson. Úr Glímu- félaginu Ármann eru Guðmundur V. Hjálmarsson, Sigurður Hallbjörnsson, Skúli Þorleifsson, Ingimundur Guð- mundsson, Jóhannes Bjarnason, Jó- hannes Ólafsson og Kjartan Guðjóns- son. — Sigurvegari á Íslandsglímunni í fyrra og núverandi beltishafi er Lár- us Salomonsson. Adam Rutherford flytur erindi 1 Iðnó á morgun mið- vikudag kl. 8,30 um píramídann mikla, sem vísindalega opinberun. Þar verður sýnt líkan af píramídanum og upp- drættír. Erindið verður túlkað og er öllum heimill aðgangur Skrúðg'arðsnefnd Skallagrímsgarðs í Borgarnesi biður þess getið, að aug- lýsing hennar um happdrættisvinninga í síðasta blaði Tímans hafi verið röng, þannig að vegna misskilnings voru ekki birt hin réttu númer. — í auglýsing- unni, sem birtist í dag, er þetta hins- vegar leiðrétt. Á víðavangt. (Framh. af 1. síðu) anum við? Ég nefndi áður jarð- hitasvæðin í Biskupstungum og hvernig komið væri í bili með hann. í þessari sveit, sem er ein- hver hin bezta í allri Árnessýslu, er unga fólkið ekki tryggt at- vinnulega. Efnaðir læknar úr Reykjavík munu hafa lagt 10 þús. kr. í kaup á landi og jarð- hita á Reykjum. Vitanlega er þetta tilraun, sem þeir gera til þess að auka tekjur sínar og sennilega nokkuð örugg. Hefði nú ekki verið bæði æskilegra og eðlilegra, að 20 ungir menn og ungar stúlkur í Biskupstung- um hefðu komið með sínar 500 krónurnar hvert og þannig tryggt sér það, sem læknarnir fengu, valið einn úr sínum hópi, til þess að hafa framkvæmd á hendi og á þennan hátt aukið tekjur sínar og um leið vakið almennan áhuga í sveit sinni fyrir ræktun grænmetis. Hefði ekki legið nær fyrir hreppsnefnd Biskupstungna- hrepps að notfæra sér gjöf Jóns Halldórssonar á þann hátt, sem hér hefir verið bent á til stuðn- ings hinu unga fólki hreppsins beinlínis, heidur en að selja Reykholtshver Reykvíking fyrir háðungarverð? Verð sem nem- ur rúmlega eins árs útsvari gjaldenda hreppsins. Landbúnaðurínn í Breílandi (Framh. af 1. síðu) sé gripið til nema á ófriðartim- um. Ein ráðstöfun Dorman-Smiths er sú að koma upp sjálfboðaliði kvenna, sem læri landbúnaðar- störf í þeim tilgangi að takast þau á hendur í stað karlmanna, ef ófrið ber að höndum. Hefir þegar margt af borgarstúlkum gefið sig fram í þessum tilgangi og þykir það boða æskileg stefnuhvörf, þar sem kvenfólk sækir oftast meira til borganna en karlmenn. Auk þeirra ráðstafana, sem þegar hafa verið gerðar, eru margar fleiri í undirbúningi. Einkum virðist lögð áherzla á aukningu akuryrkjunnar. Þótt landbúnaði Breta hafi hrakað í seinni tíð, hefir trú þeirra á þýðingu sveitalífsins engan veginn dvínað. Má m. a. marka hana á hinum löngu frí- um um helgar, sem helztu at- hafnamenn þeirra nota til dvalar á sveitasetrum sínum. í skaut sveitanna sækja þeir hvíld og þrótt, sem léttir þeim hina vandasömu og erfiðu stjórn hins víðlenda ríkis. Tilboðið um hitaveituna (Framh. af 1. síðu) fyrirtækið sjálfur eða selur það, að bærinn geti síðar, hvenær sem er, leyst til sín veðin, með því að bæta úr vanskilunum. 10. Að sérstök samninganefnd, sem skipuð verði með samkomu- lagi bæjarstjórnar og ríkis- stjórnar, verði falið að ganga frá endanlegum samningum við H. & S. á þeim grundvelli, sem samkomulag næst um.“ Eftir nokkrar umræður var samþykkt að fresta afgreiðslu máisins í bæjarstjórninni og mun verða haldinn bæjarstjórn- arfundur um það í dag. Jónas Jónsson bar framangreindar á- lyktanir sínar ekki fram í til- löguformi, heldur til hliðsjónar fyrir þá, sem um málið ættu að fjalla. Skrifstofa Framsóknarflokksins í Reykjavík er á Lindargötu 1 D Framsóknarmenn utan af Franskur málsháttur hljóöar á þessa leið: Hugur barnsins er jörð, sem við eigum að sá í, hirða um, girða og vökva með ástúð. Englendingar segja: Góð menntun er bezta kjöl- festa, sem þú getur gefið barni þínu, í siglingunni um lífsins sjó. Meðal Finna er máltœki: Matvöndu barni er bezt að bíða svengdar. Þjóðverjar hafa að orðtaki: Kenndu barni þínu, að fólk eigi að afla áður en það eyðir, og lœra að hlýða áður en það tekur að skipa öðrum fyrir. í Kína er sagt: Hverju barni skal kennt að virða og elska félaga sína, hlýða foreldrum slnum, taka tillit til þeirra aumu og aldurhnignu og bera lotningu fyrir forfeðrum slnum. Spánverjar segja: Láttu barnþitt skilja,að menn- irnir hafa skapað og viðhaldið siðferðishugmyndum sínum, til þess að vernda sig fyrir sjálfum sér. í Svíþjóð er þetta máltœki ttl: Æskulýðurinn er eins og ynd- islegar jurtir í lokuðum garði. Lykillinn að hliðinu er glataður. Danír segja: Láttu barn þitt ekki verða neitt ógnarvald i húsinu.Kenndu því, að það sért þú, sem rœður. í Austurríki var sagt: Hvergi er mjöllin jafn hrein og sólskinið jafn hlýtt og í hlíðum bernskunnar. íslenzkur málsháttur gefur þessa ráðleggimgu i uppeldis- málum: Enginn verður óbarinn biskup. * * * í vetur olli gengismálið og stjórnarmyndunin allhörðum deilum í þingflokki Sjálfstœðis- manna og mun Gísli Sveinsson þá í rœðum sínum venjulega hafa nefnt flokksbrotin „við og þið“. Um þetta kvað einn þing- flokksbróðir hans m. a.: Semdu við þig sjálfan frið svona rétt um tíma. Vertu ei við „við og þið“ í vonleysi að glíma. Semdu við þig sjálfan frið sýslumaður Vikur. Við erum bœði „við og þið“, vei þér, ef þú svíkur. * * * Grover Whalen, forstöðumað- ur heimssýningarinnar í New York, hefir lýst yfir því, að fólk, sem komi á sýninguna, muni ekki verða þar vart við eina einustu flugu. Hefir vélum, sem tortíma flugum, verið komið fyrir í hverjum skála. En til þess að sýna, hve stórvirkur þessi útbúnaður er, hefir hann gert samning víð mann einn, er skal daglega láta af hendi fjórar milljónir flugna, er síðan á að ofurselja dauðanum, meðan á sýningunni stendur. í samningn- um er tekið fram, að um ung- flugur, jómfrúr, eigi að vera að rœða. Þær hafa sem sé meiri lífskraft og mótstöðuþrótt en hinar, sem hafa kynnzt gleðinni þeirri að vera makar og mœður. Á krossgötum. (Framh. af 1. slðu) höfðu 56 þús. manns skoðað íslands- deild heimssýningar á hvltasunnudag. Hefir því tala gestanna nær tvöfald- ast á níu dögum, því að kvöldi hins 19. þ. m. var hún 29 þús. Meðaltala sýningargesta á dag frá opnum sýn- ingarinnar er um 2000. Dómar um sýninguna eru mjög góðir. Maðurinn fullyrðir, að hann geti einnig staðið við þetta atriði samningsins. landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. fJtbrciðið TlMAIVK 58 Willíam McLeod Raíne: Flóttamaðurinn frá Texas 59 hefði tekið hattinn í því augnamiði, að vita hvort nokkuð væri á honum að græða. — Rétt er nú það, svaraði hann. — Þú hefir fengið góðan hatt og það eru þó alltaf sárabætur. — Það væri gaman að vita hvaða nafn stafirnir W. B. eiga að tákna, sagði Molly og leit ertandi á Taylor. — Sá, sem heitir því nafni getur verið útlagi eða hrossaþjófur án þess að við vitum. — Máske reglulegt varmenni, sagðí Taylor og mætti augnaráði hennar ó- hikað. — Við vitum að hann er hatta- þjófur, getur vel verið að hann sé einn- ig morðingi og þrælmenni. Molly vissi að skeyti hennar hafði hæft, þó það sæi ekki á honum. Hún hafði sagt honum, að hann hefði stol- ið hesti frá Clem Oakland og hann hafði aftur á móti kastað framan i hana ónöfnunum, sem hún hafði áður nefnt hann. Hann var harðskeyttur, hver svo sem hann var í raun og veru, annars hefði hann ekki þorað að varpa þessu framan í hana. Raunverulega var hann að spyrja, með þessu, hvers vegna hún segði ekki sýslumanninum að hann hefði stolið hesti frá Clem Oakland. Sýslumaðurinn gekk á undan út. — Allir af stað til bæjar, kallaði hann glaðlega. Molly stökk á bak á jörpum, vamb- miklum klár, og Walsh stytti i ístöðun- um, svo að þau yrðu henni mátuleg. — Ég varð að sleppa Gypsy, þegar við komum til Berry-kofans, sagði hún. — Veiztu hvort hann hefir komizt heim? — Hann kom h eim strax fyrstu nóttina. Buck var við hesthúsið og hleypti honum inn. — Það var gott, ég var hrædd um að hann myndi ekki rata. — Hann var afar illa til reika, skinn- ið. — Molly laut að Walsk áður en hún spurði næstu spurningar, sem hún bar fram mjög lágt: — Var nokkur hestur með honum? — Já, hann var ekki einn. Sýslu- maðurinn leit á hana brúnum augun- um, og henni sýndist hann búa yfir ein- hverju. — Stór klár1, sokkóttur og með blesu, spurði hún. — Merktur C. O., svaraði hann. Hún kinkaði kolli og.virtist ekki ætla að segja meira, en Walsk sagði: — Taylor hefir auðvitað riðið honum. Þetta var fullyrðing, en ekki spurn- ing. Molly leit í kring um sig, til þess að fullvissa sig um, að enginn heyrði til þeirra. „Hín dýpri rök“ (Framh. af 2. síðu) mjög ómerkilegt. Ég er ekki vel kunnugur þessum aðferðum Vökumanna, en ég hygg þó, að flestar þeirra hafi verið þekktar áður í skólum þessa lands. Jafn- vel „pokarnir“ eru ekkert nýtt fyrirbrigði, heldur ævagamalt úrræði við ölóða menn. Hefi ég heyrt, að þeir hafi verið hafðir til taks á íþróttamóti í Ferju- koti fyrir mörgum árum. J. J. segir um drykkjuskapinn á íþróttamóti Borgfirðinga, að það sé „dálítið undarlegt, að hann skuli hafa fengið óátalið að þrífast þar ár eftir ár, þangað til hin ytri atvik komu, ef ekk- ert samband er þar á milli.“ Það er ekki rétt, að hann hafi þrifizt þar óátalið. Ár eftir ár voru lög- regluþjónar, 2—4, á mótinu, en gallinn var, að þeir urðu oft, vegna skipsferðar, að hverfa af mótinu eftir að farið var að dansa, svo að þótt lítið bæri á drukknum mönnum þangað til, léku þeir nú lausum hala þegar kvöldaði. Þessu var líka breytt s. 1. sumar. Ég get einnig frætt J. J. á því, að árið 1937, þegar ég gerðist ungmennafélagi hér í Borgarfirði, stakk ég upp á því á ungmennafélagsfundi, að leggja íþróttamótið niður, fyrst ekki tækist að láta það fara fram öðruvísi en til hneisu fyrir ung- mennafélögin. Það þurfti þess- vegna engin ytri atvik til þess að segja mér fyrir verkum eft- ir að mér hafði, ásamt öðrum, verið falin stjórn mótsins. En það eru fleiri en Borgfirð- ingar, sem líða undir fregnum af héraðsmótum eða öðrum slik- um samkomum. Þingvallanefnd- armaðurinn Jónas Jónsson, sem gerði það happaverk að friða Þingvelli, er sjálfsagt ekkert á- nægður með sumar samkomurn- ar á þessum helgasta stað þjóð- arinnar, þar sem mörg Ferju- kotsmót þarf til að jafnast á við eina einustu í svívirðingum. “~~"GAMLA EÍÓ~>~>~0* Stiilkan frá París. „That girl from Paris“ Framúrskarandi skemmti- leg og fjörug amerísk söng- og gamanmynd, tekin af RKO Radio Pichures. — Myndin segir frá æfintýr- um franskrar söngkonu, er fer sem leynifarþegi með j azzhlj ómsveitinni „Villi- kettirnir“, sem er á heim- leið til New York frá París. Aðalhlutv. leika: Mtropolitan-söngkonan LILY PONS, NÝJA BÍÓ~——* Það var hún, sem byrjaðl. F y r s t a flokks amerísk skemmtimynd frá Warner Bros, hlaðin af fyndni og fjöri, fallegri músik og skemmtilegum leik. Aðalhlutverkið leikur eftirlætisleikari allra kvik- myndavina: ERROL FLYNN og hin fagra JOAN BLONDELL. YIMIÐ med vori og: sól, Sjáið nytjajurtum í görðum og á túnum íyrir nægri næríngu í Ijarveru mínní næstu 5 víkur gegnir hr. læknir ÓlaSur Helgason læknísstörfum fyrír míg. / r Ofeigur J. Ofeígsson læknir. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. f heildsölu hjó Samband isl. samvinnuf élag a Slml 1086. Um afbrýðissemina gagnvart Vökumönnum, skal ég aðeins segja það, að U. M. S. B. eða sam- bandsfélög þess hafa aldrei á nokkurn hátt amast við starf- semi þeirra í skólum héraðsins, enda ekki ástæða til þess, þótt hún væri meiri en nú er. Skóla- stjórarnir Runólfur á Hvann- eyri og Kristinn í Reykholti eru báðir vinveittir Sambandinu. Sambandið hefir haft ýms af- skipti af Reykholtsskóla, enda stundum verið til þess leitað. Þar hefir það haldið sín héraðsþing, þangað til í vor að það var á Hvanneyri. Héðan af er senni- legt að þingið verði sitt árið á hvorum þessum stað. Ung- mennafélagar í Borgarfirði munu geta tekið undir þau um- mæli J. J„ að nægjanlegt verk- efni sé fyrir ungmennafélög, Vökumenn, templara o. fl. til hægri og vinstri til að sinna menningarmálum með þjóð vorri. Er óskandi að menn gæti þess yfirleitt, að það er ekki rétt að draga taum eins á kostnað annars, heldur láti hvern og einn eiga það, sem honum ber. Ég veit að ekki þarf að segja J. J. fyrir verkum „hvernig beri að skilja og meta ungmennafé- lög á íslandi“, aðeins er ég hissa á því áliti hans, sem fram kem- ur, að þótt merki ungmennafé- laganna hafi hallazt frá því sem áður var, þá séu félögin ekki megnug þess, að rétta það ögn við á ný, nema fyrir kraft nýs fé- lagsskapar. Ef það væri rétt, að borgfirzku ungmennafélögin hefðu verið þvinguð inn á nýja stefnu vegna hagsmunamáls, þá væri ekkert öruggt um framhald þeirrar stefnu nú, þegar þetta mál er unnið. En einmitt af því, að meira var í húfi en það, og af því að þau vöknuðu og risu á legg, verður baráttunni haldið áfram og eftirlitið haft strang- ara á næsta íþróttamóti. Hitt skiptir vonandi minna máli, hvort einn eða annar þakkar sér að einhverju leyti það, að hér var endurbót hafin. Halldór Sigrurðsson. Jónas Jónsson mun svara þessari grein og grein Aðalsteins Sigmundssonar, sem birtist á öðrum stað, síðar hér í blaðinu. Ritstj. Útbreiðlð T I M V IV IV Ný HainarSjarðardeila (Framh. af 1. síðu) gangast fyrir því að ógilda þessa samþykkt. Á fundi, sem haldinn var i Hlíf á föstudaginn var, sáu kommúnistar sitt óvænna í því að halda henni til streitu, en gátu fengið forsprakka Sjálf- stæðismanna til að fallast á það, að Verkamannafélag Hafnar- fjarðar yrði að gerast „mál- fundafélag eingöngu“, ef félagar þess fengju að vera í Hlíf. Var samþykkt tillaga þess efnis og hefir Morgunblaðið látið undrun sína í ljósi yfir því, þar sem búið hafi verið að samþykkja annað í félagi Sjálfstæðismanna innan Hlífar. Áður en kommúnistar gerðu þessa síðari samþykkt, höfðu þeir strikað út nöfn 123 manna úr félagatali Hlífar og tilkynnt atvinnurekendum, að þeir mættu ekki fá vinnu, nema því að eins að enginn Hlífarmaður væri fáanlegur. Þannig standa þessi mál nú. Þetta framferði kommúnista þarfnast ekki langra skýringa. Þeir setja andstæðingum sín- um tvo kosti: Annaðhvort verða þeir að leggja félag sitt niður, ellegar verði þeir sviptir vinnu- réttindum. Þegar þeir sjá, að ekki muni takast að framkvæma þetta, gera þeir þá kröfu að geta fyrir- skipað félagsmönnum Verka- mannafél. Hafnarfjarðar hvern- ig félag þeirra á að vera. Þvílíkt ofríki þekkist hvergi, nema í einræðislöndum, þar sem menn eru sviptir félagsfrelsi og vinnuréttindum, ef þeir hlýða ekki boðum og banni valdhaf- anna. Þetta seinasta tiltæki komm- únista í Hafnarfirði gefur það glöggt til kynna, að þeir myndu nota verkalýðsfélögin til hvers- konar pólitískra hermdarverka, ef þeir næðu þeim undir vald sitt. Annað hvort yrðu verka- menn að gera þetta eða hitt, segja sig úr þessu félagi og Adam Rutherford flytur fyrirlestur í Iðnó annað kvöld (miðvikudag) kl. 8.30, um Pýramídan mihla, sem vísindttleqa opinberun. Líkan af pýramídanum verður sýnt og uppdrættir. — Erindið túlkað. Öllum heimill aðgangur. Ilappdrætt! skrúðgarðs Skallagríms í Borgarnesi. Eftirfarandi númera hefir enn ekki verið vitjað: 66, 205, 549, 964, 1208, 1952. — Sé vitjað til Garðsnefndar Skallagrímsgarðs í Borgarnesi. Vinnið ötullega fyrir Tímann. breyta þessu félagi svona, ellegar þeir yrðu útilokaðir frá allri vinnu meðan þeir hlýddu ekki fyrirmælum kommúnista. Enginn vafi leikur á því, hver úrskurður Félagsdóms muni verða. í vinnulöggjöfinni er það skýrt ákveðið, að engum verka- manni megi meina að vera í verklýðsfélagi. Þetta er því í annað sinn, sem kommúnistar í Hafnarfirði gera tilraun til að brjóta vinnulöggjöfina og má vel á því marka, hvernig hún yrði haldin, ef kommúnistar fengju yfirleitt völdin í verklýðs- félögum landsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 61. tölublað (30.05.1939)
https://timarit.is/issue/56231

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

61. tölublað (30.05.1939)

Aðgerðir: