Tíminn - 30.05.1939, Side 3

Tíminn - 30.05.1939, Side 3
61. blað 243 TlMrVTV. liriðindagiim 30. maí 1939 ANN ALL B Æ K U R 20° 30° 45°' Kvcimabandið. í Vestur-Húnavantssýslu hélt aðalfund sinn í Reykjaskóla í Hrútafirði þann 18. þ. m. For- maður félagsins, Jónína Sigurð- ardóttir Líndal á Lækjamóti, setti fundinn og stjórnaði hon- um. Fulltrúar voru þar mættir úr öllum hreppum sýslunnar, bæði frá kvenfélögum og iðnfé- lögum, sem þar eru starfandi. Ennfremur fjöldi annara kvenna. Að loknum venjulegum störf- um aðalfundar var gengið til dagskrár. 1. Aukinn ullariðnaður í hér- aðinu. — Var málið rætt á þeim grundvelli, að vegna fjárpestar- innar, sem geisað hefir í hérað- inu, hefir ullin á heimilunum orðið mjög lítil og gefur því mjög litlar tekjur með því að leggja hana inn óunna, eins og verið hefir. Væri því mikil nauðsyn á því fyrir íbúa héraðsins að auka verðmæti hennar með því að vinna úr henni prjónles, sem gæti orðið söluvarningur. Prjónaiðnaður til heimilisþarfa er almennt framleiddur á heim- ilunum og víða mjög haglega gerður. Handspunavélar eru margar í sýslunni og fjöldi prjónavéla, víðast á hverjum bæ. En kembivélar eru engar í hér- aðinu, og verður því að fá kemb- inguna frá Akureyri eða Reykja- vík, og er það slæm lykkja á leið- inni. Að öllu þessu athuguðu mundi mega vinna töluvert af prjónlesi til sölu, ef markaðsmöguleikar eru fyrir hendi og búið er að gera sér ljóst, hvað helzt gæti gefið sæmilegan arð. Fundurinn kaus í þessu skyni eina konu úr hverjum hreppi til þess að gangast fyrir þessu máli, hver í sínu félagi. Er ætlazt til að félögin heima fyrir kjósi tvo menn þeim til aðstoðar. 2. Sýsluhjúkrunarkona. — Nokkrar konur, sem höfðu starf- að að því að fá ráðna sýslu- hjúkrunarkonu, lögðu fram skýrslu sína. Þær höfðu fengið loforð sýslunefndar á síðastliðn- um vetri um nokkurt fjárfram- lag í þessu skyni. Var málið rætt á þeim grundvelli að sýsluhjúkr- unarkonan starfaði út um sveit- ir sýslunnar, eftir því sem hér- aðslæknirinn teldi hennar mest þörf, eða þá við sjúkrahúsið á Hvammstanga, þegar hennar væri ekki þörf á heimilunum. Var kosin nefnd til þess að starfa að þessu máli í samráði við sjúkrahúsnefnd sýslunnar. í sambandi við fundinn hafði verið sett upp sýning á iðnaði frá heimilum sýslunnar. Mátti þar sjá margra haglega gerða muni, einkum ullarvinnu og Virkir dagar. Síðara bindi hinnar miklu æfi- sögu Sæmundar Sæmundssonar skipstjóra, Virkir dagar, eftir Guðmund Hagalín, er fyrir skömmu komið út. Fjallar þetta bindi um æfi Sæmundar frá því 1897 til þessa dags. Er með nákvæmni rakin saga þessa þolgóða sægarps og virðist hvorki undan dregið né við aukið í þeirri frásögn. En auk þess að vera sönn saga atorku- sams starfsþegns og túlka vel þann hugsunarhátt, er setur skyldurækni og sjálfsbjargar- vilja ofar öllu, er hér merkileg heimild um atvinnuhætti og lífskjör alþýðu manna við Eyja- fjörð og yfirleitt norðan lands á þeim tímum, er sagt er frá. Hún er með nokkrum hætti skil- merkileg og glögg sjósóknar- saga Eyfirðinga um langt árabil og látlaus en þó hugstæð frá- sögn um sigra þeirra og töp á þeim vettvangi. Hún er glögg og greinagóð heimild um þær. að- ferðir, sem voru viðhafnar undir ýmsum kringumstæðum, þegar verið var að sækja björgina í viðsjálar greipar ægis. Þar má lesa, hversu íslendingar þreif- uðu sig áfram um heppilegar að- ferðir við síldveiðarnar fyrir Norðurlandi og studdust öðrum þræði við reynslu og háttsemi hinna erlendu fiskimanna. Saga Sæmundar Sæmunds- sonar er merkilegur þáttur í ís- lenzkum bókmenntum og sá þáttur, sem gjarna mætti á komandi tímum njóta vinsælda og álits til jafns við margt það, sem ýmsir vilja telja til æðri bókmennta. Hér er sannari lýs- ing á fólkinu í landinu, kjörum þess, tilhneigingum og hugsun- arhætti heldur en óverulegar heilavofur í skáldskap margra rithöfundanna túlka, en þó ekki síður listamannshöndum um efnið farið. Þessi bók, og aðrar slíkar, ef fleiri verða skrifaðar af þessu tagi, eiga að vera meira eftirsóttar til lesturs af bók- hneigðu fólki heldur en margt það, sem skáldskaparheiti ber í íslenzkum bókmenntum. hannyrðir. Var þar bæði vefnað- ur og prjónles, og einnig mátti þar sjá smíðisgripi úr silfri og tré. Kvenfélag Staðarhrepps veitti gestunum af mikilli rausn, og öll var dvölin í Reykjaskóla okkur gestunum hin ánægjulegasta. Með því líka skólastjórinn á Reykjum, Guömundur Gíslason, og kona hans, Hlíf Böðvarsdótt- ir, sýndu áhuga fyrir störfum fundarins og vildu á allan hátt greiða götu félagsins. J. S. L. Ungmennaféiög1 - drykkjusamkomur (Framh. af 2. síðuj un. Ég kom að vísu tveimur ár- um síðar en hann í félagsskap- inn, en ég hefi líka starfað þar 18 ár eftir að hr. J. J. hvarf úr honum. Siðastliðið ár, er ég lét af formennsku sambandsins, hafði ég gegnt stjórnarstörfum í félagsskapnum samfleytt í 25 ár. Og ég fullyrði, að engin „stefnu- hvörf ungmennafélaga viðvíkj- andi opinberum drykkjuskap" hafi átt sér stað. Ungmennafé- lögunum er allur drykkjuskapur jafn-andstyggilegur nú og hann var á þeim góðu tímum, þegar hr. J. J. var sambandsstjóri þeirra, eðá þegar hann var rit- stjóri Skinfaxa (með 200 kr. hærri árslaunum en núverandi ritstjóri tekur, þrátt fyrir lægra gildi peninga og rýmri hag sam- bandsins nú). En það er annað en stefna og skoðun Umf., sem hefir breytzt í þessu efni. Þjóðin hefir gerzt stórum mun hneigðari til drykkjar en áður var hún, — ekki vegna starfs Umf. og templ- ara, heldur þrátt fyrir það. Nú kemur það alloft fyrir á landi hér, sem varla þekktist á þeim sælu ritstjórnarárum hr. J. J., að bindindissamir og rólegir ein- staklingar verða fyrir móðgun- um og sárum raunum af völdum ölvaðra manna. Það er ekki allt- af hægðarleikur að komast hjá slíku. Umf. hafa orðið í þessu efni fyrir samskonar raunum og einstaklingarnir, að ölvaðir menn hafa gerzt samkomum þeirra nærgöngulir til hneyksl- unar og móðgað þau með hátt- semi sinni. Stundum hafa Umf. ekki haft í fullu tré við ósómann, eða ef til vill verið óþarflega treg og sein til að grípa til ó- yndisúrræða til varnar sér, eins og friðsamir einstaklingar eru líka oft. — Umf. líða hér vegna þjóðfélagsástands, sem þau eiga enga sök á. Og athugum nú, hvaðan stafar þessi ölvunar- spilling, sem er hr. J. J., Umf. og mörgum öðrum til hneykslunar: Að mjög miklu leyti tvímæla- laust frá áfengi, sem stjórn ríkisins selur borgurum þess. Ríkisstjórn þess tiltölulega bind- indissama stjórnmálaflokks, sem hr. J. J. er formaður og fremsti ráðamaður í. Mér finnst, að við Ungmennafélagar getum þolað það, þótt leitt sé og mikil skap- raun, að drukknir menn veltist í móunum kring um mótstaði okkar, ef okkur tekst að halda þeim utan við sjálfar samkom- urnar, — meðan sjálfur herra Jónas Jónsson unir því, að standa í jafn-ótvíræðri ábyrgð á innflutningi og sölu áfengis í landið, og hann gerir sem for- maður þess stjórnmálaflokks, sem hefir borið alla og ber nú mesta ábyrgð á stjórn ríkisins. Vegna ókunnugra lesenda er rétt að láta þess getið, að bæði ungmennasamböndin, sem standa að mótunum við Hvítár- brú og Þjórsárbrú, hafa alltaf haft mannafla til löggæzlu á mótunum og samvinnu við hlut- Reykjavík. Sími 1249. Símnefnl: Sláturfélag. Mðnrsnðnvcrksmiðja. — Bjúgnagerð. Reykbús. — Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt O frá S T A R Mjólkursamlagi Eyfirðinga alltaf fyrirliggjandi og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Til auglýsenda. Tívninn er gefinn út í fleiri eintökum en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýsinga er í hlutfálli við pann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neytend- anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vörur sínar sem flestum, auglýsa pœr þess vegna í Tímanum. — í heildsölu. Samband ísl. samvinnuíélaga Sími 1080. aðeigandi sýslumenn. Og þau hafa haldið ölvuðum mönnum frá sjálfum samkomusvæðunum, sem þau hafa ráðið yfir. Aug- lýsingar um mótin undanfarin ár eru til vitnis um það, að ekki hefir verið óskað eftir drukkn- um mönnum þangað. Ég hefi einkum haft kynni af mótunum við Þjórsárbrú. Þau eru haldin austan brúarinnar, í Rangár- vallasýslu. En vestan brúarinn- ar, í Árnessýslu, reisti maður úr Reykjavik ár eftir ár stór veit- inga- og danstjöld á mótsdag- inn. Þar var sjálfstæð samkoma, óviðkomandi Umf., haldin í fullri óþökk þeirra, í blóra við mót þeirra. Þangað safnaðist úr- kast fólksins, og þar var ekki amazt við drykkjuskap. Lög- gæzlumenn Umf. höfðu þarna engin völd, í öðru lögsagnarum- dæmi en mótin voru. Umf. fengu ekki reist rönd við þessu og ýmsu öðru, sem gerðist utan samkomuvallar þeirra. En þau og mót þeirra hlutu skömm og ámæli af því. Þessvegna tók héraðssambandið þann kost, að flýja með mótin frá Þjórsárbrú og takmarka aðsókn meira en áður. — Nú er farið aftur að halda mótin við brúna, við betri löggæzluskilyrði en áður. Og í fyrra var samskonar viðbúnaður þar og í Borgarfirði. Líklega hef- ir hann ekki gefið eins góða raun, úr þvi hr. J. J. reynir ekki að eigna sér og „Vökumönnum" frumkvæði hans! 3.) Hr. Jónas Jónsson — jafn- leikandi gáfaður og fjölhæfur og hann er — virðist skorta það, sem Reykvíkingar nefna „kóm- iskan sans“. Þetta kemur m. a. fram, þegar hann er að tala um „Vökumennina" sína, og í með- ferð hans á þeim. Hann virðist ekki hafa hugmynd um, hve kátbroslegt -er umtal hans (I framannefndri grein í Tíman- um) um „aðferðir Vökumanna“ til að verjast drykkjuskap á samkomum. En „Vökumenn" hafa enga einustu opinbera samkomu haldið! Eða máls- greinin: „Vökumenn tóku upp nýja stefnu, að skapa sjálfboða- lið, sem hjálpaði lögreglunni til að flytja drykkjumenn af al- mannafæri". Ég hefi engan get- að fundið, sem var hefir orðið við þetta sjálfboðalið, og hefi ég þó spurzt fyrir þar, sem um slíkt ætti helzt að vera kunnugt. Ég auglýsi hér með eftir sönnum fregnum af afrekum þess. Þá fer hr. J. J. með þessa virðulegu „Vökumenn“ eins og bóndi fer með smábarn sitt, þegar hann lofar því að eigna sér kind, sem það á reyndar ekki hót í. Þeim er lofað að eigna sér heilt tímarit. En „að ritinu standa nokkrir áhrifamenn úr þremur stjórnmálaflokkum“. (Jón Pálmason alþm., Morgun- blaðið 10. maí 1939.) Og hr. J. J. eignar þeim ráðstafanir, sem skólastjórarnir á Hvanneyri og 10 ÁRA ÁRYRGÐ! Hér á landi og í Danmörku er fengin 35 ára reynsla fyrir hin- um óviðj afnanlegu „HAMLET“ reiðhjólum. — Ending í heilan mannsaldur er öruggasta trygg- ingin fyrir gæðunum. — Tek 10 ára ábyrgð á „HAMLET“ reið- hjólunum. — Allt til reiðhjóla bezt og ódýrast. SIGURÞÓR HAFNARSTRÆTI 4. RVÍK. Sigurður Ólason & Egill Sigurgeirsson MálílutnmgsskríSslofa Austurstræti 3. — Sími 1712 Kopar keyptur f Landssmiðjunni. Laugarvatni hafa gert vegna skóla sinna, jafnvel áður en nokkrir ,,Vökumenn“ urðu til — að ekki sé talað um frásagnir hans um væntanleg stórfelld landnám þeirra í ríki framtíð- arinnar! Þetta er allt saman á- kaflega skemmtilegt — fyrir okkur, sem njótum ekki þeirrar sæmdar, að vera „Vökumenn“. En fyrir „Vökumennina"? Ég veit það ekki. En ég er þakklát- ur hr. J. J. fyrir að beita Ung- mennafélögin ekki samskonar meðferð. Aðalsteinn Sigmundsson. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. Húðir og skinn. Ef bændur nota ekkt til eigin þarfa allar nÚÐIR og SKIM, sem falla til á heimilum þeirra, ættn þcir að biðjja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMRAND ÍSL. SAMVINTVUFÉLAGA selur NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKUVN, LÁMR- SKEVN og SELSKUVN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUTVAR. - NAUT- GRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKEVN er bezt að salta, en gera verðnr það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- unnm, bæði úr holdrosa og hári, áður en salt- að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. 60 William McLeod Raine: — Heldur þú að hann sé einn úr liði Oaklands, hvíslaði hún. Hann svaraði stutt, á kúrekavísu: — Hvað heldur þú sjálf? VII. KAFLI. Búgarður Prescotts var í daglegu tali nefndur Quarter-Ciecle. Ferðin þangað reyndi mjög á þol hestanna. Þeir höfðu kafað ófærðina sjö mílna veg og voru orðnir þreyttir, áður en þeir lögðu af stað heimleiðis. Þau fóru yfir lækinn og fylgdu hinum bakkanum fyrstu mílurnar. Er þau nálguðust búgarðinn, voru þau flest komin af baki og teymdu hestana. Klár- arnir voru gersamlga uppgefnir. Þeir voru síhrasandi af þreytu. Molly hljóp af baki á hlaðinu, en þegar hún kom niður, létu fætur henn- ar undan. Einhyer greip hana, er hún var að detta. Hún leit upp og sá þá harðlegt and- lit Taylors. Hún rétti sig þegar upp og losaði sig, gekk upp þrepin án þess að líta við, en kom þá beint í fangið á Jane frænku sinni. — Guði sé lof, sagði gamla konan grátklökkri röddu. — Við héldum, — við vorum hrædd um------------ — Ég veit það, svaraði Molly og snökkti sjálf. Flóttamaðurinn frá Texas 67 mátulegur, því að þetta var hattur Tay- lors, en ekki hans sjálfs. — Skrítið, sagði hann lágt. — Hvað er skrítið, spurði Molly. — Ekkert merkilegt, bara svolítið, sem ég rak augun í. Molly þreif af honum hattinn. Staf- irnir, sem höggnir voru í svitaskinnið, voru W. B. Molly hló: — W fyrir Jeb og B fyrir Taylor, sagði hún. Walsh þagði. Hann leit á manninn, sem sagðist heita Jeb Taylor, en átti hatt merktan stöfunum W. B. Það brá fyrir brosi á andliti hans. — Ofurlítil mistök, hóf Taylor máls um leið og hann mætti augnatilliti sýslumannsins kaldur og rólegur. — Kannske að þeir hafi ekki kennt að stafa i skólanum, sem Taylor gekk í, sagði Molly. .... sem einhver náungi gerði sig sekan um á veitingahúsi, þar sem ég fékk mér mat, hélt Taylor áfram og lét sem hann hefði ekki heyrt hvað Molly sagði. — Hann tók hatt minn af snaganum og skildi sinn hatt eftir. — Þetta hefir komið fyrir, sagði Walsh. — Já, þú ætlaðir að taka þennan núna áðan. Sýslumaður vildi ekki segja að hann

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.