Tíminn - 01.06.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.06.1939, Blaðsíða 2
246 Tll»lir\\. fimmtndagiim 1. júní 1939 62. blað 'gímtwt Fimmtudaginn 1. jjitní. Skílvísi blaðakaupenda Dagblöð eru nauðsynjavara eins og hús, fatnaður og daglegt brauð. Enginn sæmilega mann- aður maður getur verið án dag- blaða. Þau bera fréttir, fróðleik og hugsjónir inn í hvert sæmi- legt heimili. Þau eru nokkur og ekki óverulegur hluti af andans fæðu nútímamanna. Þannig er ástatt með blöðin í hinum stóru, mannmörgu lönd- um. Áhrifamiklu blöðin eru risafyrirtæki. Til að gefa þau út með öllum þeim tilkostnaði, sem með þarf, verða útgefend- urnir að ráða yfir miklum auði. Því er líka svo háttað í flestum hinum mannmörgu löndum, að blöðin eru eign auðmanna og auðfélaga, nema blöð verka- mannaflokkanna, og að því leyti, sem samvinnumenn ráða yfir blaðakosti. En eitt einkennir öll blöð er- lendis, hvort sem þau eru eign auðhringa eða fátækra verka- manna. Þau eru yfirleitt ætíð borguð. Lesendurnir fá þau yf- irleitt aldrei gefins. Það þekk- ist ekki í nokkru landi nema íslandi, að svokallaðir kaupend- ur blaða fái þau gefins, oft frá býsna fátækum útgefendum. . Hér á landi eru að vísu all- miklar undantekningar. Mbl., Alþýðublaðið og Vísir munu inn- heimta allvel blaðgjöld sín í Reykjavík og allra næstu kaup- túnum. Tíminn og Dagur hafa fengið nokkuð af áskriftargjöld- um sínum úr sumum héruðum. En þau blöð, sem Sjálfstæðis- menn, bændaflokksmenn, og nú síðast kommúnistar,dreifa út um byggðir landsins, hafa svo langt sem saga þeirra nær, ekki verið borguð nema að sárlitlu leyti. Tíminn hefir lent í sömu for- dæmingunni í allmörgum hér- öðum. Ég minnist t. d. eins af blómlegustu héruðum landsins, sem hefir verið svo að segja klætt í ný föt umbótanna fyrir bein og óbein áhrif Tímans, þar sem aðeins einn kaupandi greiddi andvirði blaðsins fyrir nokkrum missirum. Allt hitt, eintök sem skipta hundruðum, urðu hvort sem menn vilja kalla það gjafa- eða vanskilablöð. Öllum er kunnug skýringin á þessu gjafafyrirbrigði. Vanskil- in á blöðum í dreifbýlinu standa í sambandi við keppni stjórn- málaflokkanna um pólitískt fylgi, og vegna erfiðleika að framkvæma innheimtu í strjál- býli sveitanna. Niðurstaðan er sú, að einstakir menn eða fyrir- tæki leggja fram fé, oft með ekki alllitlum erfiðleikum og harmkvælum, til að gefa út blöð, sem dreift er út um landið í von um að fá aukið kjörfylgi fyrir tiltekinn málstað eða mann- hópa. Menn skyldu halda, að það væri óblandið fagnaðarefni að fá ókeypis dagblöð fyrir þá sem njóta þessara sjaldgæfu, ís- lenzku hlunninda. En svo er ekki. Gjafablöðin eru alveg sér- stakt lítilsvirðingarmerki fyrir þann, sem þau eru rétt, ef frá eru teknar mannúðarstofnanir eins og sjúkrahús, gamalmenna- hæli, eða samlandar í framandi löndum, þar sem kurteisi en engin lög eigingirninnar eru í sambandi við að veita eða þiggja gjöfina. Ef blaðagjafirnar eru gagnrýndar ofan í kjölinn, kem- ur fram sami hugsunarháttur- inn og í vísu í Alþingisrímunum, þar sem danskur vildarmaður er látinn segja við sendimann sinn, sem á að dreifa milli íslendinga silfri úr fullum sjóvettlingi: „Landsmenn vantar lagarbál, lítið hafa að eta. Vesöl mun ei seggja sál, silfrið staðizt geta.“ Viðhorf þeirra, sem dreifa blöðum sínum út ókeypis í áróð- ursskyni, án þess að reyna að gera viðskiptin eðlileg og gagn- kvæm, er eins og útlendingsins, sem hefir litla tiltrú og litla virðingu á þeim, sem taka við silfrinu úr sjóvettlingnum, af því hann var nógu lítill til að taka á móti gjöf, sem lítilsvirð- ing fylgdi. Tíminn hefir komizt lengra en Frjáls verzlnn Betri lirýni / Eftír Arna G. Eylands framkvæmdastjóra FRAMHALD IX. Menn, sem eru ókunnugir starfsemi Sambandsins, eða lítið góðviljaðir, hafa um mörg ár haldið á lofti gagnrýni um það, að Sambandið hefði umráð yfir öllum erlendum gjaldeyri, fyrir útflutningsvörur félagsmanna. Ég hefi áður tekið það fram, að þetta er algerlega rangt. Sambandið hefir afhent til al- mennra þarfa og til innkaupa handa keppinautum sínum í kaupmannastétt, allt að 40% af andvirði gjaldeyris fyrir útflutn- ingsvörur sínar. Og eins og síðar mun sýnt í þessari grein, eru þær fjárhæðir, sem þannig eru afhentar öðrum til umráða af gjaldeyri frá framleiðslu sam- vinnumanna ekki neitt smá- ræði, eftir íslenzkum mæli- kvarða. Fyrir ókunnugleika hafa þess- ir gagnrýnendur Sambandsins ekki gætt þess, að svo framar- lega, sem átt hefði að útiloka Sambandið frá öllum umráðum yfir gjaldeyri sínum, þá hefði orðið að sýna því sérstaka rangsleitni. Það hefði orðið að láta það búa við önnur og verri kjör, en aðra framleiðendur, jafnvel þá, sem hafa langtum minni almenna þýðingu fyrir heilbrigt verðlag í landinu. Allmargir kaupmenn, sem I. Nú um hvítasunnuhátíðina gerist merkilegur atburður í ís- lenzkri bókmenntasögu. Einn af frægustu núlifandi íslenzkum listamönnum, Gunnar Gunnars- son skáld, flytur alkominn heim til ættjarðarinnar eftir þrjátíu ára dvöl i framandi landi. Hann fór frá íslandi fátækur og ó- skólagenginn sveitadrengur. — Hann kemur aftur sem mikils- virtur rithöfundur. Hann hefir allan þennan burtverutíma verið gistivinur merkilegrar menning- arþjóðar. Hann hefir gert það afrek, sem er nálega óþekkt í bókmenntasögu allra þjóða nema íslendinga, að gera frum- leg og merkileg skáldrit á út- lendu máli. Hann hefir verið af fremstu rithöfundum á danska tungu síðastliðinn ald- arfjórðung. Og þegar hann hverfur frá Danmörku til ætt- jarðar sinnar, þá er hann kvaddur með mikilli virðingu af alþjóð manna í dvalarlandi sínu. Nú byrjar nýr þáttur í æfi hans, að afloknu fimmtugsafmælinu. Hann nemur land í ættbyggð sinni, Fljótsdal. Hann kaupir eina af fegurstu stórjörðum fjórðungsins, Skriðuklaustur. Hann húsar bæ sinn íturmann- lega, eins og skáld fornaldar- starfa á sama hátt og flestar deildir Sambandsins, með því að flytja til landsins erlendar neyzluvörur og selja framleiðslu landsmanna erlendis, fá að öll- um jafnaði leyfi hjá gjaldeyris- og innflutningsnefnd, til að nota það sem inn kemur fyrir útlend- ar vörur þeirra til greiðslu á inn- fluttum vörum. Eimskipafélag íslands hefir óátalið af gjald- eyris- og innflutningsnefnd fengið að innheimta farmgjöld í erlendum gjaldeyri,eftirþvísem samningar hafa tekizt við við- skiptamenn óg ráðstafa því fé til þarfa sinna erlendis. Að lokum koma togarafélögin, sem ráðstafa sjálf mjög miklu af andvirði ísfisksins, og stundum öllu andvirðinu, til kaupa á vör- um til útgerðarinnar. Það má annaðhvort kenna miklum ókunnugleika, eða mik- illi hlutdrægni, að í umræðum um gj aldeyrisskiptinguna hefir því verið leynt, að bæði margir kaupmenn og margir útgerðar- menn hafa umráð yfir sínum gjaldeyri, samhliða því að ráö- izt hefir verið á samvinnumenn fyrir að þeir sæktust eftir hlunnindum fyrir sína fram- leiðendur, sem ekki væru veitt öðrum. Skýrsla um skiptingu á gjald- eyri Sambandsins árið sem leið, er á þessa leið: innar, sem fluttu húsavið til ís- lands að afloknum herferðum og skáldagöngum til erlendra konunga. Þess má vænta að með sextugsaldrinum hefjist ný æska í bókmenntastarfi þessa merkilega íslendings, sem þjóð- in er að endurheimta eftir langa burtveru. II. Saga Gunnars Gunnarssonar er í aðaldráttum kunn flestum íslendingum. Hann er alinn upp á Austurlandi við hin mennt- andi og þroskandi lífskjör hins fátæka sveitadrengs. Hann miss- ir móður sína ungur. Man hana vel og þráir hana mjög. Laust eftir fermingaraldur gefur hann út skáldskap, sem sýnir hvert hugur hans stefnir, en er ekki sérstaklega frábrugðinn við- leitni margra listhneigðra ungra manna. Gunnar þráir andlega starfsemi. En í átthögum hans var enginn skóli við hans hæfi. Reykjavík var langt í burt, og margar hindranir á menntaleið þar fyrir efnalitinn Austfirðing. Gunnar fór aðra leið. Hann gekk á skóla í Danmörku einn eða tvo vetur, lagði mikla stund á að nema tungu Dana sem bezt og gerði síðan tilraun með að vera rithöfundur í Danmörku. Sú barátta stóð nokkur ár. í grein í Tímanum 27. maí — Andi lampans -— minnist Magn- ús F. Jónsson á Torfastöðum í Húnavatnssýslu meðal annars á þá viðleitni til umbóta, að nota norska stálsetta sláttuljái, í stað ensku ljáblaðanna. Nefnir hann afskipti mín af því á mjög vin- samlegan hátt, og kann ég hon- um þakkir fyrir það, málefnisins vegna. Um leið nefnir Magnús að mjög sé ábótavant hverfistein- um þeim, er bændur nota, og ennfremur, að mjög vanti „mýkri og heppilegri brýni en Carborundum-brýnin“. Þetta gefur mér tilefni til þess að minnast nokkuð á þetta þrennt: ljáina, hverfisteinana og brýnin. Skal játað að það hefði ég átt að gera oft fyrri, en sökum þess á hvern hátt ég hefi verið riðinn um deilt, er það, hvort rétt sé að gera ráð fyrir að samvinun- félögin afhendi allt að 40% af gjaldeyri sínum til annarlegra þarfa. X. Ég álít að rök þau, sem hér hafa verið færð fram, séu full- komlega nógu örugg til fullrar skýringar á málstað samvinnu- manna í gj aldeyrismálunum. En til fróðleiks ókunnugum lesendum vil ég bæta við nokkr- um atriðum til skýringar. fslenzk verzlun er veltufjár- frek, af því að margar helztu framleiðsluvörur íslendinga seljast ekki fyrr en mörgum mánuðum eftir að framleið- endur hafa fest mikið fjármagn og vinnu í vörunni. Af þess- um orsökum hefir ríkið og bankarnir orðið að taka stórlán erlendis til að bæta úr fjár- magnsþörf atvinnuveganna.Hef- ir þetta lánsfé orðið torfengið íslendingum. Síðan Sambandið hóf verzl- unarstarfsemi sína, hefir það haft bankalán erlendis. Hafa þessi lán orðið um 4 milljónir króna og verið að mestu veitt án bankaábyrgðar eða annarra trygginga héðan að heiman. Sambandið hefir þannig aflað sér þessa mikla lánstrausts án tilverknaðar annarra. Ef S. í. S. væri svift möguleikunum til þess að standa í skilum við hina er- lendu banka, mundi þjóðin tapa veltufjárlánum, sem nema um 4 milljónum kr., og eru engar líkur til að aðrar stofnanir hér á landi gætu aukið lán sín er- lendis sem þessu nemur. En þessi röksemd sýnir alveg sérstaklega hve þýðingarmikið starf Sam- bandsins er fyrir fjármálatraust þjóðarinnar. J. J. Gunnar var útlendingur. Hann var fátækur. Hann átti enga að sem gátu hjálpað honum. Hann var auk þess að gera tilraun, sem flestum hefir misheppnazt, að verða mikið skáld á erlendri tungu. Eftir mörg vonbrigði og mikl- ar þjáningar vann Gunnar Gunnarsson sigur. Hann var rithöfundur á dönsku. Honum var veitt nokkur eftirtekt. Með- byrinn kom i segl hans. Og eftir nokkra stund kom hin fulla viðurkenning. Hann vaknaði einn morgun og var orðinn frægt skáld um öll Norðurlönd, nema á íslandi. Skáldfrægð Gunnars Gunnarssonar var byggð með Borgarættinni, og hefir síðan farið vaxandi. Bæk- ur hans eru nú mjög lesnar af þýzkumælandi þjóðum, og byrja að hafa áhrif í löndum Engil- saxa. En lengra komast ekki norræn skáld, nema H. C. And- ersen einn. III. Gunnar Gunnarsson hafði í sér of mikið af einkennum hinna fornu víkinga til að vera hrifinn af stórborgalífi. Hann undi aldrei í Khöfn til lengdar en festi byggð sína út á Sjálandi. Þar hefir hann ritað flestar bækur sínar og þar hefir hann unað bezt. íslenzka sveitin var honum hugstæð öllu öðru frem- ur. Næstbezt var danska sveitin, meðan dvalið var erlendis. En eftir því sem árin liðu tók heim- þráin meira og meira að gera vart við sig. Gunnar Gunnars- son tók að hreyfa því við góð- kunningja sína á íslandi að sig við gerð hinna svokölluðu Ey- lands-ljái, smíði þeirra og inn- flutning, hefi ég heldur viljað leiða hjá mér að skrifa um þá, hefi talið hætt við að slíkt yrði tekið sem einhliða meðmæli. Þegar ég byrjaði að starfa fyr- ir Búnaðarfélag íslands 1921, og fluttist til Reykjavíkur frá Nor- egi,hafði ég með mér hina fyrstu stálsettu ljái, er ég hafði valið eftir minni reynslu, en í Noregi eru notaðar mjög margar og mismunandi gerðir af slíkum Ijá- um. Næstu ár fékk ég svo verk- smiðjuna til þess að smíða sér- staka gerð af ljáum til reynslu hér á landi. Fyrstu árin var Ijáunum mest úthlutað gefins. Studdi B. ísl. að því að það væri kleyft. Sá meðal bænda, er fyrstur mann greiddi götu þessarar nýbreytni, og taldi hana ákveðið til framfara, var Ágúst í Birtingaholti. Vann hann að útbreiðslu ljáanna um Suður- urlandsundirlendið. Einnig náðu ljáirnir fljótt „fótfestu“ í Húna- vatnssýslu. Munu þar jafnframt hafa verið reyndir norskir ljáir af öðrum gerðum. k Árið 1927, er ég fór að starfa fyrir S. í. S., tók það við sölu ljá- anna, sem þá var orðin töluverö. Síðan hefir salan síaukizt og nemur nú um 9 þúsund ljáum á ári. Eftir ósk verksmiðjunnar, sem smíðar ljáina, hefi ég leyft að hún auðkenni þá með merk- inu „Eylandsljár“. Útbreiðsla ljáanna og notkun mun nú orðin almenn um mikinn hluta lands. í Múlasýslum, Þingeyjarsýslum og Eyj afj arðarsýslu er notkun þeirra þó mjög lítil. Hvað veldur, „er það óskiljanleg tregða til ný- breytni?“, eins og Magnús á Torfastöðum kemst að orði í Tímanum. í gamni hefi ég sagt, að ljáirnir kæmust ekki yfir fjallgarðinn milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar og ekki yfir Al- mannaskarð austan Hornafjarð- ar. — Hverfisteinar voru á tímabili orðnir fágætir hjá bændum. Náði það vitanlega engri átt, því þótt ensku ljáirnir væru dengdir, er hverfisteinn nauðsynlegt bús- áhald til þess að hvetja önnur eggjárn. Eylandsljáirnir verða ekki notaðir nema völ sé á góð- um hverfisteini. Það þarf að draga þá á oft og vandlega. Tvisvar á dag, ef slegið er allan daginn. Draga vel á, en brýna vægilega. Yfirleitt munu kaup- félögin nú orðið flytja góða hverfisteina, en of mikið af litl- um steinum. Menn ættu að gæta þess að kaupa aldrei minni steina en 18", helzt 20"—24" | steina. Ég hefi litið svo á, að langaði til að flytja heim. Þeir lögðu ekki meira en svo trúnað á að þetta væri alvara. Skáldin lifa hvort sem er í draumum, sem þau leitast við að gera að veruleika. Og að lokum fram- kvæmdi skáldið þessa hugsjón og með þeim hætti, sem mest var að skapi samlöndum hans. Hann afréð að setjast að í sveit á stórri jörð og vera bæði skáld og bóndi í ættbyggð sinni. Nú mun vera byrjað að leggja horn- stein að veglegum, nýjum stór- bæ að Skriðuklaustri og rafstöð, sem hitar og lýsir nýja heimil- ið og nokkra aðra bæi. Á Klaustri verður aftur mannmargt heim- ili og mikið athafnalíf. Heimför Gunnars Gunnars- sonar varð almennt ánægjuefni á íslandi, og þóttu tíðindi um öll Norðurlönd. Menn fundu að hér var um að ræða nýtt við- horf. Fyrir hálfri öld, þegar Gunnar Gunnarsson var barn að aldri, var það siður flestallra efnaðra manna í kauptúnum á íslandi, að flytja sig til Dan- merkur og eyða þar fjármunum sínum á síðustu árum æfinnar. Þessum mönnum þótti ekki líf- vænt nema við gróðavænleg at- vinnustörf. Þeim þótti lítið var- ið í landið og gæði þess. Þeim fannst landið ömurlegt, og þeir sáu ekki í því neina fegurð. Þess vegna fluttu þeir til annarra landa jafnskjótt og ástæður leyfðu. En vaxandi frelsi og fram- farir á íslandi breyttu þessu viðhorfi. Smátt og smátt sáu börn landsins, að þau höfðu erft gott land og fagurt. Ferðalög til Yfir landamærín 1. Koinmúnistar þykjast hafa ramma andúð á burgeisum. Heilindin í þessu má marka á því, að formaður flokksins „út á við“, Héðinn Valdimarsson greið- ir á þessu ári 5407 kr. í tekjuskatt, 988 kr. í eignarskatt og 1485 kr. í útsvar. 2. Vísir segir á þriðjudaginn „að sú hafi verið tíðin, að Reykvíkingar skipt- ust í flokka um hitaveitumálið". Já, sú var tíðin, að Vísir og Morgunblað- ið reyndu eftir megni að espa Reyk- víkinga gegn Jónasi Jónssyni fyrir þá firru, að láta reisa alþýðuskóla á heit- um stað. En árangur þeirra ráðstaf- ana varð svo glæsilegur, að hann ýtti meira en nokkuö annað undir hug- myndina um hitun Reykjavíkur með laugarvatni. 3. í útvarpsumræðum um daginn sagði Einar Olgeirsson að fulltrúi Framsóknarfl. í bæjarstjórn Siglu- fjarðar hefði kosið kommúnista í bæj- arstjórastarfið. Eysteinn Jónsson bar þetta til baka. Þjóðviljinn varð mjög æstur og hefir lýst E. J. ósanninda- mann að þessu og birtir skeyti um að varafulltrúi flokksins hafi kosið Áka Jak. — E. J. leiðrétti þetta í umræð- unum eftir ósk aðalbæjarfulltrúa flokksins á Siglufiröi og er ekki norður þar kannast við frásögn fréttaritara Þjóðviljans um þetta mál. X.—Y. bændur gætu smíðað hverfi- steinsútbúnað um steinana og sett þá upp sjálfir, eða fengið búhaga menn innan sveitar til þess að gera það. Yfirleitt er of mikið að því gert að kaupa am- boð, hemla o. fl„ o.'fl., smærri búsáhöld frá Reykjavík. Hluti, sem hagir menn gætu, og mættu eins vel hafa atvinnu af að smíða í sveitunum eða smá- þorpum viðkomandi héraða. Á Eylandsljáina, eins og öll önnur bitjárn úr góðu stáli, þarf að nota fíngerð brýni og brýna vægilega. Mér er vel ljóst, og hefi oft bent á það, sem Magnús á Torfastöðum bendir á í grein sinni í Tímanum, að Carborund- um-brýnin, sem kaupfélögin selja mest af, eru of gróf og lítt hæf á Eylandsljáina, þótt þau kunni að eiga vel við ensku ljá- ina. Ég hefi fengið fluttar inn og reyndar ýmsar aðrar tegundir af brýnum, og get bent á, að minnsta kosti tvær tegundir, sem eru miklu betri en Carbor- undum-brýnin ensku, og er verksmiðja sú, er smíðar Ey- landsljáina, mér sammála um það. Önnur tegundin eru „norsk steinbrýni“, sem fást sem stór óslípuð brýni, og eru þung í hendi og þykja því heldur ómeð- færileg. En þau fást einnig til- skorin og slípuð, og þannig unn- in eru þau seld með mismunandi nöfnum, t. d. Silverbrýni. Hin tegundin, sem ég get mælt með, eru „tilbúin“ brýni, sem nefn- ast Foss-brýni. Þau eru eins í laginu og Carborundum- brýnin, og fást mismunandi gróf. Foss-brýni nr. 102 eru hæfilega fíngerð. Foss-brýni nr. 101 eru aftur á móti fín í annan endann en grófari i hinn og geta þvi (Framh. á 4. síðu) Ameríku hættu. En innanlands gerðist mikið landnám. Reykja- vik og nokkrir aðrir kaupstaðir seiddu til sín fólkið úr dreif- býlinu með ómótstæðilegum krafti, og mannfátt varð eftir á mörgum heimilum. Hin dreifða byggð stóð höllum fæti í sam- keppni við sjávarströndina. Sú trú, sem áður fyrr hafði lokkað þá, sem mest höfðu efnin úr landi, hafði nú fengið nýtt verk- efni. Hún hændi mikið af æsku landsins burtu úr hinum fögru sveitabyggðum. Þar var að verki ný þjóðflutningaalda, en ekki yfir heimshafið. Heimkoma Gunnars Gunn- arssonar skálds er í tvennum skilningi það, sem áður var kall- að „slagbrandur í flóttans dyr- um.“ Gunnar Gunnarsson kom til íslands frá Danmörku. í aug- um hans var hið kalda og fjöll- ótta ættland meira virði en hin mildu sund og beykiskógar Dan- merkur. Og skáldið flutti ekki til höfuðstaöarins eða hinna stærri kaupstaða. Heldur ekki til hinna tveggja mestu sveita- byggða á landinu sunnan og vestanverðu. Hann spurði ekki um þéttbýli, góðar samgöngur né steinilagðar götur eða torg. Hann flutti beint heim í sína sveit, grasi vafinn, fagran dal á Austurlandi, þar sem vorgolan er orðin heit á leiðinni frá Golf- straumnum norður yfir Vatna- jökul og öræfin. Hér eftir er það að minnsta kosti eftirtektarvert fyrir ungu kynslóðina í landinu, að frægur og sæmilega efnum búinn ís- lendingur á miðjum aldri kýs Árið 1938 fékk Sambandið fyrir íslenzkar vörur frjálsan gjaldeyri ............................. kr. 5.178.000,00 Fyrir vörur S. í. S„ sem seldar voru til Þýzka- lands, kom inn .................................. — 4.444.000,00 Fyrir vörur S. í. S„ sem seldar voru til Ítalíu, kom inn ......................................... — 20.000,00 Fyrir fisk, sem Sölusamband ísl. fiskframleið- enda seldi í umboði S. í. S................ — 2.007.000,00 Samtals kr. Af þessu fengu bankarnir: Af andvirði vara seldra til Þýzkalands .......... kr. Allt andvirði vara seldra til Ítalíu ............. — Allt andvirði fiskjar, sem S. í. F. seldi ....... — Samtals kr. 4.996.000,00 11.694.000,00 2.969.000,00 20.000,00 2.007.000,00 nokkurt annað blað á þeirri leið, að hafa gagnkvæm og eðlileg skipti við kaupendur. En um nálega tuttugu ára skeið hefir hann verið líkt settur eins og sá kaupfélagsstjóri, sem hefði fyrir keppinauta við sömu höfn nokkrar verzlanir, sem gæfu við- skiptamönnunum ár eftir ár allar daglegar nauðsynjar. Því kaupfélagi yrði erfitt um starfið. Tíminn hefir samt lifað af þessa rausn með hjálp margra góðra manna. Og nú ætla aðstandend- ur Tímans að leysa þessa þraut á þann hátt, að innan fárra mánaða verði farið að borga öll blöð, sem menn annars vilja sjá á heimilum sínum. J. J. Frá þessu má þó draga krónur 397.000,00, sem Landsbankinn greiddi fyrir Sambandið til ít- alíu og hægt er að líta svo á, að teknar hafi verið af andvirði fiskjarins. Þá verða eftir krónur 4.599.000,00 af gjaldeyrinum, sem gengið hafa til bankanna. Er það 39y2% af þeim gjald- eyri, sem inn hefir komið árið 1938 fyrir vörur, sem Sambandið hefir selt til útlanda. Ég vænti, að þessar skýringar nægi til þess, að hér eftir verði öllum sæmilega viti bornum mönnum ljóst, hve sterka rétt- lætisaðstöðu samvinnufélögin hafa í gjaldeyrismálum og að það eina, sem hér eftir verður JÓNAS JÓNSSON: Gunnar Gunnarsson kemur heim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.