Tíminn - 01.06.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.06.1939, Blaðsíða 4
248 TÍMIM, fimmtndagiim 1. jiiní 1939 62. blað / Tilkynnín Sökum þess, hve seint liefir vorað í Norð- ur-]\oregi, koma plöntur þær, reynir, víðir o. fl., sem áttu að koma mcð Lyra s. 1. mánudag, ekki fyr en með næstu ferð. Trjáplöntusölunni verður þvl lokað frá og með 3.—14. júní. — Þeir, sem eiga eftir að fá sér ribsplöntur, ættu þvi að taka þær I dag eða á niorgun. SKÓGRÆKT RÍKISTYS. ÚR BÆ3VIJM Sumarferðalög F.U.F. Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík hóf sumarferðir sínar nú um hvítasunnuhelgina. Var farið í Þrastaskóg og dvalið þar í tvo daga. Var veður gott, þótt veðurhorfur væru slæmar á laugardagskvöldið. Meðal þeirra ferða, sem. F.U.F. í Reykjavík efnir til síðar í sumar, verða för að Kleifarvatni og í Krísuvík og ferð í Viðiker og á Skjaldbreið. Trúlofun. sína hafa nýlega opinberað ungfrú Margrét Stefánsson frá Kleifum 1 Saurbæ og Kári Ingvarsson, Markar- skarði i Hvolhreppi. Hjónabönd. Nýlega hafa verið gefið saman í hjónaband Kristín Gísladóttir frá Stóru-Reykjum í Flóa og Vilhjálmur Þorsteinsson frá Húsatóftum. — Einn- ig Sesselja Hróbjartsdóttir, Mjósundi, og Jón Jónsson á Vestri-Loftsstöðum í Flóa. Snæfellsnessför Ferðafélagsins. í Snæfellsnessför þeirri, er Ferðafé- lagið efndi til um hvítasunnuna, tóku þátt um 80 manns. Var farið frá Rvík með Laxfossi kl. 7 á laugardagskvöld og komið til Arnarstapa laust eftir miðnætti. Var gist þar um nóttina í ungmennafélagshúsi, bamaskólanum og bæjum í grenndinni. Rigning var um nóttina, en stytti upp á hvítasunnu- morgun. Var þá gengið á Snæfellsjökul. Nokkrir gengu á Stapafell. Á leiðinni að Stapa komu sumir við í Sönghelli. Á annan í hvítasunnu var gengið viða um nágrennið. Naut sólar nær óslitið báða dagana, þrátt fyrir slæmt útlit á laugardaginn. Laxfoss sótti ferðafólkið aftur vestur á annan dag hvítasunnu. íslandsglfman fór fram á íþróttavellinum í Reykja- vík í gærkvöldi. Keppendur voru 10, 7 frá Glímufélaginu Armann og 3 frá Knattspyrnufélagi Vestmannaeyja. Úr- slit urðu þau, að Ingimundur Guð- mundsson (Á) hlaut 9 vinninga og vann íslandsbeltið, en Skúli Þorleifs- son, er fékk 7 vinninga, hlaut Stefnis- hornið sem fegurðarverðlaun. Þeir Ingimundur og Skúli eru báðir Rang- æingar að ætt. Aðrir keppendur hlutu þessa vinninga: Sigurður Guðjónsson (K.V.) 6, Kjartan Bergmann Guðjóns- son (Á.) 6, Jóhannes Ólafsson (A.) 5, Guðmundur V. Hjálmarsson (Á.) 4, Engilbert Jónasson (K.V.) 3, Sigurður Hallbjörnsson (Á.) 3, Haraldur Sig- urðsson (K.V.) 1, Jóhannes Bjarnason (Á.) 1. Gestir í bænum: Sigurður Jónsson bóndi á Útnyrð- ingsstöðum á Fljótsdalshéraði, Daniel Ágústínusson skólastjóri í Stykkishólmi, Ólafur Bjarnason verzlunarmaður á Reyðarfirði, Halldór Sigurðsson bóndi á Efri-Þverá í Húnavatnssýslu, Þór- hallur Sæmundsson lögreglustjóri á Akranesi. Bretar og Palestína Framh. af 1. síðu. leitt stuðnings hinna arabisku þjóða og vita að Bretar óska eft- ir vinfengi þeirra á hinum við- sjárverðu tímum. Það er því engan veginn víst, að breztu stjórninni heppnist að koma þessum tillögum í fram- kvæmd. En vafalaust gerir hún sitt ítrasta til þess. Palestína hefir, vegna legu sinnar við Mið- jarðarhaf og olíuleiðsla, sem liggja um landið, mikla hernað- arlega þýðingu fyrir Breta. Vin- fengi, eða a. m. k. hlutleysi ara- bisku þjóðanna er þeim nauð- synlegt í styrjöld. Þess vegna má gera ráð fyrir, að lausn þessa máls muni verða Gyðingum meira i óhag, en hún hefði orðið, ef það hefði verið leyst á frið- samlegri tímum. Betrí brýni (Framh. af 3. slðu) hentað vel bæði á Eylandsljái og til annarrar notkunar, ef þörf er á grófu brýni. Til þessa hefi ég ekki viljað telja skoðun mína, að Carbor- undum-brýnin væru miður heppileg á Eylandsljáina, neinn fullnaðardóm. Nú tel ég þá reynslu fengna, að ég vil mæl- ast til þess að þau kaupfélög og aðrar verzlanir, sem selja Ey- landsljái, láti það ekki koma fyrir fleiri sumur, að þeir, sem kaupa og nota ljáina, geti ekki fengið þau brýni, sem vitað er að eru bezt við þeirra hæfi. Það eru smávægileg óþægindi, þótt hafa verði meira en eina teguhd af brýnum á boðstólum. Enn er sláttur með handverkfærum mikið atriði í starfslífi flestra þeirra, er landbúnað stunda. Setjum svo, að hver Eylandsljár, sem notaður er, spari erfiði eða drýgi vinnu, svo nemi þó ekki né nema einni krónu yfir sumarið, móts við það að nota lakari ljái. Sú um- bót nemur þá árlega 5% vöxt- um af 180 þús. króna höfuð- stól. Hvort sem hér er ofreiknað eða vanreiknað, má fullyrða, að fé það, sem B. í. varði til umbóta á sláttuljáunum og fyr- irhöfn mín, gefur bændum góða vexti. — Þær gætu orðið enn betri, ef ljáirnir næðu útbreiðslu um land allt, og allir, sem þá nota, hefðu þeirra hin fyllstu not. Góð og hentug brýni eru mikilsvert atriði. Margt smátt gerir eitt stórt í búskapnum eins og annars staðar. 29. maí 1939. Árni G. Eylands. Samningar um hitaveitulánið (Framh. af 1. síðu' siglingar teppast um langa stund af völdum heimsstyrjaldar." Á bæjarstjórnarfundi síðast- liðinn laugardag gerði Jónas Jónsson ítarlega grein fyrir af- stöðu sinni og Framsóknar- flokksins og lagði þar fram til- lögur þær, sem birtust í síðasta blaði, um nauðsynlegar breyt- ingar á láninu. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Bifreiðastöð Akureyr- ar og starfsemi hennar (Framh. af 1. síðu) heiði. Þegar sú mikilvæga um- bót kemst í kring, að leiðin frá Reykjahlíð við Mývatn að Grímsstöðum á Fjöllum opnast bifreiðum, hefst svo nýr þáttur í sögu austlenzkra samgöngu- mála. Þá styttist leiðin til Aust- urlandsins sem nemur króknum norður til Húsavíkur og í Keldu- hverfi, eða um 80—90 km. Á þessu sumri verður akfært frá Reykjahlíð alla leið austur að Jökulsá á Fjöllum, sem þá er eina teljandi hindrunin á þess- ari leið. Brú á Jökulsá er hins- vegar dýrt mannvirki og er á- ætlað, að hún myndi kosta um 200 þús. kr. — Bifreiðastöð Akureyrar hef- ir getið sér góðan orðstír og vin- sældir almennings fyrir vetrar- ferðir sínar milli Norðurlands og Suðurlands. Hve marga vetur hefir stöðin haldið slíkum ferð- um uppi? — Síðustu þrjá veturna hefir tekizt að halda uppi stöðugum ferðum mestan hluta vetrarins yfir Holtavörðuheiði úr Borga- nesi og í Húnvatnssýslu og stundum í Skagafjörð, enda höf- um við lagt allt kapp á að láta þessar ferðir ekki falla niður. 1937—38 var þessum ferðum haldið nær óslitið allan vetur- inn úr Borgarnesi til Blönduóss og oft í Skagafjörð. Ég læt það álit í ljósi, að ef allir erfiðustu leiðarkaflarnir milli Akureyrar og Borganess væri jafn vel veg- aðir og Holtavörðuheiði, þá mætti um snjólétta vetur halda uppi svo til órofnum bifreiða- samgöngum milli Akureyrar og Reykjavíkur. — Bifreiðastjórar ykkar eiga vinsældum og almennu trausti að fagna. Ber þeim ekki mikið að þakka, hve vel hefir tekizt að halda uppi samgöngunum, þrátt fyrir marga erfiðleika? — Bifreiðastöð Akureyrar hef- ir ávallt kappkostað að hafa reynda og trausta bifreiðastjóra til allra langferða. Dugnaður og þol þeirra, ásamt góðri fram- komu, hefir skapað þeim tiltrú fólks. — Hvert er álit yðar á íhlutun landstjórnarinnar um bifreiða- samgöngurnar? — Skipulagningin er góð og hefir bætt að mun úr ýmsum á- göllum, sem áður voru á bif- reiðasamgöngunum og starf- rækslu áætlunarbifreiða. En vegna byrjunarörðugleika hefir 66 William McLeod Raine: þér gott, sagði Walsh hæglátlega. Molly segir, að hún hefði aldrei komizt til Sjö- milnakofans án hans. Mundu það fyrst og fremst, Clint. Segjum, að hann sé einn af mönnum Clem Oaklands, segjum að hann sé í hans erindagerðum. Þú ert honum samt sem áður skuldbundinn. Nú, en mér finnst þú hafa óbundnar hendur, ef þú hittir hann úti undir ber- um himni. Búgarðseigandinn sló vinnulúnum hnefanum í borðið. — Ég vil ekki vera skuldbundnn Clem Oakland eða nokkrum af hans bölvuðu þrjótum og ég vildi gjarnan segja þess- um náunga það hreint út. — Því ekki það, sagði Walsh. Því ekki að segja honum, að þú sért svo ósveigj- anlegur, að þú vildir heldur missa dóttur þína, en að henni sé bjargað af manni, sem þér fellur ekki í geð? — Ég sagði það nú ekki, skrattinn hafi að ég hafi sagt það. Það, sem ég segi, er að þetta sé nokkuð beizkt fyrir mig, að standa í þakkarskuld við einn af þessum skálkum, — og hann bölvaði hressilega. Ég vil ekki þurfa að hitta Clem eða pilta hans, öðru vísi en með byssuna mína í höndunum. Þeir náungar hafa svo mikið gert á hluta minn, að þar er ekki um neinn frið að ræða. — Ég er ákveðinn í því samt, Clint, Flóttamaðurinn frá Texas 67 að vera sýslumaður, sagði Walsh hægt en ákveðið. Gerðu engin axarsköft. Ég vil ekki leyfa neina ósvinnu, hvorki þér né Clem. Þið verðið að gera svo vel að fara eftir lögunum báðir tveir. — Farðu til hans, drengur minn, og segðu honum það, svaraði Prescott reið- ur. Hvað áttu við með þessu, þegar ég er annars vegar? Byrjaði ég á þessu? Skaut ég menn hans niður? Brennimerkti ég kálfa í hans landi? Lék ég á skógar- stjórann til að hafa af honum land, sem hann átti? Hvað er að þér, Steve? Heldur þú, að ég vilji sitja eins og mús í gildru, meðan þessi skálkur stelur mig út á gaddinn? Fjandinn hafi öll ykk- ar lög, ef þau geta ekki verndað heiðar- lega menn! — Þannig á ekki að tala, Clint. Mon- tanafylkið er voldugra en nokkur borgari þess, og þú getur ekki fært tímann aftur um 30 ár, það er mér óhætt að segja. Þú verður að skilja það, að ófriður við Oakland getur ekki gengið, nema með nútíma vopnum, lögum og rétti. Sem maður er Steve Walsh með þér á móti Clem hvenær sem er, en sem sýslu- maður gerir hann sér engan mannamun. Ungi maðurinn brosti vingjarnlega og bros hans dró nokkuð úr hörku orðanna. Honum var vel við Prescott, en illa við ,,Godafoss“ fer á föstudagskvöld 2. júní vestur og norður. Farseðlar ósk- ast sóttir fyrir hádegi á föstu- dag. ,,Gullfoss“ fer á mánudagskvöld 5. júní um Vestmannaeyjar til Leith og Kaupmannahafnar. »—— GAMLA EÍÓ“°“,0““ Dr. Yogami frá London „VARGÚLFURINN“ Óvenjuleg og hroðalega spennandi amerísk kvik- mynd um þjóðsöguna, að menn geti breytzt í „varg- úlf“-veru, sem er að hálfu leyti maður og að hálfu leyti blóðþyrstur úlfur. Aðalhlutv. leika: WARNER OLAND, HENRY HULL og VALERIE HOBSON. Börn fá ekki aðgang. :nýja bíó“’*~0~°*~ Það var lián, sem byrjaðl. F y r s t a flokks amerísk skemmtimynd frá Warner Bros, hlaðin af fyndni og fjöri, fallegri músik og skemmtilegum leik. Aðalhlutverkið leikur eftirlætisleikari allra kvik- myndavina: ERROL FLYNN og hin fagra JOAN BLONDELL. ekki ennþá náðzt sá árangur.sem ætla mætti að hægt væri að ná með skipulagningunni. Ofmarg- ir hafa í byrjun fengið leyfi til að aka sumar langferðirnar og þann veg skapast óeðlileg sam- keppni. Loks vil ég taka það fram, að ég tel vera allmikla vöntun á bifreiðum. Það er á- reiðanlega ekki rétt, frá þjóð- hagslegu sjónarmiði skoðað, að starfrækja 10—12 ára gamlar bifreiðar. Bensíneyðsla þeirra er mikil og ógurlegur kostnaður legst á þá vegna varahluta. Það er áreiðanlega neyðarúrræði að þurfa að nota mikið eldri bif- reiðar en 3—4 ára á erfiðum langleiðum. 1. S. 1. K. R. R. Rejkj a ví knrmótið (MeistaraSlokkur) FRAM OG VÍKINGUR keppa í kvöld kl. 8,30. Heyvinnuvélar Nú eru síðustu íorvöð að tryggja sér heyvinnuvélar íyrir sláttinn rakstrarvélar HEEKIVk (JNA snnningsYélar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.