Tíminn - 03.06.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.06.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 1d. Síml 2323. PRENTSM3ÐJAN EDDA h. í. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjjavík, laugardagiim 3. júní 1939 63. blað Ungmennaíélðgum geíið merkilegt iordæmi Guiubaðstoia Ungmennaiél. Reynís í Mýr- dal heiir hlotið miklar vinsældirogaðsókn Mynd' þessi er tekin, þegar þýzk-ítalski hernaðarsáttmálinn var und- irritaður. Á myndinni sjást, jrá vinstri: v. Mackensen sendiherra Þjóðverja í Róm, Ribbentrop utanríkisráðherra Þjóðverja, Ciano utanríkisráðherra ítala og Attolico sendiherra ítala í Berlín. Hernaðarsáttmáli ítala og Þjóðverja UngmennafélagiÖ Reynir í Mýrdal reisti síðastl. sum- ar gufubaðstofu við barna- skóla sveitarinnar. Var bað- stofubyggingunni lokið í fyrrahaust og hafa ung- mennafélagar í sveitinni notað baðstofuna vikulega í vetur, auk þess sem hún hefir verið notuð af skóla- börnum. Þessi framkvæmd æskufólksins í Reynishverfi er mjög athyglisverð og gæti verið ungu fólki í öðrum byggðarlögum til fyrir- myndar. Baðstofa þessi er byggð úr steinsteypu, með tvöföldum veggjum og reiðingstorfi á milli, 5,4 m. X 4 m. að stærð. Heitu uppsprettuvatni er þarna ekki til að dreifa, og er gufubaðinu þannig komið fyrir, að steinar eru hitaðir og síðan stökkt á þá heitu vatni. Mynd- ast við það mikil gufa. Þessi að- ferð er alþekkt á Norðurlönd- um, einkum í Finnlandi og Sví- þjóð. Þar sem jarðhiti er til staðar, er afar auðvelt að veita sér gufuböð, með þeim hætti, að byggja skýli yfir laug eða hver. Um tuttugu pund af kolum nægja til þess, að tuttugu manns geti tekið sér bað. Hins vegar er útbúnaður ofnsins.sem vatnið er hitað í, svo fullkominn, að hægt er að nota hitaminna eldsneyti en kol. Er mótak þarna nær- tækt, ef að því yrði horfið að nota mó. Kostnaður við byggingu gufu- baðstofu þessarar, mun nema um 2000 krónum, ef með er talin sú vinna, er innt var af hendi við bygginguna. Reyndar var vinnukrafturinn að mestu lát- inn í té, án þess að greiðsla kæmi fyrir. Rikissjóður mun Þessi mynd er aj ofninum, sem Haukur Magnússon smíðaði úr strand- járni, og blásaranum í gufubaðstof- unni. • Tvö slys í fyrradag vildi það slys til á Skagaströnd, að tré féll í höfuð- ið á 16 ára gömlum pilti, syni Ólafs Lárussonar, fyrrverandi kaupfélagsstjóra, Árna að nafni. Beið hann bana af. Skeði slysið við höfnina, þar sem verið var að vinna við hafnargerðina. í Vestmannaeyjum hrapaði unglingspiltur, Aubert Herman- sen að nafni, norskur í föður- ætt, til dauðs í björgum á aust- anverðri Heimaey. Fannst hann í svonefndri Haugaurð á mið- vikudaginn var. Hafði hann far- ið að heiman um hádegi á þriðjudag, og taldi læknir, sem framkvæmdi líkskoðun, að drengurinn myndi hafa andazt á þriðjudaginn. Lík rcknr. Á fimmtudagskvöldið rak lík Jóns Sveinssonar, er drukknaði 1 lendingunni í Teigavör í vetur, upp við Heimakletta á Akranesi, skammt utan við hafnargarðinn. Líkið veröur jarðsett á þriðju- daginn kemur. Forgöngumaður um þessa ný- ung var Haukur Magnússon frá Reynisdal. Vakti hann fyrst máls á þessu í ungmennafélag- inu, barðist mest fyrir fram- kvæmdunum, og hefir sjálfur unnið ýms vandasömustu verk- in. Meðal annars smíðaði hann ofninn úr járni úr strönduðum skipum. Sýnir það bæði hagleik hans og ráðdeild. Eins og áður er sagt, er al- mennur baðdagur í baðstofunni einu sinni í viku. Bæði eldri og yngri notfæra sér böðin, jafn- vel fólk á áttræðisaldri. Telur bóndi, sem þjáist af gigtveiki, sig hafa sótt þangað talsverða meinabót. Getur fólk af tólf bæjum sótt böðin með hægu móti, því að stutt er milli bæja í Reynishverfinu. í bréfi, sem Haukur hefir skrifað vini sínum, segir hann meðal annars: „Mig hefir lengi dreymt um það, að æskufólk þessa fagra byggðarlags starfaði sameinað að því að skapa sér þau menn- ingarskilyrði, sem gæti veitt því hollt veganesti á lífsleið- inni. Að í þessu byggðarlagi risi upp sá æskulýður, sem væri hafa styrkt framkvæmd þessa með 400 krónum. Samkvæmt upplýsingum, er Tíminn hefir fengið hjá Gunnari Guðjónssyni skipamiðlara, byrjar hvalveiðafélagið Kópur, er starfrækir stöðina á Suður- eyri í Tálknafirði, hvalveiðar fyrir Vesturlandi innan skamms. Hefir fé- lagið tekið þrjú norsk hvalveiðaskip á leigu og eru þau væntanleg hingað til lands nú eftir helgina. Skipshafnimar verða skipaðar bæði íslenzkum og norskum mönnum. Veiðitíminn varir sennilega fram í miðjan september- mánuð, en þá gengur hvalurinn til hafs aftur. Venjulega veiðist hvalurinn 60—100 kílómetra vestan við land. Er eingöngu um reyðarhvali og búrhveli að ræða. Við hvalstöðina á Suðureyri unnu í fyrrasumar um fimmtíu manns, allt isl. karlmenn og sennilega álíka margir í ár. Eru fyrstu verkamennirn- ir að fara vestur. Á Suðureyri eru hval- irnir teknir til vinnslu. Spikið af þeim er brætt og rengi og kjöt skorið og selt. Hefir rengið verið selt innan lands en kjötið flutt út og selt til refafóðurs í Noregi og það bezta úr því til mann- eldis. Er mikið af góðu hvalkjöti notað til manneldis í Osló og víðar í Noregi. í sumar verður gerð tilraun með að selja úrvals hvalkjöt til manneldis hér. Það af hvalnum, sem eftir verður að skurðinum loknum, er siðan brætt eða malað. í fyrra sumar veiddu hvalveiða- skipin þrjú, hin sömu og í ár, alls 147 hvali. starfsfús og starfsglaður, sem reisti býlin og ræktaði landið, og sem í tómstundum sínum kæmi saman og ræddi áhuga- mál sín, iðkaði leikfimi og í- þróttir." Gufuböð eru mjög holl. Forn- menn þekktu nytsemi þeirra og er oft getið um þau í íslendinga- sögunum. Þegar niðurlægingar- tímabil þjóðarinnar hófst, lögðust þau niður eins og margt fleira, sem var gagnlegt. Á síð- ari árum hafa þau verið tekin upp við alþýðuskólana, þar sem hveravatn er notað til upphit- unar. í Reykjavík er ein gufu- baðstofa til afnota fyrir almenn- ing — í húsi Jóns Þorsteinsson- ar, en vafalaust verður þeim fjölgað í bænum, þegar hita- veitan kemur til sögunnar. í kaupstöðum og kauptúnum ættu íþróttafélögin að beita sér fyrir gufuböðum, en í sveitun- um er það verkefni ungmenna- félaganna. Ungmennafélagið Reynir hefir riðið mjög myndar- lega á vaðið í þeim efnum og sýnt, að hægt er að koma upp gufubaðstofu með tiltölulega litlum kostnaði, ef nægur áhugi er fyrir hendi. Á það miklar þakkir skilið fyrir þetta fordæmi sitt og vonandi verður það tek- ið til eftirbreytni sem víðast um landið. Einkum virðist þörf fyrir gufubaðstofur í sveitum, þar sem menn eiga óvíða kost á hentugum inniböðum. Samvinnufélag á Sandi á Snæfells- nesi hefir átt tvo vélbáta í smíðum hér í Reykjavík. Eru nú bátarnir fullgerðir og komnir vestur. Heita báðir Njörður. Hinn síðari lagði af stað frá Reykja- vík á miðvikudagskvöld. Kom hann eigi til Sands fyrri en í gærmorgun og voru menn jafnvel teknir að óttast um hann, því að dimmviðri var og sjór úfinn. Reyndist sá ótti þó ástæðulaus og var allt í bezta lagi, er báturinn kom til Sands. Hafði báturinn villzt af réttri leið vegna dimmviðrisins, en síðan leg_ ið og biðið átekta. t t t Vélskipið Dagný frá Siglufirði, sem að undanförnu hefir verið að leita sildar, fékk 450 mál í fyrradag í herpi- nót við Langanes. Hefir síld sést vaða við Langanes undanfarna daga.að sögn. t t f Sjómannadagurinn er á morgun. Auk skrúðgöngu, er hefst frá stýrimanna- skólanum klukkan tæplega 1, lúðra- blásturs, söngs og ræðuhalda við Leifs- styttuna, fara þennan dag fram íþróttasýningar. Meðal annars verður keppni milli sjómanna í knattspyrnu og reipdrætti á íþróttavellinum. Á höfn- inni fer fram kappróður milli skips- hafna, stakkasund og björgunarsund. í markaðsskálanum verður opin sýning, þar sem fólk getur kynnt sér feril og Mánudaginn 22. f. m. var und- irritaður í Berlín hernaðarsátt- máli milli Ítalíu og Þýzkalands. Sáttmálinn var undirritaður af utanríkisráðherrum landanna. Sáttmáli þessi er í sjö grein- um. í fyrstu og annari grein segir, að samningsaðilar skuli hafa samráð um allt það, sem snertir sameiginlega hagsmuni þeirra og ástandið í Evrópu yf- irleitt. Lendi annar samningsað- ilinn í deilum eða reynt sé að ganga á hlut hans, skal hinn að- ilinn veita honum alla þá að- stoð, sem hann megnar, á frið- samlegan hátt. í þriðju grein segir: Ef annar aðilinn lendir, gegn ósk sinni og vilja, í styrjöld við annað eða önnur ríki, skal hinn aðilinn tafarlaust koma honum til hjálpar og veita honum alla þá hernaðarlega aðstoð, sem hann megnar. í fjórðu grein segir, að til þess að samningsaðilar geti með litlum fyrirvara fullnægt á- kvæðum þriðju greinar, skulu þeir auka samvinnu sína í víg- búnaðarmálum og viðskiptaleg- um ófriðarráðstöfunum. Jafn- framt skulu þeir fyrirfram koma sér saman um, hvernig fram- kvæmdum skuli háttað í hverju einstöku tilfelli. í hinum greinunum eru þau á- kvæði merkilegust, að hvorugt ríkið megi semja um vopnahlé eða frið í styrjöld, nema með þróun íslenzkrar sjómennsku, og þær breytingar, sem veiðitækin hafa tekið. Um kvöldið verða skemmtisamkomur að Hótel Borg og Oddfellow. t t r Kaupfélág Árnesinga hefir nú komið á fót mjög fullkomnu rafknúnu véla- verkstæði að Selfossi. Er því ætlað að annast viðgerðir á bifreiðum, báta- hreyflum og landbúnaðarverkfærum. Einnig mun það annast smíðar á ýmsum óbrotnari tækjum, sem notuð eru við landbúnað. Þegar þessi fram- kvæmd er komin i verk, verður mönn- um ljós hver þörf var á slíkri fram- kvæmd, en hún er í hlutfalli við víðáttu Suðurlandsundirlendisins, og hina „hafnlausu" strönd, ennfremur við hina breyttu búnaðarhætti, sem nú krefjast æ fleiri vélrænna hjálpartækja og dag- legra samgangna, sem aldrei mega niður falla, hverju sem viðrar. Má telja líklegt, að bændur eigi eftir að sannfærast um að úrræði samvinnunn. ar verði þeim eigi lítil hagsbót einnig á þessu sviði. Þessu nýja vélaverkstæði, sem Kaupfélag Árnesinga hefir látið reisa, var valinn staður rétt við Ölfus- ána, ofan vert við Tryggvaskála. Er það bæði rúmgott og búið ágætum tækjum. Kaupfélagið hefir með þessu ráðist í merkilega nýjung, sem áreið- anlega á fyrir sér að dafna vel og af- kasta þýðingarmiklu starfi fyrir bænd- ur á Suðurlandi. samþykki hins, og að samningur þessi skuli gilda til 10 ára. í þýzkum blöðum hefir verið ritað mikið um þennan sáttmála og hann talinn verðugt svar gegn einangrunarstefnu Breta. ítölsk blöð hafa hinsvegar ver- ið mjög fáorð um sáttmálann. Utan Ítalíu og Þýzkalands eru blöðin yfirleitt sammála um, að ítalir hafi gert þennan samning nauðugir, enda geri hann Ítalíu að einskonar hjálendu Þýzka- lands, ef úr framkvæmd hans verður. Sérstaklega munu Þjóð- verjar samkvæmt fjórðu grein- inni gera kröfur um ýmsar við-. skiptalegar ráðstafanir í Ítalíu, sem fullnægi ófriðarundirbún- ingi landanna. Er í þessu sam- bandi minnst á það, að háttsett- ir þýzkir herforingjar hafa dval- ið á ítaliu undanfarið. í Bretlandi og Frakklandi hefir sáttmáli þessi vakið litla athygli, þó einkennilegt megi virðast. Hefir það vafalaust verið tilgangur Hitlers að láta þennan sáttmála skjóta Bretum og Frökkum skelk í bringu. Eitt enska blaðið, „Daily Express", segir að í heimsstyrjöldinni hafi undirskrift Ítalíu verið öðru- megin, en herinn hinumegin. Hitler er þetta ljóst, segir blaðið, en markmið hans er að reyna að hræða okkur til nýrrar undan- látssemi. Slíkt bragð hefir heppnazt einu sinni, en það heppnast ekki aftur. Annað enskt blað, „News Chronicle“, segir, að afleiðingar sáttmál- ans geti vel orðið þær, að ít- alía reyni miklu frekar en áður að aftra Þjóðverjum frá því að hefja styrjöld, þvi engin af stórþjóðunum sé eins illa undir styrjöld búin og ítalir. Ýms blöð vekja athygli á þvi, að ákvæði þriðju greinarinnar séu ekki það ákveðin, að ítalir séu nauðbeygðir til að fylgja Þjóðverjum, án tillits til þess, hvernig styrjöld ber að höndum. Virðast flestir blaðadómarnir á þá leið, að þessi sáttmáli sé að- allega til að sýnast og hann hafi ekki haft þau áhrif í þeim efnum, sem Hitler hafi ætlazt til. Hinsvegar telja mörg þeirra líklegt, að ítalir fylgi Þjóðverj- um í styrjöld, en það sé þó eng- anveginn öruggt, þrátt fyrir þennan samning. Herskyldulögin og stjórnarandstaðan í Englandi Herskyldulögin og stjórnarand- stæðingar í Englandi. Bæði verklýðssamtökin og jafnaðarmannaflokkurinn í Englandi hafa ákveðið að veita herskyldulögum stjórnarinnar engan mótþróa utan þingsins. Á ráðstefnu, sem verkalýðsfé- lögin héldu nýlega, var felld til- laga um að hafna allri sam- vinnu við ríkisstjórnina, í mót- mælaskyni. Fulltrúarnir, sem fylgdu henni, höfðu bætt við sig 232.000 atkvæðum, en þeir, sem voru á móti, 3.817.000 atkvæð- Á víðavangi Kommúnistar halda áfram að auglýsa ofbeldi sitt í verkalýðs- málum. Nú í vikunni hafa þeir byrjað óvenjulegt verkfall hér í bænum. Stjórn Dagsbrúnar hefir bannað öllum ófaglærðum verkamönnum að vinna við byggingar. Gerir hún þá kröfu, að múrarar og trésmiðir greiði kaup þessara manna til skrif- stofu Dagsbrúnar og annist hún síðan útborgun þess fyrir 1% af upphæðinni. Hækkar verka- kaupið sem þessu nemur,en eng- inn eyrir af hækkuninni renn- ur til verkamanna sjálfra, held- ur í sjóð Dagsbrúnar, sem kom- múnistar hafa stundum notað eins og flokkssjóð sinn, m. a. til að styrkja blaðaútgáfu sína. Hafa múrarar og trésmiðir vit- anlega ekki viljað fallast á þetta og hefir stjórn Dagsbrúnar því látið stöðva vinnuna. * * * Meðal verkamanna þeirra, sem þannig hafa verið neyddir til að hætta vinnu, ríkir hin mesta gremja yfir þessu tiltæki komm- únista. Margir þeirra eru fjol- skyldumenn, sem hafa mikla þörf fyrir vinnu, og verkfallið er ekki á neinn hátt gert til að bæta kaup þeirra og kjör, enda hafa þeir ekki óskað neinna breytinga. Kommúnistar eru að- eins að reyna með þessu, hversu langt þeim sé fært að ganga i því, að beita verkalýðsfélögun- um til að framkvæma ýms of- beldisverk. Mætti það furðulegt heita, ef þetta verkfall hjálpaði ekki verkamönnum til að skilja, hversu mikil hætta það er, bæði fyrir þá sjálfa og samtök þeirra, að láta kommúnista fara með stjórn verkalýðsfélaganna. * * * Meðal sjúklinga á hressingar- hælinu í Kópavogi hefir það komið til tals, að þeir reyndu að koma upp refabúi og önnuðust sjálfir hirðingu refanna. Er það létt verk og gæti vel komið þeim að einhverju haldi, að kunna slíka vinnu eftir að þeir fara af hælinu. Er þetta mál, sem gefa ætti fullan gaum. Þarf að vinna að því eftir megni, að þeir sjúk- lingar, sem ná aftur fullri heilsu, geti fengið létta vinnu, a. m. k. til að byrja með, og helzt þyrftu þeir að geta notað hælisvistina til að búa sig á einhvern hátt undir slík störf. Nokkur byrjun er hafin á þessu á Vífilstöðum með því að láta sjúklinga, sem lagt geta á sig nokkra vinnu, fá garðlönd til ræktunar. Verð- ur vafalaust haldið þar frekar áfram á þessari braut. * * * Félagsdómur hefir nýlega kveðið upp úrskurð í máli, sem Alþýðusambandið höfðaði fyrir sjómenn 1 Keflavík gegn útgerð- armanni þar. Tildrög málsins voru þau, að i kaupsamningun- um er sjómönnum heitið á- kveðnu verði fyrir hvert skip- pund. Töldu sjómenn, að þetta væri hlutaráðning og ættu þeir því að fá uppbót samkv. gengis- lækkunarlögum. Félagsdómur leit svo á, að hér væri um fast kaup, en ekki hlutaráðningu að ræða, og hafnaði því kröfu sjó- manna. um. Tillaga um allsherjarverk- fall í mótmælaskyni var felld með 4.172 þús. atkvæðum gegn 425 þús. atkvæðum. Á þingi enska jafnaðar- mannaflokksins, sem stendur yfir þessa dagana, hefir verið samþykkt með yfirgnæfandi meirahluta atkvæða, að veita herskyldulögunum ekki mót- stöðu utan þingsins. Sýna þessar ákvarðanir vel á- byrgðartilfinningu verkamanna í Englandi, þar sem vitanlegt er að þeir eru herskyldulögunum mjög andvígir. En þeim er jafn- framt ljóst, að miklar deilur um þessi mál myndi veikja aðstöðu þjóðarinnar út á við og sam- heldni þjóðarinnar á þessum tímum telja þeir skipta meira máli en allt annað. Á mynd þessari sjást sjálfboð aliðar við vinnu við byggingu gufu- baðstofunnar. Eins og sjá má hér á myndinni létu stúlkurnar ekki sitt eftir liggja um að vinna að byggingunni. A KROSSGÖTTJM Hvalveiðarnar að hefjast. — Síld við Langanes. — Samvinnufélagabátarnir á Sandi. — Sjómannadagurinn á morgun. — Vélaverkstæði Kaupfél. Árnesinga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.