Tíminn - 03.06.1939, Side 4

Tíminn - 03.06.1939, Side 4
252 TÍMEVN, laugardaginn 3. jjiimí 1939 63. lílað tJR BÆNUIU Eru íslenzkar stúlkur Norrænt æskulýðsmót verður haldið að Laugarvatni 26. júní til 4. júlí. Hafa 40 útlendingar tilkynnt þátttöku í því. Samskonar mót hafa áður verið haldin á öllum hinum Norð- urlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. .n. móti þessu verða fluttir fyrirlestrar um íslenzkt atvinnulíf, stjómmál, verzlunarmál og ýms menningarmál. Verða meðal fyrirlesaranna Hermann Jónasson, Jónas Jónsson, Sigurður Nor_ dal og Stefán Jóhann Stefánsson. — Skemmtiferðir verða farnar um ná- grennið, m. a. til Þingvalla og að Gull- fossi og Geysi. Þeir íslendingar, er hafa í hyggju að sækja mótið, þurfa að senda umsóknir sínar til Guðlaugs Rósinkranz fyrir 10. júní. Árnesingamót. Árnesingafélagið í Reykjavík hefir ákveðið að halda Árnesingamót fyrir Árnesinga austan fjalls og vestan á Þingvöllum 24. og 25. júni næstk. Gamlir peningasefflar. Landsbankinn hefir ákveðið að draga inn alla gamla peningaseðla, sem eru í umferð. Eiga þeir að vera komnir í bankann fyrir 1. júlí í ár. Nýjasta prentunin á aðeins að vera i umferð áfram. K. F. U. M. Almenn samkoma annað kvöld kl. 8%. Gunnar Sigurjónsson cand. theol. talar. Allir velkomnir. Bátaskýli Ármanns. Ármenningar allir, sem geta komið því við, eru vinsamlega beðnir að koma til vinnu við bátaskýli Ármanns í Naut- hólsvík í dag frá kl. 2—4 e. h. og á morgun frá kl. 8—12 árd. Ef nægur mannskapur kemur verður hægt að ljúka við að reisa. Fjölmennið þess- vegna. Messur á morgun: í dómkirkjunni klukkan 11, séra Bjarni Jónsson, klukkan 5 séra Friðrik Hallgrímsson. — í fríkirkjunni kl. 5, séra Árni Sigurðsson. — í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2, séra Jón Auðuns. MOLAR Nú er sá tími kominn, að vegavinna stendur sem hœst. Oft er glatt á hjalla meðal vega- vinnumanna að afloknu dags- verkinu, ekki hvað slzt á fjöll- um uppi. Til þess bendir llka þessi landfleyga vísa, sem ort er undir sllkum kringumstœðum og að öðru leyti skýrir sig sjálf: Oft á hausti svannar sungu sœtt í moll og dúr í Vaðlaheiðar-vegamanna- verkfœrageymsluskúr. að falla fyrir sjávarhamra? (Framh. af 3. síðu) VI. Það væri með öllu fráleitt, ef einhverjar af þeim ungu stúlk- um, sem hér eiga hlut að máli, vildu halda því fram, að kynn- ing þeirra við útlendu sjóliðana væri algert einkamál þeirra. Þessu er ekki svo háttað. Þessi kynning er einhver frjóasta uppspretta háskalegra og afleið- ingaríkra sjúkdóma. Viðvan- ingar þeir, sem hér eiga hlut að máli, hafa orðið og verða árlega sýkilberar í landi. Veikindi sjálfra stúlknanna, og veikind- in, sem breiðast út frá þeim, verða almenn mannfélagsmein. Fyrir utan hörmungar fólksins sjálfs, sem veikist, kosta þessar lækningar ríkissjóð of fjár á hverju ári. En þó að veikindahættan sé mikil, þá er þó mannorðshætt- an meiri. Það er óþolandi til- hugsun fyrir íslendnga, sem eru að reyna að verða og vera frjáls menningarþjóð, að vita mikinn fjölda af þeim ungu konum, sem eiga að verða góðar hús- mæður og öruggir borgarar í hinu litla, íslenzka ríki, koma þannig fram, að þær verði sjálf- um sér og þjóð sinni til opin- berrar stórminnkunar og háð- ungar. Því að það mega þessar ungu reynslulausu konur vita, að lítið gagna þeim lánaðar tízkufjaðrir frá París eða Holly- wood, ef vírðing þeirra er glötuð. VII. Ég er þó enganveginn bölsýnn um framtíðina í þessu efni. Sú var tíðin, að við kunnum ekki að stýra skipi, gera vegi, brýr eða varanleg hús. í þessum efn- um gekk okkur ekki heimska til, heldur kunnáttuleysi. Við lærð- um þessi verk og mörg önnur vandasöm störf. Ég álít, að hið sama muni gerast í þessu efni. íslenzkt kvenfólk er engir skyn- skiptingar. Almennt er álitið af dómbærum mönnum, að íslenzk- ar konur standi öllu framar samlendum karlmönnum, og ekki sízt um skapgerð. Ég er einn af þeim, sem hallast að þessari skoðun. Og út frá þeim sjónarhætti lít ég á þá taum- lausu niðurlægingu allmargra íslenzkra kvenna eins og sjúk- dóm, sem megi lækna, eins og ryð á góðu stáli, sem liggur laust á góðmálminum. Hér sé fyrst um að kenna lélegu uppeldi og samtíðaráhrifum. Mjög margir foreldrar, einkum í bæjunum, sinna börnum sín- um of lítið. Heimilin eru í hálf- gildings upplausn. Þar er hvorki festa eða friður. Síminn, út- varpið, kvikmyndahúsin, gatan, lélegir dansleikar og bjánalegir eldhúsrómanar eru máttugir þættir í bráðabirgðauppeldi því sem nokkuð mikill hluti ís- lenzkrar æsku á við að búa. Þegar meinsemdin er fundin, þá er oft hægt að lækna sjúk- leikann. Höfuðstaðarbúum og öðrum, sem hafa við sama böl að búa í þessum efnum, verður að vera ljóst, að uppeldið þarf að breytast og batna. Heimilin og skólarnir þurfa að verða æsku landsins miklu meiri styrkur heldur en nú gerist. En hér í bænum verður vafalaust gripið til skjótra úrræða til að breyta háskalegri tízku. Mér þykir sennilegt, að öll aðalblöð landsins muni standa saman um að vara við hættunni. Ég hefi ástæðu til að halda, að bæði ríkisvaldið, kirkjan og margir góðir læknar muni vinna í ein- ingu að því að hreinsa ryðblett- inn af stálinu. Á þennan hátt skapast á tiltölulega skömmum tíma nýtt almenningsálit, þann- ið, að engin heiðvirð, íslenzk stúlka lætur sjá sig með ó- kenndum útlendum sjóliðum. Hér verður því miður, eins og í öðrum hafnarbæjum, nokkrar konur, sem drekka og slarka hvar sem er, og með hverjum sem er. En staða þeirra er ekki svo glæsileg, að hún muni freista ungra kvenna, ef málið hefir verið skýrt opinberlega, svo sem vænta má að verði eftir pólska atburðinn á fimmtudaginn var. Voldug bylgja heilbrigðs al- mannadóms mun rísa í landinu og verða varnarveggur ungum konum móti hinum niðurlægj- andi kynnum við erlenda menn. En að baki þessa almennings- álits er eitt úrræði enn, borið fram af tækni nútímans. Það eru hinar litlu og léttu kvik- myndavélar, með litfilmum. Ef lögreglan hefir slíkar vélar í höndum sér, og tekur smáfilmur niður á bryggju, á götunum, inni í portum, í kirkjugörðunum og holtunum kringum bæinn, þá skapast strax dýrmætt mynda- safn, m. a. fyrir læknana, sem fá, við að skoða slíkar kvik- myndir, gagnlegar bendingar um útbreiðsluskilyrði sjúkdóma. En þessar myndir mundu hafa aðra þýðingu. Þær myndu verða öflug viðvörun fyrir hinar ó- gætnu ungu konur. Þær myndu vilja margt annað fremur, en að lögreglan gæti sýnt litfilmu af fallegu Hollywood-fötunum, vel máluðu andlitunum, og útlend- um sjóliða í einkennisbúningi sínum. Litfilman í höndum lögreglunnar er síðasta varnar- línan í þessu viðkvæma máli. Ef feður og mæður, kennarar, prestar, blöð og ríkisvöld megna ekki að skapa heilbrigðar venjur um skipti við útlendinga, þá verður gripið til litfilmunnar. Með henni má hreinsa götur og torg, eins og vélbyssa sópar and- stæðum hermönnum af ber- svæði. Sá menningarvanmáttur, sem hér hefir verið lýst, er ósam- rýnanlegur við þær kröfur, sem íslenzka þjóðin alveg réttilega gerir til sjálfrar sín. Hér er um að ræða þýðingarmikið sjálf- stæðismál, sem of lengi hefir verið vanrækt. En nú er sóknin hafin, og verður ekki stöðvuð fyrr en fullur sigur er unninn fyrir íslenzkan metnað og manndóm. Sorgarsagan um sextán ára stúlkurnar og drukk'nu, pólsku sjómennina á að hljóma um allt land og vekja menn til heitrar sóknar móti öllum þeim öflum, sem um langa stund hafa freistað efnilegra, ungra kvenna út á hálan ís skyndikynningar við erlenda sjóliða. J. J. Bezta smurningsolían á sauma- vélar, ritvélar og aðrar smærri vélar P F A F F Skólavörðustíg 1. Sími 3723 Fréttabréf til Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. Mörgum mun ef til vill finn- ast fátt til frásagnar úr fá- mennum og strjálum byggðum. En þó mun mála sannast, að i hverju byggðarlagi gerist nokk- uð það, sem tiðindum sæti, sé vel að gætt. Skrifstofa Framsóknarflokkslns “““"“GAMLA eí5—o—o^o. Dr. Yogami frá Lonclon „VARGÚLFURINN“ Óvenjuleg og hroðalega spennandi amerísk kvik- mynd um þjóðsöguna, að menn geti breytzt í „varg- úlf“-veru, sem er að hálfu leyti maður og að hálfu leyti blóðþyrstur úlfur. Aðalhlutv. leika: WARNER OLAND, HENRY HULL og VALERIE HOBSON. Börn fá ekki aðgang. NÝJA BÍÓ*°~<>~<>~ Það var hún, sem byrjaði. F y r s t a flokks amerísk skemmtimynd frá Warner Bros, hlaðin af fyndni og fjöri, fallegri músik og skemmtilegum leik. Aðalhlutverkið leikur eftirlætisleikari allra kvik- myndavina: ERROL FLYNN og hin fagra JOAN BLONDELL. Lögtak. Eftir beiðni Sjóvátryggingarfélags íslands og að undangengnum úrskurði verður lögtak látið fara fram fyrir ógreiddum brunabóta- gjöldum með gjalddaga 1. apríl s. 1., virðingar- kostnaði, dráttarvöxtum, að átta dögum liðn- um frá birtingu þessarar auglýsingar. Lögmaðurinn í Reykjavík, 31. maí 1939 Björn Þórðarson. THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRSSTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Newspaper It records for you the world’s clean, constructive doings. The Monltor does not exploit crime or sensation; neither does it ignore them, but deals correctively with them Features for busy men and all the family, including the Weekly Magazine Section. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street. Boston. Massachusetts Please enter my subscription to The Christian Science Monitor for a period of 1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday issue. including Magazine Section: 1 year $2.60. 6 issues 25o Name_____________________________________________ Address__________________________________________ Samþle Coþy on Request Á næstkomandi hausti hefi ég til sölu 80—90 silfurrefa- unga, frá loðdýrabúinu á Gunnarshólma. Ungarnir eru fæddir snemma í marz og april; 30 undan 1. verðlauna alsilfurrefum. l Einnig hefi ég, ef óskað er, reynd karldýr eins og tveggja ára, alsilfur að lit. Sömuleiðis eru til sölu nokkur minnkatríó. Talið við mig um verðtilboð áður en fest eru kaup annars- staðar. Gumiar S. Slgiirðsson „Von“, sími 4448. 62 Wílliam McLeod Raine: Jane nam staðar í svefnherberginu við hliðina, og bar þar fram spurningarn- ar. — Hver er þessi maður, Molly? — Hann segist heita Taylor, en ég trúi því ekki. — Hvers vegna trúir þú því ekki? — Hann svo gott sem sagði mér að það væri ekki satt. — Hvers vegna segir hann það þá? — Ég býst við að hann vilji ekki segja sitt rétta nafn. Stafirnir hans eru W. B. — Hvernig veiztu það? — Ég sá það í hattinum hans. — Hann talar eins og maður frá Suð- urríkjunum, dálítið drafandi. — Já. — Veiztu ekkert um hann? — Hvað viltu vita, frænka? Ef þig langar mikið til að vita eitthvað um hann, þá getum við yfirheyrt hann. — Hvernig gæti annað átt sér stað, en að mig langaði til að vita eitthvað um hann? Ungfrú Macmillan talaði í skipunarróm. — Ég heyri að hann hafi bjargað lífi frænku minnar og verið síðan eínn með henni þrjá daga og þrjár nætur í eyðikofa, eða það skildist mér á Frank, þegar hann kom. Ef þetta er ekki rétt, þá bið ég þig að leiðrétta það. — Þetta er alveg sat. Flóttamaöurinn frá Texas 63 — Ég býst varla við að þið hafið bæði verið mállaus allan þann tíma. Hver er hann? Hvaðan kemur hann? Hvernig kom hann fram gagnvart þér? — Ég veit ekki hver hann er eða hvað- an hann kemur. Ég býst við að hann sé einn af mönnum Clem Oaklands. Hvað framkomu hans við míg snertir, þá var hún afleit. — Hvernig þá, var hann vondur við þig? — Hann er ruddi. — Þú átt við-------? — Nei, ég á alls ekki við neitt slíkt. Molly var að bera sápu á þvottaklút og var ákaflega eyðslusöm á hana. — Hvað það snertir var rét eins og pabbi hefði verið með mér, þú getur dregið andan léttara þess vegna. — Þetta nægir Molly. Ég sé ekki hvað þú hefir út á hann að setja, úr því hann bjargaði lífi þínu og kom fram við þig eins og prúðmenni. — Sagði ég að framkoma hans hefði verið þannig, sagði Molly og hló napurt. — Hann sagði mér rétt strax eftir að fundum okkar bar saman, að hann væri ekkert prúðmenni. Hann hefði getað sparað sér það ómak, því að ég hafði þegar orðið þess vör. — Segðu mér hreint út hvað þú átt við. Móðgaði hann þig? í Reykjavík er á Lindargötu 1D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Til auglýsenda. Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýsinga er í hlutfalli við þann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neytend- anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vörur sínar sem flestum, auglýsa þœr þess vegna í Tímanum. — Muuið lirslitakappleikinn milli K.R. Og Vals i kvöld kl. 8,30

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.