Tíminn - 06.06.1939, Page 3

Tíminn - 06.06.1939, Page 3
64. Mað TÍMIM, j>rlgjwdagmn 6. júní 1939 255 A N N A L L Afmæll. Péíur Zophóníasson átti sex- tugsafmæli 31. maí. Hann er maður mjög kunnur sem ætt- fræðingur og taflmaður og síð- ast en ekki sízt sem forystumað- ur í félagsskap templara og þrautseigur baráttumaður á sviði bindindismálanna. Vinir Péturs héldu honum samsæti um kvöldið í Oddfellowhúsinu og færðu honum ýmsar gjafir til minningar um þenna dag. Benedikt Björnsson bóndi í Krossholti í Kolbeinsstaða- hreppi varð 90 ára 22. þ. m. — Milli 40—50 manns, innan og utan sveitar, heimsóttu hann þennan dag. Sveitungar og ná- grannar færðu gamla mannin- um ágrafinn, vandaðan göngu- staf að gjöf, en konu hans, Höllu Guðmundsdóttur, sem er 82 ára, stoppaðan hægindastól. — Þau hjón tóku með afbrigðum vel á móti gestahópnum og veittu af mikilli rausn og prýði. Gamli Benedikt skálaði drjúgum við gesti sína og sá lítt á. Stóð hóf þetta fram undir morgun. Samt risu gömlu hjónin árla úr rekkju næsta dag og tóku enn á móti nokkrum gestum. Aðalræður fluttu þeir Kr. H. Breiðdal á Jörfa, er um leið afhenti Bene- dikt stafinn og Gísli Þórðarson hreppstjóri í Mýrdal, er afhenti Höllu stólinn að gjöf frá ná- grannakonum hennar. Auk þess töluðu þeir Jón Hallvarðsson sýslumaður, Jóhann Hjörleifs- son verkstjóri í Reykjavík og Magnús Sigurðsson bóndi Mikla- holti. — Bæði eru þau hjón ern vel og búa sjálfstæðu búi, að vísu með aðstoð tveggja barna sinna, sem eru ógift. Dánardægur. Broplaug Sölvadóttir á Arn- heiðarstöðum í Fljótsdal andað- ist hinn 5. maí síðastliðinn á sjúkrahúsi í Reykjavík, að af- stöðnum uppskurði. Hún var dóttir Sölva heitins Vigfússonar hreppstjóra og Sigríðar Sigfús- dóttur húsfreyju að Arnheiðar- stöðum. Droplaug var rösklega fertug að aldri, fædd 16. febrúar 1898. Jón Kristjánsson bóndi í Glaumbæ í Reykjadal varð ör- endur 20. mai á túninu í Glaum- bæ, tæplega 71 árs að aldri. Var hjartaslag banamein hans. — Hann var fæddur í Úlfsbæ i Bárðardal, sonur hjónanna þar, Elínar Jónsdóttur og Kristjáns Jónssonar. Var hann á sínum yngri árum einn meðal frum- kvöðlanna að því að teknar voru upp eftirleitir á öræfunum suður af Bárðardal. •— Jón gift- ist eyfirzkri konu, Lilju Björns- dóttur, og byrjuðu þau búskap sinn í Landamótsseli í Köldu- kinn, en fluttu að Glaumbæ um aldamótin og hafa búið þar í nær 40 ár. Lifir Lilja mann sinn, ásamt þrem börnum, er þau eignuðust. Eru það Fanney hús- freyja í Hvarfi í Bárðardal, El- in húsfreyja í Skógarseli í Reykjadal og Kristján bóndi í Glaumbæ. Jón verður jarðsett- ur í dag að Einarsstöðum. voru greidd full 966 þúsundir at- kvæða, en að eins rúm 85 þús- und atkvæði á móti. Frá þessu sjónarmiði er niðurstaðan frá- leit, en þó næsta eðlileg. Gald- urinn er blátt áfram sá, að slík atkvæðagreiðsla verður alger- lega af hinum persónulega á- huga og vígsgengi, sem svo miklu ræður í almennum kjör- dæmakosningum, og rekur jafn- vel hvern einasta kjósanda að kjörborðinu í sumum sveitum. Frá almennu sjónarmiði, mætti það og virðast dálítið viðsjál lífsspeki, að gera letinni jafnt undir höfði og „framtakinu“. Og fyrir því er þessi atkvæða- greiðsla svo lærdómsrík. Hér á landi hefir raunin af þjóðaratkvæðagreiðslu orðið lík, nema síður sé, og má af því sjá, hve frámunalegt glapræði það var, að sinna kröfum Dana um að 75% af kjósendum þyrfti til að slíta sambandinu við þá. En væntanlega sýnir þessi hrakför þeirra þeim, hve óbilgjarnt á- kvæðið er, og að þeim verði því Ijúft að losa dálítið um hnapp- helduna áður en étur inn í bein og fótinn grefur undan hross- inu. ÍÞRÓTTIR Knattspyruau 20°lo 30°lo 45°| O S T A E Gula bandið er bezta og ódýrasta sinJörlíkiS. Keppni í fyrsta flokki knatt- spyrnufélaganna í Reykjavík og Reykj avíkurmót meistaraflokk- anna hafa staðið yfir undan- farna daga. Þann 1. þ. m. keppti fyrsti flokkur K. R. og Fram. Vann K. R. leikinn með 8:0. Hefir K. R. allsterkt lið í fyrsta flokki, enda hafði það yfirhöndina í leiknum til enda. Þann 2. þ. m. keppti Víkingur og Fram í meistaraflokki. Úrslit urðu þau, að Víkingur vann með 2:0. Leikurinn var nokkuð jafn, en Framörum mistókst oft illa, fyrir framan markið, eins og vill brenna við hjá félögunum yfir- leitt. Síðastliðið laugardagskvöld, fór fram úrslitakappleikur Reykjavíkurmótsins milli Vals og K. R. Var það að mörgu leyti góður leikur, með mörgum snjöllum upphlaupum, sem, því miður, enduðu flest í ráðaleysi leikmanna, þegar upp að marki kom og átti að fara að skjóta á markið. Leikurinn endaði með sigri Vals 2:1. Er Valur vel að sigri þessum kominn, því tvímæla- laust er hann sterkasta félagið hér í Reykjavík. Til gamans má geta þess, að á síðustu þrem árum, hefir meistaraflokkur Vals leikið 33 leiki. Þar af hefir hann unnið 22, gert jafntefli á 10 og tapað 1. Stigafjöldi meistaraflokkanna eftir mótið, er þá þess: Valur.............5 stig K. R..............3 ” Víkingur..........3 ” Fram ............1 ” Síðastliðinn sunnudag kepptu Fram og Víkingur í I. fl. og vann Víkingur leikinn með 2:1. í gærkvöldi sigldi Fram til Danmerkur með 20 manna lið. Er félaginu boðið þangað af Dansk Boldspil Union, i tilefni af 50 ára afmæli þess. Mun Fram keppa 4 leiki í Danmörku, á þess- um stöðum: Sorö, Odense, Rönne, og Tömles. Fararstjóri er Brynjólfur Jóhannesson leikari. Vonandi er, að Fram gangi vel í þessari utanför sinni, og komi heim meö heilt lið og heila sigra. §nðln fer vestur og norður miðviku- dag 7. þ. m. kl. 9 síðdegis. Aukahafnir: Búðir, Staðarfell og Bolungarvík. Tekið á móti flutningi til há- degis. — Pantaðir farseðlar óskast sóttir sem fyrst. frá Mjólkursamlagi Eyfirðinga alltaf fyrirliggjandi í heildsölu. Samband ísl. samvinnuiélaga 1 heildsölu h|á Samband ísl.samvlnnufélaga Slmi 1686. Sími 1080. Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Blfreiðastöð Akureyrar. IÚTBREIÐIÐ TÍMANNA I V É ■ ■ ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. S0NNENCHEIN. ÍSSS5ÍS55ÍS55555Í5555555555555555555555S555545555555555555555545S55554555555555 Sígurður Olason & Egíll Sígurgeírsson Málllutningsskrifstofa Austurstræti 3. — Símí 1712 TAPAZT hefir mósóttur hestur óafrakaður og ójárnaður. Mark: fjöður fr. hægra; fjöður aftan vinstra. Sá, er verða kynni hests- ins var, er beðinn að gera að- vart í síma að Hrafnkelsstöðum í Mýrasýslu. Ágætt orgel til sölu. Upplýsingar Haðarstíg 20. — Sími 5190. Kaupendur Tímans eru vinsamlega beðnir að láta afgreiðsluna vita um breytingar á heimilisföngum, til að fyrir- byggja töf á blaðinu til þeirra. Til auglýsenda! Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokk- urt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýs- inga er í hlutfalli við þann fjölda manna er les þær. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neyt- endanna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vör- ur sínar sem flestum auglýsa þær þessvegna í Tímanum — 72 Willíam. McLeod. Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 69 Útbreiðið TÍMAXN WWWMWWS* Vinnið ötullega fyrir Tímann. Happdrætti Háskóla íslands í 4. til 10. flokkí eru 4300 vínníngar samtals 918 þúsund krónur. Enn er tækifæri að kaupa miða um, sem er hérna í hesthúsinu? spurði Prescott grimmdarlega. Taylor leit á húsbóndann. — Það er heil saga, út af fyrir sig, sagði hann blátt áfram. Ég býst ekki við að ég fari að segja hana núna, herra minn. Ég vil aðeins minna á það, að þó maður ríði hesti merktum C. O., þarf hann ekki endilega að vera einn af mönnum Clem Oakland’s. Ef köttur ætti kettlinga í ofni, væru þeir þá orðnir að kökum, eða hvað? — Slíkt þvaður þýðir ekkert við mig, lagsmaður, hreytti Prescott út úr sér. Annað hvort ertu einn af mönnum Clem Oakland’s, eða þú ert það ekki. Hvort er heldur? Ef þú þarft ekkert að fela, hvers vegna kemur þú ekki til dyranna eins og þú ert klæddur? Svipurinn á andliti Taylors harðnaði. — Ég verð að játa það, Prescott, að ég skil þig ekki fyllilega, sagði hann og lág röddin líktist næstum urri. Ert þú guð almáttugur þessa héraðs, eða hvað? Þarf ég að þylja upp ættartölu mína og sýna vegabréf? Ég hefi þegar sagt þér, að ég þekki ekki þennan Oakland. Hvers vegna þarf ég alltaf að vera að endur- taka það? — Þú hefir ekki sagt mér, hvernig á þvi stendur, að þú reiðst hesti hans. — Það er aðeins hálfur sannleikur, vel og þú hvaða vandræðamenn Clem og hans piltar eru. Mitt ráð er að láta hann ganga í snöruna og hengja sig sjálfan. Einhvern daginn — og það áður en langt um líður — mun honum verða á sú skyssa, sem dugir, og þá skulum við losa landið við hann. — Þú veizt ekki hvað þú ert að segja, drengur minn. Þessi mannskratti er ekki síður refur en úlfur. Ef ég berst ekki verður úti um bú mitt innan tveggja ára, svo að annarhvor okkar vei'ður að víkja. Taylor kom inn i stofuna, en stanzaði á þrepskildinum. — Einkamál, herrar mínir, sagði hann spyrjandi, eins og hann vildi bjóðast til að fara, ef svo væri. Búgarðseigandinn skaut fram hök- unni, um leið og hann sagði hranalega: — Nei, herra minn. Ég var aðeins að segja Walsh hvar ég stend gagnvart Oakland og fólki hans. — Ég er smeykur um að ég þekki það ekki, svaraði Taylor. — Einmitt það, sagði Prescott og það var bæði auðséð og auðheyrt, að hann trúði ekki. — Það er ekkert leyndardóms- fullt við mína skoðun og hana mega allir heyra. Ég held því fram, að Clem sé lyg- ari, þjófur og morðingi og að þeir þrælar, sem honum fylgja, séu rétt- lausir hundingjar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.