Tíminn - 15.06.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.06.1939, Blaðsíða 3
68. blað TtMIM, fimmtndagiim 15. jwní 1939 271 ÍÞRÓTTIR fslanclsglímaii. Eins og skýxt var frá áður hér í blaðinu, var Íslandsglím- an háð í Reykjavík 31. maí sl. og bar Ingimundur Guðmunds- son sigur úr býtum og hlaut þar með nafnið glímukonungur ís- lands. Ingimundur er 27 ára gamall, ættaður úr Landeyjunum, en fluttist til Reykjavíkur 1930. Er hann nú verkamaður hjá Eim- skipafélagi íslands. Glímu hef- ir Ingimundur æft af og til síð- an hann fluttist hingað og hafði æft lítið eitt í ungmennafélag- inu Dagsbrún áður en hann fluttist suður. Íslandsglíman hefir nú verið háð 29 sinnum. Glímt var á Ak- ureyri árin 1906—1910, en í Reykjavík ávalt síðan. — Fylgir hér skrá yfir glímukonungana: 1906: Ólafur Valdimarsson. 1907—1908: Jóhannes Jósefs- son. 1909: Guðmundur Stefánsson. 1910—1919: Sigurjón Péturs- son. — (Stríðsárin var þó ekki keppt). 1919—1920: Tryggvi Gunnars- son. 1921: Hermann Jónasson. 1922—1926: Sigurður Greips- son. 1927—1928: Þorgeir Jónsson. 1929—1931: Sigurður Thorar- ensen. 1932—1933: Lárus Salómons- son. 1934—1936: Sigurður Thorar- ensen. 1937: Skúli Þorleifsson. 1938: Lárus Salomonsson. 1939: Ingimundur Guðmunds- son. Benedikt G. Waage forseti í. S. í. varð fimmtugur í gær. Hann er fæddur 14. júní 1889 í Reykjavík. Danmerkurskip — Ameríkuskip. (Framh. af 2. síðu) byrjun með algert skattfrelsi, og verður því tæplega neitað, að þeir menn hefðu nokkuð til síns máls. Á hverjum degi í nokkur miss- iri hefir blika heimsstyrjaldar- innar vofað yfir, og sýnast þau ský ærið þung. Nú sem stendur geta enskir ferðamenn ekki farið úr landi vegna ófriðarhættunn- ar. Á slíkum tíma sýnist óráð- legt fyrir fátæka þjóð að leggja á 5. miljón króna i einskonar fljótandi „villu“, til þess að þeir sem í ,,villum“ búa á landi geti haft samskonar aðstöðu, ef þeir koma út á sjóinn. En sem betur fer, hefir stjórn Eimskipafélags- ins um tvo vegi að velja. Hún það fólk til að eignast heimili, sem heldur vill vera verkamenn 1 sveit en við sjó. Allt þetta eru verkefni hins ókomna tíma. Mál, sem munu leysast, ef eðlileg þróun fær að njóta sín, með aukinni þekk- ingu, sterkum vilja, víðsýni og vaxandi trú á möguleikum landsins. Markmið Búnaðarbankans er fyrst og fremst það að styðja þá 1 lífsbaráttunni, sem stunda vilja landbúnað á íslandi. Um leið og hann vill leitast við að leysa þetta höfuðhlutverk, vill hann stefna að því, eftir því sem styrkur hans eykst, að styðja sem flest önnui' verkefni í land- inu, sem til sannra þjóðþrifa horfa. Allar stéttir þjóðfélagsins þurfa og verða, ef vel á að fara, að vinna saman, að því að gera ísland byggilegt öllum landsins börnum. — Allar hinar mörgu auðu hendur þurfa að fá verk- efni til að vinna að hinu sam- eiginlega stóra marki, að rétta við og varðveita menningarlega og efnalega velferð hinnar ís- lenzku þjóðar, byggða á traust- um grunni. Sígurður Olason & Egill Sígurgeirsson Málflutningsskríístofa Austurstræti 3. — Sími 1712 A IV N Á L L Dánardægur. Sigurður Einarsson bóndi frá Sámsstöðum lézt 1. júní s. 1. að heimili sonar síns Litla-Kollabæ í Fljótshlíð. Sigurður var fæddur að Sámsstöðum og bjó þar allan sinn búskap með konu sinni, Önnu Sigurðardóttur, en hún er nú dáin fyrir nokkrum árum. Börn áttu þau 6 og eru tveir synir þeirra? á lífi, Guðjón bóndi að Litla-Kollabæ og Sigurður bóndi að Sámsstöðum. Sigurður var hættur búskap fyrir nokkr- um árum, enda kominn á 81. aldursár. Þann 6. þessa mán. vaf til moldaT borinn í Snorrastaða- kirkjugarði bændaöldungurinn Hermann Davíðsson í Skugga- hlíð í Norðfirði, sem þar bjó langa æfi og var 83 ára er hann lést. Hermann var greindur og forsjáll maöur og orðlagður fyr- ir gestrisni sem og greiðvikni við ferðamenn, sem oft bar að garði hans. Svo grandvar var hann til orða og verka, að hann naut trausts og virðingar allra sem hann þekktu. Hermann átti mörg börn, sem nú eru öll full- tíða, meðal þeirra er Ólafur kaupmaður á Eskifirði og Guð- jón bóndi í Skuggahlíð. getur tekið Ameríkuskipið. Hún getur nú byrjað nýjan aldar- fjórðung með því að gera ein- mitt verkið, sem allir þrá að sé gert. Á síðasta aldarfjórðungi er Eimskipafélagið búið að skapa myndarlegt siglingasamband milli íslands og næstu landa í álfunni, og með ströndum frarn. En nú eru þessar leiðir raun- verulega tæmdar í bili. Öll Ev- rópa er sem í sárum. Meiri hrellingar heldur en veröldin hefir þekkt, virðist vofa yfir hinum voldugustu löndum álf- unnar. En mitt i fámenni sínu og fátækt, er íslenzka þjóðin utan við stormsveipinn mesta. ísland er mitt á milli heims- hlutanna. Og nú þráir íslenzka þjóðin að hönd hennár sé rétt út í vesturátt. Hún veit að hún þarf að eignast gott skip á þessa lejð. Hún veit að þar liggur framtíð hennar með verzlun. Hún veit að í Ameríku er fram- tiðarmarkaður íslendinga og þar er líka þriðjungur kyn- stofnsins. Þess vegna má íslenzka þjóð- in nú fyrir aðalfund Eimskipa- félagsins óska sér og félaginu þeirrar giftu, að í spor hinna almennu og einlægu samtaka um New Yorksýninguna komi nú önnur enn sterkari samtök um Ameríkuskip og að rétta enn á ný hönd íslendings yfir hafið til lands Leifs hins heppna. J. J. Bíblía Hitlers og hín Samkvæmt skýrslum Prúss- neska Biblíufélagsins, er hin gamla biblía kristinna manna enn sú bókin, sem bezt selst í Þýzkalandi. Hin árlega sala er urn ein miljón eintaka. Það er 200,000 meira en biblía hins fræga foringja þjóðarinnar, „Mein Kampf“. Síðastliðin sex ár hafa selst í Þýzkalandi 5,700,000 eintök af biblíunni, en 4,400,000 af biblíu leiðtogans. Gamla bókin er erf- iður keppinautur þann dag í dag. Þegar Gyðingaofsóknirnar í Þýzkalandi eru teknar til greiná og hin þjóðernislega ofsatrú og tilbeiðsla foringjans, þá er óhætt að fullyrða, að hin heilaga bók kristninnar standi sig enn vel á því orustusvæði. Ég bæti hér við því, sem djúp- vitrasta og háfleygasta skáld ís- lenzku þjóðarinnar hefir sagt um biblíuna — Einar Benedikts- son: „Biblía vor er og í því alómet- anlegur fjársjóður dásamlegr- ar þekkingar. Þar sem málsandi hebreskrar tungu er logabjartur viti, á háum tindi,,yfir hafvill- urnar í reiki þjóða, gegnum ó- tölualdir. — Máttur einfeldn- innar er megineinkunn þess máls, sem kastaði gneistum fjallræðunnar út yfir heiminn. Allsstaðar í anda og bygging hins þrísamhljóða helgimáls, ræður frumleikans guðdómlega hagkvæmni. Opinberun, spá- Ilér birtist mynd frá björgunarstarfinu við kafbátsslysið mikla i Englandi. Sést á henni tœki það, sem notað var við björgun þeirra einu fjögra manna, sem af komust, og er verið að hjálpa þeim upp í björgunarskipið. Notið nú tækífæríð Sundnámskeið í Sundhöllinni ogr Austurbæjarbarnaskólanum hefjast að nýju föstudaginn 16. þ. m. og mánudaginn 19. þ. m. Þátttakendur gefi sig fram á fimmtudag og föstudag kl. 9—11 f. h. og 2—4 e. h. Upplýsingar á sömu tímum í síma 4059. — ATH. Þeir sem ætla að vera á námskeiðinu í Austurbæjarbarna- skólanum verða að koma með heilbrigðisvottorð. LÆRIÐ AÐ SYNDA! Sundliöll IRcykjavíkur. Sumargestír sveít- anna i. Nú er vorið komið, kom ó- vanalega snemma. Allir farfuglar eru komnir — þessir gestir, sem ungir og gaml- ir fagna, eru komnir og lífga upp með söng sínum og nær- veru. Aðrir gestir heimsækja sveit- irnar á vorin eða sumrin og dvelja yfir lengri eða skemmri tíma á sveitaheimilunum. Þess- ir gestir er fólk úr höfuðstaðn- um, sem fer í sveitirnar sér til heilsubótar, skemmtunar eða heyskaparvinnu. Þessir gestir eru kærkomnir eins og farfugl- arnir. Þeir lífga upp í sveitinni og margiT létta undir sveita- störfin á ýmsan hátt. En leiðin- legt er, þegar þessir gestir bera með sér sjúkdóma á heimilin. Á fátækt sveitaheimili, ekki alllangt frá Reykjavík, kom fólk síðastliðið sumar til að dvelja þar hjá frændfólki sinu um tíma. Þegar fólk þetta hafði dvalið um tíma á heimilinu, kom upp sjúkdómur hjá tveim- ur börnum innan 10 ára. Þessi veiki er komin hingað til lands utanlands frá, en í þessa sveit hafði hún ekki borizt fyr. En börnin fengu veikina af að sofa hjá sumargestunum. Voru börnin nú samstundis send til Reykjavíkur og lögð þar á spítala undir handleiðslu sér- fróðra lækna, sem voru þaul- vanir að fást við svona lagaða sjúkdóma. En sjúkdómurinn reyndist slæmur og lækning dómar, áköll til alvaldsins og umfram allt bænir, hljóðbærar til alföður stjörnuríkjanna, mælast á enga vegu máli sannar og með langskeytara hæfi en á þessari forntungu hins útvalda lýðs“. Hvernig notum vér þessa máttugu bók við uppeldi þj óðar- innar? Borgar það sig ekki fyrir æskulýð landsins að kynnast henni skynsamlega? Hve mikil er biblíuþekking hinnar íslenzku æsku? — Vel- gengni þjóðar og andleg menn- ing hennar fer æfinlega saman. Pétur Sigurðsson. Húsmæðradeíld Kvennaskóians í Reykjavík starfar á næsta skólaári með sama fyrirkomulagi og undan- farið. — Verða tvö 4 mánaða námskeið, hið fyrra frá 1. okt. til 2. febr., hið siðara frá 3. febr. til 3. júni 1940. Skriflegar umsóknir sendist forstöðukonu skólans fyrir 1. ágúst. Ifligibjörg U. Bjarnason. HraðSerðír B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavik á Eifreiðastöð íslands, sími 1540. Bifrelðastöð Aknrcyrar. gekk seint. Var komið hátt upp í ár, þegar börnin fóru af sjúkra- húsinu og upp í sveitina, til heimilis síns. Nokkrar kaupakonur komu í þessa sveit. Þegar ein þeirra var búin að dvelja nokkrar nætur, virtist húsbændum hennar að hún mundi ekki heilbrigð vera, og að sjúkdómurinn mundi ef til vill vera þannig, að ekki flýtti fyrir heyskapnum, ef hann breiddist út. Var stúlkan látin fara. v II- Margt fólk heimsækir sveit- irnar, sem ferðafólk. Sumt kem- ur gangandi eða hjólandi með poka á baki. Þetta er hraust- legt fólk, sem tjaldar á fögrum stað með leyfi húsbændanna, sem landið eiga. Þetta fólk ger- ir engan átroðning á bæjunum, kemur þangað aðeins til að fá sér þann heilsusamlegasta drykk, sem völ er á — nýmjólk- ina. Annar hópur fólks heimsækir (Framh. á 4. síðu) Jafnvel ungt fólk eykur vellíðan sína með jiví ;ið nota harvotn og ilmvotn Við framleiðum: EAU DE PORTUGAL EAU DE QUININE EAU DE COLOGNE RAYRHUM ÍSVATN Verðið í smásölu er frá kr. 1,10 til kr. 14,00, eftlr stærð. — Þá höfum við hafið framleiðslu á ILMV ÖTJVUM úr hinum beztu erlendu efnum, og eru nokkur merki þegar komin á markaðinn.---- Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötn- um og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því til okkar, þeg- ar þær þurfa á þessum vörum að halda.--- Loks viljum vér minna húsmæðurnar á bökunardropa þá, sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hætti úi r é 11 u m efnum. — Fást allsstaðar.---- : Afengisverzl. ríkisins.:: Gula bandið er bezta oR ódýrasta smjörHklð. 1 heildsöln hjá Samband f sl. samvinnuf élaga Slmi 108». 88 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 85 mikið sagt, því að konur tóku lítið af hug hans. En hún ögraði honum. Þau höfðu átt í ófriði síðan þau hittust fyrst. Hann heyrði hið andlega vopna- brak, eins og menn heyra stálin skella saman í skilmingum. Molly tók nýja stöð á viðtækið. Hún gekk síðan yfir að slaghörpunni, settist — sló nokkrar nótur, en stóð upp aftur undir eins. — Æ, því seztu nú ekki niður, góða mín, og lest í bók, sagði Jane. — Mig langar ekki til að lesa. í útvarpinu var maður, frá einhverju Suðurríkjanna, að lesa upp fréttir dags- ins. Hann lauk við lýsingu á nýafstöðnum flóðum og tók til við nýtt efni. Búgarð- urinn var í hundruð mílna fjarlægð, en orð þulsins gerðu þögn í stofunni um stund. — Það er skrítið, hvað fréttirnar hverfa fljótt fyrir öðru nýrra. Fyrir skömmu síðan gátum við ekki, hér um slóðir, hugsað um annað en ránið í Som- erton-bankanum, er W. B. Baker, forseti frá First National og Manlove fulltrúi voru drepnir af ræningjunum, en tveir þeirra voru skotnir niður. Menn munu minnast þess, að hinir tveir ræningjarnir skildu og sluppu hvor í sínu lagi. Einum af f jórmenningunum í stofunni ekki heyra til mín. Ef ég hefi athuga- semdir fram að færa, mun ég gera það við pabba — — eða Bob, og hún glotti illkvitnislega, er hún sagði tvö síðustu orðin. Þetta glott var sem svipuhögg í and- lit honum. Hann hafði ekki hagað sér eins og hann átti að gera og hann vissi það vel. En hann vildi sannfæra hana um, að hann hefði tekið þá einu leið, sem fær var, og hann fór að skýra þetta fyrir henni einu sinni enn. — Hversvegna ertu að eyða öllum þessum orðum um þetta, ef þú ert á- nægður viö sjálfan þig, spurði hún, er hann þagnaði, til þess að draga andann. — Af því aö fólkið hefir misskilið þetta. Það lætur sem það sjái mig ekki, Molly. Ég hefi þó rétt til sanngirni rétt eins og hver annar, sagði hann fýlulega. — Ég held að þú komist léttar út úr þessu en sanngjarnt er, ef þú vilt vita skoöun mína, sagði hún blátt áfram. Sjáöu nú til, Molly. Þú veizt um til- finningar mínar í þinn garð. Þú veizt, að siðan ég var smástrákur---------- — Nóg um það, Jim, greip hún ákveð- ið fram í. — Ég vil ekki heyra eitt ein- asta orð um slíkt, af þínum vörum. Líttu eitthvaö annað. Ég vil ekkert með þig hafa og ég hefi sagt þér það áður. Hún var reið. Hún skammaðist sín

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.