Tíminn - 17.06.1939, Qupperneq 4
276
TÍmTCN, laiigardagiim 17. jánM 1939
69. blað
MOLAR
Veidimadur nokkur heyrSi tal-
að um lœk, sem lœgi allmjög frá
almannaleið, og þar mundi þess-
vegna fást mikil veiði. Veiði-
maðurinn ók þegar af stað til
lœkjarins í bifreið sinni, en veg-
urinn var vondur og holóttur.
Þegar að læknum kom, sá veiði-
maðurinn að maðkadósin hans
hafði hrokkið út úr bifreiðinni á
leiðinni. En maðurinn kom í
sömú andránni auga á vatns-
slöngu, sem var með frosk í gyn-
inu, og nú datt honum snjall-
rœði í hug. Hann skar grein af
tré, aflimaði hana, svo hún var
i lögun sem kvísl, klemmdi að
hálsi slöngunnar með þessari
kvísl og dró froskinn út úr
henni. Froskurinn var fyrirtaks
beita. En vesalings slangan varð
svo aumingjaleg ásýndum, er
hún hafði misst bráð sína, að
veiðimaðurinn sárvorkenndi
henni. Hann dró upp vasapelann
sinn og gaf henni svolítinn sopa
í sárabætur. Þegar hann hafði
verið við hugann allan við veið-
ina í svo sem stundarfjórðung,
fann hann að danglað var mein-
leysislega í annan fót hans.
Hann leit niður fyrir sig og sá
þá sömu slönguna. Hún horfði
vingjarnlega upp til hans og var
með annan frosk í gininu, —
vildi auðsjáanlega meiri við-
skipti.
* * *
Fyrír skömmu síðan kom fyrir
atvik í dýragarðinum í London,
sem sýnir Ijóslega að heimsveld-
ishyggjan gerir hvarvetna vart
við sig. í dýragarðinum er tjörn
nokkur með þrem smáeyjum, og
í þessari tjörn búa tvœr ótamdar
andafjölskyldur. í vor eignaðist
hver frúnna sín þrettán egg, og
í fylling tímans kom ungi úr
hverju eggi. Einu sinni var önn-
ur frúin önnum kafin við sér-
staklega gómsætan snigil, sem
hún hafði fundið. Þá var það,
sem hin frúin fékk skyndilega
heimsveldishyggjukast. Hún fékk
ómótstœðilega löngun til að
„vernda“ börn hinnar frúarinn-
ar, sennilega í hernaðarlegu
augnamiði. Hún lagði af stað í
„hergöngu“, tók börn grannkonu
sinnar og sigldi sérlega ánægju-
leg á svipinn á burt með ungana
26 i eftirdragi. Hin öndin brá
þegar við með „refsiaðgerðir".
Sú „mettaða“ reyndi að safna
öllum 26 ungunum undir vœng-
ina, en það reyndist óviðráðan-
legt, vegna þess hve þeir voru
margir. Endirinn varð sá að
frúrnar héldu hvor í sína átt
með 13 unga í eftirdragi. Eigin-
mennirnir höfðu haldið sig í
hœfilegri fjarlœgð meðan deil-
an stóð.
Þörf almeimrar
umf ertSalögg j af ar.
(Framh. af 3. síðu)
laga, sem lagt var fyrir Alþingi,
vírðast norsku ákvæðin hafa
verið lögð til grundvallar, sem
myndu leiða til þess, að flest öll
slys yrðu bótaskyld af hendi bif-
reiðareiganda. En inn i viðkom-
andi grein var bætt ákvæði um
það, að taka mætti tillit til þess,
<jg BÆMJM
Lárus Rist
íþróttakennari að Reykjum í Ölfusi,
verður sextugur 19. þ. m. Jónas Jóns-
son skrifar grein í Tímann um Lárus
þeg ar hann kemur að norðan.
17. júní mótiff
hefst í dag, eins og venjulega. Á
undan mótinu fara fram hátíðahöld
íþróttamanna. Hefjast þau með því, að
lúðrasveitin Svanur leikur á Arnarhóli
kl. 1,15. Verður þaðan gengið að leiði
Jóns Sigurðssonar og flytur Ólafur
Thors atvinnumálaráðherra þar ræðu.
íþróttamótið hefst kl. 2,45. Verða þar
fimleikasýningar auk íþróttakeppninn-
ar. Keppt er í þessum greinum að
þessu sinni: Hundrað metra hlaupi,
kringlukasti, hástökki, 1500 m. hlaupi,
5000 metra hlaupi, kúluvarpi, lang-
stökki, stangarstökki, spjótkasti, þrí-
stökki, og 400 metra hlaupi.
Elías Bjarnason
kennari við Miðbæjarskólann er sex-
tugur í dag. Hann er höfundur
kennslubókar þeirrar í reikningi, sem
nú er notað í barnaskólum, samhliða
kennslubók Steingríms Arasonar í
þessari grein.
Gestir í bænum:
Ólafur Björnsson bóndi Árbakka við
Skagaströnd, Kristján Kristjánsson
fyrrum bóndi á Víkingavatni.
ef tjónþoli hafi sýnt gáleysi.
Þessi viðbót mun hafa verið sett
inn vegna þess, sem rétt var, að
norsku ákvæðin hafi þótt ganga
of langt. En það er erfitt að gera
sér grein fyrir því, hvernig grein-
in í heild yrði skiliníframkvæmd
með þessari viðbót. Um slíkt yrði
fyrst sagt, er dómstólar hefðu
um hana fjallað. Greinin yrði
með þessu móti allt of óákveðin.
Ef það þætti of langt gengið, að
taka hin norsku ákvæði upp ó-
breytt, þá væri eðlilegast að taka
upp dönsku og sænsku ákvæðin.
Þau ganga skemur en norsku á-
kvæðin, en eru hinsvegar ákveð-
in að orðalagi, og dómsúrlausnir
fyrir hendi um skilning á þeim.
Þegar Alþingi hafði umrætt
frumvarp til meðferðar, gerði
það á því nokkrar breytingar,
þar á meðal á skaðabótaákvæð-
um þeim, sem ég nú hefi drepið
á. Breytingar þær eru mjög svo
óheppilegar, og má það ekki eiga
sér stað, að hlutaðeigandi grein
verði endanlega samþykkt, í
þeirri mynd, sem efri deild Al-
þingis gekk frá henni. Deildin
bætti inn í greinina ákvæði úr
gömlu lögunum, ákvæði sem
byggist á allt annari réttarreglu
en greinin að öðru leyti. Þetta
viðbótarákvæði, sem sett er inn
í greinina, og það .m a. án þess
að orðalag hennar sé að öðru
leyti fært til samræmis, gerir
greinina í heild ennþá óljósari
en áður, þannig að það yrði nú
algerlega undir dómstólunum
komið, hvernig hún yrði fram-
kvæmd. Efnislega séð, felur við-
bótin í sér möguleika þess, að
fólk, sem verður fyrir slysum, án
þess að því verði á nokkurn hátt
um kennt, fái alls engar bætur.
Jafnframt þessari viðbót breytti
deildin greininni að því leyti, að
þar sem samkvæmt frumvarp-
inu mátti taka tillit til gáleysis
hjá tjónþola, þá er nú svo fyrir
mælt, að slíkt skuli gera. Þessi
breyting myndi m. a. leiða til
þess, að fólk sem yrði fyrir bif-
reiðum, fengi sjaldnast fullar
bætur, því að í flestum tilfellum
má segja að um eitthvert gá-
leysi hafi verið að ræða. Til
þessa hefir það aðeins verið
stórkostlegt gáleysi („vítaverð ó-
varkárni“) sem áhrif hefir á
skaðabótaréttinn að þessu leyti.
Slík breyting myndi því koma
hart niður, og ganga út yfir ör-
yggi og rétt almennings. Aðal-
reglan á að vera sú, að hverjum
manni sem fyrir bifreiðaslysi
verður, séu tryggðar skaðabæt-
ur, nema að um ásetning eða
stórkostlegt gáleysi hafi verið að
ræða hjá honum. Hann á og að
fá bætur, þótt hann hafi verið
sem farþegi án borgunar, og
jafnvel einnig hafi hann orðið
fyrir slysi af völdum óþekktrar
bifreiðar (vátryggingarfélög in
solidum), en í hverju þessi til-
felli hefir hann skaðabótarétt
samkvæmt gildandi lögum.
Það yrði annars of langt mál
að rekja þetta nánara hér. Ég
hefi ekki ætlað, að þessu sinni,
að fara út í einstök atriði bif-
reiðalagafrumvarpsins — þau
eru mörg, sem þurfa breytinga
og betri athugunar við — en þar
sem skaðabótaákvæðin eru
vandasömustu og mikilvægustu
atriði bifreiðalaganna, þá vildi
ég sérstaklega vekja athygli
löggjafans á því, að betur þarf
til þeirra að vanda, heldur en
gert er í frumvarpinu, eins og
efri deild Alþingis gekk frá því.
Hér er um svo mikla lagasetn-
ingu að ræða, að ekki má kasta
til hennar höndunum. Skaða-
bótareglurnar að minsta kosti,
þurfa að vera svo úr garði gerð-
ar, að þeim þurfi ekki að breyta
um langt árabil.
Kaupmannahöfn 6. júní 1939
Siglingateppa yrði
afleiðing ófriðar.
(Framh. af 1. síðu) «
starf við Búnaðarfélag íslands
um þetta mál og gerið áætlanir
um hvaða áhrif samgönguteppa
mundi hafa á þörf þjóðarinnar
fyrir aukna framleiðslu land-
búnaðarafurða og þá hvaða
landbúnaðarafurðir leggja bæri
mesta áherzlu á að framleiða
undir slíkum kringumstæðum.“
Loks snéri ráðherrann sér til
Náttúrufræðirannsóknarnefnd-
arinnar, en í henni eiga sæti
Pálmi Hannesson rektor, Ásgeir
Þorsteinsson verkfræðingur og
Emil Jónsson vitamálastjóri,
með eftirfarandi erindi:
.... „Striðsnefndin og ráðu-
neytið hafa rætt almennt um
hugsanlega möguleika á því að
framleiða hér ýmsar vörur, sem
undir venjulegum kringumstæð-
um eru keyptar frá útlöndum,
og hafa viðskiptamálaráðherra
og formaður nefndar þessarar
átt um þau efni viðtal við fram-
kvæmdastjóra yðar, herra Stein-
þór Sigurðsson.
í framhaldí af þessum viðtöl-
um og með skírskotun til þess
verksviðs, sem náttúrufræði-
rannsóknarnefndinni var ætlað
að hafa, leyfir ráðuneytið sér
hér með að óska þess, að nefnd-
in rannsaki möguleika á því að
Eg skírskota
tíl allra
Eftir
Axel Wenner-Gren.
Þessarar bókar hefir víða ver-
ið getið, og margur hefir óskað
þess að hún yrði þýdd á íslenzku.
Þegar höfundur bókarinnar gaf
30 miljónir króna til eflingar
andlegrar samvinnu Norður-
landa og vísindalegra rann-
sókna, var nafn hans á allra vör-
um. Bókin lýsir skoðun hans á
viðskiptalífi og fjármálum nú-
tímans og tilhögun til úrlausnar.
Bókin er svo ódýr, að allir
geta eignazt hana. Fæst hjá öll-
um bóksölum.
Bókaverzlun
Iasioldarprentsmíðju
M.s. Dronning
Alexandrine
fer mánudaginn 19. þ. m. kl. 6
síðdegis til Kaupmannahafnar
(um Vestmannaeyjar og Thors-
havn).
Tilkynningar um vörur komi
sem fyrst.
Skipaafgreiðsla
Jes Zimsen
Tryggrvagötu. Sfmi 3025.
framleiða hér þær vörur, sem
þjóðinni eru nauðsynlegar og nú
eru fluttar frá útlöndum, og þá
alveg sérstaklega hvort mögu-
leikar kunni að vera á því, að
framleiða hér vörur, sem á ó-
friðartímum gætu komið í stað
ýmsra aðfluttra nauðsynja til
neyzlu og framleiðslu, tildæmis
áburð, fóðurbæti, eldsneyti til
iðnaðar og heimilisnota og salt.
Væri sennilega hentugt að
hafa þau vinnubrögð, að jafn-
skjótt sem nefndin hefði athug-
að um ákveðna möguleika til
framleiðslu, þá sendi hún um
það sérstaka skýrslu og tillögur
til ráðuneytisins og nefndar-
innar, sem skipuð hefir verið
vegna ófriðarhættunnar.“
Vinna nú þessir aðilar að at-
hugunum sínum, og n.unu hraða
störfum eftir því sem föng eru
á.
Ilin þöglu átök
Tckka og Þjóðverja.
(Framh. af 1. síðu)
Fjölmargir löggæzlumenn,
sem hættir voru störfum og
komnir á eftirlaun, hafa verið
kallaðir aftur til starfa. Eru þeir
skipaðir höfuðsmenn, bæði í su-
deten-þýzkum og tékkneskum
borgum, þar sem það er talið
heppilegra að leggja fram-
kvæmdarvaldið í hendur
reyndra manna, sem leyst hafa
af hendi langvarandi þjónustu
fyrir ríkið. Þetta virðist benda
til þess, að þýzka lögreglan hafi
ekki verið nægilega öflug, og
það hafi virzt hentugra að
hverfa að þeirri gamalkunnu að-
ferð að skipa innlenda lögreglu,
sérstaklega með tilliti til tilfinn-
inga borgaranna á verndarsvæð-
inu. Á því er sem sé mikill sál-
færöilegur munur, hvort lög-
reglumennirnir eru tékkneskir
eða þýzkir.
Fjöldi Tékka, þar á meðal all-
margir liðsforingjar, hafa flúið
til Póllands, og þar vilja þeir
koma á fót tékkneskri hersveit.
Menn munu minnast þess, að
tékkneskar hersveitir höfðu all-
mikla þýðingu í heimsstyrjöld-
inni. í Bandaríkjunum hefir ver-
ið komið á stofn tékknesku þjóð-
ráði, og veitir dr. Benes fyrver-
andi forseti því forstöðu. Þetta
var einnig gert í heimsstyrjöld-
inni. Tékkar í Englandi og
Frakklandi hafa myndað með
sér öflug félög, sem vinna fyrir
tfrelsi þjóðarinnar, eins og í
fyrri frelsisbaráttu Tékka.
Sú þjóð, sem lotið hefir er-
lendum valdhöfum jafn lengi og
Tékkar, hugsa ekki einungis um
daginn í dag, heldur langt fram
í tímann. Frakkneski herforing-
inn Faucher, sem er nákunnug-
90 William McLeod Raine:
goð. Augun stálgrá og standa djúpt, and-
litið sterklegt og harðlegt. Ósennilegt
að hann láti taka sig, án þess að berjast
fyrir frelsinu til hins ýtrasta, eins....“
Þetta var allt og sumt, þvi að nú hafði
Molly gengið yfir gólfið og slökkt á við-
tækinu.
— Ég býst ekki við að við kærum okkur
um meira af þessu tagi, sagði hún og
nokkurs þunga gætti í röddinni, þótt
hún vildi vera glaðleg.
— Nei, sagði frænka hennar sam-
þykkjandi. Eg get ekki skilið til hvers
verið er að segja frá glæpum í útvarp-
inu, við lesum nóg um þá í blöðunum,
þó útvarpið bætist ekki við.
Walsh lagði nú niður spilið, sem hann
hafði haldið á i hendinni og athugaði
stöðu þeirra, sem fyrir voru.
— Mér gengur illa með þetta, sagði
hann, en bætti síðan við, eins og út i
hött: Hvaða stöð var þetta, Molly?
— Ég veit það ekki, svaraði hún.
— Þetta er annars undarlegt og æs-
andi eða finnst ykkur það ekki, hélt
hann áfram. — Það myndi skrítið ef ein-
hver löggæzlumannanna hlustaði og
gengi svo fram á Webb Barnett rétt á
eftir. Hann leit á Taylor. Hann reyndi
að dyljast, en það tókst ekki betur en
svo, að glampi sást í augunum.
Taylor leit upp úr bókinni.
Flóttamaðurinn frá Texas 91
— Það væri ósennilegt, sagði hann
hrðuleysislega.
— Því þá það, spurði Walsh. — Þessi
Barnett getur ekki verið meira en hundr-
að milur hér frá núna,ef maður gerir ráð
fyrir því, sem mest getur verið. Hann
gæti verið í 25 mílna fjarlægð, máske
nær.
— Guð minn góður, það vona ég að sé
ekki, sagði Jane. — Þér detta í hug hinir
hræðilegustu hlutir, Steve. Hvað ætti að
koma manninum til að fara að sveima
hér um nágrennið?
— Ég sagði nú ekki hér um nágrennið,
ungfrú Macmillan, svaraði sýslumaðurinn
glaðlega. — Það virðist svo, sem hann
fari ekki beint, hvert sem hann ætlar að
halda. Hann fer hér og þar, sneiðir hjá
borgunum og kemur aðeins við í byggð-
unum, þegar hann þarf mat. Hann hefir
sennilega átt erfiða daga.
— Það virðist svo, sagði Taylor
eðlilega. — Því fyr, sem hann er hand-
tekinn, þess fyrr getur heiðarlegt fólk
sofið í friði.
— Þú heldur það, sagði sýslumaðurinn.
— Finnst þér það ekki sjálfum?
Þeir litiu hvor á annan og horfðust
í augu góða stund. Augu Taylors hvik-
uðu hvergi.
— Hvernig stendur á því, að menn,
eins og þessi Barnett, gefa sig að glæpum,
"~-"“GAMLA EÍÓ~°~°~,>*
María Walewska.
Heimsfræg Metro Goldwyn
Mayer stórmynd, er gerist
á árunum 1807—1812 og
segir frá ástum pólsku
greifafrúarinnar Maríu
Walewsku og Napoleons
keisara.
Aðalhlutv. leika tveir á-
gætustu og frægustu kvik-
myndaleikarar heimsins:
GRETA GARBO
Og
CHARLES BOYER.
Myndin sýnd í kvöld kl.
6 og 9.
Óperusöngvari
Stefán Guðmundsson
syngur í GAMLA BÍÓ á M O R G U N (sunnudag) kl. 3 eftir hádegi
meff affstoff Árna Kristjánssonar píanóleikara.
BREYTT SÖNGSKRÁ.
Verffi eitthvað óselt af aðgöngumiðum á morgun, fást þeir
viff innganginn.
—o—o—c„ UÝJA BÍÓ”—
„Jezebel44.
Aðalhlutv. leikur fræg-
asta „Karakter“-leikkona
nútímans:
BETTE DAVIS
Ó QQ TV> f
HENRY FONDA og
GEORGE BRENT.
Sýnd kl. 9 —
Börn fá ekki affgang.
„ALEXANDER’S RAG-
TIME BAND“
sýnd kl. 7 (Lækkað verð)
Síffasta sinn.
Aðg.miðar seldir frá kl. 4.
Agæt Nanðatój^
I skjöldiun og tuimuiii. til sölu.
Samband ísl.samvínnuíélaga
Sími 1080.
jljögbergsferðirj
Frá 17. júní til 10. sept.:
Kl. 7 og kl. 8,30: Ekið um Fossvog í bakaleið.
Kl. 13.15, 15.15, 17.15, 19.15 og 21.15: Ekið um Fossvog í báð-
um leiðum. —
Kl. 23.15. — Aukaferð á helgidögum kl. 10.
Frá Lögbergi er ekið 45 mín. eftir burtfarartímann frá Lækj-
artorgi í árdegisferðunum. — í ferðum eftir hádegi er ekið frá
Lögbergi klukkustund eftir burtfarartíma af Lækjartorgi, nema
kl. 23.15, þá er ekið frá Lögbergi kl. 24.00. — Á helgidögum hefj-
ast ferðir kl. 8.30.
ATHS. Ekið er um Hverfisgötu, Barónsstíg og Eiríksgötu,
þegar farið er um Fossvog. Þeir, sem búa fyrir innan Barónsstíg,
geta tekið Sogamýrarvagn og náð Lögbergsvagni við Elliðaár.
Strætisvagnar Reykjavíkur h.f.
Munid
að sýning sjómanna
er opin daglega frá 10—10 i
SÝNIN G ARNEFNDIN.
ur Tékkum, hefir minnt á það,
að tékkneska þjóðin hafi verið
sú eina, sem lét leiðtoga sína
mótmæla töku Elsass-Lothring-
en árið 1871, með þessum orð-
um:
„Tékkneska þjóðin myndi
roðna af skömmustu ef hún
þegði, svo halda mætti að hún
þyrði ekki að mótmæla ranglæti,
þótt það hafi vald að baki sér.
Hún er trú hugsjónum feðra
sinna, en þeir urðu fyrstir til
þess af Evrópumönnum, að taka
samvizkufrelsið á stefnuskrá
sína, og háðu baráttu sína fyrir
réttlætinu við ofurefli óvina til
leiksloka.“
Sú þjóð lætur ekki undiroka
sjálfa sig, sem myndi roðna af
skömmustu, ef menn héldu að
hún þyrði ekki að mótmæla und-
irokun annara.
Skrifstofa
Framsóknarflokksins
í Reykjavík
er á Lindargötu 1D
Framsóknarmenn utan af
landi, sem koma til Reykja-
víkur, ættu alltaf að koma
á skrifstofuna, þegar þeir
geta komið því við. Það er
nauðsynlegt fyrir flokks-
starfsemina, og skrifstof-
unni er mjög mikils virði
að hafa samband við sem
flesta flokksmenn utan af
landi.
Islendíngadagurínn
á heimssýningunni
Eins og áður hefir verið sagt
frá 1 blöðum hefir 17. júní verið
valinn sem hátíðisdagur íslands
á heimssýningunni í New York.
Mikill viðbúnaður hefir verið
hafður til þess að gera athöfnina
sem hátíðlegasta. Hún hefst í
sýningarsölum íslands kl. 6.15
síðdegis og verður Vilhjálmur
Þór formaður framkvæmda
stjórnar, forseti hennar. Eftir að
þjóðsöngvar Bandaríkjanna og
íslands hafa verið leiknir flytur
V. Þ. fyrstur stutta ræðu og á
eftir honum talar M. Flynn,
formaður framkvæmdastjórnar
Bandaríkjasýningarinnar. Á eft-
ir ræðum þessum syngur Guð-
mundur Kristjánsson íslenzk
lög. Þá flytja ræður La Guardia,
borgarstjóri í New York, senator
Nye, sem mun tala fyrir hönd
Bandaríkjastjórnar, Grover A.
Whalen, forseti heimssýningar-
innar og dr. Vilhjálmur Stefáns-
son. Þar næst verða leikin af
hljómsveit íslenzk þjóðlög í út-
setningu eftir Jón Leifs og Karl
Runólfsson. Athöfn þessari, sem
útvarpað verður og reynt verður
að endurvarpa hér, verður lokið
kl. 7.30.
Síðar um daginn (kl. 4.30 eftir
New York tíma) verður sam-
sæti í aðalhöll Bandaríkjasýn-
ingarinnar.