Tíminn - 22.06.1939, Síða 3

Tíminn - 22.06.1939, Síða 3
71. blað Tfm w. fimmtudagmn 22. jnní 1939 283 O Æ K U R Ægir. Maíhefti Ægis kom út fyrir nokkru. í því er meðal annars grein eftir Skúla Guðmunds- son um hlutarútgerðarfélög, á- samt frumvarpi því til laga, er hann flutti um þetta efni á síð- asta Alþingi. Ennfremur grein eftir Sigurð Kristjánsson um jöfnunarsjóð aflahluta. Helgi P. Briem gerir grein fyrir verzlun- arástandinu á Spáni. Rekur hann sögu verzlunarmálanna á Spáni síðustu árin áður en styrj - öldin brauzt út. Af því yfirliti, sem hann gefur, sézt að útflutn- ingar Spánverja árið 1935 hefir ekki hrokkið nema til þess að borga þriðjung innfluttu var- anna. Næstu ár á undan var á- standið litlu betra. Síðan hefir atvinnulífið lamazt, vélar skemmzt, búfénaði fækkað og mannvirki eyðilagzt. Þarfirnar eru nú hinsvegar meiri en áður, hráefnaskortur tilfinnanlegur og vörubirgðir gengnar til þurð- ar. Verða Spánverjar- því að leggja hart að sér á næstu árum og láta sér að mestu nægja þann innflutning, er gengur til þess að endurreisa atvinnuvegina. Má af þessum upplýsingum ráða, að ekki þarf á næstu árum að vænta mikilla né hagkvæmara viðskipta af Spánverjum. Loks eru í Ægi skýrslur um fiskafla, útflutning sjávarafurða og fleira. Ráð undir rifi hverju. Ráð undir rifi hverju heitir skáldsaga eftir P. G. Wodehouse, sem Guðmundur Finnbogason hefir snúið til íslenzks máls, en ísafoldarprentsmiðja gefið út, og kom í bókabúðir nýlega. Þessi saga er skemmtileg og fjörug og sjálfsagt vel til þess fallin að taka hana með í sum- arleyfið, ef náttúran skyldi ekki vera örlát á gott veður og blítt. HEIMILIÐ Prjóiilessýniiigiii í Iðnskólanum. Tvær áhugasamar konur hér í bænum, frú Laufey Vilhjálms- dóttir og frú Anna Ásmunds- dóttir, eru þessa dagana að und- irbúa prjónlessýningu, sem fyr- irhugað er að verði opnuð í Iðnskólanum í byrjun júlímán- aðar. Tilgangurinn með þessari sýningu er aðallega tvennskon- ar, annarsvegar að kynna fólki hvað hægt er að vinna úr ís- lenzkri ull, hinsvegar að gefa fólki kost á að kaupa gott og hentugt band til heimilisiðnaðar og auðvelda þeim, er tóvörur hafa til sölu, að koma þeim á markað. Mun mikið af allskon- ar slíkum vörum verða til sölu á sýningunni víðsvegar að og af mörgum gerðum. Meðal annars verða þar nýjar tegundir af bandi frá ullarverksmiðjunni Framtíðin, auk þess sem þar verður til sölu band, sem unnið hefir verið á sveitaheimilum, einkum norðan lands. Að svo stöddu verður ekki fullyrt um það, hve umfangsmikil sýningin verður, en munir utan af landi eru nú sem óðast að berast for- stöðukonunum. Það væri vel farið, ef þessi sölusýning, sem nú verður senn opnuð og prjónlessýningin í haust er leið, yrði áhrifamikill liður í þeirri viðleitni ýmissa mætra kvenna og manna, að vekja fólk til skilnings á því, hve hrapallega hagnýting ís- lenzkrar ullar hefir verið van- rækt á undanförnum árum, að því er tekur til tóvörunnar. Étvarpssamvinna á Bíorðurlöndum. (Framh. af 2. síöu) okkar út á við. Það er og enn- fremur rétt, að verzlunarvið- skipti okkar beinast í aðrar átt- ir fremur en til Norðurlanda. Og verzlunarviðskiptin eru, eins og enn er högum háttað, raun- verulega hluti af grunnmúrnum undir tilveru okkar sem þjóðar. En tilgangur lífsins er ekki sá, að hafa nóg að bíta og brenna, heldur nauðsyn þess; og gildir það jafnt um þjóðir sem ein- staklinga. Raunverulegur árang- ur í lífi allra þjóða er hinn menningarlegi arfur í listum, vísindum, mannvirkjum, ásamt þjóðarhreysti og siðferðislegum og andlegum þjóðarþroska. Fyr- ir því verður menningarleg við- leitni ókkar ávallt meira og minna háð sambandi og sam- starfi við aðrar þjóðir, og ekki síst þær, sem standa okkur næst um sögulegan uppruna og menn- ingu, skilja okkur bezt, og eru þar á ofan sérstaklega vinveitt- ar okkur, eins og eru frænd- þjóðir okkar á Norðurlöndum. III. Við upphaf útvarpsreksturs- ins opnaðist nýr farvegur fyrir menningarsamvinnu Norður- landa; enda hefir hún síðan tekið á sig nýtt snið og færst mjög í aukana. í stað seinvirk- ari kynningar við námskeið, ráðstefnur, kynnisfarir og rit- aðs máls kom hið lifandi orð af tungu manna og raddir ná- grannanna meðal frændþjóða, sem bárust samstundis inn á þúsundir heimila um öll Norður- lönd. Þetta samstarf hefir fært þjóðirnar, almúga þeirra, nær hvern öðrum en áður og knýtt einskonar samnorrænt fjöl- skylduband milli þjóðanna. Er- indum, útvarpsleikritum, marg- víslegri fræðslu og samkynn- ingu, en þó einkum tónverkum, er nú endurvarpað frá einu landi til annars, og mjög oft yfir öll löndin samtímis, auk þess sem hlustendur allra landanna njóta eftir vild og hentugleikum dag- legs útvarps nágrannaþjóðanna. Eftir að útvarpið gerðist jafn- veigamikill þáttur í lífi einstak- linga og þjóða, sem raun er á orðin, tóku frændþjóðir okkar upp skipulega samvinnu í út- varpsmálum. Má telja, að hún hæfist með sameiginlegri ráð- stefnu í Kaupmannahöfn árið 1935, og munu Danir hafa átt forgöngu um upptöku slíkra samfunda. Síðan hafa á hverju ári verið haldnar slíkar nor- rænar ráðstefnur um útvarps- málefni landanna. Árið 1936 var hún í Oslo, árið 1937 í Helsing- fors, árið 1938 í Stokkhólmi, og í ár var hún aftur haldin í Kaupmannahöfn, en verður næsta ár í Oslo. Auk forstöðu- manna koma saman á ráðstefn- um þessum forstöðumenn hinna ýmsu starfsgreina útvarps, eins og til dæmis að taka tónlistar- stjórar, forstöðumenn fyrir- lestradeilda, leikstarfseminnar og verkfræðinnar og margir fleiri, allt að 40 manns. Ráð- stefnurnar starfa í deildum eft- ir verkefnum og síðan á sam- eiginlegum fundum, til þess að samþykkja eða hafna tillögum deildanna. Á þeim fundum er jafnan flutt erindi frá einhverju landanna. — Verkefnin eru margþætt í hverri deild. Þar bera þjóðirnar saman reynslu sína í margvíslegum efnum, taka sam- eiginlegar ákvarðanir um sam- starf, samnorrænt útvarp frá hverju landi fyrir sig (þjóðleg tónlist o. fl.) fyrirgreiðslu lista- manna og skipti á listamönnum milli landanna, gjaldtakstar, lengd útvarpserinda og erinda- flokka, kynningarútvarp frá hinum ýmsu löndum (Report- age), samstarf um útvarps- leiðslur og önnur verkfræðileg efni o. s. frv. Með þessum ráðstefnum hefir samstarfið aukizt, þjóðirnar hagnýta sér reynslu hver ann- arrar og ástunda margvíslega fyrirgreiðslu og gagnkvæma að- stoð í útvarpsmálum. Enn er þó ótalinn höfuðkost- ur allra slíkra samfunda, en það eru kynni þau, er verða manna milli og þjóða og einkum þeirra manna, sem hafa sameiginleg störf og áhugamál. Auk þess sem af slíkum kynnum rís sam- hugur og velvild, opna þau leið- ir til samstarfs á fleiri sviðum en útvarpsins sjálfs. IV. íslandi hefir verið boðin þátt- taka í öllum ráðstefnum Norð- urlanda um útvarpsmálefni, og hefi ég mætt á þremur þeirra, ein fyrir stofnunina, í Oslo 1936, Stokkhólmi 1938 og nú síðast í Kaupmannahöfn. ísland hefir bersýnilega sér- stöðu um þátttöku í norrænum ráðstefnum, hverskonar sem eru. Kemur þar til greina fjarlægð landsins og í útvarpssamstarfi ekki sízt fjarlægð tungunnar frá öðrum Norðurlandamálum. Við höfum því í þessu efni sem öðr- um orðið að sníða okkur stakk eftir vexti. Þátttaka eins manns frá íslandi, til móts við 5—10 frá öðrum þjóðum, er vitanlega ekki mikil, en þó eftir ástæðum við- unanleg. Þáttaka hins íslenzka fulltrúa, verður í því fólgin, að ganga milli deildanna og taka Dátt í meðferð þeirra mála, er ísland varða sérstaklega. Megingagnsemin af þátttöku í slíkum mótum, og öðrum, einnig að því er ísland varðar, er , eins og áður var fram tekið, sú hin gagnkvæma kynning, sem skap- ast við samfundi. Á engu þykir nú meiri brestur en samhug þjóða. Brestur þar svo mjög á, að við sjálft liggur, að heiminum ljósti í bál þessháttar styrjald- ar, sem myndi ráða niðurlögum vestrænnar menningar. Norður- landaþjóðir halda enn í fullri hæð fána lýðræðis og frelsis þegna sinna. Þær óska einskis fremur, en að fá að starfa hver að menningu og velfarnaði sinn- ar þjóðar, óáreittar af ægivaldi hnefaréttarins. Og hin aðsteðj- andi styrj aldarhætta hefir þok- að þeim saman eins og dreifðum liðssveitum við yfirvofandi árás. Fyrir því verður þátttaka hverr- ar af hinum fimm Norðurlanda- þjóðum í hverskonar samstarfs- viðleitni, fagnaðarefni öllum hinum. Hin samnorræna kennd verður styrkari, samhugurinn ótvíræðari, og enn óbifanlegri þær ákvarðanir þjóðanna, að varðveita þjóðfrelsi sitt og menningu. íslandi má líkja við minnsta bróður, komnum síðast til leiks. Eigi að síður mun það hafa komið á daginn, hvert sinn, er fulltrúi eða fulltrúar hafa mætt á samnorrænum mótum,að þeim hefir verið fagnað af alveg sér- stakri ástúð af fulltrúum ann- arra Norðurlandaþjóða. Ég hefi að minnsta kosti sjálfur þá sögu að segja. ísland skipar, þrátt fyrir þjóðarsmæð, fjarlægð og mjög frábrugðna tungu — eða máske vegna alls þessa — eftir- tektarverðan sess í vitund Norð- urlandaþjóða. Allir vel menntir menn á Norðurlöndum vita, að ísland er fagurt land, að það er land hinna stærstu mótsetninga náttúruaflanna, að þjóðin hefir haldið velli gegnum margra alda hörmungar, að hún hefir varð- veitt norræna tungu og skapað ódauðleg listaverk í bókmennt- um. Allt þetta veldur því, að ís- lendingum er fagnað, þar sem þeir koma á mót góðra manna og vel menntra. Enda leggur það þeim um leið þá skyldu á herð- ar, að halda uppi heiðri lands síns, enda þótt liðskostur fari eftir þjóðarefnum. V. Fjarlægð íslands frá öðrum Norðurlöndum, ásamt mjög mis- jöfnum útvarpsskilyrðum, veld- ur sérstökum örðugleikum okk- ar um þátttöku í útvarpssam- vinnu. Eigi að síður hefir sam- vinna tekizt til verulegra drátta, og skal talið hér sumt af því helzta, sem farið hefir, eftir vegum útvarpsins, milli íslands og annarra landa. Þegar talsambandið við út- lönd hafði verið opnað, 1. ágúst 1935, og öflugar stuttbylgju- stöðvar höfðu verið reistar í flestum löndum, varð mun auð- veldara en áður hafði verið að endurvarpa milli íslands og annarra landa. Hefir síðan verið endurvarpað um 20 sinnum ár- lega milli íslands og Norður- landa, Bretlands, Þýzkalands, Bandaríkjanna, Kanada og víð- ar. Þykir rétt að nefna hér það helzta, sem vakiö hefir eftirtekt: Opnun talsambands við út- lönd, erindi og kórsöngur, end- urvarpað á Norðurlöndum og einnig í Bandaríkjunum. Minningarathöfn Pourqui-pas, endurvarpað í Frakklandi. Konungskoman 1936, endur- varpað í Danmörku. Ríkisstjórnarafmæli konungs 1937, endurvarpað í Danmörku. Opnun nýrrar og stækkaðrar útvarpsstöðvar okkar 1. ágúst 1938, þar sem krónprinshjónin opnuðu athöfnina. Fullveldisafmælið 1938, end- urvarpað í Winnipeg og í Dan- mörku, og útvarpi Dana vegna afmælisins einnig endurvarpað hér á landi. Ennfremur var end- urvarpað hér á landi útvarpi frá íslendingum í Winnipeg. Samnorrænir tónleikar. ísland hefir nú tvisvar tekið þátt í þeim, og hefir þeim verið end- urvarpað um öll Norðuríönd. íslenzkum tónleikum hefir verið endurvarpað í Bandaríkj- unum á vegum hinna stóru út- varpsfélaga, Columbia- og Nat- ional Broadcasting. Knattspyrnumóti hefir verið endurvarpað í Þýzkalandi, og margt fleira mætti telja. Þetta endurvarp héðan frá landi hefir næstum ávalt tekizt vel, enda hefir venjulega verið valinn til þess hentugur tími dags. Hér á landi hefir oft verið endurvarpað frá Norðurlöndum, Bretlandi, Þýzkalandi, Austur- ríki, Tékkóslóvakíu, Frakklandi, Rússlandi, Hollandi, ítaliu, Bandaríkjunum og víðar frá. Má sem dæmi nefna rikisstjórnar- afmæli konungs, endurvarpað frá Danmörku. Fullveldisaf- mælið, endurvarpað frá Winni- peg og Danmörku. Ræður margra þjóðhöfðingja, þar á meðal kveðjuorð Edwards VIII. Tónleika íslendinga erlendis og lög eftir íslenzk tónskáld. Sam- norræna tónleika o. m. fl. — Þá hefir verið endurvarpað héð- an fyrir Dani jólakveðjum þeirra til Grænlands. Auk samnorrænna tónleika, sem að framan eru nefndir og sem eru orðnir fastur liður í samstarfinu, var þess óskað nú á þessari síðustu ráðstefnu, að ís- land tæki þátt í jólaútvarpi. Er þar um að ræða stutt útvarp frá hverju af hinum fimm Norður- löndum, sem ætlazt er til að beri þjóðlegan blæ og sem verð- ur endurvarpað yfir öll löndin. Höfum fengíð margar nýjar gerðír af karlmannaskóm Gott úrval. — Gott verd. Verksmlðjnntsalan Gefjun — Iðunn Aðalstrœti. lliísnm'Oiir! Hvort sem þér búið til sjávar eða sveita, þá munið að rab- barbarinn nýtist bezt ef þér notiö BETAMON við niðursuðuna. Það er tryggingin fyrir því að rabbarbarinn geymist ó- skemmdur ásamt öllum hans verðmestu efnum, jafnvel árum saman. Ódýrt og auðvelt í notkun. Fæst í matvöruverzlunum og lyfj abúðum. Frestur til að kæra til yfirskattanefndar út af úrskurðum skattstjóra og niður- jöfnunariiefiidar á skatt- og útsvars- kærum, rennur út þaim 4. júlí n. k. — Kærur skulu komnar í bréfakassa skattstofunnar á Alþýðuhúsinu fyrir kl. 24 þann dag. Yfirskattanefnd Reykjavíkur. VI. Á þessum samnorrænu ráð- stefnum hafa komið fram ríkar óskir frænda okkar á Norður- löndum um það, að tengsli þau, sem knýtzt hafa og knýtast munu við samstarfið, megi einn- ig ná til íslands, og að það slitni ekki úr lestinni. Má og telja að við, með þeim tækjum, sem við eigum yfir að ráða, séum allvel við því búnir að taka þátt í samstarfinu. Árið 1938 í Stokkhólmi komu fram óskir um það, að halda ráðstefnu þessa eitt sinn í Reykjavík, og hét ég því að vinna að því við ríkisstjórnina, að þetta mætti takast. En við frekari athuganir varð það ljóst, að svo margir af helztu starfs- mönnum útvarpsins í hverju af hinum fjórum löndum gætu ekki horfið frá störfum um svo langan tíma, sem íslandsferð myndi taka. Var þvi horfið frá því ráði. Hitt varð aftur að ráði, að útvarpsstjórar allra hinna fjögurra Norðurlanda gerðu okkur heimsókn árið 1940 eða á 10 ára afmæli íslenzka útvarps- ins, og var um þetta gerð álykt- un á ráðstefnunni í Kaup- (Framh. á 4. siðu) Héraðsmot Héraðsmót Framsóknarmanna í Vestur-ísafjarðarsýslu verð- ur haldið að Botni í Dýrafirði dagana 15. og 16. júlí n. k. Þar verða mættir ýmsir landskunnir ræðumenn. Tilhögun mótsins mun nánar auglýst síðar. FÉLAG ÍJNGRA FRAMSÓKNARMANNA í Vestur-ísafjarðarsýslu. Til auglýsenda. Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýsinga er í hlutfalli við þann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neytend- anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vörur sínar sem flestum, auglýsa þœr þess vegna í Tímanum. — O ÚTBREIÐIÐ TÍMANN • 100 William McLeod Raine: þegar þú hefir átt við Clem Oakland, er ekki svo? Ég býst við að þú hefir farið nógu oft á bak við þau, þegar þér hefir hentað það. — Það er nú annað mál, stúlka mín. Ég get ekki gengið á mili Steve og fanga, sem hann hefir tekið. — Jafnvel ekki þó fanginn hafi hætt sínu eigin lífi til að frelsa mitt? — Við verðum að athuga hlutina skynsamlega, Molly. Þessi náungi er lög- brjótur og morðingi, ef ykkur skjátlast ekki, þér og Steve. Ef hann er tekinn, þá er það endir leiksins. Hann myndi ekki biðja mig að fara til fangelsisins til þess að bjarga honum frá refsingu fyrir glæpi sína. Sé hann hugaður, myndi hann ekki gera það, og það er þessi náungi. Ég skal gera allt fyrir hann, sem ég get, nema-------- — nema það, sem gæti komið honum að gagni, greip hún fram í og bar ótt á. — Þú villt hjálpa honum, ef það kost- ar þig ekki neitt. Það er ekki líkt Clint Prescott, ef ég hefi haft rétt kynni af honum í öll þessi ár. Ég hefi þótzt af föður mínum, því að ég hefi haldið, að hann væri góður vinur. — Ég hélt þér væri ekkert vel við þenna Taylor? — Nei, hann er andstyggilegur. En hvað kemur það annars þessu máli við? Flóttamaðurinn frá Texas 97 færi út úr herberginu? Myndi hún heyra byssuskot undir eins og hún lokaði dyr- unum? Hún gat ekki yfirgefið þá. Það gat vel verið að annar, jafnvel báðir þessir menn, sem nú voru svo kröftugir og fylltir lífsmagni, lægju helsærðir á gólf- inu áður en hún gæti talið upp að hundr- að. Steve brosti, en þetta bros var henni ekki til mikils léttis. Henni fannst að hún sjá í því kalda og harða ógnun. — Ég get svarað fyrir annan okkar, sagði hann. Ég hefi ákveðið hvað ég ætla að gera. — Ég mun svara fyrir hinn, sagði Taylor lágt og brá fyrir hinum drafandi framburði Suðurríkjamanna. — Ef herra Walsh hefir skriflega heimild til að taka mig fastan, mun ég samþykkja eins og hver einasti heiðarlegur maður myndi gera. — Ég þarf enga handtökuheimild, sagði Walsh stuttur í spuna. — Lögin heimta það ekki. — Þá mun ég náttúrlega samþykkja án þess, sagði Taylor. Það var sýslumaðurinn, en ekki Taylor, sem gaf Molly skýringuna. — Herra Taylor tekur tillit til stað- reyndanna, Hann er í óvinalandi og um- luktur ófærð. Þó hann deyddi mig og

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.