Tíminn - 24.06.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.06.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLADSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. 23. árg. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu I d. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 1d. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. í. Símar 3948 og 3720. Reykjavík, laugardagiim 24. jiiní 1939 72. blað Eimskípaiélagið helir meiri þöri iyrir ilutníngaskíp en íarþegaskíp Viðtal við Jón Arnason framkvæmdastj. Nýlega fór fram aukakosning í kjördœmi því í London, þar sem Cham- berlain á atkvœðisrétt. Á myndinni sést hann vera að láta atkvœðaseð- ilinn í kjörkassann. Talið er líklegt, að almennar kosningar munu verða látnar fara fram í Englandi í haust, ef ástandið verður ekki þeim mun &*' iskyggilegra. Tékkar og Þjóðverjar Ofríki Þjóðverja færisf í aukana í tilefni af þeirri ákvörð- un stjórnar Eimskipafélags íslands, að láta byggja stórt farþegaskip, hefir tíðinda- maður blaðsins átt viðtal við Jón Árnason fram- kvæmdastjóra, sem er full- trúi ríkisstjórnarinnar í stjórn Eimskipafélagsins. Fer það í aðalatriðum hér á eftir. — Var ákvörðun þessi tekin ágreiningslaust í stjórn Eim- skipafélagsins? — Nei, ég hefi jafnan verið því andvigur að félagið byggði slíkt skip. Höfuðástæðan fyrir því er sú, að allir þeir, sem komið hafa nærri þessu máli, hafa verið sammála um, að ekki væri hægt að reka það, án mikils tekju- halla. Upphaflega var tekjuhall- inn áætlaður um 400 þús. kr. á ári, en þegar formaður Eim- skipafélagsins mætti á fundi fjárveitingarnefndar 20. apríl síðastliðinn taldi hann, að við nánari athugun hefði komið í ljós, að árlegur halli myndi ekki verða nema 237 þús. kr. — Hefir ekki gengisbreytingin áhrif á þessa áætlun? — Ég vil ekkert dæma um á- ætlanir þær, sem gerðar hafa verið um rekstur skipsins, en hinsvegar lít ég svo á, að þar sem gengisbreytingin hefir aukið verð skipsins um 840 þús. ís- lenzkar krónur, hljóti rekstrar- hallinn að aukast að miklum mun. — Hvaða ástæður álítið þér Meulenberg biskup Marteinn Meulenberg biskup átti 40 ára prestskaparafmæli 18. júní s. 1. Var þess minnst með mjög hátíðlegri guðsþjónustu í Landakotskirkju. Meulenberg er þýzkur að ætt. Hann varð prestur við kaþólska söfnuðinn hér 1903 oghefir dval- ið hér síðan, að undanskildum árunum 1914—18, en þá var hann í Þýzkalandi. Árið 1925 var hann vígður biskup til Hóla af van Rossum kardinála, sem kom þá hingað til lands. Er Meulenberg fyrsti kaþólski bisk- upinn á íslandi eftir Jón Arason. Meulenberg hefir verið dugn- aðarmaður mikill og hafa fram- kvæmdir kaþólsku kirkjunnar verið allmiklar hér á landi síðan hann tók við. Má nefna spítal- ana í Hafnarfirði, Stykkishólmi og nýja Landakotsspitalann hér. Er nú alls rúm fyrir 250 sjúkl- inga á spítölum kaþólsku kirkj- unnar hér. Hin veglega Landa- kotskirkja var reist 1927. Barna- skóli var stofnsettur í Reykjavík (Framh. á 4. síðu) ' að mæli einkum gegn byggingu slíks skips? — í fyrsta lagi sú, sem ég hefi áður nefnt, að bersýnilegt er að skipið verður ekki rekið, án verulegs halla, og ég er alger- lega mótfallinn því, að ráðizt sé í fyrirtæki, sem fyrixfram er vitað um að ekki geta borið sig fjárhagslega. Ég tel þá röksemd meðstjórnenda minna ekki mikils virði, að óbeinu tekj - urnar af erlendu ferðamönnun- um muni mæta þessum halla. Það er líka mál, sem ekki snert- ir Eimskipafélagið, heldur Al- þingi og ríkisstjórn. Má mjög um það deila eins og allar að- stæður eru nú, hversu mikill gróði verður af komum ferða- manna til landsins, a. m. k. fyrst um sinn. Tjáir ekki í þeim efnum að bera okkur saman við Norðmenn, sem hafa fjölda á- gætra gistihúsa víðsvegar um landið. Þá lít ég þannig á, að Eim- skipafélagið vanti frekar vöru- flutningaskip en farþegaskip. Vegna fámennis okkar og strjál- býlis hentar okkur betur að eiga mörg smá skip, en fá stór skip. Með þeirri ráðabreytni, að selja Gullfoss og láta þetta stóra „luxusskip" koma í staðinn, fæ ég ekki skilið, að neitt sé bætt fyrir þeim hluta almennings, sem taka ber mest tillit til, en það eru framleiðendurnir til sjós og lands. Ég hefi lagt það til, bæði fyrr og nú, að Eimskipafélagið keypti vöruflutningaskip, en það mál hefir engan byr fengið. Reynslan hefir þó sýnt, að vöruflutninga- skip eru rekin með hagnaði, en hinsvegar er ráðgert að reka þetta nýja skip með verulegu tapi. Ég hefi sem starfsmaður við samvinnufélögin fyllstu á- stæðu til að gæta þess, hvaða á- hrif hallarekstur hins nýja skips hefir á farmgjöld Eimskipafé- lagsins, því ég get ekki séð, hvar hallinn getur lent annarsstaðar en á flutningsgjöldum fyrir SparisjóSur Kinnunga í Þingeyjar- sýslu á um þessar mundir fimmtíu ára starfsafmæli. Verður þess minnst á morgun með almennri héraðssam- komu að Yztafelli. Er boðið þangað öllum hreppsbúum, mörgum gömlum Ljósvetningum og fleirum úr ná- grannasveitum. Hefir sérsfakur veizlu- skáli verið reistur við samkomuhúsið. Sparisjóðurinn var stofnaður fyrir for- göngu bræðanna, Sigurðar Sigurðsson- ar hreppstj. á Landamóti, er alla tíð hefir verið í stjórn hans, og Kristjáns á Halldórsstöðum, er verið hefir gjald- keri æðilengi. Sjóðurinn hefir að sjálf- sögðu sínnt útlánum meðal bænda í héraðinu, og er það ahyglisvert, að aldrei hefir tapazt einn eyrir af fé hans. t f t Samkvæmt fregnum, sem Tímanum hafa borizt frá Sauðárkróki, er þar unnið að smíði nýrrar síldarstöðvar í sambandl við hin nýju höfn. Mun þessu verki verða lokið áður en síldar- söltunartími hefst, svo að síldarverk- un getur farið þar fram í ár. Stærð plansins er um 500 fermetrar. Vatn til sfldarstöðvarinnar og hafnarinnar er tekið úr Þaksíðuá, allhátt uppi í brekk- unum við Tindastól. Verður vatns- leiðslan um tveggja kflómetra löng. Stíflu, sem myndar almikið lón, er þegar búið að steypa, og grafa skurð til þorpsins, en ekki er enn búið að leggja vatnsleiðslupípurnar niður í skurðinn. — Við höfnina hefir einnig vörum, sem skip Eimskipafé- lagsins flytja. Ég tel rétt að geta þess, að undanfarin ár hafa tekjur Eim- skipafélagsins af vöruflutning- um numið um 4 milj. kr. á ári, en tekjur af farþegaflutningum um 400 þús. kr. ■ — Hvað greiðir S. í. S. mikið af þessum gjöldum? — Undanfarin ár hefir S. í. S. greitt árlega röskar 800 þús. kr. í flutningsgjöld til Eimskipa- félagsins. — Hvert er álit yðar á hinu svokallaða Ameríkuskipi, sem Alþingi mælti með, að félagið léti byggja? — Eftir áætlun, sem stjórn Eimskipafélagsins lét gera, var gert ráð fyrir 365 þús. kr. árleg- um halla af rekstri slíks skips. Skip þetta var aðallega ætlað til vöruflutninga. Ég hefi ekki séð þessa áætlun og vil því ekki neitt um hana segja, en mér kemur það einkennilega fyrir sjónir, að halli af slíku vöru- (Framh. á 4. síðu) Landssýní ng barnaskólanna Klukkan 1 á morgun verður opnuð merkileg skólasýning í barnaskóla Austurbæjar. Eru þar munir frá um 40 skólum víðsvegar að af landinu, einkum hinum föstu skólum, auk margra línurita og annarra sýningar- muna. Á þilin meðfram ganginum eru límdar teikningar eftir stálpuð börn. Er það úrval þess, sem borizt hefir, þó þannig, að eitthvað sé tekið frá öllum skól- um og úr öllum aldursflokkum. Fyrir innri enda gangsins hang- ir landabréf af íslandi, sem á eru merktir allir helztu skólar landsins. Þarna er og flokkur teikn- inga, er börn hafa gert sam- kvæmt útvarpskennslunni í vor. Var þá einn kennslutími helgaður teikningu, og börn- unum gefin frjáls verkefni við að teikna eitthvað frá umhverfi sínu eða úr hugmyndaheimi (Framh. á 4. síðu) verið unnlð í vor. Hefir skjólgarður verið steyptur og grjóti hlaðið að hafnargörðunum, þeim til styrktar og hlífðar. t t r Aðalsteinn Eiríksson skólastjóri Reykjaskólans er staddur hér í bæn- um um þessar mundir. Hefir hann skýrt blaðinu frá eftirfarandi: Héraðs- skólann í Reykjanesi sóttu í vetur um 40 unglingar. í barnaskólanum voru 44 nemendur. Sex vikna garðyrkju- námskeiði er nýlokið og voru á því sex nemendur. Mánaðarlangt íþróttanám- skeið hófst 15. þ. m. og eru þátttak- endur milli 40—50. Hinn svonefndi vordagur var haldinn 11. júní og sóttu hann um 130 manns. Var unnið að gerð íþróttavallar. í vor hefir verið unnið að því, að brjóta land í kringum skólann, en það er erfitt til ræktunar. Búið er að brjóta um 5 ha. til fullrar ræktunar. Skólinn á sem fyrr miklum velvilja og stuðningi héraðsbúa að fagna, en ónóg húsakynni tálma starf- semi hans. t t r í Norður-ísafjarðarsýslu hefir verið óvenjulega góð veðrátta í vor og er grasspretta í bezta lagi. Er gert ráð fyrir að sláttur byrji þar almennt um mánaðamótin og er það óvenjulega snemmt. Fénaðarhöld hafa verið góð. Fiskafli hefir verið tregur í Djúpinu. Bátar af ísafirði stunduðu síldveiði innst í Djúpinu í vor og veiddu um í erlendum blöðum er stöðugt skýrt frá vaxandi ágreiningi milli Þjóðverja og Tékka. Auk þjóðernismetnaðar Tékka er það margt, sem veldur þessum átökum. Fyrst eftir aö Þjóðverjar kom- ust til valda í Tékkóslóvakíu létu þeir flytja mikið af matvælum og hráefnabirgðum þaðan til Þýzkalands. Afleiðingin hefir orðið verulegur skortur á ýms- um þessara vara. Allmargar lífs- nauðsynjar hafa því stórhækkað í verði og ýmsar atvinnugreinar hafa orðið að draga saman segl- in, sökum hráefnaleysis. Mót- taka erlendra ferðamanna var áður stór atvinnugrein, en nú má heita að hún hafi lagzt nið- ur að mestu, því sárafáir útlend- ingar koma til landsins. At- vinnuleysið og dýrtíðin hafa þannig stóraukizt eftir valda- töku Þjóðverja og á það vitan- lega stóran þátt í því, að auka andúð gegn þeim. Þjóðverjar hafa reynt að koma því til leiðar að fjöldi tékkneskra verkamanna færi til Þýzkalands og dreifðust víða um landið, svo þeir ættu örðugra með samtök sín á milli. Jafnhliða þessu hafa þeir gert Þjóðverjum auðveldara fyrir að taka sér bólfestu í 2000 tn. Keyptu norskir línuveiðarar hana jafnóðum til beitu. r t r Vigfús V. Erlendsson bóndi í Hrís- nesi á Barðaströnd skrifar Tímanum á þessa leið: Hér um slóðir var al- mennt byrjað að beita kúm í fimmtu viku sumars. Lokið var að setja niöur í garða í endaðan maímánuð. Gras- vöxtur er meiri en menn muna dæmi til áður og voru tún víða orðin slæg viku af júnímánuði. Nautgriparæktar- félag er starfandi í sveitinni; á það tvö kynbótanaut, Haga-Rauð, þrettán vetra gamlan, og Vísi, ellefu vetra. Sumargirðing er fyrir nautin í Haga- dal, um tíu hektarar að stærð. Var nautunum sleppt venju fremur snemma í girðinguna í ár, í lok maímánaðar. Sauðburður gekk yfirleitt vel og önn- ur skepnuhöld hafa verið góð. Einum báti hefir verið róið frá Siglunesi í vor og hefir oftast aflazt vel á hann. Um tíma var allmikill fiskur á svo- kölluðu Flögumiði. Var sótt þangað til fiskjar úr Hergilsey, Hjarðamesi og Brjámslæk. Á þessu miði hefir oft fundizt mikill fiskur á seinni árum, en venjulega helzt seinni hluta sumars, í ágústmánuði. — í vor hefir verið unnið að jarðyrkju á allmörgum býlum, víðast með dráttarvél, en einnig með hestverkfærum. Á ungmennafélags- fundi, sem haldinn var fyrir skömmu, var ákveðið að hefja undirbúning að sundlaugarbyggingu, sem fyrirhuguð (Framh. á 4. síðu) Tékkóslóvakíu, einkum í sveit- unum. Hvorttveggja þessara ráðstafana hafa sætt harðri andstöðu Tékka, sem grunar að fyrir þýzku stjórninni vaki að fjölga Þjóðverjum í Tékkósló- vakíu, en fækka Tékkum þar að sama skapi svo sjálfstæðisbar- áttan verði þeim örðugri í fram- tíðinni. Hafa ekki fengizt nánd- ar nærri eins margir tékkneskir verkamenn til Þýzkalands og áætlað hafði verið og tékkneskir embættismenn hafa gert sitt ítrasta til að torvelda þær ráð- stafanir, sem gera Þjóðverjum auðveldara að flytja til landsins. Nýlega var t. d. sex háttsettum embættismönnum í landbúnað- arráðuneytinu vikið frá störfum og þeir settir í varðhald, sökum andstöðu sinnar við þessar ráð- stafanir Þjóðverja. Fleiri ágreiningsefni hafa risið milli Þjóðverja og tékkneskra embættismanna og hefir þessa einkum gætt í dómsmálum. Af- leiðingarnar hafa m. a. orðið þær, að Þjóðverjar hafa fyrir- skipað að þýzkir dómsstólar skulu fjalla um öll meiriháttar pólitísk afbrot. Einnig hefir komið til alvarlegra átaka milli þýzkra yfirvalda og kennara, því Þjóðverjar hafa krafizt veru- legra breytinga á sögukennsl- unni, þeim í vil. Þessu hafa margir kennarar neitað að hlýða og setja sumir þeirra nú í varð- haldi. Tékkar láta andúð sína gegn yfirráðum Þjóðverja koma fram á allan hugsanlegan hátt. Öll þjóðleg minnismerki eru stöðugt þakin blómum. Eftirspurnin eft- ir litlum brjóstmerkjum með lit- um tékkneska fánans hefir margfaldazt seinustu mánuðina og fjölgar þeim stöðugt, er bera þau. Á leiksýningum og kvik- myndasýningum eru hin lítil- fjörlegustu tilefni notuð til að syngja þjóðsöng Tékka, og þegar orðin „frelsi“ og „sjálfstæði" eru nefnd ætlar fagnaðarlátum oft aldrei að linna. Hefir þetta orðið til þess að Þjóðverjar hafa bannað sýningu á öllum þjóðleg- um leikritum Tékka og ekki má heldur flytja meiriháttar verk eftir tékkneska tónsnillinga op- inberlega. Þjóðverjar ganga orðið mjög hart fram í því, að bæla niður allan slíkan mótþróa. Má nefna sem lítið dæmi, að nýlega voru 45 tékknesk börn í Zlin sett í nokkurra daga varðhald og látin sýna þýzkum börnum undir- gefni sína á niðurlægjandi hátt. Ástæðan var sú, að þau höfðu hlegið hæðnishlátur á kvik- myndasýningu, þegar verið var að sýna undirritun þýzk-ítalska hernaðarsáttmálans og síðan talað óvirðulegum orðum um Þýzkaland. — Meðan refsivist þeirra stóð yfir reyndi einn tékk- neski drengurinn að flýja, en var þá skotinn í handlegginn af A víðavangi Frá því á áramótum hafa verið flutt út um 700 smál. af hrað- frystum fiski. Mun láta nærri, að söluverðið sé um 600 þús. kr. Er útflutningur hraðfrysta fiskjarins miklu meiri nú en á sama tíma í fyrra, en verðið svipað. Aðalmarkaðurinn er í Englandi. Skrifstofa Fiskimála- nefndar hefir aðalumsjón með útflutningnum og annast að öllu leyti um meginhluta hans. Er hraðfrysting fiskjar eitt af ieim nýmælum, sem komið hefir verið í framkvæmd fyrir tilstyrk hins opinbera á undanförnum árum. Sérstök athygli skal vakin á grein um svifflug, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Svifflug er mjög holl íþrótt og flugið er eitt af þýðingarmestu framtíð- armálum okkar. Svifflug ætti að vera hsegt að iðka víða í kauptúnum og jafnvel í þétt- býlli sveitum. Kostnaðurinn er tiltölulega lítill. Þeir, sem áhuga hafa fyrir þessu máli, ættu að snúa sér til flugmálaráðunauts ríkisins eða svifflugmanna hér syðra, sem vafalaust myndu fús- lega veita þær upplýsingar, er um væri beðið. * * * Sá siður hefir tíðkazt í Mos- fellssveit um nokkurt skeið, að haldið hafi verið svonefnt „hjónaball“ einu sinni á vetri. Hafa þar — eins og nafnið bend- ir til — aðallega mætt hjón og svo eldra fólk, sem annars sækir skemmtanir lítið eða ekkert. Hafa þessar skemmtanir fengið hið bezta orð. í vetur var ákveð- ið, að það fólk, sem vant væri að sækja þessar skemmtanir, skyldi fara í eina útreiðarferð árlega og var sú fyrsta farin síðastl. sunnudag. Tók þátt í henni 56 manns og voru um 80 hestar í förinni. Var farið inn um Kjós og stóð ferðin allan daginn. Veður var gott og voru þátttakendur hinir ánægðustu að leiðarlokum. Er þetta hvorttveggja góður sið- ur og ætti að verða til eftir- breytni annarsstaðar. Tímaritið Le Nord flytur í síð- asta hefti sínu grein eftir Ey- stein Jónsson viðskiptamálaráð- herra, sem fjallar um framfarir á íslandi og fjárhagsafkomu þjóðarinnar. Le Nord er alþjóð- legt tímarit, sem Norðurlanda- þjóðirnar gefa út í sameiningu, og birtast greinar þess ýmist á enskri, þýzkri eða franskri tungu. Ritstjóri tímaritsins af íslands hálfu er Sigurður Nordal prófessor. þýzkum leynilögreglumanni. At- burður þessi vakti mikla gremju meðal Tékka, en er þó sagður einn af mörgum hliðstæðum við- burðum. Fréttaritari Times í Prag segir, að Þjóðverjar séu alveg hættir að reyna að bæta sambúð þjóð- anna með velvilja og skilningi eins og þeir reyndu fyrst, en gangi orðið til verks með full- kominni harðýðgi. Þýzkir leyni- lögreglumenn eru látnir fylgjast vandlega með öllu, sem skeður, og daglega eru margir áhrifa- menn Tékka fangelsaðir og sum- ir fluttir úr landi. Erlendum blaðamönnum í Bæ- heimi kemur saman um, að eng- in von sé fyrir Þjóðverja að geta bugað mótstöðu hinnar eldri kynslóðar Tékka. Enn vonminna sé þó með æskuna, hverskonar ráðum og undirróðri, &em verði beitt. Meðal hennar sé þjóðern- istilfinningin langríkust og því sé engin ástæða til þess að ör- vænta um tékkneskt þjóðerni, þótt þjóðin búi við erlenda und- irokun um nokkra hríð. Hún sé vön því, að vinna fyrir þjóðerni sitt í kyrþey, þó hún eigi erlenda húsbændur. Það er gamall máls- háttur, að Pólverjinn segi: Ég er reiðubúinn til að berjast og (Framh. á 4. siðu) A KE-OSSGÖTUM Sparisjóðsafmæli. — Frá Sauðárkróki. — Reykjanesskóli. — Úr Norður-ísa- fjarðarsýslu. — Af Barðaströnd. — Skógarmaðkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.