Tíminn - 24.06.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.06.1939, Blaðsíða 3
72. blaðf TÍMINTV, laMgardaginn 24. jjiiní 1939 287 ÍÞRÓTTIR A N N A L L Svifflug. Svifflug, renniflug, er að kalla má nýyrði hér á landi og marg- ir hverjir vita líklegast ekki ennþá hvað þau tákna. Sumir halda jafnvel að hér sé eitthvað tízkufyrirbrigði á ferðinni, spyrja hvað það muni nú standa lengi og segja að mörgu sé nú fundið upp á. En samt er það svo, að svifflugið var hið fyrsta flug, sem mönnunum tókst að framkvæma, því áður en nokkur fór að fljúga í flugvél með hreyfli, hafði mönnum tekizt að svífa lengst í 9 mín. En eigum við þá ekki með sanngirni að athuga nánar hvað svifflug er. Ef við færum niður að þjóðleikhúsi einhvern sunnudagsmorgun, laust fyrir kl. 8, mundum við hitta fyrir okkur um 20—30 ungar stúlkur og pilta, sem eru að tygja sig til ferðar og aka brátt austur Hverfisgötu og staðnæmast ekki fyrr en þau eru komin austur á Sandskeið, en það er áfanga- staðurinn. Þar hefir Svifflugfé- lag íslands bækistöð sína. Þar er flugskýli félagsins og þar ætla félagarnir að fara að æfa flug. Allar renniflugurnar og dráttarbíllinn er tekið úr skýl- inu. Hópnum er nú skipt í tvo hluta, byrjendur og þá, sem lengra eru komnir í listinni. Fyrst reyna þó kennararnir flug- urnar áður en nemendurnir fá að bregða sér á kreik. Byrjend- urnir eru dregnir á loft, oftast' ofan úr brekku, með teygjuköðl- um, en hinir eru dregnir á loft í flugunum, á vírstreng, sem dráttarbíllinn vindur upp. Nokkrir nemendanna fljúga beint áfram; það eru þeir, sem æfa undir fyrsta prófið. Aðrir svífa í hring hátt yfir völlinn og er það oft tignarleg sjón. Það eru þeir, sem lengst eru komnir og eru að æfa undir svokallað B og C próf. Svona er æft og flogið allan daginn. Nú munu margir spyrja: „Hvaða gagn er að þessu svif- flugi?“ Eins mætti þá spyrja hvaða gagn er aö því að æfa knattspyrnu, írjálsar íþróttir o. s. frv., því að svifflugið veitir okkur það sama og aðrar íþrótt- ir: Heilbrigða sál í hraustum lík- ama. Sá maður, sem svífur á vél sinni milli himins og jarðar, verður að hafa öðlazt mikla æf- ingu og mikið sjálfsvald, bæði í hugsun og hreyfingu og fátt gef- ur mönnum betri æfingu í slíku en einmitt svifflug. Auk þess á hin mikla útivera við svifflugið sinn góða þátt í því að gera íþrótt þessa holla og hressandi. En það gerir meira. Það eflir hinn félagslega þroska manna, Dánardægur. Gísli Pétursson, fyrrum hér- aöslæknir á Eyrarbakka, andað- ist að heimili sinu 19. júní, 72 ára að aldri. Hann var fæddur í Reykjavík, sonur Péturs útvegs- bónda í Ánanaustum. Gísli var kvæntur Aðalbjörgu Jakobsdótt- ur Hálfdánarsonar og eignuðust þau mörg börn. Meðal þeirra er Jakob rafmagnsverkfræðingur, Guðmundur læknir og Ketill lögfræðingur. — Gísli gekk ung- ur menntaveginn. Að afloknu námi og læknisprófi, litlu fyrir aldamót, gerðist Gísli héraðs- læknir á Húsavík og gegndi því starfi í hálfan annan tug ára. Þá fluttist hann suður á Eyrar- bakka og tók við héraðslæknis- störfum þar. Hafði hann það embætti með höndum, þar til hann sagði af sér fyrir aldurs sakir árið 1937. Læknisstörf hafði hann þó með höndum til æfiloka. Jón Þorgrímsson í Haga á Barðaströnd andaðist úr lungna- bólgu 18. april', rúmlega sextug- ur að aldri. Hann var fæddur og uppalinn á Baröaströnd og ól þar allan aldur sinn. Hann var giftur Kristínu Magnúsdóttur, sem lifir mann sinn og dvelur nú í Haga hjá dóttur sinni, Björgu, konu Hákonar Kristóferssonar. Annað barn þeirra hjóna er Þor- grímur gullsmiður í Reykjavík. Jón var sérstakt prúðmenni í allri framgöngu, lagtækur í bezta lagi, trésmiður, bókbindari og góð skytta. því við þetta starf eru öll verk unnin sameiginlega, enginn einn getur hafið sig til svifflugs, nema njóta aðstoðar félaga síns, enda er sú aðstoð veitt með gleði og virt að makleikum af þeim er hennar nýtur. Það er ‘og eftirtektarvert við þessa íþrótt, að svifflugsménn- irnir smíða sjálfir tæki þau, er þeir þurfa að nota, sjálfar svif- flugurnar. Allan veturinn er unnið á verkstæði félagsins og þar fá nemendurnir leikni í aö fara með verkfærin, undir hand- leiðslu eldri félaga sinna. Þar er kennt að smíða eftir teikning- um, sterkar og traustar flugur, sem þeir svo setjast öruggir í þegar á flugvöllinn er komið. Ennfremur heldur félagið upp bóklegri kennslu, þar sem nem- endurnir geta fengið kunnáttu í almennri flugfræði og ýmsu öðru er flugstarf þeirra snertir. Eins og sjá má af þessu starfar því félagið allt árið um kring. Svifflug er þannig hvoru- tveggja í senn, íþrótt og fræðslu- grein, og eftir þeim áhuga að ast allan þjóðhættulegan félags- meting. Sambandsstjórn Ungmenna- félags íslands vill stuðla að sem beztu samstarfi ungmenna- félaga og templara. Má og sjá af skýrslum félaganna að víða um land er þetta í bezta lagi, þannig t. d. að margir beztu for- ystumenn Reglunnar eru jafn- framt starfandi ungmennafé- lagar. Frá templurum á Vest- fjörðum hafa og beinlínis komið fram tillögur um náið samstarf. Má mikils af þeim vænta, félags- skap okkar til viðgangs og hinni ágætu Reglu, en fyrst og fremst hinu sameiginlega mál- efni, sem vera á hugðarefni allra góðra íslendinga. I. grein stefnuskrár Ung- mennafélags íslands er að ung- mennafélagar vilji „vernda og efla stjórnarfarslegt, menning- ingarlegt og fjárhagslegt sjálf- stæði íslendinga og vekja virð- ingu þeirra fyrir þjóðernislegum verðmætum sínum og annara.“ Hvað snertir þessa grein stefnuskrárinnar, hafa ung- mennafélögin fengið mestu á- orkað. Þau eru og orðin til í fyll- ingu tímans hvað sjálfstæðis- hugsjónina snerti og því ekki að undra að þau fengju þar miklu til vegar komið. Hitt er merkilegra að enn skuli þetta vera líftaug félagsskapar- ins, er hið stjórnarfarslega sjálfsforræði á að heita fengið.og einkum þó nú hin síðustu árin, er æskan hefir svo mjög horfið til alþjóðlegrar öfgastefnu ann- arsvegar, en hins vegar til trúar á hold og blóð ákveðins kyn- stofns. Við ungmennafélagar viðurkennum orð Björnsons: „Menning er meira en þjóðerni“. En við viðurkennum aðeins þjóðernislega menningu. Rækt sú, er ungmennafélagar leggja við þjóðernismálin er litin smá- um augum af mörgum. Nú syrtir að fyrir smáþjóðunum. Sá tími gæti verið nálægur að íslending- um hlýnaði meir um hjartaræt- ur við að heyra vikivakalag en hin alþjóðlegu danzlög. Ekki væri þess óskandi, að til þeirrar eldraunar kæmi, en ef til vill er þess ekki langt að biða að enn megi það prófast hvort málið eða önnur þjóðernisleg verðmæti hafi ekki máttinn til að þola hin mestu mein. II. grein stefnuskrárinnar fjallar um menningarmál. Fyrir ýmsum forgöngumönnum ung- mennafélaganna vakti upphaf- .lega, að stofna einskonar lýðhá- skóla áður en gengið væri tij hinnar eiginlegu félagsstofnun- ar. Frá því var að vísu horfið, en í rauninni hafa félögin orðið æskulýðsskóli. Skóli, sem um sumt hefir haft meira til síns ágætis en menntastofnanir kaupstaðanna. í félögunum hafa fjölmargir þroskast meir að þegnskap en hinir opinberu skólar hafa látið nemendum sínum í té. Að þessu hefir miðað hið eiginlega félagsstarf. En einnig hafa félögin starfað að margvíslegum námskeiðum, jafnvel skólahaldi. Almennast er þó að félögin eigi eða reki bókasöfn. Sum þeirra eru að vísu mjög lítil og fátæk- leg í samanburði við það, sem PERUTZ-FILM AN ER FILMA HINNA VANDLÁTU FramköAliin. — Kopicring. — Stækknnir. Öll vinna er framkvæmd samvizknsanilega af |iekkt> um Ajósmyndasmið. GLERAUGNASALAN, Lækjargötu 6B Sími 2G15 Shni 2615 lllairl er ílutt írá Arnarhvoli í Stjórnarráðshúsið. Hraðferðír B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. ISifreiðastöð Akureyrar. Almenn hifreiðaskoðun w í Arnessýslu fer fram að Selfossi 28., 29. og 30. þ. m. kl. 10 Ávarp til íslenzku pjóðarinnar (Framh. af 2. slðu) áfengra drykkja hefir mikið aukizt hin síðari ár, einkum meðal unga fólksins, sem á að byggja upp landið. Þannig hefir hættan og tjónið farið stórlega vaxandi. Þeir, sem ekki þekkja hættur, spillingu og böl það, sem áfengið veldur, skulu alvar- lega o_g vandlega athuga þetta mál. Áfengið getur kollvarpað lífshamingju yðar, áður en þér áttið yður á því, ef þér gerið yð- ur ekki grein fyrir þessu. Hinir eru allt of margir, sem skolað hefir í flóði áfengisins að feigð- arósi. Allir viti bornir menn sjá, að vor fámenna þjóð þolir vart það öfugstreymi, á tímum alvöru og hættu, að kjarna þjóðarinnar, unga fólkinu, sé spillt með á- fengisnautn. Andlegum og sið- ferðilegum þroska þjóðarinnar stórlega hnekkt, óhóflegu fé eytt dæma, sem félagarnir sýna þessu starfi, virðist það fyllilega full- nægja þeim kröfum, sem fólk gerir til skemmtilegs og hress- andi tómstundastarfs. Hitt er víst, að einungis hinir áhuga- sömustu menn verða svifflugsfé- lagar til frambúðar, það krefst þrautseigju, þolinmæði og skyn- samlegs lífernis, og aö öölast hæsta prófið, gull-C, en það er hin heitasta ósk sérhvers svif- flugmanns. b. gerist í hinum stærri bæjum. En þess ber að gæta að þessi og önn- ur menningarstarfsemi félag- anna fer þar fram, sem þörfin er mest og framlög hins opinbera eru minnst. Má minna á hið ó- viðunandi farkennslufyrirkomu- lag sveitanna og fámenni á heimilum svo að sveitaæskan á erfitt meö að komast að heiman í skóla í fjarlægum héruöum. Á þessum vettvangi er það og sem félögin starfa. Vinna þau víða að því að heimavistar- barnaskólar rísi upp í sveitum landsins. Má minna á aðgerðir Héraðssambands Borgarfjarðar í þessu máli. Hefir það lofað ríf- legri upphæð til væntanlegrar barnaskólabyggingar á sam- bandssvæðinu. Sr. Björn Magnússon á Borg segir um þetta í nýútkomnu riti: ,,Ef allir hugsandi menn vildu sameinast með ungmennafélögin í broddi fylkingar um þetta mikla framfara- og menningar- mál sýslunnar, þá má hrinda því í framkvæmd á skömmum tíma, það segir fengin reýnsla um hér- aðsskólann. Hér gætir þess að ungmennafélagar í Borgarfirði hafa aflað sér virðingar fyrir af- skipti sin af héraðsskólamáli Borgfirðinga. Munu þeir og hafa orðið drýgstir því máli til fram- gangs.“ Sú er og sagan annarsstaðar um ungmennafélögin og hér- aðsskólana. Framh. KJtbreimð T I M A * A og menningu snúið í ómenningu, allt vegna andvaraleysis og af- skiptaleysis þjóðarinnar í heild um þetta mál. Enginn íslendingur, sem hugs- ar um heiður og velferð þjóðar sinnar, getur setið hjá í þessu máli. Takið sjálfir afstöðu um þetta mál. Eruð þér reiðubúnir að fylgj a oss að málum og vinna 'að hag og heill þjóðarinnar, með því að afneita áfenginu og fá aðra til þess að varast hætt- una? — Enginn getur sagt: „Þetta snertir mig ekki“. Það, sem hér er urn að ræða, snertir hvern einstakan mann og allt þjóðfélagið, því að böl einstakl- ingsins er böl og skaði allrar þjóðarinnar. Minnumst fátækt- ar íslenzku þjóðarinnar saman- borið við aðrar þjóðir. Vér erum aðeins að rísa á legg fjárhags- lega. Minnumst fátækrabyrða sveitar- og bæjarfélaga, hinna þungu skatta og kvaða og síðast en ekki sízt hins vaxandi at- vinnuleysis. íslenzka þjóðin verður að lyfta Grettistaki. Allir verða að vera samstilltir í því átaki. Vér íslendingar þurfum hrausta, ó- spillta og fórnfúsa rnenn, til að vinna allt fyrir framtíð lands og þjóðar. Nú er um allan heim unnið kappsamlega að því, að draga úr áfengisnautn og i fjölmörgum ríkjum telja stjórnarvöldin þaö skyldu sína að vinna á móti áfenginu. Er það gert með ýmsu móti, svo sem fyrirlestrum, kvik- myndum, sérstökum bindindis- dögum og öflugum fjárstyrk til bindindisstarfa. Verum allir samhuga, íslend- ingar! Styðjum allir bindindis- starfsemina í landinu. Vinnum þannig allir að því, að andlegt og líkamlegt aígerfi þjóðarinn- ar vaxi og njóti sín. Vinnum (Framh. á 4. síðu) f. m. til 6 e. h. alla dagana. Ber að koma öll- um bifreiðum skrásettum í sýslunni til skoð- unar á ofangreindum stað og tíma og greiða af þeim lögmælt gjöld. Sýslumaðurinn í Ámessýslu, 22. júní 1939. Páll Hallgrímsson. Mest og bezt fyrir krónuna, með því að nota þvotta- duftið Perla 104 William McLeod Raine: — Mér sýnist þessi maður ekki líta út eins og bankaræningi. Ég myndi segja, að hann væri harður náungi, sem maður gæti treyst. —. Það er skoðun, en ég fer eftir staðreyndum, Clint, sagði sýslumaður- inn. Prescott snéri sér óþolinmóður að hinum manninum. — Væri ekki réttast fyrir þig, Taylor, að segja allt af létta? Þessi náungi er búinn að bíta þetta svo fast í sig. Held- urðu ekki að þú getir komið honum á aðrá skoðun? — Ég býst varla við því, sagði Taylor. Ég er enginn bankaræningi, en ég ber ekki á mér skriflegar skýrslur, sem sanni sakleysi mitt. — Þú ert Webb Barnett, sagði Walsh og íeit beint í augu Taylors. Fanginn mætti augnatillitinu rólegur og glottandi og það hreyfðist ekki einn einasti vöðvi í mögru andlitinu. Clint hugsaði með sér, að hvað svo sem hann væri, þá væri hann skratti hugrakkur og óttaöist hvorki guð né menn. — Taylor er nafn mitt, sagði fanginn og dró seiminn. — Jeb Taylor. — Hafðu það hvað sem þú vilt, sagði Walsh önugur. — En þú kemur með mér til Tincup, hvort sem þú kallar þig Tayl- or eða Barnett. Flóttamaðurinn frá Texas 101 Ég þarf ekki síður að greiða skuld mína, þó það sé maður, sem mér er illa við, er á hjá mér. Geturðu ekki séð, að ég get ekki látið taka hann þegjandi? Hann dróg mig i skjól úr bylnum, þegar ég var meðvitundarlaus. Hann vildi ekki skilja mig eftir, til að deyja, þó hann gæti varla tekið annan fótinn fram fyrir hinn. Nú ætlast þú til, að ég snúi við honum bakinu. Það geri ég ekki. Hún var í þann veginn að bresta í grát. Clint gafst upp. — Ég skal fara og tala við Steve. Það þýðir auðvitað ekkert, en ég get talað við hann samt. Hún fylgdi honum fram í anddyrið. — Steve getur ekki farið með hann burt ef þú aftekur það! Prescott rauk inn í dagstofuna. — Hvað á það að þýða að taka gesti mína fasta, Steve, spurði hann höst- ugum rómi? — Kallaðu hann gest bylsins, Clint. Þú hefir ekki boðið honum hingað, eða hvað? — Hann er hér, eða er ekki svo? Ég kann því illa, að þú farir að handtaka vini mína, hér á mínu heimili. Sýslumaðurinn spurði Prescott sömu spurningar og hann hafði spurt dóttur sína: — Er hann vinur þinn? Hvað hefir þú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.