Tíminn - 27.06.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.06.1939, Blaðsíða 2
290 TÍMmN, jirigjntlaginn 27. jiiní 1939 73. hlað ígtminn Þriðjudaginn 27. jiíní. Samkeppni kaupfé- laga og kaupmanna Nmjor — smjörliki Eftir Svein Tryggvason Eins og mönnum mun lcunn- ugt, hefir smjörið um langan aldur verið eitt aðal feitmeti hins menntaða heims. Sennilegt þykir að Norðurlandabúar hafi byrjað fyrstir að neyta smjörs- ins. Einnig er þaö kunnugt, að mjólkin inniheldur ekki nema lítið af þessu feitmeti eða um 3%. Það hefir því frá upphafi verið dýr fæða, hálfgerður rík- ismanna matur. Þetta hefir orð- ið þess valdandi, að menn hafa reynt að finna upp allskonar fæðutegundir, er gerðu sama gagn og smjörið, en væru mun ódýrari. Árangur þessarar uppfinding- arstarfsemi er svo smjörlíkið. Smjörlíkið er upprunalega fundið upp af frönskum manni, fyrir rúmlega 60 árum síðan. Það er samblöndun af ýmsum feititegundum, aðallega kókos- feiti, jarðhnotuolíu o. fl. Enda þótt ekki hafi skort áhuga smjörlíkisframleiðenda á því að bæta vörugæðin og gera smjör- líkið sem líkast smjöri, þá virð- ast flestir sammála um að mik- ill gæðamunur sé á þessum tveim fæðutegundum. Fyrir nokkrum árum var gildi lega bundin við innflutning fyrri ára. Þegar þessari kröfu, sem hefði stöðvað heilbrigðan vöxt kaupfélaganna um lengri tíma, var ekki fullnægt, snerust þeir gegn innflutningshöftunum. — Virðist mega marka af því, að kaupmenn hefðu sætt sig við innflutningshöítin, ef þau hefðu veriö látin stöðva vöxt kaupfé- laganna, en hafi snúizt gegn höftunum, sökum þess, að þau tryggja, að svo miklu leyti sem hægt er, heilbrigða samkeppni milli kaupfélaga og kaupmanna. Morgunblaðið gerir þessi mál að umtalsefni síðastl. föstudag og segir þar m. a.: „Þegar sú stund kemur, að fært þykir að afnema höftin, er „höfðatölu- regla“ Framsóknarmanna að sjálfsögðu hrunin til grunna.“ Þetta er eins mikill misskiln- ingur hjá blaðinu og framast er hægt að hugsa sér. Þá fyrst nýt- ur „höfðatölureglan“ sín til fulls, þegar innflutningurinn er orð- inn frjáls. Vilji neytendanna ræður því þá fullkomlega, hvernig innflutningurinn skipt- ist milli kaupfélaga og kaup- manna. Kaupfélögin þurfa þá ekki að eiga á hættu, að missa mikið af nýjum viðskiptamönn- um, sökum þess að þau geti ekki fullnægt eftirspurn þeirra. Þess- vegna óska samvinnumenn einskis framar en að viðskipta- örðugleikarnir hverfi, svo hægt verði að gefa innflutninginn frjálsan og höfðatölureglan — reglan um rétt neytendanna til að vera lóðin á vogaskálinni í samkeppni kaupfélaga og kaup- manna — geti notið sín til fulln- ustu. fæðutegunda metið eftir því hve margar hitaeiningar (kaloríur) 1 kg. af fæðunni innihéldi. Síð- ari tíma matvælarannsóknir hafa leitt í ljós, að slíkt er ófull- nægjandi mælikvarði. Fjörefna- innihald og samsetning næring- arefnanna að öðru leyti eru og veigamikið atriði. Það er þetta, sem smjörið hefir að bjóða um- fram hið venjulega smjörlíki. Um víða veröld hafa skapazt allharðar deilur um þessar tvær fæðutegundir. Hér á landi hefir lítið farið fyrir slíkum deilum, en þó er það svo, að dag hvern heyja þessar fæðutegundir þög- ula verzlunarbaráttu í hillum matsölubúða vorra. Samkvæmt áliti og tillögum skipulagsnefndar atvinnuveg- anna, var árið 1935 framleitt hér á landi 1400 smál. af smjörlíki. Sama ár framleiddu mjólkur- búin um 115 smál. af smjöri. Smjörlíkisframleiðslan mun að vísu ekkert hafa aukizt síð- an, en smjörframleiðslan hefir sennilega því nær tvöfaldazt. Inn i landið er nú flutt hráefni í smjörlíki fyrir tæpa 1 milj. króna. Út úr landinu er flutt mjólkurfeiti í ostum fyrir því nær ekkert verð, miðað við það, er fengist fyrir feitina á inn- lendum markaði 1 smjöri. Nokk- ur blómleg býli þessa lands leggjast i eyði á ári hverju af því að ábúendur þeirra koma ekki auga á arðvænlega fram- leiðslu. Læknar og aðrir heil- brigðisverðir gefa þær upplýs- ingar, að mikill hluti þjóðarinn- ar þjáist af næringarsjúkdóm- um. Þetta er ástand, sem þarf að lagast! Enginn verður ásakaður fyrir slíkt ástand, því að það er líkt og meinsemd, sem byrjað hefir á meinlausan hátt; svo einn dag verða menn varir við sársauka og þá kemur meinsemdin í ljós. Hér liggur falið óbrotið land til handa mönnum til lands og til sjávar. Ef land þetta er brotið á réttan hátt mun það auka á heilbrigði og bættan fjárhag þjóðarinnar. Það má ekki leng- ur svo til ganga, að menn hristi höfuð og segi: „Þessar smjör- prédikanir koma mér ekkert við“. Ekki aðeins forvígismenn þjóðarinnar verða að skilja nauðsyn máls þessa, heldur hver og einn þegn þjóðfélagsins. Bændur verða að skilja, að það er óhollur búskapur, að senda hina hollu og góðu mjólkurfeiti úr landinu, en kaupa síðan kó- kosfeiti og ýmsar feitiblöndur inn í landið í staðinn. Kaupstaðamenn verða að skilja, að það er vafasamt hvort ódýrara er að smyrja brauð sitt með smjörlíki og þurfa til upp- bótar að kaupa pylsur og alls- konar ofanálegg, eða notfæra sér hið gamla og góða innlenda feitmeti — smjörið. (Framh. á 3. síðu) OI r a u s n Vatnsaflið og jarðhitinn eru mikilsverð náttúrugæði, sem ýmsar þjóðir mættu öfunda okkur af. Enda miklu til kostað til þess að virkja þessi gæði, og þá eins og gengur ef til vill helzt til mikill stórhugur i ráðagerð- um, því öll meiriháttar útbygg- ing á orku, hlýtur að hafa ekki aðeins stofnkostnaðinn í för með sér, heldur einnig reksturskostn- að og jafnvel reksturstap fyrst í stað, meðan verið er að koma því fyrir sig, að nytja hina út- byggðu orku. Verður þetta glöggt til dæmis í sambandi við Sogsvirkjunina. Sogstöðin er reist fyrir erlent lán, sem hrökk fyrir stofnkostn- aði. En sé tekið tillit til kaupa á ýmiskonar rafmagnstækjum og rafsuðuáhöldum, sem hlutu að fljóta í spor þessarar miklu orkuvirkjunar, þá sér hver mað- ur í hendi sér, sem út í þetta hugsar, að fyrst i stað muni þessi framkvæmd meir en lítið auka gj aldeyrisþörfina, umfram það, sem hún léttir hana með spör- uðum kaupum eða með nýsköp- un útflutningsverðmæta. Einstaklingar og þjóðir eru undir þá sök seldir, að hversu álitleg íræði, sem þeir eiga völ, þá er því aðeins fært að ráðast í þau, að nægilegt bolmagn sé fyrir hendi, ekki aðeins til þess að koma því á stofn, heldur einnig til þess að starfrækja það þangað til að rekstursafkoman er tryggð. Að öðrum kosti fer allt í strand, og menn eiga á hættu að komast í þrot. Þessar staðreyndir virðast ekki vera mönnum nægilega Ijósar. Og þó hafa erfiðleikar undan- farinna' ára kennt öllum al- menningi mikið um lögmál við- skiptalífsins. Þeir hafa m. a. látið mönnum skiljast, að það takmarkast af útflutningsvörunum, magni þeirra og verömæti, hvað við getum keypt frá öðrum löndum, eftir að við höfum lokið greiðsl- um á umsömdum afborgunum og vöxtum af því fé, sem við höfum tekið að láni frá öðrum þjóðum, greitt erlendan náms- kostnað, halla á ferðakostnaði, farmgjöldum o. s. frv. Og svo lítið hefir magn og verðmæti útflutningsins verið nú um sinn, að við erum ekki enn komnir úr vanskilaskuldum þeim sem söfnuðust, þegar verst áraði í þessum efnum, þrátt fyr- ir innflutningstakmarkanir ann- arsvegar og virðingarverða við- leitni hinsvegar um að auka og bæta útflutningsvörurnar. Meðan svona stendur, verður að gæta varnaðar við að ráðast í tilkostnað, hversu æskilegur sem hann annars kynni að vera i sjálfu sér, sem þyngt geti greiðsluþörf til annara landa. Hitaveita Reykjavíkur er fyr- irtæki sem sjálfsagt er að ráðast í, jafnvel þótt fyrst í stað kynni að þyngja á um gjaldeyri, sakir þeirrar hættu sem yfir vofir um aðkaup á eldsneyti ef til ófriðar kæmi. Björn á Núpí sextugur í dag er gestkvæmt á Núpi vestra. Fjölmenni er þar þó ekki. Það eru hugirnir, sem halda að Núpi til skólastjórans þar, Björns Guðmundssonar. Einkum munu þar fara Vestfirðingar, en hópinn þennan fylla menn víðs- vegar að af landinu. Björn skólastjóri er fæddur á Næfranesi í Dýrafirði 26. júní 1879. 1906 lauk Björn kennara- 'prófi við Flensborgarskólann. Var hann næsta vetur barna- kennari heima i sveit sinni. Fór hann síðan utan og var erlendis 1907—08. Stuttu eftir nýár 1907 tók unglingaskóli séra Sigtryggs Guðlaugssonar til starfa. Fyrstu tvö árin eftir að Björn kom úr utanför sinni, var hann kenn- ari við ungmennaskólann, og einnig barnakennari, en síðan helgaði hann sig eingöngu ung- lingakennslunni. 1918—19 var Núpsskóli ekki starfræktur vegna stríðsvandræðanna. Var Björn þá skólastjóri á Akranesi. Þaðan hélt hann aftur vestur og var kennari skólans á Núpi til 1924—25, að hann fór náms- för til útlanda. Eftir heimkom- una hefir hann verið óslitið starfsmaður Núpsskóla, kennari til 1929, og síðan skólastjóri. Lífsstarf Björns er þríþætt. Fyrst er skólamaðurinn. Björn fór úr skóla með spár kennara sinna um glæsilega framtíð. Þess varð og þegar vart, að hann var hinn ágætasti kennari, og minnast nemendur hans kennslu hans og handleiðslu fyrstu starfsár hans með óblandinni ánægju og hlýju. Það sýndi sig þegar að Björn var ekki aðeins fræðarinn, gerði glaðværðin skólastofuna hlýja og bjarta. Og það sem mest var um vert: Kennarinn snart hina innstu og viðkvæmustu strengi hinna ungu sálna, strengi, sem enn hljóma sérkennilegum hreim og einkennandi fyrir nemendur Björns á Núpi. Kunnugir munu vita, að tilviljun ein hefir ekki ráðið hvern séra Sigtryggur valdi sér að samstarfsmanni við hinn nýja skóla sinn. Vitnisburður hínna elztu og yngstu nemenda Björns fer mjög í eina átt, að hann sé góður kennari. Nú á síðari árum hefir reynt á hæfni hans til skólastjórnar. Skóla- En til dæmis kaup á dýru far- þegaskipi, með fyrirsjáanlegum taprekstri, jafnvel þótt fylli sína fengi af fólki á skemmtiferða- lögum, meðan þeirra þá nýtur við, er fyrirtæki sem telja verð- ur ógætilegt, og sízt til þess fall- ið að auka okkur álit hjá erlend- um lánardrottnum, eins og á stendur, og þá allra sízt þeim, sem einkum hafa orðið fyrir vanskilum af okkar hálfu á undanförnum árum, og búa við þau enn. Slíkar framkvæmdir hljóta að teljast ofrausn, og verða til þar sem skortir yfírlit um þjóðarhag. G. M. stjórastarf við heimavistarskóla unglinga er vandasamt, og gerir alhliða kröfur. Fullnægir Björn þeim mörgum með prýði. Hann er eindreginn bindindismaður, og verða nemendur hans þar fyrir sterkum áhrifum. Trú- hneigður er hann einnig og gæt- ir þess í starfi hans sem kenn- ara og skólastjóra. Björn á Núpi hefir mjög látið til sín taka félagsmál. Lengi hef- ir hann verið í Reglunni og gegnt þar ábyrgðarstörfum. Einkum hefir þó ungmennafé- lagsskapurinn verið honum hjartfólginn. Mjög lengi var hann formaður U. M. F. Mýra- hrepps, og enn er hann forseti Héraðssambands U. M. F. V. Um tíma var hann ritstjóri Skin- faxa. Björn er fæddur félagsleg- ur leiðtogi. Hann er glæsimenni, framkoman hressileg og blátt áfram og hin alúðlegasta, lundin viðkvæm og næm fyrir góðu og fögru, og áhuginn mikill fyrir að fá þar einhverju framgengt. Ræðumaður er Björn góður. einkum er flutningurinn með á- gætum. Á honum veltur og mest. því að oftast er tilgangurinn aö hvetja og glæða góðleik áheyr- endanna og örva þá til að taka sér fram í manndómi. Menning- arbragur vestfirskra ungmenna - félaga er mjög runninn frá Birni á Núpi. Hefir hans víða gætt innan félagsska.parins. Björn var forseti bezta sambandsþings U. M. F. í., sem háð hefir verið hin síðari ár, og þökkuðu ýmsir þaö að verulegu leyti forystu Björus. Björn Guðmundsson er skóla- maður góður og félagslegur lelð- togi, en hann er einnig þegn þjóðfélags síns, sé miðað við þrengra svið, í bezta lagi. Áhuga- samur er hann um þjóðmál, og hefir hann verið frá upphafi Framsóknarflokksins, eindreg- inn fylgismaður hans. Hugsjónir flokksins, þær sem hófu hann til vegs og valda með þjóðinni, eru hjartans mál Björns, sterkur þáttur i lífsskoðun hans. Það er enginn lítilmannlegur hags- munakeimur að tali Björns um stjórnmál. Það byggist heldur ekki á löngun til persónulegrar (Framh. á 3. síöu) Eíríkur Eiríksson forsetí U.M.F.I. Starf ogf stefna ungmennafélagfanna íhaldsblöðin halda enn áfram að tönnlast á þeim marghröktu fullyrðingum, að innflutnings- höftin séu fyrst og fremst sett vegna kaupfélaganna. Þau tala með stórum og digurbarkalegum orðum um misbeitingu haftanna kaupfélögunum í vil, en forðast þó jafnframt eins og brennt barn eldinn, að nefna eitt ein- asta dæmi máli sínu til sönnun- ar. Með því sýna þau gleggst, hversu algerlega þau fara með staðlaust fleipur. Það má furðanlegt heita, að til skuli vera svo þverlyndir og ó- bilgj arnir menn, að þeir skuli halda fram sömu ósannindunum ár eftir ár, þótt þau hafi marg- sinnis verið leiðrétt og öllum landsmönnum, er nokkuð fylgj- ast með málum, sé því orðið löngu kunnugt um tilhæfuleysi þeirra. Slíkt gagnar vissulega ekki þeim málstað, sem þessir menn þykjast styðja. Jafn ótrú- legt má lika telja það, að til skuli vera ritstjórar við tiltölu- lega fjöllesin fréttablöð, sem láta eins og þeim sé með öllu ó- kunnugt um viðskiptaöröugleika undanfarinna ára og það þá jafnframt, að þessir örðugleikar einir eru orsök innflutningshaft- anna og hafa gert þau óhjá- kvæmileg. Það einkennilega kemur stundum fram í skrifum íhalds- blaðanna, að þau láta eins og samvinnumenn séu hlynntir höftum á innflutningnum og vildu halda þeim, þótt ástandið batnaði. Þetta er í fullkominni og beinni mótsögn við það, sem samvinnumenn hafa haldið fram og barizt fyrir frá fyrstu tíð. Þeir hafa jafnan óskað eftir frjálsri samkeppni við kaup- mennina. Reynslan hefir líka hvarvetna sýnt, að samvinnu- menn hafa ekki þurft að óttast slíka samkeppni. Sá rétti skiln- ingur neytendanna, að þeim væri hagkvæmara og hollara að vera í kaupfélagi en verzla við kaupmenn, hefir aukizt með ári hverju og birzt í hraðfara vexti kaupfélaganna. Innflutningshöftin, sem hér hafa verið á undanförnum árum, hafa á ýmsan hátt gert aðstöðu kaupfélaganna í þessari sam- keppni, örðugri en áður. Má í því sambandi m. a. geta þess, að kaupfélögin hafa fengið minni innflutning á ýmsum vörum en þeim hefir borið samkvæmt fé- lagsmannatölu sinni. En þrátt fyrir þennan ágalla og ýmsa fleiri, sem gert hafa aðstöðu kaupfélaganna lakari, hafa sam- vínnumenn ekki viljað snúast gegn höftunum, heldur stutt þau, því þeir hafa séð og viður- kennt hina þjóðhagslegu nauð- syn þeirra, meðan viðskiptaörð- ugleikarnir héldust. Það sést líka gleggst á afstöðu samvinnumanna til haftanna, að þeir óska einskis frekar en frjálsrar samkeppni milli kaup- félaga og kaupmanna. Þessvegna hafa þeir lagt megináherzlu á það, að höftunum væri beitt þannig, að innflutningur til kaupmanna og kaupfélaga ykist eða minnkaði eftir vilja neyt- enda. Ef neytendur óskuðu frek- ar að verzla við kaupmenn og gengu úr kaupfélögunum, á inn- flutningur kaupfélaganna að minnka. Æski neytendur hins- vegar að skipta við kaupfélögin og ganga í þau, ber þeim aukinn innflutningur. Þetta fyrirkomu- lag haftanna, sem stundum er nefnt höfðatölureglan, er eina færa leiðin til að tryggja nokk- urnveginn frjálsa samkeppni milli kaupfélaga og kaupmanna meðan höftin haldast. Afstaða kaupmanna til haft- anna lýsir öðru viðhorfi til frjálsrar samkeppni milli kaup- félaga og kaupmanna. Þeir hafa krafizt þess, að innflutnings- höftunum yrði beitt þannig, að raunverulega hætti öll sam- keppni milli þessara aðila, en hvor um sig fengi einskonar ein- okun á verzluninni við þá neyt- endur, sem þeir hefðu áður skipt við. Krafa þeirra hefir verið sú, að ínnflutningsleyfi yrðu alger- NIÐURLAG „Án ungmennafélaga væri enginn skóli á Laugum, Laugar- vatni, Reykholti og Reykjum“, segir í blaði Framsóknarflokks- ins, Tímanum, 1937. Og þetta er einnig dægurmál. Ungmennafélögin í Eyjafirði eiga nú ríflegan alþýðuskólasjóð, félögin vestra styrkja stöðugt Núpsskólann og þannig mætti lengi telja. Nú er tími til kominn og er það stefnumál ungmennafélaga, að hugsjón sr. Jakobs Lárusson- ar, fyi’sta skólastjóra Laugar- vatnsskólans, rætist, er hann segir: „Ég hugsa mér að lokum skólana sem miðstöð ungmenna- starfsemi þeirrar, sem við erum með í og hundrað annara ung- menna úti um land. — Þeir sem í skólana hefðu gengið, ættu að verða nokkurskonar æðar, er flyttu frá hjartanu, skólunum, lifandi strauma allskonar þjóð- lífsgæða út um líkama þjóðar- innar“. Við ungmennafélagar viljum enn sem fyrr styrkja héraðsskól- ana sem við getum frekast og væntum hins bezta af forráða- mönnum þeirra hugsjónum okk- ar og félagsskap til viðgangs. Við höfum þegar tekið að senda menn í skólana, ekki í sér- félagslegu áróðursskyni, ekki til þess að eyðileggja hollan félags- skap, er þar kann að vera fyrir, heldur til þess að vinna að því að alþýðumenningar-hugsjón sr. Jakobs Lárussonar og Guðm. Hjaltasonar rætist um sveitafé- lög og sveitaskóla, er vinni í eina átt. Er rætt er um menningarstarf ungmennafélaga, ber að nefna útgáfu-starfsemi þeirra. Þar er fyrst að nefna Skinfaxa, tlmarit félaganna. Hafa áhrif hans oft verið mjög mikil, og þó einkum, er Jónas Jónsson fyrv. ráðherra var ritstjóri hans. Varð Jónas landskunnur fyrir skrif sín þar og blaðið frægt. Um skeið valt á ýmsu fyrir Skinfaxa. Nú kemur hann út tvisvar sinnum á ári í 3500 eintaka upplagi. Er hann vandaður að efni og allur frá- gangur hínn snyrtilegasti. Ein- stök héraðasambönd gefa út einskonar tímarit eða ársrit svo sem Héraðssamband Eyjafjarð- ar. Sérstaklega ber að geta hér um nýútkomið rit frá Ung- mennasambandi Borgarfjarðar. Heitir það Svanir og er hið snotrasta að efni og frágangi. Er tilætlunin að halda útgáfu rits þessa áfram ár hvert. Ber ritið vott hins fagra héraðs og holla félagsskapar, er þróast þar undir merkjum ungmennafélagsskap- arins. Er það mikið rit að vöxt- um, um 28 arkir í stóru broti, enda er útgáfukostnaður á 9. þúsund króna, enda þótt mikill hluti vinnunnar við samningu ritsins væri gefinn. Allir eru á einu máli um að ritið sé vel úr garði gert hvað ytra útlit snertir og sagnfræðingar hafa yfirleitt látið ánægju sína í ljósi yfir efni þess. Er þetta öllum ungmenna- félögum og vinveittum mönnum félagsskapnum, fagnaðarefni er þess er gætt að gangi sala ritsins illa er útilokuð flest starfsemi Ungmennafélags íslands á næstu árum. IV. grein stefnuskrár Ung- mennafélags íslands fjallar um atvinnumál. Hefir sú grein vakið nokkrar deilur innan félaganna, en flestir menn nú á einu máli um að hún eigi mikinn rétt á sér svo sem hún er framkvæmd. Síð- astliðið sumar starfaði Haukur Jörundsson kennari á Hvanneyri á vegum sambandsins. Leið- beindi hann unglingum í ræktun í Árnes- og Rangárvallasýslum. Nutum við til þessarar starfsemi styrks frá Búnaðarfélagi íslands og S. í. S. Einnig ber að geta um verulegan stuðning, er Ingimar Sigurðsson, formaður hins ís- lenzka garðyrkjufélags, veitti okkur við þessa starfsemi. Árangur mun hafa orðið nokkur af þessari starfsemi og er hún þó enn mjög á tilraunastigi. Vegna fjárskorts verður þetta ekki rek- ið með þeim krafti sem skyldi. Er fjárhagur sambandsins, svo sem ráða hefir mátt af framan- sögðu bágborinn og eru tekjur sambandsins raunverulega að- eins nokkur ríkissjóðsstyrkur. — Þó mun Haukur^ Jörundsson starfa í sumar nokkuð á okkar vegum um Borgarfjörð og ef til vill víðar. í vetur sendum við ungan búfræðing til Svíþjóðar til þess að kynna sér fram- kvæmdir búnaðar- og ræktunar- sambanda æskulýðsins í Svíþjóð. Mun hann dvelja í Svíþjóð um 5 mánaða tíma á tilraunabúi. Ekki er útilokað, að við getum á næsta ári sent mann utan í sama skyni, þótt ekkert verði um það fullyrt að svo stöddu. Er sendí- maður okkar hefir dvalið er- lendis, mun hann verða að ein- hverju leyti starfsmaður okkar í ræktunarmálum unglinga í sveit og anharsstaðar er staðhættir leyfa. Menn hafa almennt látið í ljósi ánægju sína yfir þessari viðleitni Ungmennafélags ís- lands og treystum við stuðningi ýmsra góðra manna í þessum málum. Teljum við, að hér sé að því stefnt að auka áhuga sveita- æskunnar fyrir mold heimahag- anna og möguleikum hennar. Og ennfremur viljum við með þessu beina athygli atvinnulaúsrar æsku á mölinni að nægu og þjóð- hollu verkefni. Margt er enn á reiki fyrir okkur um fram- kvæmdir þessar, en við væntum mikils samstarfs og ráða frá Búnaðarfélagi íslands, sem þeg- ar hefir styrkt þetta og gæti hér hafizt nýr þáttur í starfsemi þessa merka félagsskapar. í 5. grein stefnuskrár Ung- mennafélags íslands er rætt um skógrækt. Er hér eitt hinna gömlu verkefni félaganna. Var skógræktaráhuginn mikill fram- an af, en mun hafa dofnað er fram í sótti og hinar fyrstu til- raunir þóttu bera misjafnan árangur. Nú er talsverð stund lögö á þetta viðfangsefni í félög- unum. Nýlega var t. d. stofnað Skógræktarfélag Mýra- og Borg- arf j arðarsýslu fyrir forgöngu ungmennafélaganna þar um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.