Tíminn - 29.06.1939, Side 4
296
TÍllIW. fiinmtmlagiim 29. júní 1939
74. blat?
CASTROL olia er OIU1
„örvaltón neim «6
^aoUa.se™
iglandi. á fyrst og íreJnS^
na aa C.W «> »'v*e 'ra” ,
tarandi g««a »e“nar' 06
ftTENT CASTBOl. e>
,að ...kreilis-. smjjaS.
PðTENT CASTROEs verdraae.n
• pru sem sé tryggöir þess-
Uostir eru seu>
ari oliu einni með ^
heimseinkaleyfum á ■
tilbúningi hennar, og A P
þeir lengju endingar- M A
•írviabil vélarinnar g§ M
dregur ur
1. strokksliti
2. oliunotkun
3. söfnun úrgangsefna
VEG FYRfR
kemur
4. sora- og sót-söfnun
5. bulluitringasótun
b. olíusíustíHun.
sumnn
nvLOZL^iR,
Chiang Kai Shek, leiðtogi
Kínverja, hefir enn einu sinni
ákveðið að skipta um aðseturs-
stað fyrir kínversku stjórnina.
Fyrir valinu hefir orðið Chengtu,
sem er 320 km. lengra inni i
landinu en núverandi höfuðborg
Klnaveldis, Chungking, sem Ja-
panir hafa lagt aö mestu leyti
í rústir með loftárásum.
Chengtu er 1600 km. í vestur-
átt frá Shanghai. Þangað liggja
engar járnbrautir, en sl. ár unnu
um 700 þús. Kínverjar að þvi að
leggja þaðan 3200 km. langan
bílveg yfír Turkestan og alla leið
til rússnesku landamœranna.
Eftir þessum vegi eru nú flutt
hergögn í stórum stíl. Hefir það
átt mikinn þátt í því, að Chiang
Kai Shek hefir valið Chengtu
fyrir höfuðborg.
Chengtu hefir um 600 þúsund
íbúa. Hún var áður ein af þrem-
ur höfuðborgum kínversku keis-
aranna, og þótti bera af öðrum
kínverskum borgum i smekklegri
gatnagerð og byggingum.
Chengtu er höfuðborg Saech-
wanfylkisins. Það er fólksflest og
auðugast af hinum 18 fylkjum
Kínaveldis. Stœrð þess er um 460
þús. ferkm. og fólksfjöldinn er
um 60 millj. Silkirækt er mikil
og uppskera þrisvar til fjórum
sinnum á ári. Eru rœktaðar á
víxl flestar matjurtir, sem nöfn-
um tjáir að nefna, og hafa ibúar
fylkisins aldrei þurft að sœkja
matvœli til annarra fylkja. Þarf
Chiang Kai Shek því trauðla að
óttast matvœlaskort, á meðan
hann hefir Saechwanfylkið á
valdi sínu.
* * *
Nýlega varð uppvíst um sér-
kennilega tilraun til tollsvika l
Belgíu.Fyrir nokkrum mánuðum
keypti spönsk frú gamla höll
skammt frá frönsku landamœr-
unum. Skömmu síðar urðu
menn varir við ýmsar kynlegar
heimsóknir þangað og fór lög-
reglan því að gefa frúnni og
vinum hennar gœtur. Við nánari
athugun kom í Ijós, að búið var
að grafa úr höllinni göng undir
frönsku landamœrin og var
byrjað að flytja eftir þeim alls-
konar smyglvarning milli land-
anna. Hafði þó verið ákveðið að
nota þau í stœrri stíl í framtíð-
inni.
A Hallgrímskirkja að
vera mínnísvarði eða
menningartæki ?
(Framh. af 2. siðu)
hún stendur í, fjallahring Hval-
fjarðarins og hinar breytilegu
hlíðar, að gróðri og svip, sem nær
henni liggja. Á táknríkan hátt
getur og bygging hennar sam-
ræmzt hinum söguríku minjum
Saurbæjar, þótt hún eingöngu
væri byggð sem sóknarkirkja
hinnar fámennu sóknar. Væri
þá engri krónu sóað vegna vafa-
samra og ímyndaðra áhrifa, sem
dýr og ofbyggð kirkja að Saur-
bæ á að hafa á þroska og við-
hald kristninnar í landinu.
Jónas Þorvaldsson.
<JR B/EIVITM
Loðdýraræktarfélag íslands
hélt aðalfund sinn í Reykjavík síð-
astliðinn þriðjudag. Stóð hann frá kl. 9
að kvöldi til kl. 3 að nóttu. Sóttu hann
um 40 manns, er fóru með 140 atkvæði.
Á fundinum var samþykkt fjárhags-
áætlun næsta árs, ákveðið að halda
áfram sýningum og merkingum með
líku fyrirkomulagi og síðastliðið ár,
annast sölu skinna fyrir þá félagsmenn,
er þess óska, og gefa út blað, sem komi
út annan hvern mánuð og sé tvær ark-
ir að stærð í Skírnisbroti. Var kosin
fimm manna útgáfustjórn, skipúð H.
J. Hólmjám, Metúsalem Stefánssyni,
Páli Þormar, Hannesi Pálssyni á XJnd-
irfelli og Sigurði Amalds. Lagt var
fyrir stjórnina að efna til tilrauna um
fóðrun og hirðing refa og skorað á
hana að koma á fót hér í bænum út-
sölu á loðskinnum. Úr stjóminni áttu
að ganga að þessu sinni H. J. Hólm-
járn, formaður, og Tryggvi Guðmunds-
son ráðsmaður á Kleppi. Voru báðir
endurkosnir. Endurskoðendur reikn-
inga voru kosnir Björn Konráðsson
ráðsmaður á Vífilsstöðum og Jón Páls-
son dýralæknir.
Aðalfundur Læknafélags íslands
var settur á þriðjudaginn og gert
er ráð fyrir að honum ljúki í kvöld
með veizlufagnaði að Hótel Borg. Á
fundinum hafa verið fluttir allmarg-
ir fyrirlestrar um læknisfræðileg efni.
í gær fóru fram umræður um matar-
hæfisrannsóknirnar, sem nú em hafn-
ar. Flutti Júlíus Sigurjónsson erindi
um málið í upphafi umræðnanna.
Stjórn Læknafélagsins var kosin og
hlutu þeir Magnús Pétursson bæjar-
læknir, Páll Sigurðsson læknir og
Maggi Júl. Magnús yfirlæknir allir
endurkosningu.
Aðalfundur S. í. S.
hefst í Reykholti á morgun. Er
margt kaupfélagsstjóra og annarra
fulltrúa frá samvinnufélögunum, sem
sækja ætla aðalfundinn, gestkomandi
í bænum. Para þeir upp í Borgarfjörð
síðdegis í dag.
Prestastefnunni
lauk í gær. Tók hún allmörg mál
til umræðu og athugunar, m. a. sálma-
bókarmálið, kirkjusönginn, málefni
Strandarkirkju og loks kristilega starf-
semi meðal æskulýðsins, sem var að-
allega mál prestastefnunnar. Presta-
stefnan kaus nefnd manna til þess að
vinna að æskulýðsmálunum, og hlutu
kosningu Ásmundur Guðmundsson
prófessor, Ingimar Jónsson skólastjóri,
Þorsteinn Briem prófastur á Akranesi
og Hálfdán Helgason prestur að Mos-
felli, auk Sigurgeirs Sigurðssonar
biskups, sem einnig starfar í nefnd-
inni. í ályktun um sálmabókarmálið
var komizt svo að orði, að „kominn
væri tími til að hefja undirbúning að
endurskoðun sálmabókarinnar", en því
máli að öðru leyti vísað til kirkjuráðs.
Prestastefnunni lauk með samveru-
stund presta í Oddfellowhúsinu.
Gestir í bænum.
Einar Ámason alþingismaður á Eyr-
arlandi, Egill Egilsson kaupfélagsstjóri
í Bæ á Rauðasandi, Þorsteinn Jónsson
kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði, Guð-
röður Jónsson kaupfélagsstjóri í Nes-
kaupstað i Norðfirði, Jón Þorvarðsson
prófastur í Vík í Mýrdal, Jón Gunn-
arsson kaupfélagsstjóri á Seyðisfirði,
Hannes Pálsson bóndi á Undirfelli, Jó-
hannes Davíðsson bóndi í Neðri-Hjarð-
ardal.
Kennarastéttíu
(Framh. af 3. síðu)
unnar í uppeldismálum þjóSar-
innar hefir okkar kjarngóða
mál innibundið í skammaryrð-
inu: Götustrákur. Er það ekki
einmitt með þessu móti, sem við
búum til einskonar andlega og
líkamlega hvítvoðunga, er okk-
ur virðist helzt til mikið bera á
seinustu árin.
En nú er að nota sér þá
110 William McLeod Raine: Flóttamaöurinn frá Texas 111
hafði náð honum áður en hann var
seztur upp.
— Ef hann er dáinn----------
— Það er hann ekki, sjáðu. Hann
hreyfir augnalokin. Ég verð að koma í
veg fyrir að hann hrópi á hjálp. Taylor
dróg upp vasaklút, braut hann saman,
stakk upp í sýslumanninn og batt svo
yfir með snæri, til frekara öryggis.
Taylor stóð upp, er hann hafði bund-
ið hendur og fætur sýslumannsins og
fór í skó slna og jakka.
— Hvert héðan, spurði hann Molly.
Hún nam staðar áður en hún var
komin til dyranna, því að sýslumaður-
inn hafði opnað augun og horfði á
hana.
— Ég skal láta leysa þig svo fljótt
sem ég þori, sagði hún og stakk vasa-
klút undir höfuð hans, þar sem blóðið
vætlaði gegn um hrokkið hárið.
Síðan gekk hún á undan Taylor fram
í ganginn og niður stigann.
XIII. KAFLI.
Hinn frelsaði fangi fylgdi Molly eftir
að húsabaki. Hann fann til óumræði-
legrar gleði. Hún hafði bjargað honum
og það gladdi hann. Frelsið sjálft var
Hún nam staðar.
— Hér er hesturinn þinn, sagði hún
stilltri og kaldri röddu. — Þú ættir að
fara til Sjömílnakofans. Þar er enginn
minna gleðiefni.
núna og þar getur þú fundið mat. Eftir
það----------
— get ég farið fjandans til, mína
eigin leið, gxeip hann fram í.
— Fyrri mér, svaraði hún.
í augum hennar brann reiðin í hans
garð, þar sem hún stóð frammi fyrir
honum, svo ung og lifandi. í stjörnu-
skininu sá hann brjóst hennar bifast
og vissi að hún hélt tilfinningum sín-
um í skefjum. Hann gat sér þessa til, að
hún hataði sjálfa sig fyrir það, sem hún
hafði gert fyrir hann, því að með því
hefði hún ef til vill komið honum til
að halda, að fyrir því lægju aðrar á-
stæður en lúkning skuldarinnar, sem
henni fannst að hún yrði að greiða.
— Nú getur þú fyrirlitið mig, þar sem
þú heíir komizt að því að ég er vondur,
sagði hann illilega. — Það mundi víst
ekki þýða neitt að segja þér, að ég hafi
lent í slæmri klípu, en sé ekki eins
vondur og ég virðist? Þú mundir vita
að ég væri að ljúga?
— Þýðingarlaust, sagði hún reiðilega.
— Ég veit hvað þú ert, og guði sé lof
fyrir að ég þarf aldrei að sjá þig aftur.
Það lá við að hún hrópaði þetta upp,
en það var alls ekkí líkt neinni lofgjörð.
OLÍUYERZLUI ÍILMDÍ %
Einkaumsboðsmenn á Islandi fyrir:
ú> C. C. WAKEFIELD & CO. a/s
DROTT-LJÓSAVÉLA-
SAMSTÆÐUR
ýmsar stærðir
Moíor A.-B
FREMSTUR
allra er
Sænski nýtízku hráolíu-
mótorinn, sem er settur
í gang kaldur.
Pytliagoras
"-—-GMLá BÍÓ—
Síðasti maður
um horð.
Stórfengleg og afar spenn-
andi amerísk kvikmynd, er
lýsir hinu viðburðaríka og
hættulega starfi manna í
strandgæzluflota Banda-
ríkjanna.
Aðalhlutverkin leika:
Victor McLaglen,
Preston Foster og
Ida Lupino.
í Norrtelje
NÝJA 1
Menn eru ekki
dýrlingar
Ensk kvikmynd frá United
Artists, gerð undir stjórn
kvikmyndasnillingsins Al-
exondar Korda.
Aðalhlutverkin leika:
Miriam Hopkins, Gertrude
Lawrence, Sebastian Shaw
o. fl. —
Aukamynd:
MICKEY SEM VAGNSTJÖ
Mickey sem vagnstjóri.
Mickey Mouse teiknimynd.
stofnsett 1898.
foýr til
motora
til hverskonar notkunar.
AÐALUMBOÐSMAÐUR FYRIR ÍSLAND:
EINAR EINARSSON
GRINDAVIK.
reynslu, sem fengin er, og hina
miklu og mörgu góðu starfs-
krafta, sem vaxið hafa upp með-
al kennarastéttarinnar. Nú þarf
aðeins nægan áhuga, góð samtök
og' starf. Ég get fullvissað ykkur,
góðir kennarar, um það, að
stjórn fræðslumálanna hefir
mikinn áhuga á þessum málum.
Ég veit, að þið kennarar hafið
það einnig. Ég heiti á kennara-
stétt landsins til góðs samstarfs
innbyrðis og við fræðslumála-
stjórn landsins.
Framfarirnar hafa verið mikl-
ar, þrátt fyrir erfiðar aðstæður
oft á undanförnum áratugum.
Við höfum nú alla möguleika til
þess, með þeirri reynslu, sem við
höfum að baki, og með þeim
kennslukröftum, sem þjóðin nú
á, að láta framfarirnar verða
bæði meiri og betri á næstu ár-
um, ef við störfum vel saman
og erum einhuga að verki.
Og ég get sagt það, alveg hik-
laust, að ég er bjartsýnn á fram-
tíðina í þessum málum. Að svo
mæltu lýsi ég yfir, að uppeldis-
málaþing Sambands íslenzkra
barnakennara er sett.
Vestmannadagurinn
á Þíngvöllum
(Framh. af 1. síðu)
ungfrú Kristjana Pétursdóttir
(Halldórssonar borgarstjóra)
Miss Ameríka og ungfrú Gerður
Jónasdóttir (Jónssonar alþm.)
Miss Kanada.
Þennan sama dag halda ís-
lendingar vestan hafs hátíðlegt
50 ára afmæli hins árlega þjóð-
hátíðardags síns að Gimli. Mun
Thor Thors alþm. flytja þar
kveðju frá Austur-íslendingum.
Orðsending til
Tímamanna.
Tíminn biður Tímamenn, hvar
sem er á landinu, að senda við
og við fréttabréf úr byggðarlög-
um sínum. Ekki hvað sízt væri
kær að fá slík bréf úr byggð-
arlögum, sem annars er sjaldan
getið um í fréttaflutningi blaða
og útvarps.
í öllum slíkum bréfum verður
að skýra greinilega og ítarlega
frá hverju einu, sem um er rit-
að, og vanda alla frásögu, svo
að hvergi skeiki þar réttu máli
né um misskilning geti orðið að
ræða, og ókunnugir geti gert sér
það skýrt í hugarlund, sem ver-
ið er að lýsa. Loks er mjög þýð-
ingarmikið, að allar fréttir, sem
bréfin herma frá, séu sem allra
nýjastar. Hið sama gildir um
dánarfregnir og afmælisfregnir,
sem eru blaðinu sendar.
þegar er um langt liðið, þótt
Minni háttar fréttir, t. d. um
samkomur og fundi, félagsaf-
mæli og fleira, er lítilsvirði,
þegar er um langt liðið,, þótt
fréttnæmt sé um það leyti, sem
það gerist.
í slíkum fréttabréfum getur
verið gott að miða frásögnina
við það, sem gæti orðið öðrum
héruðum til fyrirmyndar og
eftirbreytni.
Nnmardvol barna
a Arn b| argarlæk
Tekið á móti pöntunum, svo og allar upplýsingar í síma 1439
alla daga til hádegis. —
Arðurtílhluthaía
Á aðalfundi félagsins þ. 24. þ. m. var samþykkt
að greiða 4% — fjóra af hundraði — í arð til hlut-
liafa fyrir árið 1938.
Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu fé-
lagsins í Reykjavík, og á afgreiðslum félagsins út
um land.
H.í. Eimskípaíélag Islands
Alríkisstefnan
eftir INGVAR SIGURÐSSON.
Hinn hvíti kynstofn verður að þekkja sína guðlegu köllun og
þora að fylgja henni. Hann verður að skilja það, að til þess eru
honum gefnar gáfur, vit, þroski og kraftur framar öllum öðrum
kynstofnum jarðarinnar, að hann er fæddur til þess að taka yfir-
stjórn mannkynsins í sínar hendur og skapa sjálft Alríki kærleik-
ans, frelsisins og réttlætisins á þessari jörð, til heilla og hamingju
fyrir allt mannkyn bæði í nútíð og um alla framtíð.
RANGÆINGAFÉLAGIÐ
efnir til skemmtiferðar í Þjórsárdal sunnudaginn 2. júlí
Allar upplýsingar á B.S.R.