Tíminn - 06.07.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.07.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 23. árg. Rcykjavík, fimmtudagiim 6. jiilí 1939 Sjóðeígnir sambandsíélaganna námu 8.081 þúsund kr. í seinustu árslok Sjóðeígnír S. I. S. námu 2.715 þús. kr. Nokkrar samþykktir adalfundar S. í. S. í Reykholti Á myndinni sést reykjarmökkurinn, sem lagðist yfir Reykjavík, þegar sœnska frystihúsið brann í fyrrakvöld. Myndin er tekin frá Tjarnargötu, sem er alllangt frá staðnum, og sést reykjarmökkurinn speglast í Tjörninni. Innlímun Danzig í Þýzkaland Verða Pólverjar annaðlivort að hefja styrj- öld eða sætta sig við sameiiiingiina. ? Aðalfundi Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, sem haldin var í Reykholti og hófst 30. f. m., var lokið síðastliðið mánudagskvöld. Sátu fundinn alls 65 full- trúar frá 45 sambandsfélög- um, auk stjórnar, fram- kvæmdastjórnar og endur- skoðenda S. í. S. Forstjóri og framkvæmdar- stjórar útflutningsdeildar og innflutningsdeildar gáfu ítar- legar skýrslur um afkomu og rekstur S. í. S. á síðastl. ári. Verður sumra atriða í þeim getið nánar síðar. Eins og skýrt var frá í seinasta blaði nam öll verzlunarvelta S. í. S. á árinu 24.220 þús. kr. Qg verzlunarvelta sambandsfélag- anna 30.225 þús. kr. Varð verzl- unarvelta S. í. S. um 1.4 milj. kr. minni en árið áður og kemur sú lækkun aðallega á innlendar vörur, sökum verðfalls. Hinsveg- ar hafði verzlunarvelta félag- anna aukizt um 5% frá því árið áður. í árslok námu sameignarsjóðir S. í. S. 1.722 þús. kr. og stofn- sjóður 993 þús. kr. eða sjóðeignir S. í. S. alls 2.715 kr. Samanlagðir sameignarsjóðir sambandsfélaga námu 4.878 þús. kr. og stofnsjóð- ir 3.203 þús. kr. eða sjóðeignin alls 8.081 þús. kr. Óráðstafaður Stórbruni í sænska irystihúsinu í R.vík Um tíuleytið í fyrrakvöld kom upp eldur í sænska frystihús- inu í Reykjavík, sem er ein af helztu stórbyggingum bæjarins. Slökkviliðinu tókst eftir tveggja klukkustunda starf, að ráða nið- urlögum hans, en norðurálma hússins var þá eyðilögð að mestu. Þakhæðin og efsta hæðin voru brunnar til kaldra kola, en neðri hæðirnar mikið skemmdar af eldi og vatni. Þykkur múrvegg- ur hindraði að eldurinn breidd- ist víðar um húsið. Talið er að eldurinn hafi kom- ið upp í Belgjagerðinni, sem var á þakhæðinni og efstu hæðinni. Annars er ókunnugt um elds- upptökin, en talið líklegt að um sjálfsíkveikju sé að ræða. Ýmsar vörubirgðir Belgjagerðarinnar voru eldfimar eins og t. d. fexnis, asfaltblanda, lakk og þynnir. Öll efsta hæðin brann til kaldra kola og gereyðilögðust vöru- birgðir Belgjagerðarinnar, sem voru vátryggðar fyrir 29,500 kr. Á neðri hæðum voru geymdar vörubirgðir bifreiðaeinkasölu rikisins, Alþýðubrauðgerðarinn- ar, Johans Rönnings verkfræð- ings og SKF-umboðsins. Auk þess voru þar skrifstofur sænska frystihússins. Miklar skemmdir urðu á þessum vörubirgðum, en þær hafa enn ekki verið metnar. Vörubirgðir og innbú þessara fyrirtækja og Belgjagerðarinn- ar voru alls vátryggðar fyrir 306 þús. kr. Norðurálma hússins, sem brann, mun hafa verið vátryggð fyrir næstum 100 þús. kr. Óvíst er hvort hún verður byggð aftur, þar sem hún var ekki notuð af íshúsinu sjálfu, nema að litlu leyti. Eldurinn var orðinn talsvert (Framh. á 4. síðu) tekjuafgangur félaganna nam 976 þús. kr. Tekjuafgangur S. í. S., þar með talinn tekjuafgangur iðn- fyrirtækja, nam 409 þús. kr. (ekki 709 þús. eins og misprent- ast hafði í seinasta blaði). Auk þess var óráðstafað 60 þús. kr. tekjuafgangi frá 1937. Fundur- inn samþykkti að verja 200 þús. kr. af tekjuafganginum til að mæta tapi af gengislækkun, 70 þús. kr. voru látnar óráðstafaðar til næsta árs, en hinu var skipt milli ýmissa sjóða. Formaður S. í. S. til þriggja ára var endurkosinn Einar Árnason alþm. Fjölgað var í stjórninni um tvo menn og hlutu kosningu til þriggj a ára Sigurður Jónsson á Arnarvatni og Þórður Pálmason. Fyrir voru í stjórninni Vilhjálmur Þór, Þorsteinn Jóns- son, Björn Kristjánsson og Jón ívarsson. Varaformaður til eins árs var endurkosinn Vilhjálmur Þór. Varastjórnarmenn til eins árs voru kosnir Skúli Guð- mundsson, Jón Þorleifsson og Jens Figved. Aðalendurskoðandi til tveggja ára var kosinn Jón Guðmundsson. Fundurinn tók ýms mál til meðferðar. Einna mestar um- ræður urðu um innflutnings- höftin og þá misbeitingu, sem fé- lögin hafa orðið fyrir i þeim efn- um. Var því máli vísað til nefnd- ar og bar hún fram eftirfarandi tillögu, sem samþykkt var í einu hljóði: „Þrátt fyrir að sambandsfund- ur hefir þrjú síðastl. ár gert ákveðnar tillögur í gjaldeyris- málum og skorað á ríkisstjóm og gjaldeyrisnefnd að þeirri reglu verði fylgt við úthlutun inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfa til Ungmennasamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu hélt héraðsmót að Straumflöt við Selvallarvatn í Helga- fellssveit s. 1. sunnudag (2. júlí). Mótið hófst kl. 3 e. h. með ræðu Kristjáns Jónssonar á Snorrastöðum, sem er for- maður sambandsins. Þá fluttu ræður Helgi Hjörvar rithöfundur og Daníel Ágústínusson sambandsritari U. M. F. í. Því næst fór fram keppni í ýmsum íþróttagreinum. í 100 m. hlaupi varð fyrstur Lárus Guðmundsson, Stykkis- hólmi, á 13,6 sek., og í 800 m. hlaupi Þórður Gíslason, Ölkeldu í Staðarsveit, á 2 mín. 25 sek. í langstökki stökk Lárus Guðmundsson lengst, 5,40 m., og skarpastur i hástökki varð Þorsteinn Ólafsson, Stykkishólmi, 1,55 m. Stefán Jónsson skólastjóri afhenti f. h. sam- bandsins verðlaunapeninga til tveggja beztu mannanna í hverri íþróttagrein og flutti íþróttamönnunum ávarp. Alls tóku þátt í íþróttakeppninni um 20 ungir menn, víðsvegar af Snæfellsnesi. Er þar margt vasklegt íþróttamanns- efnið, sem mikils má vænta af, ef að- staða væri til þjálfunar framvegis. Reiptog fór fram milli þeirra, er búa sunnan fjallgarðsins og norðan. Að lokum var dans á palli úti. Veður var fremur kalt og skyggði það nokkuð á skemmtunina. Veitingar fóru fram í stóru tjaldi og skála, er starfsfólk Kaupfélags Stykkishólms hefir byggt á Hraunflöt. Tóbak var ekki selt. Mótið sóttu um 500 manns. Ölæðis gætti ekki. Var það sambandinu og Snæfellingum til hins mesta sóma. Stjóm sambands- sambandsfélaganna, að miða leyfin við tölu félagsmanna og heimilisfólks þeirra, þá hefir því ekki verið framfylgt, hvað snert- ir úthlutun innflutnings- og gjaldeyrisleyfa fyrir ýmsar vöru- tegundir, svo sem vefnaðavörur, búsáhöld, byggingarefni, skó- fatnað o. fl. Ályktar því sambandsfundur haldinn að Reykholti 30. júní 1939 að skora á ný á ríkisstjórn og gjaldeyris- og innflutnings- nefnd: 1. Að miða úthlutun innflutn- ingsleyfa til sambandsfélaganna fyrir allar almennar verzlunar- vörur framvegis við framan- greindar reglur. 2. Að tryggt verði að sam- bandsfélögin fái nægan erlend- an gjaldeyri til greiðslu á þeim vörum, sem þau fá innflutnings- leyfi fyrir. Má í því sambandi benda á að nú hafa sambands- félögin allverulega meiri út- flutning en sem nemur þeirri upphæð, er þau fá leyfi til að verja til kaupa á erlendum vör- um.“ Þá var einnig talsvert rætt um samgöngumál og vöruflutninga S. í. S. og félaganna og var sam- þykkt svohljóðandi tillaga: „Fundurinn samþykkir að skora á stjórn S. í. S. að rann- saka, hvort ekki sé orðið tíma- bært að S. í. S. taki vöruflutn- inga félaganna algerlega í sínar hendur, með eigin skipum og leiguskipum. Heimilar fundurinn stjórninni að kaupa þegar á þessu ári eitt eða tvö vöruflutn- ingaskip, ef stjómin telur það hagfellt. Verði ekki horfið að því ráði, að þessu sinni, felur fundurinn stjórn S. í. S. að gera kröfur til Eimskipafélags íslands um mikið auknar viðkomur skipa félags- ins, sérstaklega Hamborgarskip- anna, á ýmsar hafnir umhverfis landið, þar sem skipakomur eru nú fáar og óhentugar. Jafnframt samþykkir fundurinn að fela stjórn S. í. S. að gera kröfur til Skipaútgerðar ríkisins um bætt- ar strandferðir“. Rætt var um aukna smjör- (Framh. á 4. siðu) ins skipa, auk formanns, Magnús Sig- urðsson verzlunarmaður í Stykkishólmi og Kristján Guðbjartsson hreppstjóri að Búðum í Staðarsveit. Sambandið var stofnað síðastliðinn vetur. f r r Kartöflurækt hefir farið ört vaxandi á Eyrarbakka hin slðustu ár, og kart- öflur þaðan er hin eftirsóttasta mat- vara. í sumar hafa 7 ha. verið brotnir til viðbótar, í sandgræðslusvæði því, er liggur vestan við þorpið. Landið er eign ríkisins og hafa einstaklingar fengið landspildur með góðum kjörum. Undir- bjuggu þeir landið til ræktunar á sl. vetri, þegar önnur störf voru ekki fyrir hendi. Mjög stórt landssvæði er þarna enn ónotað, sem prýðilega er fallið til kartöfluræktunar. Hafa Eyrbekkingar hug á því að auka garðræktina enn á næstu árum. r r r Skógræktarfélag Eyjafjarðar hefir plantað í vor um 10 þús. trjáplöntum í land, sem félagið hefir tekið til leigu og látið girða. Er það í Vaðlaheiði, gegnt Akureyri. Að trjáplöntun þessari unnu sjálfboðaliðar af Akureyri. Auk þeirra hefir félagið með höndum verndun skógarleifa í Leyningshólum og hafa þar verið gróðursett nokkur barrtré i vor og byrjað að hindra frek. ari uppblástur á landi. Hafa unnið að þessu sjálfboðaliðar frá ungmennafé- lögunum í Eyjafirði. í stjórn Skóg- ræktarfélagsins eru nú: Árni Jóhanns- son gjaldkeri (formaður), Ólafur Thor- arensen bankastjóri og Jónas Þór verk- smiðjustjóri. Ófriðarblikan kringum Danzig eykst stöðugt. Ummæli þýzkra blaða og stjórnmálamanna benda alltaf ákveðnara og ákveðnara til þess, að þeir séu staðráðnir í því, að innlima Danzig í Þýzkaland. Það gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir valdhafa Þjóð- verja innanlands, ef þetta ár liði svo, að Danzig væri ekki sameinuð Þýzkalandi. Aðstaða Hitlers hefir sjaldan verið traustari en nú. Mikill meiri hluti þjóðarinnar — og þá eink- um yngra fólkið — trúir á mátt hans. Þessi sami hluti þjóðar- innar æskir jafnframt mjög ein- dregið, að Danzig sameinist Þýzkalandi. Verði það ekki í sumar mun traust hans á Hitler minnka. Andstæðingar Hitlers myndu fá byr í seglin og benda á þetta, sem sönnun þess, að lýð- ræðisríkin og Rússland væru honum ofjarlar. Kæmi svo harð- ur vetur með skorti á lífsnauð- synjum og ýmsum þrengingum, myndi það hjálpa til að draga úr vinsældum hans. Stúkan Frón nr. 227 í Reykjavík gekkst fyrir bindindismálafundi að Strönd á Rangárvöllum siðastl. sunnu- dag. Sóttu fundinn um 350 manns. Auk Rangæinga voru mættir menn úr Ár- nessýslu og Vestur-Skaftafellssýslu og um 60 manns úr Reykjavík og Hafnar- firði. Fundurinn hófst með guðsþjón- ustu, en síðan voru flutt erindi og þar næst fóru fram almennar umræður. Tóku margir til máls. Samþykktar voru allmargar tillögur, m. a. áskorun um Þingvallafund næsta sumar. Um kvöldið var haldin skemmtun. Fór bæöi hún og fundurinn hið bezta fram. r r r 94 fullnaðarprófsbörn frá Vest- mannaeyjum voru hér á ferð í lok sein- asta mánaðar. Komu þau með Ægi til Reykjavíkur, dvöldu hér í fjóra daga, en fóru síðan að Gullfossi, Geysi, Laugarvatni og í Þjórsárdal. í sam- bandi við opnun skólasýningarinnar hér sýndu bæði piltar og stúlkur úr þessum flokki leikfimi undir stjórn Friðriks Jessonar, og söngflokkur söng, undir stjórn Helga Þorlákssonar. Söng- flokkurinn og leikfimisflokkur stúlkna voru stærstu flokkarnir, sem komu fram við opnun sýningarinnar, og einu flokkarnir, sem komu utan af landi. Þetta er í þriðja sinn sem fullnaðar- prófsbörn í Vestmannaeyjum efna til langs ferðalags. Safna þau sjálf fjár til ferðanna með skemmtunum o. fl. — Fararstjóri var Halldór Guðjónsson, er nýlega hefir verið skipaður skólastjóri við barnaskólann í Vestmannaeyjum. Frá sjónarmiöi Hitlers hlýtur þa5 því að teljast mjög óheppi- legt að draga innlimun Danzig á langinn. Fyrr en varir getur það verið orðið um seinan og af- leiðingar þess innanlands geta orðið hinar örlagaríkustu fyrir stjórn Hitlers. Viðbúnaður, sem átt hefir sér stað í Danzig seinustu dægur, bendir líka til þess, að þar sé eitthvað óvenjulegt á seiði. Fjöldi ungra manna í Danzig hafa farið til Austur-Prússlands seinustu vikurnar og stundað þar ýmsar hernaðaræfingar. Mikill fjöldi stormsveitarmanna frá Þýzkalandi hefir jafnframt drifið til Danzig. Margir þeirra eru liðsforingjar, sem vinna að skipulagningu sjálfboðaliðs- sveita þar. Mikið af hergögnum er flutt til borgarinnar og kapp- samlega er unnið að því, að styrkja loftvarnir hennar. Ýmsum getum er að því leitt, hvernig þýzka stjórnin hugsi sér að innlimun Danzig í þýzka ríkið fari fram. Borgin er nú frí- ríki undir vernd þjóðbandalags- ins. Telja ýmsir sennilegt, að innlimunin verði gerð á þann hátt, að fulltrúaþingið í Danzig komi saman og samþykki beiðni til Þýzkalands um að mega sam- einast því. Þýzka stjórnin verð- ur auðvitað strax við þeirri ósk og þýzkur her gengur hátíða- göngu inn í borgina. Jafnframt verður öðrum ríkjum tilkynnt þetta og Póllandi verði gefið sér- stakt loforö um, að réttindi þess í Danzig skuli ekki skert. Á þennan hátt myndi innlim- un Danzig fara fram á friðsam- legan hátt. Að visu væru allir núgildandi milliríkjasamningar um Danzig fótumtroðnir, en það hefði samt gerzt, án þess að hleypt hefði verið af einu einasta skoti. Ef Pólverjar settu sig gegn þessu yrðu það þeir, sem byrj- uðu styrjöldina en ekki Þjóð- verjar. A. m. k. myndi þýzka stjórnin álykta þannig og því verða óspart haldið fram í þýzk- um blöðum. Með slíkum áróðri má telja víst, að Hitler takist að fá einhuga fylgi þjóðarinnar. Pólverjar yrðu í miklum vanda staddir, ef þeir þyrftu á þennan hátt, að velja á milli þess að hefja styrjöld við Þjóðverja eða sætta sig við loforð þeirra um réttindi pólska ríkisins i Danzig, sem flest bendir til að yrðu ekki haldin, nema fyrst í stað. Og fengju þeir Breta og Frakka til að fylgja sér í slíkri styrjöld? Margir telja það vafasamt, en án stuðnings þeirra væri hún vonlaus. Samningarnir milli þessara ríkja hljóða aðeins um hjálp, ef á eitthvað þeirra er ráðist. Nú horfir málið öðruvísi við, þegar Pólverjar verða að hefja árásina. Víst er það, að margir þýzkir stjórnmálamenn A KROSSGÖTUM Héraðsmót ungmennafélaganna á Snæfellsnesi. — Kartöflurækt á Eyrarbakka. — Skógræktarfélag Eyfirðinga. — Bindindismálafundur á Rangárvöllum. — Ferðir skólabarna úr Vestmannaeyjum. 77. blað A víða.vangi í bréfi, sem Tímanum hefir borizt af Austurlandi, segir m. a.: Það er annað hljóðið í í- haldsblöðunum um hið nýja skip Eimskipafélagsins, en var í þeim síðastliðið sumar, þegar rætt var um byggingu nýs strandferðaskips. Því var fundið allt til foráttu og ekki talin nein þörf á auknum strandferðum. Okkur, sem búum hér eystra, er bezt kunnugt um, hversu mik- ið var hæft í þeirri fullyrðingu. Nú telja íhaldsblöðin hinsvegar jafnmikla þörf á þessu fyrirhug- aða Eimskipafélagsskipi og þau töldu hitt skipið óþarft. Hvað veldur þessum aðstöðumun? Er það kannske það, að strand- ferðaskipinu er ætlað að létta undir með sótsvörtum almúgan- um út urn land en hitt skipið verður, ef til kemur, aðallega notað af betri borgurum í Reykj avík? * * * Mbl. birtir langa forystugrein í gær í tilefni af rekstrarhagn- aði S. í. S. á síðastliðnu ári. Eins og venjulega fer blaðið með stór- yrtar fullyrðingar um misbeit- ingu haftanna S. í. S. og kaupfé- lögunum í vil. Það getur þó ekki fært hin lítilfjörlegustu rök máli sínu til sönnunar. Lýsir það vissulega mikilli óskammfeilni, að tiltölulega fjöllesið blað skuli fara með sömu ósannindin ár eftir ár, enda þótt þau hafi verið marghrakin. Sannleikurinn er sá, að S. í. S. hefir borið mjög skarðan hlut frá borði í úthlutun innflutningsleyfa eins og glöggt má marka á samþykkt aðalfund- ar S. í. S., sem birt er hér á öðr- um stað. Aukin verzlun kaupfé- laganna er því einu að þakka, að skilningur neytenda á, gildi þeirra fer vaxandi hér eins og annarsstaðar, og það er víst að vöxtur kaupfélaganna hefði orð- ið mun meiri á undanförnum ár- um, ef innflutningshöftin hefði ekki á ýmsan hátt þrengt starfi þeirra. En þau hafa eigi að síður viðurkennt nauðsyn haftanna meðan hið erfiða viðskipta- ástand héldist og í því — eins og öðru — sýnt meiri þegnskap en kaupmennirnir. 4= 4= * f ræðu sinni í lokasamsæti norræna mótsins á Laugarvatni lét Ivar Wennerström lands- höfðingi svo um mælt, að Al- þýðuflokkurinn sænski hefði hreinan meirihluta í þinginu og gæti því einn ráðið öllu, „en sökum hins alvarlega ástands í heiminum, reynir hann að skapa samvinnu á sem breiðasta grundvelli, þannig að þegar stjórnin segi eitthvað, þá tali hún fyrir munn allrar þjóðar- innar.“ Wennerström hefir ver- ið einn af helztu forvígismönn- um sænska Alþýðuflokksins og eru þessi ummæli hans athyglis- verð fyrir ýmsa þá, sem beitt hafa sér gegn samstarfi stjórn- málaflokkanna hér á Iandi. Reynsla sænska Alþýðuflokks- ins hefir orðið sú, að eins og málum er nú háttað í heiminum, sé hyggilegra að taka fullt tillit til andstæðinganna og hafa þá með í ráði en að halda stefnu flokksins einhliða fram. Slíkt geri þjóðina langtum sterkari út á við. — og þar á meðal Ribbentrop utanríkisráðherra — eru taldir trúa því, að þrátt fyrir stór orð munu Bretar og Frakkar ekki veita Pólverjúm braútargengi, þegar málið er komið í þetta horf. í mörgum frönskum og enskum blöðum í vor hefir líka verið komizt svo að orði „að Danzig væri ekki styrjaldar- virði“. Mun þetta áreiðanlega gera Þjóðverja áræðnari en ella. Horfurnar i Danzig-málinu eru því mjög tvísýnar um þessar mundir. Á báða bóga skortir ekki stór orð og blikan, sem hvílir yf- ir Danzig þykknar stöðugt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.