Tíminn - 06.07.1939, Blaðsíða 3
77. blað
TtMITVN, finimtudagiim 6. jnlí 1939
307
B Æ K U R
Mannfjöldaskýrslur
árin 1931—1935.
Gefin út af Hag-
stofu íslands. Rvík.
1938.
Skýrslum þessum er eins og
fyrri skýrslum Hagstofunnar
um þessi efni skipt í fjóra aðal-
kafla, um mannfjöldann, hjóna-
bönd, fæðingar og manndauða.
Auk þess fylgja svo allmargar
töflur.
Á árunum 1931—35 jókst
mannfjöldinn úr 108,629 í 115,-
870. Árið 1930 voru íbúar í kaup-
stöðum og kauptúnum 58,154, en
íbúar í sveitum 50,475. Árið 1935
voru íbúar í kaupstöðum og
kauptúnum 66.981, en í sveitum
48.889. íbúum sveitanna hefir
því fækkað 1.586 á þessu tíma-
bili, en fjölgað í kaupstöðum og
kr.uptúnum um 8.627.
Hjónavígslur hafa orðið til-
tölulega færri 1931—35 en næstu
fm'jn árin á undan. Hafa þær
orðið færri hér á þessu tímabili
en í nokkru öðru landi Evrópu,
að írlandi undanskildu. Þær
hafa líka verið færri hér það,
sem af er þessari öld, heldur en
á seinasta ársfjórðungi 19. ald-
ar.
Fæðingar hafa orðið færri
1931—35 en nokkuru sinni fyr.
Árið 1935 komu á hverja 1000
íbúa 22.6 fæðingar. Öll löndin í
Vestur-Evrópu hafa þó lægri
fæðingarhlutföll en ísland. Fæð-
ingum óskilgetinna barna hefir
fjölgað á þessum árum og hafa
aldrei verið hlutfallslega fleiri
síðan um 1876—85. Árið 1931—35
voru óskilgetin börn um 18.6%
af öllum fæddum. — Þau 13.461
börn, sem fæddust á árunum
1931—35 skiptust þannig eftir
kynferði, að 6980 voru sveinar og
3481 meyjar.
Manndauði hefir verið lægri á
árunum 1931—35 en nokkuru
sinni fyr. Dánartalan var 11.1 á
hverja 1000 íbúa, en 1876—85 var
hún 24.5. Hefir hún stöðugt farið
iækkandi síðan.
Ritaukaskrá Lands-
bókasafnsins 1938.
Reykjavík 1939.
Samkvæmt skrá þessari hefir
safnið eignast á árinu 3031 bindi
af prentuðum bókum, og 255
handrit. í árslok var bókaeign
safnsins 145.713 prentaðar bæk-
ur og 9074 handrit.
Innheimtumenn!
Vinnið ötullega að innheimtu
og útbreiðslu Timans í ykkar
sveit. Svarið fljótt bréfum frá
innheimtu blaðsins í Reykjavík,
og gerið skil til hennar svo fljótt
sem möguleikar leyfa. Tíminn
er ódýrasta blaðið, sem geflð er
út á íslandi.
átt, og svo að tekið sé eitthvert
nærtækt, þekkt dæmi, þá skul-
um við taka til samanburðar
sveitadreng og kaupstaðadreng.
Sveitadrengurinn elzt upp við
íjölbreytt störf, sem hann venst
snemma á að taka þátt í sjálfur.
Honum er oft fengin vandasöm
og ábyrgðarmikil hlutverk, þar
sem hann verður að leggja sig
allan fram. Þar reynír oft bæði
á áræði og trúmennsku, og hann
venst á að setja metnað sinn í
að gefast ekki upp, enda væri
það oft verst fyrir hann sjálfan.
Hann verður oft að vera fljótur
a-i hugsa og taka ákvarðanir
upp á eigin ábyrgð. Hann verð-
ur athugull, þrautseigur, og um-
fram allt trúr og traustur. Hann
finnur snemma að hann er einn
þegninn í hinu litla ríki heim-
ilisins, þegn, sem ekki má bregð-
ast sínu stóra hlutverki. Hann er
nemandi í hinum góða og holla
skóla þegnskapar og ábyrgðar-
iilfinningar.
Hvað hefir svo kaupstaðar-
drengurinn af þessu? Miklu
færra. Hvar er það sem reynir á
þolrifin í honum, og hvaða próf-
raunir í þegnskap og ábyrgðatil-
finningu fær hann að ganga í
gegnum? Miklu færri. Hann hef-
ir engin föst störf á heimilinu,
sem gerir hann þar ómissandi.
Það eina sem hann þarf að
hugsa um oft á tíðum er að koma
heim á réttum tímum til að
borða og sofa, en jafnvel það
gengur misjafnlega. Vafalaust
bæta skólarnir hér eitthvað úr,
með kröfum sínum til nemenda
um stundvísi, reglusemi o. s. frv.,
og skipulegu námi, en það nær
HEIMILIB
Tomatar.
Tómata má framreiða á mjög
einfaldan hátt. Aðeins þvo þá
vel úr köldu vatni og þerra þá,
bera þá síðan á borð í heilu lagi,
eða niðurskorna í sneiðar, eða
hverjum tómata skipt í fjóra
parta. Við niðurskurðinn þarf
að hafa beittan hníf svo sárið
verði slétt. Tómata má hafa bæði
með kjöti og fiski, ennfremur
með grænmeti og ýmsum sal-
ötum.
Brúnaðir tómatar.
300 gr. tómatar
40 gr. smjör
salt og pipar.
Tómatarnir eru skornir í þykk-
ar sneiðar. Smjörið er brúnað,
tómatarnir lagðir ofan í og brún-
aðir lítið eitt. Salti og pipar er
stráð yfir þá. Brúnaða tómata
má bera á borð bæði til kvöld-
verðar og á miðdagsborð með
kjöti eða fiskréttum.
Tómatar með eggjum.
Tómatar
egg
pipar
salat.
Ein sneið er skorin af tómöt-
unum, síðan tekið innan úr þeim
með teskeið, stráð innan í þá
ofurlitlu salti og pipar. Eitt egg
er varlega brotið sundur og helt
í hvern tómat, en gæta ber þess,
að eggin séu alveg óskemmd.
Tómatsneiðin er lögð aftur yfir
sem lok. Þetta er nú bakað í ofni
þar til eggin eru orðin stíf. Bor-
ið á borð á fati með söxuðu
salati.
Tómatsúpa.
300 gr. tómatar
3 dsl. vatn
45 gr. smjör
45 gr. hveiti
iy2 1. soð og marðir tómatar
húmörlitur
salt, sykur.
1 dsl. rjómi.
Tómatarnir eru þvegnir og
skornir niður, síðan marðir
sundur í gatapressu eða grófu
sigti. Úr smjörinu, hveitinu, soð-
inu og mörðu tómötunum er bú-
in til súpa, krydduð með salti,
sykri og ofurlitlu af lit. Rjóminn
er hrærður í súpuskálinni og
heitri súpunni helt þar út í.
Út í þessa súpu má hafa fisk-
bollur, makkaroni eða smábita
af kjöt eða.fiskbúðingi.
J. S. L.
Afmæli
Hvanneyrarskólans.
(Framh. af 2. alSu)
bera, ef annars væri kostur. Það
er víst óhætt að fullyrða, að oft
hefir Alþingi íslendinga mistek-
izt lausn þeirra mála, sem það
hefir haft með höndum, en
sjaldan eins átakanlega og í
þetta sinn. Eða er hægt að hugsa
sér öllu meiri fjarstæðu, en að
leggja niður verklega kennslu
við bændaskóla. Um það glap-
ræði þarf ekki að eyða möxgum
orðum.
Með hinu ákvæðinu, að hætta
að reka skólabúin fyrir reikning
hins opinbera, var Hirti Snorra-
syni sparkað frá forstöðu
Hvanneyrarskólans fyrir það
eitt, að hann var trúr hugsjón-
um sínum. Það var ekki forsjá
þingsins að þakka, þó svo vel
tækist, að Halldór Vilhjálmsson
fengi forstöðu skólans.
Hjörtur var andvígur því, að
nokkur einn maður fengi búið
á leigu. Hann vildi að það væri
rekið, sem fyrirmyndarbú, og að
á Hvanneyri væru gerðar um-
bótatilraunir, bæði á jörð og bú-
peningi, auk hinna miklu jarða-
bóta, sem hann vann sjálfur að,
en hans skoðun laut það í lægra
haldi hjá þeim, sem valdið
höfðu, að honum var sparkað
frá skólanum um leið og árleg
fjárveiting til hans var fjór-
földuð.
Fyrir þetta er skylda þjóðar-
innar að bæta, þó seint sé. Ég
skora hérmeð á Alþingi að taka
þetta mál til rækilegrar athug-
unar, þegar það kemur saman
næst, og sýna þá í verkinu, að
það kunni að heiðra minningu
þessa ágætismanns á viðunandi
hátt. Mætti ekki minna vera,
en að honum væri reist minnis-
merki fyrir ríkisfé, af líkri gerð
og hið áðurnefnda minnismerki
Halldórs Vilhjálmssonar, og að
þau stæðu hlið við hlið þar sem
minnismerki Halldórs var val-
inn staður.
Þeir af nemendum Halldórs
Vilhjálmssonar, sem ræður
fluttu á hátíðinni, óskuðu þess,
að hans andi mætti lifa sem
lengst á Hvanneyri og meðal
þjóðarinnar. Ég vil hér með óska
þess, að andi Hjartar Snorrason-
ar — andi karlmennsku og
drengskapar og þróttmikils at-
hafnalífs, mætti lifa sem lengst
með þjóð vorri.
í þessum orðum mínum felst
þó engin vantraustsyfirlýsing á
núverandi skólastjóra, þvert á
móti kæmi mér ekki á óvart, þó
þjóðin öll óskaði þess innan
skamms, að þessi ungi, yfirlætis-
lausi maður mætti sem lengst
gegna forstöðu Hvanneyrar-
skólans.
Sigurjón Kristjánsson.
of skammt. Þetta er ekki sagt
neinum til lasts, en svona er
þetta. Hér er miklu færra, sem
reynir á þegnskapínn, og er þá
að furða þótt sá skapgerðarþátt-
ur verði veikari en skyldi, eins
og vöðvi, sem aldrei er reynt
neitt á.
Þetta er alvörumál, miklu
meira en margir ætla. Hér er að
koma veila í okkar uppeldi. Við
getum kennt þessum börnum og
unglingum ósköpin öll af alls-
konar fræðum. En það er ekki
hægt að kenna allt í skólastof-
unni. Sumt verða nemendurnir
að lifa sjálfir. Gull skapgerðar-
innar verður að minnstu leyti
unnið úr bókum og lexíum. Það
verður að vinnast úr hinu harða
grjóti reynslunnar sjálfrar, og
stælast við eld og ís þess lífs, sem
ekki er eintómt meðlæti, ekki
eintóm réttindi en engar, eða
fáar, skyldur.
Það er ekki hollt það uppeldi,
þar sem ekki fylgjast að, jöfn-
um höndum, skyldur og rétt-
indi. Það á ekki að takmarka
eða skerða réttindi einstakling-
anna. Frjálsmannleg afstaða til
þeirra er aðalsmerki lýðfrjálsra
ríkja, en það á jafnframt að
krefjast þess að þau séu ekki
misnotuð. Það á að gera miklar
kröfur til þeirra þegna, sem
þjóðfélagið elur upp, og því
meiri sem það kostar meira til
uppeldis þeirra.
Aldrei hefir þjóðfélagið lagt
fram meira fé og krafta til upp-
eldis æskunnar 1 landinu sem nú,
og mætti þó vera meira. Við get-
um ekki sætt okkur við annað,
en að þetta sjáist greinilega 1
auknum manndómi og menn-
ingu. Með hverri nýrri mennta-
og uppeldisstofnun á að gera
nýjar kröfur til æskunnar og
manndóms hennar. Okkar fjöl-
menna, og að mörgu leyti glæsi-
lega, skólaæska á ekki aðeins að
þekkjast á því, að hún veit mik-
ið og er frjálsmannleg í öllu fari.
Hún á einnig að búa yfir þeirri
þrautseigu karlmennsku í hverri
raun, sem hefir auðkennt hið
óskólagengna alþýðufólk, þeim
þegnskap í stærri og smærri
hlutverkum lífsins, sem hefir
verið aðalsmerki margra hinna
lægst settu og ómenntuðustu í
þjóðfélaginu.
Þjóð, sem barist hefir fyrir
lífinu svo harðri baráttu, að
fá dæmi munu vera til, stendur
á hættulegum vegamótum, þeg-
ar nútímatæknin, með allar
sínar vélar, kemur til hennar
einn góðan veðurdag og býður
henni þjónustu sína. Það er
hætt við, að sú þjóð líti á vinn-
una, erfiðið, sem hálfgert böl, en
allt það, sem getur létt henni af
mönnum, horfa til framfara og
heilla. Það er ekki hægt að neita
því, að þetta hefir verið nokk-
urskonar guðspjall síðustu tíma.
Það er varla ámælisvert þótt
þessarar skoðunar gæti hjá þjóð,
sem hefir lifað við þrældóm, og
lifir að nokkru leyti enn. En það
er hættulegur boðskapur fyrir
þá, sem landið eiga að erfa, fyrir
æskuna, sem á ef til vill um það
að velja, að ganga hinn þrönga
veg út í framleiðslustörf þjóð-
félagsins, eða hinn breiða veg-
inn, sem gerir mönnunum mögu-
(Framh. á 4. síOu)
II ii ii id happdrættid
áður en þér faríð úr bænum!
Dregið verdur
á iiiáiiiiilas'iiiii
Mjélk — skyr
imjör -- Oiitar
„Hngiu önnur næring
getnr komið I stað in jólkur".
segir prófessor E. Langfeldt. Og hann segir ennfremur: „í mjólk
eru öll næringarefni:
Eggjahvítuefni, kolvetni, fita, sölt og f jörefni.
Mjólkurneyzla kemur í veg fyrir næringarsjúkdóma og tryggir
hinni uppvaxandi kynslóð hreysti og heilbrigði.“
Yfirlæknir dr. med A. Tanberg segir m. a. „Það getur ekki
leikið á tveim tungum, að rétt notkun
mjólkur og mjólkurafurða
í daglegri fæðu er eitt áhrifamesta ráðið til þess að auka hreysti
og heilbrigði þjóðarinnar.“
Á sumrin er mjólkin næringarmeiri og VITAMÍN-AUÐUGRI
en á öðrum tímum ársins. Fyrir því er nú rétti tíminn fyrir hvern
og einn að auka mjólkurskammt sinn.
Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag.
IVIðursuðuverksmlðja. — Bjúgnagerð.
Reykhús. — Frystihús.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt
Kaupendur Tímans
eru vinsamlega beðnir að láta
afgreiðsluna vita um breytingar
á heimilisföngum, til að fyrir-
byff&ja töf á blaðinu til þeirra.
og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð,
mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt
allskonar, fryst og geymt i vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma-
é
kröfum.
Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur.
Étbreiðið T I Vl \ V IV
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um
allt land.
124 William McLeocL Raine:
héldu þau til hesthússins og lögðu á tvo
hesta.
— Það er sennilegt, að náunginn leiti
á alfaraleið og treysti að komast þannig
burt, þar sem símalínurnar eru slitnar,
sagði Prescott. — Ég býst við að hann
fari til Tincup eða Meridian. Hvert
stefndi hann annars?
— Ég sá ekki til hans þegar hann fór,
svaraði Molly, en henni féll samt þungt
að þurfa að leika það hlutverk, sem
hún hafði tekið að sér.
Hún reyndi ekki að fegra gerðir slnar
með sjálfri sér. Hún laug af ásettu ráði
að föður sínum, til þess að hjálpa glæpa-
manni á flótta undan réttvísinni. Hún
hætti að minnsta kosti áhrifum sínum
í þá átt, þó hún lygi ekki beint að honum
með orðum. Hún hafði lofað, að trufla
ekki framar, og gera það sem henni yrði
sagt. Samt hafði hún farið út, til þess
að sjá svo um, að faðir hennar tæki
skakka stefnu, og til þess að gera sjálf,
spor flóttamannsins ósýnileg, ef mögu-
legt væri.
— Hvar skyldirðu við hann, spurði
prescott.
— Það hlýtur að hafa verið eínhverns-
staðar hérna, svaraði Molly.
Prescott brá fyrir sig vasaljósinu, en
þarna var troðið bæði af hestum og
mönnum, svo ekkert var á því að græða.
Flóttamaðurinn frá Texas 121
sár á höfuðið og orðið af fanga, sem hefði
orðið þér til mikillar frægðar.
— Sárið á höfðinu grær, og hvað fang-
anum viðkemur, þá hefi ég ekki misst
af honum nema um stundarsakir.
— Þú ert þó hvítur maður, Steve. Það
verð ég að segja, sagði Prescott ákafur.
— Þetta er meira en þetta litla flón á
skilið.
Walsh leit á Molly og brosti.
— Hvernig eigum við að vita hvað hún
á skilið, Clint? Þú gerir þó varla ráð fyr-
ir að henni hafi þótt gaman að klifra
hingað og gera það, sem hún gerði? Það
hefði vel getað komið fyrir, að ég hefði
skotið hana í myrkrinu. Það hefir þurft
kjark til þess, skal ég segja þér. Henni
fanst hann eiga þetta hjá sér. Við gerum
öll glappaskot, en við gerum þau ekki öll
af göfuglyndi.
— Ó, þú ert kveljandi, Steve, hrópaði
Molly og beit saman tönnunum til þess
að halda aftur af tárunum. — Ég held
ég hafi verið asni, — og ég veit ég var
það.
— Ég hefi verk að vinna, Clint, sagði
sýslumaöurinn hörkulega. — Ég vil
komast að því hvaða leið hann fór, áð-
ur en piltarnir þínir fara á fætur og
troða slóð hans. Getur þú kallað á ein-
hvern til þess að söðla hest minn? En
fyrst þurfum við að koma okkur saman