Tíminn - 13.07.1939, Page 1

Tíminn - 13.07.1939, Page 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu I D. SÍMAR: 4373 Og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árjg. Reykjavík, fimmtudaginn 13. júlí 1939 80. blað Islenzk kona verður próiessor við háskól- ann í New-York Mrs. Dora S. Lewis, er undan- farin tvö ár hefir skipað stöðu í Seattle, sem umsjónarmaður borgarinnar með menntun í heimilishagfræði, hefir nýverið hlotið kjör sem prófessor við New York háskóla. Tekur hún við stöðunni þar á komandi hausti, sem prófessor í uppeld- ismálum og formaður þeirrar deildar, sem fjallar um stofn- un heimila og heimilishagfræði. Er þetta því fullkomið pró- fessors embætti að viðbættri deildarstjórn við þennan mikla háskóla. Er talsvert á 3ja hundr- að kennara í uppeldismála- deildinni einni við þessa um- fangsmiklu menntastofnun, en tala nemenda, er innritazt hafa fyrir lengri eða skemmri nám- skeið á þessu ári um fjörutíu og þrjú þúsund. Er þetta því ein Frá œðarvarpinu á Mýrurn í Dýrafirði. W Dúntekja hefír minnkað á síðari árum Nauðsynlegt að gerðar séu ráðstafanír, sem stuðla að aukningu hennar Afstaða Baodaríkjanna til Evrópustyrjaldar Átökín í þíngfinu um hlutleysislögín Mrs. Dora S. Lewis. af risavöxnustu menntastofn- unum Bandaríkjanna, sem nýt- ur einnig hins mesta álits. Er því ekki lítill heiður að hljóta þar prófessorsembætti, án þess að sækja um stöðuna, einungis vegna þess að hlutaðeigandi hefir orðið þjóðkunn á sviði þeirrar fræðimennsku, er hún stundar og fyrir persónulega glæsimennsku í hvívetna. Mrs. Dora S. Lewis er fædd að Milton í Norður-Dakota og er dóttir Sumarliða gullsmiðs Sum- arliðasonar, er andaðist vestur við Kyrrahaf 1927, og seinni konu hans, Helgu Kristjáns- dóttur, sem enn er á lífi og ern. Hafa þær mæðgur átt heimili saman nú síðustu árin. Heimili þeirra Sumarliða og Helgu hafði það til að bera af gáfum og mannkostum, að traustur grundvöllur var þar lagður til manngildis. í barnæsku fluttist Dora með foreldrum sínum vest- ur að Kyrrahafi. Var heimili þeirra fyrst í Seattle og síðan í nánd við Olympia í Washington- ríki. Naut Dora þar venjulegrar barna- og miðskólamenntunar. Sýndi hún snemma bæði gáfur og kapp við námið. Að loknu námi við kennaraskóla stundaði hún kennslu á barnaskólum í fimm ár. Ung giftist hún efni- légum innlendum búfræðing (Framh. á 4. síðuj Æðarvarp hefir jafnan verið talið með nytsömustu hlunni,ndum hér á landi og er það enn í dag. Eftirspurn eftir æðardún héðan er mik- il erlendis og verðið hátt. Er engin hætta á því, að ekki sé hægt að fá góðan markað fyrir íslenzka æðar- dúninn, þótt framleiðslan margfaldaðist. Möguleikar til þess að auka dúnframleiðsluna eru miklir, en á síðari árum hefir lítið verið gert til að hagnýta þá og á sum- um stöðum gengur varpið til baka, sökum hirðuleysis. Sýna hagskýrslur seinustu ára að dún- tekjan fer heldur minnkandi. Þannig var meðalframleiðsla ár- anna 1926—30 talin 4007 kg., en ekki nema 3234 kg. árin 1931— 35. Árið 1936, en yngri skýrslur eru enn ekki til, nam öll dún- framleiðslan 3.011 kg. Sam- kvæmt útflutningsskýrslum nam útflutningur æðardúns 1937 2360 kg. og fékkst fyrir hann 148 þús. kr., en 1938 nam útflutningurinn ekki nema 1928 kg. og seldist hann fyrir 119 þús. kr. Geta má þess, að 1938 nam útflutningur refaskinna ekki nema 63 þús. kr. og 1938 58 þús. kr. Æðardúnninn gefur því enn meiri gjaldeyris- tekjur en refaskinnin og þarf þó vissulega minna fyrir honum að hafa. Það andvaraleysi, sem ríkt hefir um dúnframleiðsluna, má ekki haldast áfram eins og verið heflr. Það þarf að vinna að aukningu varpsins, þar sem það er nú, og reyna að koma því upp á fleiri stöðum. Okkur íslend- ingum hættir til, að kunna ekki að meta nægilega þau hlunnindi, sem við höfum átt, og látum þau gleymast meðan við erum að baslast við að taka upp ýmsar aðfluttar, fyrirhafnarmeiri og arðminni atvinnugreinar. Þann- ig hefir t. d. lax- og silungsveið- in verið vanrækt til skamms tíma, en nú höfum við loks skilið hversu óhagfellt það hefir verið, og hefir því víða verið hafizt myndarlega handa, til að ráða bót á þvi. Dúntekjuna þarf að taka svipuðum tökum og er alveg (Framh. á 4. síðu) Það er flestra dómur, að þátttaka Bandaríkjanna í heimsstyrjöldinni seinustu hafi ráðið úrslitum hennar. Það er því ekki að undra, þótt mörgum sé það mikið áhyggju- efni, hver afstaða Bandaríkj- anna verður í næstu heimsstyrj- öld. Á þingi Bandaríkjanna eru nú hörð átök um hlutleysislögin svokölluðu og munu úrslit þeirra gefa það nokkurnveginn til kynna, hvaða afstöðu megi vænta af Bandaríkjunum til Evrópustyrj aldar. Hlutleysislögin voru sett árið 1936. Höfuðatriði þeirra eru tvö. í fyrsta lagi banna þau alla vopna- og skotfæraflutninga til ríkja, sem eiga í ófriði. í öðru lagi ákveða þau, að því aðeins megi selja aðrar vörur til ann- arra landa, að kaupandi greiði þær skilvíslega og annist flutn- inginn sjálfur. Með lögunum átti þannig að tryggja fullkomið hlutleysi Bandaríkjanna í styrj- öld. Það hefir oft verið sýnt fram á, að síðari ákvæði hlutleysis- laganna væru hagfelldari fyrir Breta og Frakka en andstæðinga þeirra, ef til styrjaldar kæmi i Evrópu. Bretar og Frakkar gætu þá keypt og flutt forðavörur frá Bandaríkjunum, en slikt væri ógerlegt fyrir Þjóðverja og ítali, sem hefðu minni kaupmátt og myndu heldur ekki geta haldið uppi siglingum til Bandaríkj- anna, sökum siglingabanns enska flotans. Þegar hlutleysislögin voru sett, má fullyrða, að þau hafi verið í fyllsta samræmi við almennings- álitið í Bandaríkjunum. En síðan hefir margt gerzt. Yfirgangur fasistaríkjanna hefir farið vaxandi. Japanir hafa haf- ið innrás sína í Kína og Þjóð- verjar hafa slegið eign sinni á Austurríki og Tékkoslóvakíu. Þetta hefir haft mikil áhrif á al- menningsálitið í Bandaríkjunum og skapað sterka andúð gegn f asistaríkj unum. Kunnugur maður hefir nýlega látið svo um mælt, að það væri _A. Dýraverndunarfélag íslands. — Frá Kaupfélagi Borgfirðinga. — Bæjarhúsin í Glaumbæ í Skagafirði. — Kynningarmót ungmennafélaga í Austur-Húna- ---------- vatnssýslu. ---------- Dýraverndunarfélag íslands á aldar- fjórðungsstarfs að minnast í dag. Var það stofnað 13. júlí 1914 og voru stofn- endur 37. Hinn fyrsti formaður fé- lagsins var Tryggvi Gunnarsson bankastjóri. Núverandi formaður þess er Þórarinn Kristjánsson hafnarstjóri. Verkefni félagsins hafa frá upphafi til þessa dags verið þau, að beita sér fyrir aukinni mannúð í garð dýranna. Hefir það reynt að ná þessu takmarki, bæði með nýjum lagaboðum og eftirliti og með því að hafa áhrif á hugarfar fólks. Meðal þess, sem þakka má fé- laginu að talsverðu leyti, er að nú er fyrir alllöngu lögð niður hin sóðalega og siðlausa aðferð við slátrun sauð- fjár, hálsskurðurinn, og að lög hafa verið sett um geldingu húsdýra. Af öðrum verkefnum þess má nefna eftir- lit með fóðurásetningi, meðferð vagn- hesta í kaupstöðum landsins, aðbúnaði að útflutningshrossum, flutningi fén- aðar á bifreiðum og mörgu fleiru. Eftir því, sem árin hafa liðið, hafa þessi verkefni nokkuð breytzt eins og annað í þjóðfélaginu, en ávallt hefir verið ærið að starfa að og svo mun verða enn um langa hrið. Dýraverndunar- félag íslands á hug allra góðra manna í landinu. t t r Kaupfélag Borgfirðinga tók í fyrra upp þá nýbreytni, að bjóða húsmæðr- um á félagssvæðinu í tveggja daga skemmtiför austur í Árnessýslu, þeim að öllu að kostnaðarlausu. Póru konur úr sjö hreppum, Reykholtsdal, Hálsa- sveit, Hvítársíðu, Þverárhlíð, Borgar- hreppi, Álftaneshreppi og Hraun- hreppi slíka ferð í fyrrasumar. Nú í sumar hafa konur úr öðrum sjö sveit- um, Lundarreykjadal, Skorradal, Andakíl, Stafholtstungum, Norðurár- dal, Kolbeinsstaðahreppi og Eyja- hreppi orðið þessa aðnjótandi. Var farið í tveim hópum seinustu dagana í júnimánuði. Hafa alls um 300 konur tekið þátt í þessum hópferðum og næsta ár er fyrirhugað að gefa félags- konum í Borgarnesi kost hins sama. Konurnar hafa verið sóttar hver í sitt byggðarlag á fleiri eða færri staði, eftir því sem til hagar um vegi og legu byggðarinnar. Hefir ferðum venjulega verið svo hagað, að farið hefir verið fyrir Hvalfjörð um Kjós, Kjalarnes og Mosfellsdal til Þingvalla. Þaðan suður Grafning að Sogsfossum og í Þrastaskóg og að Laugarvatni. Prá Laugarvatni hefir verið farið að Gullfossi og stundum að Geysi og síðan heimleiðis. Oftast hefir verið komið að Reykjum í Mosfellssveit í annarri hvorri leiðinni. t r t Enskur aðalsmaður, Mark Watson að nafni, sem dvalið hefir í Skaga- firði tvö undanfarin sumur og ferð- azt talsvert hér á landi, hefir gefið ríflega íjárupphæð til að standast kostnað af viðgerð og viðhaldi á bæj- arhúsunum í Glaumbæ í Skagafirði. En í Glaumbæ eru húsakynni mjög gömul, sum að talið er yfir hundrað ára, og fyrir margra hluta sakir hin merkilegustu. Er gjöf Englendingsins miðuð við það, að halda þeim að öllu leyti í sama stíl og með sama fyrir- komulagi og þau eru nú. Er um þess- ar mundir verið að endurbyggja bað- stofuna og fleiri viðgerðir á að fram- kvæma á bæjarhúsunum þar í sumar, eftir því sem tími og fé vinnst til. Eng- lendingurinn, sem féð lagði að mörk- um, er væntanlegur hingað til lands í septembermánuði. Bæjarhúsin eru nú og hér eftir í vörzlu fornminjavarð- arins. t t t Samband ungmennafélaganna í Austur-Húnavatnssýslu gekkst fyrir kynningarmóti æskufólks á sambands- svæðinu á sunnudaginn var. Tóku þátt í því um hundrað manns frá sex fé- lögum af sjö, sem í sambandinu eru. Mætzt var á Hnjúkshnjúk að afliðandi hádegi. Komu þeir, sem langt áttu að sækja, á bifreiðum, en aðrir ríðandi. Nokkur þoka var, svo að útsýnis yfir byggðina naut ekki sem skyldi. Fólk skemmti sér við ræðuhöld og söng. Flutti Bjarni Jónasson kennari í Blöndudalshólum erindi um upphaf ungmennafélagsskaparins á íslandi og CORDELL HULL, utanrikisráðherra Bandaríkjanna. — Hann hefir barizt mjög ákveðið fyrir afnámi hlutleysislaganna. tvennt, sem allur meginþorri Ameríkumanna ætti sameigin- legt. Annað væri andúðin gegn fasistaríkjunum. Hitt væri mót- staðan gegn þátttöku Banda- ríkjanna í næstu heimsstyrjöld. Roosevelt hefir reynt að sam- eina þetta hvorttveggja í utan- ríkismálastefnu sinni. Hann hefir iðulega lýst yfir því, að hann væri því algerlega mótfallinn að Bandaríkin sendu nokkurntíma aftur her til að falla á vígvöllunum í Evrópu. En hinsvegar ættu Bandaríkjamenn að láta sig ástandið þar miklu skipta. Þeir mættu ekki gera neitt það eða iáta eitthvað það ógert, sem gæti hvatt yfirgangs- ríkin þar til aukins ójafnaðar. En slíkt væri í raun og veru gert með hlutleysislögunum, þar sem þau væru látin ná jafnt til frið- sömu ríkjanna og árásarríkj- anna. Þess vegna ætti að nema þau úr gildi. Með því væru Bandaríkin að veita fasistarikj- unum áminningu, sem gæti hjálpað til að draga úr yfirgangi þeirra. Fasistaríkin yrðu ófúsari til að hefja styrjöld, ef þeim væri ljóst fyriTfram, að Bretar og Frakkar gætu keypt vopn og vörur í Bandaríkjunum. Sá stuðningur, sem lýðræðisþjóð- um Evrópu væri veittur á þann hátt, gæti líka hæglega ráðið úrslitum styrjaldarinnar. Stjórnin hefir því lagt til við þingið, að hlutleysislögin yrðu numin úr gildi. Þessi tillaga stjórnarinnar hefir sætt mikilli mótspyrnu. Eftir harðar umræður samþykkti fulltrúadeildin með 200 : 188 at- kvæðum, að láta vopnasölubann- ið gilda áfram, en gerði þá breyt- ingu, að leyfilegt væri að selja flugvélar og ýms tæki, sem ekki teljast beint til vopna, en eru þó aðallega notuð í styrjöld. Öld- ungadeildin fékk lögin síðan til meðferðar og hefir nefnd sú, sem fékk þau til athugunar, lagt til að afgreiðslu þeirra yrði frestað til hausts, en deildin tekur sér sumarfrí í næstu mánaðarlok. Roosevelt og ráðherrar hans hafa beitt sér mjög harðlega gegn þessum drætti á málinu. Hefir forsetinn látið svo um mælt, að meðferð þingsins á lög- unum geti tæplega haft önnur áhrif en að hvetja fasistaríkin til aukins yfirgangs. Reynir stjórnin því eftir megni að fá málið endanlega afgreitt áður en sumarleyfi þingsins hefst. Enn verður því ekki sagt, hvernig þessu máli lýkur. Þótt stjórninni hafi ekki tekizt að vinna nema hálfan sigur í full- trúadeildinni, gefa úrslitin þar eigi að síður glöggt til kynna, hversu miklar breytingar hafa orðið á afstöðunni til þessa máls siðan' 1936, þegar lögin höfðu nær óskift fylgi þingsins. í byrjun heimsstyrjaldarinnar seinustu lét amerískur stjórn- (Framh. á 4. siðu) A víðavangi Hermann Jónasson forsætis- ráðherra er nýkominn heim úr ferðalagi um Strandasýslu. Hélt hann leiðarþing á fimm stöðum, Bæ, Stóra-Fjarðarhorni, Hólma- vík, Kaldrananesi og Árnesi. — Fundirnir voru allsstaðar vel sóttir, nema á Stóra-Fjarðar- horni, en þar er líka venjulega lítil fundarsókn. Á hinum stöð- unum var fundarsóknin svipuð og á framboðsfundunum og er hún venjulegast mjög mikil, því Strandamenn hafa mikinn á- huga fyrir landsmálum. Máli ráðherrans var allsstaðar vel tekið og andstaða gegn honum eða ríkisstjórninni kom hvergi fram. * * * Piltur, sem hefir fallið fyrir forsætisráðherranum í Stranda- sýslu, reynir að halda þvi fram, að forsætisráðherra hafi haft „tvær tungur“ á fundum, stund- um hefði hann farið hóflegum orðum um Sjálfstæðisflokkinn, en stundum deilt þunglega á hann fyrir samningamakk við kommúnista. Einkum hafi hann gert það síðarnefnda á Kald- rananesfundinum. Þar hafi hann reynt að svívirða Sjálf- stæðisflokkinn á hinn „herfileg- asta hátt“ fyrir samvinnu flokksins við kommúnista á Norðfirði og í Hafnarfirði. Þetta hafi ráðherrann gert sökum þess, að hann hafi haldið að enginn sjálfstæðismaður væri viðstaddur. í raun og veru þarf ekki að svara þessu hér, því ráð- herrann hefir þegar gert það bezt með því, að kaupa nokkur eintök af Vísi og senda þau mönnum í Strandasýslu, svo þeir geti með eigin augum dæmt um þann fréttaflutning utan úr sveitum, sem Reykvíkingar fá í íhaldsblöðunum. Rétt þykir samt að benda Vísi á það, að ráðherrann hefir aldrei farið í launkofa með skoðun sina um leynimakk kommúnista og nokk- urs hluta Sjálfstæðisflokksins um aukinn vinnuófrið í landinu. Er skemmst í þeim efnum að minna á ræðu ráðherrans, sem hann flutti í seinustu útvarps- umræðum og síðan var birt hér í blaðinu. Þar gerði hann mjög skýra grein fyrir þessu atriði og með því að lesa ræðuna getur Vísi sannfært sig um, að ráð- herrann hefir ekki verið að laumast til að segja kjósendum sínum eitthvað um Sjálfstæðis- flokkinn, sem hann hafi ekki þorað að segja annarsstaðar. * * * Eysteinn Jónsson viðskipta- málaráðherra kom heim í gær- kvöldi eftir nær fjögra vikna ferðalag um kjördæmi sitt, Suð- ur Múlasýslu. Hélt hann þar alls 12 leiðarþing, ásamt hinum þingmanni kjördæmisins, Ing- vari Pálmasyni. Voru þau yfir- leitt vel sótt og andstaða kom hvergi fram, nema hvað Arnór Sigurjónsson var látinn tala fyrir kommúnista á sumum leiðarþingum í kauptúnunum. Auk þessa mætti Eysteinn á flokkshátíðum Framsóknar- manna á Hrafnagili og Hall- ormsstað og flutti ræður. * * * Vísir læzt vera mjög vondur yfir því, að Eysteinn Jónsson hafi talað um það á Hrafna- gilshátíðinni, að kommúnistar hafi reynt að ná samvinnu við verri helming Sjálfstæðisflokks- ins. Þetta er ekki annað en það, sem öllum er kunnugt. Hins- vegar væri ekki ófróðlegt, ef Vís- ir vildi birta sumar þær ræður, sem fluttar voru á nýloknum flokkssamkomum Sjálfstæðis- manna í Eyjafirði. Þar var m. a. hiklaust gefið í skyn, að Framsóknarflokkurinn hafi leit- að á náðir Sjálfstæðismanna, þegar hann hafi verið búinn að koma öllu í rústir. Það sýnir vel, hvernig sumir Sjálfstæðis- menn túlka málin á einkasam- komum sínum og hversu heilir I (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.