Tíminn - 13.07.1939, Qupperneq 2

Tíminn - 13.07.1939, Qupperneq 2
318 TÖIIW. íimmtndaglim 13, júlí 1939 80. hlað ‘gíminrt Finuntudufiinn 13. júlt Tímarnír breytast og mennírnír með í gærmorgun birti Mbl. grein með hógværri ádeilu á fyrver- andi ríkisstjórn fyrir að hafa ekki stækkað verksmiðjunina á Raufarhöfn nú í sumar, og fyrir að hafa ekki getað útvegað lán erlendis í þessa stækkun. Ég hygg að þessi hógværa á- minning Mbl. kunni að verða talinn vera einn af þeim þátt- um mannlífsins, sem nefndur er kýmni örlaganna. Þegar Magnús Kristjánsson, fjármálaráðherra í Framsóknar- stjórninni, hóf baráttu sína fyrir því að gera síldariðjuna íslenzka með því að koma upp ríkis- bræðslu á Siglufirði, þá mætti sú nýjung mjög ákveðinni and- stöðu hér í landi frá nálega öll- um meiriháttar forustumönnum útvegsins og samkeppnisverzlun- um. Og eins og allir vita var Mbl. sá predikunarstóll, sem allir þessir andstæðingar ríkisbræðsl- anna stigu í, þegar þeir ifluttu borgurum landsins kveðju sína. Það er líka rétt, að draga það ekki af Mbl. eða umboðsmönnum þess, að í andófinu í þessu máli beittu andstæðingar Framsókn- armanna þeirri hörku og þeirri seiglu, sem grundvallast á einlægri sarinfæringu um að barizt sé fyrir réttu máli. En eftir að Framsóknarmenn höfðu sigrað í þessu máli, og nýjar greinar sprottið árlega á þeim meið, sem M. Kr. gróðursetti á Siglufirði 1928, kemur hið sama Mbl. og segir: Hversvegna stofn- ar ekki Framsóknarflokkurinn enn fleiri ríkisbræðslur? í þessu er fólgið allmikið ó- samræmi. En svar Framsóknar- manna er afar einfalt. Við hóf- um baráttuna fyrir þessum mikla iðnaði. Við höfum stutt málið síðan þá. En eins og við sýndum fulla dómgreind í því, hversu við hófum málið,og meiri en þeir, sem þá unnu gegn því, svo látum við einnig nú dóm- greind, en ekki augnablikstil- finningar, ráða því hversu hag- að er aukningu þessa atvinnu- reksturs. Hin ásökun Mbl. um að Fram- sóknarstjórnin hafi sýnt lið- leskju að afla erlends lánsfjár í stækkun Raufarhafnarverk- smiðjurnar, er ekk veigamikil. Er þá þess fyrst að gæta, að nú er verið að vinna að stækk- un verksmiðjunnar, og að sum af dýrari áhöldum í nýju verk- smiðjuna eru komin á staðinn. En að ekki var meira hraðað verkinu í vetur og vor kom af erfiðleikum við öflun lánsfjár með viðunandi kjörum. Mér finnst að Mbl. ætti að hafa betra yfirlit um lántöku- mál, heldur en kemur fram í þessari grein. Allir íslendingar vita, að Rvíkurbær er búinn að vera á hnotskóg mánuðum sam- an um lán í fyrirtæki, sem á að vera ennþá áhættuminna en síldarbræðsla. í þessu skyni hafa sendimenn bæjarins farið land úr landi, og allstaðar fengið neitun, þar til danskir fésýslu- menn komu til skjalanna, og hafa hálflofað láni með skilyrð- um, sem eru ekki sambærileg við nein önnur lántökukjör, sem íslandi hafa verið boðin síðan landið tók við stjórn sinna mála. Má af þessu sjá, að ekki er auð- hlaupið að lántökum með sæmi- legum kjörum í íslenzkt at- vinnulíf um þessar mundir. Rétt um þessar mundir hafa þrír af flokksmönnum Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokksins staðið hlið við hlið móti brölti Helga Guðmundssonar í Útvegs- bankanum og nokkurra komm- únista á Siglufirði. Þormóður Eyjólfsson, Þorsteinn M. Jónsson og Sveinn Benediktsson hafa lagt fram ítarlegar og rökstudd- ar tillögur um stækkun ríkis- bræðslanna á Raufarhöfn og Siglufirði. En þeir eru eindregið á móti því, að kommúnistar á Siglufirði hefji samkeppnis- iðju þar á staðnum við ríkis- bræðslurnar. Hafa þeir sannað með fullum rökum, að ef komm- únistar byggja 5000 mála verk- smiðju að nýju, þá kostar sú framkvæmd að minnsta kosti Rafmagnsmál Hvernig er hægt að aíla f jár til |iess að koma upp uýjum rafveitum? Salan á Reykholtshver Eftir Hilmar Steiánsson bankastjóra Á síðustu árum hefir verið komið upp stórum rafveitum til almenningsnota í kaupstöðum og kauptúnum. Stærst þessara fyrirtækja er Sogsvirkjunin, en einnig má nefna rafveitu ísa- fjarðar og Laxárvirkjunina, sem nú er verið að framkvæma. Rafveitum þessum hefir verið komið upp fyrir erlent lánsfé með ábyrgð ríkisins. Fyrir síðustu þingum hafa leg- ið tillögur um ríkisábyrgðir fyrir ný rafveitufyrirtæki, sérstaklega til leiðslu rafmagns frá Soginu til kauptúnanna austanfjalls og fleiri staða. Það er eðlilegt að hálfa milljón króna meira en jafnmikil stækkun á ríkis- bræðslunum. Mun stjórn ríkis- verksmiðjanna hafa í huga að koma til Reykjavíkur innan skamms og ræða við ríkisstjórn og stuðningsflokka hennar við verksmiðjumálin, og frambúðar- aðgerðir í þeim efnum. En þar sem Helgi Guðmunds- son telur sig þess umkominn að hleypa stórfyrirtækjum af stað með sinni forgöngu, er ekki fjarri lagi, að minna forráða- menn í fjármálum landsins á þá staðreynd, að þessi banka- stjóri gekk fyrir nokkrum árum í ábyrgð, gagnvart útlendu firma á stóru láni til iðnreksturs hér á landi. En þegar til átti að taka gat Helgi Guðmundsson ekki staðið við ábyrgðina. Myndu ís- lendingar þeir, sem í fyrirtækið hefðu lagt, hafa tapað hverjum eyri, sem þeir áttu þar í hættu, ef Landsbankinn hefði ekki skor ið aðalbankastj. Útvegsbankans úr þeirri fjárhagslegu henging- aról, sem hann hafði snúið að hálsi þeirrar stofnunar, sem hönum var falið að stýra. Kem- ur nú enn að hinu sama, að meta á hve traustum grund- velli standa ráð Helga þessa og vina hans á Siglufirði, kommún- istanna, í meira hluta bæjar- stjórnar. Framsóknarmenn hafa að vísu skapað ríkisrekstur í síldariðju, þrátt fyrir megn andmæli. En þeir byggðu þar á traustum grunni. Þeir vilja þróun og vöxir þessarar iðju, en þó sé byggt á hóflegum grundvelli og réttum rökum. Þennan grundvöll telja þeir Helga Guðmundsson og kommúnista á Siglufirði ólík- lega til að byggja, og mun þess- vegna eindregið fylgja tillögum verksmiðjustjórnarinnar, um örugga og hóflega þróun þess- ara mála. Bylting á þar ekki við fremur en um önnur íslenzk málefni. J. J. slíkar óskir komi fram á Al- þingi, því að það fólk, sem býr á þessum stöðum, hefir að sjálf- sögðu engu minni rétt til aðstoð- ar ríkisins heldur en þeir, sem hafa fengið ríkisábyrgðir fyrir rafveitulánum að undanförnu. Forstöðumaður rafmagnseft- irlitsins hefir gert áætlanir um veitur frá Sogsvirkjuninni til Hveragerðis, Selfoss, Eyrar- bakka, Stokkseyrar, Vestmanna- eyja, Hafnarfjarðar, Keflavíkur, Grindavíkur, Sandgerðis, Akra- ness, Borgarness og Hvanneyr- ar. Hann gerði ráð fyrir að stofnkostnaður þessara fyrir- tækja yrði samtals allt að 3y2 milj. kr„ en síðan áætlanirnar voru gerðar hefir orðið nokkur hækkun á efni, og má því búast við að stofnkostnaðurinn yrði meiri. Á þeim stöðum, sem þess- ar rafveitur myndu ná til, búa 15—16 þús. manns. En að því er snertir suma af þessum stöðum, kemur til álita hvort heppilegra sé að fullnægja rafmagnsþörf þeirra með orkuveitum frá Sog- inu eða með því að virkja önnur vatnsöfl. Auk þeirra staða, sem hér hafa verið nefndir, hafa mörg önnur héruð landsins ónotaða mögu- leika til rafmagnsframleiðslu; sem sjálfsagt verður reynt að nota smám saman, eftir því sem ástæður leyfa. Má því búast við mörgum umsóknum til Alþingis um aðstoð til að koma upp raf- stöðvum og rafveitum á næstu árum, og þarf að athuga á hvern hátt sé hægt að útvega það mikla fjármagn, sem þarf til þessara nauðsynlegu fram- kvæmda. í Noregi eru innheimt svo- nefnd einkaleyfisgjöld af raf- magnsstöðvum, og eru þau lögð í sérstakan sjóð, sem m. a. er varið til styrktar nýjum raf- magnsstöðvum. í þeim sjóði voru um 71/2 milj. kr. árið 1938. Önnur gjöld eru einnig tekin þar af rafmagnsstöðvum og rafmagns- sölu, sem greiðast í sérstaka sjóði, en það fé á að nota 'til að útbreiða raforku í landinu. Þegar leitað er að möguleikum til áð greiða íyrir útbreiðslu raf- magnsins hér á landi, ætti vel að athuga hvort ekki mætti taka Norðmenn til fyrirmyndar og afla fjár til nýrra rafveitu- fyrirtækja að einhverju leyti með því að leggja nokkur gjöld á þær rafveitur til almennings- nota, sem nú eru starfræktar í landinu og sem komið hefir ver- ið upp með fjárhagslegri aðstoð frá ríkinu. Fé það, sem þannig safnaðist, yrði lagt í rafveitu- sjóð, sem síðan annaðist lán- Jón Halldórsson frá Stóra- Fljóti í Biskupstungum er nú á tíræðisaldri. Hann hefir alið all- an sinn aldur í Tungunum, og hefir lengi verið talinn vel efn- um búinn og jafnan vinsæll og velviljaður sveitungum sínum. Fyrir fáum árum gaf Jón sveit sinni jarðeignina Stóra-Fljót með Reykholtshver eftir áeggj- an Þórðar sáluga bróður síns og þótti það hin rausnarlegasta gjöf, enda um mikil verðmæti að ræða. Síðastliðið sumar barst það út, að búið væri að selja jörðina og hverinn, og. fannst mörgum undarlega við bregða. Hinn 30. maí s. 1. birtist í Tím- anum stuttur bréfkafli úr Árnes- sýslu, þar sem sagt er frá þessu og hreppsnefndin átalin fyrir aðgerðir sínar. Og loks birtist svo í sama bíaði 20. júní s. 1. löng „leiðrétting“, þar sem Þor- steinn á Vatnsleysu vitnar í málinu og reynir að þvo hendur sínar. Ég hefði ekki séð ástæðu fyrir mig að leggja neitt opinberlega til þessara mála, ef Þorsteinn hefði ekki farið að blanda sam- an sölu Stóra-Fljóts við sölu á Gröf í Hrunamannahreppi og nefna Búnaðaxbankann í því sambandi. En eina afsökun hans fyrir sölu Reykholtshvers er sú, að Gröf hafi líka verið seld og þar séu nokkur jarðhitarétt- indi. Þorsteinn segir að Búnaðar- bankinn hafi selt Gröf, og þá sé nú ekki mikið við því að segja þó hin dýrmæta eign Bisk- veitingar til nýrra rafstöðva. Vafalaust verða þeir, sem þeg- ar hafa fengið aðstoð ríkisins til rafstöðvabygginga, fúsir til að endurgjalda þá hjálp þjóðar- heildarinnar með því að taka á sig nokkurn skatt til þess að greiða fyrir því, að fleiri lands- menn geti sem fyrst orðið að- njótandi þeirra þæginda, sem rafmagnið veitir. Það er sann- girnismál, að þeir, sem fyrstir hafa fengið opinbera aðstoð til slíkra framkvæmda, greiði fyrir því að nokkrir af þeim mörgu íbúum landsins, sem enn fara á mis við þessi gæði, geti hlotið þau. Og þó að slíkur rafveitu- sjóður gæti ekki á næstu árum fullnægt eftirspurn eftir fjár- magni til framkvæmda á þessu sviði, þá væri með stofnun hans hægt að tryggja það að árlega yrði eitthvað unnið að út- breiðslu raforkunnar, án þess að stórum upphæðum yrði bætt við þær erlendu skuldir, sem nú hvíla á þjóðinni. Skúli Guffmundsson. upstungnahrepps, Stóra-Fljót með Reykholtshver, hafi verið seld. En Búnaðarbankinn hefir aldrei átt Gröf og þar af leið- andi aldrei selt hana. Hinsvegar hafði Kreppulánasjóður á sínum tima tekið veð í Gröf fyrir háu láni, en eins og öllum er kunn- ugt, og þá ekki sízt búnaðar- þingsmönnum, sem langa til þess að láta taka eftir sér með því að skrifa í blöð, er bankinn og Kreppulánasjóður lögum samkvæmt algerlega aðskildar stofnanir, um reikningshald og fjárhag. En þetta smáræði hef- ir nú ruglazt í höfðinu á Þor- steini og skal ekki farið frekar út í það. Eiganda Grafar hafði gengið mjög erfiðlega að standa undir skilum af áhvílandi láni og margra ára vanskil höfðu hlað- izt á það. Honum og öðrum var það því ljóst, að eina leiðin út úr ógöngunum var að selja eignina. Var því jörðin auglýst til sölu á venjulegan hátt, bæði í útvarpi og blöðum, hrepps- nefnd boðinn forkaupsréttur og yfirleitt allt gert, sem hægt var, til þess að sem flestir vissu um, að jörðin væri til sölu. Hæsta boð kom frá læknunum í Reykjavík, er síðan keyptu hana, og verður tæplega séð neitt sér- staklega syndsamlegt við að selja þeim, sem hæstbjóðendum, frekar en öðrum hvítum mönn- um, eftir það sem á undan var gengið og aðrir höfðu engan á- huga sýnt á því að eignast hana. — Nauðungarsala til Kreppu- lánasjóðs fór aldrei fram, og í raun og veru var jörðin seld í umboði fyrri eiganda, enda fékk hann í sínar hendur allt það af andvirði jraðarinnar, sem um- fram var það, sem á hvíldi. Að sjálfsögðu kemur það á engan hátt til mála, að Kreppu- lánasjóður fari að eiga jarðir, sem á annað borð eru seljanleg- ar honum að skaðlausu, eða að hann fari að reka bú á jörðum þeim, sem hann hefir neyðst til að taka vegna vanskila. Kreppu- lánasjóður er stofnun, sem rekin er, allt síðan í árslok 1935, ein- ungis sem innheimtustofnun, með árlegúm halla, sem ríkis- sjóður stendur straum af, og hefir af þeim ástæðum engan eyri til umráða fram yfir það, sem gengur til þess að standa við skuldbindingar hans. Til viðbótar því, sem nú hefir verið sagt um þessa jarðasölu, skal hreppsnefndarmanninum á Vatnsleysu bent á, að það eru ýms fleiri þung rök í þessu máli, sem sýna það berlega, að sala Reykholtshvers og sala Grafar eru ósambærilegir hlutir. — Gröf er mjög landlítil jörð, að- aleignin er túnið. En meðfram því rennur Laxá, og brýtur af því árlega. Eina heita uppsprett- an í Grafarlandi er í túninu, en áður en mjög langt líður er áin komin upp í uppsprettuna. — Ætli margir vildu þá skipta á Reykholtshver og volgrunni í Grafartúni. Sérfræðingar hafa rannsakað landbrotið, og kom- izt að þeirri niðurstöðu, að mjög örðugt muni vera að stöðva það nema með geysi kostnaði. — Fyrir 10 til 12 árum síðan var selt mikið af landi Grafar undir nýbýlið Hvamm. í þessu selda landi eru hverir, sem áður til- heyrðu Gröf. Talið er að vísu, að Gröf muni eiga þar eitthvert tilkall til hitaréttinda, en hvers virði þau kunna að vera, er allt í óvissu. Þorsteinn á Vatns- leysu ætti að minnsta kosti ekki að taka munninn allt of fullan út af því; til þess brestur hann bæði skilning og þekkingu. Gröf er seld út úr neyð, vegna langra vanskila á þungum á- hvílandi skuldum, sem eigand- inn var vonlaus um að geta ris- ið undir. Jörðin liggur undir stórskemmdum af völdum nátt- úrunnar og afnotaréttur jarð- hita liggjandi í annars manns landi vafasamur. Stóra-Fljót með Reykholts- hver var eign sveitarfélags Biskupstungnahrepps, engin lán hvíldu á jörðinni, hverinn stór og aflmikill, bæði að gufu og vatnsmagni og aðstaða öll til virkjunar hans ein hin glæsi- legasta á þessu landi og engin nauðung rak til sölunnar. Gröf var auglýst til sölu alls- staðar þar sem hægt var, í blöð- um og útvarpi. Um sölu Reyk- holtshvers vissi enginn fyr en allt var um garð gengið, ekki einu sinni hreppsnefndin, eftir sögusögn Þorsteins. Því er þetta pukur? Engin kvöð var á gjöf Jóns Halldórssonar önnur en sú, að ekki mátti selja eignina eða veðsetja, en samt er hún seld. Mörgum verður á að spyrja hvernig gat þetta gerzt? Þor- steinn gengur svo langt að full- yrða, að hreppsnefndinni sjálfri, eða eiganda hinnar seldu eign- ar, hafi verið ókunnugt um söl- una. Hver gat selt annar en eigandinn? Hvar er eignarrétt- urinn í þessu máli? Nei, það er útilokað fyrir Þorstein eða nokkurn annan að bera þessa sölu saman við sölu Grafar. Það sem hann á að gera í þessu máli er ekki það,að hefja óviturlegar deilur um ósam- bærilegar sölur á öðrum eignum. Það, sem þyrfti að gera, er það, að fá gætna og velviljaða menn, sem njóta almenns trausts, svo sem þingmenn Árnesinga, til þess að leysa þetta mál með friðsömum hætti, en ekki með skvaldurslegum blaðskrifum, og þá helzt með samkomulagi um lafturköllun sölunnar. Gunnlaug-ur Kristmundsson: Veldur örftröð hnígnun gródurs á Islandi? 1. „Landið var fagurt og frítt, og fannhvítir jöklanna tindar, himininn heiður og blár, hafið var skinandi bjart. Þá komu feðurnir frægu og frjálsræðis hetjurnar góðu austan um hyldýpishaf hingað í sælunnar reit.“ J. H. Sólbjartan sumardag streymir fólkið úr kaupstöðunum upp til fjalla og inn til dala. Útþrá, víð- sýnislöngun, æfintýraþörf og hinn tæri fjalla- og afdalablær kallar það frá bæjarryki, kaffi- húsasvælu og tízkutildri dans- salanna, tilbreytingarleysi skrif- stofustarfanna og oflætings- hætti og tómlæti götulífsins. Það langar út í guðs græna náttúr- una. Það elskar lífið og fegurð- ina, fegurðina, sem guð hefir skapað og lífið, sem hann þrosk- ar, þar sem náttúran talar ein við sjálfa sig til afdala og á há- fjöllum. Þar syngja fossarnir með magnþrungnum tónum og endalausri orku, og minna á það ógnarafl, sem þeir hafa og bjóða máttvana þjóð að taka í þjón- ustu slna, til þess að hita bæi og lýsa byggðir, og til þess að knýja vélar til daglegra starfa, áburðarframleiðslu, eða annara nytjaverka til að rækta landið og prýða. Fólkið gengur í félög, sem heita ýmsum nöfnum „ferðafé- lag“, „farfuglar" o. s. frv. Bílar eru leigðir og það er lagt á stað. Sumir fara um fjöll og óbyggðir, aðrir þræða hinar troðnu og fjöl- förnu slóðir milli gististaða og héraðsmóta, sjávarþorpa og samkomuhúsa. Þegar heim er komið eru endurminningar ferðalagsins misjafnar. Þeir, sem á háfjöll ganga minnast oft erf- iðis og fagurrar útsjónar yfir landið. Þeir hafa séð undraverk elds og jökla, þeir hafa séð úf- inn og framstreymandi, fúlan og ógnandi vatnsflaum jökulvatn- anna, þeir hafa séð tæra vatna- fleti fjallavatnanna spegla tinda og jökulbungur og þeir hafa séð silunga leika sínar töfralistir í kristalhreinum bergvatnslind- um, ám og lækjum. Það er ó- maksins vert að veranokkradaga á sumrum upp til heiða og há- fjalla. Það er gaman að sjá, hve góðkunningar úr byggðinni, stóðhross og sauðfé,er þar frjáls- legt og unir sér vel, þegar veðrið er gott. Þá er ekki minna vert um villta dýralífið, Fiski- flugan heimsækir okkur upp til jökla, ef kjötbein er með í för- inni, eða annað sem freistar hennar. Þá er fuglalífið ógleymanlegt uppi á fjöllum, t. d. svanasöng- urinn á Tvídægru, gæsirnar, andir og vaðfuglar, allt er þetta þar á ferð. Veiðibjallan verpir á fjallahausum, sem standa út úr Mýrdalsjökli og svona má margt til tína. Grasafræðingurinn hefir sitt- hvað að athuga, allt frá þrös- ungum í fjörunni og smávöxn- ustu fjallablóma uppi við jökul- randir. Fagur þykir mér hvanngróð- urinn í Víkurklettum í Mýrdal, enda kann „fýllinn“ að meta hann, því að þar hreiðrar hann sig og ungar út. Mér eru ó- gleymanlegir sumir hvammarn- ir í hraunbrúnum, fjallahlíðum og daladrögum, þar sem allt gagntekur hugann í senn, hin drottnandi guðdómlega kyrð, fagurt og fjölbreytt jurtalíf', sterkur og sælukenndur ilmur jarðarinnar, og fagurt og til- komumikið umhverfi. Mig undrar það ekki, þó að landið heillaði forfeður vora og drægi þá til sín. Á þeim tíma, sem þeir komu var búningsfeg- urð landsins mikið meiri en nú. Útsýnið af Heklu yfir Rangár- velli, Landsveit og Þjórsárdal hefir þá verið ólíkt því, sem það er nú. „Landið allt víði vaxið milli fjalls og fjöru“. En nú blas- ið við hryggðar sjón, landið blás- ið, gróður eyddur, bæir fallnir eða fluttir. Það eru að eins eftir smáblettir, sem verið hafa af- skekktir eða varðir af vötnum, t. d. Þórsmörk, í Fljótshlíð, Hraun- teigur á Rangárvöllum og Merki- hvoll í Landsveit. Sama má segja um Búrfellsskóg í Þjórsárdal, Bæjarstaðaskóg í Öræfum o. s. frv. Það að hér vaxi ekki skógur, vegna þess, að fokmold sé „töss“ hygg ég firru eina. Það mun reynslan sýna. II. „í átthagana andinn leitar þó ei sé loðið þar til beitar, og farsælu þar finnur hjartað, þó fátækt sé um skógarhögg. Sá er beztur sálargróður, sem að vex í skauti móður, en rótarslitinn visnar vísir, þó vökvist hlýrri morgundögg." G. Th. Búskapur forfeðra vorra var frumstæður. Flóki setti fénað í land í Vatnsfirði, — en gætti ekki að afla heyja og fénaðurinn féll. Svo hljóðar saga fyrsta landnemans. Rányrkjubúskapur er saga lands og þjóðar fram á síðustu tíma. Meðan skógar voru á landinu gekk fénaður í skóg- unum, leitaði sér þar skjóls og föðurs. Bæir voru byggðir í skóg- unum og þeir voru höggnir til eldiviðar og húsagerðar. Geld- neyti og sauðir gengu nærri skógunum; það eru þróttmiklar skepnur og þarf mikið til að hor- fella þær, en þetta var gert. Snorri Sturluson missir einn harðan vetur 120 naut og sá ekki á nautaeigninni fyrir það. V. St. segrr í Lesbókargrein í vetur í viðtali við „landshöfð- ingjann" í Landsveit: „Þið eigið hér allt af sauði“. Hinn svarar: „Já, okkur hefir gefizt það vel“. Sauðirnir eru þróttmiklir og fylgja fast eftir, þeir naga börk- inn af trjám og þeiT grafa eftir rótum, er klaka leysir úr jörð. Slíkt hið sama hafa nautin gert á þeim tíma, sem þau voru höfð hér sem beitarpeningur. Þessi rányrkjubúskapur og örtröð á landinu er að koma því í flag og er orsök uppblásturs og sand- foks. Auðvitað eru eldgosasvæð- in verst stödd fyrir örtröðinni, því að þegar flag er myndað og skógur fallinn og hættur að binda og skýla jarðveginum, þá eru jarðlögin þar þurr og blönd- uð vikri og ösku. Svo er þetta á öllum hinum mestu sandfoks- svæðum. Þessi saga er ekki á enda og skal ég nefna nokkur dæmi úr hagskýrslunum frá 1935, sem sýna hversu beitarfénaði er ætl- að mikið fóður, og geta menn eftir þeim heimildum athugað, ástandið á þessu sviði: í Fjallasveit N. Þ. eru taldir 27 ha. ræktað land, taða 470 h. úthey 940 h. Nautgripir eru 19 og ætla ég hverjum nautgrip 35 h. af heyi verða þá 745 h. af heyi þar handa 2328 kindum, 85 hest- um og 87 geitum. í Álftaveri í Vestur-Skafta- fellssýslu er talið ræktað land 48,7 ha„ taða 1106 h„ úthey 2900 h. Nautgripir 68 og áætla ég 35 h. fyrir hvern Verður þá 1626 h. af heyi þar handa 2463 kind- um og 135 hestum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.