Tíminn - 13.07.1939, Síða 4
320
TtMINN, fimmtiidagiim 13. júlí 1939
80. blað
“““■•“"GAMLA EÍÓ*
Með kveðjju frá
Mister FIow!
Spennandi og afar skemti-
leg frönsk sakamálakvik-
mynd, gerð af sömu snilld
og glæsileik, er einkennt
hefir franskar myndir
undanfa'rið.
Aðalhlutv. leika:
EDWIGE FEUILLÉRE,
FERNAND GRAVEY og
LOUIS JOUVET.
NÝJA BÍÓ-
Slíkt tekur
engiii með sér.
Amerísk stórmynd frá Col-
umbia film. Snilldarvel
samin og ágætlega leikin af
sjö frægum leikurum:
LIONAL BARRYMORE,
JEAN ARTHUR,
JAMES STEWARD,
EDWARD ARNOLD,
MISCHA AUER,
ANN MILLER,
DONALD MEEK.
Sjáið þessa mynd, hún
veitir óvenjulega góða og
eftirminnilega skemmtun.
Tllkynning.
Þeir, sem gera vilja tilboð í að byggja prestsseturshús
í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, geta fengið teikningu og
útboðslýsingu hjá undirrituðum, meðan upplag endist.
.-UBT-
Hásameistari ríkisins,
Arnarhváli.
LAX
lækkað vn*()
Sláturfélag Suðurlands.
ByyyinfiarféUig verkatnanna:
Skráning félaga
Skráning þeirra, sem ætla að gerast meðlimir í hinu
nýstofnaða Byggingarfélagi verkamanna í Reykjavík
fer fram í Iðnó föstudaginn 14. þ. m. frá kl. 6 e. h.
til kl. 9 að kvöldi. —
Stofngjald og fyrsta árgjald, samtals 15 krónur, greið-
ist við skráningu.
STJOMIN.
AftFA I' i I iii a ii
bregst aldrei í sumarfríinu. Hún uppfyllir ströng-
ustu kröfur yðar. Hana nota þúsundir manna um
allan heim.
Algengar stærðir fyrirliggjandi.
Carl Ólaissoii
AM ATÖR VINNU STOF A,
Lækjargötu 8. - Sími 2152.
Athugist! MuniÖ nýja staðinn — Lœkjargötu 8.
(JR BÆNUM
Sumarsýning
á íslenzkum málverkum hefir nýlega
verið opnuð í Túngötu 6. Eru þar til
sýnis og sölu 30—40 málverk eftir tíu
málara. Verður sýningin opin kl. 10—
9 daglega. Þegar sýningin var opnuð,
seldist undir eins eitt málverk eftir
Finn Jónson.
Tvö skemmtiferðasklp,
bseði þýzk, Milwaukee og General
von Steuben, koma hingað á laugar-
daginn.
Athugasemd.
í grein um Jón Pétursson frá Stöp-
um, í síðasta blaði, féll niður í prent-
un nafn Vigdísar dóttur hans, sem er
gíft og búsett í Reykjavík.
Ármenningar
þeir, sem sœkja Lingade-mótið, fara
utan með Lyru í kvöld, áleiðis til
Stokkhólms. Eru það úrvals fimleika-
flokkur karla, alls 13, og úrvals fim-
leikaflokkur kvenna, alls 17 stúlkur.
Auk þes er fimleikakennarinn, Jón
Þorsteinsson, er stjórnar báðum flokk-
unum, og kona hans, Jens Guðbjörns-
son, formaður Glímufélagsíns Ármann,
og kona hans, Sigurjón Pétursson for-
stjóri og nokkrir fleiri, alls nær 40
manns.
V*ldur örtröð haígnun
gróðars á Islandi?
(Framh. af 3. síöu)
hægt verður hér að byggja verk-
smiðjur til pappa- og pappírs-
gerðar. Skógarkj arrið og mel-
gresið ætti að leggja til efni í
þann iðnað. Margt er nú af vel-
vilja gert og áhuga, en sú hugs-
un þarf að festast enn þá betur
í hugum manna, að bjargast við
það, sem íslenzkt er og framleitt
er í landinu sjálfu. Þjóðin þarf
að tengjast taugum við landið,
líf bæði dýra og jurta og gróðr-
armagn moldarinnar er undir-
staða framleiðslunnar.
III.
„Syndgaðu eigi, systir, framar,
sæt er náðin, lögmál beizkt,
og manneskjurnar miskunnsamar
miðlungi við holdið breyzkt.
Þín er bókuð synd á sandinn,
sjást ei lengur orðaskil,
blés á letrið bróðurandinn,
bókstafirnir fuku til“.
G. Th.
Það eru viðurkennd sannindi,
að mennt og menning þjóðanna
færí saman og gróður og ræktun
landanna.
Það fer því illa saman, gróð-
urlaust og blásið land og mennt-
uð og mönnuð þjóð.
Lítið land og vel ræktað sýnir
þroskaðan anda bóndans, en
illa hírtur fénaður og rányrkju-
búskapur .sýnir það gagnstæða.
Fyrir nokkrum árum voru í
beitarsveit á Suðurlandi sauðar-
föll af 3—4 vetra sauðum 20—25
kg. Nú sýnir reynslan, að hægt
er að fá á sömu stöðum 15-—20
kg. þunga dilkakroppa. Meðferð-
in er breytt og arðurinn hefir
aukizt. Lík dæmi má nefna úr
fjósinu, kýrnytin hefir sum-
staðar aukizt úr 2000 lítrum í
3000 lítra meðal ársnyt, við
bætta meðferð.
Þar sem áður voru notaðir 15
til 18 hestar til heimilisþarfa,
eru nú notaðir 5—6 hestar, sem
þó eru bæði traustari og sæl-
legri. Á öðrum stöðum stendur
allt við sama, búféð er margt og
gengur í heimahögum allt sum-
arið. Á haustnóttum er landið
graslaust og rótnagað, en þar
eiga skepnurnar að ganga yfir
veturinn. Landið fer í flag, þar
sem er sendið valllendi og blæs
oft upp.
Fénaður gengur á túni og
slægjum og tínir þar upp græn-
gresisnálina á vorin. Hann er
illa framgenginn og lífsafkom-
an ótrygg. Túnið beið hnekki af
beitinni og úr slægjunum valdi
fénaðurinn beztu stráin. Á flæði-
engjum flaut oft úr munni
skepnanna grasið, þegar þær
voru að bíta. Grasið, sem þann-
ig flaut frá fénaði, myndaði
sumstaðar hrannir við flóðmálið
í áveitulónunum.
Búskapurinn hefir verið tek-
inn lausatökum og oft vantað
vinnu og hirðu við hin stóru
lönd jarðanna. Bændur hafa
margir verið einyrkjar og orðið
þreyttir á þessum erfiða búskap.
Lönd smærri býlanna hafa legið
undir ágangi frá stærri býlun-
um. Löndin hafa verið ógirt og
fénaður hefir því gengið ýmist
í högum eða gengið yfir engjar.
Það hefir helzt verið slegið, sem
loðnast hefir verið og fénaður
minnst bitið. Heyin reynzt mis-
jöfn og skepnum ónóg til fóðurs,
sem von er, því að fénaður hefir
verið búinn að velja það bezta
úr þeim áður en slegið var. —
Spurningin er, hvað eigi að gera
til þess að ráða bót á þessu og
bæta afkomu bændanna.
Það verður að taka búskapinn
fastari tökum. Landinu á að
skipta miili býlanna. Heima-
löndin verður að girða í sundur,
þ. e. milli býla og haglendi frá
slægjulandi. Fénaður á býlun-
um verður að takmarkast við
stærð og frjósemi lands hvers
býlis. Takmarka verður búfjár-
eignina, eftir landgæðum og
landstærð.
Tvennt verður að fylgjast að
við það mat, þ. e. hvað landið
getur framfleytt og hvað þarf
mikið land til þess að fullnægja
fénaðinum. Á sumrum á fénað-
ur ganga á afréttum, t. d. sauð-
fé og stóðhross. Það má segja
að það sé skoplegt að vera að
fást við skógrækt og varnir gegn
uppblæstri og sandfoki og vita
það, að örtröð fénaðarins eyði-
leggur skógana og kemur land-
inu í örtröð, svo það blæs upp
go verður örfoka eða sandkafið.
Eins og málið horfir nú við, þá á
að friða allt það land, sem hægt
er að friða og er með skógar-
leifum. Það á að takmarka beit
á öllu því iandi, sem hætt er
við að blási upp eða verði fyrir
sandfoki. Þá er unnið í sam-
starfi við náttúruna. Rányrkjan
verður að takmarkast og rækt-
un landsins að aukast.
Skólamenn líta alvöruaugum
til uppvaxandi kynslóðar í hin-
um stærri kaupstöðum lands-
ins.
Þórhallur biskup Bjarnarson
sagði, að það væri mikils um það
vert að koma krökkunum á
gras. Hann sá það að vonum, sá
góði og skyggni maður, hve mik-
ils virði gróður landsins er fyr-
ir þá, sem þar alast upp og eiga
að lifa. Læri æskulýðurinn að
elska og efla gróður landsins og
hina lifandi náttúru þess, meðal
íslenzk kona verðnr
prófessor við háskól-
ann í IVew York.
(Framh. af 1. síðu)
Lee Claire Lewis, er gekk í her
Bandaríkjanna í ófriðnum mikla
og féll á Frakklandi skömmu áð-
ur en vopnahléið komst á 11.
nóv. 1918. Hélt hin unga ekkja
þá áfram menntaferli sínum og
útskrifaðist frá Washington
State College sem Bachelor of
Science 1920. Meistarastig (M.
A.) ávann hún sér við Columbia
háskóla 1926. Síðan var hún
heiðruð með því að hljóta Laura
Spelman Fellowship (náms-
styrkur veittur yfirburða náms-
fólki) 1933—1934 til eins árs.
Skiptist það nám milli þriggja
háskóla, Columbia University,
University of Cincinnati og
University of Minnesota. Laut
námið að uppeldisfræði, sál-
fræði barna og skipulagning
menntamála. Við allt þetta
nám gat hún sér hinn glæsileg-
asta orðstír.
Þess er þegar getið að í fimm
ár var hún barnaskólakennari.
Síðan var hún önnur fimm ár
kennari í Home Economics
(heimilis hagfræði) og Dean of
Women við State Normal School
í Cheney, Washington. Þar næst
var hún í tvö ár við University
of Hawaii, einnig þar Dean of
Women og kennari í Home Eco-
nomics. Þaðan fór hún aftur til
Washingtonrikis og skipaði í
fimm ár stöðu sem State Super-
visor of Home Economics í
menntamáladeild ríkisins. Þá
var hún kvödd til að starfa fyrir
alríkis menntamáladeildina í
Washington, D.C., sem Federal
Agent, Home Economics, og
hafði hún þá umsjón á starfi í
ellefu ríkjum. Sagði hún upp
stöðunni eftir tvö ár og hvarf
aftur til Seattle til stöðu þeirr-
ar, er hún nú skipar. Lýkur hún
hér starfi um miðjan júní, en
áður en hún tekur við embætti í
New York 1. sept. í haust, veitir
hún forystu fyrir hönd mennta-
máladeildar Bandaríkjanna
námskeiði (Study Conference)
við Cornell háskólann í Ithaca,
New York, fyrir City Supervisors
of Home Economics víðsvegar
að um allt landið. Er þetta að-
eins að höggva á aðalatriðum í
hinu víðfeðma starfi þessarar
mikilhæfu konu. Sýnir það
glöggt, að hún er í fremstu röð
í öllu landinu á því sviði, er
starf hennar liggur.
Sumarið 1934 ferðaðist Mrs.
Lewis til íslands. Bar hún landi
og lýð söguna hið bezta.
(Úr Lögbergi, nokkuð stytt).
jurta og dýra, þá vona ég, að
henni sé ekki hætta búin af
vöntun bætiefna. Þorskalýsið,
nýmjólkin og íslenzkar ætijurt-
ir gefa vonandi þann þrótt í blóð
og merg, sem þörf er á, ef fólk-
ið hefir þekkingu og framtak til
þess að notfæra sér frjómagn
íslenzkrar gróðrarmoldar á rétt-
an hátt. Þá gleymast þær synd-
ir, sem framdar hafa verið á
liðnum tímum. Verði ísland
ræktað og viði vaxið milli fjalls
og fjöru sem fyrst.
Gunnl. Kristmundsson.
Diintekja heffr
minnkað á síðari árum
(Framh. af 1. síðu)
fullvíst, að nást myndi góður
árangur.
Þess eru mörg dæmi, að dún-
tekjan hafi verið aukin á ýmsum
stöðum með heppilegum vinnu-
brögðum og á öðrum stöðum
hefir verið komið á varpi, þar
sem það var ekkert áður. Jafn-
framt því, sem unnið yrði að
slíku, þyrfti að gera öflugri ráð-
stafanir til að útrýma vargi.
Varpið á Mýrum í Dýrafirði.
Tíminn birtir að þessu sinni
mynd af æðarvarpinu á Mýrum
í Dýrafirði, en það hefir aukizt
mjög á síðari árum fyrir góða
umhirðu. Fer hér á eftir nánari
frásögn um varpið, sem blaðið
fékk hjá Jóhannesi bónda Dav-
iðssyni í Neðri-Hjarðardal, þegar
hann var hér á ferðinni fyrir
skömmu:
Árið 1905 verpti ein æðarkolla
á svonefndum Mýramel á Mýr-
um. Var lítt um varpið skeytt
á næstu árum og fugladráp mik-
ið í firðinum. Varpið óx þó
smám saman og vorið 1937
urpu þarna um 1000 kollur. Þá
flutti fólk að Mýrum, er kunni að
hirða varplönd og jókst varpið á
næstu árum mun meira en áður.
Mest hefir þó varpið aukizt í tíð
núverandi bónda og eiganda
jarðarinnar, Gísla Vagnssonar,
eða um rétt 5 kg. á ári. Árið 1935
urpu þarna um 1250 æðarkoll-
ur, er gáfu 25 kg. af dún, en 1939
um 2300—2400 æðarkollur, og er
dúnninn áætlaður um 45 kg.
Fyrir tveim árum síðan var
tún og varpland afgirt og heldur
girðingin tæfu frá varpinu, en
hún laumaðist stundum í það
áður. En til varnar gegn örnum,
svartbaki og hrafni, dugir girð-
ingin ekki.
Vitað er um þrjá fullorðna
erni í Dýrafirði. Hafa þeir aðset-
ur inni í' fjarðarbotni. Heim-
sækja þeir varpið nú árlega og
valda oft usla. Talið er að ern-
irnir hafi drepið 22 lömb í
Dýrafirði í fyrra og eru dæmi
þess að örn hafi fengið sér eina
tvílembinga í máltíð. Eina full-
orðna kind léku þeir svo illa, að
ekki varð hægt að lækna hana.
Þykir þeim, sem verða fyrir
hinum þungu búsifjum arnarins,
súrt í broti að þola slík spell-
virki bótalaust og mega ekki
verja lífsbjörg sína fyrir vargi.
Gísli á Mýrum segir, að ernirnir
hætti að sjást þar ytra, þegar
koliurnar eru komnar úr varp-
inu með ungana og inn í fjarð-
arbotninn og muni æðarfugiinn
þá vera aðalfæða þeirra.
Svartbakur gerir einnig usla.
Geta má þess til gamans, að
tveir svartbakar verptu fast við
aðalvarpið i vor og tók Gísli
egg hans og lét hann hafa æð-
aregg í staðinn. Fóstraði hann
þau. Æðarkollur lögðust jafnan
á eggin, er hann brá sér frá
þeim, en hann hrakti þær strax
burtu, þegar hann kom aftur.
Er ungarnir komu út hjá svart-
baksmömmu, tóku æðarkollurn-
ar þá af henni. Munu þær hafa
treyst sér til að fóstra þá betur
úr því.
Gísli á Mýrum álítur að hefj-
ast beri handa með eyðingu
vargs úr varplöndum og verð-
launa dráp svartbaka og hrafna.
Eigi einkum að framkvæma það
dráp i veiðistöðvum á vetrum,
en þangað safnast að vonum
mesti fjöldi þeirra. Góðviðrið
síðustu árin hjálpar til að færri
fuglar farast úr harðrétti en
oft áður. Telur Gísli að til mála
geti komið, að skattleggja dún-
inn til að mæta kostnaðinum
við eyðinguna.
Færeyskir sjómenn segja, að
Færeyingar verðiauni hrafna-
dráp og sé orðið mjög lítið af
fugiavargi þar.
Dúnninn er nú í mjög góðu
verði. Þarf að gera allt til þess,
sem unnt er, að auka dúntekj-
una, útrýma vargi, hafa gott
auga með æðarfuglaskyttum,
hlynna vel að varplöndum og
reyna að koma á varpi, þar sem
skilyrði eru til þess, en það mun
vera víðar en menn almennt
hyggja. —
Á krossgötnm.
(Framh. af 1. siðu)
Kristján Sigurðsson kennari á Brúsa-
stöðum talaði um sögustaði í Vatnsdal.
Að svo búnu var haldið út í Vatnsdals-
hóla, en þar hafði ungmennafélag í
Afstaða Bandaríkj-
anna til Evrópnstyrj-
aldar.
(Framh. af 1. síðu)
málamaður svo um mælt, að
England þyrfti að bíða nokkra
ósigra til að tryggja sér hjálp
Bandaríkjanna. Þá fyrst myndi
þeim Bandaríkjamönnum renna
blóðið til skyldunnar. Þetta
reyndist rétt þá og ef til vill þarf
það að verða þannig aftur. En
víst er það, að ættartengslin
milli Englands og Bandaríkj-
anna hafa stöðugt komið gieggra
og gleggra í ljós eftir því, sem á-
standið í Evrópu hefir orðið ó-
friðvænlegra.
Sveinsstaðahreppnum efnt til útisam-
komu. Kynningarmót sem þetta, þar
sem hver og einn var kynntur með
nafni, er alger nýlunda. Þótti það vel
gefast.
Á víðavangi.
(Framh. af 1. síðu)
þeir eru í stjórnarsamvinnunni.
Annars ætti Vísir ekki að vera
að tala um heilindi í þeim efn-
um, Afstaða hans, bæði fyrir og
eftir að stjórnarsamvinna flokk-
anna hófst, hefir ekki verið með
þeim hætti, að honum farist
siíkt.
Gerið svo vel aff líta á
hin nýju innlendu
fataefni.
Verulega vandaffar tegundir.
Klæðaverzlun
GUÐM. B. \IK \R
Laugavegi 17.
Sími 3245.
134 William McLeod Raine:
— Ég var á leið til Picket Wire.
— Ætlastu til að ég trúi því, ha? Þú
hefir sennilega ætlað að skila aftur hest-
inum, sem þú stalst, eða ætlaðirðu ekki
að segja það?
— Klárnum, sem annar maður stal,
herra Oakland. Taylor lagði hægri fót-
inn fram yfir hnakkkúluna og lét hana
hanga niður með bógnum, til að sitja
sér hægar meðan hann talaði. — Steve
Walsh sýslumaður tók fastan manninn,
sem stal honum. Hann náði honum á
Quarter Circle XY.
— Á Quarter Circle XY, ha?
— Já. Þar býr svolamenni, sem heitir
Prescott. Það gerði byl á mig allt í einu
og ég varð að skríða til bæjar, undan
veðrinu.
— Haltu áfram, þér gengur bara vel,
sagði Oakland háðslega.
— Ég býst við að ég verði að koma til
dyranna eins og ég er klæddur, góðir
hálsar. Ég hafði orðið að taka til fót-
anna, vegna smáóhappa í Ten Sleep í
Wyoming, og lögreglan var að svipast
eftir mér. Þessi nasvísi sýslumaður ykk-
ar þekkti míg og tók mig höndum.
— Hvaða óhapp verstu að tala um,
spurði Oakland.
Taylor hikaði eins og menn gera, er
þeir verða að segja meira en þeir óska.
— Nú ég — satt að segja varð ég að
Flóttamaðurinn frá Texas 135
skjóta mann þar og forða mér. ÞaÖ vildi
svo óheppilega til, að þetta var lög-
reglufulltrúi, svo það varð fjölmennt á
slóð minni.
— Hvað hafðir þú gert?
— Því var haldið fram, að ég hefði
rænt póststofu, en það var enginn fót-
ur fyrir því, þeir tóku mig fyrir annan.
— Ég býst við því, já! Hvaða póst-
stofa var þetta?
— Póststofan í Basin.
— Og Walsh sá svo, eftir að hann
hafði handtekið þig, hvað þú varst góð-
ur borgari, svo að hann sleppti þér
lausum, sagði Oakland glottandi.
Taylor glotti sauðarlega. — Ekki var
það nú tilfellið. Hann gætti sín ekki sem
bezt, svo sem tvær sekúndur, og þá tal-
aði ég til hans með byssuskeptinu. Síð-
an tók ég skammbyssuna hans, þennan
klár og hvarf svo út í myrkrið.
Snöggvast brá fyrir ánægjuglampa i
járnköldum augum Oaklands. Hann
vonaði að þessi saga um hrakfarir
Walsh væri rétt. Maðurinn sagði hik-
laust frá þessu, en hann gat verið hrað-
lýginn. Hann var í hörmulegri klípu og
myndi auðvitað segja hvað sem var, ef
það gæti hjálpað honum.
— Ég trúi ekki einu orði af þessu bulli
þínu, sagði Oakland tortrygginn. — Þú
veizt, lagsmaður, hvað við gerum við