Tíminn - 18.07.1939, Blaðsíða 1
23. árjg.
Reykjavík, þriðjudajglim 18. jiilí 1939
82. blað
SíiIji íslenzkra landbnnað-
arafnrda erlendis
Líkur fyrir auknum innSlutníngs-
hömlum á kjöti til Englands
Víðtal við Jón Arnason framkvæmdastj.
Ribbentrop utanríkismálaráðherra Þjóðverja, er talinn jorysturnaöur þeirra,
sem vilja láta innlima Damig í Þýzkaland á þessu ári. Hann átti megin-
þáttinn í innlimun Sudetahéraðanna í fyrra, því hann taldi Hitler trú um,
að Bretar og Frakkar myndu ekki berjast meö Tékkum. Sú spá hans
rcettist, og-nú heldur hann því fram, að Bretar og Frakkar muni ekki held-
ur álíta Danzig þess virði, að hún sé látin leiöa til Evrópustyrjaldar. —
Hér á myndinni sést Ribbentrop vera að undirrita samninginn við Lithau-
en um innlimun Meméls í Þýzkaland. Maðurinn, sem situr við hlið hans,
er Urbys utanríkismálaráðherra Lithauen.
Réttindí Pólverja í Danzig
Tíminn hefir fyrir nokkru
snúið sér til Jóns Árnasonar
framkvæmdastjóra og spurt
hann um söluhorfur fyrir
íslenzkar framleiðsluvörur
á erlendum mörkuðum. Fer
viðtalið við Jón hér á eftir.
— Eru allar útflutningsvör-
urnar frá síðastliðnu ári seld-
ar?
— Já, salan hefir yfirleitt
gengið greiðlega, en verð á freð-
kjöti í Englandi hefir farið held-
ur lækkandi. Kjötbirgðir innan-
lands eru sama og þrotnar og
mun sumarslátrunin því byrja
óvenjulega snemma. Væri farin
sú leið, að hafa ekki ofmiklar
kjötbirgðir á innanlandsmark-
aðinum, ættu bændur að geta
alið kálfa á úrgangsmjólk og selt
þá, þegar birgðirnar væru þrotn-
ar á vorin. Ekki er heldur ó-
sennilegt, að takast mætti að
selja þá kjöt af sauðum og vet-
urgömlu fé. Þarf að taka þessi
mál til rækilegrar athugunar,
því það er mikil óhagsýni, að
slátra hálfvöxnum lömbum.
— Hvernig eru horfur með
kjötsöluna erlendis?
— f Bretlandi eru markaðs-
horfurnar ískyggilegar. Vegna
innanlandsframleiðslunnar hafa
komið fram kröfur um aukna
takmörkun á innflutningnum.
Sérstök nefnd hefir þessi mál
nú til meðferðar og eru allar
líkur til að innflutningsleyfin
verði lækkuð um 10%. Á undan-
förnum árum höfum við fengið
viðbótarleyfi fyrir 600 smál. á
ári. Er mjög óvíst, hvort það fæst
endurnýjað að þessu sinni. Verð
á freðkjöti í Englandi hefir einn-
ig farið heldur lækkandi.
Síldveíðarnar
Aflinn þrefalt meiri en
á sama tíma í fyrra
Síðastliðið laugardagskvöld
var síldaraflinn á öllu landinu
orðinn 408 þús. hektólítrar, en
var á sama tíma í fyrra 153 þús.
hl. Síðan á laugardagskvöld
hefir verið mikil veiði og veiði-
horfur eru nú taldar góðar.
í gærkveldi var aflinn orðinn
meira en þrefaldur á við það,
,sem hann var á sama tíma í
fyrra.
Af togurum höfðu mestan afla
í vikulokin: Skallagrímur 7065
mál, Belgaum 4433 mál, Þor-
finnur 3829 mál og Gulltoppur
3654 mál.
Af línugufuskipum höfðu
mestan afla: Hvassafell (Akur-
eyri) 4153 mál, Jökull (Hafnar-
firði) 3527 mál, Ármann (Rvík)
2806 mál og Ólafur Bjarnason
(Akranesi) 2745 mál.
Af mótorbátum höfðu mestan
afla: Dagný (Siglufirði) 3962
mál, Síldin (Akureyri) 3068
mál, Floria (Hólmavík) 2471
mál, Valbjörn (ísafirði) 2224
mál, Gunnvör (Siglufirði) 2184
mál, Leó (Vestmannaeyjar) 2067
mál, Stella (Norðfirði) 1989 mál,
Sleipnir (Norðfirði) 1953 mál,
Geir (Siglufirði) 1931 mál, Már
(Reykjavík 1915 mál og Helga
<Hjalteyri) 1872 mál.
Á Norðurlöndum er kjötverðið
stöðugt og engu lakara en síðast-
liðið ár.
Geta má þess, að ég hefi skrif-
að Sigursteini Magnússyni og
Vilhjálmi Þór og beðið þá að
rannsaka gaumgæfilega alla
möguleika fyrir sölu á íslenzku
freðkjöti í Bandaríkjunum. Ég
hefi séð á markaðsskýrslum
þaðan, að kjötverðið er allhátt,
en innflutningstollur hefir verið
svo hár, að ekki hefir verið unnt
að selja þangað íslenzkt kjöt til
þessa.
— Hvexnig er með ullarsöl-
una?
— Slðan hið mikla verðfall
ullar á heimsmarkaðinum
stöðvaðist, fyrra hluta ársins
1938, hefir ullarverðið verið
nokkuð stöðugt. Reyndar hefir
ull fallið nokkuð, eða um 10%
frá því í fyrrasumar. Síðustu
vikurnar hefir grófgerðari ull
hækkað nokkuð í verði, vegna
óvanalegra ullarkaupa í her-
mannabúninga, einkum í Bret-
landi. Höfum við selt dálítið af
ull til Englands fyrir aðeins
hærra verð en í fyrra. Hinsveg-
ar vildu Þjóðverjar ekki borga
eins hátt verð fyrir ullina og þeir
gerðu siðastliðið ár, en þó tókst
að lokum að ná sama verði.
Þá var ullarverðið í Þýzka-
landi um 10% hærra en hægt
var að fá á frjálsum mark-
aði. Mér þykir sennilegt, að ull-
arverðið verði um 20% hærra
nú en í fyrra, vegna gengis-
lækkunar íslenzku krónunnar.
— Hvernig er útlit með söl-
una á öðrum landbúnaðaraf-
urðum?
— Ég tel enga ástæðu til að
óttast verðfall á gærum,þótt enn
sé of snemmt að spá um verð-
lagið i haust. Húðir eru i svip-
uðu verði og þær voru á síðast-
liðnu ári. Selskinn hafa heldur
Félag ungra Framsóknarmanna 1
Vestur-ísafjarðarsýslu efndi til héraðs-
samkomu að Botni í Dýrafirði um síð-
astliðna helgi. Sóttu hana rösklega
250 manns, flest úr Dýrafirði. Þó var
á samkomunni fólk úr öllum hreppum
sýslunnar og nokkrir frá ísafirði. Kom
sumt á hestum, en aðrir voru fluttir
á ferju eða hreyfilbátum frá Þingeyri
inn að Botni. Veður var dágott, nokkur
hafrœna fyrri hluta dags og sólarlítið
fram eftir deginum, en staðurinn
á harðlendistúnum hefir víða orðið
kjarri. Stórt samkomutjald var reist
á skemmtistaðnum, auk þess sem þar
var slegið smœrri tjöldum.. — Hall-
dór Kristjánsson bóndi á Kirkju-
bóli setti samkomuna, en siðar fluttu
ræður Jón Eyþórsson veðurfræðingur,
Steingrímur Steinþórsson búnaðar-
málastjóri og Bjarni Ásgeirsson alþing-
ismaður. Halldór á Kirkjubóli flutti
kvæði. Á milli ræðanna var sungið.
Að afstöðnum ræðuhöldunum hófst
dans á palli, er reistur hafði verið, og
var dansað fram á kvöld.
t t t
Víða um land eru bændur búnir að
slá tún sin og byrjaðir að heyja á
útengi. Hefir töðufengurinn yfirleitt
orðið góður bæði að vöxtum og nýt-
ingu. En i einstökum byggðarlögum
hefir grassprettan þó verið lakleg og
á harðlendistúnum hefir víða orðið
grasbrestur sökum langvarandi þurrka
í vor, svo að með hliðsjón af því má
segja, að grasspretta hafi sjaldan verið
lækkað í verði og verð á refa-
skinnum hefir verið fallandi.
Lax og silung er hægt að selja
fyrir allgott verð. Útlit með sölu
hrossa er engu betra en áður.
Fáein hross verða seld til Dan-
merkur og Englands í sumar
eins og venjulega. Er ég hrædd-
ur um, að bændur verði að hætta
að ala upp hross í því trausti,
að í vændum sé mikill útflutn-
ingur, eins og var hér fyrr á
árum. — Við seldum 30 hross til
Hollands, tilraunasendingu, sem
fór með Selfoss í gær. Reynslan
sker svo úr um það, hvort þar er
hægt að vinna upp nokkurn
markað.
— Hvernig gengur fisksalan?
— Verð á óverkuðum saltfiski
og Labradorfiski er nokkru
hærra en í fyrra. Sala hefir ver-
ið talsverð. Hinsvegar er heldur
ískyggilegt útlit með sölu á
verkuðum stórfiski, þar sem litl-
ar líkur eru fyrir sölu til Spánar,
en þar er verðið að jafnaði hæst.
— Hvaða áhrif hefir gengis-
lækkunin á landbúnaðinn, spyr
tíðindamaðurinn að lokum.
— Sjálfsagt er hægt að kom-
ast nærri um það, hvaða áhrif
gengislækkun hefir á hag land-
búnaðarins. En það er talsvert
mikið verk og hefi ég ekki séð
mér fært að rannsaka það mál
til hlítar. Ég þori þó að fullyrða,
að bændastéttin sem heild græð-
ir verulega á gengislækkuninni
og þá sérstakl. sá hluti hennar,
sem versta hafði aðstöðuna og
verður að selja alla framleiðslu
sína til útlanda. Gengislækk-
unin hvetur bændur til að spara
kaup á erlendum varningi og
verður þannig óbein hvöt til þess
að auka framleiðslu til eigin
þarfa.
Árið 1937 fluttu sambands-
félögin út landbúnaðarvörur
fyrir 9.3 milj. kr. Með núver-
andi gengi hefðu bændur fengið
fyrir þessar vörur 11.3 milj. kr.
Síðastliðið ár fluttu félögin út
landbúnaðarvörur fyrir 7.3 milj.
kr. og hefðu fengið fyrir þær
með núverandi gengi 9 milj. kr.
Þá hækka vitanlega þær vörur
í verði á innlendum markaði,
seinna meir, sem hægt er að
selja til útlanda fyrir hærra
verð, en fyrir þær fæst nú inn-
anlands.
misjafnari á túnum heldur en í ár.
Sláttur hófst, eins og kunnugt er, ó-
venjulega snemma í sumar, alstaðar
þar, sem grasvöxtur leyfði, og eru þess
dæmi, að bændur hafi byrjað slátt i
júníbyrjun. — Samkvæmt fréttum, er
blaðinu bárust í gær, eru bændur i
i
Þykkvabæ í Rangárvallasýslu, búnir að
heyja um þriðjung venjulegs heyfengs
síns. Safamýri er afar missprottin. Svo
sem vitað er, er verið að koma þar á
áveitu, en ekki búið að hlaða nema
nokkuð af áveitugörðunum. Alstaðar
þar sem verkinu var svo langt komið
í vor, að vatn náðist til áveitu á landið,
hefir grasspretta orðið ákaflega góð,
svo að helmingi munar eða meira,
miðað við undanfarin ár. Annars stað-
ar, þar sem ekki var unnt að veita á
í vor, er léleg spretta. — í Ölfusforum
er verið að koma á áveitu og hafa
frárennslisskurðir verið grafnir, en
verkinu ekki lengra komið. Er nú
heyjað þar á þurru, sem áður var
stundum allt að því mittisvatn. Gras-
vöxturinn er hinsvegar ekki jafn mik-
ill og áður, meðan vatnsaginn hélzt,
en úr því á að bæta á næstu árum,
með áveitugerðinni.
t f t
Sauðfjárslátrun mun hefjast I næstu
viku á þeim þrem stöðum, þar sem
kjötþörfin er mest um þetta leyti, sem
sé í Reykjavík, Siglufirði og á Akur-
eyri. Hefir kjötverðlagsnefnd þegar
veitt leyfi til slátrunar á Akureyri, en
þar eru allar kindakjötsbirgðir gengnar
Ýmsir hafa talið líklegt, að
innlimun Danzig í Þýzkaland
gæti orðið með þeim hætti, að
þing borgarinnai' óskaði eftir
sameiningu við Þýzkaland,
þýzka stjórnin yrði við þeirri
beiðni og þýzkur her færi inn í
borgina.
Slíkt gæti ekki orðið, án stór-
felldra samningsrofa.
í fyrsta lagi er Danzig fríríki
undir vernd Þjóðabandalags-
ins. Þing borgarinnar getur
engar breytingar gert á stjórn-
arskrá hennar, nema með sam-
þykki þess. Ef innlimun Dan-
zig í Þýzkalandi ætti að vera
fullkomiega lögleg, þyrfti Þjóða-
bandalagið að samþykkja hana.
í öðru lagi eru svo samning-
arnir milli Danzig og Póllands.
Þessir samningar fjalla aðal-
lega um sérréttindi pólska rík-
isins í Danzig og eru þau í aðal-
atriðum þessi:
Höfnin í Danzig er undir
sameiginlegri stjórn Pólverja og
Danzigbúa.
til þurrðar. Annars staðar eru þær
senn á þrotum. í fyrra sumar hófst
sauðfjárslátrunin síðustu dagana í á-
gústmánuði, og var það óvenjulega
seint. í hitteðfyrra var byrjað á sumar-
slátrun seint í júlímánuði.
r t t
Síðustu viku hefir verið unnið að
fornminjarannsóknum og uppgreftri
gamalla bæjarústa í Þjórsárdal, undir
stjórn Matthíasar Þórðarsonar þjóð-
minjavarðar. Hefir hann, eins og áður
hefir verið frá skýrt, sér til aðstoðar
þrjá útlenda fræðimenn, Kristján Eld-
járn stúdent og allmarga verkamenn.
Hefir þegar verið grafið að nokkru í
kirkjugarðinn og bæjarrústir að Skelja-
stöðum, bæ Hjalta Skeggjasonar, og
þar fundizt allmargar beinagrindur,
rústirnar I Stórólfshlíð, Snjáleifartóftir
og rústir í Skallakoti, rétt við túnið á
Ásólfsstöðum. Að Skallakoti er verið að
grafa upp merkilegar og glöggar skála-
rústir, auk þess, sem þar hafa ýmsir
munir fundizt.
t t f
Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu hag-
stofunnar hafa í júnímánuði verið
fluttar út íslenzkar afurðir fyrir 2370
þúsundir króna. Á sama tíma nemur
innflutningur útlendra vara 7620 þús.
króna. Alls hafa á þessu ári, til júní-
loka, verið fluttar út íslenzkar afurðir
fyrir 19240 þúsundir króna. Er það
meira en verið hefir síðustu árin. í
fyrra nam hliðstæður útflutningur
(Framh. á 4. siöu)
og gilda þar sömu tollalög og í
Póllandi. Tollgæzlan er fram-
kvæmd í sameiningu af Danzig-
búum og Pólverjum.
Járnbrautirnar í Danzig eru
undir pólskri yfirstjórn.
Pólland fer með umboð Dan-
zigborgar í utanríkismálum.
Danzig má ekkl hafa her né
láta byggja hervirki og víggirð-
ingar.
Erlend herskip mega ekki
koma til Danzig, nema með
leyfi Pólverja.
Sameinaðist Danzig Þýzka-
landi yrði öll þessi sérréttindi
Pólverja að engu gerð.
Pólverjar hafa iðulega lýst því
yfir seinustu mánuðina, að þeir
myndu óðara grípa til vopna, ef
afnema eða takmarka ætti
þessi sérréttindi þeirra. Þau
væru lifsnauðsyn fyrir Pólland
og þeir myndu þess vegna leggj a
allt í sölurnar til að halda þeim.
Til þess að skilja þessa að-
stöðu Pólverja er nægilegt að
athuga eftirfarandi tölur: Um
80% þeirra vara, sem fluttar eru
til og frá Póllandi, fara um
Danzig og Gdynia, hina nýju
hafnarborg, sem Pólverjar hafa
látið reisa. Af þessu vörumagni
fara um 70% um Gdynia, en
30% um Danzig. En járnbraut-
irnar frá Gdynia liggja um
Danzig, svo raunverulega geta
þeir, sem hafa Danzig á valdi
sínu, stöðvað alla flutninga Pól-
verja, bæði um Gdynia og Dan-
zig.
Það er því ekki undarlegt,
þótt Pólverjar vilji ekki láta
Danzig komast undir yfirráð
Þýzkalands.
Brezku og frönsku ríkisstjórn-
irnar hafa einnig lýst ákveðiö
yfir því, að þær myndu veita
Pólverjum tafarlausa hjálp, ef
þeir teldu sig þurfa að grípa til
vopna til að verja réttindi sín
í Danzig.
Þessar ákveðnu yfirlýsingar
Breta og Frakka virðast í bili
hafa dregið úr þeim ásetningi
Þjóðverja, að knýja fram tafar-
lausa innlimum Danzig í Þýzka-
land. Eins og sakir standa virð-
ist forráðamönnum Þjóðverja
þykja það of áhættusamt. í þess
stað hafa þeir nú tekið upp sama
leikinn og í fyrra að reyna að
þreyta hinar þjóðirnar með
stöðugum stríðshótunum. Hið
svokallaða „taugastríð" stendur
nú sem hæst. Englendingar játa
að þeir hafi beðið ósigur í
„taugastríðinu“ í fyrra, en þeir
segjast ekki ætla að gera það
nú. Hinar voldugu fylkingar á-
rásarflugvéla, sem brezka
stjórnin sendi nýlega yfir til
Frakklands til að gefa til kynna,
að brezkar árásarflugvélar gætu
A víðavangi
Nú er mikið rætt um aukna
smjörneyzlu. Einn af lesendum
Tímans hefir bent á þá leið, að
lögbjóða ætti öllum veitingahús-
um að nota smjör. Veitingahús-
in myndu á þann hátt hjálpa
drjúgum til þess að vinna gegn
óeirri „margarín“-tízku, sem er
ein leiðinlegasta afturförin í
mataræði þjóðarinnar. Sami
maður hefir einnig gert þá til-
lögu, að fyrirskipa ætti veitinga-
húsum að nota rjóma en ekki
mjólk eða rjómabland í kaffi.
Þetta hvorttveggja er veitinga-
húsum gert að skyldu erlendis.
Er það yfirleitt vel séð af við-
skiptavinum þeirra og auk þess
er landbúnaðinum veittur með
óessu allgóður styrkur.
* * *
Almennu hreinlæti hefir farið
mikið fram, þótt þar þurfi enn
um að bæta og lengra að ná.
En einni tegund hreinlætis er
jó* alveg sérstaklega áfátt, en
jað er umgengnin um blóm-
garða og matjurtagarða. Illgresi
er þar allt of víða til óprýði og
tjóns. Er það nöturlegt að sjá
vel girtan skrúðgarð, settan
trjám og skrautjurtum, oft við
hin ríkmannlegustu heimili, þar
sem illgresi þrífst engu síður en
skraut og nytj aj urtirnar. Þá
skortir mjög á að þeir, sem við
matjurtarækt fást, geri sér þess
grein hver melur illgresið er og
hversu það spillir uppskeru. Er
hér þekkingarskorti um að
kenna. í Reykjavík þyrfti garð-
yrkjuráðunautur bæjarins að
fara hæíifega oft um öll garð-
lönd, leiðbeina mönnum í við-
ureigninni við þennan skaðlega
óvin og skapa mönnum aðhald
um að halda görðum og garð-
löndum hreinum. En í sveitum
og sjávarþorpum ættu trúnaðar-
menn búnaðaríélaga og aðrir á-
hugamenn að inna samskonar
starf af hendi. Þá er segin saga,
að blöð og ýms tímarit mundu
vera fús til aðstoðar með því
að birta leiðbeinandi hugvekjur
í hinni nytsömu baráttu við
þennan skaðlega snýkjugróður,
sem kostar þjóðina ósmáar fjár-
hæðir árlega.
* * *
Nokkur brögð hafa oi'ðið að
garðaþjófnaði, einkum í Reykja-
vík. Eru þetta afbrot, sem taka
verður hart á. Sauðaþjófnaður
hefir að almenningsáliti og lög-
um verið talinn glæpur, sem
gengi morði næst. Þessu veldur
lífsnauðsyn atvinnuvegarins, að
eyrnamörkin helgi hverjum sitt.
Garðaþjófnaður hér hjá okkur,
er eins og á stendur enn hættu-
legri en sauðaþjófnaður, sakir
þess, að garðyrkjan er ung at-
vinnugrein, og sjaldnast nema
að litlum hluta undirstaða lífs-
afkomu manna. Þess vegna er
svo hætt við að þjófnaður þessi
hvekki menn svo, að þeir leggi
árar í bát. Þurfa allir, einstakl-
ingar og hið opinbera að ganga
hart fram i því að kyrkja þenn-
an ósóma í fæðingu. En þar mun
nokkurs við þurfa. Löggjafarnir
mættu muna eftir þessu nýja
fyrirbrigði nú við setning nýrrar
löggjafar, lögreglan að hafa úti
öll útispjót og loks miskunnar-
laust að birta í blöðum nöfn
þeirra, sem sekir reyndust um
þennan nýja en félagslega
hættulega glæp.
náð til allra stærstu borga
Þýzkalands, sýnir bezt að Bret-
ar kunna orðið að meta þýðingu
„taugastríðsins“, enda vakti
þessi óvenjulega flugferð mikla
athygli í Þýzkalandi.
En fyrst og fremst bíða Þjóð-
verjar eftir úrslitum samning-
anna í Moskva. Lykti þeim svo,'
að Rússar lofa ekki Pólverjum
neinni aðstoð, mun Hitler áreið-
anlega færa sig upp á skaftið í
Danzigdeilunni.
Danzig er pólskt tollumdæmi
A KROSSGÖTUM
Héraðshátíð Vestur-ísfirðinga. — Heyskapurinn. — Sauðfjárslátrunin. —
Fornminjarannsóknirnar í Þjórsárdal. — Útflutningurinn. — Tvöföld kart-
öfluuppskera.