Tíminn - 18.07.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.07.1939, Blaðsíða 3
82. blað TtMEVÍV, |>riðjiidagiim 18. jjúlí 1939 327 ÍÞRÓTTIR Þýzkalandsför Yals og Víkings. Þýzka íþróttasambandið og þýzka knattspyrnusambandið hafa boðið knattspyrnufélögun- um Val og Víking að senda knattspyrnuflokk til Þýzka- lands og hefir boðið verið þegið. Verður farið héðan 20. ágúst og komið aftur 8. september. — í förinni verða 12 knattspyrnu- menn úr Val og 6 úr Víking. Far- arstjóri veröur Gísli Sigur- björnsson og honum til aðstoð- ar Ólafur Sigurðsson form. Vals. Ákveðið er að keppt verði í fjórum borgum í Vestur-Þýzka- landi og ef til vill i Hamborg eða Lúbeck. Keppt verður á móti fyrsta flokks úrvalsliðum. Verða þessi lið þó ekki eins sterk og þau, sem úrvalslið úr K. R. og Fram keppti við í Þýzkalands- förinni 1935. Biðu íslendingar þá mikinn ósigux í öllum leikj- unum eins og eftirminnilegt er. Erback í Krefeld, sem komið hefir tvívegis til íslands með þýzkum knattspyrnuflokkum, hefir átt manna mest þátt í þessu heimboði. Hefir hann yf- irumsjón með móttökunni og mun knattspyrnumönnum verða sýnt margt merkilegt í ferða- laginu, eins oð t. d. verksmiðjur og námur. Dr. Erback er yfir- maður knattspyrnufélaganna í Vestur-Þýzkalandi. Buchloh, sem verið hefir þjálf- ari Víkings, mun æfa liðið undir þýzkalnadsförina. Knattspyrnukeppnl á ísafirði og Siglufirði. Fyrir nokkru síðan fór knatt- spyrnuflokkur frá knattspyrnu- félaginu Þór á Akureyri til ísa- fjarðax og keppti þrjá leiki við félögin þar. tvo við Hörð og einn við Vestra. Úrslitin urðu þau, að Hörður vann fyrri leikinn með 4:3 og síðari leikinn með 3:0. Vestri tapaði með 2:3. Nýlega fóru fram tveir kapp- leikir á Siglufirði, annar milli Knattspyrnufélags Siglufjarðar og Knattspyrnufélags Akureyr- ar og hinn milli Knattspyrnu- félags Siglufjarðar og Knatt- spyrnufélagsins Þór á Akureyri. Siglfirðingar unu fyrri leikinn með 8:7 og seinni leikinn með 2:0. í öllum þessum kappliðum eru til allgóðir knattspyrnumenn, einkum i Knattspyrnufélagi Siglufjarðar og Herði. Ákveðið hefir verið að úrvals- lið úr knattspyrnufélögunum á ísafirði taki þátt í 1. fl. mótinu hér, sem hefst undir mánaða- mótin. V. Sá maður, sem flutti fyrst að minni tilhlutan að Reykjum til að standa þar fyrir búi, jarð- yrkju og gróðurhúsum, var annálaður dugnaðarmaður og myndarmaður, Magnús Krist- jánsson frá Múla við ísafjarð- ardjúp. Magnús var hinn fyrsti landnemi í nýjum sið austan Varmár í Ölfusi. Hann sá um byggingu hinna fyrstu gróður- húsa og stóð fyrir miklum jarðabótum og ræktun. Eftir nokkux ár kaus hann enn að gera nýtt landnám og flutti sig innst í ríkiseignina, að Reykja- koti. Gerði hann sér þar reisu- legan bæ í norskum stil og reisti sér mikil gróðurhús. Um leið og ríkisstjórnin leyfði hon- um þetta landnám, var svo um samið, að ríkið gæti tekið hús hans öll og mannvirki eftir mati óvilhallra manna, hvenær sem með þyrfti. Næsti ráðsmaður á Reykjum var Guðjón Sigurðsson, Svarf- dælingur að ætt. Mér var Guðjón kunnur sökum óvenjulegs dugn- aðar, er hann stóð fyrir að girða allt land þjóðgarðar á Þingvöllum. Þótti mér vel farið, úr þvi að ábúendaskipti urðu á Reykjum, að ekki hallaðist á um dugnað og atorku bústjór- anna. Guðjón færði enn út ræktunina og stóð fyrir bygg- ingu nýrra gróðurhúsa og á- gætra húsa fyrir búsmalann á Reykjabúinu. Eftir nokkur ár fór Guðjón bústjóri í kjölfar fyrirrennara síns. Hann gerði samning um að mega reisa ný býli og gróðurhús innar í landi HEIMILIÐ Grænmeti. v. Salat með rabarbara. 1 stór rabarbarleggur, 1 diskur salatblöð, 75 gr. sykur, 1 bolli rjómi. Salatblöðin eru þvegin vel og skorin smátt niður. Rabarbar- leggurinn þveginn og skorinn smátt niður, fyrst í smáflísar og síðan saxaður smátt með hníf á trébretti. Salatinu, rabar- baranum og sykrinum er hrært saman og sett í glerskál, borið á borð sem eftirmatur með rjóma, helzt þeyttum rjóma. Oft er húsmóðirin í vanda stödd, þegar gesti ber að garði. Er þá nauðsynlegt að athuga hvað gestinum muni koma bezt í þann svipinn, og hvað er fyrir hendi. í heitu veðri að sumr- inu til mun gestinum oft vera hollara og betra að hressa sig á salati og rabarbara heldur en kaffinu og kökunum, sem al- gengast er að bjóða gestum. Salat með sítrónum. 1 sitróna, 1 kúfaður diskur salatblöð, Sykur, rjómi. Salatblöðin eru tekin úr garð- inum, þvegin vel úr köldu vatni og þess gætt vel að blöðin séu ekki visin eða ormétin. Sitrónan er skorin niður í þunnar sneiðar. Salatblöðin eru lögð í skál með skornum sitrónunum, þannig að fyrst komi eitt lag salatblöð, síðan eitt lag sitrónusneiðar, sykri stráð yfir, aftur koma salatblöð, og sitrónur, ásamt sykri, þar til efnið er upp gengið. Þá er þetta borið á borð með þeyttum rjóma í skál eða aðeins rjóma í könnu, ef þeytt- ur rjómi er ekki fyrir hendi. J. S. L. „Brúarfoss” fer fimmtudagskvöld 20. júlí um Vestmannaeyjar til Grimsby og Kaupmannahafnar. Vliinid ötullega fyrir Tímann. Reykja og fylgdu sömu skilyrði og áður. Ríkið hefir kauprétt á mannvirkjunum, hvenær sem það telur sig þurfa á þeim eða bújörðinni að halda. VI. Enn komu þrír og allólíkir nýbýlingar að jarðhitanum í Ölfusi. Vestan árinnar tók Ár- ný Filippusdóttir úr Rangár- þingi sér bólfestu og byggði sér lítinn en einkennilegan hús- mæðraskóla. Árný er óvenjuleg atorkukona. Hafði hún kennt hannyrðir við ýmsa skóla og um stund verið forstöðukona í Blönduósskóla. En henni kippir í kyn til forfeðranna, sem byggðu landið fyrst. Hún vill sjálf leiða sjálfa sig, fremur en hlíta forsjá nefnda og „ráða“. Árný heldur í Hveragerði mynd- arleg námskeið í hússtjórnar- fræðum við góða og vaxandi að- sókn. Hefir hún að lokum feng- ið dugnað sinn viðurkenndan með nokkrum styrk af al- mannafé. Annar landnemi festi byggð sína austan árinnar í ríkisland- inu. Það var Lárus Rist, fyrrum sund- og íþróttakennari frá Akureyri. Hafði hann á æskuár- um synt yfir Eyjafjörð í fötum og fékk af því mikið frægðar- orð. Má telja hann hinn fyrsta og áhrifamesta brautryðjanda nútíma-íþróttastarfsemi á Norð- urlandi. En þegar telja mátti að Lárus hefði lokið dagsverki sínu norður við Eyjafjörð, færir hann byggð sína suður í Ölfus, þá ná- lega sextugur, og byrjar þar æskulíf, sem mjög er til fyrir- Naltfiskur neyzlu innanlands. Eftir fyrirmælum atvinnumálaráðherra höfum vér tekið að oss, að sjá svo um, að jafiian fáist g’éðnr saltfiskur til iuuaulamls- neyzlu með lægsta útflutning'sverði. Fiskurinn fæst pakkaður í: 50 kg. pakka nr. 1 og kostar 50 - — 50 25 25 25 2 3 1 2 3 kr. 25,00 - 22,50 - 20,00 - 12,75 - 11,50 - 10,25 Fiskurinn verður seldur og afgreiddur til kaupmanna og' kaupfélag'a frá SI/F. Kveldúlfur, Reykjavík, Verzlun Finars Þorgilssonar, Hafnarfirði. Sölusamband ísl. fiNkframleiöenda Húðir og skinn. Ff bændnr nota ekki til eigin þarfa aUar niJÐIH og SKUYJV, sem faUa til á heimUnm þeirra, ættn þeir að biðja KAFPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. - SAMBAND ÍSL. SAMVESnVUFÉLAGA selnr YAUTGRIPA- HÚÐIR. HROSSHÚÐIR, KÁLFSKIMV, LAMB- SKIM og SFLSKIW til útlanda OG KAUPIR ÞFSSAR VÖRUF TIL SÚTUYAR. - YAUT- GRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KALFSKEVY er bezt að salta, en gera verðnr það strax að lokinni slátrnn. Fláningu verðnr að vanda sem bezt ©g þvo óhreinindi og blóð af skinn- nnnm, bæði úr holdrosa og hári, áðnr en salt- að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessnm vörnm sem öðrnm, borgar sig. Gjalddagi skatfa og annara þinggjalda Athygfli er hér með vakin á pví, að tekju- og eígnarskatt- ur, fasteígnaskattur, lesta- gjald, líleyrissjóðsgjaid og námshókag’jald fyrir árið 1939 féllu í gjalddaga 30. júní p. á. og er pví gjalddaginn tveim- ur mánuðum fyr en vant er. Þá er fallíð í gjalddaga kirkju gjald fyrir fardagaárið 1938— ’39 og kírkjugarðsgjaldið fyr- ir árið 1939 féll í gjalddaga 15. p. m. Framangreindum gjöidum er veitt viðtaka á tollstjóraskrif- stofunni, sem er á 1. hœð í Hafnarstræti 5, húsi Mjólkur- félagsins. Skrifstofan er opin virka daga kl. 10—12 og 1—4 nema laugardaga kl. 10—12. Tollstjórinn í Reykjavík, 14. júlí 1939. Jón Hermannsson. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN myndar mönnum, sem eru yngri að árum. Hann hefir með eigin átökum, hjálp ungmennafélaga í Ölfusi og víðar á Suðurlandi og lítilfjörlegum styrk af al- mannafé, komið upp prýðilegri, opinni sundlaug í túninu á Reykjum með einföldum klefum vegna sundgesta og nemenda til fataskipta, baðs og þvotta. Laug þessi á að verða 50 metrar að lengd og með svipaðri dýpt og sundhöllin í Reykjavík. Nóg er af heitu og köldu vatni við sundlaug Lárusar, en ekki hefir hann lokið verki sínu, sem varla er von. í laug þessari kennir Lárus Rist nemendum úr garð- yrkjuskólanum, barnaskóla sveitarinnar og húsmæðraskóla Árnýjar Filippusdóttur. Auk þess heldur hann sérstök nám- skeið fyrir fólk af Suðurlandi, hvaðan sem er, og ætlast til að laugin á Reykjum verði um all- ar ókomnar aldir mikill liður í íþróttalífi og hreinlætismenn- ingu fólks í heilum landsfjórð- ungi. En innst í dalnum, á ríkis- landinu, hefir numið land fyrir- ferðarmikill Skagfirðingur, Pálmi Hannesson rektor, með sveitaheimili fyrir menntaskól- ann í Reykjavík. Hefir hann byggt í Reykjakoti, rétt hjá gróðurhúsum Magnúsar Krist- jánssonar, mikið hús og fagurt, er hann nefnir „skólasel“ eða „sel“ menntaskólans. Er það timburhús, vel vandað að öllu leyti. Getur þar farið vel um tvo bekki eða 40—50 nemend- ur í einu, auk kennara. „Selið“ (Framh. á 4. siSu) ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlnn Slgurðar Ölafssonar. Símar 1360 og 1933. Hraðferðir B. S. A. AUa daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Bifreltlastöð Akureyrar. í fjar veru minm 2—3 vikur, gegnir hr. læknir Páll Sigurðsson, Pósthússtr. 7, lækn- isstörfum mínum. Viðtalstími kl. 10y2—12 og ? —7 e. h. i KARL JÓNSSON, læknir. 144 William McLeod Raine: FlóttamaOurinn ]rá Texas 141 manni til að flýja, og þar með borgað skuld þína við hann, ef hún var þá nokkur. Það sagðir þú sjálf að minnsta kosti. Síðan fórst þú út og hélzt áfram að hjálpa honum og gekkst meira að segja á bak orða þinna til þess. Molly leit ekki undan, en Walsh sá að hún roðnaði. Hann hafði aðeins einu- sinni séð þenna skömmustusvip á and- liti hennar áður og það var í gærkvöldi. — Þú ert kurteis, Steve, sagði hún biturt. — Hví segir þú ekki blátt áfram að ég sé lygari! — Það ert þú ekki. Ég hefi aldrei orð- ið þess var að þú hafir logið, sagði Walsh og horfði síðan á hana athug- andi. — Þarna liggur eitthvað á bak við, sem ég skil ekki, nema aðeins--------- — Ég er kannske setin illum anda eins og menn voru hér áður, sagði hún önug. Hún reyndi að vera róleg, en var mjög óróleg. Þetta var ekki ólíkt því og verið hafði í gamla daga, þegar hún var að leika sér og einhver leitaði að földum hlut og hún var „heit“ eða „köld“, eftir því hversu langt hann var frá hlutnum. Hugsun Steve var nú komin mjög ná- lægt leyndarmáli hennar. Oakland hélt í norður. Þegar þeir höfðu farið greitt yfir, svo sem klukku- stund, fór fanginn að gera athugasemd- ir. — — Ég vil ekki vera með nein ólæti, herra, en mér lízt samt ekkert á þetta. Ég sé ekki betur en við förum beint til Quarter Circle. Mér þætti bölvað að rek- ast á Walsh sýslumann. — Þú ferð þangað sem ég fer. Eitt get ég þó sagt þér, og það er, að ég ætla ekki að afhenda Walsh þig, ekki að minnsta kosti nema þú hafir logið að mér, sagði Oakland. Flannigan hló. — Og jafnvel ekki, þó svo hafi verið, bætti hann við með illi- legum glampa í hvítmatandi augunum. — Hvert erum við að fara, spurði Taylor. — Þú sérð það þegar þar að kemur, sagði Oakland hranalega. — Ef spurn- ingar eru nauðsynlegar, þá er það mitt að spyrja. Þeir riðu eftir hæðunum klukkustund- um saman. Það var komið yfir nón, er Taylor leit niður í dal, sem hann kann- aðist við. Sjömílnakofinn var þarna niðri í dalnum, ekki meira en mílu veg- ar í burtu. XV. KAFLI. Molly horfði út um gluggann á eftir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.