Tíminn - 20.07.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.07.1939, Blaðsíða 4
332 TfMim, fimmtudagiim 20. júlí 1939 83. blað Yfír landamærín 1. íhaldsblöðin halda enn áfram að skrifa eins og þeim sé ókunnugt um aflaleysið og markaðserfiðleika sjávar- útvegsins á undanförnum árum. í gær segir t. d. Vísir, að skattarnir og toll- arnir hafi verið svo háir á útgerðinni undanfarin ár, að ekki hafi verið hægt að endurnýja togarana. Þetta leyfir blaðið sér að fullyrða, enda þótt það sé almenningi kunnugt, að togarafélög- ín hafa yfirleitt enga skatta greitt seinustu árin og Pétur Ottesen og Sig- urður Kristjánsson hafi lýst því yfir í milliþinganefndinni í sjávarútvegsmál- um, að tollarnir væru svo lágir, að þeir hefðu sama og engin áhrif á afkomu útgerðarinnar. Það þarf vissulega mikla óskammfeilni og ódrengskap til að fara með slíka ósannsögli. 2. í „leiðara" Vísis í gær er atvinnu- bótavinnan réttilega fordæmd „sem óarðbær og aðeins stundarfróun, en engra meina bót“. En jafnframt reynir blaðið á leiðinlegan hátt að þvo hend- ur Sjálfstæðisflokksins af stuðningi við hana. Sannleikurinn er sá, að sumir Reykjavíkurþingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa iðulega borið fram til- lögur í þinginu um helmingi hærra framlag ríkisins til atvinnubótavinn- unnar en veitt hefir verið. Það er mönnum líka i fersku minni, að síðastl. vetur gerðu íhaldsblöðin harða hríð að fyrv. atvinnumálaráðherra vegna þess, að hann vildi ekki veita meira fé til atvinnubótavinnunnar en fjárlög heim- iluðu. Vísir leikur hér hinn gamla skollalelk íhaldsins, að hafa tvær tung- ur og vera ýmist með eða móti málum eftir þvi, hvort þykir betur henta í það og það skiptið. 3. Framkoma Garðars Þorsteinsson- ar, Árna frá Múla, Magnúsar Gísla- sonar, Eiríks Einarssonar og Þorsteins Þorsteinssonar á þingi hefir sannfært Morgunblaöið um, að „landkjörnu þingmennirnir eigi ekki að vera ,,dumpekandidatar“ úr kjördæmunum, því að þeir verða þá alltaf með yfirboð til kjördæmanna, til þess að þóknast kjósendunum". (Mbl. 19. þ. m.). x—y. Jón Guðmundsson (Framh. af 1. siðuj laganna íslenzku, hve snemma þau völdu sér mann með full- kominni bókhalds- og endur- skoðunarþekkingu og réðu í þjónustu sína, en þetta var sem kunnugt er löngu áður en hið opinbera tók að skapa verzlun- ar- og viðskiptastofnunum al- mennt aðhald í þessu efni. Enda má óefað telja, að þessi ráðstöf- un og starf Jóns Guðmunds- sonar hafi haft hin djúptæk- ustu áhrif fyrir samvinnufélög- in og Sambandið og meðal ann- ars orðið eitt grundvallaratrið- ið að hinni farsælu stjórn Sam- bandsins á hinum umsvifamiklu fjárskiptum þess við hin mörgu og dreifðu félög, sem mörg áttu alla jafna að upphafi ekki öðru en leikmannsþekkingu á að skipa heima fyrir. Þessu hlutskipti Jóns fylgdu mjög mikil ferðalög, sumar og vetur, og þarf meira þrek til slíkra starfa en menn almennt gera sér ljóst. En jafnframt fylgdi aðstaða til óvenjulegrar kynningar á landi og fólki og almannahag. Árið 1931 gekk J. G. í þjón- ustu ríkisins, sem endurskoð- andi. Var með þessari ráðstöf- un sparað fé og jafnframt aukið öryggi, þar eð þangað til hafði verið annazt um þessi störf í hjáverkum af ýmsum þar til völdum mönnum. í janúar 1938 var J. G. settur tJR BÆNUM Haukur Einarsson, prentari, synti í gær úr Viðey að steinbryggjunni. Hann var ósmurður og aðeins í venjulegum sundbol. Hann var 1 klst. og 37 mínútur og synti bringusund alla leið. Haukur hefir einu sinni áður synt þetta sund, árið 1931. Nýr tollbátur. Tollverðirnir hér í bænum fá innan skamms til sinna nota nýjan tollbát. Var hann settur fram í fyrradag og reyndur nokkuð 1 gær. Afhending hans fer bráðlega fram. Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík efnir til skemmtiferðar á Akranes um helgina, ef veður verður gott. Verður farið með Fagranesinu héðan úr Reykjavík frá Loftsbryggju kl. 3 á laugardaginn. Tjaldað verður efra. Á sunnudaginn verður gengið á Akrafjall, kauptúnið og umhverfi þess skoðað o. s. frv. Suður verður farið aftur með Fagranesinu og leggur það af stað frá Akranesi kl. 8 á sunnudags- kvöldið. Þeir, sem hafa i hyggju að taka þátt í þessari för, tilkynni það sem fyrst til Guðm. V. Hjálmarssonar eða Jóns Helgasonar, sími 2353. Hjúkrunarkvennamótið. Hið sjötta mót norrænna hjúkrunar- kvenna, verður sett í Gamla Bíó á sunnudaginn kemur, kl. 11.30. Hinar norrænu hjúkrunarkonur, sem alls munu vera um 400, koma hingað til lands á laugardagsmorguninn með Stavangerfjord. Leiðrétting. Prentvillur þrjár voru 1 grein Gunn- laúgs Kristmundssonar sandgræðslu- varðar í Tímanum á fimmtudaginn var. í fyrsta kafla greinarinnar, þriðja dálki, hefir orðið þörungur misprent- azt þrösungur; í sama kafla, fjórða dálki, hefir útlenda orðið löss mis- prentazt töss. í öðrum kafla greinar- innar, áttunda dálki, hafa orðin hungr- uðum beitarpeningi misprentazt hundr- uðum beitarpeningi. ski-ifstofustjóri fjármálaráðu- neytisins, en nú er hann skrif- stofustjóri í viðskiptamálaráðu- neytinu. J. G. er óvenjulegur afkasta- maður við störf, veldur þar um skýr hugsun, skörp ályktunar- gáfa og samvizkusemi, en við- fangsefnin hinsvegar svo óþrot- leg, að aldrei hafa veitt tóm til þess að slegið yrði slöku við. Verður J. G. því talinn einn hinna fremstu og nýtustu manna i opinberri þjónustu. Á krossgötnm. (Framh. af 1. síðu) í landvélinni TF-Lóa, sem þarna var á ferð. Mun hann í þessari sömu ferð einnig hafa lent á túninu á Reykjum í Biskupstungum. t t t Síðastliðinn fimmtudag, snemma morguns, urðu böm Ingvars Sigurðs- sonar bónda í Selskarði í Garðahreppi þess vör, að hæna, er þar lá á eggjum, hafði verið drepin á þann hátt, að hausinn var stýfður af. Gerðu þau föð- ur sínum aðvart. Lokaði hann húsinu, þar sem hænan var inni, og rannsak- aði það. Fann hann þar minnk. Brá bóndi við, reið að Eyvindarstöðum hið bráðasta og fékk þar minkagildru og mann sér til hjálpar, er vanur var að fást við minka. Settu þeir tvær gildr- ur við hreiður hænunar. Minkurinn skýldi sér undir fjárgrindum, sem voru í gólfi hússins. Rifu þeir Ingvar grindurnar upp og tókst að hrekja minkinn i aðra gildr- una. Dýrið var læða, heldur illa haldin og mögur og hefir sennilega átt hvolpa í vor. Bændaför Búnaðar- sambands Dala- og Snæiellsnessýslu Eftir Kristján H. Breiðdal. FRAMHALD 5. dagur. — Snemma morguns var lagt af stað frá Þrastalundi. Var þá haldið suður aftur og Flóaáveitan skoðuð. Flóaáveitu- félagið og kvenfélagið veittu kaffi í sameiningu. Þetta var í fyrsta skipti, er konur tóku á móti okkur sérstaklega. Enda steig nú gleði og ánægja ferða- langanna til muna. Ingólfur Þorsteinsson flutti fróðlegt erindi og snjallt um Flóaáveituna. Þar voru og marg- ar ræður fluttar. Að lokinni kaffidrykkju var ekið að upp- tökum áveitunnar, svo til baka um Flóann niður til sjávar og loks vestur í Hveragerði. Það er auðsætt, að mikið og merkilegt framtak er að Flóaáveitunni og vist er um það, að mikið hefir áunnizt um auknar slægjur. Það er næsta furðulegt, að líta yfir allt það skurðakerfi um jafn stórt svæði og það á svo skömm- um tíma, sem liðinn er frá því að þetta risaverk var hafið. Margt benti okkur til, að víða austur þar séu menn eljusamir í vinnu. Það er áreiðanlega fá- gætt, nú á tímum, að sjá slíka torfgarða, og við sáum á leið okkar um Rangárvelli. Fleiri km. langir, beinir og vel byggðir garðar. Og það var mér sagt, að víða girtu bændur á þann hátt um lönd sín. Ég tel slík mann- virki til hinnar mestu fyrir- myndar. Og víst er um það, að bændur þar virða og meta máls- háttinn: „Hollt er heima hvat“. Á ferð okkar um Flóann fylgdu okkur stór hópur karla og kvenna. Fagurt er niður við sjó- inn í Flóanum. Það er heillandi sýn, að sjá hinar víðáttu miklu sveitir og hinn fagra fjallahring í þeirri órafjarlægð. Fararstjórinn hafði pantað mat í Hveragerði á ákveðnum tíma, sem við að vísu gátum ekki látið standa heima. Gestrisni, alúð fólksins í Flóanum og al- staðar hið heillandi veður og umhverfið gerði og sitt til, beint og óbeint, að okkur var aldrei mögulegt að vera neinstaðar al- veg á réttum tíma. Er við kom- um svo að Hveragerði var okkur fagnað þar með blönduðum kór- söng, er séra Ólafur stjórnaði. Var það í einu hrífandi og hress- andi áður en til borðs var geng- ið. Undir borðum voru ræður fluttar að vanda, enda leið nú að skilnaði við fólk og héruð. Svona rétt til að stríða farax- stjóranum okkar, er samdi allar okkar áætlanir, sem þó nær aldrei stóðu heima, flutti ég þar þessa stöku: Þó að okkar ferð sé fljót ' og fararstjórinn hvergi slóri, á hann réttinn í nafnbót: „áætlana-mála-stj óri“. Framhald. 146 William McLeocL Raine: eftir að þú komst að því, að hann var ekki Clem. — Ég ætla að segja þér svolítið, Steve, sem ég hefi engum sagt, sagði hún áköf, en sárreið við sjálfa sig, — eins og þegar menn bíta með tönn, sem þeir hafa tannpínu í, til þess að gera uppreisn gegn kvölunum. — Hann barði mig miskunnarlaust með svipu, þegar við hittumst fyrst. — Barði þig? Walsh varð svo undr- andi, að hann hélt að hann hefði ekki heyrt rétt. — Já, eins og sumir menn berja hunda, sem hafa reynt að bíta þá. Ólar- förin eru ennþá á fótunum á mér. — En því í ósköpunum gerði hann það, hrópaði Walsh upp. Molly beit sig í tunguna fyrir að hafa sagt þetta, en nú varð hún að halda á- fram. — Ég var í samfesting, hann áleit mig vera strák og hélt að ég hefði skotið á sig. — Hvers vegna hélt hann að þú hefðir skotið á hann og hvernig gat hann hald- ið að þú værir strákur? — Ég ætlaði ekki að segja þér þetta, Steve, sagði Molly afsakandi. — Ég veit ekki hvað hefir komið mér til þess, nema þá það, að sannfæra þig um hversu ó- mögulegt það er, að mér geti þótt vænt Flóttamaöurínn frá Texas 147 um þennan mann. Þú verður að lofa mér því að segja þetta aldrei, aldrei nokkurn- tíma nokkrum manni. — Auðvitað segi ég ekki frá því, ef þú vilt það ekki, sagði Walsh. Hann fann að hann dauðlangaði til að klófesta þennan Barnett og berja hann til dauðs með ber- um hnefunum. — En ég skil ekki------- — Bylurinn var skollinn á og við Jim vorum á heimleið, er við sáum hann og þekktum hestinn. Jim hélt að hann væri Clem Oakland og skaut á hann. — Skaut á hann, endurtók Walsh undrandi. — Já, því ekki það? Clem hafði einu sinni sært hann, er hann gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér og hann hafði reynt að drepa pabba. — Og Barnett hélt að þú hefðir skotið á hann? — Hann sá Jim alls ekki. Ég hljóp til Gypsy, en var ekki nógu fljót. Ég hafði verið að skera mér víðitág og var með hníf í hendinni. Þegar hann lagði hönd- ur á mig sló ég til hans, en ætlaði ekki að stinga hann, en hnífsblaðið fór á kaf i öxl hans. Hann barði mig, þangað til hann komst að því að ég var kvenmað- ur. — Hvar var Jim á meðan, spurði . Walsh hranalega. Smíði vélbáta í Hafnarfirði (Framh. af 1. síðu) haft á höndum byggingu þeirra, en eigendur eru Valtýr Þor- steinsson í Rauðavík á Árskógs- strönd, Þorleifur Þorleifsson og Björgvin Jónsson á Dalvík, Garðar og Björn Ólafssynir í Hrísey og Guðjón Ólafsson í Grenivík. Stærð þessara báta er 12—30 smálestir. Bátur, sem Stefán og Þór Pét- urssynir á Húsavík eiga, 18 smá- lestir að stærð, smíðaður í Siglu- firði, er einnig kominn á veiðar. Sex hreyfilbátar, sem styrks nutu, munu flestir eða allir full- smíðaðir fyrir nokkru. Af þrem fimm smálesta vélbátum með hálfu þilfari, sem samvinnuút- gerðarfélag á Sandi lét byggja, eru tveir komnir á veiðar fyrir nokkru síðan. Sama máli mun gegna um lítinn bát frá Bolung- arvík og tvo báta frá ísafirði. í Njarðvíkum hafa bátar verið í smíðum og er einn kominn þar á flot. Alls voru bátar þeir, er styrks- ins njóta 29, að meðtöldum hreyfilbátunum. Munu, eftir því sem Tíminn hefir fregnað, 19 þeirra vera komnir á flot og margir hverjir þegar komnir á veiðar. Hinir eru allir í smíðum, í Reykjavík, Njarðvíkum, á Akra- nesi og víðar, að undanskildum tveimur stórum bátum, 60 smál. eða þar yfir, sem útgerðarféiag á Siglufiröi og Sigurður Ágústsson í Stykkishólmi ætla að láta byggja. Iþróttir. (Framh. af 3. síðu) Húsavíkur að öðrum íþróttum loknum. Var glímt fyrir troðfullu húsi og var fögnuður áhorfenda mikill. Mátti þar og sjá góðar glímur. Árangur mótsins fór eftir að- stöðunni, var lakari er menn höfðu vonazt eftir. Bezta afrekið var 100 m. hlaup Hrólfs Ingólfs- sonar á 11,5 sek. 3 menn köst- uðu kringlu yfir 30 metra, og má það teljast allgott, því að stutt er síðan farið var að iðka köst hér á þessum slóðum. Þorvarður Árnason frá Seyðisfirði vann 1. verðlaun í öllum köstunum, og er hann vafalaust gott íþrótta- mannsefni. Bróðir hans, Tómas Árnason, vann 3000 m. hlaupið, og er hann þó aðeins 15 ára gamall.. Austfirðingar og Suður-Þing- eyingar hafa áður haldið tvö slík mót sem þetta. Komu Austfirð- ingar fyrst í heimsókn og í fyrra fóru Þingeyingar austur að Eg- ilsstöðum. Þeir, sem að þessum mótum standa, telja, að hér sé um þýðingarmikla samvinnu að ræða, og munu þau ekki verða látin niður falla. Gæti svo farið, að mót þessi yrðu góð lyftistöng íþróttanna um Austurland og Þingeyjarsýslur. Meðal gestanna að austan var flokkur handknattleikskvenna frá Norðfirði. Var ákveðin keppni milli þeirra og kvenna- flokks úr íþróttafélaginu Völs- ungur á Húsavík. Mótsdaginn varð þó ekki af keppninni vegna óveðursins. En daginn eftir kepptu stúlkurnar og unnu Hús- víkingar með 2 mörkum gegn 0. Þorgeir Sveinbjarnarson. Alþjódasamband verklýðsíélaganna (Framh. af 1. siðu) niðurstaðan verði sú, að verka- lýðsfélögin láti sig ýms löggjaf- armál meira skipta en áður. En telja má, að utan Svíþjóðar og Danmerkur hafi barátta verka- lýðsfélaganna yfirleitt verið einhliða kaupgjaldsbarátta. Þetta þing er talið með merk- ustu þingum Alþjóðasambands- ins, aðallega sökum þeirrar af- stöðu, sem það tók til rússnesku verkalýðsfélaganna. Af stór- pólitískum ástæðum, en ekki vegna verkalýðsmálanna sjálfra, ætluðu fulltrúar beggja helztu stórveldanna, Bretlands og Frakklands, að þröngva hinum fulltrúunum til að brjóta þá meginreglu, að innan Alþjóða- sambandsins ættu aðeins að vera samtök, sem byggðust á lýðræð- isgrundvelli og réði málefnum sínum sjálf. Fulltrúar smáríkj- anna neituðu að láta hafa sig að slíkum leiksoppi og snúast þann- ig gegn lýðræðisstefnu Alþjóða- •GAMLA EÍÓ* 7 löðrungar Ljómandí skemmtileg og fyndin UFA-gamanmynd, er gerist í London. Aðalhlutverk leika hinir frægu og vinsælu leikarar: LILIAN HARVEY Og WILLY FRITSCH. NÝJA BÍÓ- Úlfeirinu snýr aftnr. Óvenju spennandi og vel gerð lögreglumynd, eftir sögunni The Lone Wolf in Paris, sem er víð- lesnasta sakamálasaga, sem nú er á bókamarkaðinum. Aðalhlutverk leika: FRANZ LEDERER og FRANCES DRAKE. * í AUKAMYND: KRÖFTUGAR LUMMUR í skopmynd, leikin af Andy Glyde. | BÖRN FÁ EKKI AÐGANG. S Sýning sjómanna. Wn fer uð verða hver séðastur að skoða sýiiing'una í MarkaðsskeBlanum — elragið það ekki frain yfir Itelgi að skoða Eiasia, SÝNINGARNEFNDIIV. Sérlega falleg' k arl mann afata- efnl Biýkomiii. V er ksmið j uútsal an Geijun — Idunn Aðalstræti. Eggert Claessen og tekjuhallaskipið. (Framh. af 2. síðu) ast við, að hann láti félagið hér eftir leggja aðaláherzlu á far- þegaflutninga. Afstaða mín til þessa máls hlýtur að nokkru leyti að stjórnast af því, að ég þarf að hafa töluverð afskipti af vöru- flutningum milli íslands og út- landa. Samvinnufélög landsins hafa meðal annars það hlutverk að komast að sem beztum flutn- ingskjörum fyrir framleiðsluvör- ur landsmanna, sem fluttar eru út, og innfluttar nauðsynjavör- ur. Hafa verið uppi, fyr og síðar, harðar kröfur um það, að félög- in komi sjálf upp skipastól til að annast sína eigin vöruflutn- inga. Forráðamenn Sambandsins hafa jafnan talið eðlilegast, að Eimskipafélagið annaðist vöru- flutningana, en þá jafnframt gert kröfur til þess, að flutn- ingsgjöldum væri stillt í hóf. Það mun því enginn sanngjarn mað- ur geta láð mér það, þótt að ég geri athugasemdir við kaupin á hinu nýja farþegaskipi, sem á- ætlað er að verði rekið með a. m. k. 237 þús. króna árlegum tekjuhalla, því þessi tekjuhalli af farþegaflutningunum getur hvergi lent annarstaðar en á vöruflutningum félagsins, nema ríkið borgi allan hallann. Eimskipafélagið er þjóðþrifa- stofnun. Landsmenn' hafa líka kunnað að meta það. Allur að- búnaður að félaginu, bæði frá einstaklingum og ríkinu, sann- ar þetta. En félagið og félags- stjórnin á ekki að vera hafið yf- ir sanngjarnar aðfinnslur. Það er þó komið svo, að ef einhver leyfir sér að gera athugasemdir við gerðir Eimskipafélagsstjórn- arinnar, þá er sá hinn sami nánast stimplaður sem land- ráðamaður. Ég efast um að Eimskipafélaginu sé með því greiði gerður. Jón Árnason. sambandsins. Með því sýndu þeir slíka hollustu við lýðræð- ið að öðrum unnendum lýðræð- isins er skylt að minnast þess. Nú hlakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, því þá veit ég að kaff- ið hressir míg Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT »Detliioss« fer á föstudagskvöld 21. júlí vestur og norður. Aukahafnir: Ingóifsf jörður og Djúpavík. VinniS ötnllefia fyrir Tíntann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.