Tíminn - 20.07.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.07.1939, Blaðsíða 2
330 TlMlftny, fimmtndagiim 20. júlí 1939 83. blað n|i-1T| ^umiwt Fimmtudaeiinn 20. júlí Eggert ( laesseii tekj nb allaskipið Eftír Jón Arnason framkvæmdastjóra Pormaður Eimskipafélags- stiórnaxinnar, hr. Eggert Claes- sen, skrifar tíu dálka grein í Morgunblaðið, þar sem hann er að leitast við að svara greinar- stúf sem birtist eftir mig hér í blaðinu 8. þ. m. Ég lái honum auðvitað ekki, þó hann svari, en hitt fæ ég ekki skilið hvar hann finnur hnjóðsyrði í sinn garð í grein minni, eins og hann þó orðar það. Ég deili á þá ráð- stöfun Eimskipafélagsstjórnar- innar, að kaupa skip, sem stjórn- in sjálf áætlar að verði ekki hægt að reka nema með miklum tekjuhalla, en ég get hvergi í grein minni fundið hnjóðsyrði í garð nokkurs manns. Hinsvegar fannst mér ástæðulaust að láta ósvarað naggi þeirra blaða, sem átöldu andstöðuna gegn „lux- us-skipinu“. Finnst mér alveg óþarfi hjá formanninum, að verða reiður, þó að ég færði hógværlega rök fyrir sérstöðu minni í þessu máli. Hr. E. C. reynir að gera mig að ósannindamanni í grein sinni. Parast honum svo orð: „Ég minnist þess ekki að Jón Árnason hafi nokkru sinni bor- ið fram tillögu um það að fé- lagið útvegaði sér vöruflutn- ingaskip í viðbót við þau skip, sem það á nú“. Hér fer formaðurinn með rangt mál, svo að ekki sé meira sagt, því hvað sem fyrri af- skiptum mínum kann að líða, þá lagði ég fram á stjórnarfundi 3. apríl þ. á. mótmæli gegn kaupum á tekjuhallaskipinu og yfirlýsingu um, að ég væri því fylgjandi að félagið keypti eitt eða tvö vöruflutningaskip. Ég get líka bætt því við, að þó að E. C. gefi í skyn, að ég segist hafa borið fram tillögu um að félagið kaupi vöruflutningaskip, þá var það nú ekki orðað svo í grein minni. Ég segist hafa stungiff upp á því á aðalfundi 1927, „að félagði yki skipakost sinn með flutningaskipum". Hér er ekki einu sinni sagt neitt um það, hvort félagið ætti að auka skipakostinn með leigu- skipum, eða það ætti að kaupa skip. Þó fullyrðir E. C„ að ég segist hafa lagt til að félagið keypti flutningaskip, og reynir svo með tilvitnun í fundargerð 1927 að gera mig að ósanninda- son landsímann, Eggert Claes- sen póstinn, Jóhann Jósefsson útvarpið o. s. frv. En hitt er ann- að mál, hvort hinir óbreyttu liðsmenn Sjálfstæðisflokksins teldu sig hafa ástæðu til að fagna umskiptunum. Það er frekar lítil trygging fyrir því, að póstgjöldin, símagjöldin og vinnsluverð síldarverksmiðjanna myndi lækka hjá hinum nýju eigendum. En það þarf ekki að efa, að þeir myndu græða, en þess myndi tæpast verða getið, þegar Mbl. og Eimreiðin skrif- uðu um þetta lofsverða framtak einstaklinganna, hvaðan sá gróði væri kominn og hvort hann hefði ekki orðið til að lama og skerða framtak marg- falt fleiri einstaklinga. í hinni ólíku afstöðu Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins til þess, hvort ríkið eða einstaklingur eigi að reka póst, síma, útvarp, strandferðir, síld- arverksmiðjur og sjúkrahús, kemur fram grundvallarmunur á viðhorfi flokkanna til fram- taks einstaklings. Samkvæmt stefnu Sjálfstæðisflokksins á framtak einstaklings að njóta sín á þann hátt, að örfáir menn ráði yfir atvinnurekstrinum og gróðamöguleikar þeirra séu sem minnstum takmörkum háðir. Þessvegna hefir Sjálfstæðis- flokkurinn ekkert á móti því að einn maður hafi póstreksturinn í sínum höndum, annar símann, þriðji útvarpið o. s. frv. Hann vill beinlínis koma á slíku fyr- irkomulagi með því að vinna gegn ríkisrekstri þessara stofn- ana sem ,,ríkisauðvaldi“. — Framsóknarflokkurinn vill hins- vegar að hömlur séu settar gegn því, að yfirráð einstakra manna verði það mikil, að þau hamli framtaki annarra og það jafn- vel meginhluta þjóðarinnar. Hann vill örva framtak sem allra flestra og láta ríkið gera sitt ítr- asta í þeim efnum, með þvi að skapa öllum þegnunum sem jafnasta aðstöðu, en láta ekki einn auðgast ranglega á kostn- að annarra. Þess vegna er hann andvígur því að póstur, sími og útvarp séu einkarekstur. Hann telur auðkónga og öreiga álika hættuleg fyrirbrigði og vill að þegnarnir séu yfirleitt starf- samir bjargálnamenn. Milli þessara sjónarmiða Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins er óbrúanlegt bil. Það fer eftir manndómi og vilja alþýðunnar til að vera sjálfbjarga eða öðrum háð, hvor stefnan sigrar. manni með því, að í áminnstri fundargerð er aðeins drepið lauslega á þessa ræðu mína og þess getið þar, að ég hafi bent á, að nauðsyn bæri til að auka skipastólinn með leiguskipum. Þess má geta, að ræður manna á aðalfundum Eimskipafélagsins eru aðeins bókaðar í mjög laus- legum útdrætti. Tilvitnun E. C. sannar því ekkert um það, sem að ég kann að hafa sagt i þess- ari ræðu, enda var það fleira viðvíkjandi rekstri félagsins, en útdrátturinn úr fundargerðinni ber með sér, þó ég hirði ekki að tilgreina það hér. — Ég læt svo útrætt um þennan ósannindaáburð E. C. Það er alltaf auðvelt fyrir menn, sem vilja hafa sig til þess, að gera andstæðing upp allt önnur orð en hann hefir sagt, og hrekja svo þessi tilbúnu ummæli. í þessum langa lestri fann ég engin rök fyrir þeirri ráðstöfun, að láta smiða þetta tekjuhalla- skip, sem ég var ekki búinn að heyra margoft áður. Það skyldi þá helzt vera það, að hér væri verið að koma í framkvæmd 25 ára gömlum fyrirætlunum þeirra manna, sem stóðu að stofnun Eimskipafélagsins. Þó nú að þetta kunni að vera rétt, sem að ég dreg í efa, þá finnst mér vit- leysan ekkert betri, þó að hún sé 25 ára gömul, — en ég get ekki með nokkru móti komizt hjá að kalla það _ vitleysu, að ráðast með opin augun í fyrirtæki, sem tvímælalaust er áætlað að skili árlega a. m. k. 237 þús. króna tekjuhalla. Hr. Eggert Claessen kvartar undan þvi, í niðurlagi greinar sinnar, að ég færi engin rök fyr- ir skoöun minni, og treystir því „að landsmenn meti meira rök- studdar skoðanir og áætlanir, heldur en órökstutt álit“ mitt. — Ég veit nú sannast að segja ekki hvað maðurinn meinar með þessu. Hann hefir sjálfur áætlað árlegan reksturshalla á „luxusskipinu", kr. 237.000, að viðbættum 20 þús. kr„ sem Reykjavíkurbær kvað hafa lofað að lækka hafnargjöldin. Ágrein- ingurinn milli mín og með- stjórnenda minna er aðeins um það, að ég álít óverjandi að ráð- ast í tekjuhallafyrirtæki, þar sem ég tel brýnni þörf fyrir flutningaskip og því nær alveg örugt, að slíkt skip sé hægt að reka með ágóða, án þess að í- þyngja almenningi með ósann- gjörnum flutningsgjöldum. — Reikningar Eimskipafélagsins sjálfs sýna það, að vöruflutn- ingar félagsins hafa gefið því góðan arð undanfarin ár. Og ég sé þá heldur enga ástæðu til að deila frekar við hr. E. C. um það, hvort líklegt sé, að vöruflutn- ingaskip muni bera sig lakar en farþegaskip. Ef hann er sann- færður um þetta, þá liggur bein- (Framh. á 4. síðu) V estmannadagnr á Þing’völliiiii Nú eru liðnir nokkrir dagar síðan haldinn var Vestmanna- dagurinn á Þingvöllum. Veðrið var óhagstætt þann dag. Það var einn hinn hvassasti og kaldasti dagur, sem komið hefir á Suður- landi á þessu vori. Samt kom til Þingvalla úr Reykjavík og Hafnarfirði meiri mannfjöldi þennan dag heldur en þangað hefir komið á nokkra hátíð síðan 1930. Þegar ég var á ferð hjá löndum í Vesturheimi fyrir ári síðan hélt ég því fram, að hið andlega ríki íslendinga næði ekki aðeins yfir ísland, heldur einnig yfir öll þau önnur lönd, þar sem ís- lendingar ættu heima. Hið and- lega veldi íslenzkrar menningar ætti þess vegna víðáttumikil heimkynni í Ameríku, bæði í Bandaríkjunum og Kanada. í ræðu sinni á Vestmanna- daginn uppgötvaði Ólafur Thors höfuðstað fyrir þetta andlega íslenzka ríki og það var Þing- völlur. Mér finnst að varla verði um það deilt, að þetta sé rétt. Þingvöllur hefir alla þá fegurð, alla þá tign og allar þær sögu- legu minningar til að geta tengt saman í andlegum skiln- ingi alla íslendinga, hvar sem þeir búa á hnettinum. Vestmannadagurinn verður vafalaust haldinn á Þingvöllum hvert ár framvegis kringum Jónsmessuleytið. Á þeim tíma stóð hið forna þing og reynslan sýnir, að hinar duldu vættir staðarins láta þá sól og hlýja vinda vernda helgistaðinn. Vestmannadagurinn verður alveg sérstök þjóðhátíð. Að henni munu standa allir flokk- ar og allar kirkjudeildir. Endra- nær halda flokkar og stéttir sér- hátíðir fyrir sig og sína. En á Vestmannadaginn munu menn aðeins koma saman og minnast þess, að þeir eru íslendingar og eiga saman ættland og minn- ingar. Það myndi hafa reynzt mjög erfitt fyrir okkur, sem bú- um í gamla landinu, að halda slíka hátíð, nema af því að minningarnar um bræður og systur, frændur og vini, sem búa í framandi löndum, verða til að sameina okkur á þessum sérstaka hátíðisdegi ársins. Það er í ár liðin hálf öld síð- an landar okkar í Vesturheimi byrjuðu að halda hátíðlegan ís- lendingadaginn, til að minnast i djúpri einlægni hinnar fjar- lægu ættjarðar og alls þess, sem tengir íslending í öðru landi við íslenzka menningu á íslandi. Það má segja, að við, sem búum í gamla landinu, höf- um gengið seint til hurðar með að svara hinni einlægu dóttur- og sonarkveðju vestan um haf. En að lokum höfum við gert það, og gert það vel. Allur undirbúningur Vest- mannadagsins var í höndum fimm manna nefndar og fjöl- margra sjálfboðaliða, sem allir höfðu dvalið lengur eða skem- ur vestan um haf, auk þess sem sumir voru fæddir og aldir upp í Vesturheimi. Og sá maðurinn, sem var forstöðumaður og fund- arstjórinn á samkomunni, Sig- fús Halldórs, hafði um mörg ár verið ritstjóri annars íslenzka blaðsins vestan hafs og í stjórn Þjóðræknisfélagsins. Forstöðu- nefndin og hennar mörgu hjálp- armenn eiga skilið miklar þakkir fyrir sitt mikla og óeig- ingjarna starf. Þeir menn þurfa að halda því áfram á ókomnum árum, þó að nýir menn komi þar til sögunnar. ÞVí að Vestmanna- dagurinn þarf að sameina há- tíðavenjur landanna í Vestur- heimi við íslenzka staðhætti og kringumstæður. En þó að landar að vestan settu, sem rétt var, sinn svip á þessa hátíð, þá var hún studd svo sem bezt mátti vera af heimamönnum á íslandi. For- sætisráðherrafrúin kom í fald- búningi og flutti ávarp Fjall- konunnar, að vestrænum sið. Biskup landsins hélt snjalla messu undir hamravegg Al- mannagjár, en ágætur söng- flokkur og lúðraflkokur höfuð- staðarins lék undir. Atvinnu- málaráðherra hélt ræðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, en for- seti Sameinaðs Alþingis fyrir hönd þjóðþingsins. Þá fluttu nokkrir menn, sem verið höfðu lengur eða skemur í Ameríku kveðjur vestur yfir hafið. Að lokum söng einn hinn frægasti söngmaður, sem þjóðin á, í Valhöll fyrir hátíðagestina. Síð- an endaði samkoman með dansi. Vökumenn íslands höfðu nokkr- ar tylftir sjálfboðaliða með blátt og hvítt einkennisband um handlegginn. Þeir veittu hátíða- nefndinni og lögreglunni marg- háttaðan stuðning. Reglusemi var öll hin bezta og þeir fáu menn, sem vín sást á undir lok- in, voru sendir á sinn stað í bif- reiðum til höfuðstaðarins. Á þann hátt mun lögreglan og Vökumenn venja gesti af að nota áfengi sér til gleðiauka á Vest- mannadaginn. Eina skaröið í gleði gestanna var það, að hinn aldurhnigni skörungur Vestmanna, Gunnar Björnsson í Minneapolis, gat ekki tekið móti heimboði rikis- (Framh. á 3. síðu) Ríkisjarðírnar í Olíusínu »Ríkísauðvald« og framtak eínstaklíng- anna Eimreiðin er eitt hinna grímu- klæddu málgagna íhaldsins. Rit- stjórinn mun vilja reyna að telja hana ópólitíska, en birtir þó oft eftír sjálfan sig hinar óskamm- feilnustu áróðursgreinar, sem ganga lengra í ósvífni og blekk- ingum en flest það, sem birtist í öðrum ritum og blöðum Sjálf- stæðisflokksins. í seinasta hefti Eimreiðarinn- ar hefir hann ritað eina slíka grein. Mbl. hefir strax gripið hana fegins hendi eins og þessi samherji blaðsins væri óvil- hallur og óskeikull spekingur. Þungamiðjan í greininni, segir það, er að sýna fram á, að hér hafi á síðari árum skapazt ríkis- auðvald, sem stöðugt sé „að teygja arma sína inn á starfs- svið einstaklinganna og gerast þannig keppinautur þeirra, í stað þess að vera samstarfandi þeim, styrkjandi og leiðbein- andi“. Það er sammerkt við grein Eimreiðarritstjórans og útþynn- ingu Morgunblaðsins, að þar eru ekki nefnd nein dæmi þess, að ríkið hafi „farið inn á svið einstaklinganna og tekið upp samkeppni við þá“, en þó telja báðir greinarhöfundarnir það þungamiðjuna 1 skrifum sínum, að sanna það, að þetta hafi ver- ið gert! Það er rétt að ríkið annast ýmsan rekstur eins og t. d. póst, síma, strandferðaskip, útvarp, sjúkrahús, skóla, síldarverk- smiðjur og einkasölu á áfengi og tóbaki. Ekkert af þessu er rekið í samkeppni við einkafyrirtæki, nema síldarverksmiðjurnar. En þær eru fyrst og fremst starf- ræktar til að tryggja síldarút- vegsmönnum sannvirði fyrir vinnslu síldarinnar. Áður en þeir komu til sögunnar var það sann- mæli allra, að einkafyrirtækin okruðu á síldarvinnslunni og mætti tilgreina ummæli áhrifa- mikilla íhaldsmanna því til sönnunar. Ríkisverksmiðjurnar eru því fyrst og fremst til styrkt- ar einkaframtakinu á sviði út- gerðarinnar. Svipað má segja um aðra þætti ríkisrekstrarins. Þeir styrkja allir einkafram- takið beint og óbeint, — skapa þvi á einn eða annan hátt betri starfskjör. Þannig er það með póstinn, símann og strandferð- irnar. Sama má segja um skól- ana, þeir gera einstaklinga hæfari í lífsbaráttunni. Ágóðinn af áfengisverzluninni og tóbaks- einkasölunni gerir ríkinu kleyft að styrkja framleiðsluna á ýms- an hátt, (jarðræktarstyrkur, nýbýlabyggingar, Fiskimála- sjóður o. s. frv.), sem það myndi annars verða að láta ógert. Sannleikurinn er því sá, að þessar fullyrðingar Eimreiðar- ritstjórans og Morgunblaðsins um „ríkisauðvaldið, sem keppi við einstaklingana“, er órök- stutt þvaður, sem er ætlazt til að blekki þá, er ekki nenna að hugsa málin, en trúa öllu, sem þeim er sagt, hversu vitlaust og tilhæfulaust, sem það er. Sá ríkisrekstur, sem er hér nú, er fyrst og fremst til að örfa og styrkj a framtak einstakling- anna almennt, en ekki til þess að keppa við þá og gera þeim örðugra fyrir eins og málgögn Sjálfstæðisflokksins vilja vera láta. Vafalaust býr sá tilgangur á bak við þessi skrif íhaldsblað- anna um „ríkisauðvaldið“, að hætta eigi öllum ríkisrekstri. Það er í samræmi við þá grund- vallarkenningu forráðamanna Sjálfstæðisflokksins, að ríkið eigi ekki að hafa neinn atvinnu- rekstur með höndum. Innan Sjálfstæðisflokksins eru líka til menn, sem renna hýru auga til slíkra ráðstafana. Björn Ólafs- son myndi vafalaust þiggja tó- bakseinkasöluna með glöðu geði, Eggert Kristjánsson áfengis- einkasöluna, Richard Thors síld- arverksmiðjurnar, Björn Ólafs- JÓNAS JÓNSSON: VII. Á síðasta kjörtímabili kom upp mikill áhugi í Alþingi að efla garðrækt í landinu miklu meira en verið hafði áður. Varð jafnvel um skeið kapphlaup milli áhugasamra manna í um- bótaflokkum þingsins um flutn- ing og fyrirgreiðslu þess máls. En svo lauk því máli, að ríkis- stjórnin fékk samþykkt lög um garðyrkjuskóla á Reykjum i Öl- fusi. Mælti margt með því. Rík- ið átti landið. Þar voru til ó- dýr en handhæg húsakynni, mikil gróðurhús, vöiiduð pen- ingshús, land sæmilegt til jarð- yrkju og takmarkalitlir mögu- leikar til jarðhitanotkunar um langa ókomna framtíð. Áhuga- menn í þessu máli voru á hnot- > skóg eftir álitlegum forstöðu- manni. Bárust þingmönnum einkum fréttir af ungum bú- fræðingi, er stundaði garð- yrkjunám í Danmörku. Ég var um þetta leyti á ferð í Svíþjóð og lagði leið mína um Kaup- mannahöfn í því skyni að sjá þennan umtalaða garðyrkju- mann, Unnstein Ólafsson frá Ásgeirsá. Mér fór sem öðrum, að mér þótti maðurinn líklegur til góðrar framgöngu. Fyrir kosn- ingarnar 1937 hafði Hermann Jónasson bundið fastmælum við Unnstein Ólafsson, að hann tæki við forstöðu garðyrkju- skólans á Reykjum, þegar hann hefði lokið prófi og öðrum nauðsynlegum undirbúningi. Var ríkisstjórninni sérstakt á- nægjuefni að hafa getað feng- ið þrjá unga og efnilega úrvals- menn 1 hinar þýðingarmiklu stöður við skóla landbúnaðarins, að Hólum, Hvanneyri og Reykj- um. Unnsteinn Ólafsson tók við forstöðu garðyrkjuskólans nú í vor sem leið með rúmlega tutt- ugu nemendum. Umsóknir voru orðnar um áttatíu, þegar aug- lýst var að ekki yrði tekið á móti fleiri beiðnum um skólavist í það sinn. Gert er ráð fyrir að þessir nemendur verði útlærðir úr skólanum eftir tvö ár. Kemur >þá nýr hópur í stað þeirra, sem fara. Auk þess gera menn sér von um að skólinn geti haldið námskeið sumarlangt fyrir pilta og stúlkur, sem nema vilja garðrækt til heimilisþarfa, en ekki sem sérfræði. Eins og áður er sagt, var heilsuhælið á Reykj - um lagt niður og ummyndað í skóla og heimavist fyrir garð- yrkjunemendur. Hefir skólinn einhver hin beztu og ánægju- legustu húsakynni, sem völ er á hér á landi. Byggingin öll hit- uð með orku jarðarinnar, en matseld öll gerð við raforku frá strengjum í Varmá. - Vel fer á um alla byrjun garð- yrkjuskólans á Reykjum. Nem- endur eru áhugasamir og ein- huga um að fullkomna sig sem bezt í garðrækt og nema síðan ný lönd í þeirri grein. Má því vænta, að ekki líði langt áður en lagður verði niður kartöflu- flutningur til íslands frá Ítalíu. Skólastjóri hefir enn fært stór- lega út ræktunina og brotið mikið nýtt land. Hefir auk þess í smíðum tvö stór ný gróðurhús og fleiri nauðsynlegar bygging- ar. Virðist mega telja fullvíst, að ný og stórfelld vakningaralda muni berast frá þessari hagnýtu stofnun um allt land. VIII. Vera má að sumum kunni nú að hafa verið sagt allmikið frá landnámi við jarðhitann á Reykjum. Þó mun mega telja fullvíst, að miklu meira sé enn ónumið af gæðum þessa land- svæðis. Mega menn og muna það, að ekki eru liðin nema tíu ár síðan landnám þetta hófst, og þá með fullri andstöðu og vantrú mikils hluta þjóðarinnar. En innri hiti jarðarinnar hefir þítt ís hugarfarsins, og í stað andúðar og misskilnings gætir nú samhygðar og velvildar um allar skynsamlegar framkvæmd- ir á ríkislandinu í Ölfusinu. Pálmi Hannesson rektor hefir leitazt við, eins og hinir fornu landnámsmenn, að tryggja sér svo mikið landnám, sem ætla má að hann og eftirkomendur hans þurfi með, en það er hið fagra og skjólsæla Reykjakots- land, með itök langt inn í Henglafjöllum. Á gamla höfuð- bólinu Reykjum er Unnsteinn Ólafsson og mun hann væntan- lega færa nokkuð út ræktun sína milli fjalls og ár, í áttina að þjóðveginum. Hefir hann auk þess mikil og góð ítök í engjum þeim niður í byggðinni, sem verið er að þurka með djúpum skurðum. En milli garðyrkjuskálans og menntaskálans er talsvert löng hlíð með miklum jarðhita og fögrum hvömmum. í tveim af þessum hitaopum fann Þorkell Þorkelsson votta fyrir radium, er hann gerði fyrir mína til- stuðlan rannsókn á hverunum í ríkislandinu litlu eftir að það var keypt. Á þessu ónumda land- svæði virðist auk þess vera mik- ið um hveraleðju, sem líklega má telja til nota við gigtarlækn- ingar. Góðar mæður í Reykjavík gera sér nú ferð austur í ríkis- landið til að sækja þangað hveraleðju og leggja við gigt- sjúka limi barna sinna. Ekki skal fullyrt hvort móðurástin byggir á vísindum, en vel má þó vera að hin sterkasta ást sem mannkynið þekkir villist ekki í ákvörðunum sínum. Mér hefir lengi leikið hugur á, að á landsvæðinu milli Pálma Hannessonar og Unnsteins Ól- afssonar kæmi sjúkrahús og helzt í fleiri deildum. Hefi ég styrkzt í þeirri trú af samtöl- um við áhugasama og vel mennta lækna, sem kynnzt hafa slíkum stofnunum í ýmsum menningarlöndum. Mér þykir sennilegt að á þessum stað ætti að vera sjúkrahús í þrem að- skildum deildum. Ein væri hvíld- arheimili fyrir þreytta menn og slitna af vinnu eða áhyggj- um. Önnur deildin væri fyrir gigtveika menn og væru þar notuð öll hin margvíslegu gæði landsins. Þriðja deildin væri aðallega fyrir menri með á- fengiseitrun og skylda sjúk- dóma. Hefir nýr skriður komið á það mál við gjöf Jóns Pálsson- ar gjaldkera, sem mælti líka með því, að gjöfin yrði sérstak- iega notuö í átthögum hans í Árnesþingi. Það er mikill mis- skilningur, að sjúkrahús fyrir menn, sem haldnir eru af á- fengiseitrun, eigi að vera eitt sér. Ef það er gert, verður nafn stofnunarinnar niðurlægt, og vinnur á móti bata sjúklingsins. En ef deild fyrir slika menn er í stórum spítala, þar sem stund- aðar eru lækningar á sjúkdóm- um, sem ekki eru óvirtir með lítið virðulegu nafni, eins og gigtarhæli eða hvíldarheimili fyrir fólk með milda taugasjúk- dóma, þá hverfur hinn skaðlegi áróður, sem er í hinu óvinveitta nafni manna, sem haldnir eru af áfengiseitrun. Þessi nýja stofnun ætti að bera vingjarn- legt nafn úr heimi skáldskapar eða goðafræði. Þá gæti farið saman læknandi áhrif hins fagra nafns og auðugra náttúru- afla, sem stýrt væri af vísinda- legri tækni nútímans. Ef farin væri þessi leið, ætti að byrja með þá deildina, sem tæki á móti mönnum með á- fengiseitrun og láta þá menn síðan vinna að því að byggja hinar deildirnar, eftir því sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.