Tíminn - 22.07.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.07.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÖRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 Og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Feykjavik, laugardagiim 22. júlí 1939 84. blað Framleiðsla harðíiskjar nemur um 1000 smál. 1939 Síðastliðin fjögur ár hefír harðfiskur ver- ið íluttur út fyrir 1,2 millj. krónur Úr skýrslu iiskimálanefndar Tveir af þekktustu, $tjórnmálamQmum Pólverja: Raczynsky greifi, sendiherra Póllands í London (til hœgri), og Beck ofursti, utanrikismálaráðherra Póllands * Búlgaria og Jugoslavia iylgja „öxulríkjunum<( Tímanum hefir nýlega borizt skýrsla um störf Fiskimálanefndar tvö sein- ustu árin. Er þar ýmsan fróðleik að finna. Þar er meðal annars allgott yfirlit um harðfiskverzlun og fara hér á eftir nokkur atriði úr þeim þætti skýrslunnar. Fiskimálanefnd byrjaði á því 1935 að stuðla að aukinni harð- fiskverkun. Gerði nefndin það á þann hátt, að kauþa inn hjalla- efni, sem sumþart var selt út- g:erðarmönnum með kostnaðar- verði, gegn 7 ára afborgun vaxtalaust, og sumpart leigt mörunum, sem óskuðu að reka harðfiskverkun. Hefir nefndin fengið inn meira og minna af hjallaefni öll árin. Á landinu eru nú alls um 737 hjallar. Eru þeir flestir í Reykja- vik 372, Hafnarfirði 156, Akra- nesi 70, Hrísey 25, Bolungavík 18, Vestmannaeyjum 15 og Hnífsdal 12. Einnig eru hjallar í Grinda- vík, Súðavík, Sandgerði, Njarð- v'íkum, Garði, Ólafsvík, Arnar- dai. á Sandi, Sveinseyri, Suður- eyrí, Eskifirði og Hornafirði. Á þessutM hjöllum má herða, mið- að við eina upphengju á hjall, um 1109 smálestir af hertum fiski. Síðan 1935 hefir harðfisk- framleiðslan og útfluthingurinn numið, sem hér segir: Fram- Magn Verð leiðslan útflutn. utflutn. 1935 240 smál. 152 smál. 117 þús. kr. 1936 700 — 560 — 315 1937 700 — 854 — 455 1938 560 — 467 — 283 Birgðir i seinustu árslok voru því 160 smál. Gert er ráð fyrir að framleiðsla yfirstandandi árs verði um 1000 smál. og er það mun meira en nokkuru sinni fyr. Ástæðan til þess, að hún minnk- aði í fyrra, var togaraverkfallið, sem tafði ufsaveiðarnar. Útflutningurinn á síðastl. ári skiptist þannig eftir löndum: Bretland 170 smál,, Svíþjóð 109 Norrænar hjúkrunar konur fjölmenna tíl Islands í morgun komu hingað tii lands með norska skipinu Stav- angerfjord á fimmta hundrað norrænar hjúkrunarkonur. Sitja þær mót norrænna hjúkrunar- kvenna, sem hér verður háð næstu daga. Mun aldreí fyrr hafa verið háð hér mót, sem svo fjölsótt hefir verið af útlend- ingum. Flestar eTu hjúkrunarkon- urnar frá Danmörku, nær tvö hundruð, um hálft annað hundrað frá Svíþjóð, fimmtíu frá Noregi og litlu færri frá Finnlandi. Mótið verður sett í Gamla Bíó á morgun klukkan 11.30. í dag átti að efna til skemmtiferð- ar til Þingvalla. Mörg mál verða tekin til um- ræðu á mótinu, þau er snerta starf og verksvið hjúkrunar- kvenna. Mótinu verður slitið á fimmtu- dagskvöldið um boxð í Stavang- Ærfjord á höfninni á Akureyri. smál., Þýzkaland 70 smál., Nor- egur 47 smál., Ítalía 36 smál., Holland 20 smál., Danmörk 10 smál., Vestur-Afríka 4 smál., Út- flutningurinn til Bretlands, Þýzkalands og Noregs er ein- göngu Afríkufiskur. Verðið, sem fengizt hefir fyrir harðfiskinn, hefír öll árín veríð sambærilegt við saltfiskverðið og stundum talsvert hærra eins og t. d. 1935 og 1938. Þess ber að gæta, að við harðfiskverkunina sparast mikill erlendur gjaldeyr- ir í salti, en það mun nema 8—10 kr. á hvert skpd. af saltfiski. Sá fiskur, sem best hentar til herzlu, er smáfiskur, þ. e. fiskur, sem færi í „Labra“, ef hann væri verkaður sem saltfiskur. Verð á ,,Labra“ hjá S. í. F. var kr. 65,00 kr. skpd. síðastl. ár, og er þá aug- ljóst, að jafnvel lægsta harðfisk- verðið er sambærilegt við það. Verð þessa fiskjar er mun hærra en ufsans, einkum stóra ufsans. Bendir nefndin á það í skýrsl- unni, að athuga þurfi, hvort ekki sé hægt að salta það stærsta af ufsanum til útflutnings, en herða smærri ufsann. „Fiskimálanefnd telur sjálf- sagt“, segir í skýrslunni, „að reynt verði að örfa harðfisk- framíeiðsluna svo sem frekast er unnt, og það ,ætti undír engum kríngumstæðum áð vera lakara né áhættusamara fjárhagslega, heldur en saltfískverkunin, Enda þótt Ítalía hafi til skamms tíma, og sé enn, stærsti kaupandínn að betri tegundum harðfiskjar, er ekki svo að skilja, að ekkl séu sölumöguleikar fyrir þessa teg- und einnig í öðrum löndum. Má þar til nefna: Holland, Belgíu og Bandaríkin, sem öll kaupa betri tegundir af harðfiski, og greiða auk þess með frjálsum gjaldeyri. Lélegri tegundirnar má selja til (Framh. á 4. síöu) Vinna við virkjun Laxár í Þingeyjar- sýslu hófst í sumar í byrjun maímán- aðar og hafa 70—80 manns unnið þar að jafnaði síðan. Lengi vel, allt fram i rniðjan júnímánuð, gekk mestur hluti vinnunnar til þess að sprengja fyrir undirstöðum stíflunnar og þrýstivatns- leiðsunnar, en hún er 700 metrar á lengd. Síðan hefir verið unnið að lagn- ingu leiðslunnar, við að steypa stífluna og koma mælitækjum fyrir i stöðvar- húsinu. Þyngstu vélastykkin, sem flytja þarf að Laxá, vega um fjórtán smá- lestir og hefir vegna þessa flutnings orðið að styrkja brýr og lagfæra vegi frá Húsavík að Brúum. Línan frá Laxá að Akureyri er rösklega 65 kiiómetrar að lengd og hafa staurarnir verið reistir alla leið. í Akureyrarbæ eru framkvæmdar margvíslegar umbætur á rafveitukerfinu. Jarðtaugar er verið að leggja í aliar aðalgötur bæjarins og verður lengd þeirra alls um 15 kíló- metrar. Tíu spennnibreytistöðvar á að reisa innan bæjar og sú stærsta þeirra, aðalspennubreytistöðin, var byggð i haust er leið. Svo hefir verið ráð fyrir gert, að rafmagnsstöðin verði fullbúin og virkjuninni lokið um miðjan októ- bermánuð í haust og virðist vera dágott útlit fyrir, að sú áætlun standist nokk- urnveginn. Heildarkostnaður við virkj- unina hefir verið áætlaður 2.3—2.4 milljónir króna, og er þá ekki tillit tekið til gengisbreytingarinnar, sem mun hækka stofnkostnaðinn um sem næst 100 þús. kr. F ulltrúaf undur Norrænu félaganna Árla í morgun komu hingað til Reykjavíkur með skemmti- ferðaskipinu Stavangerfjord fulltrúar þeir frá Norðurlöndum, er sitja eiga fund Norræna fé- lagsins, er haldinn verður hér 22.—26. júlí. Fulltrúarnir, sem hingað koma, eru þessir: Frá Finnlandi: K. Antell skrifstofustjóri pg Kari Lavonius fil, cand, Frá Bvíþjóð: Conrad Carle- sen forstjóri, Harald Elidin rektor, Karl gteenberg skóla- eftirhtsmaður, Frá Noregi: Harald Grieg forstjóri, Mowinckel fyrrverandi ráðherra, Magnus Nilsen stór- þingsforseti og Bache hagfræð- ingur. Frá Danmörku: Bramsnæs þjóðbankastjóri, Ernst Kaper borgarstjóri, Olesen forstjóri og Helge Bruhn ofursti. íslendingarnir, sem fulltrúa- fundinn sitja, eru Stefán Jóh. Stefánsson, Steindór Steindórs- son menntaskólakennari, Vil- hjálmur Þ. Gíslason skólastjóri og Guðlaugur Rósinkranz yfir- kennari. Fyrsti fundurinn var í Odd- fellowhúsinu í morgun klukkan tíu og var þar snæddur hádegis- verður í boði Norræna félagsins hér. Meðal þeirra mála, er tekin verða til umræðu á fundunum, eru kennaraskipti milli hinna norrænu landa, nemendaskipti, ferðasýnþngar á niálverkum í skóhun og samvinnan yið ísland. Fullfrúarnir ygrða boðnir j skemmtiferðir tii Þingvalla, Reykja í Mosfellssveit, Laugar- vatns, Gullfoss og Geysis, Heimleiðis halda útlendu full- trúarnir um eða laust fyrir mið- nætti á miðvikudagskvöld með Stavangerfjord. Sölusamband íslenzkra fiskframleið- enda ætlar að koma upp verksmiðju til niðursuðu á humar í Vestmannaeyjum og verður hún starfrækt sem útbú frá niðursuðuverksmiðjunni hér í Reykja- vík. Verður iðnaður þessi starfræktur í gömlu fiskverkunarhúsi, sem er i eigu Útvegsbankans. Er fyrirhugað að láta verksmiðjuna taka til starfa í haust. Humarinn verður veiddur umhverfis Eyjarnar; er það að sögn mjög mikið af honum. Humar heldur sig hér við land í hlýja sjónum, allt austan frá Hornafirði og vestur í Jökuldjúp. Verð- ur hann veiddur á vélbátum í sérstakar, þar til gerðar vörpur. Humarveiðar hafa ekki verlð stundaðar hér við land og er óvíst um, hvort hægt er að veiða hann árið um kring. En þekking manna á lifnaðarháttum hans hér er að mestu grundvölluð á þeim rann- sóknum, er Árni Friðriksson fiskifræð- ingur hefir gert. Humariðnaðarverk- smiðja þessi er hin fyrsta hér á landi. Framleiðsla hennar er að mestu hugs- uð sem útflutningsvara. t t t Samband íslenzkra samvinnufélaga hefir um nokkurra ára skeið verið að reyna fyrir sér um möguleika tíl að selja íslenzka hesta til Hollands. Ár- angurinn af þessari viðleitni er sá, að um þrjátiu hestar voru sendir þangað til reynslu með Selfossi fyrir fáum dög- um. Voru það allt góðir markaðshestar, flestir 4—7 vetra gamlir, en nokkur tryppi þriggja vetra. Voru hestar þessir keyptir í Árnes og Rangárvallasýslum. Það þykir nú ljóst orðið, að átökum stórveldanna um ríkin í Mið- og Suður-Evrópu sé lykt- að með þeim hætti, að Bretar og Frakkar hafi tryggt sér fylgi Rúmena, Tyrkja og Grikkja, en Þjóðverjar og ítalir fylgi Ungverja, Búlgara og Jú- goslava. Um Ungverja var það alltaf vitað, að þeir yrðu tilneyddir að fylgja „öxulríkjunum", en lengi lék nokkur vafi um afstöðu Jú- goslavíu og Búlgaríu. Bæði Páll ríkisstjóri og stjórn Júgó- slavíu hafa vafalaust kosið frekar að fyfgjá Bretum og Frökkum, en lega landsins veld- ur því, gð slíkt var ógerlegt. ít- alir og Þjóðverjar geta ráðizt inn í landið á alla vegu, en von- lítið um hernaðarhjálp frá Bretum og Frökkum. Auk þess er Júgoslavia viðskiptalega háð Ítalíu og Þýzkalandi. Fyrir þessum staðreyndum beygði Páll Eru þeir ætlaðir til landbúnaðarvinnu í Hollandi. Ef þessir hestar reynast vel og verða hentugir til þeirrar vinnu, sem þeim er ætluð, má vera að unnt sé að skapa í Hollandi nokkurn markað fyrir íslenzka hesta. t t t Um helgina síðustu fóru menn á vörubifreið frá Þingvöllum vestur yfir Uxahryggi og niður í Lundarreykjadal. Fóru þeir Kaldadalsveg norður undir Brunna, en þaðan vestur yfir, norðan Uxavatns, og eins og leið liggur niður með Tunguá, sunnan undir Þverfelli. Gekk þeim félögum ferðin sæmilega vel. Þessi leið hefir áður verið farin á bifreið, en þó ekki að öllu leyti hin sama og nú var farin. Lengi hafa verið uppi um það raddir, að leggja ætti bílveg yfir Uxahryggi og yrði þá sá vegur að verulegu leyti samgönguleiðin milli Norðurlands og Suðurlands. Mun það fremur kostnaðarlítið að gera leið- ina færa bifreiðum, svo að við mætti una til bráðabirgða. Fyrir Lundar- reykjadal væri slíkur vegur veruleg samgöngubót að ýmsu Jeyti og myndi meðal annars skapa gróðurhúsaræktun þeirri, sem nú færist mjög í aukana við hinar heitu uppsprettur í dalnum, til muna bætt skilyrði, hvað snertir aðstöðu um markað og fleira. t t t Á undanförnum árum hefir nokkuð verið rætt um nauðsyn þess, að koma á laggirnar sjómanna- og gistiheimili í Siglufirði. Hefir nauðsyn þessa þótt (Framh. á 4. síðu) ríkisstj óri og stjórnin sig að lokum og í för ríkisstjórans til Berlínar í vor, er talið víst, að afráðin hafi verið aðstoð Júgó- slavíu við öxulríkin, ef til styrj- aldar kæmi. Afstaða Búlgaríu var seinna afráðin. Búlgaría fylgdi Þjóð- verjum í heimsstyrjöldinni og missti þá mikið af löndum, er skiptust milli Rúmeníu, Júgó- slavíu og Grikklands, Siðan hafa Búlgarar gert landakröfur á hendur þessum ríkjum, eink- um Rúmeníu. í seinni tíð hefir þó sambúðin milli þessara landa fariö batnandi, og þykir ekki ó- líklegt, að Búlgarar hefðu geng- ið í bandalag með Rúmenum, Grikkjum og Tyrkjum, ef þeir hefðu fengið eitthvað af landa- kröfum sínum fullnægt. Þar sem ekki náðist samkomulag um þau efni, hafa Búlgarar enn á ný snúizt á sveif með Þýzka- landi, enda var þeim erfitt að ganga á móti Þjóðverjum, þar sem þeir selja 75% af útflutn- ingi sínum til Þýzkalands og fá þar 60% af innflutningi sínum. í för búlgarska forsætisráðherr- ans, Kioseivakof, til Berlínar í byrjun þessa mánaðar, þykir víst, að endanlega hafi verið samið um samvinnu Þjóðverja og Búlgara í styrjöld. Með samkomulaginu við þessi tvö lönd, er ítölum og Þjóðverj- um tryggð hin mikla landbún- aðarframleiðsla þeirra og' þeir þurfa ekki að óttast neina árás þaðan, sem hefði getað gert þeim nokkur óþægindi í bili. Hinsvegar er líkt með þau og Ungverjaland, að þau framleiða engin hráefni til iðnaðar og ráða því enga bót á þeim vanda- málum „öxulrikjanna“. Með Rúmeníu, Tyrkland og Grikkland gildir þetta hinsveg- ar öðrp máli. í Rúmeniu eru mjög auðugar olíunámur, í Grikklandi er m. a. unnið tals- vert af járnsteini, og í Tyrk- landi (í Asíu) eru talin allmik- il námuauðæfi, þó þau séu enn lítið hagnýtt. Með samvinnu Þjóðverja og Búlgara komast olíunámurnar I Rúmeníu í aukna hættu, því olíusvæðin liggja frekar skammt frá landa- mærum Búlgaríu og eru engir farartálmar frá náttúrunnar hendi á þeirri leið. Af þessum löndum hefir Tyrk- land mesta hernaðarlega þýð- ingu. Það ræður yfir siglinga- leiðinni inn í Svartahafið og hefir að öllum líkindum bezta herinn. Stuðningur sá, sem Tyrkland veitti Þjóðverjum í (Framh. á 4. síðu) A víðavangi Tveir þýzkir kafbátar komu hingað í gærmorgun. Er þetta í fyrsta sinn, sem kafbátar leggjast hér að bryggju og hefir vel mátt marka það á þeim fjölda fólks, sem farið hefir niður að höfn til' að skoða bát- ana. Um borð hafa þó ekki feng- ið að koma nema blaðamenn og nokkrir aðrir, enda er þar mjög þröngt. Stærri báturinn er 712 smál., 71 m. langur, 6.2 m. breið- ur og ristir 4.1 m. Tvær vélar eru í bátnum og er önnur ofan- sjávar og getur báturinn þá farið 18 sjómílur á klst. Hin er rafmagnsvél, sem er notuð, þeg- ar báturinn er neðansjávar og getur hann þá aðeins farið 8 sjómílur. Hann getur kafað 100 m. Hann hefir sex tundurskeyta- hlaup, 2 í skut og 4 í stafni, og eina fallbyssu. Áhöfn er 42 manns. Þetta er stærsti kafbát- ur Þjóðverja. Hinn er nokkru minni. * * * Bátarnir eru í reynsluferð. Þeir fóru frá Þýzkalandi 12. þ. m. og lögðu leið sína meðfram vesturströnd Noregs til Jan Mayen, sigldu umhverfis hana og tóku síðan stefnu á ísland. Utanríkisráðuneytinu íslenzka barst fyrir viku síðan beiðni um það, að bátarnir mættu koma hingað, og var það vitanlega leyft, eins og venja er í öllum löndum á friðartimum. * * * Vegna þess umtals, sem her- skipakomur til landsins vekja, þykir rétt að geta þess, að fyrir nokkru síðan hefir ríkis- stjórnin sett reglugerð um komu herskipa hingað. Þar er ákveðið, i samræmi við reglur annarra þjóða, að herskipum er- lendra ríkja, sem ekki eiga i ó- friði, sé frjálst að koma á ís- lenzkar hafnir — og aðra ís- lenzka landhelgi, og dvelja þar allt að 15 dögum, ef koma þeirra hefir fyrirfram verið tilkynnt opinbera boðleið. Hins vegar er erlendum herskipum óheimilt að framkvæma sjómælingar eða dýptarmælingar, aðrar en þær, sem nauðsynlegar eru skipinu á ferð þess, og að halda heræfing- ar í neinni mynd í íslenzkri landhelgi — eða á íslenzkri grund. Erlendir kafbátar skulu jafnan vera ofansjávar, meðan þeir halda sig innan íslenzkrar landhelgi. Þá segir ennfremur í reglugerðinni, að áhöfn á er- lendu herskipi, sem liggur í is- lenzkri höfn, sé óheimilt að bera vopn í landi, þó skal liðsforingj- um og liðsforingjaefnum heim- ilt að bera þau vopn í landi, sem tilheyra einkennisbúningi þeirra. Fulltrúaiundur Al- þýðuiLiélaganna á Norðurlöndum hald- inn hér Alþýðuflokkarnir á Norður- löndum halda með sér fulltrúa- fund hér á landi nú eftir helg- ina. Mun hann hefjast á mánu- daginn. Á fundinum eiga sæti sem fulltrúar, Magnús Nielsen, forseti stórþingsins norska, og varaforseti alþýðusambandsins þar í landi, Strang, aðalgjald- keri sænska verklýðssambands- ins, Hedtoft-Hansen, forseti al- þýðuflokksins danska og Laur- entz Hansen, forseti verklýðsfé- laganna dönsku, auk fimm ís- lendinga. S t a u n i n g forsætisráðherra Dana, mun einnig sitja fundinn, en þó ekki sem fulltrúi, þar eð hann er hér í opinberri heim- sókn. A. KROSSaÖTUM Virkjun Laxár. — Niðursuða á humar í Vestmannaeyjum. — Hestasala til Hollands. — Uxahryggjavegur. — Sjómanna- og gestaheimili í Siglufirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.