Tíminn - 22.07.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.07.1939, Blaðsíða 4
336 TlMEVIV, laugardagiim 22. julí 1939 84. blað tJR BÆIVUM Bergur Jónsson bæjarfógeti lagðist á sjúkrahús í byrj- un þessa mánaðar og var skorinn upp. Heppnaðist læknisaðgerðin ágætlega og er hann nú kominn af sjúkrahúsinu og heim til sín. Er hann á góðum bata- vegi, en verður, samkvæmt ráði lækna, að njóta hvíldar í sumar. U. M. F. Afturelding í Mosfellssveit heidur útisamkomu að að Tjaldanesi í Mosfellsdal á morg- un. Hefst hún kl. 2. Á samkomu þessari verða ræðuhöld, knattspyrnukeppni á nýjum grasvelli, íþróttir, þar á meðal íslenzk glíma og loks dans á palli. Ferðir héðan úr bænum verða frá Bifreiðastöð Reykjavíkur. Messa í dómkirkjunni á morgun er kl. 5. Séra Friðrik Hallgrímson prédikar. Knattspyrnukappleikur fer fram í Hveragerði á morgun á mOli Knattspyrnufélags Hveragerðis og annars flokks úr Knatspyrnufélagi Reykjavíkur. Hefst leikurinn kl. 5. Að honum loknum verður dansskemmtun. Sjómannasýningin í Markaðsskálanum verður opin enn um hríð daglega kl. 2—10 síðdegis. Sýningin hefir verið talsvert endur- bætt frá því, sem var í upphafi. Fólk, sem hefir í hyggju að koma á hana, er minnt á að draga það ekki lengi úr þessu. Blaðamannanámskeið. Samkvæmt tilkynningu frá Norræna félaginu verður norrænt blaðamanna- námskeið haldið hér á landi næsta sumar. Er það í fyrsta skipti að slíkt mót eða námskeið er haldið hér. Áður hafa slík námskeið verið haldin í öll- um hinum Norðurlöndunum. Menntamálaráð hefir ákvarðað að ráðast í mikla bókaútgáfu á næsta ári. Er í ráði að gefa út margar úrvalsbækur árlega, sem menn geta eignazt gegn lágu ár- gjaldi. Sennilega verða gefnar út 8—10 bækur árlega og árgjaldið um 10 krón- ur. Enn hefir ekki verið ráðið til lykta um hin smærri atriði. Gestir í bænum. Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri á Akureyri, Þormóður Eyjólfsson ræðis- maður í Siglufirði. Á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var í fyrradag var sam- þykkt að veita Glímufélaginu Ármann þrjú þúsund króna styrk til þess að standast kostnað af för fimleikaflokks- íns, sem til Svíþjóðar fór. Ennfremur var samþykkt að veita félaginu Vor- boðinn fimmtán hundruð króna styrk til starfrækslu barnaheimilis síns. Mæðrastyrksnefnd var einnig veittur fimmtán hundruð króna styrkur til sumarheimilis síns í Biskupstungum. Loks var breytingum þeim, sem lagt hefir verið til að gerðar verði á sam- þykkt um lokunartíma hrauð- og mjólkursölubúða, vísað til annarrar umræðu. Farfuglahreyfingin sem svo er nefnd, hefir að undan- förnu unnið að því að gera eyðibýli að nothæfum gististöðum, þar sem ferða- langar gætu leitað næturhvíldar við sæmilegan aðbúnað. Hefir verið starf- að nauðsynlegum lagfæringum, til þess að svo mætti verða, og komið fyrir nauðsynlegum hlutum í Nýjabæ 1 Krýsivík og í Hrauntúni í Þingvalla- sveit. Báðir þessir bæir eru í eyði, en bæjarhús uppistandandi og í bærilegu ásigkomulagí. En auk þess hafa hinir svonefndu farfuglar komið sér upp svipuðum gististöðum, þar sem leita má náttstaðar án þess að greiða fyrir það sérstakt gjald, í Grindavík, Hvera- gerði og við Geysi. í Þrastalundi og á Kolviðarhóli eiga farfuglar sér og víst ból, en þar kostar gistingin fimmtíu aura. Félagar hreyfingarinnar í Rvík þurfa þó að láta skrifstofu félagsins í Menntaskólanum vita, ef þeir ætla að nota einhvern þessara gististaða. Búlgaría og Jugoslavía í'iff<Z,jn „öxulríh§unum“ (Framh. af 1. siSu) seinustu heimsstyrjöld, var þeim ómetanlegur styrkur. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir um fólksfjölda í Þýzka- landi og Ítalíu og bandaríkjum þeirha á þessu ári, en eftir því, sem næst verður komizt, mun hann vera um 163 miljónir og skiptist þannig eftir löndum: Þýzkaland (+ Austurríki, Bæ- heimur, Mæri, Slovakía og Me- mel) 84 milj., Ítalía (+ Albanía) 45 milj., Ungverjaland 10 milj., Júgoslavía 15.5 milljónir og Búl- garía 6.5 milj. í Bretlandi, Frakklandi og bandaríkjum þeirra mun láta nærri að fólksfjöldinn sé 166 milj. og skiptist þannig eftir löndum: Bretland 45 milj., Frakkland 42 milj., Pólland 35 milj., Rúmenía 20 milj., Tyrk- land 17 milj. og Grikkland 7 milj. Rússland eitt hefir nálægt 170 millj. íbúa og er því sízt að furða, þótt afstaða þess þyki miklu skiptá. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu) mikil og var meðal annars skrifað um málið í Nýja dagblaðið á sínum tíma. Stúkan Frón í Siglufirði hefir um hríð undirbúið framkvæmdir í þessu efni og safnað handbæru fé, sem grípa mætti til, þegar tímabært þætti, Hefir nú verið heitið þrjátíu þúsund króna framlagi úr ríkissjóði, til þessarar að- kallandi stofnunar, gegn tuttugu þúsund krónum frá stúkunni. Hafa verið fest kaup á samkomuhúsi, sem kvenfélag bæjarins átti, og er fyrir- hugað að starfrækja í því hið væntan- lega sjómannaheimili. Kvenfélagið hef- ir gefið hinni nýju stofnun nokkurn hluta húsverðsins, sex þús. krónur, en ríkisstjórnin fyrir sitt leyti samþykkt að reikna mætti þessa upphæð sem framlag frá stúkunni. Einstaklingar innan stúkunnar hafa útvegað fjögur þúsund krónur til fyrirtækisins, en hið handbæra fé, er safnað hafði verið í þessu skyni, nam tíu þúsundum. Bæj- arstjórnin í Siglufirði mun hafa heitið 1500 króna ársstyrk til reksturs sjó- mannaheimilisins. Á að starfrækja það yfir síldartímann, nálægt þrjá mánuði á ári hverju. Austur að Laugarvatni alla þriðjudaga kl. 5 e. h. alla fimmtudaga kl. 5 e. h. alla laugardaga kl. 5 e. h. Frá Laugarvatni: aila sunnudaga kl. 7,30 e. h. alla miðvikudaga kl. 10 f. h. alla föstudaga kl. 10 f. h. Til Geysis í Haukadal alla virka daga. BIFREIÐASTÖÐIN GEYSIR Sími 1633. GERIST ÁSKRIFENDUR að næsta bindi í ritgerða- safni Jónasar Jónssonar. SendiS pantanir til Jóns Helgasonar, pósthólf 961, eða leitið til umboðs- manna útgáfunnar. Bamdaför Búnaðar- sambands Dala- og Snæfellsnessýslu. (Framh. af 3. síðu) Þorsteinn sýslumaður var hinn prýðilegasti ferðafélagi og ferða- forsjón. Hann er og karlmann- legur, síglaður og spaugandi, og hinn alþýðlegasti, þótt embætt- ismaður sé. Samband Dala- og Snæfellinga má vera hreykið af slíkum fulltrúa fyrir sína hönd, er hann við hvert tækifæri kom fram í ræðu, þróttmikill, ramís- lenzkur í máli og með afbrigð- um sögufróður. Ég hefi þá rakið söguþráðinn í stórum dráttum. Óendanlega margt væri hægt að segja og skrifa. Þar sem við átti hefi ég getið þeirra vísna, er heyra undir ákveðin tækifæri, að mestu eftir sjálfan mig. Það er þó ekki af fordild gert. Að vísu urðu fleiri stökur til í ferðinni, eftir mig og aðra, en ég hafði ekki hönd á íleiri vísum eftir aðra. Hinar tilfærðu vísur koma þessu máli frekast við. Þeir verða mér, oð ég þykist vita okkur öllum, ógleymanlegir þessir sex sólskinsdagar, er við rúmlega 80 manns áttum saman í ferðinni um hin fögru Suður- landshéruð, meðal hinna góðu, glöðu og vinsamlegu myndar- bænda og kvenna þar. Jörfa, 6. júlí 1939. Kr. H. Breiðdal. M.s. Dronníng Alexandríne fer mánudaginn 24. þ. m. kl. 6 síðdegis til ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Akureyrar. — Þaðan sömu leið til baka. Pantaðir farseðlar sækist í dag. Annars seldir öðrum. Fylgibréf yfir vörur komi í dag. Skfpaafgreiðsla Jes Zinasen Tryggvagötu. Simi 3025. Til anglýsenda! Tlminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokk- urt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýs- inga er í hlutfalli við þann fjölda manna er les þær. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neyt- endanna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vör- ur sínar sem flestum auglýsa þær þessvegna í Tímanum — Eopar keyptur í Landssmiðjunni. 150 William McLeod Raine: asti maður“, þá fer ég sennilega að missa svefn vegna þín undir eins. Ég finn að ég er þegar farinn að hrapa, hjálp, hjálp! Hún hristi fagurt höfuðið með kopar- lita lokkaflóðinu. — Þú þarft ekki á neinni hjálp að halda, ég sé í gegn um glottið á andliti þínu, sem þú ert að reyna að leyna. — í hefndarskini fer ég þá á veiðar eftir meðbiðli mínum. Sæl á meðan. — Ætlar pabbi með þér? — Svo sagði hann, en ég ætla að tala nánar um það við hann. — Ég vildi að hann færi ekki, Steve. Gætir þú ekki tekið einhvern af piltun- um? — Getur verið, við sjáum til. Hann hafði bjargað henni út úr þok- unni, að minnsta kosti í bráð. Hún hafði sagt honum hvað henni lá á hjarta, og han hafði komið henni til að brosa. Það var þó alltaf nokkuð. Þegar hún hafði litið á hlutina með hans aug- um, þá sá hún, að synd hennar var ekki svo hræðileg. Það var ekkert veikt í fari Walsh, þrátt fyrir þessa glaðlegu vinsemd hans. Hann hafði ekki þurft að elta hjarta sitt á meðal kvenna þeirra, sem hann þekkti. Það var allra reglusamasta líf- færi og var ætíð á sínum stað. Molly Flóttamaðurinn frá Texas 151 hafði altaf verið, i hans augum, aðlað- andi en óstýrilát stúlka, sem gaman væri að eiga í deilum við. Nú var hún honum töfrandi ráðgáta, sem ná- kvæmni þurfti til að ráða, bætti hann við með sjálfum sér. Walsh hitti Prescott, þar sem hann var að hlaða heyi á sleða. Það yrði nauðsynlegt að gefa nokkru af fénað- inum, sem orðið hafði tepptur í snjón- um. — 5rtu ennþá á því að koma með mér, Clint, spurði sýslumaðurinn. — Hvernig getur þú efast um það, eða hefir þú fundið spor til að rekja? — Ég hefi séð nokkur ummerki. Fugl- inn okkar flaug til sjömílnakofans í gærkvöldi. — Ég þori að veðja, að það er ekki svo slæm tilgáta hjá þér. Hann hefir haldið, að hann gæti tekið með sér mat þaðan, þó varla sé mikið eftir þar. — Þetta er engin tilgáta, en hann er þar auðvitað ekki núna. Ég verð að fara með reiðingshest, því ég má búast við því að verða á ferðinni nokkra daga. Ég hélt að þú vildir ef til vill síður yfir- gefa fénað þinn, eins og á stendur. —1 Já, ef satt skal segja, þá vil ég gjarna stjórna eftirlitinu sjálfur. Þú getur fengið einn af piltunum. • — Ágætt. Hvern þeirra, til dæmis? Yfiir landamærin 1. Hámarki í sorpblaðamennsku náði kommúnistablaðið í fyrradag. Það reynir að gefa í skyn, að ferðalög Staunings forsætisráðherra og Hed- toft-Hansen hingað muni standa í sambandi við þýzku kafbátana, sem eru staddir hér, og séu þessir menn þvi einskonar erindrekar Þjóðverja. Orð- rétt segir blaðið: „Á að draga ísland inn í samskonar aðstöðu og Dan- mörk hefir nú til Þýzkalands? Er það bara tilviljun, að Stauning og Hedtoft-Hansen — forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sosialdemo- krataflokksins koma hingað um sama leyti?“ Öll skrif blaðsins um komu kafbátanna hafa verið hin fífls- legustu, en lengst hefir það þó kom- izt í ósómanum með þessum svívirði- legu og ástæðulausu aðdróttunum í garð þessara merku gesta. Sýnir hún mætavel, hverskonar firrur og ó- skammfeilni blaðið leyfir sér í mál- flutningi sínum. 2. Annars er það meira en furðu- legt, að kommúnistar skuli vegna fyrri framkomu sinnar dirfast að tala um þessi mál. Síðastliðinn vetur var Einar Olgeirsson staðinn að því, að hafa sent lygaskeyti til dansks blaðs, þess efnis, að forsætisráðherra hafi átt að segja í þinginu, að þýzka herskipið „Emden“ kæmi hingað til að semja um flug- hafnir fyrir Þjóðverja á Islandi. Þessi fregn kom síðan í mörgum erlendum blöðum og skapaði ýmsar rangar hug- myndir um afstöðu erlenda ríkisins. Einar Olgeirsson fór einnig fram á það í þinginu, að ensk og frönsk her- skip yrðu beðin að koma hingað til að ögra Þjóðverjum! Slíkt var vissasti vegurinn til að glata hlutleysi landsins og skapa kapphlaup milli stórveldanna um ísland. Kommúnistar hafa hagað sér þannig í þessum málum, að það væri búið að valda þjóðinni stórtjóni, ef farið hefði verið eftir ráðum þeirra eða erlendir áhrifamenn hefðu tekið nokkurt mark á skrifum þeirra. 3. Vísir endurtekur í gær þau ósann- indi Morgunblaðsins, að Sjálfstæðis- menn hafi beitt sér fyrir byggingu sOdarverksmiðja ríkisins. Alþingistið- indin 1928 sýna það svart á hvítu, að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í neðri deild, nema Jón heit. Ólafsson, greiddu atkvæði gegn síldarverk- smiðjulögunum við lokaumræðurnar í deildinni. 4. Það er langt síðan að Framsókn- arflokkurinn hóf baráttu sína fyrir lægra verði og bættri meðferð neyzlu- fiskjar hér í bænum. Fyrir 1% ári bar J. J. fram í bæjarstjórninni til- lögu um athugun á byggingu fisk- hallar, þar sem fiskkaupmenn fengju að selja fisk gegn því, að hafa fisk- verðið sanngjarnt. Tillögunni var fyrst vísað til bæjarráðs, síðan til hafnar- stjórnar, sem hefir látið hana daga uppi. í íhaldsblöðunum, sérstaklega Vísi, var gert skop að þessu máli. Heil- brigðisnefnd bæjarins hefir þó loksins vaknað við vondan draum og látið banna sölu í sumum verstu fiskskúr- unum. Jafnframt hafa ritstjórar Morg- unblaðsins séð i hvert óefni var kom- ið, því blaðið segir í gær, „að meðferð- in á fiskinum hafi verið með þeim hætti, að líkast er því, sem hann ætti allur að fara í áburðarverksmiðjur, en ekki til manneldis. Þetta er skortur á menningu". Því miður er þetta nokkuð seint séð, en fyrst forráðamenn bæjar- ins eru loksins búnir að uppgötva þennan sannleika, láta þeir vonandi hér eftir sjást, að þeir álíti fiskneyt- endur ekki , .áburðarverksmiðj ur“, og og geri einhverjar ráðstafanir til að sanna það. x+y. Framleiðsla Iiarðfiskjar. (Framh. af 1. siðu) Afríku, sem einnig greiðir með frjálsum gjaldeyxi. í Svíþjóð ætti að vera hægt að fá aukinn markað fyrir „prima“ hertan ufsa. Seinustu fjögur árin hefir harðf iskútf lutningur Norðmanna numið frá 20—34 þús. smál. á ári. Mest hafa þeir selt til Ítalíu og Afríku. Þeir taka mestmegnis bútungsþorsk til herzlu, Fyrstu árin, sem harðfiskverk- un var stunduð hér, var-tilfinn- anleg vöntun á húsi, þar sem hægt var að geyma harðfiskinn við góð skilyrði. Jafnframt vant- aði bindivélar, svo hægt væri að búa um fiskinn eins og kaupend- ur óska þess. Úr þessu hvort- tveggja hefir nú verið bætt. Snemma á árinu 1937 ákvað Skúli Thorarensen, sem verið hefir frá byrjun fremstur í flokki harðfiskframleiðenda, að byggja stórt geymsluhús fyrir harðfisk með tilheyrandi bindi- vélum. Annaðist Fiskimálanefnd kaupin á vélunum fyrir hann og lánaði honum 48 þús. kr. til hús- byggingarinnar. Húsi þessu var fulllokið síðastl. sumar og er það stærsta fiskgeymslu- og aðgerð- arhús hér á landi. Stærð aðal- geymslunnar er 50X20 m. og að- gerðarhús við hliðina 50X14 m. að flatarmáli. ■ ÞANN 15. þ. m. tapaðist veski með peningum á leiðinni frá Strönd á Rangárvöllum að Öl- fusá. Finnandi geri rannsóknar- lögreglunni í Reykjavík aðvart. mmmmtmmnnntstiimm1 "“°““GAMLA eíó—*■ GISTIHÚSIÐ PARÆDÍS Sprenghlægileg sænsk gamanmynd. — Aðalhlut- verkin leika sænsku gam- anleikararnir THOR MODÉN (þekktur úr myndunum „Jutta frænka“ og „65, 66 og ég“) — og °*“NÝJA bíó— Hjjiíshuparerjjur Sænsk mynd, gerð undir [ stjórn Gustaf Molander, eftir hinu ágæta leikriti Hjalmars Bergmann: Doll- [ ar. — Aðalhlutverk leika átta langfrægustu kvik- myndaleikarar Svía: Ingrid Bergmann Tutta Rolf, Birgit Trengroth, Elsa Burnett, Hakon Wester- ! gren, Kotti Chave, Edvin í Adolphson, Georg Rydberg. í Aukamynd: Sumar í Sví- | þjóð. Hrífandi náttúrufeg- urð. — ! GRETA ERICSON. Tryggingarstoínun ríkisins tilkynnír: Samkvæmt helmild í lögnin nr. 74, 31. «les- ember 1937 og rcglugcrð istgefliini af Atviimu- og samgöngumálaráðuneytinu þ. 21. febrúar 1939, tekur Tryggingarstofnun ríkisins, — slysatryggingardeildin, — að sér frjálsar slysatryggingar, þar sem menn geta tryggt sér dánarbætur, örorkubætur, dagpeninga og sjúkrahjálp, og ennfremur tryggingu farþega í einkabifreiðuin. Allar nánari upplýsingar fást á aðalskrif- stofunni. Tryggíngarstofinun ríkisíns slysatryggingardcildin, Alþýðuhúsinu Síini 1074. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. Alt i lagi í Reykjavík heitir ný hók — skáldsaga úr Reykjavíkur- lífinu — afar spennandi og skemmtileg, eftir rithöfundinn Úl af v i ð F a x af en. Bókin er komin í hókaverzlanir i Reykjavík, og verður send bóksölum út um land með nœstu ferðum. Munið eftir að taka bókina með i sumarfriið. Kostar aðeins kr. 5,50. r Aðalútsala: PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Bókaumboðið, Lindargötu 1 D. TÍMINN er víðlesnasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.