Tíminn - 25.07.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.07.1939, Blaðsíða 3
85. blatS TÍMHVjV, brlðjudagiim 25. jnlí 1939 339 HEIMILIÐ A N N A L L Ena iiin bcrin. Afmœli. Fyrir stuttu síðan var á þess- um stað í blaðinu vikið nokkr- um orðum að því, hvernig ís- lendingar notfæra öll þau ó- grynni berja, er vaxa hér á hverju sumri. Það var leitast við að leiða huga fólks að því, hvort skynsamlegra væri, að reyna að afla sér berja til saftgerðar og fleira til heimilisþarfa á, næsta ári, eða að kaupa til þess fram- leiðslu, sem væri dýr, sennilega einskis nýt hvað næringarefnum viðkemur og kostalítill að öðru leyti. Hinn hreina upprunalega berjasafa, hina einu, réttu berja- saft, er nefnilega hvergi að fá í verzlunarbúðum. Þar er aðeins um verksmiðjuframleiðslu og gerfivörur að ræða. Þeir, sem ætla að bera kostadrykkinn að vörum sér, verða oftast að fara sjálfir í berjamó og afla þar þess, sem til þarf. Og það fæst hvergi í heiminum annars staðar en í móunum, brekkunum og holtun- um íslenzku. Að hinu var ekki vikið í þessum greinarstúf, að ýmsir unglingar, og reyndar fleiri, hafa oft á undanförnum sumrum aflað sér drjúgra auka- tekna með berjatínslu og berja- sölu, þar sem aðstaða er til. Vel mætti vera að fleiri gætu þrætt í þessa slóð, því að næg virðist eftirspurnin og sæmilegt verð á berjunum. En þessi möguleiki er að sjálfsögðu næsta staðbund- inn og háður samgöngum við næstu kaupstaði. Víðar myndi vera hægt að sjóða sultu eða búa til saft úr berjunum og selja síðan saftina og sultuna. Við það er að sjálfsögðu meiri vinna, auk þess, sem þá þarf að sjá fyrir góðum umbúðum, enda mætti verðsetja slíka vöru hátt með hliðsjón af því verði, sem er á hinni algengu saft og þeim mikla gæðamun, sem þar er á. Það er beinlinis hlægilegt, hvernig fólk hefir hagað sér í þessum efnum, sem hér er rætt um. Hér hefir verið haldið uppi ofstækiskenndu skrafi um á- vaxtaþörf og ávaxtavöntun. Einu ávextirnir, sem vaxa villtir hér á landi, eru berin. Þau eru afar gómsæt, safamikil og án efa verulegur heilsubrunnur, ef þeirra væri neytt að mun, enda hverri þjóð langsamlega heil- næmast að halda sig að sínu, hvort sem um ávexti er að ræða eða annað. En í stað þess að færa sér þessi landsgæði í nyt, hefir fólk lotið að því, langflest og að langmestu leyti, að nota allskonar gervivörur og eftirlík- ingar, sem oftast munu unnar úr lítilfjörlegum, útlendum efn- um, og eru sneyddar því lífmagni Herdís Sigurffardóttir hús- freyja á Varmalæk í Borgar- firði, átti 85 ára afmæli 19. júlí. Hún er næstelzt hinna mörgu Efstabæjarsystkina, dóttir Sig- urðar Vigfússonar bónda og konu hans, Hildar Jónsdóttur frá Englandi. Hún giftist Jakob Jónssyni frá Deildartungu og hófu þau búskap að Múlastöðum í Flókadal. Ári síðar, 1884, fluttu þau bú sitt eina bæjarleið neðar í héraðið, að Varmalæk. Þar hef- ir Herdís búið síðan alla tíð, í 55 ár. Mann sinn missti hún árið 1912. Börn þeirra hjóna, sem til fullorðins ára komast, eru Jón og Sigurður, bændur að Varma- læk, Björn, bóndi að Stóra- Kroppi, Magnús, bóndi að Snældubeinsstöðum, og Helga, sem nú er dáin fyrir fáum árum, húsfreyja að Hæli í Flókadal. Herdís er þrekmikil kona, svo að fáar munu slíkar finnast, höfðinglunduð og skörungur í skapi, stjórnsöm og afkastamikil við öll störf. Enn fer hún fyrst á fætur á morgnana á sínu mann- marga heimili og sinnir öllum búverkum og fram til þessa hefir hún sinnt heyvinnu að meira eða minna leyti á sumrin. Hún er kona gáfuð, vel menntuð og víð- lesin. Hún er trúhneigð og ann göfugum skáldskap og fylgist vel með öllu á því sviði. Hún fylgist einnig af lifandi áhuga með málefnum héraðsins og landsins og heldur fast og djarflega á skoðunum sínum. Dánardægnr. Indriffi Helgason bóndi að Dvergsstöðum í Eyjafirði and- aðist 20. júlí. Hann var rúmlega sjötugur að aldri, kvæntur Helgu Hannesdóttur frá Árbakka á Skagaströnd, er lifir mann sinn. Börn þeirra eru sex. Indriði var dugnaðar- og myndarbóndi, verkmaður svo mikill, að af bar. og þeim ágætum öllum, sem búa í íslenzku berjunum. Þetta er að sjálfsögðu ekkert stórmál, en það er sennilegt, að þeir, sem gera svona bersýnilega skyssu í þessu atriði, þótt smá- vægilegt sé, kunni að stiga mis- spor í fleiri greinum.Og þeir,sem hrinda af sér slyðruorðinu á þessu sviði, koma kannske við nánari íhugun auga á fleiri mis- fellur í húshaldi sinu, sem sjálf- sagt er að ráða bót á. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Ární á Hurðarbaki áttræður Sunnudaginn 25. júni s. 1. var mannaferð mikil að Flögu í Villingaholtshreppi í Árnes- sýslu og viðbúnaður þar heima allmikill, tjöld voru reist og annar undirbúningur að sama skapi. Ókunnugir, sem séð hefðu fólkið streyma þangað heim á hestum og í bifreiðum, hefðu haft ástæðu til að geta sér til að eitthvað rriikið stæði til, brúðkaup eða Jónsmessu- hátíð. En það var ekki tilefnið. Árni Pálsson, hinn aldni hrepp- stjóri sveitarinnar, átti áttræð- isafmæli. Þess vegna höfðu sveitungar hans, ættmenn og vinir, svona mikinn viðbúnað, og fjölmenntu svo mjög. Ein- hverjum, sem línur þessar les, kann að fljúga í hug að eitthvert meira tilefni hafi þurft til en að maður ætti áttræðisafmæli, það eigi svo margir. En því ber ekki að neita, að það skiptir nokkru hvernig æfinni hefir verið varið, hvort sem hún er löng eða stutt, — eftir því ætti helzt að fara með afmælishöld og minningar. — Þeir, sem vita vilja um eitt- hvert hrafl af því, sem Árni á Hurðarbaki hefir gert, skal gef- inn kostur á því. Hann hefir búið í þessari sömu sveit upp undir hálfa öld og á sömu jörð, Hurðarbaki, yfir 40 ár. Hann hefir verið hreppstjóri sveitar- innar í 49 ár, sýslunefndarmað- ur álíka lengi, og auk þess gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sina og sýslu. Hann eign- aðist 13 börn og eru 12 á lífi; eitt misstu þau hjón ungt. Þessi tylft barna var uppalin á Hurðarbaki, sjálfsagt án á- vaxta og vítamíns, annars en þess, er guð gaf í fæðinu, sem að langmestu leyti var fram- leidd á búinu. En hvernig sem þau hjón hafa farið að því að ala þau upp, þá eru þau dug- andi og myndarleg og rækja vel störf sín, enda æskilegra því sum þeirra hafa stóran barnahóp fram að færa. Árni mun nú eiga 57 barnabörn á lífi, svo að það er ekki líklegt, að ætt hans deyi bráðlega út. Auk þessara 12 eiginbarna ól Árni Ljósmóðurstaðan í Lelðvallahreppl í Vestur-Skaftafellssýslii er laus. IJmsækjciidur snúi sér til undir- ritaðs sýslumanns. Skrifstofu Skaftafellssýslu, 5. júlí 1939. Gísli Sveínsson. M.b. Baldur, Stykkishólmi annast póst- og farþegaflutning milli Stykkishólms og Flateyj- ar. Báturinn fer frá Stykkishólmi hvern föstudag eftir komu póstbílsins frá Borgarnesi og frá Flatey aftur á laugardags- morgun til Stykkishólms áður en bíllinn fer þaðan til Borgar- ness. GLÐM. JÓIVSSOA frá Aarfeyri. Silfurreiír til sölu. Til sölu eru 3 ,,tríó“ (6 kvendýr og 3 karldýr) silfurrefir á 1. ári. Dýrin eru af verðlaunaforeldrum, uppalin og geymd á silfur- refabúinu „Valgarður" við Reykjavík. Upplýsingar um ætt og gæði dýranna má fá hjá bústjóra Gunnari Jónssyni Valgarði. Lysthafendur snúi sér til: Benedikts Þórarinssonar bankaritara á Seyffisfirði. Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki tll eigin þarfa allar HUÐIR og SKIM, sem faUa tU á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMBAND tSL. SAMVUNTVUFÉLAGA selur AAUTGRIPA- nÚÐIR. HROSSHÚÐIR, KÁLFSKIM, LAMB- SKI1V\ og SELSKIM tU útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUF TIL SÚTUTVAR. - IVAUT- GRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KALFSKEVN er bezt að salta, en g'era verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- unum, bæði úr boldrosa og hári, áður en salt- að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. Hraðferðír B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiffina. Afgreiffslan í Reykjavík á Bifreiffastöð íslands, sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. upp systurdóttur sína. Mörgum myndi hafa þótt nóg að fóstra tólf, en hann gat bætt því þrettánda við. Ekki mun þurfa þess að geta, að við uppeldi barnanna og heimilisstörfin hafi Árni notið samvinnu góðrar og dugandi konu. Það lætur að lík- um, að öll trúnaðarstörf hans, ásamt búskapnum, hafi tekið hann þann tíma að í hlut hús- móðurinnar hafi komið umsjá heimilis og barna heima fyrir, og er svo mælt, að Guðrún Sig- urðardóttir, kona Árna, hafi ver- ið afar dugleg og góð kona, og eins og flestar margra barna mæður unnið nærri ótrúlega mikil störf og rækt þau vel. Hún lézt 1915. Það er sagt um Árna, að hann hafi verið og sé dýra- vinur mikill, og að hann sé barn- góður; hvorttveggja þetta sýn- ist bera þess vott, að hann sé góður maður. Það hefir líka á- reiðanlega komið sér vel í hinni löngu hreppstjóratíð hans. í hlut hreppstjóranna hefir það komið að útvega munaðarlausum börn- um dvalarstað, en það að koma börnum á góð heimili hefir Árni látið sér hugarhaldið. Hitt er og mælt, að hann hafi verið af- gerandi og nokkuð ráðríkur í sveitarmálum og munu margir telja það kost. Það var gestris- ið heimilið á Hurðarbaki, enda oft gestkvæmt þar. Ef til vill lýsir lítil saga, sem ég hefi heyrt, gestrisninni á Hurðarbaki og Árna sem hreppstjóra. Það var á þeim árum, þegar fólkið var flutt sveitarflutningi, sem svo var kallað. Kona með börn var flutt langar leiðir að til hrepp- stjórans á Hurðarbaki Hún var með lítið barn, lenti í slæmu veðri, og voru bæði börnin og hún orðin illa til reika, þegar komið var að Hurðarbaki. En hún gleymir aldrei viðtökunum þar eða dvöl sinni þar í nokkra daga. Hún var með 6 ára dreng meðal fleiri barna og þegar þau svo urðu að fara, er það upplýst- ist að þau áttu að lenda í ann- arri sveit,vildi drengurinn hvergi fara, en sagðist vilja vera hjá góffa fólkinu. í mínum augum er þessi vitnisburður litla drengsins um Árna og heimilið hans meira virði en margar lof- ræður. Ég var ungur drengur, er ég fyrst sá Árna. Hann var þá í heimsókn hjá systur sinni, Guð- rúnu á Ægissíðu. Þau voru tal- in nokkuð lík systkinin. Hún var kona greind og fylgdist vel með opinberum málum og fylgdi fast réttum málstað. Ég man að mér þótti Árni gervilegur maður og vasklegur, og það er hann ennþá, þrátt fyrir aldur sinn, en hann hefir verið á bezta skeiði, er ég sá hann fyrst. Árni er fæddur 29. júní 1859 að Þingskálum á Rangárvöllum, Innheimtumenn! Vinnið ötullega að innheimtu jg útbreiðslu Tímans í ykkar •iveit. Svarið fljótt bréfum frá nnheimtu blaðsins í Reykjavík, jg gerið skil til hennar svo fljótt ;em möguleikar leyfa. Tíminn er ódýrasta blaðið, sem gefið er út á íslandi. Allir Framsóknar- menn eiga að kaupa, lesa og borga Tímann. sonur Páls Guðmundssonar frá Keldum. Hann hefir dvalið hér í Reykjavík á vetrum síðustu ár- in hjá Ólafi syni sínum, en frá vori og fram á haust í Flögu hjá Magnúsi syni sínum. Árni gegn- ir ennþá hreppstjórastörfum, enda eru andlegir kraftar hans litt skertir, fylgist af áhuga með opinberum málum, og fyllir flokk sinn með prýði. Eins og áðux er getið héldu hreppsbúar og aðrir vinir og ættingjar honum samsæti 25. f. m. Var honum flutt ávarp í Ijóðum, margar ræður fluttar fyrir minni hans, og honum færðar ýmsar góðar gjafir, hlýj- ar kveðjur og margháttuð vin- semd sýnd. En vel mætti segja mér, að hlýjustu kveðjurnar og mesta þakklætið mætti flytja honum í nafni dýranna, sem hann hefir liðsinnt, svo og barnanna. — Og að þær kveðjur myndu ylja hon- um mest í ellinni. Gula bandið er bezta og odýrasta smjörlíkið. I heildsölu h|á Samband isl. samvínnuf élaga Sími 1080. Flensborgarskólinn. í heimavist skólans geta aðeins piltar fengið að búa. Náms- stúlkur skólans eiga kost á að borða í mötuneyti heimavistar. Skólagjald fyrir utanbæjarnemendur er 70 kr. fyrir pilta og 40 kr. fyrir stúlkur. Piltar, sem búa í heimavist, verða auk þess að greiða 7 kr. á mánuði i herbergisleigu. Innanbæjarnemendur greiða ekki skólagjald. Þeir piltar, sem vilja komast í heimavist, ættu að sækja sem fyrst. Umsóknarfrestur um skólavist er til loka ágústmánaðar. Umsóknir skulu vera skriflegar og sendar skólastjóra og um- sóknum nýnema fylgi fullnaðarprófsskírteini frá barnaskóla. — Kenndar verða sömu námsgreinar og áður, en auk þess handa- vinna í 1. og 2. bekk. Skólinn verður settur 2. október. F. G. Skólastjjórmn. 156 William McLeod Raine: hafði verið fyrsti áreksturinn, en síðan höfðu þeir orðið margir. Clint hafði einu sinni kært Oakland fyrir kúaþjófn- að og verið vel á veg kominn með að fá hann dæmdan. Málareksturinn hafði valdið svo miklum æsingum, að menn höfðu vikum saman óttast um líf sitt, er þeir fóru um Tincup. Oakland hafði þá tekizt að ná þeirri aðstöðu, sem skapast af valdi og mikl- um eignum. Flestir þeir, sem þekktu ó- stýriláta og bráða lund hans, höfðu síð- an gætt þess að vera hæglátir í návist hans og veita honum ekki opinbera and- stöðu. Preseott var sá eini, sem sýndi honum opinbera fyrirlitningu. Þessi framkoma Prescotts var honum sjálfum fyrir verstu. Hún hafði gert Oakland ennþá reiðari, í stað þess að hræða hann. Oakland var hættulegur maður. Hann var slægur, auk þess að vera ruddamenni. Honum hafði á ein- hvern hátt tekizt að koma sér i mjúk- inn hjá eftirlitsmönnum skóganna. Prescott hélt því fram, að hann hefði mútað þeim. Honum var líka úthlutað sífellt verra og verra beitilandi handa fénaði sínum. Prescott hafði eytt miklu fé i vatns- veitu, til að vökva þurrlendið, og þó honum hefði tekizt að útvega sér nauð- synlegar heimildir til þess, þá véfengdi Flóttainaðurinn frá Texas 153 fyrir pabba, þegar Martin hringir, sagði Molly, og það brá fyrir glampa í bláum augunum. — Þá væri hvorutveggi til, með það, hvort ég fengi skilaboðin eða ekki, sagði Walsh rólega. — Það geriT heldur ekki mikið til, því að ég ætla sjálfur að ná Webb Barnett. — Ég sé að þú treystir mér ekki. — Ekki lengra en ég gæti kastað vetrung, með því að taka í halann á honum, stúlka min. Hún horfði á eftir honum, er hann gekk hratt út úr herberginu. Mjúkar hreyfingar stæltra vöðvanna létu lík- amann líta þannig út, að það var eins og hann riðaði. Hann bar lítið, hrokk- inhært höfuðið tígullega, sjóðandi glettnin var skammt undir yfirborðinu og hlýlegt brosið gat komið allt í einu. Þetta skapaði allt aðlaðandi mynd. Molly fylgdi honum eftir, með augun- um og gretti sig, bæði ánægð og óánægð. Hvað hjartað gat verið þrjóskt! Þarna var hetja, sem hún gat gefið sína ungu aðdáun, en í stað þess hugsaði hún til annars manns, sem var miklu fremur þorpari en hetja. Molly fór, fram í dyr, því að hún var mjög hugsandi um þessar mannaveiðar. Peters hafði komið með þrjú hross

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.