Tíminn - 25.07.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.07.1939, Blaðsíða 4
340 TfMEVN, firiðjuclagiim 25. júlí 1939 85. blað Yfir landamærín 1. Kommúnistar hafa stundum í seinni tíð látizt vera stuðningsmenn kaupfélaganna. Einn forsprakki þeirra, Björn Bjarnason bæjarfulltrúi í Reykjavík, afhjúpar þennan blekking- arvef þeirra í kommúnistablaðinu á iaugardaginn. Hann segir m. a.: „Yfir S. í. S. drottnar fámenn klíka stœrstu framleiðenda á sviði landbúnaðarins og sömu mannanna, sem stjórna hin- um gerspilltu ríkiseinkasölum, með þeim árangri að vandséð er, hvorir eigi meiri sök á okrinu á erlendri vöru S. í. S. eða heildsalarnir, með hóflausu okri á landbúnaðarvörum, miðað við útflutningsverðmœti þeirra, og siðast en ekki sízt með þvi að vera einn allra ósvífnasti atvinnurekandi og kaupkúg- ari þessa lands." Á öðrum stað segir hann um S. í. S. með feitu letri, að það sé „fyrirtœki, sem lifir að einum þriðfa hluti á verzlunarokri og einum þriðja á kaupkúgun". Vafalaust fagna heildsalarnir yfir þessum nýja liðs- manni, sem gengur mun lengra í sví- virðíngum sínum um kaupfélögin en þeirra eigin blöð. Hinsvegar er ekki þörf að virða þær svars frekar en aðrar verstu öfgar kommúnista, og það má Björn eiga, að með þessum ummælum sýnir hann hina réttu afstöðu komm- únista til samvinnufélaganna, svo hér eftir ættu menn ekki að þurfa að fara neitt villtir vegar í þeim efnum. 2. Kommúnistum virðist hin fyrir- hugaða bókaútgáfa Menníngarsjóðs mikill þyrnir í augum. Sérstaklega þvkjast þeir óttast um afkomu bók- salanna, ef taka ætti upp þann sið, að „troða upp á menn unnvörpum gjafa- bókum úr ríkissjóði". Afstaða komm- únistablaðsins til bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs virðist gefa til kynna, að fyrir þeim vaki eitthvað annað með Máli og menningu, en að tryggja al- menningi ódýrar bækur, fyrst þeir telja það svo vítavert af Menningar- sjóði, að ætla að hefja útgáfu slíkra bóka. 3. Kommúnistar fárast mikið yfir því í blaði sínu, að Þjóðverjar þrengi kjör þeirra þjóðflokka, sem heyra undir yfirráð þeirra. Þetta mætti telja þeim til lofs, ef þeir gleymdu ekki jafnframt að geta þess, að Rússar gera slikt hið sama. Þeir hafa á valdi sínu nokkur héruð, þar sem Finnar voru í meírahluta. Finnarnir hafa eftir megni reynt að vernda þjóðerni sitt, en hafa verið beittir hinni verstu harð- stjórn og ofríki og margar fjölskyldur er búið að flytja nauðugar til annarra landshluta, því kommúnistastjórnin vill láta Rússa vera í meirihluta í landa- mærahéruðunum. Þetta framferði hefir mjög spillt sambúðinni milli Rússlands og Finnlands. Kommúnistablaðið hér ætti, ef það er raunverulega mótfallið þjóðerniskúgun, ekki síður að átelja þetta en ofbeldi Þjóðverja, því ekki skiptir það neinu máli, hvort þeir, sem kúgaðir eru, nefnast Tékkar eða Finn- ar. x—y. ,Taugastríðið‘ harðnar (Framh. af 1. síðu) Young-lánunum og selja Frökk- um mánaðarlega 160 þús. smál. meira af koksi en þeir gera nú, gegn því, að Frakkar selji þeim tilsvarandi magn af járnmálmi. Frakkar vantar koks til her- gagnaiðnaðarins og Þjóðverja járn! Þessir fyrirhuguðu verzl- unarsamningar geta því heyrt undir það, sem nefnist kald- hæðni örlaganna. En fyrst og seinast verða það þó Pólverjar, sem ráða úrslit- unum. Fylgja þeir ráðum Cham- berlains eða einhvers annars, sem hvetur þá til undanláts við Þjóðverja? Falla þeir í sömu gröfina og Tékkar? Fyrir þá er allt í húfi. Sagt er að sendiherra Bandaríkjanna í Belgíu, en hann tJR BÆMJM Hjónaband. Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband á Tjörnum í Eyjafirði af sóknarprestinum þar, séra Benjamín Kristjánssyni, ungfrú Gyða Sigurgeirs- dóttir og Egill Bjarnason innheimtu- maður Tímans. Tíminn óskar ungu hjónunum til hamingju. Flugdagurinn verður að þessu sinni haldinn næstk. sunnudag á Sandskeiðinu. Meðal þess, sem þar fer fram, verður það, að svif- flugvél mun fljúga frá Sandskeiðinu til Reykjavíkur með póst. Þá verður höfð fjölbreytt sýning á modelflugvél- um, sem yngri og eldri meðlimir Svif- flugvélagsins hafa smíðað. Námskeið í svifflugi er nýbyrjað hér og mun-standa í tvær vikur. Þátttakendur eru um tutt- ugu. Kennarinn er þýzkur, Schauert að nafni. Barn lærbrotnar. Á sunnudaginn vildi það slys til suð- ur í kirkjugarði, að legsteinn, sem var kominn að falli, datt ofan á barn og lærbraut það. Þýzku kafbátarnir fóru héðan eftir miðjan dag í gær áleiðis til Þýzkalands. Knattspyrnufélag Reykjavíkur hélt í gær mót í frjálsum íþróttum í tilefni af 40 ára afmæli sínu. Beztum árangri náði Sigurgeir Ársælsson úr Glímufélaginu Ármann. Setti hann nýtt íslenzkt met í 800 m. hlaupi á 2 mín. 2.2 sek, en gamla metið, sem Geir Gýgja átti og var sett fyrir 21 ári, var 2 mín. 2.4 sek. Þá hljóp Sig- urgeir 3000 m. á 9 mín. 17 sek. og er það bezti árangur, sem kunnugt er um að náðzt hafi í þessari vegalengd hér á landi. íslenzka metið, 9 mín. 1.5 sek., setti Jón Kaldal erlendis.. Stavangerfjord fer héðan kl. 7 annað kvöld. Fundur verður haldinn af hálfu alþýðusam- takanna á Arnarhólstúninu kl. 8% í kvöld. Þar munu flytja ræður Hedtoft Hansen, form. danska Alþýðuflokks- ins, Ernst Berg, ritari danska Alþýðu- sambandsins, Axel Strand, gjaldkeri sænska Alþýðusambandsins og Magnus Nilssen, forseti norska stórþingsins. Ef til vill munu Stauning forsætis- ráðherra og Wennerström landshöfð- ingi flytja ræður, en þeir munu mæta þar báðir. var áður í Rússlandi, hafi látið Roosevelt forseta þær upplýs- ingar í té, að þau áform væru ofarlega á baugi, að Þjóðverjar innlimi Danzig, síðan skipti þeir og Rússar Póllandi á milli sín og þar næst byrji þeir að gera upp reikningana við Frakka og Breta. Undanlátssemi í Dan- zigdeilunni virðist því geta þýtt sama og endalok sjálfstæðisins fyrir Pólverja. Það má því mikið vera, ef þeir kjósa ekki heldur að berjast, því Bretar og Frakk- ar dragast þá strax inn í leik- inn, viljugir eða nauðugir. Meðan þessu fer fram bíður Hitler rólegur átekta. Vafalaust vonar hann enn, að hann muni fá Danzig jafn fyrirhafnarlítið og Tékkóslóvakíu. Fyrir hann gildir það, að vera nógu ákveð- inn, nógu kaldur, nógu ögrandi. Þannig skapast helzt möguleiki fyrir það, að mótstöðumennirn- ir þreytist og flótti komi upp í liði þeirra. ~MT)T ■ A T?. í nýkomnum mannfjölda- skýrslum Hagstofunnar fyrir ár- in 1931—35 er ýmsan fróðleik að finna. Á þessum fimm árum hafa orðið 3607 giftingar hér á landi og er nœr helmingur þeirra, eða 1746, í Reykjavlk. Flestar hafa giftingarnar orð- ið í október, júní og maí. í annað sinn hafa gift sig 254 karlmenn, í þriðja sinn 9 og í fjórða sinn 2. í annað sinn hafa gift sig 144 konur og i þriðja sinn 3. Sex brúðgumar hafa verið eldri en 70 ára og 3 brúðgumar yngri en 20 ára. Ein brúður hefir verið eldri en 70 ára, tvær á aldrinum 65—69 ára. Margar hafa gift sig innan 20 ára ald- urs. — * * * Victor Emanuel er sagður orð- heppinn og lítill aðdáandi Mus- solinis, þó að hann sé stöðugt að auka titla hans. Eftirfarandi ummœli voru höfð eftir konung- inum, þegar Abessiníustyrjöldin stóð yfir: — Sigri ítalir í styrjöldinni, verð ég keisari í Abessiníu, tapi ítalir styrjöldinni, verð ég aftur konungur í Ítalíu. Norrænu mótiii í Reykjavík. (Framh. af 1. síðu) dórsson borgarstjóri flutti stutt ávarp og þar næst flutti frú Sig- ríður Eiríksdóttir, formaður „Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum“, setningarræð- una, sem var vel samin og flutt. Að þeirri ræðu lokinni fluttu fulltrúar frá hinum löndunum stutt ávörp, sem voru mjög hlý- leg í garð íslands. Athöfn þess- ari var útvarpað hér og einnig endurvarpað til Norðurlanda. Fundur hófst aftur í Gamla Bíó með sýningu á íslandskvik- mynd Dams kapteins. Síðan voru flutt erindi um kröfur þjóðfé- lagsins til hjúkrunarkvenna og sálfræðileg viðfangsefni í hjúkr- un. Um kvöldið var haldinn dansleikur í „Stavangerfjord". Á laugardaginn fóru hjúkrun- arkonurnar til Þingvalla og lík- aði þeim ferðin hið bezta. Ár- degisverður var borðaður í Val- höll og varð að tvískipta borð- haldinu, því þátttakendur voru nokkuð á sjötta hundrað. Um kvöldið hafði karlakórinn „Fóst- bræður“ samsöng fyrir þær í Gamla Bíó. í gær var farið í ferðalög og var hópnum tvískipt. Annar fór upp að Reykjum, skoðaði þar gróðurhúsin, og fór síðan í heim- sókn á spítala bæjarins. Hinn fór austur að Gullfossi og Geysi. Komið var við á Laugarvatni. í dag er aðalfundardagurinn, og verður m. a. rætt um aga á sjúkrahúsum, húsnæði hjúkrun- arkvenna þar, heilsuvernd, barnaheimili o. fl. í kvöld kl. 8 sitja þátttakendur mótsins veizlu ríkis og bæjar- stjórnar, sem haldin verður á Hótel Borg og í Oddfellowhúsinu. 154 William McLeod Raine: heim, lagt hnakk á tvö, en reiðing á eitt. Sýslumaðurinn hljóp á bak hesti sín- um og veifaði til Molly í kveðjuskyni. XVI. KAFLI. Taylor efaðist ekki um að Clem Oak- land væri hér kominn í allt annað en góðum tilgangi. Ulskan hafði sett brennimark sitt á þetta harða andlit. Það var sennilegt að Oakland hefði á unga aldri verið snotur, en þó hlaut eitthvað að hafa verið úlfslegt í augna- svipnum. En hann hafði versnað með aldrinum. Óheflaður ofsinn leyndi sér ekki í andlitsdráttunum. Það var lang sennilegast að Oakland væri kominn inn á landareign Quarter Circle XY, til þess að vinna eigendum þess, óvinum sínum, eitthvert tjón. Taylor gat ekki gert sér í hugarlund hvernig það myndi vera, en hann bjóst við að komast að því von bráðar. Oakland lá makindalega aftur á bak í öðru rúminu í Sjömílnakofanum. Honum datt ekki i nug að koma í veg fyrir, að óhreinir skórnir skitu út rúm- fötin. Taylor komst brátt að því að þetta var einkennandi fyrir hann, því að hann var hvorki hreinlátur á sál né líkama. Oakland var að segja Flannigan frá FlóttamaSurinn frá Texas 155 því, hvernig hann hefði farið með konu eina og ungan lingerðan mann hennar. Frásögnin sýndi að hann var bæði ruddamenni og þrælmenni. Enginn mað- ur, með snefil af sómatilfinningu, hefði getað gert slíkt, hvað þá sagt frá því á eftir — Hvimeygði maðurinn með skemmdu tennurnar, glotti ánægjulega. Væri Taylor skálkur, þá var hann að minnsta kosti hreingerður. Oakland hefði orðið undrandi, ef hann hefði séð reiðina, sem sauð í heila fangans, á bak við slappt og glottandi andlitið. En hann var enginn mannþekkjari og hon- um var sama hvað menn hugsuðu. Það voru aðeins framkvæmdirnar, sem höfðu þýðingu, en það var ekki oft að til þess kom. Hann bar djúpa fyrirlitningu fyr- ir náunga sínum, eins og flestir mjög eigingjarnir menn. Taylor gat sér þess til, að áformum Oaklands lægi ekkert á. Einhver ætti að hitta þá hér og taka á móti skipun- um, sem svo leiddu til einhverra fram- kvæmda. Það var ómögulegt annað en verða þeirra tilfinninga var, sem Oakland bar í brjósti til Clint Prescott. Þær komu fram svo að segja í öllu því, sem sagt var. Þeir höfðu alltaf verið óvinir, síð- an Prescott kom 1 veg fyrir þá fyrirætl- an Oaklands að komast á þing. Það Saga ríkisverksmiðj- unnar á Raufarhöfn. (Framh. af 2. síSu) orðið of seint að gangast í það að útvega lán sérstaklega til Raufarhafnarverksmiðjunnar og byggja hana fyrir vorið 1939. Hinsvegar var stjórninni það ljóst, að verksmiðjan þurfti að komast upp sem fyrst og taldi það víst, að ef sérstaklega yrði leitað með nægum fyrirvara eftir fé í því skyni, myndi það fáanlegt. Ákvað hún þess vegna i samráði við stjórn síldarverk- smiðjanna að hefja skyldi bygg- ingu verksmiðjunnar sumarið 1939 (í sumar), að svo miklu leyti sem fjárhagur sjálfra verk- smiðjanna leyfði og hinsvegar að leita skyldi sérstaklega eftir láni til Raufarhafnarverksmiðj- unnar og tryggja þannig að hægt yrði að koma henni upp, þótt gjaldeyrislánið yrði ekki tekið. Var þessum umleitunum haldið áfram með þeim árangri, að nú ekki alls fyrir löngu varð það ljóst, að hægt væri að fá lán til verksmiðjunnar, og er því óhætt að halda áfram með byggingu hennar og mundi þá réttast að byggja verksmiðju, sem afkastaði 5000 mála bræðslu á sólarhring, þar sem kleyft ætti að vera að fá eitthvað að láni'innanlands til viðbótar er- lenda láninu. í árslok 1938 beindi stjórn síldarverksmiðja ríkisins því til ríkisstjórnarinnar, að hafa Raufarhafnarverksmiðjuna 5000 mála verksmiðju í stað 2500 mála, sem áður var heimilað af Alþingi, og lýstu tveir þingflokk- arnir sig fylgjandi þessu. Á Al- þingi 1939 kom engin tillaga fram um að heimila ríkis- stjórninni að hafa Raufarhafn- arverksmiðjuna 5000 mála. Það er sérstök ástæða til að leggja áherzlu á það, að það hefir aldrei komið fram á Al- þingi nein tillaga um að heim- ila ríkisstjórninni að byggja 5000 mála verksmiðju á Raufar- höfn, að undanskildri fyrstu til- lögunni 1937 og að þingflokk- arnir létu fresta þinginu 1939, án þess að gera tillögu um þessa stækkun. Samband íslands og Danmerknr. (Framh. af 2. síðu) annaðhvort í hvorri deild Ríkis- þingsins eða í sameinuðu Al- þingi að hafa greitt atkvæði með henni, og hún síðan vera samþykkt við atkvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem atkvæðis- rétt hafa við almennar kosning- ar til löggjafarþings landsins. Ef það kemur í ljós við slíka at- kvæðagreiðslu, að % atkvæðis- bærra kjósenda að minnsta kosti hafi tekið þátt í atkvæða- greiðslunni og að minnsta kosti % greiddra atkvæða hafi verið með samningsslitum, þá er samningurinn falli úr gildi. — Eins og kunnugt er hafa ís- lendingar notað þau ákvæði sambandslaganna, að taka hæstarétt og landhelgisgæzluna í sínar hendur. Þau ákvæði, sem þá eru eftir og máli skipta, eru jafnréttisákvæðið, utanríkismál- in og verksvið ráðgjafarnefnd- arinnar. Verður að þessu vikið í næstu greinarköflum. Framh. Þ. Þ. \ —- HD£ SKIPAUTCERÐ RIIUSINS Súdiii austur um land í hringferð fimmtudag 27. þ. m. kl. 9 síðd. Flutningi veitt móttaka í dag og fram til hádegis á morgun. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir í síðasta lagi á morgun. Sígurður Olason & Egíll Sígurgeírsson Málflutningsskrifstofa Austurstrœti 3. Sími 1712. Kopar keyptur í Landssmiðjunni. GAMTA EÍÓ~°~°~°* SARATOGA. i Afar spennandi og fram- úrskarandi skemmtileg amerísk talmynd, er gerist í öllum frægustu kapp- reiðabæj um Bandaríkj - anna, og þó sérstaklega þeim lang frægasta, SARA TOGA. — Aðalhlutv. leika: JEAN HARLOW CLARK GABLE, FRANK MORGAN og LYONEL BARRYMORE. Aukamynd: KAPPRÓÐUR °~°~NÝJA BÍÓ—~ Kjjúskaparerjjur Sænsk mynd, gerð undir stjórn Gustaf Molander, eftir hinu ágæta leikriti Hjalmars Bergmann: Doll- ar. — Aðalhlutverk leika átta langfrægustu kvik- myndaleikarar Svía: Ingrid Bergmann Tutta Rolf, Birgit Trengroth, Elsa Burnett, Hakon Wester- gren, Kotti Chave, Edvin Adolphson, Georg Rydberg. í Aukamynd: Sumar í Sví- í þjóð. Hrífandi náttúrufeg- | urð. — 20°|o 3O°|0 45°|0 O S T A R frá Mjólkursamlagí Eyfírdinga alltaf fyrirlíggjandi í heildsölu. Samband ísLsamvínnuíélaga Sími 1080. Aðvöran. Þeir, sem eiga inaívöriir geymdar í frysí- ingn hjá okkur, verða að vitja þeirra fyrir 15. ágúst n. k. Frystihúsíð Herðubreíð Fríkirkjuvegi 7. BilreiOarifieimir - Viitikjanfgngif. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. S0NNENCHEIN. THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Néwspaper It records for you the world’s clean, constructive doings. The Monltor does not exploit crime or sensation; neither does it ignore them, but deals correctively with them Features for busy men and all tha family, including the Weekly Magazine Section. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston. Massachusetts Please enter my subscripMon to The Chrlstian Science Monitor for a period of 1 year $12 00 0 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday issue. including Magazine Section: 1 year $2.60. 6 issues 25o Name. Samþle Coþy on Request Til auglýsenda. Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýsinga er í hlutfalli við þann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neytend- anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vörur sínar sem flestum, auglýsa þœr þess veqna i Tímanum T I M IIV ]V er víðlesnasta auglýsfngablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.