Tíminn - 05.08.1939, Side 1

Tíminn - 05.08.1939, Side 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON Cábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árjj. Reykjavík, laug'ardag'iim 5. ágúst 1939 90. blað Ríkíð kaupir hentugan bor tíl rannsókna á jarðlögum Tvær móeltívélar kornnar tíl landsíns Bretar hafa öðru hvoru i sumar sent árásarflugvélar í hópflug yfir Frakklaná og hafa um 150 flugvélar stund- um flogið í einu. Sumar flugvélamar hafa flogiS frá London alla leiðina yfir Frakkland og til Miðjarðarhafsins, snúið þar við og flogið aftur til London, án þess að lenda nokkum tíma á leiðinni. Þykir þessi reynsla hafa sýnt, að Englendingar geti sent árásaflugvélar að heiman frá sér til allra'helztu stórborga í Þýzkalandi. Flug- vélarnar hafa alltaf flogið með fullfermi. Bretar telja að þeir eigi fljótustu og fullkomnustu árásarflugvélarn- ar, en þýzku blöðin fullyrða, að nýjustu tegundir þýzku árásarflugvélanna séu enn betri. — Hér á myndinni sjást nokkrar enskar flugvélar, sem nýlega tóku þátt í loftœfingum í París. Samningar Breta og Japana Náttúrufræðirannsókna- nefnd ríkisins, sem sett var fyrir nokkru og skipuð er Pálma Hannessyni rektor, Emil Jónssyni vitamála- stjóra og Ásgeiri Þorsteins- syni verkfræðingi, hefir fyr- ir nokkru síðan fest kaup á bor til jarðvegsrannsókna og móeltivél, sem starfrækt verður norður á Hvamms- tanga. Tíminn hefir snúið sér til framkvæmdastjóra nefndarinn- ar, Steinþórs Sigurðssonar mag- isters, og leitað hjá honum upp- lýsinga um fyrirætlanir hennar og áhöld þau, sem hún hefir keypt. Jarðborinn, sem keyptur hefir verið, er ætlaður til hverskonar rannsókna á jarðlögunum og verður hann sennilega reyndur innan skamms á Laugarvatni, þar sem borað verður eftir heitu Knut Hamsun áttræður Norska skáldið, Knut Ham- sun, átti áttræðisafmæli í gær. Hamsun er lang frægasta skáld Norðurlanda um þessar mundir. Ferill hans er hinn æf- intýraríkasti. Foreldrar hans voru fátækir. Hann fæddist i ■Guðbrandsdalnum, fluttist það- an þriggja ára gamall með for- eldrum sínum til Lofoten, fór ungur að heiman, stundaði skósmíði og verzlunarstörf, fór tvívegis til Ameríku og vann þar allskonar vinnu og bjó oft við suit og seyru, fékkst eftir heim- komuna-við blaðamennsku, fyr- irlestrahöld o. s. frv. Fyrs'ta sagan, sem gat honum verulegan orðstír, var „Sult“. Var Hamsun kominn um þrí- tugt, þegar hann skrifaði hana. Siðan hefir hver sagan rekið aðra, því hann hefir verið ó- venjulega afkastamikill rit- höfundur. Seinasta saga hans kom út fyrir þremur árum. Yfirburðir Hamsuns liggja einkum í óvenjulegri stílsnilld og næmri athyglisgáfu. Um alllangt skeið var hann helzta fyrirmynd ungra rithöfunda á Norðurlöndum og t. d. virðist Halldór Kiljan Laxness hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá honum. Hinsvegar er Hamsun ekki neinn djúpsær hugsuður. Eitt gleggsta sérkennið á fyrstu bókum Hamsuns er það, að ein af söguhetjunum er nokkurskonar umrenningur, einrænn, tilfinninganæmur, og oft fullur andúðar á borgarlíf- inu. Ýmsir ritdómarar hafa talið að Hamsun drægi hér upp (Framh. á 4. siðu) vatni. Mun hann fyrst um sinn aðallega verða notaður til að bora eftir heitu vatni og ætti að geta komið að miklum notum í 3Ví efni. Með þessari gerð bor- véla má grafa að minnsta kosti 250 álna djúpar holur, en með þeim borum, sem nú fylgja vél- inni, er hægt að grafa um 125 álnir í jörð niður. Samanlögð þyngd jarðborsins og allra á- halda honum tilheyrandi, er um ein smálest. Er hann auðveldur í flutningum, þar eð taka má hann sundur í smástykki. Bor- holan, sem fæst eftir hann, er um 1 ý2 þumlungur í þvermál. Bor þennan átti áður Magnús Magnússon skipstjóri frá Bos- ton og var hann notaður til gull- leitar í Drápuhlíðarfjalli. Móvélin kom hingað til lands- ins í næstliðinni viku og hefir hún verið lítilsháttar reynd. Þegar lokið er smíði á áhöldum, sem gerð verða hér og fylgja eiga vélum þeim, er keyptar hafa ver- ið frá útlöndum, verður hún flutt norður á Hvammstanga, þar sem hún verður notuð til vinnslu. Er það Kaupfélag Vestur-Húnvetn- inga, sem tekur hana til leigu og mun annast starfrækslu hennar. Ráðgert hefir verið að kaupa aðra móeltivél ‘á næsta ári og mun hún sennilega verða starf- rækt á Akranesi. Kaupfélag Eyfirðinga hefir fyrir skömmu síðan flutt móelti- vél hingað til lands og er hún nokkru stærri en vél rannsókn- arnefndarinnar. Félagið keypti hana í Noregi og ætlar hana til móvinnslu við Eyjafjörö. Er þar víða mikill mór í jörðu, til dæmis í Garðsárdal og í Arnarnes- hreppi. Mun rannsókn bráðlega fara fram á þessum mósvæðum. Móvél þessi hefir verið sett sam- an á Akureyri og var reynd þar í fyrsta skipti á fimmtudags- kvöldið. Ekki mun þó fyrirhugað að um neina verulega móvinnslu verði að ræða í Eyjafirði á þessu sumri. Samkvæmt símtali, er tíðindamaður Tímans hefir átt við Klemenz Krist- jánsson tilraunastöðvarstjóra á Sáms- stöðum í Fljótshlíð, eru öll líkindi til að þetta sumar verði hið bezta til kom- ræktar, sem komið hefir síðan korn- yrkja var hér hafin að nýju. Mun út- lit um kornuppskeru vera nær jafn glæsilegt um allt land. Að Sámsstöð- um verður byrjað að skera upp bygg og hafra um eða laust eftir miðjan þennan mánuð og vorsáð hveiti nær væntanlega fullum þroska og verður skorið upp í byrjun septembermánað- ar. Hefst því uppskera byggs og hafra hálfum mánuði fyrr en venjulega. Nú í vikulokin lét Klemenz sá í tilrauna- skyni níu tegundum af vetrarhveiti frá ýmsum löndum og er vongóður um þroska þess sem brauðkorns. Náði vetr- arhveiti þroska i fyrra sumar i til- raunareitunum að Sámsstöðum, þótt vorið væri þá kalt og sumarið að ýmsu óhagstætt til kornyrkju. í Birtingaholti er komrækt mest sunnanlands, að und- anskUdum Sámsstöðum, og er þar á- gætis útlit um uppskeruna. Sama er að segja um akurbletti á bæjum i Fljóts- hlíð, Mýrdal og víðar. Á kornræktar- búi Kaupfélags Eyfirðinga að Klauf verður byrjað að slá vetrarrúginn að viku liðinni og bygg og hafrar eru þar prýðilega vaxnir og þroskamiklir. Víðar að hefir Tíminn fengið fregnir um á- gætan og ársprottinn komvöxt, svo að hliðstætt er því, sem gerist sumstaðar Dragnótaveiðin Útflutningur á frystum fiski nam orðið 1,2 mill). kr. í seinustu mánaðarlok Dragnótaveiðin var mjög treg í júlímánuði. Einkum var lítill afli síðara hluta mánaðarins, enda dróg þá mjög úr þátttöku í veiðunum og margir bátar bjuggust til síldveiða. Þann 31. júlí höfðu frystihúsin tekið á móti til frystingar alls um 952 smál. af rauðsprettu og sólkola, 132 smál. af lúðu og 44 smál. af öðrum flatfiski. Stærðarhlutföll kolans eru betri nú en í fyrra. Stærstur er kolinn fyrir norðan land, en smæstur á Vestfjörðum. Megn- ið af lúðunni, sem veiddist, var smálúða undir 4 kg. Frá ársbyrjun til júliloka er búið að flytja út um 1200 smál. af frystum fiski og hrognum fyrir um 1200 þúsund krónur. Auk þess hleður s/s „Brúar- foss“ væntanlega um miðjan þenna mánuð 350—400 smál. af frystum fiski til Englands. Mik- ið af því verður þorskur, ýsa, steinbítur og aðrar ódýrar fisk- tegundir. Allt árið í fyrra voxu flutt út um 1600 smál. af fryst- um fiski fyrir 1.4 milj. kr. á meginlandi Norðurálfunnar, til dæm- is í Þýzkalandi. / r t Á síðastliðnum aðalfundi Kaupfélags Hvammsfjarðar var sú ákvörðun tekin, að efna til smjöriðnaðar á félagssvæð- inu. Þessari ráðagerð hefir nú verið hrint í framkvæmd. Hefir verið mest stuðzt við reynslu Norðmanna i þess- um efnum og smjörvinnslunni hagað á svipaðan _hátt og Sveinn Tryggvason mjólkurfræðingur hefir lagt til í grein- um sínum í Tímanum að gert yrði. — Rjóminn er strokkaður heima á bæj- unum, þar sem mjólkin er framleidd, og áfirnar hnoðaðar úr smjörinu. — Smjörið er flutt einu sinni í viku hverri til vinnslustöðvarinnar, er staðsett hef- ir verið í Búðardal. Þar er það metið og aðeins úrvalssmjör tekið gilt. Smjörið er hnoðað að nýju á vinnslustöðinni, saltað og sett í góðar umbúðir. Smjör- vinnslustöðin tók til starfa i byrjun þessa mánaðar og verður fyrsta smjör- ið sent á markað í Reykjavík næstu daga. Annast Samband íslenzkra sam- vinnufélaga útsölu á því. Þátttaka í smjörframleiðslunni er enn heldur lít- il, en mun færast í aukana í haust. Þetta er fyrsta smjörsamlagið, er á þenna hátt starfar hér á landi. t t t Grálúðuveiði hefir verið ágæt í Eyjafirði í sumar og mokfiski síðasta hálfan mánuðinn. Hófst veiðin í byrj- un júlímánaðar. Allir bátar við fjörð- Það er nú liðinn alllangur tími síðan að samningar hófust í Tokio milli Breta og Japana um Tientsindeiluna. Sá eini árangur, sem náðst hefir af samningaumleitunum til þessa, er yfirlýsing, sem stjórn Breta gaf 23. f. mán. og hljóðaði í aðalatriðum á þessa leið: „Stjórn Englands er fullkom- lega ljóst hið ríkjandi ástand í Kína og viðurkennir þá stað- reynd, að meðan styrjöldin helzt þar áfram, hafa hersveitir Jap- ana rétt til að gæta öryggis síns og að halda uppi reglu á þeim svæðum, sem þær hafa á valdi sínu, og hindra þar hverskonar starfsemi, sem tefur eða hindrar hernaðarframkvæmdir þeirra og hjálpar óvinunum. Stjórn Englands vill ekki styðja neina þá starfsemi, sem er til tjóns fyrir framangreind réttindi japanska hersins, og notar þetta tækifæri til að gera brezkum yfirvöldum og borgur- um í Kína ljóst, að þeix mega ekki styðja slíka starfsemi.“ — Þessi yfirlýsing ensku stjórn- arinnar var í fyrstu skilin á þá leið, að hún hefði viðurkennt yfirráð Japana í þeim lands- inn, sem ekki eru að síldveiðum, stunda grálúðuveiðarnar, en einkum berst mikill afli á land í Hrísey, Dalvík og Ólafsfirði. Nú í vikulokin mun vera búið að veiða alla þá grálúðu, sem þarf til þess að uppfylla samninga þá, er fiskimálanefnd gerði fyrirfram um sölu á aflanum til Hollands og Belgíu, alls um þrjú þúsund tunnur. t t t Á undanförnum árum hafa verið að þvi talsverð brögð, að minkar slyppu burt úr búrum þeim og girðingum, er þeim voru ætlaðar vistarverur í. Hafa þessi villtu minkar gert margvíslegan usla, drepið alifugla og lax og silung í ám og lækjum. Öðru hverju hefir tek- izt að handsama einn og einn mink. Aldrei hafa verið jafnmikil brögð að þessum villiminkum sem í sumar. Hefir þeirra orðið vart mjög víða í grennd við Reykjavík og Hafnarfjörð, og hafa þeir nú nýlega meðal annars drepið nokkur lömb skammt frá Kaldárseli, sunnanvert við Hafnarfjörð. Auk þess eru þeir stórskaðlegir í öllum fugla- verum. Þó munu þau dýr hálfu grimm- ari, sem eru að öllu leyti villt, heldur en hin, sem eru uppalin í búrum og girðingum. Það mun heldur ekki laun- ungarmál, að víða hefir það hent, að tófur hafi sloppið úr eldi, vegna þess, að girðingar voru ekki nógu traustar eða ekki næg aðgæzla viðhöfð. Þess hefir hinsvegar gætt minna, þar eð tófur voru tll villtar fyrir i landinu. hlutum og borgum, sem þeir hefðu á valdi sínu. En stjórnin neitaði þessu strax, og sagði að yfirlýsingin þýddi ekki annað en það, að Bretar ætluðu ekki frekar en hingað til að hindra Japana í hernaðarlegum að- gerðum á þeim svæðum, sem ieir réðu yfir, en hinsvegar væri hún engin viðurkenning á öðr- um ráðstöfunum þeirra þar eða breytti neitt afstöðu Breta til stjórnar Chiang Kai Shek. Þetta hefir stjórnin jafnframt látið koma fram í verki. Hún hefir enn neitað að við- urkenna hinn nýja gjaldmiðil, sem Japanir hafa látíð taka upp í Norður-Kína, og aðrar fjár- hagslegar ráðstafanir, sem þeir hafa gert í nafni Kínverja. Þessi yfirlýsing hefir því ekki bætt afstöðu Japana að neinu leyti, en hinsvegar hefir Bretum tekizt að tryggja sér bráða- birgðafrið í Tientsin. Sú töf, sem orðin er á samn- ingunum, hefir skapað mikla ó- ánægju innan japanska hersins. Hann vill láta strax til skarar skríða, beita hernaðarlegu valdi gegn Bretum í Kína og ögra þeim enn meira með því að ganga í hernaðarbandalag ítala og Þjóð- verja. Japanska stjórnin óttast hinsvegar þær afleiðingar, sem af þessu kynnu að hljótast, því Bretar hafa sterkan leik á borði, þar sem er hið mikla fjárhags- lega vald þeirra, en Japanir eru því á margan hátt mjög háðir. Uppsögn amerísk-japanska við- skiptasamningsins hefir líka gert japönsku stjórnina enn meira hikandi í þessum efnum og styrkt aðstöðu Breta. Það, sem japanska stjórnin hyggst að fá með samningunum, er viðurkenning Breta á fjár- hagslegum ráðstöfunum Japana í Kína, afhending allmikilla silf- urbirgða, sem stjórn Chiang-Kai Shek á hjá Bretum í Tientsin, og helzt loforð Breta um, að hætta að styðja Chiang Kai Shek. — Sennilega mun stjórnin leggja minnst kapp á síðasta atriðið.því þar verða Bretar fastastir fyrir. Hinsvegar má vænta þess, að Bretar reyni að þæfa málið sem lengst og ákvarðanir þeirra fari mikið eftir því, hvaða rás at- burðirnir í Evrópu taka. Það má telja jafnframt víst, að þeir muni frekar fórna réttindum sínum í Norður-Kína, en að hætta stuðningi við Chiang Kai Shek. Sigur hans myndi verða æskilegri fyrir hagsmuni Breta í Kína og auk þess nýtur hann samúðar Indverja. kemur ekki út á þriðjudaginn, því vinna fellur niður í prent- smiðjunni á mánudaginn. A KROSSGÖTTJM Bezta kornræktarárið. — Smjörsamlag við Hvammsfjörð. — Grálúðuveiði 1 Eyjafirði. — Villiminkar leggjast á sauðfé. A víðavangi Þess hefir verið getið í einu blaðanna fyrir skömmu, að þrátt fyrir vaxandi umtal um norræna samvinnu og bróðurþel milli nor- rænu þjóðanna, sé einni nor- rænu þjóðinni allajafna gleymt. Það eru Færeyingar. * * * Þetta er alveg rétt. Færeyingar hafa fullan rétt til jafnrar þátt- töku í norrænni samvinnu á við hinar þjóðirnar. Það skiptir engu máli, þótt þeir njóti ekki stjórn- arfarslegs sjálfstæðis. Þeir hafa öll einkenni sérstæðra þjóða, tungu, sögu og menningu. Þessa sérstöðu þeirra og réttindi, sem henni fylgja, ber að viðurkenna og það er vissulega ljóður á nor- rænni samvinnu að hafa ekki gert það. Norræn samvinna, sem byggir tilveru sína á hugsjón frelsis og jafnréttis, og fyrst og fremst er menningarlegs eðlis, má ekki láta minnstu þjóðina gjalda smæðar sinnar og láta hana verða útundan af þeirri ástæðu. * * * Af hinum fimm Norðurlanda- þjóðum, hafa íslendingar bezt skilyrði til að skilja afstöðu Fær- eyinga. Þessar þjóðir eiga margt sameiginlegt. Báðar eru fámenn- ar og þekkja vel til erlendrar undirokunar og ófrelsis. Það ætti því að vera hlutverk íslendinga, að berjast fyrir jafnrétti Fær- eyinga í norrænni samvinnu. ís- lendingar gætu spurt hinar þjóðirnar, ef þær hreifðu mót- mælum: Voru íslendingar óverð- skuldaðir til þátttöku í norrænni samvinnu fram til 1918? Voru þeir ekki þjóð áður? Svörin munu leiða það í Ijós, hversu víð- tæk er sú réttlætis- og jafnrétt- ishugsjón, sem er grundvöllur norrænnar samvinnu, og íslend- ingar munu meta hana eftir því. * * * Samvinna íslendinga og Fær- eyinga er annað mál. Hún mætti gjarna vera meiri, einkum í menningarlegum efnum. Þar gætu íslendingar vafalaust rétt bróðurlega hjálparhönd. Þeirra eigin saga sýnir bezt, hversu menningarlegur stuðningur er mikilsverður fyrir smáþjóð. — Norðmenn hafa tekið upp þann sið, að veita nokkrum Færeying- um ókeypis skólavist. Það væri vel athugandi, hvort íslendingar gætu ekki gert slíkt hið sama. Það væri enginn teljandi kostn- aður fyrir íslenzka ríkið, að veita t. d. einum Færeying ókeypis vist á Hvanneyrarskóla, öðrum á Laugarvatni og einni færeyskri stúlku á Laugalandi eða Hall- ormsstað. En það sýndi vinar- hug, sem Færeyingar kynnu á- reiðanlega að meta, og væri á- nægjuleg endurgreiðsla til þeirra útlendinga, sem veittu íslend- ingum hjálparhönd í sjálfstæð- isbaráttunni og á meðan þeir voru flestum öðrum gleymdir líkt og Færeyingar nú. * * * Fyrir nokkrum árum síðan fór flokkur barnaskólanemenda héðan til Færeyja og flokkur færeyskra barnaskólanemenda kom hingað í staðinn. Var það Aðalsteinn Sigmundsson kenn- ari, sem átti frumkvæðið og forgönguna að þessu, en hann hefir unnið manna mest að því, að kynna íslendingum málstað Færeyinga og skapa nánari tengsli milli þjóðanna. í fyrra var íslenzkum knattspyrnu- flokki boðið til Færeyja og var þetta boð endurgoldið í sumar, þegar færeyskur knattspyrnu- flokkur kom hingað í boði K. R. Slík kynningarstarfsemi milli íslendinga og Færeyinga á að haldast áfram og verða til þess að skapa nánari vináttubönd á milli þessara skyldu nábúa. Myndi það áreiðanlega geta orðið báðum þjóðunum að tals- . verðu gagni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.