Tíminn - 24.08.1939, Qupperneq 1

Tíminn - 24.08.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, fiinmtudagiim 24. ágiist 1939 97. Wað Síldarverksmiðjumálið á Sigluíírði Samtal víð Eysteín Jónsson viðskípta- málaráðherra um úrslít »RauðkumáIsíns« og afstöðu Framsóknarilokksíns til síldarverksmiðjumálanna Hlutleysís samnínguríim milli Rússa og Þjóðverja Það virðist óhugsanlegt að samkomulag geti náðst miili Breta og Rússa úr pessu í blöðum Alþýðuflokksins og kommúnista hefir und- anfarna daga verið haldið uppi hörðum árásum á Ey- stein Jónsson viðskipta- málaráðherra og hann m. a. sakaður um að hafa beitt ráðherravaldi sínu til að þvinga fulltrúaráð Útvegs- bankans til að bregðast lof- orði um lánveitingu til byggingar síldarverksmiðju í Siglufirði. Jafnframt hafa þessi blöð reynt að halda því fram, að Eysteinn Jónsson og fleiri for- ráðamenn Framsóknarflokksins hafi það markmið að hindra alla frekari aukningu síldar- verksmiðja í landniu. Tímanum hefir af þessum á- stæðum þótt rétt að eiga viðtal við Eystein Jónsson um þetta mál, og fer það hér á eftir: — Það mun vera upphaf þessa máls, segir ráðherrann, að bæj- arstjórn Siglufjarðarbæjar snéri sér til Svavars Guðmundssonar, útibússtjóra á Akureyri, og ósk- aði eftir því, að hann reyndi að útvega bæjarstjórninni lán til þess að koma upp 5 þús. mála síldarverksmiðju á Siglufirði. Svavar mun síðar hafa fengið tilboð í Noregi um lán, sem svar- ar erlendu efni til verksmiðju- byggingarinnar, með því móti að Útvegsbankinn ábyrgðist lánsupphæðina, og lánaði allt það fé, sem þarf til þess að standast innlendan kostnað við verksmiðjubygginguna, sem aldrei hefði getað orðið undir 500—600 þús. kr. Útvegsbank- inn átti síðan að lána verk- smiðjunni rekstrarfé og fá þann erlenda gjaldeyri, sem fyrir af- urðir verksmiðjunnar kæmi. Svavar mun hafa beitt sér fast fyrir því innan Útvegsbankans að bankinn tækist þetta á hend- ur og sennilega einhverjir fleiri innan bankans. Endanlega af- greiðslu fékk málið hinsvegar ekki í fulltrúaráðinu og var beðið eftir því, að séð yrði, hvort leyfi fengist til að reisa verk- smiðjuna, og sérstaklega yrði at- hugað áður, hvort fært væri fyr- ir bankann að ráðast í stórfelld- ar lánveitingar og ábyrgðir vegna þessarar verksmiðjubygg- ingar. Síðan leið alllangur tími, unz atvinnumálaráðherra fyrir Heímsókn danskra kennara Að Laugarvatni hófst í gær mót danskra búnaðarskóla- og lýðháskólakennara. Eru hinir dönsku þátttakendux um 60, en auk þeirra eru á mótinu tveir Færeyingar, Simun av Skarði og kona hans, og nokkrir íslend- ingar. Fyrirhugað er að mót þetta standi framundir mán- aðamótin. Mörg fræðsluerindi verða flutt á mótinu og eru Pálmi Hannesson, Steingrimur Stein- þórsson, Árni Friðriksson, Emil Jónsson, Ólafur Lárusson, Har- aldur Guðmundsson, Ólafur Björnsson hagfræðingur, Jón biskup Helgason, Bjarni skóla- stjóri Bjarnason og Hallgrímur Jónasson rneðal þeirra, er flytja erindin. skömmu síðan veitti bæjarstjórn Siglufjarðar leyfi til þess að reisa 2500 mála verksmiðju. Byggði ráðherrann þessa á- kvörðun sína á því, að fyrir lágu beiðnir og tillögur um byggingu og stækkun fleiri verksmiðja. Þegar hér var komið, var það nokkuð augljóst mál, að síld- veiðarnar myndu bregðast að mjög verulegu leyti og valda bönkum hér, ásamt öllum öðr- um, miklum fjárhagsörðugleik- um. Þótti því 4 af 5 fulltrúum í fulltrúaráði Útvegsbankans al- veg einsætt, að það væri rangt af bankanum að bindast loforð- um um stórfellt lán til stofn- kostnaðar nýrrar verksmiðju og var ákveðið að gera það ekki. Þessi ákvörðun er vitaskuld ein- ungis tekin frá fjárhagslegu sjónarmiði, og eftir athugun á því, hvað þessir forráðamenn bankans töldu honum fært eins og á stóð. Þvl hefir verið haldið fram, að þetta sé pólitísk ákvörðun. Það er alveg röng staðhæfing, og sést það m. a. á því, að það eru tveir Sjálfstæðismenn og tveir Fram- sóknarmenn, sem greiða atkvæði á sama veg um þetta mál. — Hvaða afstöðu hafa ráð- herrar Framsóknarflokksins tek- ið til þessa máls? — Það er hinsvegar allt annað mál og óviðkomandi þessum úr- slitum, að þeir af forráðamönn- um Framsóknarflokksins, sem f jallað hafa um þetta mál í ríkis- stjórninni og látið álit sitt í ljósi í blöðum um það, hafa álitið miklu réttara og skynsamlegra á allan hátt, að stækka ríkisverk- smiðjurnar meira en gert hefir verið, áður en farið væri að byggja nýja verksmiðju á vegum Siglufjarðarbæjar. Hafa þeir því viljað leggja áherzlu á, að stækkun verksmiðjunnar á Raufarhöfn um 5 þús. mál og þar næst á eftir stækkun SR 30 í Siglufirði um 2500 mál, gengi Ólafur Sigurðsson fiskiræktarráðu- nautur hefir ferðazt allmikið um i sumar í þágu fiskiræktarinnar. Meðal þeirra framkvæmda, sem unnar hafa verið á þessu sviði, í sumar, eru tveir fiskivegir, sem gerðir hafa verið í Húnavatnssýslu, annar við Breiðavaðs- flúðir í Blöndu, rétt ofan við Blöndu- ós, hinu í Fitjá í Víðidal við Kerfossa. í jarðamatsbók Árna Magnússonar er Blanda talin góð laxveiðiá, en á síð- asta mannsaldri hvarf veiðin að lang- mestu leyti úr ánni ofanverðri, en hélzt áfram neðan Breiðavaðsflúðanna á tveim neðstu bæjunum. Er líklegt, að það hafi orsakazt af einhverju raski af völdum vatnavaxta eða ísreks. Nokk- ur undanfarin ár hafa laxseiði verið látin í ána í þeirri trú, að flúðirnar væru fiskgengar að öllum jafnaði, en það hefir eigi borið eðlilegan árangur. Ólafur Sigurðsson skoðaði ána í vor og leizt flúðirnar lítt færar laxi. Réð- izt þá fiskiræktar- og veiðifélag, sem stofnað hefir verið við Blöndu og þver- ár hennar í að gera fiskveg meðfram flúðunum. Var það framkvæmt í júlí og í ágúst í sumar. Var að nokkru not- azt við gamlan farveg árinnar, en að öðru leyti steyptir garðar og sprengt fyrir hinum nýja farvegi, sem kvísl úr ánni var veítt í, og er um 200 metrar á lengd. Heildarkostnaður mun nema um 2500 krónum og standa um 60 jarðir undir honum.ZóphóníasJónasson fyrir nýbyggingu bæjarverk- smiðjunnar á Siglufirði. Er þessi skoðun fyrst og fremst byggð á tvennu: 1) Það liggur fyrir, að ódýr- ara verður að stækka ríkisverk- smiðjurnar á Siglufirði heldur en að byggja nýja verksmiðju þar á staðnum og munar það mörgum hundruðum þúsunda króna. Þar að auki myndi vinnslukostn- aður í slíkri viðbótarverksmiðju verða minni en í nýrri verk- smiðju. Það er því beint hags- munamál útgerðarmanna í heild að sú leið verði farin í stað þess að flana að því nú, að byggja upp bæjarverksmiðjuna. 2) Ef ný verksmiðja væri byggð á vegum bæjarins í Siglu- firði, á þann hátt sem forsvars- menn „Rauðku“-málsins hafa viljað, þá yrði sú verksmiðja að öllu leyti byggð á ábyrgð Útvegs- bankans og rekin með hans á- hættu, en sá banki er hinsvegar rekinn að mestu leyti með á- hættu ríkisins. Niðurstaðan hefði því orðið sú, að hin nýja verksmiðja hefði orðið byggð á ábyrgð hins opinbera. Málið hefði horft nokkuð öðruvísi við, ef ekki hefði verið tilætlunin að bæjarverksmiðjan yrði beinlínis byggð og rekin á ábyrgð Útvegsbankans. Andstæðingablöðin hafa reynt í sambandi við þetta mál að halda því fram, að afstaða Framsóknarmanna sýnir, að þeir séu mótfallnir allri aukningu á bræðsluafköstum í landinu. Þetta er vitanlega með öllu til- hæfulaust. Framsóknarmenn munu eindregið beita sér fyrir aukningu ríkisverksmiðjanna á þann hátt, sem ég hefi áður greint frá. Um það mun heldur enginn ágreiningur vera við aðra flokka, að það sé Raufarhafnar- verksmiðja, sem eigi að byggja fyrst. Ágreiningurinn er um það, hvort skynsamlegra sé að byggja síöan nýja 2500 mála verk- smiðju á Siglufirði eða auka af- köst síldarverksmiðja ríkisins þar um 2500 mál. Síðari leiðin er tvímælalaust hagkvæmari, bæði fyrir hið opinbera og út- gerðarmenn. Auk þess er fyrri leiðin ekki fær, þar sem Siglu- fjarðarbær hefir ekki grænan eyri til þess að leggja í verk- smiðjubyggingu og Útvegsbank- (Framh. á 4. síðu) frá Akureyri stjórnaöi verkinu, en hann hefir áður sprengt fyrir fiski- vegi við Djúpá í Ljósavatnsskarði. Nú á lax sá, er i Blöndu gengur, að kom- ast hindrunarlaust allt suður á öræfi. / r t Englendingur nokkur, sem hefir Víði- dalsá og Þverár hennar á leigu til stangaveiði, lét í sumar gera fiskveg í Fitjá meðfram Kerfossum, skammt frá Víðidalstungu. Kom fiskiræktarráðu- nauturinn þangað í vor, athugaði að- stöðuna og sagði fyrir um verkið. Hefir það síðan verið framkvæmt í sumar. Lax sá, er í Fitjá gengur, á nú að komast langt fram á heiðar. t t r Þrjú undanfarin ár hefir laxseiðum verið sleppt í Eyjafjarðará fyrir atbeina Kaupfélags Eyfirðinga. Nú í sumar hefir lax gengið í ána í fyrsta skipti í manna minnum. En fyrr en eftir þrjú ár getur aldrei orðið árangurs vart af klaki. Fimm laxar hafa verið veiddir á stöng í ánni í sumar, einn hjá Krist- nesi, en hinir fram hjá Möðruvöllum og Saurbæ. Var einn þeirra á 14. pund, en hinir 5—6 pund. Ólafur Sigurðsson fiskiræktarráðunautur telur, að hinn stærsti muni hafa verið tvö ár í sjó, en eitt í ánni, en hinir tvö ár í ánni, en eitt í sjó. Þegar 5—6 ár eru liðin frá því, að klakið hófst, má fyrst vænta verulegrar laxgöngu í ána. Eyjafjarð- Það er enn ekki hægt að segja til fullnustu, hversu alvarleg á- hrif samningar Rússa og Þjóð- verja hafa í alþjóðamálum. Það eina, sem þegar er víst, ex það, að þeir hafa mjög aukið kröfur Þjóðverja á hendur Pólverjum og árásir þýzkra blaða á Pólland. Jafnframt hafa samningarnir aukið ugg lýðræðisþjóðanna við innrás Þjóðverja í Danzig og má meðal annars marka það á því, að enska þingið hefir verið kvatt saman til fundar með eins dags fyrirvara og byrja fundir þess í dag. í blöðum lýðræðislandanna allra kernur sú skoðun hvar- vetna fram, að samningarnir hafi aukið stríðshættuna að miklum mun. Hlutleysissamningurinn var undirritaður í Moskva í nótt kl. 2, eftir að þeir höfðu ræðst við Molotoff forsætis- og utan- ríkisráðherra Rússa og Ribben- trop utanríkisráðherra Þjóð- verja, sem kom þangað flugleiðis fyrr í gærdag. Stalin var við- staddur undirritun samnings- ins. Aðalákvæði hans eru þau, að hvort ríkið um sig lofar því að ráðast ekki á hitt og hjálpa ekki þriðja ríki, sem lendir í styrjöld við annaðhvort þeirra. Þá heita þau hvort öðru, að taka ekki þátt í ríkjabandalögum, sem beinist gegn öðru hvoru þeirra. Samningurinn skal gilda til 10 ára. Það þykja nýstárleg tíðindi, að þegar Ribbentrop kom til Moskva, var flugvöllurinn skreyttur hakakrossfánum og er það talið bera vott um róttæka stefnubreytinu hjá Rússum. Viðskiptasamningur Rússa og Þjóðverja var — eins og áður hefir verið sagt — undirritaður síðastl. sunnudag og hefir hann i för með sér stóraukin við- skipti milli landanna. Telja má fullvíst að úr þessu takist ekki samkomulag milli Breta og*Rússa, enda væri það beint brot á hlutleysissamn- ingnum, ef Rússar tækju hér eftir þátt í samtökum gegn frek- ará er þannig háttað ,að laxinn getur óhindrað gengið fram fyrir byggð, en vegna þess, að áin smáminnkar eftir því, sem lengra dregur til landsins, hef- ir verið mjög auðvelt að uppræta lax- inn þar. t t t Sunnlenzkir prestar halda með sér fund í Vík í Mýrdal upp úr næstu helgi. Á sunnudaginn skiptu prestarnir sér á kirkjurnar til messugerðar og verður sennilega predikað í öllum kirkjum í Vestur-Skaftafellssýslu þann dag. Sigurgeir Sigurðsson biskup, sem sitja mun fund prestanna, messar í Víkurkirkju. t t t Óvenjulega mikil rigning var i Reykjavík í morgun og í nærliggjandi sveitum. Klukkan 6 í morgun mældist rigningin hafa verið 19 mm. í nótt og byrjaði þó ekki að rigna fyrr en liðið var á nótt, og rigndi mest síðar í morg- un, Annarsstaðar var úrkoman minni. Sumstaðar í bænum hafa jafnvel myndazt rásir eftir rigningarvatnið í hallamiklum og lausum sandgötum og eðja hlaðizt I göturennur á blettum, til dæmis á Laugaveginum við Vitastígs- hornið. — Hætt við að víða hafi drepið í heysæti, þar sem það var úti, í þeim sveitum, sem mest rigndi, ekki sízt vegna þess, að lognrigning var. ari ofbeldi fasistaríkjanna. Það virðist einnig fullvíst, að Rússar muni ekki hjálpa Pólverjum, enda væri það brot á samningn- um, því Þjóðverjar munu koma innrás sinni í Danzig fyrir á þann hátt, að Pólverjar verði að byrja styrjöldina. Margt bendir líka til þess, að Rússar hafi aldrei ætlað sér að semja við Breta og stefna Stalins sé sú, aö reyna að halda Rúss- landi hlutlausu í næstu heims- styrjöld, hvað sem það kostar. Hafa Rússar í allt sumar dregið samning þennan á langinn, að þegar Bretar og Frakkar hafa verið búnir að fallast á fyrri kröfur þeirra, hafa þeir sett fram nýjar kröfur. Fráför Lit- vinovs benti einnig í sömu átt, þar sem hann var ákveðinn andstæðingur einangrunar- stefnunnar. Ýmsar getgátur eru um það, að Rússar og Þjóðverjar hafi gert leynilegan samning um skiptingu Póllands. Er það kunnugt, að Rússum leikur mikill hugur á ýmsum héruðum Póllands, en hinsvegar er þeim vafalaust lítið um sameiginleg landamæri við Þýzkaland. Má því telja sennilegt að þeir óski alltaf eftir, að einhver hluti Póllands haldi áfram að vera sjálfstæður. Það er einnig senni- legt, að Rússum sé það ekki ó- geðfellt, að Þjóðverjar fái Dan- zig, en af því leiðir, að Pólland verður tilneytt að leita annað- hvort ásjár Rússa eða Þjóð- verja og Rússar geta álitið, að af tvennu illu kjósi Pólverjar síður vernd Þjóðverja. Hlutleysissamningurinn hefir tvímælalaust aukið stríðshætt- una að miklum mun. Það var auðséð í sumar, þegar beztar horfur voru fyrir samkomulagi milli Rússa og Breta, að Þjóð- verjar lækkuðu seglin í Danzig- deilunni og má telja víst, að hefðu þeir samningar tekizt, myndi ekki hafa komið til styrj- aldar að þessu sinni. Hinsvegar er líklegt, að slíkur samningur gæti ekki frestað aðgerðum þeirra í Danzigdeilunni hér eft- ir, vegna þess að þeir hafa geng- ið svo langt seinustu dagana, að þeir geta tæpast snúið aftur, enda hafa þeir nú tryggt sér hlutleysi Rússa í styrjöld við Pólverj a. Það, sem fyrir Þjóðverjum vakir, er áreiðanlega miklu víð- tækara en innlimun Danzig í þýzka ríkið. Markmið þeirra er vafalaust undirokun Póllands. (Framh. á 4. síðu) A víðavangi Á síðastl. hausti reis upp tals- verður áhugi meðal nokkurra ungra manna fyrir því, að flytja til Nýja Sjálands. Af fram- kvæmd varð þó ekki, enda upp- lýstist það, að slíkir flutningar myndu ekki gerlegir. Hreyfing þessi féll því niður, en hún op- inberaði eigi að síður slæma veilu í hugsunarhætti nokkurs hluta æskunnar. Hún sýndi, að nokkrir ungir menn komu ekki auga á nein verkefni, sem þeir gætu unnið að hér á landi, og þess vegna kusu þeir heldur að fara út í óvissuna til fjarlægra landa og leita eftir verkefnum þar. Þeim fannst að þeir hefðu ekki möguleika til að svara starfslöngun sinni og framaþrá á íslandi. * * * Nú nýlega hefir gerzt annar atburður, sem bendir í sömu átt. Nokkrir ungir menn hafa ráðið sig í verksmiðjuvinnu til Þýzka- lands og virðist kaupgjaldið vera með þeim hætti, að þeir megi hrósa happi, ef þeir þurfa ekki að gefa með sér. Vafalaust hefir þessum mönnum fundizt eitthvað svipað og þeim, sem ætluðu til Nýja-Sjálands. Þeir hafa ekki komið auga á nein verkefni og störf hér heima og þess vegna kosið frekar að fara til Þýzkalands og verða tæplega matvinnungar þar. * * H* Þessi hugsunarháttur byggist á fullkomnum misskilningi og hann er þjóðinni hættulegur. Annan aðalatvinnuveg þjóð- arinnar, landbúnaðinn, skortir vinnuafl í stórum stíl og hann hefir enn möguleika til stór- felldrar aukningar. Það ætti á- reiðanlega ekki að þykja lakara að vera ríflega matvinnungur í sveit en tæplega matvinnungur í Þýzkalandi. í sveitum og víða við sjávarsíðuna bíða ungra dugnaðarmanna ó þ r o 11 e g verkefni og ætti því enginn maður að þurfa að flýja land, sökum verkefnaleysis. Að visu geta þeir, sem hugsa til að leysa þessi verkefni, ekki gert sér vonir um nein kóngakjör i fyrstu. En með trúverðugu starfi munu þau skapa álitleg framtíðarskilyrði. Það er vissulega hryggilegt, að sjá hina góðu möguleika lands- ins til aukinnar sjálfbjargar fyr- ir einstaklinga og þjóðina ónot- aða, meðan fjöldi manna gengur atvinnulaus í bæjunum og marg- ir ganga með fyrirætlanir um að komast af landi burt. Það er sannarlega einkennilegur og hættulegur hugsunarháttur að kjósa frekar að eiga það á hættu að lifa einhverju hundalífi er- lendis, en að vilja hagnýta þá möguleika, sem eru í landinu sjálfu. * * * Sumir setja þetta í samband við æfintýraþrá og „rómantík" unga fólksins. En hvaða æfintýri er skemmtilegra en að gera land- ið betra og byggilegra, koma á fót nýjum atvinnugreinum o. s. frv.? Og halda menn kannske að það sé minni fjölbreytni og minni „rómantík“ fólgin í því, að gegna hinum margháttuðu störfum sveita og sjávarþorpa en að vinna í verksmiðju, þar sem verkamennirnir minna frekar á hlut í vél en sjálfstæðar verur? * * * En því má heldur ekki gleyma, að meðan fjármagni þjóðarinn- ar er varið til að hæna fólkið á einn stað, verður ekki hægt að ráði að beina straum fólksins til sveita og sjávarþorpa, þar sem lífvænlegustu skilyrði eru fyrir hendi. Jafnhliða því, sem unnið er gegn þeim skaðlega hugsun- arhætti nokkurs hluta æskunn- ar, sem birtist í framangreind- um athöfnum, þarf að beita fjár- magniriu í samræmi við þá stefnu. A KROSSGÖTTJM Fiskvegur við Blöndu. — Fiskvegur í Fitjá. — Laxganga í Eyjafjarðará. — Prestafundur í Vík. — Rigningin í morgun.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.