Tíminn - 24.08.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.08.1939, Blaðsíða 4
388 TtMPflV, fimmtiidagmii 24. ágúst 1939 9T. blað Yfir landamærín 1. Kommúnistablaðið veit enn ekki, hvernig það á að bera í bætifláka fyrir samherja sina í Moskva, vegna samninga þeirra við Þjóðverja. í gær gaf blaðið þá skýringu, að samningur- inn væri gerður til að tryggja friðinn í heiminum, en í dag að Rússar hafi gert hann til að hefna sln á Chamber- lain! 2. í kommúnlstablaðinu í dag birtist löng grein, þar sem kvartað er undan áhugaleysi flokksmanna og þeir ásak- aðir fyrir að láta falla niður fundi „í stjórnum, liðum, nefndum og hópum“. Kommúnistar hafa það fyrirkomulag að skipta félögum sínum í deildir og þær eru síðan leystar upp í stjórnir, nefndir, áhugalið og leshópa svo allir geti gegnt einhverju embætti. Er það ekki nema að vonum að menn þreytist á hinum sífellda skrípaleik kommún- ista að þeir fari að týna tölunni, sem tfR BÆNUM Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Margrét Jóhannesdóttir, Björnssonar frá Hofsstöðum, og Ólafur Bjarnason, stud. med. frá Akranesi. Berjaferðir Kaupfélag Reykjavíkur og nágrenn- is hefir skipulagt berjaferðir fyrir al- menning og eiga þeir, sem vilja taka þátt í þeim, að tilkynna það á skrif- stofu félagsins i síma 1727, þar sem fullnægjandi upplýsingar fást um berjaferðirnar. Verður bæði um að ræða stuttar ferðir í nágrennið og um lengri ferðir til sérstaklega góðra berja- svæða, þar sem ætlazt er til að dvalið verði í nokkra daga. Þátttakendur í lengri ferðunum verða útveguð tjöld eða dvöl á sveitabæ, ef þeir óska þess. Þeir, sem óska þess, mega greiða far- gjöld með berjum, en öll fargjöld verða mjög lág. Þessi framtakssemi kaupfé- lagsins til þess að koma i veg fyrir, að Þcgnskylduvlnnan (Framh. af 3. síðuj grasvöxtur og grasgæði á engj- um manna verður ekki örvuð með nýjum áveitum og skóg- ræktaráformin mega bíða eins og þau hafa reyndar alltaf beð- ið hingað til. Margir munu sennilega líta á þegnskyldukvöðina sem nýjar á- lögur. Að vissu leyti má það til sanns vegar færa. En hún yrði fyrst og fremst trygging þess, að nauðsynlegustu umbótunum í landinu þurfi aldrei að linna þótt harðni í ári. Og hún yrði tvímælalaust hin boðna hönd gervallrar þjóðarinnar til þess að hlynna að framleiðslunni og búa í haginn fyrir þá, er henni sinna. Hún yrði landvarnarkvöð, Stefánsljós í Skagafírði (Fravih. af 3. siðu) ans, og í þeirri stofnun, þar sem andi hans á að svífa yfir vötn- unum verður að lifa eftir for- dæmi meistarans sjálfs. En aðstaðan í Varmahlíð er betri en svo, að tæmdar verði allar orkulindir til þeirra við- fangsefna, sem nú hefir verið greint frá. Heita vatnið og gufan nægir til að hita margar og stór- ar byggingar, en auk þess til garðræktar og gróðurhúsa. Mun þess varla langt að bíða að stór- felld garðrækt hefjist í Varma- hlíð til margháttaðra umbóta fyrir haustið. Því auðveldara er þetta sökum þess, að rafmagns- skilyrði eru góð í Varmahlíð. Víðimýraráin, sem kemur upp á Stóra-Vatnsskarði og rennur fram hjá litla býlinu, þar sem Stephan G. Stephansson las ís- lendingasögur og ljóð skáldanna í hjásetunni, getur með litlum kostnaði runnið fram hjá Reykjarhóli og niður hvamminn meðfram skólabyggingunni. Þar er fallhæð til að gera góða raf- stöð til daglegra nauðsynja í Varmahlíð. Enginn getur nú sagt um með vissu hverja þýðingu rafmagnið kunni að fá í sam- bandi við vetrarræktun í ís- lenzkum gróðurhúsum. VI. Fyrir ári síðan var ég um þetta leyti árs að skoða yndislega kirkju vestur á Kyrra- hafsströnd. í hliðargöngum kirkjunnar var fullt af litsterk- um, angandi blómum. Lífsloftið og sólarhitinn streymdi inn um opna glugga og dásamlega lit- sterkar, ilmandi jurtir, vöfðu sig um súlur kirkjunnar. Mér datt þá í hug, að ef til vill kæmi sá dagur, að Skagfirðingar eignuð- ust aðra höfuðkirkju og að hún yrði í Varmahlíð við hlið skól- ans, og að í henni mætti, ef til vill, við hita hins kalda lands frá hverum og raforkuverum, láta þróast á öllum tímum árs angandi, litfögur blóm til minn- ingar um skáldið úr Skagafirði, sem hvarf ungur í fjarlægð og gerði þar mikinn veg æskuhér- aðsins og landsins alls. En þessir draumar tilheyra ókomn- um árum. Vafalaust munu margir menn spyrja: Hvernig geta Skagfirðingar reist þvílíkt höfuðból á erfiðum tímum? Það er auðvelt, ef viljinn er nógur og trúin á framtíð lands og þj óðar. Hin nýja Varmahlíð á að rísa eins og klaustrin á miðöldun- um. Munkarnir og áhugasamir trúmenn reistu þau. Varmahlíð- arfélagið mun safna peningum með föstu skipulagi um nokk- urra ára skeið. Ríkið mun veita nokkurt fé. Og æskan vinnur að fyrirtækinu. Hvern vetur og vor steypa ungir menn steina í bygginguna og nema um leið byggingariðju, sem þeir þurfa að nota hver um sig. Ungu stúlk- urnar nema vefnað, en gera um leið nauðsynlega dúka fyrir hið mikla sameiginlega heimili héraðsins. Þannig mun Varma- hlíð rísa, fyrir sameiginlegt á- tak þúsund áhugasamra karla og kvenna, bæði heima í Skaga- firði og annarsstaðar. Og á þennan hátt munu allir hinir eldri héraðsskólar fá þann við- bótarstyrk, sem þá skortir nú til að geta leyst aðkallandi vanda- söm hlutverk. Inn í miðri Washington, höf- uðborg Bandaríkjanna, rís 500 feta há súla, einföld að gerð og hvít að lit. Umhverfis þessa súlu eru fagrir skemmtigarðar, og lítið tilbúið stöðuvatn. Hvíta súlan endyrspeglast á kyrrum sumardögum í blálygnu vatn- inu. Hún gnæfir yfir öll hús í bænum og sést víða að úr grenndinni. Bandaríkjamenn hafa reist þennan einfalda en tígulega minnisvarða um George Was- hington, hinn sigursæla og giftudrjúga foringja þjóðarinn- ar í frelsisstríðinu. Mér finnst, að mjög vel færi á því, að efst á hinum mikla sjónarhól, ofan við Varmahlíð, væri reistur minnisvarði Step- hans G. Stephanssonar, og að það ætti að vera fagurgerður, hvítur viti með ljósi, sem sæist um allt héraðið. Sá viti ætti að heita Stefánsljós. íslendingar munu ekki um stærð og dýr- leika etja kappi um minnis- láta hafa sig að slíkum ginningarfífl- um til langframa. 3. Skringilegar hugleiðingar í rit- stjórnargrein Mbl. í morgun. Annað veifið lœzt blaðið vera eindregið fylgj- andi þjóðstjórninni og gera sitt ítrasta til að samkomulag geti náðst um vandamálin. Hitt veifið hvetur blaðið til þess, að fast sé haldið fram stefnu flokksins og „undirbúinn fullkominn sígur: Meirihluti Sjálfstæðismanna meðal þjóðarinnar og á þingi“. Blaðið lýsir þvi síðan yfir, að fullkomin eining ríki í flokknum, en ekki virðist betur séð en að þessi grein sé skrifuð til að þóknast tveimur andstæðum örmum í flokknum og þessvegna hafi hún orðið stefnulaust rugl. x—y. Síldarverksmíðju- málið á Sígluiirði (Fravih. af 1. síðu) inn hefir ekki talið sér kleift að lána þau hundruð þúsunda kr., sem þurfa til slíkrar fram- kvæmdar. Ofstopinn í þessu „Rauðku“- máli er runninn undan rifjum þeirra, sem hafa ætlað sér að hafa pólitískan ávinning af yf- irráðum hins nýja atvinnufyr- irtækis á Siglufirði. Útgerðarmenn og sjómenn hafa áreiðanlega engan brenn- andi áhuga fyrir því, að síldar- bræðslurnar séu reknar á vegum kommúnistanna þar. Þeir hafa hinsvegar áhuga fyrír því, að bræðsluafköstin séu aukin á hinn ódýrasta og hag- kvæmasta hátt. Fyrir því hafa Framsóknarmenn líka barizt. Hlutleysissamníngur- ínn milli Rússa og Þjóðverja (Framh. af 1. síðu) Sú stefna Þjóðverja, að undir- oka Pólverja, er miklu eldri en nazisminn. Bismarck gerði sitt itrasta til þess, að Pólverjar í Rússlandi fengju ekki sjálfstjórn og hann lét vinna mjök mark- visst að útrýmingu pólsks þjóð- ernis í þeim héruðum Póllands, er lágu undir þýzka rikið. Hann taldi aukið sjálfforræði Pólverja hættu fyrir Þjóðverja. „Sjálf- stætt Pólland samrýmist ekki hagsmunum Þýzkalands" lét Búlow fursti einu sinni ummælt. Núverandi valdhafar Þýzkalands virðast hafa erft þessar skoð- anir. Blað Görings, „National öll þau ógrynni berja, sem sprottiö hafa í ár, rotni niður, er hin lofsverðasta. Vonandi notar fólk sér þetta tækifæri, er kaupfélagið veitir því. Félagsbókbandið hefir nýlega keypt Amtmannshúsið við Ingólfsstræti, látið breyta því inn- an og utan, til dæmis látið setja múr- húð utan á það með hrafntinnu og skeljasandi, svo að það hefir alveg breytt um svip. Nú hefir Pélagsbók- bandið flutt þangað vinnustofur sínar, sem til þessa hafa verið í húsi Félags- prentsmiðjunnar. Zeitung", hefir nýlega látið orð falla á þá leið, að skipting Pól- lands 1772 hefði verið ómetan- legur greiði við evrópiska menn- ingu og Pólverja, sem ekki hafi verið færir um að stjórna sér sjálfir. Biaðið gaf síðan í skyn, að það myndi ekki verða síður nú. Hlutleysissamningurinn við Rússa hefir tvímælalaust aukið landvinningahug Þjóðverja á þessu sviði. Ensku og frönsku ríkisstjórn- irnar hafa endurtekið fyrri yfir- lýsingar sínar um stuðning við Pólland og almenningur í þess- um löndum styður þær eindreg- ið. Margvíslegar hernaðarráð- stafanir hafa verið gerðar í Englandi og Frakklandi sein- ustu dagana og bera þær þess merki, að þessar þjóðir séu und- ir allt búnar. Þótt undarlegt megi telja, virðast friðarvonir margra nú helzt tengdar við Mussolini. Það er kunnugt, að ítalir óska ekki eftir stríði og hefir verið tals- verður orðasveimur um það, að Mussolini hafi haft hug á að gangast fyrir fiipmveldaráð- stefnu um Danzigmálið og mættu þar fulltrúar frá Þýzka- landi, Ítalíu, Englandi, Frakk- landi og Póllandi. Orðsending til Tíinamanna. Tíminn biður Tímamenn, hvar sem er á landinu, að senda við og við fréttabréf úr byggðarlög- um sínum. Ekki hvað sízt væri kært að fá slík bréf úr byggð- arlögum, sem annars er sjaldan getið um í fréttaflutningi blaða og útvarps. í öllum slíkum bréfum verður að skýra greinilega og ítarlega frá hverju einu, sem um er rit- að, og vanda alla frásögu, svo sem hvíldi á unga fólkinu, og miðaði að því að gera landið betra í að búa og fólkiö hæfari börn sinnar fósturjarðar. Og hún yrði innt af höndum á hinn upp- runalegasta hátt, meö starfsorku hvers og eins. Slík skylduvinna til almenn- ingsheilla mun að vissu leyti ekki standa fjarri skapferli íslend- inga. Á hliðstæðan hátt, aðeins utan við ramma nokkurrar lög- gjafar, hefir allmikið af menn- ingartáknum á seinni árum ver- ið komið upp. Fjölmörg skóla- hús, samkomuhús og fjallaskál- ar hafa verið reistir í sjálfboða- vinnu, oftast af fólki, sem þess utan var æ og ávallt önnum kaf- ið við erfiðisstörf í eigin þágu. Á sama hátt hefir í mörgum byggðarlögum tíðkazt frjáls, en skipuleg og undandráttarlaus samhjálp manna á meðal. Þeir hafa byggt hver annars hús og unnið saman að öllum veiga- meiri framkvæmdum. Þessi vinna hefir ekki verið greidd með peningum, ekki með nein- um gjaldmiðli, heldur samskon- ar sjálfboðaliðastarfi, þegar stundir liðu. Þegnskylduvinnan verður bundin ströngum lagaákvæðum, af því að andi samhjálparinnar er ekki nógu voldugur til þess að drottna án lagasetningar í heilu landi, þótt hann geti gegn- sýrt fólk í einu sveitarfélagi. En hugsjónin, sem til grundvallar liggur, er í aðalatriðum hin sama, þótt þar séu fleiri öfl að verki. Framhald. J. H. að hvergi skeiki þar réttu máli né um misskilning geti orðið að ræða, og ókunnugir geti gert sér það skýrt í hugarlund, sem ver- ið er að lýsa. Loks er mjög þýð- ingarmikið, að allar fréttir, sem bréfin herma frá, séu sem allra nýjastar. Hið sama gildir um dánarfregnir og afmælisfregnir, sem eru blaðinu sendar. Minni háttar fréttir, t. d. um samkomur og fundi, félagsaf- mæli og fleira, er lítils virði, þegar er um langt liðið, þótt fréttnæmt sé um það leyti, sem það gerist. í slíkum fréttabréfum getur verið gott að miða frásögnina við það, sem gæti orðið öðrum héruðum til fyrirmyndar og eftirbreytni. 202 WiUiam McLeod Raine: ekki frjálsar hendur. Slepptu Slim, hann er særður í þessum handlegg. Molly fannst hún finna hitann af hatri kúrekanna. Steve var vinsæll og þessi maður hafði skotið á hann úr launsátri. Ef faðir hennar hefði gefið merki til, hefðu þeir þegjandi og hljóðalaust hengt þennan náunga í einhverju trjánna. Kúrekarnir fóru með fangann til skál- ans. Clint fól Peters umsjá með honum, en fór sjálfur inn í íbúðarhúsið. Molly kom á móti honum í fordyrinu. — Hvernig hefir Steve það, spurði hann. — Wagner læknir segir að hann sé á góðri leið. Ég þori varla að vona það, en mér finnst að honum sé að batna. — Húrra fyrir honum! Við höfum sannarlega ekki efni á að missa hann, það er ekki nema einn af þúsundi, sem er eins og hann. — Já, pabbi. Eruð þið Bob ekki upp- gefnir? — Nei, en ég býst við að við sofum lengi, ef við byrjum á því. Við vöktum til skiptis yfir honum. — Barðist hann nokkuð þegar þið tók- uð hann? — Ekki vitund, gafst upp eins og lamb. — Þú sagðir að hann væri særður í handleggnum? — Það skeði í bardaganum við Steve. Flóttamaðurinn frá Texas 203 Clint gat ekki orða bundist lengur um þetta allt saman. — Ég skil ekki þennan Barnett. Hann gefst upp undir eins og maður nálgast hann, en ég er þó viss um að hann er enginn aukvisi. Þú sást áðan hvernig piltarnir ruku upp, eða var það ekki? Hann deplaði ekki einu sinni aug- unum. Hann glotti bara að þeim, þegar þeir voru að heimta að hengja hann. Hvernig stendur á að hann er svona meir eins og kítti aðra stundina, en harð- ur sem stál hina? — Ég veit það ekki. Hvað ætlar þú annars að gera við hann? — Ég síma til Tincup og segi Owen Martin að sækja hann. Því fyr, sem ég er laus við hann, þess fegnari verð ég. Hvað er langt til kveldverðar, ég er að hugsa um að fá mér bað á meðan? — Nálægt þrem stundarfjórðungum, en ég skal gá. Prescott stanzaði og leit við, áður en hann gekk inn í herbergi sitt. — Þú skalt biðja Wagner að líta á handlegginn á honum, sagði hann. — Já. Molly var fegin að faðir hennar hafði stungið upp á þessu. Hún hafði ætlað að biðja læknirinn að gera þetta, en henni þótti skemmtilegra að þurfa að- eins að skila því til hans. — Ég vissi ekki að hann var særður, k.——GAML., bíó***0*"0—0* Lcyndardómur lyklaima sjö. Afar spennandi sakamála- mynd, eftir samnefndri leynilögreglusögu Earl Derr Biggers. Aðalhlutverk: GENE RAYMOND og MARGARET CALLOHAN Aukamynd: Síðustu æfintýri hins heimsfræga villidýraveiði- manns Frank Buck í frum- skógum Indlands. NÝJA BÍÓ—'— Frjálslynd æska Hrífandi fögur og skemmti- leg amerísk kvikmynd frá COLUMBIA FILM, um glaða og frjálslynda æsku. Aaðalhlutverkin leika: GARY GRANT, KATHERINE HEPBURN, DORIS NOLAN, LEW AYRES. SAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA*** Tilkynning frá Byggíngarsamvínnufélagí Reykjavíkur Eitt af húsum félagsins er til sölu í haust. Þeir félagsmenn, sem óska að kaupa hús þetta gefi sig fram við formann félagsins Guðlaug Rósinkranz eða gjaldkera þess Elías Halldórsson í Útvegsbankanum fyrir 5. september. Jafnvel ungi fólk eykur vcllíðan sína nicð fiví að nota og ílmvöfn Við framleiðnm: EAIJ QE PORTLGAL EAU DE QUIMIVE EAU DE COLOGNE RAYRHUM ÍSVATA Verðið í smásölu er frá kr. 1,10 til kr. 14,00, eftir stærð. — Þá höfum við hafið framleiðslu á ILMVÖTAUM úr hinum beztu erlendu efnum, og eru nokkur merki þegar komin á markaðinn.- Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötn- um og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því til okkar, þeg- ar þær þurfa á þessum vörum að halda.- Loks viljum vér minna húsmæðurnar á bökunardropa þá, sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hætti úi r é 11 u m efnum. — Fást allsstaðar.- w Afiengisverzl. ríkísins. merki sín við stórþjóðir heims- ins. En viti við Varmahlíð í Skagafirði væri að vísu ekki gerður fyrir sjófarendur. Hann væri reistur til hvatningar fyrir alla æsku landsins. Skin hans ætti að minna unga íslendinga á, hve mikils má af þeim vænta. Enginn þeirra á við meiri fátækt og harðrétti að búa en Kletta- fjallaskáldið, sem fæddist og óx upp á fjallabýli, í hinum mestu harðindum. Hann fær enga skólagöngu. Enga aðstoð frá mannfélaginu, nema þá, sem hin vanrækta dreifbýlismenn- ing gat gefið. Um tvítugt verður hann að hörfa úr landi. Hann nemur land þrem sinnum. Hann er alla æfi fátækur, sívinnandi einyrki. En samhliða daglegu striti einyrkjans notar hann hvert augnablik til sjálfnáms og sjálfsræktunar. Hann verður hámenntaður maður, og höfuð- skáld lítillar þjóðar og stórþjóð- ar. Vitsmunir hans og snilld endurskína í ljóðum hans með- an íslenzk tunga er töluð og lesin. Hin forna íslenzka menn- ing á engan glæsilegri fulltrúa en Stephan G. Stephansson. Hann er og verður um langa stund þungvægasta sönnunin um mátt dreifbýlismenningar íslendinga. Þess vegna fer vel á því, að Stephan G. Stephans- son verði í andlegum efnum verndari þeirrar stofnunar í „Gullfioss(< fer á föstudagskvöld 25. ágúst til Breiðafjarðar og Vestfjarða. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. HE S TAR til afsláttar og gamlar kýr keypt gegn staðgreiðslu. STEFÁN THORARENSEN lyfsali Reykjavík ættbyggð hans, sem verður stofnsett til að starfa í anda hans að margþættu landnámi. Og það Ijós, sem brennur dag og nótt, og lýsa á um allan Skagafjörð, á að bera nafn hins mikla skálds og tákna sýnilega, í heimi efnisins, hið andlega Ijósmagn, sem um ókomnar ald- ir leggur frá ljóðum Stephans G. Stephanssonar í hverja byggð og hvert heimili, þar sem íslenzk menning hefir skilyrði til að lifa. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.