Tíminn - 24.08.1939, Side 2

Tíminn - 24.08.1939, Side 2
386 TÍMEVtt, fimmtwdagiim 24. ágiíst 1939 97. blað Þegfn§kyldu- viiinan Mlnkarnir Fimtuílutfinn 24. átjúst Laun og skattar Vegna hins ískyggilega útlits með síldveiðarnar hafa orðið nokkrar umræður í blöðunum um þær ráðstafanir, sem gera þyrfti, ef síldaraflinn bregst að ráði. Hér í Tímanum hefir verið sýnt fram á, að þjóðin þyrfti að takmarka innflutninginn meira en verið hefir og reyna að nota framleiðslu landsins sjálfs langt- um betur en gert hefir verið seinustu árin. í blöðum Sjálfstæðisflokksins hefir hinsvegar komið fram sú kenning, að ráða mætti bót á hinum vaxandi örðugleikum með launalækkun hjá ríkinu og lækkun á beinum sköttum. Skulu þessi úrræði athuguð nokkuð nánara. Það kann að vera rétt, að spara megi eitthvað rekstrar- útgjöld ríkissjóðs og ríkisstofn- ana með launalækkunum og fækkun starfsmanna. Verður það líka vafalaust reynt og mun ekki standa á Framsóknar- flokkn — frekar en endranær — að styðja skynsamlegar ráðstaf- anir í þessum efnum. Telja má þó víst, að sá sparnaður, sem þannig næst verði ekki stórvægi- legur, og það verða flokkarnir jafnframt að gera sér ljóst, að það er fullkomið ranglæti að lækka laun hjá ríkinu, en láta þau haldast óbreytt, þar sem þau eru miklu hærri, eins og hjá Eimskipafélaginu, Fisksölu- samlaginu, bönkunum, Reykja- víkurbæ og fjölmörgum einka- fyrirtækjum. Ef draga ætti úr launaeyðslunni í landinu væri ekki hægt að hugsa sér bjána- legri ráðstöfun, en að lækka laun hjá ríkinu og lækka síðan beinu skattana til ríkissjóðs sem því svaraði. Þetta hefði þau áhrif að hækka laun þeirra, sem nú hafa hærri laun en starfsmenn ríkis- ins og myndi því í raun réttri ekki verða annað en millifærsla, sem gerðu launamuninn ennþá meiri og ranglátari en nú. Ef nokkurt gagn ætti að verða af launalækkun hjá rikinu þarf að tryggja samskonar launalækk- un annarsstaðar. Það verður ekki gert nema með beinum sköttum. Þess vegna tala þeir menn óráð, sem heimta launa- lækkun og tekjuskattslækkun samtímis. Það myndi éta hvað annað upp og ekkert draga úr raunverulegri launaeyðslu i heild. íhaldsblöðin halda því fram, að skattarnir dragi úr framtak- inu og auki atvinnuleysið. Blöð- in komast að þeirri niðurstöðu með því að gera ráð fyrir, að skattarnir leggist aðallega á at- vinnufyrirtækin og séu síðan atvinnuvegunum tapað fjár- magn. Hvorttveggja er alrangt. Atvinnufyrirtækin greiða ekki skatta, nema þau svari sæmileg- um arði. Það eru hálauna- og stóreignamenn, sem bera megin- hluta skattanna, og atvinnulíf- inu er vissulega ekki íþyngt, þótt laun þeirra séu þannig lækkuð. Hins vegar er sköttum fyrst og fremst varið til styrktar atvinnu- vegunum og framleiðslunni, því án þeirra yrði ríkinu ókleyft að leggja fram fé í jarðræktar- styrk, styrk til ýmsra nýjunga á sviði sjávarútvegsins, vegalagn- ingar, brúargerðar, hafnarbygg- ingar o. s. frv. Allar slíkar fram- kvæmdir skapa aukið framtak og aukna atvinnu. Hinar miklu framfarir á undanförnum árum byggist að miklu leyti á því fjár- magni, sem rikið hefir fengið inn með sköttum og síðan getað veitt til styrktar atvinnuvegunum í landinu. íhaldsblöðin byggja því á algerlega rangri forsendu, þeg- ar þau telja að skattarnir séu atvinnuvegunum tapað fjár magn. Þeir hafa þvert á móti verið ein helzta lyftistöng fram- taksins og atvinnulífsins í land- ínu. Hinsvegar mætti miklu frekar gera ráð fyrir þvi, að það fé, sem fer í skattagreiðslur nú, væri að meira eða minna leyti tapað fjármagn fyrir atvinnuvegina, ef beinu skattarnir yrðu lækkaðir. Margir, einkum hálaunamenn- irnir, myndu þá nota það til per- sónulegrar eyðslu fyrir sig og sína. Jafnvel þótt menn legðu I. Röskur aldarþriðjungur er nú liðinn síðan Hermann Jónasson á Þingeyrum lagði fyrir Alþing þá tillögu sína, að lögleiða skyldi á landi hér almenna, þegnlega kvöð, er innt skyldi af höndum, sem nokkurra mánaða endur- gjaldslausa vinnu í þágu alþjóð- ar. Að öðru leyti hugsaði Her- mann, að fyrirkomulag þessarar þegnskylduvinnu og agi yrði sniðið sem mest eftir því, er þá var tíðkanlegt um herþjónustu í Danmörku. Eins og kunnugt er, hlaut þetta mál eigi framgang á þingi, heldur var skotið á frest og eigi þetta fé í framkvæmdir væri ekki tryggt að það kæmi at- vinnuvegunum að eins miklum notum, heldur færi það þá í eitt- hvert gróðabrask, sem gæti í- þyngt atvinnuvegunum. En þess eru mörg dæmi að ýmsir gróða- menn hafi notað fjármagn sitt á þann hátt. Þau úrræði, sem íhaldsblöðin færa fram gegn erfiðleikunum, koma því ekki að neinu haldi, heldur yrðu þvert á móti til að auka ójöfnuðinn í launamálum og myndi verða til þess, að fé, sem atvinnuvegirnir fá nú, gætu lent í allskonar eyðslu og braski. Þær breytingar, sem fyrst og fremst koma til mála á beinum sköttum eru þær, að auka heim- ild framleiðenda til þess að draga frá skattskyldum tekjum fé það af ágóða, sem þeir kunna að leggja til tryggingar atvinnu sinni en ekki hitt, að lækka al- mennt tekjuskattinn, sem yrði til ágóða launastéttum eins og sýnt hefir verið fxam á. Það er sjálfsagt að vinna að sparnaöi í opinberum rekstri og gegn eyðslu og sukki hvar, sem það viðgengst. Væntanlega kem- ur það fram á sínum tíma, hversu gi’undvallaðar eru kenn- ingar vissra blaða um það, að með slíku einu sé hægt að mæta erfiðleikunum og óþarfi að deila um það á þessu stigi. En ekki ber það vott um ríka ábyrgðar- tilfinningu að telja þjóðinni trú um slíkt, eins og nú lítur út En það er ein tegund skatta hér á landi, sem sérstök ástæða er til þess að ræða um og það eru útsvörin. -— Það er minnstur hluti þeirra, sem gengur til arð- gæfra framkvæmda eða til styrktar atvinnuvegunum. Þau þurfa að lækka, og til þess þarf að gera öflug átök í öllum bæj- um landsins. Það eru þau, sem íþyngja framleiðendum víða svo, að þeir fá ekki undir risið. I. Vestarlega í Kanada er dálitil íslendingabyggð, sem heitir Markerville. Tindar Klettafjall- anna bera þar við himinn í vest- urátt, þegar skyggni er gott. í þessari byggð átti Stephan G. Stephansson heima. Þar stend- ur bærinn hans, aö nokkru leyti landnámshús. En í kring eru akurreinar, sem skáldið hafði herjað úr fangi barrskóganna. En þeh höfðu um þúsundir ára átt þessi sléttulönd. Allskammt frá bæ Stephans G. Stephans- sonar er gröf hans. Sveitungar hans og landar víðar í Ameríku, vildu ekki láta leiði hans týn- ast. Yfir því er traustur varði úr granítbjörgum og nafn skálds- ins í eirhellu greypt inn í múr- inn. Kring um grafreitinn eru forngrýtisstöplar tengdir saman með traustum járnkeðjum. Það sýnir hug og metnað landa í Vesturheimi að þeir hafa gert svo virðulegan umbúnað við gröf þess manns, sem er í einu eitt af höfuðskáldum íslenzku þjóð- arinnar, en jafnframt einn hinn fremsti, ef ekki fremstur, af öll- um þeim skáldum, sem fram að þessum tíma hafa starfað í Kan- ada og Bandaríkjunum. En Stephan G. Stephansson lifir ekki eingöngu í minningu landa í Vesturheimi og þeirra fræðimanna þar í álfu, sem upptekið framar. Hins vegar var um svipað leyti samþykkt sú eina tegund vinnuskyldu, sem hér er í gildi, að verkfærir karl- menn skyldu leggja nokkuð að mörkum til vegabóta í sveit sinni. En nú er kvöð tíðast innt þannig af hendi, að menn greiða fáeinar krónur í hreppavega- gjald árlega. Svipuð hugs- un lá að vissu leyti til grund- vallar því ákvæði, sem upp- haflega var í jarðræktarlögun- um, að bændur skyldu ekki eiga rétt til styrks út á ákveðna lág- markstölu jarðabótadagsverka á ári. Þar með var með nokkrum hætti lögfest sú skylda bóndans, að ofra árlega nokkrum dags- verkum til að bæta jörð sína. Þeir menn, sem þetta sömdu og samþykktu, hafa því fest aug- un á umbótaþörfinni og þeirri kröfu, sem þjóðfélagið vissulega á á hendur þegnunum, um að þeir fórni samfélaginu nokkru af starfskröftum sínum, tii þess að gera landið betra og byggilegra. Hins vegar var hér ekki um neina samræmingu að ræða né almenna skyldu, sem lögð yrði á alla þjóðfélagsþegnána. Hvað jarðræktarlögin snerti áttu bændurnir að afla sér réttar til jarðabótastyrksins með því að vinna af sér kvöðina. Hins upp- eldislega markmiðs, sem ávallt er annar meginþátturinn, þegar átt er við hina eiginlegu þegn- skylduvinnu, og var það líka í tillögum Hermanns á Þingeyr- um, gætir aftur á móti ekki I þessum samþykktum. Öðru hverju hefir bryddað á hinni gömlu hugsjón Hermanns á Þingeyrum. Þessu máli hefir verið alloft hreyft á mannfund- um og í blöðum og snemma á árum ungmennafélaganna var hafinn öflugur og rismikill áróð- ur fyrir framgangi þess. En þó entist hinn innri eldur ekki til sigurs í þeirri baráttu; ung- mennafélagar sjálfir enda ekki fyllilega á eitt sáttir. Það virðist nú fyrst, hin síð- ustu misseri, sem þegnskyldu- hugmyndin hefir áunnið sér svo mikla og almenna hylli, að giftu- vænlegt sé að láta til skarar skríða um framkvæmdir. Það er raunar engin tilviljun, að svo er málum farið. Orsakir þess eru margar og augljósar og eiga víða rætur sínar. Þegnskyldu- málið og sú nývakning, sem átt hefir stað í því, er að nokkru andsvar þjóðarinnar sjálfrar við skefjalausum kröfum einstakl- inganna gegn þjóðfélaginu, gegn bæjar- og sveitarfélögum, gegn samborgurunum; og það er and- skilja íslenzka tungu. Hér á landi stóð vagga hans, þó að þar sé nú eyðibýli norður hjá Víðimýri í Skagafirði. Stephan. G. Step- hansson óx upp í því héraði og hafði þaðan þann auð íslenzkrar tungu og heimamenningar, sem bezt dugði honum alla æfi við skáldskap sinn og þrefalt land- nám í óbyggðum Norður-Amer- íku. íslenzka þjóðin öll telur sér mikinn metnað að frægð og at- gervi Klettafjallaskáldsins. En minning hans er þó fyrst og fremst bundin við ættbyggð hans, Skagafjörð, og við land- námsbaráttu íslendinga í Vest- urheimi. II. Næsta sunnudag verður hald- in í Skagafirði þýðingarmikil héraðshátíð. Þá vígja Skagfirð- ingar í Varmahlíð mikla og fag- urgerða sundlaug, eina hina mestu og vönduðustu, sem gerð hefir verið hér á landi. Með þess- ari sundlaugarbyggingu er haf- ið sérstakt landnám í Skagafirði. Sundlaugin er fyrsti áfangi í stórvirki, sem ekki verður lok- ið fyrr en eítir mörg ár. í Varmahlíð mun rísa ein hin mesta og einkennilegasta menn- ingarstofnun á íslandi, í átthög- um Stephans G. Stephanssonar og svo að segja við bernsku- heimili móður hans. Hver slík svar þjóðarinnar gegn blindri og sálarlausri gróðafíkn, sem vaxið hefir upp í landinu síðan á stríðsárunum. En auk þess bera til aðrar uppeldislegar ástæður og knýjandi þörf fyrir auknar framkvæmdir í þágu atvinnu- veganna. II. Ég vil fyrst víkja að þeirri hlið, er að uppeldinu veit. Frá land- námsdögum og fram á síðustu áratugi hefir land okkar alið blessunarlega fátt af fólki, sem hefir getað skorazt undan því að taka þátt í störfunum, er veita landsmönnum fæði og fatnað; sem ekki hefir sjálft unnið fyrir sínu viðurværi. í seinni tíð hefir þetta breytzt. Nú orðið býr í kaupstöðum landsins allmargt manna, sem sumpart vill ekki vinna af því að engin persónuleg nauðsyn knýr þá til að afla sjálfa lífsþurfta sinna, og sumpart fá ekki neina vinnu, að minnsta kosti ekki á þeim slóðum, sem þeir telja sér hent- ast að lifa á. Jafnframt hefir í þessum sömu kaupstöðum myndazt af- ar fjölmenn stétt skrifstofu- manna og alls konar milliliða um verzlun og viðskipti. Margt af þessu fólki, einkum það yngsta, þekkir ekki hvað líkamleg á- reynsla er. Það hefir aldrei sinnt neinu því, sem hægt sé að kalla vinnu, og þekkir raunverulega ekki þau órjúfanlegu tengsl, sem eru milli stritsins annars vegar og flestra jarðargæða hins veg- ar. Þeir íslendingar, sem aldrei drepa hendi til neinnar erfiðis- vinnu og skyldulið þeirra, mun nú telja nær tuttugu þúsundir. í þessum hópi er tiltölulega margt æskufólk. En hér við bætast hundruð annarra kaupstaða- unglinga, sem ekki eru settir til neinnar vinnu eða ekki er hægt að fá neina vinnu fyrir, sem þeir sjálfir eða aðstandendur vilja sætta sig við. Þeim unglingum, sem þannig hafa aldrei kynnzt líkamserfiði af eigin raun og tæpast einu sinni af sjón, hefir sífellt farið fjölgandi ár frá ári. Opinberar ráðstafanir, sem gerð- ar hafa verið til þess að ráða bót á þessu, eru svo smávægilegar, að þeirra gætir hvergi. Það er í senn, að bráð hætta vofir yfir þessum iðjulitlu ung- lingum, ef ekki er að gert, og þjóðinni stafar hætta af þeim. Þeir eru ekki lengur í neinum tengslum við sitt land og ríki- dæmi náttúru þess, þeir hata og fyrirlíta þær athafnir, hina líkamlegu vinnu, sem er eina leiðin til að afla lífsgæða, af því að þeir hafa aldrei lært að gegna neinu starfi. Þeir ala í brjósti lítilsviröingu í garð hins vinn- andi fólks, en úrættast sjálfir fyrr en varir, eins og hver sá hlýtur að gera, sem aldrei hefir sótt andlegan og líkamlegan (Framh. á 3. síC.i) stofnun þarf að hafa sinn vernd- aranda. Og Stephan G. Steph- ansson er af mörgum og auð- skildum ástæðum sjálfkjörinn verndari Varmahlíðar, eins og Jón hinn helgi er verndardýr- lingur Hólastóls. III. Mitt í Skagafirði, vestan Hér- aðsvatna, á krossgötum, þar sem leiðin frá Sauðárkróki fram til Skagafjarðardala liggur þvert yfir þjóðveginn frá Reykjavík til Akureyrar er dálítið fell sem nefnist Reykjahóll. Frá þessu litla felli er útsýni um allan Skagafjörð. í austurátt eru Svartá, Hólmurinn og Héraðs- vötnin og bak við þau Glóða- feykir og hinar fögru og til- komumiklu austurhlíðar Skaga- fjarðar. í norðri klettaborgir Hegranessins, Drangey og Þórð- arhöfði. Bak við Reykjarhól grænar sléttur Víðimýrar og Vatnsskarðsíjall í fjarsýn. En hátt yfir byggðina 1 suðri rís Mælifellshnjúkur og ber ægi- hjálm yfir önnur fjöll og hlíðar í öllum Skagafirði. í austurhlíð þessa mikla sjón- arhóls eru hverir og laugar. Kemur þar mikið af sjóðandi vatni og gufu úr jörðu. Renna hinir heitu straumar niður hlíð- ina og út í Svartá. Um þúsundir ára hafa þessar auðugu orku- lindir streymt ónotaðar í köldu landi, þar sem hvert heimili vantaði hita. Nú er byrjað að nota til mannlegra þarfa lítið brot af þessari orku. Sundlaugin í Varmahlíð, er verk æskunnar í Síðasliðið haust skrifaði ég grein um loðdýrarækt hér á landi, einkum til að vara menn við því fáránlega skrumi, sem þá og oft áður var á lofti haldið um ágæti loðdýraræktar fyrir íslenzkan landbúnað. í grein minni gat ég þess, meðal ann- ars, að orðrómur gengi um að minkar hefðu sloppið úr eldi. Varaði ég alvarlega við hættunni, sem stafað gæti af villtum mink- um. Ráðunautur ríkisstjórnar- innar í loðdýrarækt svaraði að- vörun minni á þessa leið: „Þá endar J. Á. grein sina á því, að minkar séu grimm dýr og þyki hinir mestu vágestir, ef þeir komast í varplönd. Ég veit engin dæmi til þess, að minkar hafi komizt í varplönd, svo ég get ekkert um það borið. En hitt veit ég, að fyrir 3—4 árum sluppu minkar norður í Húnavatns- sýslu úr vörzlu og drápust þeir allir á stuttum tíma. Ég hefi haft minka í sex ár og af þeirri reynslu get ég ekki sagt, að þeir séu mjög grimmir. Hefir tekizt, þegar ungarnir voru teknir mjög litlir, að temja þá alveg, svo að það mátti fara með þá eins og kött. Þá vill J. Á. mælast til þess, að ég upplýsi, hvort það sé rétt, að silfurrefir og minkar hafi sloppið úr búrum hér á landi .. heyrt hefi ég, að einn minkur hafi sézt í Hafnarfjarðarhrauni í sumar. Tel ég mjög vel hægt að ná þessum mink þegar snjóar koma og eru gerðar ráðstafanir til þess, enda hæpið að hann muni lifa veturinn af, ef hann liggur úti.“ (Tíminn 15. nóv. 1938) í þessu máli var svo ekkert gert annað en halda áfram að sleppa minkum, því að sannanir liggja fyrir um það, að vart hef- ir orðið fjölda villiminka hér á Suðvesturlandi í vor og sumar, sem valdið hafa miklu tjóni. Morgunblaðið og Vísir hafa skrifað um málið undanfarið og vítt harðlega trassadóm þeirra manna, sem hafa látið minkana sleppa úr haldi. En betur væri, að menn hefðu vaknað fyrr til athugunar um þetta mál. Til- gangslaust er þó að sakast um það, sem skeð er, en þó virðist mér nauðsynlegt að láta ekki þá menn sleppa refsingarlaust, sem valdir eru að minkafárinu. Það, sem ég álít nauðsynlegt að gera nú þegar er þetta: 1. Að hefja strax lögreglu- rannsókn á því, hverjir hafa sleppt minkum úr haldi og láta þá, sem uppvísir verða, sæta hinum þyngstu sektum, sem lög leyfa. — Minkabúin eru ekki það mörg, að auðvelt hlýtur að vera að fá leitt í ljós, hverjir hafa misst minka úr búum sínum. — 2. Að heita háum verðlaunum Skagafirði, og gerð hennar vegna. Um langar ókomnar ald- ir mun sú laug verða orku- og heilsulind þúsunda, sem byggja æskuhérað Stephans G. Steph- anssonar. IV. Fyrir rúmlega tíu árum keypti ég alla hina ónotuðu hveraorku í Varmahlíð og nokkra hektara af óræktuðu landi umhverfis fyrir tólf þúsund krónur af al- mannafé. Þetta þótti vafasöm framkvæmd, en var þó ekki átal- in að mun opinberlega. Barátt- an um notkun jarðhitans var þá komin á það stig, að menn vissu að hér var um að ræða mikið verðmæti. Fésýslumenn voru búnir að uppgötva staðinn, en urðu of seinir að ná honum til sinna þarfa. Þegar ég hætti á að kaupa þennan stað fyrir rik- ið, án þess að á undan væru gengnar athuganir um svæðið og til hvers skyldi nota landgæð- in, var það af því, að mér duld- ist ekki, að þessi staður hafði „hernaðarlega þýðingu" í menn- ingarbaráttu landsmanna, og þó vitanlega sér í lagi fyrir Skaga- fjörð. Ég var sannfærður um, að þetta væri dýrmætasti blettur í Skagafirði, þar sem saman fór hin mikla gufuorka úr skauti móðurlandsins og hin ágæta að- staða, mitt í einu fegursta og frjósamasta héraði landsins.. Nokkur ár liðu svo, að ekki var aðhafst í Varmahlíð, nema að þar reis nýbýli og greiðasölu- staður utan við ríkislandið. En þegar sjatnað höfðu innanlands- fyrir dráp villiminka. Verðlaun- in mega helzt ekki vera lægri en 100 kr. fyrir hvert dýr. — Lík- lega væri réttlátast að skylda alla minkaeigendur til að greiða verðlaunin, a. m. k. á meðan ekki fæst upplýst, hverjir valdir eru að minkafárinu. — 3. Að fyrirskipa merkingu á öllum loðdýrum, minkum sem öðrum, svo hægt sé að hafa upp á eigendunum, ef dýrunum er sleppt úr haldi og þau nást aftur. Bannað sé að ala þau loðdýr, sem ekki er hægt að merkja. 4. Að leggja háar sektir við að sleppa refum, minkum og öðrum skaðræðisdýrum úr eldi. 5. Að gerðar séu öflugar ráð- stafanir til eyðingar villirefum. — Það er engum efa bundið, að villirefum hefir stórfjölgað hin síðari ár og að þeir valda sauð- fjáreigendur miklu tjóni. Eg hefi átt tal um þetta við æðimarga bændur og hefir þeim yfirleitt borið saman um, að fjölgun villi- refa stafi mest af því, að margar refaskyttur hirði meira um að ná yrðlingunum en að skjóta fullorðnu dýrin, vegna þess hve yrðlingar hafa verið í háu verði undanfarin ár. En vandalaust er að búa svo um hnútana, að hagnaður manna við að vinna gren, verði lítill eða enginn, nema þeim takist að drepa full- orðnu dýrin. Sauðfjárræktin hefir verið einhver veigamesti þátturinn í atvinnulífi þjóðarinnar frá því land byggðist, og vart mun hægt að hugsa sér, að unnt sé að lifa viðunandi lífi í þessu landi um næstu framtíð, án sauðfjár- ræktarinnar. Það mun því ekki verða neinn ágreiningur um það, að gera nauðsynlegar ráðstafan- ir til verndar sauðfjáreign landsmanna og það þó eitthvað kunni að þurfa að ganga nærri ímynduðum hagsmunum fárra loðdýraeigenda. Að tilhlutan minni birti Tím- inn síðastl. vetur og í vor skýrsl- ur um loðskinnaverð frá Hud- son Bay Company og Lampson & Co. í London, og uppboðunum í Oslo. Af þessum verðskýrslum fá menn rétta hugmynd um skinnaverðið á heimsmarkaðn- um. Ég mun sjá um að haldið verði áfram að birta skýrslur um heimsmarkaðsverð á þeim loð- skinnum, sem mestu máli skiptir fyrir íslendinga. Verð á refa- skinnum er enn mjög lágt, og ekkert bendir til _að það hækki í náinni framtíð. Ég vil því nota tækifærið og skora á þá bændur, sem ekki hafa enn byrjað á loð- dýrarækt, að hugsa sig vel um, áður en þeir afráða að fækka ám sínum og kúm, og kaupa loðdýr í staðinn. J. Á. deilur þær, er risið höfðu út af kjördæmaskiptingunni 1931, vaknaði áhugi fyrir því, að gera Varmahlíð að margþættri menn- ingarstöð fyrir Skagafjörð, bæði um íþróttir, ræktun, iðnað, al- menna fræðslu, héraðssamkom- ur og móttöku gesta. Félag var stofnað í Skagafirði til að hrinda málinu áleiðis og stóðu að því menn úr öllum stjórnmálaflokk- um. Deildir úr því félagi risu síðan víða þar, sem Sagfirðingar eru búsettir utan héraðs. Fjöl- mennastar eru þær deildir í Reykjavík og Siglufirði. Auk þess á Varmahlíðarfélagið hauka í horni í Vesturheimi, þar sem eru búsettir margir duglegir og á- hugasamir menn úr Skagafirði. Mér er minnisstæð stofnun Varmahlíðardeildinnar í Reykja- vík. Þar var kosinn til for- mennsku Magnús heitinn Guð- mundsson, fyrsti þingmaðúr héraðsins og einn af forustu- mönnum Sjálfstæðismanna. En í stjórn með honum voru kosnir mótframbjóðendur hans úr Framsóknar- og Alþýðuflokkn- um, þeir Steingrímur Steinþórs- son og Pétur Jónsson frá Ey- hildarholti. Samvinna þessara þriggja manna í stjórn Varma- hlíðarfélagsins í Reykjavík var hin ákjósanlegasta. Litlu síðar vorum við Magnús Guðmunds- son að því komnir að fá Varma- hlíð viðurkennda sem væntan- legan héraðsskólastað í Skaga- firði. Með því móti fékk stað- urinn þau réttindi, að ríkið lagði til hálft framlag í allar nauðsyn- legar framkvæmdir móti jafn- JÓNAS JÓNSSON: Stefánsljós í Skagafírði

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.