Tíminn - 24.08.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.08.1939, Blaðsíða 3
97. blatl TÍMKVTV, fimmtadaginn 24. ágúst 1939 387 A N N A L L ÍÞRÓTTIR Íþróttamót á Valþjófsstað. Á samkomu sem fór fram að Valþjófsstað sunnudaginn 13. ágúst fór fram keppni í ýmsum íþróttum milli Ungmennafélags Fljótsdæla og Samvirkjafélags Eiðaþinghár. Úrslit í frjálsum íþróttum urðu þessi: 100 metra hlaup: 1. Sverrir Emilsson (U.M.F.F.) á 12,6 sek. 2. Rögnvaldur Erlingsson (U.M. F.F.) á 12,7 sek. 3. Snæþór Sig- björnsson (S.E. á 13,1 sek. Hástökk: 1. Rögnvaldur Er- lingsson (U.M.F.F.) 1,52 m. 2. Borgþór Þórhallsson (S.E.) 1,50 m. 3. Sverrir Emilsson (U.M.F.F.) 1,46 m. Kúluvarp: 1. Guttormur Sig- björnsson (S.E.) 9,25 m. 2. Jó- hann Magnússon (S.E.) 9,00 m. 3. Borgþór Þórhallsson (S.E.) 8,75 m. Langstökk: 1. Rögnvaldur Er- lingsson (U.M.F.F.) 5,99 m. 2. Guttormur Sigbjörnsson (S.E.) 5,33 m. 3. Axel Jónsson (U.M.F. F.) 5,12 m. Stangastökk: 1. Rögnvaldur Erlingsson (U.M.F.F.) 2,68 m. 2. Guttormur Sigbjörnsson (S.E.) 2,68 m. 3. Sigurður Sigbjörnsson (S.E.) 2,58 m. Fljótsdælingar höfðu 16 stig en Eiðaþinghármenn 14 stig. Þá fór fram 4 x 100 metra boð- hlaup. Unnu Fljótsdælingar það á 55,1 sek. Eiðamenn voru 55,5. Að síðustu fór fram fót- boltakeppni á milli félaganna. Unnu þar Eiðamenn með 3 mörkum gegn 1. Það er hugsað til þess í fram- tíðinni, að félögin U.M.F. Fljóts- dæla og Samvirkjafélag Eiða- þinghár, heimsæki hvort annað á víxl, svo að árlega fari fram keppni í íþróttum milli félag- anna. Gæti það orðið mjög gott til að efla áhuga fyrir íþróttum innan félaganna, auk þess, sem ánægjuleg kynning fylgir slíkri starfsemi. B. Þ. Knattspyrnumót II. fl. hófst síðastl. þriðjudag og er nú lokið. Úrslitin urðu þau, að K. R. vann mótið, sigraði alla keppinauta sína. Urslit í einstökum leikj um urðu þessi: K. R. — Fram 4:1 K. R. — Valur 2:0 K. R. — Vikingur 3:0 Valur — Fram 0:1 Valur — Víkingur 0:0 Fram — Víkingur 4:0 í öðrum flokki rnega keppend- ur ekki vera eldri en 18 ára. miklu frá héraðsbúum. Hefir það aldrei áður verið gert, að lög- gilda stað fyrir héraðsskóla, áð- ur en byrjað var á kennslu og mannvirkjum. Var þessi til- breytni gerð um Varmahlíð, af því aldrei varð um það deilt, að þar voru náttúruskilyrði og að- staða öll í bezta lagi til mikilla framkvæmda. Á fyrstu árum Varmahlíðar- félagsins gætti nokkurrar mót- stöðu frá mönnum, sem hugðu að Varmahlíð gæti orðið keppi- nautur Hólastóls og kastað á hann skugga. En von bráðar hvarf þessi ótti. Hólar höfðu sína fornu frægð og sitt dásamlega friðsæla og litauðga umhverfi. Þar var annar af tveimur bún- aðarskólum landsins. Ef búnað- arskólarnir höfðu áður fyrr haft ástæðu til að telja, að þeir væru vanræktir af þingi og þjóð, þá var sú ástæða nú horfin. Al- þing gerði veg beggja bænda- skólanna mikinn og sýndi þeim margháttaða umhyggju. Og bændastéttin sýndi þessum skólum fyllstu tiltrú . Aðsókn bændaefna til náms á Hvann- eyri og Hólum er nú meiri en skólar þessir geta tekið á móti. Vinir Hólastóls sannfærðust fljótt um, að Varmahlíð yrði ein- göngu til stuðnings sérskólunum, með því að vekja líf og þrótt í æsku héraðsins. V. Varmahlíðarfélagið stefnir að því að reisa myndarlegan hér- aðsskóla í Varmahlíð, þar sem skilyrði yrðu góð til íþrótta og Dánardægur. Jakobína Pétursdóttir að Litlu-Strönd í Mývatnssveit and- aðist hinn 20. ágúst, nær 89 ára að aldri. Jakobína var ekkja Jóns Stefánssonar bónda á Litlu- Strönd, sem þekktastur er undir ri thöf undarnaf ninu Þorgils gj all- andi. Bjuggu þau hjón lengst af að Litlu-Strönd og hefir Jakob- ína dvalið þar í fimm áratugi. Jakobína var ein Reykj ahlíðar- systkina, sem alþekkt voru, en flest eru nú látin. Þegnskylduvínnan (Framh. af 2. síðu) þrótt og þjálfun í lífsuppsprett- ur hins sleitulausa erfiðis. Ef þeir dagar koma, að þetta vesa- lings fólk, sem á æskuárum sín- um var svipt veigamesta þætt- inum í góðu uppeldi, verður til- neytt að vinna sjálft fyrir dag- legum þörfum sínum, þá er það oft allsendis ófært til þess. En ekki er þó aðeins, að iðjuleysi ungdómsáranna sjúgi merginn úr fólkinu heldur sogast hundruð efnilegra manna og kvenna, oft meira að segja uppistöðubezta fólkið, er mesta hefir athafna- þörfina, út á hina hálustu stigu, þar sem óvíst er hversu tekst um forráð fóta. Þannig er stór hluti æskulýðsins falli vígður. Ein er sú leið, sem þetta fólk á sér til bjargar: Að þáttur erf- iðisvinnunnar verði á ný ofinn inn í líf þess, að þáttur vinn- unnar verði geröur að uppistöðu þeirrar menningar, sem þjóðfé- laginu ber skylda til að brynja þegna sína með á æskualdri. Þar er þegnskylduvinnan lausnar- orðið. Þar mundu unglingarnir læra að erfiða, þar myndu þeir stælast og þjálfast að andlegu og líkamlegu þreki. Þeir myndu vaxa að félagslegum skilningi og þekkingu á högum og háttum annarra þjóðfélagsþegna og fá- víslegur stéttarþótti hverfa. III. Þá er að vikja að þörfinni á auknum framkvæmdum og um- bótum í landinu. íslendingar hafa verið athafnadrýgri nokkra síðustu áratugi við að skapa var- anlegar umbætur heldur en margar kynslóðir áður. Fyrir einum tug ára var jafnvel hver þjóðfélagsþegn, sem ekki sinnti sjálfri framleiðslunni og á ann- að borð fékkst til að drepa hendi í kalt vatn, önnum bundinn við framkvæmd óteljandi umbóta, sem einstaklingar, sveitarfélög eða ríki stóð að. Á þeim árum var eðlilega ekki mikið um þegn- skylduvinnu rætt. En síðan hef- margþættrar, hagnýtrar kennslu fyrir pilta og stúlkur. Á sumrin yrði skólinn eitt af helztu gisti- núsum landsins og því fullkomn- ari, þar sem nú er fengin reynsla um það frá öðrum eldri skólum, hversu haga þarf húsum til að geta orðið við skynsamlegum óskum sumargesta. Auk skólans og gistihússhalds yrðu þar að sjálfsögðu haldnir margir af stærstu mannfundum og gleði- samkomum héraðsbúa. Þvílíkir staðir eru aldrei mannlausir. Fólkið í dreifbýlinu hefir mikla þörf fyrir ný orkuver til menn- ingarauka í stað hinna mörgu gömlu stórbýla, sem hafa nú um stund misst nokkuð af sinni fornu frægð. Sunnanvert við hverina í Varmahlíð er stallur mikill í hlíðinni. Liggur þar nálega slétt melalda frá norðri til suðurs, en gróinn hvammur á bak við. Það er ráðgert, að meginbyggingin í Varmahlíð verði, mjög stórt tveggja hæða hús. Það veröur reist á þessari melöldu. Bygging- in stefnir frá suðri til norðurs eftir línu, sem dregin er frá Drangey í Mælifellshnjúk. Und- irstaða er þar hin bezta, því að hvarvetna er hellubjörg á að byggja. Frá norðurhorni megin- hússins verður byggð álma þvert í vestur og lokar hún hvammin- um fyrir norðannæðingi. En inn í þessum hvammi, í skjóli við væntanlegt íþróttahús, hefir verið byggð hin mikla og fagra sundlaug, 33 m. á lengd og 12 metrar á breidd. Úr hlíðinni of- an við hvamminn er hið bezta I Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. 1 heildsölu h|á Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan i Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. Samband í sl. sam vinnuf élaga Sími 1080. Bændur! ir viðhorfiö breytzt eins og lýst hefir verið hér að framan. Um- bótaþörfin er þó enn söm og áður og jafnvel meiri. Mörgum mun þykja, sem nægir skattar hafi verið lagðir á landsfólkið til þess að halda í horfinu um hin- ar opinberu framkvæmdir. Er þá skynsamlegt af þjóðfélaginu að láta mörg hundruð gervilegra unglinga spillast og sóa hæfi- leikum og fjármunum í iðju- leysi meðan ekki hægt er að sinna margháttuðum aðkallandi umbótum, jafnvel þótt hinar vinnandi stéttir, sem ávallt bera uppi allan þjóðarbúskapinn, leggi að sér til hins ítrasta á alla lund? Varla munu margir treyst- ast til þess að svara þeirri spurn- ingu játandi. Viðhald þeirra umbóta, sem unnin hafa verið, er þegar orðið mjög mikill kostnaðarliður og færist ávallt í aukana. Aðeins eitt dæmi skal nefnt hér. Ak- vegakei'fi landsins er nú orðið um 3300 kílómetrar á lengd. Viðhaldið eitt nemur innan skamms einni miljón króna á ári hverju. Og viðhaldskostnað- ur hækkar ekki einvörðungu í hlutfalli við það, sem akvegirnir lengjast, heldur krefur aukin umferð og þyngri og stærri bif- reiðar en áður miklu meira við- halds. Auk þess verður æ erfiðari með hverju ári um hentugan eða jafnvel nothæfan ofaníburð í vegina, svo að viðhaldskostnað- ur eykst að mun þess vegna. Sömuleiðis verður viðhald síma- lína, vita og sjómerkja, hafn- armannvirkja o. s. frv. æ dýrara. Hvenær, sem syrtir að til stórra muna um afkomuna í landinu, munu ríkistekjurnar, miðað við núverandi skattaálög- ur, illa hrökkva til þess að halda því í horfinu, sem þegar hefir verið framkvæmt, hvað þá nokk- uð verði aukreitis til nýrra at- haína. Þá mega bændurnir bíða þolinmóðir handan við óvegaðar heiðarnar, þangað til erfiðleika- sortanum léttir af, fiskimenn- irnir þurfa ekki að vænta lend- ingarbóta eða hafnargerðar í þorpi sínu, ekki verða þá háar upphæðirnar, sem ríkisstj órnin telur sér fært að leggja til varna gegn ágangi sands eða vatna, (Framh. á 4. síðu) útsýni yfir þessa opnu laug. Þar geta þúsundir manna setið á hækkandi bekkjum, sem náttúr- an sjálf hefir búið til, og horft á sundfrækni æskunnar á kapp- mótum. í meginbyggingunni verða skólastofur á neðri hæð, en nem- endaherbergi á annarri hæð. Á sumrin verður kennslustofunum breytt í setustofur, er nemenda- herbergin gerð að svefnstofum gesta. Skilyrði eru hentug til að unnt verði að hafa rennandi vatn heitt og kalt í hverju her- bergi. En auk aðstöðu til íþrótta- náms og bóklegrar kennslu, mun vinnunni og búskapnum ekki gleymt í Varmahlíð. Hugir flest- allra áhugamanna um uppeldis- mál hníga nú að því, að gera héraðsskólana að undirbúnings- stofnunum fyrir duglega og fjöl- haga landnámsmenn. Þessvegna verður að reisa stóran, einfaldan vinnuskóla nokkuð frá megin- byggingunni. Þar læra ungir menn steinsteypu og gera bygg- ingar úr steyptum steinum', að slétta steinveggi utan og innan, að koma fyrir hita- og rafleiðsl- um í íburðarlitlum húsum, mála herbergi og fóðra veggi. Jafn- hliða þessu verður hinum ungu mönnum kennt að gera einföld húsgögn og nauðsynlegustu hluti úr smíðajárni og leðri. Samhliða þessu læra konur matargerð, vefnað, sauma og meðferð ung- barna. Stephan G. Stephansson hefir í ódauðlegri ferskeytlu lýst hinu fjölþætta starfi landnem- (Framh. á 4. síðu) Húseígnir. Mér hefir verið falið að selja f jölda húseigna á ýmsum stöðum í bænum. Þar á meðal eru nokkr- ar villur í smíðum til afhend- ingar 1. okt. n. nk. Þeir, sem hafa hugsað sér að kaupa húseignir á þessu hausti, ættu að koma sem fyrst og at- huga hvað ég hefi að bjóða. Húsaskipti geta komið til gerina í ýmsum tilfellum. LÁRUS JÓHANNESSON, hæstaréttarmálaflutningsmaður Suðurgötu 4. Símar 4314 og 3294 Munið að hafa ávalt liin ágætu Sjaf nar-júgursmyrsl við heudina. Fást hjá kaupfélögum og kaupmönnum um land allt. Bírgðir í Reykjavík hjá Samband ísl. samvínnufélaga Sími 1080. Hinásölnverð á eftírtöldum tegundum af tóbaki má eigi vera hærra en hér segir: Rjól B. B . . . kr, 14 pr Mellemskraa B. B . í 50 gr. pk — 1,50 - Smalskraa B. B. • . í 50 — 1,70 - Mellemskraa Obel . í 50 — 1,50 ~ Skipperskraa Obel . í 50 — 1,60 - Smalskraa Obel . . í 50 — 1,70 ' Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustaðar. Tóbakseínkasala ríkisíns. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarliug í erfiðleikum okkar síðastliðið vor. En þó sérstaklega sveitungum okkar fyrir rausnarlega pen- ingagjöf, sem þeir hafa fært okkur. Biðjum við góðan guð að launa eftir því, sem hann sér hverjum bezt henta. Litla-Skarði í ágúst 1939. Guðlaug Klemensdóttir Hermann Guðmundsson. • ÚTBREIÐIÐ TÍMANNf 204 William McLeod Raine: sagði Wagner, og það brá fyrir glampa í augunum. Hann var sárfeginn að fá tækifæri til að koma svona nálægt þess- um ræmda glæpamanni. — Ég skal sannarlega athuga hann. Þurfti faðir þinn að skjóta hann áður en hann vildi gefast upp? — Nei, pabbi segir að hann hafi fengið skot í viðureigninni við Walsh. Ég veit ekki hvort Steve eða Dug hefir skotið á hann. — Ætlar þú að vera hjá Steve? — Já. Læknirinn lagði af stað með tösku sína í hendinni. Molly horfði á hann út um gluggann, þegar hann gekk yfir hlaðið til skálans. Hún óskaði þess að hún væri strákur, en ekki stelpa. Hana dauðlangaði til þess að ganga til skál- ans og sjá fangann og heyra einu sinni ennþá hina drafandi en hörðu rödd hans. Það var ekki ómögulegt, ef hún fengi aftur að hlusta á þessa hörðu, egnandi rödd, sem hann notaði til að spotta heiðarlegt fólk, — að hún gæti reiðst svo við hann, að reiðin ynni bug á þeim tilfinningum, sem hún bar í brjósti til hans-------- Hún sárskammaðist sín. Það var þá svona, að hún var ekki jafngóð af blekk- ingunum. Flóttamaöurinn frá Texas 201 Walsh. Hendur hans voru bundnar á bak aftur, og frá þeim lá kaðall í hnakkkúlu föður hennar. Fanginn leit upp í glugg- ann, eins og hann hefði búist við Molly þar, og hún fékk ógurlegan hjartslátt. Hún hafði sífellt talið sér trú um, að hann væri þorpari, og hún hafði hálft um hálft búist við að sjá mannvonzku- svip á andliti hans núna, þegar augu hennar væru ekki blinduð af neinni heimsku. Hann myndi vera skömmustu- legur og hnugginn, þorpari, sneyddur öllu yfirskini velsæmisins. Þannig hafði hún hugsað. Hann var alls ekkert svipaður þessu. Þetta eina tillit hafði verið nóg til þess að segja henni, að jafnvægi hans var ekki raskað og þó þeir kæmu með hann bundinn, þá bar hann sig eins og sá einn getur, sem ekki er sigraður. Það var sama bitra háðsbrosið og áður, sem hún hafði séð leika um varir hans, er hann leit í gluggann. Þetta háðsbros hafði á svip- stundu þurrrkað burt allar reglurnar, sem hún hafði með svo mikilli nákvæmni og ötulleik sett sér. Hún fann að hún skalf. Hún gat ekki skilið veikleika sinn. í hug hennar ólguðu taumlausar tilfinn- ingar. Fanginn var tekinn hranalega af baki og Molly heyrði til föður síns: — Verið þið rólegir drengir, þið hafið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.