Tíminn - 31.08.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.08.1939, Blaðsíða 2
398 TÍMITVIV, fimmtndaginii 31. ágiíst 1939 100. hlað Hræddfr menn með sUeint mál ^ímirm Fitntudaginn 31. ágúst Rauðkumálíð Það má næstum furðulegt heita, hversu mikill styr hefir orðið um hið svonefnda Rauðku- mál. Málið er sérstaklega einfalt og hver meðalgreindur maður ætti ekki að þurfa langan umhugsun- artíma til þess að geta áttað sig á því. Öllum kemur saman um, að nauðsynlegt sé að auka bræðslu- getu síldarverksmiðjanna í land- inu. Um það atriði þarf því ekki frekari umræður. Langflestir munu einnig sam- mála um, að nauðsynlegasta aukning sildarverksmiðjanna sé stækkun ríkisverksmiðjunnar á Raufarhöfn. Enginn ágreiningur virðist heldur um það, hversu mikil stækkun hennar eigi að vera. Hitt veldur ágreiningi, hvort næsta skrefið skuli vera. Eru að- allega uppi tvær stefnur. Önnur er sú, að Siglufjarðarbær byggi 5000 mála verksmiðju í stað 1000 mála verksmiðju, sem hann rek- ur nú. Hin er sú, að frekar eigi að stækka ríkisverksmiðjurnar þar um 5000 mál. Þegar athugaðar eru þessar tvær leiðir, ætti engum að blandast hugur um, hvor þeirra sé æskilegri og sjálfsagðari. — Byggist það á þessum ástæðum: Stækkun ríkisverksmiðjanna kostar nokkrum hundruð þús. kr. minna en ný verksmiðja og er meginhluti þess mismunar í er- lendum gjaldeyri. Reksturskostnaður yrði mun minni hjá ríkisverksmiðjunum en bæjarverksmiðjunni, vegna þess að þær þyrfti ekki að fjölga starfsliði sínu að ráði, þótt vinnslugeta þeirra ykist. Siglufjarðarbær hefir ekkert fjármagn til að leggja í verk- smiðjubyggingu. Hann verður því að fá allt að láni. Hafði bær- inn gert sér vonir um að fá nokkurt erlent lán gegn ábyrgð Útvegsbankans og Útvegsbank- inn lánaði síðan viðbótina úr sínum eigin vasa. Þar sem ríkið ber ábyrgð á Útvegsbankanum, myndi sá skellur, sem hlotizt gæti af þessari framkvæmd, því raunverulega Ienda á ríkinu. — Þessi verksmiðja væri því raun- verulega rekin á ábyrgð ríkisins eins og hinar verksmiðjurnar, en því fylgdi sá aukni ókostur, að það gæti engu ráðið um stjórn hennar. Þessar röksemdir eru hver um sig svo þungar á metum, að eng- um heilvita manni ætti að koma til hugaT að frekar ætti að byggja bæjarverksmiðjuna en að auka ríkisverksmiðjurnar. Frá sjónarmiði þjóðarinnar, sem vantar fjármagn og gjaldeyri til margvislegra framkvæmda, er það hreinasta óráð, að fara ekki ódýrustu leiðina til að auka síld- arverksmiðjurnar. Frá sjónar- miði útgerðarmanna og sjó- manna er það meginatriði, að verksmiðjurnar verði auknar á þann hátt, að bræðslukostnaður- inn verði sem allra minnstur, svo þeir geti borið sem mest úr býtum. Frá sjónarmiði ríkisins verður vitanlega að gæta þess vandlega, að það geti ráðið sem mestu um stjórn þeirra fyrir- tækja, sem rekin eru á ábyrgð þess. Þeir menn, sem hafa barizt fyrir bæjarverksmiðjunni, hafa ekki haft neitt þessara sjónar- miða í huga. Þeir hafa ekki litið á málið frá sjónarhæð þjóðar- hagsmunanna, ríkisins, sjó- mannanna eða útgerðarmann- anna. Þeir hafa ekkert um það skeytt, að láta ráðdeild og fyrir- hyggju stjórna gerðum sínum. Þeir hafa einblínt á það, að kommúnistar voru búnir að afla málinu nokkurra vinsælda á Siglufirði. Þeir hafa eingöngu látið stjórnast af hinni pólit- isku veiðivon. Fyrir henni varð alt annað að víkja. Framkoma þeirra jafnaðar- manna og Sjálfstæðismanna, sem veitt hafa Rauðkumálinu gengi, verður ekki skýrð á ann- an hátt. Það má næsta furðulegt telja, hversu kommúnistum hefir tek- izt að telja Siglfirðingum trú um nauðsyn bæjarverksmiðj- unnar. Sannleikurinn er sá, að atvinnuþörf Siglfirðinga sjálfra krefst ekki aukningar síldar- verksmiðja þar á staðnum, því þeir hafa næga atvinnu yfir síldveiðitímann. Það, sem Sigl- firðingar þarfnast miklu frekar, er eitthvert atvinnufyrirtæki, sem skapar vinnu yfir veturinn, og hefði bæjarstjórnin ætlað að gera atvinnumálum þeirra gagn, átti hún að láta það atriði til sín taka. Það er líka fullkomin draumsýn, að láta sér detta í hug, að hin nýj a verksmiöj a yrði tekjulind fyrir bæjarfélagið, þar sem hún myndi, sökum sam- keppni ríkisverksmiðjanna, verða að selja vinnu sína fyrir áætlað sannvirði. Hún hefði því langtum meiri skilyrði til að tapa en græða. Hinsvegar lýsir þetta vel hugarþelinu til sjó- manna, þar sem ætlazt er til, að okur á síldarvinnslunni verði gróðavegur fyrir bæinn. Siglfirðingar verða því að fara aðra leið, ef þeir ætla að skapa sér aukna vetraratvinnu og bænum nýrra tekna.Væri for- ráðamönnum bæjarins vissulega nær að reyna að leita nýrra úr- ræða en að fla'gga með mál, sem ekki kemur að neinu gagni í þessum efnum. Slíkt getur ekki verið gert til annars en að draga athyglina frá úrræðaleysinu og aumingjaskapnum. Rauðkumálið hefir nú fallið úr sögunni, þar sem bankaráð Útvegsbankans hefir ekki þorað að leggja mörg hundruð þús. kr. í áhættufé vegna þessa fyrir- tækis. Vonandi er með því kveð- in niður sú tilraun, að auka síldarverksmiðjurnaT í landinu á dýrari og óhagkvæmari hátt en þörf krefur, eyða þannig miklu fé að óþörfu og gera reksturinn óheilbrigðan. Þess ætti jafnframt að mega vænta, að það kæmi ekki fyrir aftur, að menn úr ábyrgum stjórnmála- flokkum láti pólitíska veiði- mennsku hafa meiri áhrif á gerðir sínar en skynsamlega ráðdeild og hagsmuni þjóðar- heildaxinnar. Þessir menn mega líka vera þess fullvissir, að meirihluti þjóðarinnar hefir það heilbrigða dómgreind, að því fylgir engin pólitísk gæfa að þreyta slíkt kapphlaup við kom- múnistana. Afstaða Framsóknarflokksins hefir alltaf verið skýr og ein- dregin í þessu máli. Hann vill auka síldarverksmiðjurnar á hinn ódýrasta og hagkvæmasta hátt. Þess vegna hefir hann ver- ið andvígur byggingu bæjar- verksmiðjunnar á Siglufirði og andstöðu hans má fyrst og fremst þakka, að ekki var hrap- að að neinu í því máli með fyr- irhyggjuleysi. Þess vegna vill hann fyrst stuðla að byggingu Raufarhafnarverksmiðjunnar og síðan að aukningu ríkisverk- smiðjanna á Siglufirði. Þessari NIÐURLAG Það er vafalaust nokkuð erfitt fyrir þroskað og heilbrigt fólk að skilja hugsunarhátt þeirra manna, sem nú hefir verið lýst með þeirra eigin orðum. En til að geta skilið þá og gerðir þeirra, verða menn að átta sig á því, að þeir eru að mjög verulegu leyti andlega lamaðir menn. Hin rússneska byltingartrú hefir ekki aðeins fryst, heldur bein- línis hraðfryst, mikilvæga þætti af sálarorku þeirra. Þetta sést strax á Kristni Andréssyni. Hann er vafalaust ekki neitt gáfnaljós, en hann er heldur ekki flón að eðlisfari. Hann gefur sig við bókmennta- námi í Þýzkalandi. Hann á að skrifa fyrir styrk þann, sem hið fátæka íslenzka mannfélag veit- ir honum, ritgerð um þýzk skáld og það sum þeirra, sem mest ber á í heimsbókmenntunum. Hann gerir það ekki. Hann finnur ekki, að honum beri að standa í skil- um við þá stofnun, sem styrkti hann. Og eftir að hann hefir tekið byltingartrúna, finnst hon- um jafnvel hin frægustu skáld, sem lifað höfðu fyrir byltinguna 1917, of lítil verkefni fyrir sig, og hið borgaralega íslenzka ríki of vesælt til þess að hann þurfi að Eftir því, sem dagblöðin í Reykjavík herma, var haldinn einkennilegur æsingafundur í Siglufirði síðastliðinn sunnu- dag. Kommúnistar stóðu fyrir því fundarhaldi með einhverj- um liðstyrk frá Alþýðuflokkn- um og Sjálfstæðismönnum. Á fundinn var boðið meirahluta verksmiðjustjórnarinnar, aðeins í því skyni að geta ráðizt á þá menn með dónaskap, án þess að þeir ættu að hafa nokkra veru- lega aðstöðu til að skýra málin frá sinni hlið. Þegar sýnt var að ekki átti að beita mannasiðum, gekk verksmiðjustjórnin af fundi. Kommúnistar og fylgi- fiskar þeirra, Erlendur Þor- steinsson og Finnur Jónsson, héldu þá áfram árásum og ill- indum við fjarstadda menn. En þegar þeir Þormóður Eyjólfsson, Þorsteinn M. Jónsson og Sveinn Benediktsson gengu út, eggjaði Áki Jakobsson samherja sína opinberlega til að beita stólfóta- aðgerðum og ráðast með ofbeldi á þessa „heiðursgesti“ fundar- ins, en þeirri ósk hans var ekki hlýtt. Eini verulegi árangurinn af fundinum var sá, að í fund- arlok samþykktu kommúnistar og Finnur Jónsson á ísafirði, að Þormóður Eyjólfsson, sem í 20 ár hefir verið mestur og áhrifa- ríkastur maður i bænum um efnahag og menningarmál Siglufjarðar, skyldi tafarlaust leggja niður umboð sitt í bæj- arstjórn kaupstaðarins. Meðan hitinn var í stólfótaliðinu fannst því auðsýnilega, að það væri móðgun við staðinn, að í bæjar- stjórninni væru menn, sem hefðu eitthvað til brunns að bera annað en þá eiginleika, sem skína á þeim samkomum, þar sem menn hafa lagt klæði menningar og góöra siða til hliðar um óákveðinn tíma. Fundarboðendur byrjuðu samkomu sína með því að gera sitt ítrasta til að hindra, að sjó- menn og útgerðarmenn gætu komizt inn í fundarhúsið. Þar kom fram hin gamalkunna að- ferð ýmsra verklýðsleiðtoga að fórna rétti og hagsmunum sjó- manna hvenær sem því er að stefnu mun hann fylgja fast fram og beitast fyrir því, að framkvæmdum verði hraðað eins mikið og geta þjóðarinnar leyfir. En þess þurfa menn að gæta vel, að þótt margar fram- kvæmdir séu þarfar og nauðsyn- legar, leyfir geta þjóðarinnar það ekki, að þær séu gerðar all- ar í einu. efna skuldbindingar gagnvart því. Þeir menn, sem halda því fram að bókmenntir menntaþjóðanna hafi verið mjög vesalar fram að 1917, en þá gerbreytzt og orðið tröllauknar í andlegum skilningi, eru áreiðanlega ekki dómbærir í þessum efnum. Því að sannleik- urinn er sá, að allar mennta- þjóðir heimsins og þar á meðal íslendingar, hafa á löngum und- angengnum tíma skapað glæsi- legar bókmenntir, en síðan bol- sévikar í Rússiandi tóku völd hefir ekki upp úr þeim jarðvegi þar í landi, né í nokkru öðru landi, komið neinn bókmennta- gróður, sem er sambærilegur við þriðja og fjórða flokks höfunda fyrri alda, hvað þá að nokkurt vit sé í að tala um sýnilegt upp- haf á miklu, nýju tímabili. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að „borgaraleg" skáld, sem tekið hafa trú bolsevika, bæði sögu- skáld og ljóðskáld, hafa misst við það gæfu og gengi. Efnileg skáld hafa lamazt af hraðfrystingu byltingartrúarbragðanna. Verk þeirra hafa hætt að seljast. Þýð- ingarmöguleikar og útgefendur hafa tapazt. Skáld, sem sjá ekki annað í mannlífinu kringum sig en glæpi, lítilmennsku og sóða- skipta. Sjómaðurinn má vera í óvissunni um afkomu sína eins og landbóndinn. En lífvörður æsingamanna í landi á að vera tryggður gegn öllum óhöppum, líka því, ef síldin bregst með öllu. Tvennt er einkennilegt við þetta stólfótabrask á Siglufirði: Form fundarins og efni fundar- ins. Málefni íundarins var það, að Helgi Guðmundsson hafði í vetur og sumar verið i félags- skap við kommúnista í Siglufirði um að koma upp síldarbræðslu. Bærinn, undir stjórn kommún- ista, hafði býsna lítið að leggja fram í fyrirtækið, nema þann viturleik og þá menningu, sem þeirra liö sýndi á sunnudags- fundinum. Útvegsbankinn, sem er eign allra landsmanna, átti að ábyrgjast mikinn hluta láns- ins erlendis og leggja fram mörg hundruð þúsund íslenzkar krónur í mannvirkið. Þegar til kom, voru 4 af 5 fulltrúum í bankaráði Útvegsbankans mót- fallnir því, að Útvegsbankinn væri áfram í ílatsæng og braski með Helga Guðmundssynl og Áka Jakobssyni. Bankaráðið hafði bæði skyldu og vald til að taka lokaákvörðunina um þetta efni og bankaráðið áleit auðsýnilega, að það hefði betur vit á, hvað bankanum hentaði um ábyrgðir og fjárútlát heldur en kommúnistar á Siglufirði. Sama bankaráðið hafði nokkr- um vikum áöur tekið af Helga Guðmundssyni aðal forustuna um málefni bankans. Banda- mönnum hans í Siglufirði má vera það ljóst, að hér eftiT þýðir þeim ekki að gera til hans ó- sanngjarnar kröfur. Ef um sæmilega mannaða fundarboðendur hefði verið að ræða, myndu þeir hafa sagt um málsmeðferð fundarins: Hér eru sumir menn, sem álíta landinu og bænum heppilegt að stækka Rauðku. En hér eru líka aðrir menn og alveg sérstaklega meiri hluti verksmiðjustjórnar, sem er mótfallinn þessari stækkun eins og hún er ráðgerð. Við höldum fund um þetta mál og skiptum ræðutíma jafnt milli beggja aðila. Fundarmenn fá þá að heyra rökin frá báðum hlið- um og geta myndað sér skoðanir um málið. En í stað þess beita fundarboðendur ítrustu hlut- drægni í öllu, bæði um fundar- sókn við útgerðarménn og sjó- menn og síðan varna þeir öðrum málsaðilanum nálega alveg að geta skýrt málið frá sínu sjón- armiði. Framkoma Finns Jónssonar, skap, setja sjálfa sig í andlega myrkvastofu. Sú skoðun K. A., að hinar eig- inlegu heimsbókmenntir séu lít- ils eða'einskis virði, og að hinn fábreytti, einhæfi, neikvæði og bölsýni skáldskapur byltingar- sinna sé upphaf að stórfelldu endurfæðingartímabili, ber vott um þekkingar- og dómgreindar- leysi á hæsta stigi. Þær niður- stöður, sem slíkur maður kemst að í þessum efnum, eru í einu al- rangar og algerð ósannindi. Það þarf varla að orðlengja það, hve lítil gifta muni fylgja því, að æska landsins hafi svo fáráðan mann sér til brautargengis um andleg mál. Kristinn Andrésson á að hafa numið íslenzku við háskóla ís- lands. En varla verður sagt að hann geri þessari stofnun veru- lega sæmd með ritfærni sinni og meðferð á móðurmálinu. Hann segir:„byltingar fóru jafn- vel fram í nokkrum löndum“ . . „þó tókst að draga úr mætti þessara áhrifa". Hann byrjar málsgrein með þessum hætti: „Langt inn í raðir borgarastétt- arinnar“. Ennfremur: „Skáldin hafa haldið dómsdag yfir sjálf- um sér og gamla heiminum". Og um þessi nýdæmdu skáld segir K. A.: „Líf þeirra er undirbúið fyrir hinar fagnaðarríkari stað- reyndir tímanna." — Stórkost- lega æsing vakti það meðal borg- arastéttanna frönsku.“ — „Þeg- ar A. G. gekk yfir til kommúnis- mans.“ Þessi maður, sem hefir leyft sér að taka nafn frægustu bókar, sem rituð hefir verið á íslenzku, Erlends Þorsteinssonar og Áka Jakobssonar sýnir, að þeir hafa ekki treyst sér að verja mál sitt nema með ofbeldi. Þeir hafa vit- að, hve vonlaus var málstaður þeirra og þeir hafa, sem ekki er óskynsamlegt í sjálfu sér, van- treyst hæfileikum sínum til að mæta andstæðingunum í drengi- legum rökræðum. Fundarboð- endur hafa þess vegna sýnt að þeir vantreystu bæði sjálfum sér og málstað sínum. Hitt atriðið, tregða banka- ráðsins að leggja út í verk- smiöjubyggingu, verður skiljan- leg, ef athugað er strand Helga Guðmundssonar með alveg hlið- stætt mál fyrir nokkrum árum. Hann ætlaði þá að hjálpa stóru íslenzku iðnfyrirtæki til að reisa mikil hús og kaupa dýrar vélar, en þegar nokkur byrjun var komin á verkiö, sprakk hann með framlög sín. Vélarnar voru komnar til landsins og stofnendurnir höfðu lagt fram mikið fé úr eigin vasa, en þegar Helgi gat ekki hjálpað meira, hættu framkvæmdirnar um stund. Útlendingarnir ætluðu að flytja vélarnar úr landi. Eig- endur fyrirtækisins og Útvegs- bankinn myndu þá hafa tapað nálega hverjum eyri, sem þeir höfðu lagt í fyrirtækið. Annar banki hljóp í það sinn undir bagga og bjargaði fyrirtækinu, en sízt var það að þakka Helga Guðmundssyni. Mér er ókunnugt um fjár- hagsaðstöðu Útvegsbankans, en ég efast um að hún sé verulega sterkari heldur en á þessari slysatíð Helga Guðmundssonar. En yfirstjórn Útvegsbankans er áreiðanlega betur vakandi heldur en þá var. Bankaráðið hefir öðlazt meiri skilning á hæfileikum Helga Guðmunds- sonar og í því tilefni losað hann við húsbóndarétt í bankanum, sem hann þráði svo mjög og hélt svo mjög á lofti. Kommúnistar í Siglufirði hafa að líkindum ekki áttað sig á því, að aðstaða bandamanns þeirra í Útvegsbankanum hefir breytzt að mjög verulegu leyti. Bankaráðið mun, svo sem von- legt er, vilja hafa trausta og fasta stjórn á málefnum þess- arar stofnunar. Bankaráðinu myndi þykja jnikil minnkun, ef bankinn legði út i fyrirtæki, sem ekki væri hægt að fullgera. Slík ráðsmennska lamar banka og verður þeim oft að falli. Það er óskiljanlegt með öllu, að Siglufjarðarbæ væri nokkur ávinningur í því, að Helgi Guð- mundsson hefði endurtekið sitt fyrra æfintýri. í það sinn var honum og fyrirtækinu bjargað, en hver segir að nú væri hægt að bjarga? Sennilega færi gam- anið af hinum skrúðmálgu kommúnistum í Siglufirði, ef útlendingar byrjuðu að flytja burtu vélar úr hálfsmíöaðri sem heiti á nokkrum hluta áróð- ursútgáfu sinnar, en prýtt hina með orðunum,, mál og menning“ er bersýnilega ekki sendibréfs- fær á íslenzku. Það er ekki ís- lenzk hugsun eða málfar, þegar sagt er að byltingar fari fram í löndum, eða að mönnum takist að draga úr mætti áhrifanna. Það getur verið góð rússneska og allgóð danska að segja langt inn í raðir borgarastéttanna, en ólíkt er þetta málfari Snorra Sturlusonar og Jónasar Hall- grímssonar. Ekki myndu þessir tveir ritsnillingar hafa talað um að halda dómsdag eða viljað komast svo að orði að líf manna sé undirbúið fyrir hinar fagnað- arríkari staðreyndir tímanna. Snorri hefði ef til vill getað sagt: „Stórkostlega æsing vakti það í Noregi, þegar Ólafur Tryggvason steyptist í sjóinn,“ en af ein- hverjum ástæðum vildi höfund- ur gömlu Heimskringlu ekki þess konar rithátt. K. A. segir að An- dré Gide hafi gengið yfir í kom- múnistaflokkinn, og hælir skáld- inu fyrir tilvikið. í annari bók, sem Heimskringla gaf út í fyrra, lýsir annar kommúnisti þessu sama skáldi, og að hann hafi gengið yfir frá kommúnisman- um. Er skáldinu þá valin hæði- leg orð og borin á brýn siðspill- ing á háu stigi. Ekki tekur betra við fyrir K. A. er hann kemur til sr. Matthí- asar. Hann kennir í brjósti um þjóðskáldið fyrir að þekkja ekki bækur Karls Marx og Lenins, því að annarsstaðar gat hann vitan- lega ekki fengið vitneskju um þau trúarbrögð, sem boðuð eru í Sumarstarfsemí Barnavínaiélagsms Sumarstarfsemi Barnavina- félagsins lauk í gær. Stjórn fé- lagsins bauð í fyrradag blaða- mönnum að skoða heimilin, und- ir leiðsögu þeirra Steingríms Arasonar, formanns „Sumar- gjafar“ og gjaldkera félagsins, ísaks Jónssonar. í Grænuborg hafa verið aö jafnaði 102 börn í sumar, en alls hafa 155 börn komiö á heimilið til lengri eða skemmri dvalar. Börnin eru á aldrinum 3—8 ára og skipt í fimm flokka eftir aldri, þannig að hver árgangur er sér í flokki, nema 7 og 8 ára börn saman. Við heimilið vinna 9 stúlkur, sem annast börnin úti og inni, gæta þeirra og kenna þeim. For- stöðukona Grænuborgar er ung- frú Guðrún Stephensen, en kennari Sigríður Eiríksdóttir. í Vesturborg hafa verið að meðaltali 74 börn í sumar, en alls hafa komið þangað 106. Aldur barnanna er hinn sami og á heimilinu í Grænuborg og flokkaskipting eins og þar. Við heimilið vinna 8 stúlkur. Forstöðu annast ungfrú Bryn- dís Zoega, en kennari er ungfrú Gerður Magnúsdóttir. Hið daglega starf á heimilun- um er mikið og vandasamt fyrir stúlkurnar,sem að því vinna. Að- alvandinn er að láta börnin allt- af hafa' eitthvað að gera en finna sig þó frjáls. Dagurinn byrjar kl. 9 að morgni. tfe koma börnin og sum nokkru fyrr. Fyrst er þeim gef- inn hafragrautur og lýsi. Síðan borða þau kl. 12 og kl. 4 fá þau mjólk og brauö og áður en þau fara heim, er þeim þvegið og föt þeirra ræstuð. En börnin eru látin gera fleira en borða góðan mat. Þess á milli vinna þau og læra. Yngri börn- unum er kennt að leika sér skemmtilega og hæversklega án óláta og óhljóða. Þau eldri lesa, teikna og byggja úr kubbum og plötum, eldspýtnastokkum o. fl. og vefa og búa ýmsa hluti til úr pappír og veggfóðri. Þegar gott er veður, hjálpa (Framh. á 3. síðu) verksmiðju, en þar var komið hinu fyrra æfintýri Helga Guð- mundssonar, þegar leiksoppum hans var bjargað úr höndum hans. Langlundargeð sumra manna er nálega óendanlegt. En í svip- inn er mér ekki ljóst, hvaða menn hefðu geð til þess að taka við Áka, Erlendi og Finni, þegar Helgi Guðmundsson hefir misst þá úr fangi sínu. Rauðum pennum. Fátt sýnir bet- ur hinn algerða vanmátt K. A. til að skilja bókmenntir heldur en athugasemdir hans um Matt- hías Jochumsson og kommún- ismann. Fyrst og fremst er í ljóðum sr. Matthíasar full sönn- un þess að hann var vel kunnur kenningum efnishyggjumanna og hann neitar kröftuglega þeirri trú, að sjónlaus laga- straumur ráði tilverunni. í ná- lega öllum kvæðum Matthíasar kemur fram trú á yfirnáttúr- lega forsjón og eilífðina. Gagn- stætt þessu er Marxisminn ein- göngu jarðbundin kenning. Matthías þekkti vel efnishyggju- kenninguna, en var henni alger- lega fráhverfur. Líf hans allt frá æskudögum til grafar var helgað algerlega gagnstæðri lífsskoðun, og sú stefna gegn- sýrir allan skáldskap hans. Það er erfitt að koma fyrir meiri bókmenntalegri fáfræði heldur en kemur fram í þessari athugasemd um Matthías Jochumsson. K. A. þekkir ekki hina sterku og augljósu lífs- stefnu skáldsins, þó að hún sé bókfest nálega í öllum kvæðurn hans. Hann heldur bersýnilega að áróður um málefni kommún- ista hefði getað fengið Matthías Jochumsson til að gerast jarð- bundinn í stað þess að festa hug sinn við andleg málefni og ei- lífðarvonir. En trúarþörf K. A. um rússnesku stefnuna er allt of ótvíræð. K. A. er sennilega að hugsa um að gera úr sr. Matt- híasi Jochumssyni sérstakt agn fyrir þá „borgaralegu" með því að leiða hug manna að því, að J. J. JÓNAS JÓNSSON: Hradfrystíng mannssálarínnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.