Tíminn - 31.08.1939, Qupperneq 3

Tíminn - 31.08.1939, Qupperneq 3
100. blað TÍMIM, fimmtMdagmii 31. ágúst 1939 399 HEIMILIÐ Sœt saft, úr rabarbara og: bláberjum. Rabarbaraleggirnir eru skornir smátt niður og þvegnir í köldu vatni. Berin eru einnig þvegin. Ágæta saft getur maður fengið með því að hafa 1 y2 1. niður- skorinn rabarbara og y2 1. blá- ber, sama sem y4 part ber. Á hvern lítra berja eða rabarbara er settur 1 bolli af köldu vatni. Þetta er sett í pott og látið hitna í suðu, þar til berin springa og rabarbarinn verður meyr. Má þó ekki sjóða lengi. Verður þá saftin ekki eins skýr. Saftina er bezt að sía þannig, að setja allt upp í léreftspoka, undir hann, og láta síast til upp á fyrirbandinu, setja fötu undir hann, og láta síjast til næsta dags. Saftin er þá mæld, sett í pott, yfir hita. Þá eru látin 400—500 gr. af sykri í 1 lítra af saft. Þetta er látið sjóða 15—30 mínútur, þar til froða hættir að koma ofan á pottinn. Tökum froðuna vel. Bezt er að sjóða saftina ekki of lengi, saftin verður þá bragðbetri. Þegar saftin er soðin, verður allt af að vera til flöskur, tappar og sterin, til að bræða yfir flösk- urnar. Ég tek venjulega smá kertisstubba, bræði þá í blikk- bolla og nota þá til þess að bræða yfir flöskurnar. Flösk- urnar þurfa að vera mátulega heitar. Þær springa séu þær of heitar, ekki siður en að þær séu of kaldar. Tapparnir skulu liggja í heitu, hreinu vatni, og vera mjúkir. Saftinni er helt í flösk- urnar sjóðandi heitri. Tapparn- ir eru þerraðir í snatri og síðan stungið sjóðheitum niður í stút- inn, svo langt að þeir að mestu hverfi. Flöskustútnum er síðan dýft ofan í bollann með sterin- inu, tvisvar hvað eftir annað, en sterinið látið storkna á stútn- um í millitíðinni. Flaskan er þerruð, skrifaður miði og settur ÍÞRÓTTIR Meistaramótíð. Á meistaramóti í. S. í. í fyrra- kvöld var keppt í nokkrum í- þróttagreinum, svo sem til stóð, og urðu úrslit sem hér segir: 4X100 m. boðhlaup (ísl. met 45,0 sek. K.R.-sveit). Meistari 1. sveit K.R. 47,1 sek. 2. F.H. 47,6 sek., 3. 2. sveit K.R. 47,9 sek. Kringlukast (ísl. met 43,46 m. Ólafur Guðmundsson Í.R.). Meistari: Kristján Vattnes (K. R.). 2. Jens Magnússon (Á.). 3. Gunnar Huseby (K.R.). 800 m. hluap (ísl. met 2:2,2 mín. Sigurgeir Ársælsson, Á.). Meistari: Sigurgeir Ársælsson (Á.) 2:2,2 mín. 2. Ólafur Símon- arson (Á.) 2:5,8 mín. 3. Gunnar Sigurðsson (Í.R.) 2:9,8 mín. Langstökk (ísl. met, 6,82, Sig- urður Sigurðsson, K.V.). Meist- ari: Jóhann Bernhard (K.R.). 6,25 metra. 2. Oliver Steinn (F. H.) 5,95 m. 3. Georg L. Sveins- son (K.R.) 5,86 m. 110 m. grindahlaup (ísl. met Ól. Guðmundsson (K.R.) 17,0 sek.). Meistari: Sveinn Ingvars- son (K.R.) 17,2 sek. 2. Jóhann Jóhannesson (Á.) 19,1 sek. 3. Sig. Sigurðsson (Í.R.) 20,3 sek. í gærkvöldi var keppt í 200 m. hlaupi, hástökki og spjótkasti. á hana, síðan sett á sinn geymslustað, sem helzt á að vera svalur, en þó ekki þar sem frýs. Saft úr tómum rabarbara er búin til á sama hátt, nema þá þarf venjulega að lita hana með ávaxtalit, því litur rabarbarans er venjulega ekki nógu sterkur, jafnvel þó hann sé rauður. Úr grasinu, sem eftir verður, þegar saftin er tekin frá, má sjóða marmelaði, sem hentugt er að nota fyrripart vetrar. J. S. L. Skildinganesskólmn Skólabörn í Skildinganess- og Grímsstaðaholtsbyggð mæti sem hér segir við skólahúsið, Baugsveg 7, föstudaginn 1. sept- ember: Börn fædd 1929 og 1930 mæti kl. 10 f. h. Börn fædd 1931 og 1932 kl. 11 f. h. Læknisskoðun fer fram á skólabörnunum í skólahúsinu, Baugsveg 7, laugardaginn 2. sept. Drengir mæti til skoðunar- innar kl. 9 f. h., en telpur kl. 10 f. h. Viðtalstími minn er kl. 10—11 f. h. Skólastjóriim. ekki hefði þurft nema dálitla þekkingu á Lenin til þess að Matthías Jochumsson hefði orð- ið einhuga verkamaður í vín- garði marxistiskrar heimsbylt- ingar. V. Ég hefi nú bent á dæmi, er bregða nokkurri birtu yfir það, hver áhrif Leninstrúin hefir haft á fylgismenn sína hér á landi. Um mörg ár hafa þeir op- inberlega hlýtt boði og banni frá valdamönnum 1 Rússlandi og jafnvel látið Rússa skera úr um innbyrðis erjur sínar. Síðan, þegar Rússum hentaði að dul- búa þessa fylgjendur og láta þá afneita nafni sínu, stefnu og fortíð, þá gerðu þeir það. En lífs- skoðun þeirra var og er óbreytt, því að afneitunin er herbragð fyrirskipað frá erlendum yfir- mönnum. Nú sækja kommúnist- ar fram dulbúnir eftir tveim leiðum. Annarsvegar bjóða þeir lýðræðisflokkunum félagsskap um hverskonar almenn mál, en ætíð með því markmiði að skaða og leika á samstarfsmennina. Hin leiðin er bókaútgáfan „Heimskringla“ og „Mál og menning". Þar eru vinnubrögðin nákvæmlega hin sömu og í samfylkingartilboðunum. Áróð- urinn um trúboð Leninismans er aðalatriðið. Umbúðirnar eru hlutlausar greinar og bækur eftir menn úr borgaralegum flokkum. Þær eru sauðargæran, sem breidd er yfir hinn er- lenda úlf. Sú algerða hlýðni og tak- markalausa undirgefni, sem ís- lenzku kommúnistarnir sýna hinum útlendu yfirboðurum sín- um, hefir auðsýnilega skaðleg áhrif á gáfnafar þeirra og manndóm. Trúin á heimsbylt- inguna og eftirfarandi þúsund ára ríki fyllir hug þeirra með nokkurskonar ölvun. Skaðsemi kommúnismans í löndum, þar sem búa frjálsir og sæmilega menntaðir menn, liggur í því, að byltingartrúin beygir undir sig alla aðra þætti sálarlífsins. Meginhluti hins andlega afls legst í dá, með nokkurskonar hraðfrystingu. Bókmenntafræðingurinn sér ekki lengur fegurð hinna glæsi- legustu skáldverka. íslenzku fræðingurinn tapar valdi yfir móðurmáli sínu og byrjar að gera sig skiljanlegan á afbökuðu máli framandi þjóðar. Ljóð- skáldið yrkir skop og kaldyrði um föður sinn. Söguskáldið fer fram hjá fegurð og göfgi mann- lífsins, en sér í stað þess í marg- földu stækkunargleri sorgir, eymd og allar tegundir giftu- leysis og niðurlægingar. í hug um venjulegra manna er endur minningin um aðra æskumenn, sem setið hafa með þeim á skólabekk, bjartar og gleðilegar. En þegar eðlisgreindur kom- múnisti lýsir skólabræðrum sín- um, man hann ekki eftir öðru en vanmætti þeirra og giftuleysi. Þegar meiriháttar kommúnisti ritar um gamla félaga úr síldar vinnu, er honum hugstæðast ræðuhöld þeirra á uppreistum síldartunnum um ágæti ást meyja sinna. Sveitabóndi, sem tekur Rússatrú, sér ekki fegurð sveitarinnar. Enginn verður af Laugarnesskólinn Öll börn á aldrinum 7—10 ára, sem sækja eiga Laugarnes- skólann í september n. k., mæti í skólanum föstudaginn 1. sept- ember kl. 1 e. hád. Læknisskoðun verður laugardaginn 2. sept. kl. 2 e. hád. Skólastiórinn. Sumarstarisemi Barnavínaiélagsins (Framh. af 2. slðu) þau til við garðavinnu kringum húsin, reita árfa, vökva og hreinsa til. Stundum eru börn- unum sagðar sögur og þau látin syngja. Hjá báðum heimilunum voru leikvellix með rólum, „söltum“, sandkössum og öðru við barna- hæfi. Hjá báðum heimilunum eru tjöld og skúrar, þar sem börnin geta leitað skjóls ef eitt- hvað er að veðri. Þegar gott er, fara þau í gönguferðir út í Ör- firisey og baða sig, synda og liggja í sólbaði. Stundum fara börnin úr Vesturborg í heimsókn í Grænuborg og öfugt og þá er nú gaman! Börnin hafa þyngzt mikið meðan þau dvöldu á heimilun- um, eða að jafnaði 600 gr. á mánuði, en sum allt að 2y2 kg. á tveim mánuðum. Dvölin á barnaheimilunum kostar 30.00 kr. fyrir barnið allan tímann — júní, júlí, ágúst — en fæstir aðstandendur hafa efni á að greiða svo mikið. Sumir greiða eitthvað lítilsháttar eftir efnum og ástæðum, en aðrir ekki neitt. Frá því opinbera fá heimilin 8000,00 króna styrk árlega, en það segir lítið, því að daglegur reksturskostnaður beggja heim- ilanna er mikill. Það, sem á vantar, greiðir barnavinafélagið „Sumargjöf.“ Það starf, sem félagið vinnur með rekstri þessara dagheimila, er mjög gott og mikilvægt, bæði frá uppeldislegu og heilsufræði- legu sjónarmiði. Þarna er ör- uggt athvarf fyrir þau börn, sem hvergi geta verið við leiki sína (Framh. á 4. síðu) ritgerðum hans var við að hon- um þyki vænt um húsdýr sín. Honum er hugstætt það eitt um atvinnu sína og lífskjör, sem getur vakið gremju og undirbú- ið upplausn og flótta. Þar sem kommúnisminn nær taki á mannssál í frjálsu landi, frjósa allir þýðingarmestu eig- inleikax mannsins þegar í stað. Byltingarsinninn hættir að sjá fegurö landsins, fegurð listanna, fegurð sögunnar, fegurð móður- málsins og fegurð mannlífsins. í sál hans er aðeins ein vök op- in. Það er sívakandi óánægja. Framundan er fullkomið von- leysi, þar til hin stóra stund rennur upp. Þá gerist hin mikla eyðilegging, sem byltingar- mennirnir láta sig dreyma um. Kóralrif menningarinnar, sem þúsundir forfeðra hafa byggt á ótöldum öldum, hrynur þá til grunna fyrir holskeflu bylting- arandans. Og þegar arfi kyn- slóðanna hefir verið sökt í djúp- ið, byrjar þúsund ára ríkið, sem mannkynið hefir fengið nokkra vitneskju um af framkvæmdum Stalins í Rússlandi. Áróður kommúnismans hér á íslandi getur ekki leitt til bylt- ingar. Til þess eru kommúnistar of veikir og aðstaðan óhæg um samstarf við Rússa. En áróður kommúnista getur sýkt íslenzka þjóðfélagið. Hver sá unglingur á íslandi, sem hættir að hafa trú á landinu, trú á þjóð sinni, og að finna til ánægju yfir að mega starfa á íslandi, er með frosna sál. í þvílíka menn vant- ar þann kjark og manndóm, sem einkennir dugandi æsku. Það er mikil ábyrgð á þeim mönnum, sem hjálpa kommún- istum til að blanda bölsýni, kjarkleysi og bleyðimennsku í sálarlíf þeirrar æsku, sem á að erfa landið. Og það er alveg sér- staklega þung ábyrgð á þeim mönnum, sem lána nöfn sín og traust, eins og þegar fáráðir menn skrifa á víxla hjá fjár- svikamönnum, til þess að hægra sé að ginna viðvaninga inn í þær andlegu fangabúðir, þar sem forsprakkar rússnesku trúar- bragðanna brjóta í agnir með- fætt fjör og lífstrú ungra ís- lendinga. J. J. Nú hlakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, því þá veit ég að kaff- ið hressir mig Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT Hraðierdír B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Rifreiðastöð Akureyrar. Bændur! Munið að hafa ávalt hin ágætu Sjafnar-júgursmyrsl við hendina. Fást hjá kaupfélögum og kaupmönnum um land allt. Bírgdír í Reykjavík hjá Samband ísl. samvínnuíélaga Sími 1080. ?WICHHAMé Þeir, sem ætla að fá „Wichmann“ mótorinn fyrir næstu ver- tíð, aðvarast um að panta strax, því verksmiðjan er mjög upp- pöntuð næstu 6 mánuði. PÁLL g. þormar, Hverfisgötu 4, Reykjavík. Auglýsing um verðhækkun á eldspýtum. Verð á eldspýtum er frá og með deginum í dag að telja, sem hér segir: SVEA eldspýtur, vcnjuleg stærð í 10 stokka „búiituiii“. Heildsöluverð kr. 36.00, þúsund stokkar. Smásöluverð 45 au. 10 stokka „búutið“. SVEA eldspýtur, í stórum stokkum. Ileildsöluverð kr. 40.00, hundrað stokkar. Smásöluverð 50 aura stokkurinn. SVEA eldspýtur, litlar, í 10 stokka „búntuin“. Heildsöluverð kr. 32.00, þúsund stokkar. Smásöluverð 40 au. 10 stokka ,,búntið“. IJtan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði. Reykjavík, 29. ágúst 1939. TÓRAKSEI^KASALA RlKISINS. 216 William McLeod Raine: Fláttamaðurinn frá Txas 213 fá þinn hlut af þeim, sagði Prescott. — Herra Prescott segir, að þessi Bar- nett haldi því fram, að hann hafi ekki skotið Steve, heldur hafi Clem Ookland gert það, sagði fulltrúinn. — Það er ekki rétt, ég veit um það, sem ég hefi séð með mínum eigin aug- um. — Sástu Clem þarna einhversstaðar í nánd? — Nei, heria. Molly vissi að Dug Peters var heiðar- legur og hreinskilinn eins og barn. Hann hafði unnið þarna á bænum í 15 ár. Hann sagði, að hann hefði séð þorparann skjóta á Steve og það nægði henni sem sönnun. Þó Taylor héldi öðru fram, var það aðeins til að koma sök- inni af sjálfum sér. Molly leysti frænku sína af við sjúkra- beðinn rétt fyrir hádegisverðinn. Walsh fór óðum fram. Hann var þegar farinn að nærast á súpum, eggjamjólk og öðru slíku. Wagner læknir var • farinn að sinna öðrum sjúklingum sínum, en hafði tekið það fram, að hann kæmi eftir tvo daga aftur, ef ekki hefði ver- ið kalað á hann áður í síma. — Hefir uppáhaldshjúkrunarkonan mín neytt hádegisverðar ennþá, spurði Walsh. Dug settist á röndina á óþægilegasta stólnum, sem hann gat fundið og tók að snúa hatti sínum af mesta ákafa,. í stórum, rauðum og freknóttum hönd- unum. Hann leit spurnaraugum á full- trúann. Owen Martin var sterkbyggður, mað- ur miðaldra. Hann hafði sama útlit og lögreglumenn 1 smábæjum hafa, að öll- um jafnaði. Hann hafði mestan hluta æfi sinnar fengizt við eina eða aðra grein löggæzlunnar. Eitt sinn hafði hann verið fangavörður við betrunarhús fylkisins. — Varstu með Steve, þegar hann var skotinn, spurði Martin. — Já, herra. Molly hlustaði en horfði ekki á þá. Hún reyndi að láta sem minnst á sér bera, jafnvel hugsunum sínum, svo faðir hennar myndi síður eftir að hún var inni og sendi hana út. — Ég vildi helzt fá að heyra í fáum orðum hvað skeði, Peters. — Já, herra minn. Þegar við komum upp frá læknum, var Steve á undan, svo kom baggahesturinn og ég var síð- astur, svona til að reka á eftir bagga- hestinum. Við áttum okkur einskis ills von, eins og þú getur skilið. Við héldum að úlfurinn væri hlaupinn til skógar fyrir nokkrum klukkustundum. Svo

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.